Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1963, Page 4

Norðurljósið - 01.09.1963, Page 4
68 N ORÐURLJ ÓSIÐ um, að almáttugur Guð hefði sent hann til þeirra. Þá sagðist Móse vera svo málstirður, eiga svo erfitt með að tala, að hann gæti ekki farið, en Drottinn sagði: ,,Far nú, ég skal vera með munni þínum og kenna þér, hvað þú skalt mæla.“ Samt vildi Móse ekki fara og sagði: „Æ, Drottinn, send þú einhvern annan.“ Þá mislíkaði Drottni, hve Móse var tregur til að hlýða honum, en sagði samt, að hann skyldi senda Aron, bróður Móse, til hans, og þeir skyldu fara saman til ísraelsmanna. En stafinn sinn átti Móse að taka með sér. Við getum lært margt af þessari sögu, meðal ann- ars: 1. Guð sér og heyrir, þegar einhver á bágt. 2. Þegar menn fara að biðja til Drottins, vill hann hlusta á bænir þeirra og gera það, sem þeir biðja um. 3. Hann hefir nógan mátt til að frelsa og hjálpa. 4. Þess vegna er gott að treysta Drottni, fela sig honum og öll sín málefni, tala við hann um alla hluti. — (Framhald.) -------x——------- ETHEL EKKERT Eftir Hope Evangeline. (Framhald.) 14. kafli. Umbreytt ævi. Ethel setttist niður að hvíla sig ofurlítið eftir guðrækni- stund og bænir með stúlkunum í heimili hennar. Þá var allt í einu drepið á dyr. Um leið og hún lauk upp, sá hún aumkunarverða sýn. A þröskuldinum stóð kornung stúlka að sjá. Hún var klædd óhreinum tötrum. Hárið var í flygs- um og úfið, eins og það héfði aldrei verið sómasamlega greitt. Þær horfðust í augu, og með örvæntingarsvip sagði hún: „Eruð þér frú Burkhardt?“ „Já, ég er frú Burkhardt, get ég nokkuð gert fyrir þig?“ „Jæja, þú sérð, að ég er í verulega vondri klípu, og ég á engan stað til að fara til. Eg heyrði um heimilið þitt hérna, en ég býst ekki við, að þú viljir taka stúlku eins og mig, mundirðu það?“ sagði hún hikandi. „Ég er líka alveg peningalaus. Ó, ég stal þeim, en ég náðist og var látin í fangelsi. Alltaf þegar ég næ í peninga, drekk ég til að gleyma erfiðleikum mínum. Ég er rétt sloppin úr fangelsi núna, og ég veit ekki, hvað ég á að gera, því að ég er með barni. Ég á enga foreldra né ættingja, og enginn kærir sig um stúlku, sem er syndug og óhrein eins og ég. Mér stend- ur á sama, hvað um mig verður, þegar barnið er fætt, frú Burkhardt. En heldur þú, að ég geti verið hérna þangað til? Ég heiti María, en ég veit ekki, hvert ættarnafn mitt er. Ég bara kalla mig Maríu Austin.“ „Komdu upp á loft með mér, góða mín, og við skulum láta þig fá gott og notalegt bað og þvo á þér hárið. Eg er viss um, að þér mun líða betur, þegar þú ert orðin hrein. Það eru margar stúlkur hérna, og ég vil, að þú sjáir þær seinna.“ Ethel kenndi sannarlega í brjósti um þessar stúlkur. Hún sýndi Maríu fyrst, hvar hún ætti að sofa. Þegar hún fletti ofan af rúminu, svo að fallegu, hvítu lökin sáust, kallaði María upp yfir sig: „Er það virkilega meiningin, að þetta fallega, hreina rúm sé handa mér, frú Burkhardt? Er það meiningin, að ég eigi að sofa í þessu fallega herbergi með þessi tjöld fyrir gluggunum og þessar fallegu, litlu mottur á gólfinu? Hamingjan! Ég hefi aldrei sofið í svona herbergi á ævi minni.“ Ethel þvoði hárið á Maríu mörgum sinnum og burstaði það vandlega, áður en hún var viss um, að það væri orðið hreint. Hún fleygði öllum óhreinu tötrunum og lét Maríu fá ný, hrein föt. María gat varla trúað því, að hún væri sama stúlkan fáum stundum síðar. Hún hafði öll verið böðuð og óhreina hárið hennar þvegið og burstað. Hún naut þess að þreifa á hreinu fötunum, sem Ethel hafði gefið henni í óhreinu garmanna stað. Hvernig gat þessari henni algerlega ókunnu konu þótt svona vænt um hana, vonda, synduga stúlku, sem enginn kærði sig um, að hún væri henni svo góð? hugsaði hún. Enginn hafði áður sýnt henni slíka gæzku, og hún gat ekki skilið þetta. Er hún hafði lokið við bezta miðdegisverðinn, sem hún hafið etið í langa tíð, ákvað hún að komast eftir því, hvernig frú Burkhardt gæti séð um allar þessar stúlk- ur og hvers vegna henni væri svo annt um að gera það. „Hamingjan, en þetta var nú virkilega góður miðdegis- verður, frú Burkhardt", sagði hún, „en segðu mér, hvernig hefir þú ráð á að hafa svona góðan og saðsaman mat og öll þessi föt svo hrein handa svo mörgum stúlkum? Eg veit ekki, hvers vegna þú villt gera allt þetta góða fyrir fólk, sem þú jafnvel þekkir ekki, eins og mig?“ „Guð hefir gert svo mikið fyrir mig, og ég er honum svo þakklát fyrir að frelsa mig frá syndum mínum, að ég get ekki gert nógu mikið fyrir hann. Ég hefði getað verið alveg eins og þú, ef ég hefði ekki fundið Drottin Jesúm Krist fyrir mörgum árum. Ég lofaði honum þá, að ég skyldi starfa fyrir hann, og hann hefir dásamlega séð um mig og annast allar þarfir mínar. Hann er dásamlegur vin- ur og mjög nálægur hjálpari á neyðartíma.“ „Ó, hann gæti aldrei hjálpað mér úr erfiðleikum mín- um, ég hefi verið svo vond, að hann gæti aldrei gert neitt fyrir mig eins og hann hefir gert fyrir þig,“ sagði María stynjandi. „Enginn er of vondur fyrir Jesúm að frelsa. Hann dó fyrir alla, María, og jafíivel fyrir þig, alveg sama, hve vond þú hefir verið.“ Þá var tekin Bókin, sem geymir lausn allra vandamála. Ethel las úr Jasaja 55.7.: „Hinn óguðlegi láti af breytni sinni og illvirkinn af vélráðum sínum og snúi sér til Drottins, þá mun hann miskunna honum, til Guðs vors, því að hann fyrirgefur ríkulega.“ „Hamingjan, þetta var þó dásamlegt vers, frú Burk- hardt. Ég vil yfirgefa þann vonda veg, sem ég hefi verið að ganga, og þetta vers segir, að Guð muni fyrirgefa mér og hafa miskunn með mér, ef ég geri það.“ „Það er rétt, María.“ Þær krupu niður og báðu, og

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.