Norðurljósið


Norðurljósið - 01.08.1963, Blaðsíða 4

Norðurljósið - 01.08.1963, Blaðsíða 4
60 NORÐURLJÖSIÐ ETHEL EKKERT Eftir Hope Evangeline. (Framhald.) 12. kafli. Indíánastúlka finnur kæli. Síminn hringdi hjá Ethel morgun einn áður en hún gat komizt í bænatöskuna sína. I töskunni geymdi hún allar bænabeiðnir, sem henni bárust yfir daginn. Hún baðst fyrir stundum saman á hverjum morgni og fór með hverja bænarbeiðni sérstaka fram fyrir Drottin. — Taskan hennar var alltaf full, því að það var svo margt fólk, sem var í þörf fyrir bæn. Þegar einhverri bæn var svarað, var beiðnin tekin úr töskunni. Ethel flýtti sér í símann, og einhver rödd hinum megin spurði: „Er þetta frú Burkhardt?“ „Það er hún.“ „Þetta er Marta. Þú þekkir mig ekki, en ég var að velta því fyrir mér, hvort ég mætti koma og finna þig. Mér liggur mikið á, og ég finn, að þú getur hjálpað mér. Ég hefi heyrt um heimili þitt, og ég á í vandamáli, sem ég vildi mega ræða við þig, ef þú mátt vera að því. Ég er í örvæntingu, frú Burkhardt. Ó, segðu ekki nei.“ „Ég vildi nú helzt yfirfara bænatöskuna mína fyrst, Marta. Getur þú komið eftir tvær stundir eða svo?“ „Ó, þakka þér fyrir,“ svaraði stúlkan, sem nú létti, „ég mun koma.“ Tvær stundir liðu hjá. Þá heyrði Ethel drepið á dyr. „Þetta hlýtur að vera Marta“, sagði hún, um leið og hún reif opna hurðina. Marta var regluleg Indíánastúlka, kinn- beinahá og hárið sítt, strítt, slétt og kolsvart. Marta var ekki ein. I örmum sér hélt hún á barni, og við hlið hennar hélt lítill drengur í pilsið hennar lafhræddur. „Það var gott af þér að lofa okkur að koma, frú Burk- hardt“ sagði Marta um leið og hún kom sér notalega fyrir á legubekknum. „Ég þarf að biðja þig að gera mér mjög mikinn greiða. Þessi tvö börn, sem þú sérð hérna, voru bæði fædd blind, vegna syndar föður þeirra. Ég veit ekki, hvar maðurinn er nú. Hann fór frá mér fyrir nokkrum mánuðum, þegar hann komst að því, að ég ætti enn von á barni. Ó, frú Burkhardt, ég get ekki hugsað mér að eign- ast enn eitt blint harn. Ég er viss um, að það verður alveg eins og hin tvö. Mig langar ekki til að lifa lengur. Líkami minn er gagntekinn af sjúkdómi, og ég hefi ákveðið að fyrirfara mér, áður en barnið fæðist.“ „En Marta, hvað ætlarðu fyrir þér með þessi tvö bÖrn hérna?“ „Það var það, sem ég vildi spyrja þig um, frú Burkhardt. Heldur þú, að þú getir útvegað þeim heimili, þar sem ein- hver elskar þau og lítur eftir þeim?“ „Guð gaf þér þessi börn, Marta, og þú ert gift föður þeirra. Ég held ekki, að Guði væri þóknanlegt, að þú fleygðir þeim frá þér og dræpir þig síðan. Hann hefir lykla lífs og dauða, og hann er hinn eini, sem rétt hefir til að taka líf. Þú mundir líka myrða óborið barn þitt.“ „Biblían segir: „Leitið, og þér munuð finna,“ Marta, og ef við nálgumst Guð, mun hann nálgast okkur. Þú segir, að þú hafir aldrei reynt að finna hann. Það er þess vegna, sem þú hefir ekki fundið hann. Mundir þú ekki vilja reyna að finna hann og eignast eilíft líf? Þú getur ekki farið að enda ævi þína með því að drepa þig. Ein- hvers staðar verður þú í eilífðinni, og með því að gera þetta skilur þú þig frá Guði að eilífu. Hann getur gert mikla hluti fyrir þig, Marta, ef þú vilt blátt áfram veita honum viðtöku og láta hann hreinsa syndir þínar í hurtu.“ „Hvernig get ég veitt honum viðtöku?“ „Þetta er Guðs eigið orð, Marta, í Jóhannes 3.36. „Sá, sem trúir á soninn, hefir eilíft líf, en sá, sem óhlýðn- ast syninum, skal ekki sjá lífið, heldur varir reiði Guðs yfir honum.“ Viltu, að reiði Guðs vari yfir þér að eilífu, eða viltu á komandi tímum ríkja með honum á himnum, Marta?“ „Ó, mig langar til að ríkja með honum. Mig langar til að finna hann og veita honum viðtöku nú þegar.“ Asamt með Ethel krupu tvö litlu blindu börnin niður með móður sinni og báðu Guð að frelsa sig öll þrjú. Marta frelsaðist dýrlega. Ethel hafði hana og börnin hjá sér, unz hún hafði alið sveinbarn. „Hann er faliegur, heilbrigður drengur,“ kallaði lækn- irinn upp, og hann hefir stór, brún augu, sem geta séð eins vel og þú eða ég, frú Burkhardt.“ Marta varð svo gagnhrifin af því, sem Guð hafði gert fyrir hana, ekki eingöngu að frelsa hana frá syndum hennar, heldur að láta barnið hennar fæðast með góðri sjón, að hún vildi nota alla ævi sína í þjónustu hans. Er hún hafði stundað nám í kvöldskóla í nokkur ár, not- aði þessi unga Indíánastúlka það, sem hún átti ólifað, til trúboðsstarfs meðal Indíána á Manitoulin-eyju. Hvílíkt sigurtákn náðar Guðs. Með því að vinna eina Indíána- stúlku, eignaðist margt fleira Indíánafólk frelsandi þekk- ingu á Jesú Kristi. 13. kafli. Hinn horfni kemur heim. Morgun nokkurn var Ethel að koma heim. Hún hafði vakað alla nóttina í sjúkrahúsinu hjá einni af stúlkunum sínum, unz barn hennar var fætt. Sjúkrahúsið hafði alltaf laust herbergi handa henni að bíða í, hvort heldur var á degi eða nóttu, unz stúlkurnar hennar höfðu fætt. Hún var þreytt, en ánægð, er hún gekk niður strætið heim til sín. Er hún nálgaðist húsið, veitti hún athygli veiklulegum manni, sem var á leiðinni að dyrum hennar og reikaði í spori. Vesalings maðurinn, hugsaði hún, hann lítur svo umhirðulaust út og sóðalegur. Hvað skyldi hann vilja mér? „Góðan daginn, herra, vantar yður eitthvað?“ spurði Ethel. Er hann heyrði róm hennar, sneri hann sér hægt við. „Ethel.“ „Fred, ég þekkti þig ekki. Hvað flytur þig hingað eftir öll þessi ár?“ „Ég býst við þú viljir fremur sjá alla aðra en mig, Ethel. Ég er sjúkt gamalmenni. Ég hefi engan til að sjá um mig- Heldur þú, að þið, þú og börnin, getið nokkru sinni fyrir- gefið mér það, sem ég hefi gert?“ „Komdu inn, Fred, og tylltu þér niður, og ég skal búa til tesopa handa þér.“ Fred settist niður og litaðist um. Hann tók eftir, hve

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.