Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1948, Síða 3

Norðurljósið - 01.01.1948, Síða 3
NORÐURLJÓSIÐ 3 Það eru fjórar töflur, sem menn verða að leggja á minnið, til þess að geta reiknað hinn einfalda hugarreikning, sem á að sýna okkur, hvaða vikudagur einhver mánaðardagur eða dagsetning er eða verður. Töflurnar A, B og C sýna okkur lykiltölur. Við leggjum þær saman, deilum með 7, og afgangurinn sýnir vikudaginn, samkvæmt töflu D. Taflan A fjallar um mánuðina og er þannig: — Mánuður. Táknorð. Lykil- tala. Mánuður. Táknorð. Lykil- tala. Janúar. Joð. 0 Júlí. Júlíus. 6 Febrúar. Fram. 3 Ágúst. Ágústín. 2 Mars. Múmía. 3 September. Sæll! 5 Apríl. Aprikósa. 6 Október. Ótíð. 0 Maí. Mædd. 1 Nóvember. Nám. 3 Júní. Jór. 4 Desember. Depill. 5 Fyrsti bókstafur í táknorðunum er hinn sami og 1. bók- stafur mánaðarins. En síðasti samhljóðandinn í hverju tákn- orði gefur lykiltöluna, sem tengd er við mánuðinn. Það er ekki erfitt að festa þessi tólf orð við mánuðina. Það getur hjálpað, t. d. að muna eftir „Sæll“ í sambandi við september, af því að við förum þá að kveðja sumarið. í októ- ber byrjar oft „ótíð“; í nóvember eru skólarnir komnir á fulla ferð með „nám“, og í desember kemur enda-„depill“ ársins. Æfðu þetta vel, uns þú ert orðinn fljótur að hugsa um þessi 12 táknorð, er þú hugsar um mánuðina. Taflan B sýnir lykiltölu aldanna, þannig: — ÖLD. 1700 (frá 1753) 1800 1900 2000 LYKILTALA. 4 (r) 2 (n) 0 (þ) 6 (s) Hjer er auðvelt að muna eftir, hvaða tala fylgir hverri öld, með því að liafa yfir orðin: „áRiN ÞeSsi!" (r, n, þ, s). Ef ártal dagsetningarinnar byrjar á 17.. (samt ekki fyr en 1753), eru 4 sú tala, sem á við. Ef ártalið byrjar á 18.., þá eru það 2; ef það eru 19.., þá 0; sje ártalið 20.., þá eru það 6. Aðallega munu þeir vikudagar, sem við þurfum að finna, vera á þessari öld (19..), sem hefir lykiltölu 0. Þetta þýðir, að byrji dagsetning á 19.., þurfum við ekki að hugsa neitt um það, á hvaða öld hún er. Við notum þá ekkert þessa töflu (B). Taflan C fjallar um árin, sem eru 100 í liverri öld. Hlaup- árin skapa óreglu, sem veldur því, að við verðum að leggja 100 orð á minnið. En það er ekki erfitt fyrir þá, sem nokkuð hafa þjálfað minnið samkvæmt áðurgefinni tilsögn, og kunna talnakerfið sæmilega vel. Taflan C er þannig: í 1. dálki cr ártalið, í 2. dálki er lykiltalan. Fyrsti samhljóðandinn í fyrra orðinu minnir á lykiltöluna, samkvæmt tölukerfinu, sem allir nemendur þekkja. Tölugildi síðara orðsins, sem cr úr frum- kerfinu, er sama sem ártalið. Taflan er notuð þannig: Ár- talið minnir á samsvarandi kerfisorð, og þá man maður strax eftir fyrra orðinu, sem lijer er tengt við það, og kemst hann þannig að lykiltölunni. '00 0 '01 1 Tóm hetta. ’02 2 Ung hæna. ’03 3 Mikið mý. ’04 5 Lítið úr. ’05 6 Stutt ól. '06 0 Þung ausa. ’07 1 Heitt egg. •08 3 Málaðhof. ’09 4 Ríkur api. '10 5 Lítil taða. ’l 1 6 Særður