Norðurljósið


Norðurljósið - 01.08.1963, Blaðsíða 6

Norðurljósið - 01.08.1963, Blaðsíða 6
62 NORÐURLJOSIÐ Molar frá borði Meistarans. (Greinir fyrir lærisveina Krists.) „Elskið ekki heiminn." „Elskið ekki heiminn.“ Þetta er boðorð Guðs, skýrt og ákveðið eins og t. d. þetta: „Þú skalt ekki stela“ eða „Þú skalt ekki drýgja hór.“ „Hvernig á að skilja þetta?“ spurði maður nokkur og bætti við: „Það stendur í biblíunni, að Guð elskaði heim- inn. Eigum við þá ekki að elska hann líka?“ A þessa leið fórust honum orð. Guð elskaði heiminn á þann hátt, að hann gaf einkason sinn til að frelsa hann frá syndum hans og eilífri glötun og á þann hátt megum vér elska heiminn, að vér gerum allt, sem í voru valdi stendur til að frelsa menn frá synd- um þeirra. En að elska heiminn á þann hátt, að vilja vera eitt með honum, vilja ekki skilja sig frá honum, að elska hann eins og kona Lots elskaði Sódómu, það bannar Guð. „Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti, sem í heim- inum eru .... Því að allt, sem í heiminum er: fýsn holds- ins og fýsn augnanna og stærilæti (hégómadýrð) lífsins (bókstafl. þýð.) það er ekki frá Föðurnum, heldur er það frá heiminum. Og heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gerir Guðs vilja varir að eilífu.“ (I. Jóh. 2. 15. —17.) Hér er því skipt í þrjá flokka, sem heimurinn hefir að hjóða. 1. Fýsn holdsins. Þessi orð merkja í flestra hugum lík- amlegar girndir, sterkar kynhvatir. Þau tákna þær, en miklu meira þó. Þau ná yfir allt, sem mannlegt hold, mann- legur líkami og mannlega fallið eðli getur girnzt á sviði ofnautna, af hvaða tagi sem þær eru. Elskið ekki fýsn holdsins. Sá, sem elskar, hugsar um það, sem hann elskar. Maður, sem elskar ættland sitt, hugsar heim til þess, þráir það, þegar hann er fjarri því. Ástvinir þrá hvorn annan. Þrá heimtar fullnægju fyrr eða síðar. Fall Evu, hrösun Davíðs, þjófnaður Akans, kom í hugann áður en líkaminn framkvæmdi verknaðinn. 2. Fýsn augnanna. „Augað verður aldrei satt af að sj á.“ Heimurinn hefir fjarska margt að bjóða, sem augun geta girnzt að horfa á. Þetta á ekki hvað sízt heima um vora tíma. Þeir bjóða kvikmyndir og sjónvarp, hraðfleygar flugvélar, örskreiðar bifreiðir, hraðsigld skip til að flytja fólk til fagurra eða merkra staða nær og fjær. 1 sjálfu sér er þetta ekkert illt, að ferðast og sjá, en elski menn þetta, taki þeir það fram yfir kyrrláta stund með Guði, sam- félagsstund með systkinum sínum við borð Drottins eða þjónustu hans, þá er þetta orðin snara, sem festir mann- inn í sér, fjötrar og bindur, og fjarlægir líf hans Guði. Þetta táknar ekki það, að menn megi aldrei bregða sér í sumarleyfi til að sjá það, sem Guð hefir skapað eða mönn- unum verið leyft af honum að gera. En það á ekki að skilja Guð og þjónustu hans eftir heima. Ferðalög geta verið ágætir tímar til vitnisburðar um Drottin, auðgað anda mannsins og fjölgað fögrum minningum, gefið hon- um dýpri skilning á dásemdum sköpunar Guðs. En kjósi menn að horfa á það, sem illt er, ljótt í eðli sínu, þótt yfirborðið sé fagurt, leiðir fýsn augnanna fljótt til syndar og siðferðis hruns. Eva sá, að tréð var fagurt. Davíð sá forkunnarfagra, nakta konu. Akan sá fagra skikkju og gull- tungu. Eva girntist, Davíð girntist, Akan girntist. Girndin ól af sér synd, og syndin fæddi af sér ógæfu og dauða. 