Norðurljósið - 01.01.1956, Blaðsíða 4
4
N ORÐURLJ ÓSIÐ
vildi heldur lifa lífinu ein. Hvort hún ætlaði að koma aftur,
vildi hún ekki segja.
Læknirinn minntist þessarar viku. Hún var svo hræðileg,
að hann vonaði, að hann þyrfti aldrei framar að reyna
nokkuð henni líkt. Hann sagði beiskur við sjálfan sig, að
þá hefði hann gert allt, sem hægt var að gera.
Barbara hafði virzt vera orðin tilfinningalaus. Hún fór,
og hann reyndi allt, sem hann gat, til að fá hana heim aft-
ur. Hann skrifaði henni á hverjum degi, unz bréfin hans
komu endursend, án þess að hafa verið opnuð. Það var
grimmúðlegt, alveg grimmdarfullt. (Framhald.)
-----(•(--
F
Ahugablossi eða alvara?
I sept.—okt. blaði síðasta árs skýrði ,,Nlj.“ frá
starfsferð dr. Billy Grahams á Englandi árið 1954.
Hér verður svarað spurningunni, sem risið hefir í
sumra hugum, hvort afturhvarf fólks, er snýst til
trúar á Krist í starfsferðum dr. Grahams, sé áhuga-
blossi augnabliksins eða varanleiki framtíðarinnar.
Hvað hefir orðið af fólkinu, sem játað liefir aft-
urhvarf og trú á Drottin Jesúm? Heldur það enn
við játningu vonar sinnar óbifanlega, eins og ritn-
ingin segir, að þeir eigi að gera, sem snúa sér til
Krists?
Við gagngera rannsókn málsins hefir þetta komið
í ljós:
Furðumikill fjöldi þeirra, sem játaði afturhvarf
1954, hélt ári seinna fast við játningu trúar sinnar
á Krist. Helgun þeirra og áhugi fer vaxandi, en
dvínar ekki. Þetta er gagnstætt spádómum þeirra,
sem töldu flest afturhvörfin loftbólur einar.
Einn af fremstu kirkjumönnum Bretlands segir:
,,í mínum söfnuði halda 16 áfram af þessum 20
„afturhorfnu", sem komu til okkar eftir samkom-
urnar í Harringay. Margir aðrir orðsins þjónar hafa
svipaða sögu að segja. Ég hefi ferðazt um allt land-
ið, haft samband við alla flokka, og ég held, að
sönn, varanleg afturhvörf séu tiltölulega fleiri en
eftir nokkra aðra starfsferð í sögu Bretlands."
Biskupinn í Barking segir: „Við vissum, að sumir
mundu falla frá, en við bjuggumst ekki við því, að
þeir yrðu svo fáir. Við vorum líka vissir um, að sum-
ir mundu halda áfram; en við bjuggumst ekki við
því, að þeir yrðu svo margir eða gerðu það af slíkri
sannfæring.“
Kalla mætti fleiri kirknanna þjóna til vitnis, en
hvað segir fólkið sjálft?
Innkaupakona stórverzlunar í Lundúnum fór til
Harringay „eingöngu af forvitni og til að birgja sig
upp með samtalsefni á innkaupaferð ti! Bandaríkj-
anna.“ En texti Grahams: „Hvað stoðar það mann-
inn, að eignast allan heiminn og fyrirgera sálu
sinni?" hélt áfram að óma í huga hennar allan
sunnudaginn. Á mánudagskvöld fór hún aðgöngu-
miðalaus til samkomunnar í Harringay og laumað-
ist inn með söngflokknum. f samkomulokin ákvað
hún að taka á móti Kristi.
Þrem dögum seinna lagði hún af stað til Banda-
ríkjanna. „Það var einkennilegasta ferð, sem ég hefi
farið,“ segir hún. í handtöskunni var biblía og leið-
beiningaritið „Byrjunin með Kristi“, sem allt ný-
afturhorfið fólk fékk í hendur.
Starfsfélögum sínum í deildinni, þar sem hún
vann, sagði hún frá afturhvarfi sínu eftir heimkom-
una. Er tímar liðu, fékk einn þeirra svar við þessum
spurningum sínum: „Boðar þetta, að hún komi
hingað í skemmtilegra skapi á morgnana?" Það varð
svo. „Sýnir hún meiri þolinmæði gagnvart öðrum?“
Hún gerir það. „Verður hún í viðmóti þægilegri við
sölumenn og umsjónarmenn og einkanlega við
nöldrunarsegginn hann S., sem alltaf ýfir skapið hjá
okkur?" Þeir geta ekki skilið, hvað hefir gerzt, eink-
anlega gamli S.
Hún bað um leyfi að mega bjóða biskupi einum,
sem var tryggur stuðningsmaður Grahams, að tala
við starfsfólkið hjá verzluninni. Þetta var fyrsta
samkoma sinnar tegundar í sögu þeirrar verzlunar.
Fleiri en 500 biðu eftir vinnutíma til að vera við-
staddir. Framkvæmdastjórinn stýrði samkomunni.
Fyrirtækið hefir nú ráðið fastan mann til að sinna
andlegum þörfum fólksins. í hverri viku kemur
saman hópur deildarstjóra og starfsfólks til bæna-
halds og biblíunáms.
Verksmiðjumaður, nú fyrrverandi kommúnisti,
sem var ritari flokksins í borg sinni og kunnasti
áróðursmaður hans, fór til Harringay „til að sjá,
hvernig Billy færi að.“ Hann varð ekki fyrir áhrif-
um. Eigi að síður fór hann aftur viku síðar. Hann
gekk ekki fram þá, en viku síðar var hann í kirkju
og kom þá inn að altarinu ásamt sex öðrum til að
veita Kristi viðtöku.
Yfirlýsing hans, er hann sagði sig úr kommúnista-
flokknum, varð forsíðuefni blaðanna: „Vegna djúps
og é>sefaðs óróleika hið innra, liefi ég ákveðið að
segja mig úr flokknum og ganga aftur í hina
kristnu kirkju. Ég finn, að trú á Jesúm Krist sam-
einast ekki því, að vera félagi í kommúnistaflokki”
Maður þessi hefir vitnað fyrir verkamannahópum
í tugatali í mörgum borgum. Venjulega kemur
hann þar auga á einhvern gamlan fyrri félaga. Einn
þeirra að minnsta kosti, starfsmaður flokksins í
heimabæ sínurn, hefir snúið sér til Krists og er nú
að læra til að starfa sem leikprédikari.
Starfsmaður dagblaðs segir: „Ég veit ekki, hvers
vegna ég fór til Harringay nema væri það vegna
þess, að ég þurfti ekki að vinna um kvöldið og
,sýningin‘ var ókeypis.“ Hann sneri sér. „Ég gekk
heim í rigningunni 8 km. og reyndi að gera mér
ljóst, hvað hafði komið fyrir mig.“
Konan hans hló ekki að honum, eins og hann
bj(>st við. í stað þess fór hún með honum fáum
kvöldum seinna og sneri sér.