Norðurljósið


Norðurljósið - 01.08.1963, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 01.08.1963, Blaðsíða 1
44. árg. Ágúst 1963 8. tbl. ÞÁRFNAST Þ Ú HANS EKKI? Vantar þig nokkuð? Ertu í þörf fyrir nokkurn skapaðan hlut? Svarið við þessum spurningum yrði annað hvort já eða nei, sennilega yrði það já. Þarfnast þú þá ekki Drottins Jesú Krists? Heldur þú ekki, að hann geti gert eitthvað fyrir þig? Væri hver maður á jörðu spurður þessarar spurningar, mundu langflestir, meginþorri mannkynsins, svara og segja: Nei. Hvers vegna? Af vanþekkingu á Kristi. Ef menn þekktu hann, fúsleik hans til að hjálpa þeim og mátt hans til að gera það, þá mundu flestir svara og segja: Já, ég þarfnast Jesú Krists. Atvik úr ævi Jesú hér á jörðu sýna þetta. Eitt sinn, er hann fór yfir Galíleuvatnið, kom hann að landi við Genesaret. „Og með því að menn á þeim stað þekktu hann, sendu þeir boð í alla byggðina umhverfis og færðu til hans alla þá, er sjúkir voru, og þeir báðu hann að mega aðeins snerta faldinn á yfirhöfn hans. Og allir þeir, er snertu hann, urðu alheilir.“ Eitt sinn sat hann við brunn, þegar kona kom þangað til að sækja vatn. Hann sagði þá við hana: „Gef mér að drekka.“ Hún undraðist þessa beiðni, af því að hann var Gyðingur, en hún Samverji. Þá sagði hann: „Ef þú þekktir gjöf Guðs og hver sá er, sem segir við þig: Gef mér að drekka, þá mundir þú biðja hann, og hann mundi gefa þér lifandi vatn.“ Sannleikurinn er sá, að Drottinn Jesús Kristur hefir eitt- hvað handa öllum. Sá maður er ekki til á yfirborði jarðar, hefir ekki verið til og mun aldrei verða til, meðan mann- kynið líður ekki undir lok, að hann þarfnist ekki einhvers þess, sem Drottinn Jesús hefir að bjóða. Konan, sem hann hitti að máli við brunninn, var að sækja sér vatn. Hvers vegna? Af því að hún var þyrst, eða þá, að hún var að sækja vatn fyrir aðra, sem voru þyrstir í hitanum. En annar þorsti en þorstinn eftir vatni þjáði hana. Hún var þyrst í nautnir lífsins. Hún hafði att fimm menn og bjó þá með manni, sem hún var ekki gift. Eirðarleysi, tómleiki sálar hennar, þorstinn eftir full- nægingu, sem aldrei varð náð, nema í svipinn, kom í ljós í °gæfu hennar í hjónaböndunum. Þessi sami sálarþorsti þjáir fólk um alla jörð. Sálar- þorstinn lýsir sér með ýmsu móti. Hann getur birzt sem skemmtanafíkn, löngun að sjá eða heyra eitthvað nýtt, nautnasýki, löngun í vín, tóbak eða eiturlyf. Hann kemur fram í ótal myndum. Hvernig stendur á honum? Orsök hans er sú, að manninn vantar samband, samfélag við skapara sinn, upphaf tilveru sinnar, Guð. Þess vegna er hann óánægður, þyrstur eftir einhverju, sem hann veit ekki í raun og veru, hvað er. Hvers vegna vantar manninn Guð? Af því að hann í önd- verðu yfirgaf hann til að gera sinn vilja, en ekki Guðs. Þess vegna er hann vansæll, þyrstur, óánægður. Hann hefir syndgað gegn Guði, og syndin hefir skilið hann frá Guði, því að „allir hafa syndgað", eins og ritað er. Hvers þarfnast sá maður, er syndgað hefir gegn Guði? Hann þarfnast fyrst af öllu fyrirgefningar Guðs. Guð er fús að veita hana, en hann getur ekki gert það, nema á grundvelli fullkomins réttlætis. Guð hefir sagt: „Sá maður, sem syndgar, hann skal deyja.“ Sá dauði er eilífur að- skilnaður frá Guði samfara ævarandi refsingu, er synd mannsins leiðir yfir hann. „Kristur Jesús kom í heiminn tilaðfrelsa synduga menn.“ Til þess að geta það, til þess að geta útvegað þeim fyrir- gefning Guðs, tók hann á sig syndir þeirra, syndir þínar, og bar þær á líkama sínum uppi á trénu, krossinum á Golgata. Hann tók á sig refsinguna, hegninguna, sem syndir þínar og mínar mundu hafa leitt yfir mig og þig. Þess vegna er fyrirgefning örugglega til handa þér og mér. Til þess að fá þessa fyrirgefningu þarfnast þú Drottins Jesú Krists. Þú færð hana með engu öðru móti. Þú færð hana ekki fyrir bænir þínar eða fyrir góðverk þín. „Sér- hver, sem á hann trúir, fær fyrir hans najn synda-fyrir- gefningu.“ Þú færð fyrirgefning synda þinna, af því að hann dó fyrir þig, úthellti blóði sínu þín vegna, á krossinum á Golgata. Orð Guðs segir: „Eigi fæst fyrirgefning án út- hellingar blóðs.“ Hið eina blóð, sem gildir fyrir Guði, er blóð Jesú Krists. „Eigi er hjálpræðið í neinum öðrum.“ Það hefir stund- um verið prédikað, að hermaðurinn, sem lætur lífið á víg-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.