Norðurljósið


Norðurljósið - 01.10.1963, Síða 3

Norðurljósið - 01.10.1963, Síða 3
NORÐURLJÓSIÐ 75 Vinur minn, ástæðan fyrir því, að þú efast um kraftaverkin er ekki sú, að þú sért svo frábærlega fróður, heldur vegna þess, að þú þekkir ekki allar staðreyndir. Aðeins Guð þekkir þær allar. Hlustaðu því á hann. Hafið þið veitt því eftirtekt, hve margt er líkt með spá- dómi Jónasar um Nínive-menn, um komandi dóm og kall til iðrunar, og spádómi Péturs postula um komandi dóm á vorum dögum og kall hans til iðrunar? Við skulum lesa orð hans sjálfs úr þriðja kafla í öðru bréfi hans: „Þetta skuluð þér þá fyrst vita, að á hinum síðustu dögum munu koma spottarar með spotti, er framganga eftir eigin girndum og segja: „Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans? Því að frá því að feðu:nir sofnuðu, stendur allt við hið sama eins og frá upphafi veraldar." Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið, þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur við yður, þar eð hann vill ekki, að neinir glatist, heldur að allir komist til iðrunar. En dagur Drott- ins mun koma sem þjófur, og þá munu himnarnir með miklum gný líða undir lok, frumefnin sundurleysast í brennandi hita, og jörðin og þau verk, sem á henni eru, upp brenna.“ í 12. kafla guðspjalls Matteusar gerir Kristur sterkan samanburð á samtíð Jónasar og vorum tímum. 1. Jónas var spámaður Guðs. Kristur er sonur Guðs. 1. Guð staðfesti boðskap Jónasar með táknrænum dauða og upprisu. Guð staðfesti boðskap Krists með bókstaflegum dauða og upprisu. 1. Nínivemenn trúðu kraftaverkinu, þess vegna trúðu þeir aðvörun Guðs fyrir munn Jónasar, gerðu iðrun og frelsuðust frá dómi. 2. Þess vegna segir Kristur, að Nínivemenn munu koma fram í dóminum ásamt mönnum þessarar kynslóðar og dæma hana seka, af því að þeir trúa ekki, og hann er meiri en Jónas. Upprisa Krists frá dauðum stendur sem hin mikla loka- sönnun Guðs um tvennt: 1. Kraft Krists til að frelsa. 2. Það, að Kristur er settur dómari. Þótt það virðist einkennilegt, þá hvílir fullvissan um öruggt hjálp- ræði handa þeim, sem veita Kristi viðtöku, og full- vissan um dóminn yfir þeim, sem hafna Kristi, á sama grundvelli, staðreyndinni miklu um upprisu hans. Niðurstaða málsins er þá þessi: Trúir ÞU stærsta krafta- verkinu, sem sagt er frá í biblíunni, að Kristur reis upp Irá dauðum? „Geymt fékk ei gröfin köld Guðs soninn Jesúm. Menn eða myrkravöld megnuðu ei neitt. Aftur hann upp reis úr jörð! Allir flýðu, þeir, sem héldu vörð. Hann reis upp með sigri dauðans djúpi frá, Drottni vald er gefið jórð og himni á“. Hann er sá, sem Pétur postuli segir um: „Hann bar sjalfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð“. Það er hann, sem Páll ritar um: „Hann er kröftuglega auglýstur að vera sonur Guðs fyrir upprisu frá dauðum“. Hann er þess vegna máttugur til að frelsa og máttugur til að varð- veita alla þá, sem festa traust sitt á hann. Þetta er frelsar- inn, sem Guð, er reisti hann frá dauðum, býður þér nú í dag. A þér hvílir ábyrgðin að veita honum viðtöku eða hafna HONUM. --------x------- BARNAÞÁTTUR: Sögur Gísla smala. Móse og Aron hitta Faraó. (Framhald.) Aron, bróðir Móse, fór út á móti bróður sínum, og saman fóru þeir á fund Israelsmanna. Þeir bræð- urnir sögðu frá því, hvað Guð ætlaði að gera fyrir fólkið, að frelsa það, og Móse lét það sjá þessi tákn: stafinn verða að höggormi og höndina verða hvíta, og fólkið trúði, að Guð ætlaði að frelsa það. Nú fóru þeir, Móse og Aron, á fund Faraós, kon- ungs Egyptalands, og sögðu: „Svo segir Drottinn, Guð ísraelsmanna: Gef fólki mínu fararleyfi, að það megi halda mér hátíð í eyðimörkinni.“ Þegar Faraó heyrði þetta, sagði hann: „Hver er Drottinn, að ég skuli hlýða honum til þess að leyfa ísrael að fara. Eg þekki ekki Drottin, og ísrael leyfi ég eigi heldur að fara.“ Þá sögðu þeir, Móse og Aron: „Guð Hebrea hefir komið til móts við oss; leyf oss að fara þriggja daga ferð út í eyðimörkina til að færa fórnir Drottni, Guði vorum.“ Þetta vildi Faraó ekki gera og sagði við þá Móse og Aron: Hví viljið þið, Móse og Aron, taka fólkið úr vinnunni? Farið til erfiðis yðar. Nú, þegar fólkið er orðið svo margt í landinu, viljið þið láta það hætta að erfiða.“ Þannig tók Faraó málaleitun þeirra Móse og Arons, Hann vissi, að ísraelsmenn unnu fyrir hann, og hann vildi ekki missa þá frá verki. Hann greip þá til þess ráðs, að láta fólkið hafa enn þá meira að gera en áður. Hann var að byggja borgir. Byggt var úr svonefndum tigulsteinum. Þeir voru gerðir úr blautum leir, sem látinn var í mót ásamt hálmstrá- um. Er þeir voru teknir úr mótunum, voru þeir látnir þorna í sólskininu og síðan brenndir í eldi. Urðu þeir við það svo harðir, að þeir gátu ekki blotnað upp aftur, heldur hafa þeir geymzt fram á þennan dag. Faraó skipaði nú svo fyrir, að ísraelsmenn skyldu gera eins marga tigulsteina á hverjum degi eins og áður, en þeim skyldu ekki fengin nein hálmstrá,

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.