Norðurljósið - 01.01.1956, Blaðsíða 7
NORÐURLJÓSIÐ
7
Kærleikurinn sigrar.
(Fyrirlestur, fluttur víða, sem fólk hefir hlýtt á með mikilli
athygli. Allir geta haft gagn af boðskap hans. S. G. J.)
Heimsókn til Korintu í fornöld.
Við förum í huga ferð til Grikklands og sækjum
heim Korintuborg. Við reikum um götur og torg,
skoðum fagra garða og skrautlegar byggingar. At-
hyglin beinist ósjálfrátt að nokkrum mönnum, sem
ræða eitthvert mál af miklum ákafa.
Einn þeirra segir: „Mér er alveg sama, hvað þið
segið. Páli fylgi ég að málum. Hann kom hingað
til Korintu fyrstur manna til að boða okkur trúna
á Krist. Hafið þið gleymt því, hvað við eigum hon-
um mikið að þakka? Ég fylgi honum. Ég er Páls.“
Annar maður hefur upp röddina og er mikið
niðri fyrir: „Nei, það er ég ekki. Hvað hefði orðið
úr starfi Páls hér, ef hann Apollós hefði ekki komið
•og prédikað eins og hann gerði? Hafið þið gleymt,
hvernig hann varði trúna með oddi og egg? Hvílík
rökfimi og mælska! Ég veit, að það hefði ekki orðið
mikið úr trúnni hérna í henni gömlu Korintu, ef
Apollós hefði ekki komið. Ég er hans maður. Ég er
Apollóss.“
iÞriðji maðurinn gengur fram og hrópar: „Hvað
eruð þið að tala um þá Pál og Apollós? Ékki fylgdu
þeir Drottni vorum Jesú, meðan hann var hér á
jörðu. En Símon Pétur, sem við köllum Kefas, hann
gerði það. Hann er sannur postuli. Hann sat við
fætur Drottins og nam af honum kenningarnar. Ég
er Kefasar!“
Fjórði maðurinn tekur til máls og af meiri still-
ing en hinir: „Hví deilið þið um þjóna Drottins?
Hefir hann ekki upplýst þá alla og frætt þá, hvern
á sinn hátt? Eru þeir nokkuð? Það er Kristur sjálf-
ur, sem er allt. Mergur málsins er sá, að við eigum
að fylgja honum. Það vil ég gera. Ég er Krists.“
Hinir taka aftur til máls. Æsingin eykst, flokka-
dráttar-andinn magnast. Söfnuður Krists í Korintu-
borg líkist skipi, sem hafrótið ætlar að brjóta.
Hvað er að gerast í heiminum nú? Fjandskapur
voldugra flokka og þjóða ógnar tilveru mannkyns-
ins. John Foster Dulles, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, hefir kveðið svo að orði, að verði ekki
kenningum kristindómsins komið á í samskiptum
þjóða, sé menningin í hættu að líða undir lok.
Við getum litið nær okkur og haft myndina
smærri, sem við skoðum. Við sjáum heimili, stofn-
að í ást og eindrægni. Nú er það að liðast sundur.
Af hverju? Ósamlyndið hélt innreið sína, en ham-
ingjan gekk grátandi út.
Skyggnumst yfir vort eigið land. Logar þar ekki
ófriðarbál og haturseldar? Stjórnmáladeilur og at-
vinnudeilur fara fjöllunum hærra. Ný Sturlunga-
öld er hafin, þar sem stétt deilir við stétt og flokkur
við flokk. Verði þar engin bót á ráðin, mun oss fara
sem forðum. Þjóðin týnir frelsi sínu og sjálfstæði á
nýjan leik. Þannig fór Grikkjum til forna. Þannig
fór Pólverjum síðar. Þannig gat og kristnin farið í
Korintu. Hún gat skipzt í fjandsamlega flokka, sem
átt hefðu í innbyrðis erjum, unz vitnisburður sá, er
þeir báru um Krist, hefði verið að engu orðinn.
Hvar er sú olía, sem lægja megi æstar öldur huga
og sálar? Hvað er smyrslið, sem stilli blóðrás blæð-
andi hjartna, græði þau og mýki örin? Hver er sá
eldur, sem lífgað fái ösku kulnaðrar ástar, endur-
vakið stundir horfinnar hamingju? Hvert er það
vald, er skapað gæti Fróðafrið í landi, verkalýð ör-
ugga afkomu og tryggt landinu lausn frá þrætum og
flok'kadrætti?
Við spurningum þessum er aðeins til eitt svar.
Það er fólgið í einu orði. Það töfraorð er: KÆR-
LEIKURINN.
Til kristinna manna í Korintuborg kemur bréf
frá Páli. Hann ræðir þar um deilur þeirra og vanda-
mál með rétti og ástríki föðurins, en skipar stund-
um fyrir með valdboði postula Krists, fræðir og
kennir með snillitökum þrautþjálfaðs skólamanns.
Hann reynir og kannar ýmsar leiðir til að ala upp
þessi óþroskuðu andlegu börn, sem hrífast af lrinu
ytra, kjósa fremur hýðið en kjarnann. Hann vill
kenna þeim að velja rétt, sækjast eftir því, sem mik-
ilsverðast er. Og einmitt þá segir hann: „Nú bendi
ég yður á enn þá miklu ágætari leið:“
Lofsöngurinn ódauðlegi.
„Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði
ekki kærleika, yrði ég hljómandi málmur eða hvell-
andi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi
alla leyndardóma og ætti alla þekkingu, og þótt ég
hefði takmarkalausa trú, svo að færa mætti fjöll úr
stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt.
Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt
ég framseldi líkama minn, til þess að ég yrði
brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu
bættari.
„Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljað-
ur; kærleikurinn er ekki afbrýðisamur; kærleikur-
inn er ekki raupsamur, hann er ekki hrokafullur;
hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns
eigin; hann verður ekki egndur til reiði, tilreiknar
ekki hið illa; hann gleðst ekki yfir ranglætinu, en
samgleðst sannleikanum; hann sættir sig við allt,
trúir öllu, vonar allt, stenzt allt.
„Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En hvort
sem eru spádómsgáfur, þá munu þær líða undir lok,
eða tungur, þær munu hætta, eða þekking, þá mun
hún líða undir lok; en þegar hið fullkomna kemur,
þá líður það undir lok, sem er í molum.
„Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn, hugs-
aði eins og barn og ályktaði eins og barn; þegar ég
var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barna-
skapinn.