Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1956, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 01.01.1956, Blaðsíða 2
2 NORÐURLJÓSIÐ kjarklaus? Hefir syndin, „drepsótt glötunarinnar“, læst klóm sínum í þig? Bíður þú alltaf ósigur, þegar freisting þín mætir þér? Missir þú alltaf tækifærin til sigursins, er þú sér aðra hljóta? Hlustaðu, heyrir þú ekki frelsarann segja við þig: „Viltu verða heill?“ Segðu honum sögu þína, tjáðu honum, að þú hafir engan til að hjálpa þér nema hann. Festu traust þitt við hann. Hann getur ekki brugðizt þér, því að hann hefir sagt: „Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka.“ „Ég geri alla hluti nýja.“ Er þú lítur í 6. kap., sérðu, hvernig nýr vöxtur kemur í það, sem lagt er að fullu og öllu í hendur Drottins Jesú. Þú sér brauðin fimm og fiskana tvo aukast og margfaldast, unz fimm þúsundir manna auk kvenna og barna hafa hlotið saðning. Þannig hefir margur maður komið til Krists, haft litla hæfi- leika, en helgað þá honum, ævi sína og eigur, allt. Þá hefir Drottinn Jesús tekið það, sem honum var lagt í hendur, blessað það og margfaldað. Hvað virðist þér um það að hefja þetta nýja ár með því að koma til Drottins Jesú, leggja þig í hendur hans, líf þitt og framtíð? Þá muntu fá að reyna í stöðugt stærri mæli, að áform Drottins með líf þitt og tilveru rætist, að þú verður Guði til dýrð- ar og meðbræðrum þínum til blessunar. „Sjá, ÉG geri alla hluti nýja,“ segir Drottinn. Þetta er fyrirheit hans handa þér, ef þú veitir hon- um sjálfur viðtöku. -----i*t-- Um fljúgandi diska. (Heimild: Science Digest, Jan. 1955.) Meðal þeirra æsifregna, sem mest hafa kitlað ímvndun manna á undanförnum árum, verður að telja fréttirnar um „fljúgandi diskana“, sem talið er að sézt hafi í mörgum löndum, og ef til vill hér á ís- landi. Menn hafa leitt að því mörgum getum, hver orsök væri þessara fyrirbæra, sem fjöldi fólks hefir þótzt sjá. Eins og kunnugt er hafa sumir gizkað á geimför frá öðrum hnöttum, en aðrir á hitt, að hér væri á 'ferð ný gerð loftfara, sem Rússar hefðu fram- leitt eða Bandaríkjamenn. Hafa jafnvel birzt mynd- ir, sem hafa átt að sýna þessi loftfaratæki og jafnvel tvo af flugmönnunum frá annarri stjörnu! Vita- :skuld, ljósmynd/aivélin getur verið hentugt tæki í höndum laghents manns, hvort sem sýna þarf „anda“myndir eða geimfaramyndir. Nú hefir flugher Bandaríkjamanna látið frá sér fara tilkynning þess efnis, að við sjö ára langar, ná- kvæmar riánnsóknir hafi ekkert komið í ljós, er sanni það, að „fljúgandi diskar" séu til nema í ímyndun þeirra, sem þykjast hafa séð þá. „Engin áreiðanleg eðlisfræðileg sönnun“ er fyrir því, að .dularfullu ljósin, sem fólk hefir þótzt sjá í loftinu, séu geimför frá öðrum hnöttum eða nokkur leyni- vopn frá Bandaríkjunum eða einhverju erlendu stórveldi. Meira en 75 sérstökum 1 jósmyndavélum var kom- ið fyrir víðs vegar í Bandaríkjunum á sérlega mikil- vægum stöðum, en ekki hefir náðst nokkur mynd á nokkra þeirra af þessum fyrirbrigðum. Engin stjörnurannsóknastöð eða nokkur viðurkenndur at- vinnustjarnfræðingur hefir heldur séð eða getað Ijósmyndað nokkurn fljúgandi hlut í geimnum, sem áreiðanlega gæti talizt flugfar frá öðrum hnetti eða frá annarri þjóð. Alls voru athugaðar meira en 3,500 sjónarvotta- sögur af einhverjum fyrirbærum í loftinu, sem hefðu átt að vera sprottnar af ímyndun. En voru þær allar sprottnar af ímyndun? Þótt vér getum ekki trúað því, jafnvel eina svip- stund, að mannverur frá öðrum hnöttum komi hing- að til jarðar í geimförum, þá getum vér ekki efazt um, að alls konar fyrirbrigði munu gerast á himnin- um, er nálgast taka dagar þeir, sem Kristur talar um, er hann segir: „Þjóð mun rísa upp gegn þjóð og konungsríki gegn konungsríki, og miklir landskjálftar munu verða og á ýmsum stöðum hallæri og drepsóttir; og verða munu voðafyrirburðir og tákn mikil af himni.“ (Lúk. 21. 10.-11.) Tvær heimsstyrjaldir á undanförnum áratugum hafa sýnt oss, hvernig þjóð rís gegn þjóð og kon- ungsríki gegn konungsríki, sömuleiðis stórkostleg- ustu jarðskjá'lftar og hallæri í sögu mannkynsins. Allt bendir þetta á upplausnar tíma og að endalok núverandi heimsaldar í ráðstöfun Guðs geti verið mjög í nánd. Eftir því sem nær dregur síðari komu Krists, hljóta táknin að f'ara vaxandi, sem boða komu hans. Það fellur aðeins í fárra hlut að skoða þessi leift- ursnöggu ljósfyrirbæri himinsins. En það fellur í allra hlut, sem á jörðinni verða lifandi 'þá, að sjá Krist, er hann kemur. „Sjá, hann kemur í skýjunum og 'hvert auga mun sjá hann.“ Erum við reiðubúin? Hlökkum við til að sjá hann? •---i«t—— AUÐMÝKT. Auðmýkt er fullkomin rósemi hjartans. Ef ég er auðmjúkur, hefi ég engar áhyggjur. Þá er ég aldrei óánægður, eða gramur, úfinn í skapi, sár eða von- svikinn. Þá vænti ég mér einskis, furða mig á engu, sem mér er gert; þá finn ég ekki að mér sé gert neitt á móti. Ég hefi ró, þegar enginn hrósar mér og þeg- ar mér er álasað eða ég er lítilsvirtur. Auðmýkt er að eiga blessað heimkynni í Drottni, þar sem ég get gengið inn og lokað dyrunum, kropið niður frammi fyrir Föður mínum í leyndum og dvalið þar í haf- djúpi friðar, þegar erfiðleikar umlykja mig á 'alla vegu. (í>ýtt.)

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.