Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1956, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 01.01.1956, Blaðsíða 3
NORÐURLJÓSIÐ 3 Læknir, læknct þú sjálían þig. (Kaflar úr sögu eftir Dorothy Dennison.) 1. k a f 1 i . MINNINGAR. Nístingskaldur vindur næddi um Kingsdale þorpið. Á ferli var fátt manna. Jim Harcourt læknir ók bifreið sinni í skýlið og stöðvaði vélina. Hann var að koma úr sjúkravitjun. Hann ætlaði að ganga inn í lækningastofuna, en mundi þá eftir rósatrénu, sem stormurinn hafði brotið. Hann hafði skeytt það saman. Hvernig skyldi því líða? Hann gekk aftur að garðhliðinu og leit á tréð. Trénu var lífsvon, það sá hann. Skyndilega greip hann þreyta. Hann gekk inn í lækninga- stofuna og fleygði sér í stól. Það voru sjálfsagt tíu eða fimmtán ár, síðan Barbara, konan hans, hafði gróðursett tréð. Sorgarblær kom í augu hans. Hugurinn leitaði liðinna tíma. Hvað hafði valdið þessum sorgarleik? Sjálfsagt var sökin hans að einhverju leyti, en hvernig hefði hann átt að breyta öðruvísi? Honum tók að hitna í skapi eins og jafnan, er hann dvaldi við árin áður en konan fór frá honum. Barbara hafði komið illa fram, óskynsamlega. Hún vissi það, þegar hún giftist honum, að hún var að gefast manni, sem stund- aði starf, er krafðist mikils tíma, ef það átti að heppnast vel. Hún hafði alltaf verið að kvarta um, hve lítinn tíma hann tæki frá störfum sínum; hann þyrfti ekki að tala svona lengi við sjúklingana um „ónauðsynleg“ efni. Hún gat aldrei gert sér ljóst, að með því móti lærir heimilis- læknirinn að þekkja sjúklinga sína. Það voru ekki lækning- ar að gefa sjúklingunum eitthvert sull að gleypa. Það varð líka að hjálpa þeim til að sigrast á sjúkdómum. Væru ein- kennin óljós, og gæti hann grafið upp leyndan kvíða, óbeit, vonbrigði eða gremju, gerði það honum kleift að fást við sjúkdóminn á allt annan hátt en ella. Stundum fann hann sig knúinn til að senda eftir sálnahirði til hjálpar. Þetta hafði Barböru þótt fremur heimskulegt. Er árin höfðu liðið, fór gremja hennar vaxandi. „Ég hefi umborið alla næturvinnuna og óregluna á máltíðun- um. Nú ertu orðinn frægur, og þú þarft ekki að vinna eins og þú hefir gert. Þú gætir tekið þér starfið léttar. . . .“ Gat hún ekki skilið eða vildi hún ekki skilja, að læknir getur aldrei „tekið sér starfið léttara" fremur en hljómlist- armaður. Það hafði verið erfitt að afla sér skiptavina, og auðvelt var að missa þá aftur. Hún sat við sinn keip. „Þú gætir eytt minni tíma vegna sjúklinganna og notað hann til að vera með mér, ef þú vildir. Ástæðan er, að þig blátt áfram langar ekki til þess.“ Þegar hún talaði þannig við hann, gat það komið fyrir, að hann blótaði í hljóði, ryki á dyr og skellti hurðinni að lækningastofunni nokkuð fast á eftir sér. Hann gerði ráð fyrir því, að það, sem hleypti ólgunni í allt, svo að út úr sauð, væri þetta, sem kom fyrir með hana Rut Rayner. Einkennilegt, að Barbara gæti ekki séð, að hann var alveg hreinn í því máli. Það mátti reiðast af minna en því, að honum væri kennt um það, sem augljós- lega var að kenna kringumstæðunum. Nei, síðasta hrunið var alveg Barböru að kenna! Hann kom alltaf aftur og aftur að hinu