Norðurljósið - 01.01.1956, Blaðsíða 1
o
Jn orðurljósið
XXXVII árg.
Janúar—Febrúar 1956
1.-2.
„ÉG GERIALLA HLUTI NÝJA.”
Gamla árið er endað. Hvað hefur það fært þér?
Heilbrigði, lífsgleði, hamingju og alls nægtir? Sjúk-
dóma, reynslur, sorgir, ógæfu og skort? Sért þú í
síðari flokknum, kemur boðskapur Guðs til þín,
dásamlegur og vonarríkur, hughreystandi og lífg-
andi: „Eg geri alla hluti nýja.“ Einnig þú, ham-
ingjubarn, getur þarfnazt hans. Hamingjuhjólið er
hverfult, eins og æskan og morgunroðinn.
Við skulum taka ritninguna, t. d. guðspjall Jó-
hannesar, og athuga, hvernig allt breyttist, þar sem
Drottinn Jesús kom. Endurnýjun og blessun fylgdu
honum alstaðar.
í 2. kapítula sjáum við hann í brúðkaupi. Gleði-
sólin skein hátt á himni, unz vín þraut. I ritning-
unni táknar vínið mannlega gleði. En móðir Jest'i
var þar. Það, sem lnin gerði, er fyrirmynd enn í dag.
Hún sagði honum frá, fullviss um, að hann gæti
itætt úr þessum skorti. Það gerði hann. Hann
breytti vatninu í vín. Eru veizluföng hamingju
þinnar þrotin? Segðu Drottni Jesú frá því. Fel þú
honum mál þín með trúnaðartrausti eins og María.
Hann mun snúa gráu vatni vonbrigða og lífsleiða í
kostavín hjartafriðar og gleðinnar í Guði.
í 4. kap. sjáum vér Drottin Jesúm sitja við brrlnn-
inn hjá Síkar. Þangað kémur kona til að sækja vatn.
Veður var eflaust heitt, hún var þyrst vafalaust.
Sárar brenndi þorstinn sálu hennar og hjarta, þráin
eftir ástum og nautnum. Hún lrafði átt fimm menn
og bjó með þeim sjötta. Hvað gat Drottinn Jesús
gert fyrir slíka sál? Hann bauð henni svaladrykk, er
svalar svo þorsta lífsins, að engan þyrstir að eilífu,
sem drekkur hann. Konan fékk þennan svaladrykk.
Hvernig? Hún bað Drottin Jesúm um hann. Frels-
•arinn gaf henni tækifæri til að játa synd sína, og
hún gerði það. Þá var þess skammt að bíða, að hann
segði henni, hver hann var, opinberaði henni, að
hann væri Kristur.
Þyrstir þig eftir ástum og nautnum, áfengi eða
skemmtunum lífsins? Þú finnur mætavel, að þetta
getur aldrei svalað ódauðlegri sál þinni. Farðu leið
LAvf)
samversku konunnar. Frelsarinn bíður með svala-
drykkinn í hendi sér, reiðubúinn að gefa þér hann,
þegar þú biður um hann. Veittu honum viðtöku.
Segðu hinum samúðarfulla Drottni þínum frá
brestum þínum og yfirsjónum, frá syndum þínum
og hrösunum. Hjarta þitt öðlast frið við það. Fel þú
lionum að svala þinni sál, hann mun gera það.
Vér sjáum í sama kap. konungsmanninn. Hvorki
staða lians né tign getur mildað þá angist, sem þjak-
ar og kvehir föðurhjarta hans. Drengurinn hans er
veikur, liggur fyrir dauðanum, þjáður af sótthita.
Hann kemur og segir Drottni Jesú frá, biður hann
ásjár.
Hvað er þetta, sem hann heyrir? „Þér trúið ekki,
nema þér sjáið tákn og stórmerki." Þetta er ekki
svar við bæn hans. Hann skeytir því engu, þörfin er
svo brýn. Hann heldur áfram að biðja: „Herra, kom
þú, áður en barnið mitt andast.“
Stendur þú í sporum þessa föður? Áttu barn, þjáð
af sótthita æskublóðsins, eirðarlaust, flögrandi, við-
námslaust gegn freistingum lífsins? Hvernig lízt
þér að fara að dæmi konungsmannsins og leita á
fund Drottins Jesú, biðja hann ásjár? Vera má, að
hann svari ekki bæn þinni þegar í stað. Gefstu þá
ekki upp. Bið því ákafar, sem þörfin verður brýnni.
Fyrr eða síðar færðu svar. Enginn þekkir tölu þeirra
barna, sem Drottinn hefir frelsað sem svar við bæn.
Sum fegurstu og ávaxtaríkustu aldintrén í garði
safnaðar Guðs voru eitt sinn villtir og taumlausir
unglingar. Konungsmaðurinn fékk svar.
Lítum nú í 5. kap. Þar mætir oss hryggðarsjón,
maður, sem legið hefir sjúkur í þrjátíu og átta ár.
Batavonin bregzt honum alltaf, annar fær hnossið,
en aldrei hann, unz vonleysið grípur hann heljar-
tökum. Til þessa rnanns kemur frelsarinn, ávarpar
hann, lætur liann segja sér sögu sína og læknar
hann. Heilbrigði kom í stað sjúkleika, þróttnr í stað
magnsleysis. Styrk verða skref hans og stælt, ekki
lengur staul og staut.
Ert þú í sporum þessa manns, ertu vonsvikinn og
sbókaktn]