Norðurljósið


Norðurljósið - 01.10.1963, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 01.10.1963, Blaðsíða 2
74 NORÐURUÓSIÐ unnar. Það kraftaverk er hið guðlega tákn þess, að Kristur er í raun og veru sonur hins lifanda Guðs, eins og segir í Róm. 1.4., að hann var „kröftuglega auglýstur að vera sonur Guðs fyrir upprisuna frá dauðum.“ Hefðu Nínivemenn ekki trúað sögu Jónasar, kraftaverk- inu, sem táknaði dauða, greftrun og upprisu, mundu þeir án vafa ekki hafa iðrazt og frelsazt. Þetta er jafnsatt um þig. Ef þú trúir ekki, að Kristur dó fyrir syndir þínar, var grafinn og reis upp aftur þér til réttlætingar, munt þú alveg vissulega hafna aðvörun hans um komandi dóm og neita þannig að snúa þér til Guðs til að öðlast fyrirgefn- ingu og veita frelsandi náð hans viðtöku. Það stendur því ekki alveg á sama, hvort þú trúir, að Guð geri kraftaverk, eða ekki. Það er lífsnauðsynlegt, til þess að þú veitir við- töku syni hans, reistum upp með kraftaverki, sem frelsara þínum. Vér snúum oss nú aftur að Jónasi. Oft er spurt að því, hvernig Guð gat haldið Jónasi á lífi í kviði stórfisksins í þrjá daga. I spurningunni liggur þessi hugsun: ef vér get- um ekki skýrt það, þá er það nægileg ástæða til að trúa því ekki, að hann hafi gert það. Það væri ámóta skynsamlegt að neita tilveru efnisheimsins, eða sjálfra vor, af því að vér getum ekki skýrt, hvernig Guð lét þetta verða til. Hvers vegna eigum vér að efast um mátt Guðs? Ég horfði á fyrir nokkrum árum, þegar dávaldur nokkur, staddur í opinber- um samkomusal, lét mann falla í dásvefn. Hann var síðan settur í kistu með glerloki. Kistan var síðan sett í glugga á stórverzlun, þar sem hópar af háskólanemum stóðu vörð dag og nótt til að sjá um, að sofandi manninum bærist hvorki matur né drykkur. Eftir þrjá sólarhringa, í sama salnum að viðstöddum miklum mannfjölda, vakti dávald- urinn manninn aftur til meðvitundar. Vér trúum því, að menn geti framkvæmt Íeyndardómsfulla hluti. Hví þá að óttast að trúa, að Guð geti gert langtum dásamlegri hluti? En vér skulum vera raunsæismenn. Setjum svo, að biblí- an hefði sagt okkur líka, auk sögunnar um, að Guð útbjó stórfisk til að gleypa Jónas, að einhvern tíma í framtíðinni mundu mennirnir, — ekki hinn óendanlega mikli Guð, heldur takmörkun háðir menn — búa til stóran stálfisk 300 fet á lengd og meira en 1000 lestir á þyngd. Hann gæti tekið 60 manns í kvið sér, og þar gætu þeir matazt og sof- ið vært, meðan hann væri að synda í úthöfunum. Svo sæi stóri fiskurinn stórt skip, sem væri að sigla á yfirborði hafsiris Þá mundi stóri fiskurinn hleypa litlum fiski út úr innyflum sínum. Þegar hann rækist á stóra skipið, mundi hann springa og blása annarri skipssíðunni á brott, svo að það sykki innan fárra mínútna og 1000 manns mundu drukkna. Síðan færi þessi stóri stálfiskur neðansjávar inn í höfn, opnaði gat á maga sér, og tveir af mönnunum, sem búa í kviði hans, sem nefndir eru froskmenn, mundu synda út með grímur, svo að þeir gætu andað súrefni að sér niðri í vatninu. Síðan mundu þeir synda upp undir stórt herskip, sem lægi þar fyrir akkerum, og setja sprengju undir það. Svo segðu þeir sprengjunni að springa ekki, fyrr en þeir væru búnir að synda aftur út í stóra stálfiskinn, og að springa ekki fyrr en hann væri kominn út úr höfninni út í rúmsjó aftur. Þá