Norðurljósið - 01.09.1963, Síða 3
NORÐURLJÓSIÐ
67
(Jes. 41.10.) Heldur þú ekki, að það sé nóg, að Drottinn
sé við hlið þér, styrki þig, hjálpi þér og styðji þig?
En Drottinn Jesús hefir enn þá meira en þetta handa þér.
Hann segir: „Sjá, ég stend við dyrnar og knýr á. Ef ein-
hver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, mun ég fara
inn til hans.“ (Opinb. 3.20.) Hvaða dyr talar hann um?
„Hjartadyrnar,“ svaraði lítill drengur, þegar börn voru
spurð að þessu á barnasamkomu. Þetta var alveg rétt svar.
Drottinn vill, að þú ljúkir upp fyrir sér vilja þínum og til-
finningum, hjarta þínu. Hann sjálfur, Drottinn Jesús Krist-
ur, kraftur Guðs og speki Guðs, eins og biblían kallar hann
(I. Kor. 1.24.), vill koma inn í hjarta þitt, inn í innsta
djúp veru þinnar. Þannig vill hann búa í þér, dvelja í þér,
vera með þér í vöku og svefni, í starfi og í hvíld, á gleði-
stundum og alvörutímum ævinnar.
„Sjá, ég er Drottinn, Guð alls holds, ■— er mér nokkur
hlutur um megn?“ (Jerem. 32.26.) „Snúið yður til mín og
látið frelsast,“ segir hann. (Jes. 45.22.) Drottinn megnar
að frelsa þig. Hann vill frelsa þig. „Er mér nokkur hlutur
um megn?“ segir hann. Vertu hughraustur. Óttastu ekki.
Komdu til hans. „Þann, sem til mín kemur, mun ég alls
ekki burt reka.“ (Jóh. 6.37.) Farðu með syndir þínar og
freistingar til hans. Vísaðu öllum vandamálum til hans.
„Eg styrki þig, ég hjálpa þér,“ segir hann. Sérhver sjúkur
maður, sem þráir bata, vill að læknir hans geri hann heil-
brigðan. Drottinn Jesús vill frelsa þig frá syndum þínum.
Hann vill sigra allar freistingar þínar. Hann vili gera þig
alfrjálsan, svo að þú getir þjónað Guði óttalaust í heilag-
leika og réttlæti alla daga þína. (Lúk. 1.74., 75.)
Gríptu þetta gullna tækifæri nú. Enginn á ráð á morgun-
deginum, ekki þú heldur. Hafi Guð talað til þín við lestur
þessara orða, hlýddu honum nú, því að ritað er: „I dag,
ef þér heyrið raust hans, þá forherðið ekki hjörtu yðar.“
Guðs tími er nú. Hann segir: „Sjá, nú er mjög hagkvæm
tíð, sjá, nú er hjálpræðisdagur.“ (II. Kor. 6.2.) Ákveð að
snúa frá syndum þínum nú. Festu traust þitt á Drottni
Jesú nú. Opnaðu hjartadyr þínar og bjóð þú honum að
koma inn nú. Taktu ákvörðun nú! „Vér biðjum í Krists
stað: Látið sættast við Guð.“ Trúðu á Drottin Jesúm, festu
traust þitt á honum. Þú verður þá hólpinn nú. — S. G. J.
-------;-X---------
ÁKVÖRÐUN MÍN:
Þar sem ég trúi því, að Drottinn Jesús Kristur hafi dáið
á krossinum fyrir mig og sé nú lifandi, vil ég taka þessa
ákvörðun nú:
Eg viðurkenni fyrir Guði, að ég hefi syndgað og játa
honum syndir mínar. Eg tek við Jesú Kristi sem persónu-
legum frelsara mínum. Eg vil trúa á hann, opna hjarta mitt
fyrir honum, reiða mig á hann, játa trú mína á hann og
halda mér fast við hann sem Drottin minn.
Nafn ...............................................
Heimili ............................................
Dagsetning .........................................
BARNAÞÁTTUR: (Framh.)
Móse mætir Drottni
Við sáum í síðasta þætti, að Móse vildi hjálpa
ættbræðrum sínum, Israelsmönnum, úr ánauð þeirra,
en gat það ekki og varð að flýja burt úr landinu.
Har.n fór til Midíanslands og settist þar að hjá
presti einum og gætti fjár hans. Þannig leið tíminn
í nærri því fjörutíu ár. Lengst af þann tíma leið
Israelsmönnum illa. Þá fóru þeir að biðja Guð að
hjálpa sér. Guð sá, hvað þeim leið illa, og loks kom
hans tími að hjálpa þeim.
Þá bar svo til, að Móse var farinn langa leið með
féð frá heimili sínu. Þegar hann var staddur hjá
fjalli, sem hét Hóreh, sá hann allt í einu einkenni-
lega sjón. Þarna uxu runnar af þyrnum. Allt í einu
sér hann þyrnirunn, sem stóð í Ijósum loga, en brann
þó ekki. Hann ætlaði að skoða þetta betur og fara
þangað, en þá kallaði Drottinn til hans út úr runnin-
um og sagði: „Drag skó þína af fótum þér, því að
Guð föður þíns, Guð Abrahams, Guð Isaks og Guð
sá staður, sem þú stendur á, er heilög jörð. Eg er
Jakobs. Ég hefi sannlega séð ánauð þjóðar minnar
í Egyptalandi og heyrt, hversu hún kveinar utidan
þeim, sem þrælka hana; ég veit, hversu bágt hún á.
Ég er efan farinn til að frelsa hana af hendi Egypta
og til að leiða hana úr þessu landi og til þess lands,
sem er gott og víðlent. Far þú nú; ég vil senda þig
til Earaós, og þú skalt leiða þjóð mína, ísraelsmenn,
út af Egyptalandi.“
Við hefðum getað húizt við, að Móse yrði mjög
glaður, þegar hann heyrði, að hann ætti að fara að
flytja fólkið á hrott. Hann varð það samt ekki. Hon-
um fannst hann ekki geta þetta. Þá sagði Drottinn:
„Sannlega skal ég vera með þér.“ Móse sagði þá, að
fólkið mundi ekki trúa því, sem hann segði. Þá
spurði Drottinn hann: „Hvað er það, sem þú hefir
í hendi þér?“ „Stafur er það“, svaraði Móse. Drott-
inn sagði: „Kasta þú honum til jarðar“. Móse gerði
það. Þá lét Drottinn stafinn breytast í höggorm, og
Móse hörfaði undan honum. Þá sagði Drottinn:
„Rétt út hönd þína og gríp um ormshalann.“ Móse
gerði það. Þá varð ormurinn aftur að staf. Þá sagði
Drottinn honum að stinga hendinni í barminn og þá
varð höndin hvít eins og snjór. Svo lét Drottinn hann
stinga henni í barminn aftur, og þá varð hún eins
og hún átti að vera.
Drottinn var með þessu að sýna Móse mátt sinn,
og með þessu átti hann að sannfæra ísraelsmenn