3. Stærilœti lífsins. „Er þetta ekki sú hin mikla Babel, sem ég hefi reist að konungssetri með veldisstyrk mínum og tign minni til frægðar?“ Þessi orð Nebúkadnesars Babelkonungs lýsa betur en langt mál, hvað átt er við með oflæti lífsins. I stærilæti, of- læti lífsins er innifalið allt oftraust á sjálfum sér, öll sjálfs- upphefð, sjálfsmiklun og sjálfsvegsömun. Hlutverk kristins manns í þessum heimi er að vegsama Guð, mikla hann, efla dýrð hans með því að treysta honum, en ekki sér sjálf- um, vizku sinni, styrkleika sínum og stöðuglyndi. Pétur postuli treysti sjálfum sér. En hann afneitaði Kristi. Menn hafa séð fyrir löngu, að dramb er falli næst. Nebúkadnesar upphóf sjálfan sig. Guð auðmýkti hann og niðurlægði, svo að hann var útrekinn úr mannafélagi og át gras eins og uxar. Þessu fór fram, unz hann hóf augu sín til himins og lofaði hinn Hæsta, gaf Guði himinsins dýrðina. Síðan á dögum Babelturnsins, hefir stærilæti mannkyns- ins aldrei verið á hærra stigi en nú. Þeir guma af geim- ferðum sínum og stæra sig af tæknilegum framförum. Þeir keppa hverir við aðra um að reisa fögur hús til að fylla þau af fögrum og dýrum húsgögnum og munum. Þeir stæra sig af þekkingu sinni á náttúrunni og þeim tökum, sem þeir hafa náð á leyndardómum hennar. Fylltir þessu stæri- læti og ofmetnaði hjartans hafna þeir Guði, skapara sínum, og fyrirlíta bjarg hjálpræðis síns, eins og Israel fyrr á tíð- um. Þetta stærilæti, þennan ofmetnað, þessa hégómadýrð lífs- ins, ber fólki Guðs vel að varast. Þetta er smitandi, bráð- næm sálarpest, sem fjöldi fólks í kristnum löndum þjáist af. Hún gerir það hóglíft og sérhlífið, eigingjarnt og kær- leikssnautt, svo að það eyðir mestum tekjum sínum til eigin þarfa og munaðar, en hefir svo undurlítið afgangs handa Guði og starfi hans. „Heimurinn fyrirferst og fýsn hans.“ Endalok allra þeirra girnda, sem heimurinn getur kveikt í okkur, sem tekið höfum á móti Drottni Jesú sem frelsara okkar, er tortíming. Aðeins sá, sem gerir Guðs vilja, varir að eilífu. Þess vegna er það heimskulegt í frekasta lagi að festa huga og hjarta við heiminn. Hann ferst, en við sjálf bíðum tjón við dómstól Drottins Jesú Krists. „Þér ótrúu, vitið þér ekki, að vinátta við heiminn er fjandskapur gegn Guði? Hver sem því vill vera vinur heimsins, hann gerir sig að óvini Guðs. Eða haldið þér, að ritningin fari með hégóma?“ „Hyggja holdsins er fjand- skapur gegn Guði.“ Það er ekki nema um tvennt að velja fyrir Guðs fólk: Sá, sem vill vera í vináttu heimsins, hann vill vera í vináttu við óvini Guðs og vera vel séður og í áliti hjá þeim, en hann gerir sig að óvini Guðs með þessu at- hæfi. Og sá, sem vill vera Guðs vinur, eins og Abraham forðum, hann verður að greina sig frá heiminum, elska hann ekki á þá lund, að hann vilji semja sig að háttum hans og samlagast honum. Enginn þarf að efast um, hvort af þessu tvennu er líkara Drottni Jesú. Hann lifði meðal heimsins manna, en líktist

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.