Norðurljósið


Norðurljósið - 01.08.1963, Blaðsíða 3

Norðurljósið - 01.08.1963, Blaðsíða 3
NORÐURLJÓSIÐ 59 „Eitt hjól innan í öðru hjóli“ minnir mig alltaf á, hvernig tilveran öll er líkust mörgum hjólum, sem grípa hvert í annað. „Enginn lifir sjálfum sér, og enginn deyr sjálfum sér.“ 8. kap. Hér er lýst þeirri sýn Esekíels, er hann í anda er fluttur til Jerúsalem og sér þar með eigin augum þær sví- virðingar, sem framdar voru í musterinu, sém átti að vera helgidómur Drottins. 3.—5. v. Líkansúlan, sem vakti vandlæti Drottins, var einhvers konar skurðgoð, sem stóð við innganginn, þar sem gengið var að altari Guðs. 6.—12. v. lýsa því, hvernig skurðgoðadýrkendur höfðu helgað sér herbergi inni í musteri Drottins. 14. v. Konurnar, þær er grétu Tammús. Tammús var babelskt skurðgoð, guð jurtagróðursins. Þegar þurrk- arnir skrældu grasið, var litið svo á, að Tammús væri dauður. Var hann þá grátinn, en hátíð haldin, er grænka tók aftur næsta vor. Þetta minnir á það, sem sagt er í Eddu um að gráta Baldur úr Helju. Getur sú saga verið bergmál af þessum forna, austurlenzka sið. 16. v. Sóldýrkun var tíðkuð meðal Kanverja, sem byggt höfðu Israelsland á undan ísrael. Hún hafði verið endur- vakin eða flutt inn fyrir áhrif frá Assýríu. Sólartilbeiðslan fór fram á þeim stað, sem prestarnir, þjónar Drottins, áttu að tilbiðja hann og snúa andliti sínu að helgidómi hans. Þessir menn sneru baki við helgidóminum. Var það merki þess, að þeir hefðu algerlega snúið baki við Guði feðra sínna. Minnir þetta eigi lítið á þá samtíðarmenn vora, sem snúa baki við biblíunni, en beina athygli sinni að austur- lenzkum hégiljum í staðinn. Framhald á bls. 63. --------x-------- BARNAÞÁTTUR: Sögur Gísla smala. Braðlæti Móse. (Framh.) Þið heyrðuð seinast, að Móse ólst upp hjá dóttur Faraós. Hún tók hann sér í sonarstað og lét kenna honum allt, sem konungasynir þurftu að læra í þá daga. Egyptar voru mjög lærðir menn í mörgum greinum, og Móse var kennt allt, sem til var til að kenna honum. Meðal annars var það hernaðarlist. Fornar sagnir Gyðinga herma, að Móse hafi orðið mikill herforingi. Svo liðu árin, og hann var orðinn mikill maður í Egyptalandi. Allir vissu, bæði hann og aðrir, að hann var ekki Egypti, heldur Hebrei eða Israels- tnaður. Líklega hefir hann fengið leyfi til að heim- sækja „fóstru“ sína, sem þið munið, að var engin önnur en móðir hans, því að einhvern veginn vissi hann um hinn sanna Guð, Drottin, sem landar hans tilheyrðu og trúðu á. Hann heyrði líka hjá þeim, en ekki Egyptum, gömlu sögurnar um það, hvernig Guð hefði skapað heiminn og mennina. Hann hefir heyrt, hvernig mennirnir óhlýðnuðust Guði og Guð hefði lofað því að senda þeim einhvern tíma þann, sem frelsaði þá. Svo hefir hann heyrt söguna af Flóðinu mikla, þegar allir drukknuðu nema Nói og lcona hans, synir Nóa þrír og konur þeirra, því að Nói trúði á Guð, þó að aðrir gerðu það ekki. Svo heyrði hann líka sögurnar af Abraham, Isak og Jakob. Eða þá hann hefir lesið þessar sögur, því að líklega hafa þær verið til hjá Israelsmönnum, en ritaðar á stein- spjöld eða leirtöflur. Þá bar svo til, að Móse hefði getað orðið Faraó, af því að hann var talinn dóttursonur Faraós. En þá tók hann mjög mikilvæga ákvörðun, sem breytti allri ævi hans og framtíð. Hann kaus að halda sig að Guði feðra sinna og trúnni á hann, en neitaði að verða Faraó, og annar maður hlaut þá miklu tign. Sjálfur fór Móse á fund ættbræðra sinna, Israelsmanna, til að vita, hvernig þeim liði. Þá sá hann, að egypzkur maður barði ísraelsmann. Móse fannst þá, að nú væri kominn tími fyrir sig að fara að hjálpa ætt- bræðrum sínum. Þess vegna ákvað hann að hefjast handa og treysti því, að allir ísraelsmenn mundu skilja, að Guð ætlaði að gefa þeim frelsi með hans hjálp. Hann drap þess vegna égypzka manninn og huldi lík hans í sandinum. Daginn eftir kom hann til Isra- elsmanna aftur, þá voru tveir þeirra að berjast sín á milli. Móse reyndi að stilla til friðar, en maðurinn, sem á röngu hafði að standa, sagði þá við hann, hvort hann ætlaði að drepa sig eins og Egyptann í gær. Þá sá Móse, að fólkið vildi ekki hlýða honum, svo að ekki væri hægt að hefja uppreisn. Hann varð því hræddur, því að hann vissi, að Faraó mundi drepa hann, ef hann gæti. Það ætlaði Faraó líka að gera, en Móse flýði burt úr landinu. Þó að Móse væri orðinn fullorðinn maður, var hann þó að einu leyti líkur ykkur, börnin góð, þegar þið viljið fara að haga ykkur eins og fullorðið fólk, meðan þið eruð enn of ung til að vera fullorðin. Guð ætlaði að nota Móse til að frelsa fólkið, en tími hans var ekki kominn enn þá. Hann varð að læra að bíða. Það verðið þið líka að læra, ef vel á að fara fyrir ykkur í lífinu. En á meðan þið bíðið eftir að verða fullorðin, væri þá ekki gott að líkjast Móse í því að vilja til- heyra Guði og fólki hans? Það getið þið með því að trúa á Drottin Jesúm sem fi'elsara ykkar og veita honum viðtöku, sem þeim, er megi eiga allt líf ykkar og láta ykkur þjóna sér í framtíðinni. (Framh.)

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.