Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1963, Qupperneq 8

Norðurljósið - 01.09.1963, Qupperneq 8
72 NORÐURLJÓSIÐ Frá Pétri Háberg og starfi hans Þegar síðasta tölublað Norðurljóssins var prent- að, var færeyska Söng- vottasveitin, sem heim- sótti ísland í júlí, enn þá í Reykjavík. Samkomur hennar þar syðra voru hinar ánægjulegustu. Aður en færeyska fólk- ið fór suður, náði ritstj. Nlj. tali af fararstjóran- um, Pétri Háberg, til að fræðast eitthvað um hann sjálfan og starf hans. Meginatriðin voru á þessa leið: Pétur Háberg er mað- ur innan við fimmtugt og vinnur sem framkvæmda stjóri hjá sjóvátrygging- arfélagi í Tórshavn. Hann fann Krist, þegar hann var 13 ára. Hann átti trú- aða foreldra. Hann óx upp í sunnudagaskóla og síðar í söfnuðinum Ebenezer, Tórshavn, sem cr frjáls untanþjóð- kirkjusöfnuður. Aðaláhugamál Péturs og starf er: að vinna æskuna handa Kristi og að hjálpa trúuðu æskufólki til að þekkja biblíuna. Til að ná þessu markmiði hefir hann haft starf- andi biblíulestrarflokk. Þeir eru orðnir tveir nú. Það er starfandi biblíulestrarflokkur meðal eldri barnanna í sunnudagaskólanum. Ur honum færast þau upp í unglinga- flokkinn, sem ætlaður er æskufólki á aldrinum 15—20 ára og jafnvel þar yfir. Síðastliðinn vetur kom eldri flokk- urinn saman á föstudagskvöldum og mættu þar 150—200 manns. Pétur leggur ÁHERZLU Á ÞAÐ, AÐ VERA VEL UND- IRBUINN. Annars er ekki unnt að halda fólkinu. Sjálfur hefir hann haft mikla andlega blessun af þessu biblíulestra- starfi, því að það hefir leitt hann til miklu meiri bænar og þar með til samlífs við Guð. Tímaritið „Liv og Læra“ stofnaði hann árið 1960 og er ritstjóri þess. Tímaritið hefir þrefalt hlutverk: 1. Vera hlekkur á milli frjálsu safnaðanna í Færeyj- um, en þeir eru á milli 20 og 30. 2. Auka þekkingu manna á biblíunni. 3. Veita trúuðu fólki fræðslu um starfið á ökrum kristni- boðsins. „Liv og Læra“ kemur út fjórum sinnum á ári, kostar 3 kr. færeyskar heftið. Mun árgangurinn kosta sem næst 75 kr. íslenzkar. Getur ritstj. Nlj. útvegað þeim ritið, sem þess kynnu að óska. Pétur hefir ávallt haft mikinn áhuga á Islandi. Hann sér nú, að hann hefir haft kall frá Guði, þegar hann var ungur maður, til að starfa hér á landi. Landið, þjóðin og tungan vekur mjög áhuga hans. Honum er ljóst, að sam- vinna ætti að vera á milli trúaða fólksins í Færeyjum og á íslandi. Með því móti getur sprottið upp færeyskt-ís- lenzkt trúboð. Nú þegar hafa verið prentuð fjögur smárit á íslenzku úti í Færeyjum til að dreifa út hér á landi. Ungt fólk frá Færeyjum getur unnið að því ásamt trúuðu fólki á Islandi. Æskan vill syngja. Ungur maður, Ossur Berghamar, sem hefir mjög góðar gáfur á því sviði, tók forystuna með sönginn og stjórnaði litlum söngflokki fólks úr biblíu- lestrarflokknum. En er sú hugmynd kom fram, að færeysk- ur söngflokkur kæmi til íslands, tók Össur að mynda kór úr ungu fólki víðs vegar að úr Færeyjum. Sá kór tók sér nafnið Sangvitnisflokkurin og kom hingað til Islands. Búizt var við, að hann mundi leysast upp, þegar komið væri heim. „Það hefir verið dýrmæt reynsla að koma til íslands“, sagði Pétur Háberg. „Landið er hrífandi, og fólkið, og sarhfélagið við trúaða, sem á állan hátt hafa greitt götu flokksins, bæði áður en við komum og meðan við vorum á íslandi. Sérstakar þakkir til ritstj. Nlj. fyrir undirbún- ing hans og safnaðarins á Sjónarhæð fyrir móttökurnar. Og innilegar þakkir fyrir dásamlega ferð til Ástjarnar og Mývatnssveitar. „Mér finnst mér fari líkt og spámanninum í II. Kon. 4. 13.: „Þú hefir haft alla þessa fyrirhöfn fyrir okkur, hvað á ég að gera fyrir þig?“ „Biðja fyrir okkur“, svaraði ritstj. Nlj. „Við höfum gert það og munum gera það með meiri skilningi. Við hiðjum Guð að blessa starfið á Sjónarhæð og við Ástjörn og þjóðina sem heild“. Hjartans þökk fyrir heimsóknina, Pétur Háberg, og þú Söngvottasveit. Megi Guð blessa þig ríkulega, Pétur, og starf þitt og láta þig koma aftur með nýja Söngvottasveit. ---------x---------- S. G. J. Reynsla tveggja lesenda Norðurljóssins. „Eg leit yfir blaðið, þegar ég fékk það, og fannst ég ekki hafa neitt gagn af því. Seinna tók ég það aftur og las það, og þá hafði ég mikla blessun af því“. Eitthvað líkt þessu fórust orð manni á Akureyri. „Eg les blaðið aftur og aftur, þegar það kemur og svo allan árganginn í heild og þessa árganga, sem ég er búin að fá, síðan ég fór að kaupa blaðið fyrir stuttu, og ég hefi haft mjög mikla blessun af því“. Á þessa leið mælti kona, sem á heima í Reykjavík. Vera má, að sumum lesendum finnist, að þeir eigi erfitt með að skilja sumt, sem blaðið flytur. Þá er að lesa það oftar. Það gerði ég, er ég las enska bók um rannsóknir fornminja. Ég skildi lítið við fyrsta lestur, en er ég hafði lesið hana fimm sinnum, gat ég ritað dálitla bók um inni- hald hennar og svipaðra bóka. Lesið því t. d. fyrstu grein þessa tölublaðs svo oft, að boðskapur hennar opnist hugan- um, ef svo má segja. Naumast mun nokkurn iðra þess. S. G. J. NorSurljósiS, 12 blöð á ári, kostar 30 kr., vestanhafs 1 dollan í Færeyjum 7 kr. færeyskar. Ritstjóri og útgefandi: Sœmundur G. Jóhannesson, Akureyri. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.j.

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.