Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1956, Blaðsíða 8

Norðurljósið - 01.01.1956, Blaðsíða 8
8 NORÐURLJÓSIÐ „Því að nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í óljósri mynd, en þá augliti til auglitis. Nú er þekking mín í molum, en þá mun ég gerþekkja, eins og ég er sjálfur gerþekktur orðinn. En nú varir trú, von og kærleikur þetta þrennt, en þeirra er kærleikur- inn mestur. „Keppið eftir kærleikanum." (I. Kor. 13.—14. 1.) Kærleikurinn var læknislyfið, er lækna skyldi kristinn söfnuð í Korintuborg, gera hann heilan af öllum meinum. Kærleikurinn, hann er sá lykill, sem lokið getur upp læstum dyrum vandamála þinna. Hann er leiðin, sem liggur til farsældar og friðar, hvort heldur í hlut á eitt hjarta, eitt heimili eða heill söfnuður, heilt þjóðfélag. ---- m----♦—m ------ Rabbað við lesendur. Eins og tilkynnt var í síðasta blaði tek ég við rit- stjórn „Nlj.“ við þessi áramót. Ég er einn hinna mörgu, sem hlotnazt hefir bless- un af boðskap þeim, er blaðið hefir flutt um Drott- in Jesúm Krist. Hann kaus það sér að verkfæri til að leiða mig til sín. Blaðsins vegna settist ég að hér á Akureyri vorið 1925, og það, sem ég hefi unnið að því eða lagt á mig þess vegna, er aðeins lítil vaxta- greiðsla af óborgandi þakkarskuld við Drottin og þjón hans Arthur Gook. (Sbr. Opinb. 5. 9.; Fílem. 19.) Markmið blaðsins verður óbreytt: að vegsama Guð með því að flytja orð hans og hlífast ekki við að boða „allt Guðs ráð.“ (Post. 20. 20.-21., 27.) Lesendur eru beðnir að athuga blaðið og dæma síðan um, hvort þeir telji ekki, að „Norðurlj." geti átt erindi inn á flest heimili. Líti þeir þannig á, að blaðið ætti að koma sem víðast, eru þeir spurðir: „Getið þið nokkuð hjálpað til að útbreiða j)að?“ Athugið tilboðið hér fyrir neðan. Guð gefi öllum lesendum blaðsins gleðilegt og farsælt ár. Sæmundur G. Jóhannesson. Tilboð. Hver sá, sem gerist kaupandi „Nlj.“ og greiðir andvirði árg. 1956, 10 kr., fær einn af eldri árgöng- um blaðsins í kaupbæti. Sérhver skuldlaus kaupandi blaðsins, hvort sem hann er nýr eða gamall kaupandi, sem útvegar 1—3 nýja kaupendur, er greiða andvirði blaðsins, fær sjálfur 1 af eldri árg. „Nlj.“ sem viðurkenningu, ef hann óskar þess. Hver, sem útvegar 4—6 nýja kaupendur, getur fengið 2 árg. „Nlj.“ innhefta með greinaflokknum: „Listin að muna.“ Fyrir 10 nýja kaupendur getur sá, sem útvegar þá, fengið 4 af fyrri árg. blaðsins, en ekki samstæða. Fyrir 15 nýja kaupendur verður send innbundin bók af „Nlj.“ 30 kr. virði, sé þess óskað. Fyrir 20 nýja kaupendur er boðin 1 bók af ævi- sögu George Muller, bundin í gott band. Fyrir 30 nýja kaup. eru boðnar 2 bækur af „Nlj.“. Fyrir 50 nýja kaup. verða sendar 3 bækur af „Nlj.“, sé þess óskað. Fái einhver 100 nýja kaup., eins og einstöku menn hafa gert á liðnum tímum, getur sá hinn sami fengið allt, sem til er af „Nlj.“ og „Daglegt ljós“, samanlagt um 200 kr. virði. „Upp nú og tak til starfa, og Drottinn sé með þér.“ „DAGLEGT LJÓS Á DAGLEGRI FÖR.“ Ljóskerin á bifreiðum og reiðhjólum, ljósin á staur- unum, sem lýsa götur, stræti og torg, vitna skýrt um það, hve nauðsynlegt mönnum þykir að ganga hvorki né aka ljóslaust í myrkrinu. Otaldir eru þeir árekstrar og slys, sem urðu í borgum erlendis, meðan þær voru myrkvaðar á stríðstímanum. Guð hefir gefið oss orð sitt, biblíuna, til að lýsa oss á göngu vorri á brautum lífsins. Bókin „Daglegt ljós á dag- legri för“ flytur oss, ferðamönnum, ljós frá Guði, því að hún er ritningargreinir, raðað saman eftir efni, á hverri blaðsíðu. „Daglegt ljós“ er tilvalin tækifærisgjöf. Hún fæst hér á afgreiðslu „Nlj.“ og kostar, auk burðargjalds: í rexínbandi 50 kr., með skinni á hornum og kili 70 kr., í alskinni 80 kr. MIKILVÆGASTA MÁLIÐ í HEIMI er boðun fagnaðarerindis Drottins Jesú Krists meðal Gyð- inga og heiðingja. Máli þessu eiga allir þeir að sinna, sem telja sig lærisveina Jesú Krists. Geti þeir ekki fdrið og boð- að fagnaðarerindið sjálfir, ber þeim, sem heima sitja, að styrkja hina, sem farið hafa, bæði með fyrirbænum og gjöfum. Fyrirlestrar um kristniboðun voru fluttir að Sjónarhæð í okt. s.l. Nokkrar gjafir hafa borizt, sem viðurkennast hér með: Til Gyðingatrúboðs: Þ. S.: 100.00; Vegna Matt. 28. 18. —20.: 20 kr.; K. A.: 100.00; ?: 10.00; Áheit S. H.: 50.00. Til heiðingatrúboðs: I. S.: 50.00; Vegna Matt. 28. 18.— 20.: 20.00; ?: 10.00. Trúboð í nafnkristnum löndum: Vegna Matt. 28. 18.— 20.: 20.00; ?: 10.00. S. G. J. FRAMHALDSSAGAN, sem hefst í þessu blaði, er nútímasaga, vinsæl í Bretlandi. Atburðir hennar sumir hafa raunvefulega gerzt. Mun „Nlj.“ einkum birta þá kafla. Hún rúmast ekki óstytt í blaðinu, því miður. ■------------------------:----—-—t---: 1-------- NORÐURLJOSIÐ kemur út annan hvorn mánuð. 48 blaðsíður á ári. Argangurinn kostar 10 krónur og greiðist fyrirfram. Verð i Vesturheimi: 1 dollari. Ritstjóri og útgefandi: Sremundur G. Jóhannesson, Akureyri. Akureyri — Prentverk Odds Björnssonar h.f. — 1955

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.