sama. Lækningar taka allan tíma mannsins, og lækniskona ætti að hugsa um það áður en hún giftist. Barbara var nítján ára, þegar hún giftist honum. Þau höfðu verið í hjónabandi í meira en tuttugu ár, þegar hann réði Rut Rayner, nítján ára gamla, til sín sem móttöku- stúlku. Barböru hafði aldrei fallið Rayners mæðgurnar vel í geð. Hún hafði alltaf sýnt þeim kulda. Það var nokkuð skiljan- legt með móðurina. Hún var ekki skemmtileg kona, harð- lynd og eigingjörn. Hún gerði sér í hugarlund, að hún gengi með alls konar sjúkdóma, til þess að dóttir hennar skyldi alltaf vera að snúast í kringum hana. Hún leyfði ekki stúlk- unni að taka nokkurn skapaðan hlut fyrir, sem tæki hana frá móðurhliðinni. En hvernig gat nokkrum geðjast illa að Rut! Barböru féll hún þó ekki í geð. Sjálfur kenndi hann sárt í brjósti um vesalings barnið, sem lifa varð eymdarlífi hjá móður sinni, mata hana og klæða. Svo var það einhvern dag, að Rut spurði hann titrandi, hvort hann vissi um nokkra aukavinnu nokkurs staðar. Þá bauð hann henni vinnu hjá sér við að opna fyrir sjúkling- um og hleypa þeim út. En hann bar þetta ekki áður undir Barböru. Þegar hann sagði henni fréttirnar, varð hún fyrst eldrauð af bræði, síðan náhvít. „Það er engin þörf á móttöku- stúlku," sagði hún. „Sjúklingarnir geta sjálfir opnað fyrir sér eins og þeir hafa gert. Ég vil ekki hafa stúlkuna hér.“ Mánuður sá, sem í hönd fór, var óskemmtilegur í meira lagi. Læknirinn hafði orðið sárfeginn, þegar móðir Rutar gerði sér upp veikindakast og heimtaði að dóttir sín hætti störfum hjá honum. Svo var það fyrir rúmu ári. Hann ætlaði með Barböru á dansleik. Hún var tilbúin kl. sex og leit inn til hans til að sýna sig honum. „Ástin mín, þú ert blátt áfram yndisleg," varð honum að orði, hún var jafnvel enn þá fegurri en þegar hún var ung stúlka. Hún smeygði sér í arma hans. „Við skulum skemmta okkur vel og dansa mikið saman, Jim,“ sagði hún. „Mér finnst alltaf ég vera orðin ung aftur, þegar ég dansa við þig.“ Hann var rétt að byrja að búa sig, þegar síminn hringdi. Rut Rayner var orðin veik; móðir hennar bað hann að koma og líta á hana. Hann fleygði heyrnartólinu á í bræði og leit á klukkuna. Ef hann flýtti sér, gæti hann komizt á dansleikinn í tíma. Rut var með botnlangabólgu. Ekkert annað en tafarlaus uppskurður gat bjargað lífi hennar. Hann símaði heim til konu sinnar og bað hana að fara á undan sér á dansleikinn. Hún fékkst ekki til þess, vildi heldur bíða hans. Hann var svæfingarlæknir við sjúkrahúsið í viðlögum, og í þetta sinn var varðkvöld hans og engan annan lækni að fá til að leysa hann af. Uppskurðurinn var langur og erfiður. Stundum greip hann sársauki, er hann minntist Barböru, er heima sat og beið. En baráttan við dauðann tók brátt hug hans allan, er hann horfði á meðvitundarlausu stúlkuna, er sveif á milli lífs og dauða. Hann þorði ekki að fara frá Rut fyrri en klukkan tvö um nóttina. Þá var orðið ljóst, að lífið hafði von um sigur. Viku síðar yfirgaf Barbara hann. Hún gerði honum ljósa grein fyrir því, hvers vegna hún færi. Hún væri orðin upp- gefin á þessu lífi, sem hún yrði að lifa með hönum. Hún

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.