dáti. ’12 1 Tóm tunna. '13 2 Nett dama. 1’14 3 Mjótt trje. ’15 4 Rauð tala. '16 6 Síldar-dós. T7 0 Þornað díki. ’18 1 Dauðdúfa. T9 2 Nýtt teppi. '20 4 Rakin hnoða, ’21 5 Latt naut. >22 6 Svartklædd nunna. ’61 6 Svart sót. ’23 0 Auðug náma. ’62 0 Óður asni. ’24 2 Núa nýra. ’63 1 Dýr sími. ’25 3 Mjó nál. ’64 3 Mýkja sár. '26 4 Rista hnaus. ’65 4 Rautt sjal. ’27 5 Loðinn hnakki. '66 5 Löng sessa. '28 0 Þykkt nef. ’67 6 Sía ösku. ’29 1 Heit næpa. ’68 1 Dökkgrænn sófi. ’30 2 Næla miða. ’69 2 Núa sápu. '31 3 Mæla mottu. '70 3 Mjó keðja. ’32 5 Laglegt men. ’71 4 Rifinn koddi. ’33 6 Svört múmía. ’72 6 Islensk kona. '34 0 Þungur hamar. '73 0 Þykk komma. ’35 1 Dýrt mjöl. ’74 1 Dauð kría. ’36 3 Mórauð mús. •75 2 Ensk kol. ’37 4 Rautt mauk. ’76 4 Rusla-kassi. ’38 5 Hlý múffa. ’77 5 Ljúffeng kaka. ’39 6 Svört hempa. ’78 6 Sykurlaust kaffi. ’40 1 Trje-hurð. ’79 0 Þykk kápa. ’41 2 Nagandi rotta. ’80 2 Núa höfuð. ’42 3 Móður örn. ’81 3 Mjólkur-fata. ’43 4 Rifin ermi. ’82 4 Rauður fáni. '44 6 Svart ör. ’83 5 Leiðinleg væma. ’45 0 Þægileg róla. ’84 0 Óður hafur. ’46 1 Drúpandi rós. ’85 1 Deyjandi fíll. ’47 2 Nóa örk. ’86 2 Niðandi foss. ’48 4 Rakandi hrífa. ’87 3 Mjó vagga. ’49 5 Löt rjúpa. ’88 5 Ljót vofa. ’50 6 Svart hlið. ’89 6 Svört vepja. ’51 0 Æðandi alda. ’90 0 Þungt peð. ’52 2 Ungt ljón. ’91 1 Dauð padda. ’53 3 Myglað lím. ’92 3 Máluð panna. ’54 4 Rifið læri. ’93 4 Rauð bóma. ’55 5 Ljómandi lilja. ’94 5 Löng brú. ’56 0 Iðandi ljós. '95 6 Stór bíll. ’57 1 Heitt lakk. ’96 1 Heit byssa. ’58 2 Núa lófa. '97 2 Nýr poki. ’59 3 Mögur loppa. ’98 3 Magur páfi. '60 5 Lítið soð. ’99 4 Reykjar-pípa. Taflan D er einfaldari. — Þegar búið er að leggja saman lykiltölurnar, sem A-, B- og C-töflurnar gefa okkur, og deila útkomunni með 7, J)á sýnir afgangurinn vikudaginn, sem við ætlum að finna, þannig: 0 1 2 3 4 5 6 Sunnud. Mánud. Þriðjud. Miðv.d. Fimtud. Föstud. Laugard. Efri línan sýnir afgangstölurnar, en neðri línan vikudag- ana, sem [>ær vísa á. Nú skal jeg gefa þjer nokkur dæmi til að reikna í liuganum og sýna þjer um leið, hvernig farið er að [iví. Þú ert, ef til vill, fæddur 4. mars 1920. Hvaða vikudagur var það? Við tökum tölu mánaðardagsins 4, til að byrja með. Mars minnir okkur á „MúMíu“, og m er = 3. 19.. má sleppa, eins og sagt var áður, og 20 er „Rakin hnoða" (r = 4). Samanlagt er þetta 11 (4+3+4). Sje deilt með 7, verður af- gangurinn auðvitað 4. Taflan D sýnir, að afgangur þessi vísar á fimtudag. 4. mars 1920 var þá fimtudagur. Þú vilt vita, t. d., hvaða vikudagur 19. sept. 1936 var. 19 + 5 (sæll) + 0 (19..) + 3 (. .36) = 27. En 27 deilt með 7 hefir 6 afgangs = laugardagur. 19. sept. 1936 var þá laugar- dagur. Það mundi vera enn þá ljettara að deila 19 með 7 strax og taka afganginn 5. Þá eru 5 + 5 + 0 + 3 = 13, og þegar þeim er deilt með 7, ganga 6 af = laugardagur.

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.