Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1948, Síða 4

Norðurljósið - 01.01.1948, Síða 4
4 NORÐURLJÓSIÐ Hvaða dagur, t. d. verður 31. des. 1950? Deildu 31 með 7 og geymdu afg. 3. Desember (depill) gefur 5, svo að nú eru komnir 8. Deildu með 7 og geymdu afg. 1. 50 (Svart hlið) gefur 6. 6 + 1 = 7. Afg. er þá 0, sem vísar á sunnudag. 31. des. 1950 verður þá sunnudagur. Þú getur sannað þetta með því að prófa, hvort næsti dag- ur, 1. janúar 1951, er mánudagur. 1+0+0+0 (æðandi alda) = 1, sem er auðvitað afgangur og vísar á mánudag, sam- kvæmt töflu D. Þetta hefir allt verið reiknað út með mikilli nákvæmni, og mun rjettur dagur æfinlega finnast, sje reglum þessum fylgt. En nú kemur regla, sem er nauðsynlegt að hafa í huga, ef dagsetningin er í jan. eða febr. í hlaupári. Þá dregst einn frá útkomunni. Hlaupár þekkist auðvitað af því, að tvær síðustu tölur ár- talsins eru deilanlegar með 4. Dæmi: Hvaða vikudagur var 4. febr. 1944? Mánaðardagurinn: 4. Febr. (sbr. töflu A) m: 3. 19.. (sbr. töflu B) þ: 0. 44 (sbr. töflu C) s: 6. 4 + 3 + 0 + 6=13. En þetta er febr. í hlaupári, svo að 1 dregst frá og gerir 12. Afgangurinn er 5 = föstudagur. 4. febr. 1944 var þá föstu- dagur. Það ætti að vera hægt fyrir hvern nemanda að finna viku- daga með aðstoð þessa kerfis, á 10 sekúndum. Með æfingu verða menn enn fljótari. Nemendur eiga að leggja þessar töflur á minnið, en ekki að hafa blaðið stöðugt til hliðsjónar. Gaktu aldrei fram hjá dagsetningu í bók, blaði eða brjefi, án þess að reikna út, hvaða vikudagur það hefir verið. Þá verður þú innan skamms mjög leikinn í að nota þetta kerfi, og kemur það að því meira gagni. Auk þess styður það að því að halda frumkerfinu og tölukerfinu í fersku minni. (Framhald.) „Ó, þá náð að eiga Jesúm!” Miiljónir manna hafa sungið þennan heimsfræga sálm, en fáir munu vita, hvernig hann varð til. Ungur maður, Jósef Scriven að nafni, fór frá ír- landi og settist að í Canada. Hafði hann fengið góða mentun og útskrifast úr Trinity háskóla í Dublin. Svo vel gekk honum í nýja umhverfinu, að eftir tvö ár gat hann sent eftir kærustu sinni, sem var á írlandi. Flún kom til hans með fyrsta skipi, og hann tók á móti henni við skipshilið. Þau áttsu að giftast næsta dag. Þetta kvöld tók Jósef hana með sjer til að sigla á ánni. Þau voru bæði himinglöð og horfðu hrifin á móti framtíðinni. En meðan þau voru á siglingunni, gerði alt í einu hvassviðri, og bátnum hvolfdi. Stúlk- an druknaði, en Jósef bjargaðist við illan 'leik. Hann varð yfirkominn af sorg og sárum vonbrigðum. í sorg sinni leitaði hann huggunar í Giuðs heilaga orði. Þar las hann orð Krists í Matteusar guðspjalli (11. 28.): „Komið til mín, allir þjer, sem erfiðið og þunga eruð hilaðnir, og jeg mun veita yður hvíld.“ Þessi orð færðu Jósef nýja von. Hann kom til Krists og fann hjá honum huggun og styrk. Hann helgaði líf sitt því starfi að reyna að færa öðrum huggun þá, sem hann hafði sjálfur fundið. í bænum Port Hope starfaði hann meðal fátækra og sjúkra og reyndi að bæta úr líkamlegum og andlegum þörfum þeirra. Oft gekk hann með sög undir handleggnum, því að hann gerði það að venju sinni að saga brenni fyrir ekkjur og fátæklinga. Menn höfðu ekki hugboð um skáldskapargáfu hans, fyrr en stuttu áður en hann ljest. Hann lá veikur hjá vinum sínum, og dag nokkurn fann einn þeirra handritið af sálminum: ,,What a Friend we have in Jesus“ (bókstaflega: „Hvílíkan vin eigum við í Jesú!“) Vinur hans varð stórkostlega hrifinn af þessum þremur versum og spurði Jósef um þau. Þá sagði hann, að hann hefði fengið brjef frá móður sinni, sem tjáði honum sár vonbrigði, sem hún hafði orðið fyrir. í staðinn fyrir að svara henni brjeflega, samdi hann þetta ljóð til þess að hugga hana. Sjálfur hafði hann gengið um táradal vonbrigðanna og vissi, hvernig best á að hugga aðra. Hann hafði ekki ætlað öðrum að lesa kvæðið. Það er eins og ritað er: „Guð allrar huggunar huggar oss í sjerhverri þrenging vorri, svo að vjer getum huggað aðra, í hvaða þrenging sem er, með þeirri huggun, sem vjer höfum sjálfir af Guði hlot- ið.“ (II. Kor. 1. 3.-4.) Seinna samdi Charles Converse, bandarískt tón- skáld, lag við þetta ljóð Jósefs Scriven, og hefir sálm- urinn, sem þannig varð til, verið sunginn á mörgum tungumálum víðs vegar um heim. Lesarinn hefir að sjálfsögðu oft sungið þennan sálm. En þekkir hann af eigin reynd vininn góða, sem hann vitnar um? Ef hann vill koma eins og hann er til hans og kannast við synd sína og þörf, þá mun rætast það, sem ritað er: „En öllum, sem veittu hon- um viðtöku, gaf hann rjett til þess, að verða Guðs börn, — þeim, sem trúa á nafn hans.“ (Jóh. 1. 12.) Viturleg ráðlegging. IJlysses Grant, forseti Bandaríkjanna frá 1866 til 1874, var beðinn að senda blaði einu ráðleggingar handa yngri kynslóðinni. Hann sendi þetta brjef: „Ráðlegging mín til hennar er, í hvaða trúar- flokki sem unga fólkið kann að vera, að halda fast við biblíuna, því að hún er hið trausta akkeri frels- isins. Skrifið áminningar hennar á hjörtu ykkar og breytið eftir þeim. Áhrifum þessarar bókar eru að þakka allar fram- farir á braut sannrar menningar, og vjer verðum að líta til hennar til að fá leiðbeiningu fyrir framtíðina. „Rjettlætið Iiefur upp lýðinn, en syndin er þjóð- anna skömm.“ (Orðskv. 14. 34.) Virðingarfylst, U. S. Grant.“ Þessi orð eru viturleg og sönn. Þeir, sem gera lítið úr biblíunni, eru óvinir allrar sannrar menningar.

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.