Norðurljósið


Norðurljósið - 01.04.1963, Side 2

Norðurljósið - 01.04.1963, Side 2
26 NORÐURLJÓSIÐ fyrirgefningu. Ef bænir og góðverk væru nóg, ef menn gætu fengið syndafyrirgefningu vegna þeirra, þá hefði Guð aldrei þurft að gefa heiminum son sinn, til þess að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann. Kornelíus efaðist ekki. Hann trúði því, að hann fengi syndir sínar fyrirgefnar vegna nafns Drottins Jesú. Hann trúði þessu um leið og hann heyrði það. A alveg sama andartaki sá Guð trúna hjá honum og vinum hans. Hann fyrirgaf þeim syndir þeirra og lét heilagan Anda falla yfir alla þá, sem orðið heyrðu. En heilagur Andi er gjöf Guðs til allra þeirra, sem trúa á Drottin Jesúm sér til hjálp- ræðis. Þegar Kornelíus trúði á Drottin Jesúm og heilagur Andi kom í hjarta hans, þá endurfæddist hann, öðlaðist nýtt líf frá Guði. Hann hafði fest trú á Jesú sem frelsara sinn og eignaðist eilíft líf. „Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.“ (Róm. 6. 23.) Sá, sem hefir Soninn, hefir lífið, sá, sem ekki hefir Guðs son, hefir ekki lífið.“ (I. Jóh. 5. 12.) Aður en Kornelíus festi trú á Drottni Jesú Kristi, átti hann ekki lífið, þetta eilífa líf, sem er náðargjöf, óverð- skulduð gjöf, til allra, sem trúa á Jesúm. Þetta eilífa líf er annað en eilíf tilvera. Eilífa lífið er fólgið í þekkingu, persónulegri þekkingu, á Guði og syni hans, Jesú Kristi. (Jóh. 17. 3.) Átt þú þetta eilífa líf, þessa persónulegu þekkingu á Guði og á Jesú Kristi? Eru syndir þínar fyrirgefnar sakir nafns hans? Afsakaðu persónulegar spurningar. En þær eru nauðsynlegar. Hér er svo mikið í húfi. Fyrst það var ekki nóg fyrir Kornelíus, að hann var góður maður, þá er það heldur ekki nóg fyrir þig eða nokkurn annan. „Trú þú á Drottin Jesúm, og þú munt verða hólpinn,“ er boð og loforð Guðs. Þú eignast eilífa lífið og fyrirgefn- ingu synda þinna um leið og þú festir traust þitt á Kristi. Settu allt þitt traust á Drottin Jesúm. Hve fáar sem þínar syndir kunna að vera, þá getur Guð ekki fyrirgefið þær, nema vegna nafns Drottins Jesú. VONDA FÓLKIÐ í KORINTU. Nú heimsækjum við stórborgina Korintu, eins og hún var til forna, á 1. öld eftir Krist, til dæmis. Þá á þar heima fólk, sem er eins ólíkt Kornelíusi og myrkrið er ljósinu. Korinta er borg, sem þá er kunn fyrir ólifnað. Það er talið smánaryrði, er sagt er um mann: „Hann lifir eins og Korintumaður.“ Til þessarar borgar, til þessa lastabælis, kemur Páll post- uli rétt um miðja 1. öld. Erindi hans er að boða Korintu- mönnum Krist. „I veikleika, ótta og mikilli angist“, segir hann sjálfur, dvelur hann á meðal þeirra. Vafalaust hefir hann verið í 3töðugri lífshættu. En boðskapur hans um Krist vinnur þar stóra sigra, og kristinn söfnuður mynd- ast. Einmitt þarna, í siðspilltu borginni, vildu margir hlusta á boðskap Páls. Hvers vegna? Meðan Drottinn Jesús dvaldi hér á jörðu, var hann upp- nefndur af óvinum sínum: „Vinur tollheimtumanna og syndara“. Um hann var sagt: „Hann tekur að sér syndara og samneytir þeim“. Þessi mikli vinur okkar syndugra manna, hann var í verki með Páli. Hann „kom í heiminn til að frelsa synduga menn“. I Korintu var óvenjumikið verkefni handa honum, og margir voru þeir, mennirnir, þar, sem létu Drottin Jesúm frelsa sig. Syndin er harður húsbóndi, hún leggur manninn í þræl- dóm. „Þér munuð fá að kenna á synd yðar, sem yður mun í koll koma“, segir Guð í orði sínu. Syndin skapar sektar- tilfinning. Menn finna, að þeir hafa gert rangt og eru að gera rangt. Samvizkan ákærir, lífið verður byrði. Syndin verður fjötur, sem syndugur maður vill slíta, en getur ekki. Hið vonda hefir það vald yfir honum, að hann gerir illt, enda þótt hann vilji það ekki. Hvaða boðskap flutti Páll Korintumönnum? Hann rit- aði þeim á þessa leið: „Ég ásetti mér að vita ekkert á meðal yðar, nema Jesúm Krist og hann krossfestan.“ „Það kenndi ég yður fyrst og fremst, sem ég einnig hefi meðtekið, að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum, og hann var grafinn, og að hann er upp risinn á þriðja degi samkvæmt ritningunum.“ (I. Kor. 2. 2.; 15. 3., 4.) Ritningar þær, sem postulinn vitnar til, voru hin helgu rit Gyðinga. Þau geymdu marga spádóma um það, sem frelsarinn mundi gera fyrir synduga menn. Jesaja spá- maður ritaði t. d. þetta um hann: „Vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, sem hann á sig lagði, vér álitum honum refsað, hann sleginn af Guði og lítillættan, en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgerða; hegningin, sem vér höfð- um til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir. Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgerð vor allra koma niður á honum.“ (Jes. 53. 4.—6.) Ritningarnar geymdu líka lögin um það, hvað maður mætti gera, sem hafði syndgað. Hann mátti taka galla- lausa geit eða sauðkind og fara með til prestsins, leggja hönd sína á höfuð hennar og slátra henni. Ef hann gerði þetta, fyrirgaf Drottinn honum synd hans. Enginn vafi getur leikið á því, að Páll hefir skýrt það fyrir Korintumönnum, hvað þetta átti að merkja. Það, að leggja hönd sína á höfuð þessarar geitar eða kindar, sem maðurinn kom með, táknaði það, að synd hans og sekt fyrir Guði væri flutt af honum sjálfum yfir á annan, sem svo dó í staðinn fyrir hann. Þetta átti Jesaja við, er hann sagði: „Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum“. „Drottinn lét misgerð vor allra koma niður á honum“. Á hverjum? Á Jesú Kristi, sem dó fyrir oss. Hann dó í stað syndugra manna, svo að Guð gæti fyrirgefið þeim öllum með fullkomnu réttlæti. Hvaða áhrif hafði þessi boðskapur um Krist, krossfest- an og dáinn í stað vor syndugra manna? Vér látum Pál svara því. Hann ritaði: „Villizt ekki! Hvorki munu saurlífismenn, né skurð- goðadýrkendur, né hórkarlar né mannbleyður, né mann- hórar, né þjófar, né ásælnir, né drykkjumenn, né lastmálir, né ræningjar Guðs ríki erfa. Og þetta voruð þér, sumir yðar. En þér létuð þvost, þér eruð helgaðir, þér eruð réttlættir fyrir nafn Drottins Jesú Krists og fyrir Anda vors Guðs.“ (1. Kor. 6. 9.—11.)

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.