mundi sprengjan gera það, sem henni var sagt, þegar stóri fiskurinn er kominn vel út úr höfn- inni; hún mundi þá springa, svo að það yrði hræðileg sprenging, og botninn færi úr herskipinu. Ef Guð, sem þekkir endalokin frá öndverðu, hefði látið rita þetta í biblíuna á dögum Jónasar, þá hefðu menn, allt til loka síðustu aldar, í 2600 ár, hlegið og gert gys að þeim manni, sem trúað hefði svo ósennilegu og heimskulegu ævintýri. Afa mínum mundi hafa fundizt, að hann væri fábjáni. hefði hann þurft að standa upp frammi fyrir skyn- sömum áheyrendum og segja, að hann tryði slíkri enda- leysu blátt áfram af því, að þetta stæði í biblíunni. Þó trúa allir þessu nú á dögum, því að kafbáturinn er orðinn skelfi- legur veruleiki. Setjum svo, að. Guð hefði ennfremur látið einn af spá- mönnum sínum rita þennan spádóm, sem frá mannlegu sjónarmiði er helber vitleysa. Á hinum síðustu dögum mun stór fugl sjást á jörðinni. Vænghaf hans verður 150 fet, óg að þyngd er hann meira en 40,lestir. Hann verður eins sterkur og 10.000 hestar. Hann mun fljúga hraðar en hljóðið fer, eðú meira en 1200 km. á klukkustund. Sá dag- ur mun koma, að einn af þessum stóru fuglum, sést svífa yfir stórborg, opna kvið sinn og hleypa út innyflum sínum. Áður en þau koma til jarðar, springa þau og leggja í rústir aila borgina, deyða 70.000 manns. Það, sem þá verður eftir af innyflunum, gefur frá sér skaðvænan daun, sem nefndur verður geislavirkni, og af henni munu þeir, sem lifðu af sprenginguna, deyja kvalafullum dauða. Getur þú gert þér í hugarlund það háð, sem hellt hefði verið yfir kristna menn, sem hefðu sagt, að þeir tryðu þessu, blátt áfram af því að það stæði í biblíunni? Þessu trúa allir nú á dögum. Meira að segja er allur heimurinn óttasleginn, af því að hann gerir sér ljóst, að kjarnorkustyrjöld getur skollið yfir hann, þegar varir minnst. Fyrir aðeins fáum árum hefðu 999 af 1000 hverju neit- að því, að svo óskaplega ótrúlegur spádómur gæti nokkru sinni rætzt. Þeir hefðu haldið, að það væri skynsemi þeirra, sem kæmi þeim til að neita honum og að Idæja að þeim, sem trúðu honum. Hins vegar hefði það eingöngu verið vanþekking þeirra, sem hefði komið þeim til þess. Þannig er þessu farið nú. Menn halda, að J)að sé skynsemi þeirra, sem haldi þeim frá því að trúa spádómum biblíunnar um komandi dóm, þó að það sé vanþekking þeirra, sem veldur. Ég man eftir, að ég heyrði dr. M. L. J. í Lundúnum tala um Lúk. 8.53., er dóttir Jaírusar var reist upp. Þegar Jesús kom inn í húsið, sagði hann: „Grátið ekki, því að hún er ekki dáin, heldur sefur hún.“ Þeir, sem viðstaddir voru, hlógu að honum „því að þeir vissu, að hún var dáin.“ Ræðumaðurinn sagði þá: „Þegar ykkar lærðu vinir hlæja að ykkur, af því að þið trúið einhverju, sem er í biblíunni, látið ykkur þá ekki detta í hug, að þeir hafi ekki staðreyndir til að styðjast við. Þeir hafa þær mjög oft, en þeir hafa ekki allar staðreyndirnar, aðeins Guð hefir staðreyndirnar allar.“ Þetta fólk, sem hló að Jesú, hafði staðreyndir sín megin> — það vissi, að hún var dáin. Og hún var dáin. En þeir þekktu ekki allar staðreyndir. Þeir vissu ekki, að þeir stóðu í nálægð hans, sem „er upprisan og lífið.“ Hefðu þeir þekkt þá staðreynd, þá hefðu þeir tilbeðið í stað þess að hlæja-

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.