Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1948, Side 8

Norðurljósið - 01.01.1948, Side 8
8 NORÐURLJÓSIÍ> Verkin tala! „Norðurljósið“ hefir flutt við og við greinir úr ritum dr. H. A. Ironsides, sem nú er íorstöðumaður hins fjölmenna safnaðar í Chicago, sem D. L. Moody stofnaði fyrir mörgum árum. Nýlega heíir æfisaga hans komið út. í henni er margt fróðlegt og merki- legt, og mun blaðið flytja nokkrar sannar sögur úr henni í þessum árgangi. Einu sinni meðan Ironside var ungur maður, gekk hann út einn sunnudag í borginni San Fran- cisco, og kom þar að, sem menn hjeldu útisamkomu. Fólkið þekti, hver hann var, og bað hann að tala nokkur orð. Meðan hann talaði, tók hann eftir manni, sem stóð ofurlítið frá samkomunni. Hann var vel klæddur og leit út fyrir að vera mentaður maður. Þessi maður tók upp nafnspjald úr vasa sínum, skrif- aði nokkur orð á það og, er Ironside hafði lokið máli sínu, fjekk hann honum spjaldið. Ironside sá, að þetta var kunnur maður, sem hafði verið að flytja fyrirlestra þar í grend í nokkra mán- uði. Hann var fulltrúi verkalýðsfjelaga, sem höfðu sameinast undir nafninu „Iðnaðarmenn heimsins“ („Industrial Workers of the World“). Vanalega var sambandið nefnt „I. W. W.“, og andstæðingar þess sögðu að gamni sínu, að stafirnir þýddu: „I won’t work!“ Maður þessi var frægur orðinn fyrir það, hve vel lionum tókst að vekja andúð verkamanna gegn verksmiðjueigendunum. Hinum megin á spjaldinu stóðu þessi orð: „Herra minn, jeg skora á yður að halda umræðufund með mjer um .Vantrú og kristindóminn' í Vísindaskóla- höllinni næsta sunnudag kl. 4. Jeg skal sjá um allan kostnað.“ Ironside las þetta upphátt fyrir fólkinu, og sagði svo við manninn, að hann væri að vísu í önnum á þeim tíma, sem tiltekinn var, en hann skyldi samt fá sig lausan og taka tilboðinu, með þessum skil- málum: „Til þess að sanna, að þessi herra liafi eitthvað til síns máls, verður hann að lofa því að hafa með sjer í Vísindaskólahöllinni næsta sunnudag tvær mann- eskjur, sem sanna með lífreynslu sinni, að vantrúin hafi vcrulegt gildi til þess að umbreyta lífi manna og byggja upp siðferði þeirra. Önnur verður að vera karlmaður, sem hefir verið árum saman andlegur skipbrotsmaður. Það er sama, hvaða syndir hafa eyðilagt líf hans og gert hann að siðferðislegum úti- legumanni, hvort sem það sje drykkjuskapur, eða þjófnaður, eða lauslæti. Hann á að vera rnaður, sem hefir árum saman verið undir valdi einhverra lasta, sem honum var ómögulegt að losna við, en þegar liann sótti fyrirlestur þessa herra og heyrði liann vegsama vantrúna og rífa niður biblíuna og kristin- dóminn, þá hafi hann orðið svo snortinn í hjarta sínu, að hann gekk heim frá fyrirlestvinum með þeim ásetningi að verða vantrúarmaður, og nýtt, sigrandi vald kom yfir líf lians. Hann hatar nú synd- ir þær, sem hann áður elskaði, og keppist eftir að lifa rjettlátu og heilögu lífi. Hann er orðinn gersamlega nýr maður, mikilsvirtur og gagnlegur þjóðfjelaginu, — alt vegna þess, að hann varð vantrúarmaður. „I öðru lagi,“ hjelt Ironside áfrain, „á þessi herra, sem liefir skorað á mig að halda umræðufund með sjer, að koma með eina konu, — má vera, að það verði erfiðara að finna konuna en manninn, — sem var einu sinni ein af hinum aumustu allra, hertekin af illum löstum og búin að missa alla virðingu fyrir sjálfri sjer. En þessi kona hefir líka sótt einn fyrir- lestur þessa herra og hlustað á hann, meðan hann boðaði vantrú og gerði gys að kenningum heilagrar ritningar. Á meðan hún hlustaði á hann, kom ný von í hjarta hennar, og hún sagði við sjálfa sig: ,Þetta er einmitt það, sem jeg þarf, til þess að losna við þrældóm syndarinnar!* Hún breytti þá eftir kenningum hans, þangað til hún varð gersamlega vantrúuð. Árangurinn verður að hafa verið sá, að hún hafi snúið sjer alveg frá liinum vonda lifnaði sínum, yfirgefið lauslætisbælið og sje nú orðin heið- virð frú, er lifir hreinu, óspiltu lífi, — alt vegna þess, að hún varð vantrúuð. „Nú, herra minn,“ hjelt Ironside áfram, „ef þjer viljið gangast undir það, að koma með tvær slíkar manneskjur, þá lofa jeg fyrir mitt leyti að liafa með mjer að minsta kosti eitt hundrað menn og konur, sem hafa lifað í þeim syndum, sem jeg hefi nefnt, en hafa verið dásamlega frelsaðar frá þeim, við það að trúa náðarboðskapnum, sem þjer gerið svo lítið úr. Jeg skal hafa þessar manneskjur með mjer sem votta þess, að Jesús Kristur hefir mátt til að frelsa synd- uga menn og konur, og sem votta þess, að biblían fari með rjett mál.“ Maðurinn brosti hæðnislega, sneri sjer við án þess að mæla orð frá munni, og gekk burt. „Af ávöxtum þeirra skuluð þjer þekkja þá,“ sagði Drottinn. Vantrúarfyrirlesarinn vissi vel, að orða- gjálfur hans hafði aldrei leitt nokkurn mann til líf- ernisbetrunar. Það varð auðvitað ekkert úr umræðu- fundinum. GÓÐAR BÆ.KUR. Um leið og mcnn greiða áskr.gjaldið, er gott tækifæri til að panta þessar bækur lianda sjer eða vin- um sínum: „Sæluríkt líf" (2.00); „Villiblómið" (3.00); „Fórn og fögnuður" (saga) (1.00); „Hjálpræði Guðs“ (1.00); „Krist- ur, biblían og vantrúin" (5.00); Jóhannesar guðspjall (ný þýð.) (1.00); og „Norðurljósið" í bandi (4 bækur á 15 kr.). NORÐURLJÓSIÐ kemur út annan hvorn mánuð. 48 blaðsíður á ári. Árgangurinn kostar 3 kr. og greiðist fyrir- fram. Verð í Vesturheimi: 50 cents. Ritstjóri og útgefandi: ARTFIUR GOOK, Akureyri. Akureyri — Prentverk Odds Bjðrnssonar h.f. — 1948

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.