Norðurljósið - 01.10.1963, Qupperneq 4
76
NORÐURLJÓSIÐ
heldur ættu þeir að safna þeim sjálfir. Þetta tafði
svo mikið vinnuna, að fólkið gat ekki lokið við dags-
verk sín. Þá voru barðir þeir meim, sem voru verk-
stjórar, og þegar þeir fóru til Faraós og kvörtuðu
við hann, fengu þeir enga áheyrn, heldur var þeim
sagt, að þeir yrðu að gera eins marga steina á hverj-
um degi eins og áður. Þetta virtist þeim óleysandi
vandamál, og Faraó hefir sjálfsagt verið mjög hróð-
ugur með sjálfum sér yfir þessu bragði smu.
En Faraó sagði satt, þegar hann sagði: „Ég þekki
ekki Drottin.“ Hann hélt, að sjálfur væri hann
voldugastur allra og meiri en Drottinn. Þetta halda
líka murgir inenn enn í dag. Þeir þekkja ekki Drott-
in né mátt hans og finnst, að maðurinn sé allra vera
æðstur og mestur og að honum sé ekkert ómögulegt.
Drottinn lætur slíka menn stundum reka sig á það,
að maðurinn er megnugur lítils, þegar Guð á í hlut.
Þegar, til dæmis, Guð lætur jörðina skjálfa, þá get-
ur enginn maður stöðvað jarðskjálftann. Þeir verða
hræddir eða ráðalausir, meðan jörðin skelfur og
titrar.
Guð er máttugur. Þess vegna er gott að treysta
honum. „Treystið Drottni æ og ætíð,“ segir ritning-
in. Geiðu það barnið mitt. Þá fer vel fyrir þér.
(Framhald.)
--------x---——-
ETHEL EKKERT
Eftir Hope Evangeline.
16. kafli. (Framhald).
Sorgardagur fyrir Ethel.
Allt gekk nú sinn vanagang í heimilinu. Guð annaðist
allar þarfir þess á undursamlegan hátt. Ásamt því, sem
gladdi Ethel, kom einnig það, sem hryggði. Hjarta hennar
hryggðist mjög, þegar hún var kölluð að rúmi Klöru,
sinkadóttur sinnar. Guð hafði dásamlega hlíft Klöru nú
í 19 ár eftir það, að læknar höfðu gefið upp alla von um
afturbata hennar.
Klara var í heilsuhæli, í súrefnistjaldi. Hún hafði feng-
ið alvarlega lungnablæðingu. Hún bað hjúkrunarkonurn-
ar að sjá um, að hún væri hrein og senda eftir móður
sinni. Hún vildi ekki láta móður sína sjá þjáningu sína.
Þegar Ethel kom, var Klöru þungt um andardráttinn.
En svípur friðar og sælu var yfir ásjónu hennar. Hún rétti
fram hendurnar til að taka um hendur móður sinnar og
sagði: „Hefir ekki Guð verið góður, mamma, að lofa mér
að lifa svona lengi? Nú fer ég að sjá hann. Haltu áfram
með starf þitt, og ég mun bíða eftir þér þarna uppi. Núna
er ég þreytt, móðir mín“, sagði hún, um leið og hún reyndi
að lyfta höfðinu til að kyssa móður sína í hinzta sinni.
„Eg held þú ættir að fara heim núna“.
Tilfinningarnar gripu Ethel svo, að hún mátti eigi mæla.
Hún kvaddi hana með kossi, og er hún sneri sér við til að
horfa á dóttur sína, sá hún, hvar fagurt bros breiddist yf-
ir auglit hennar, eins og hún væri nýbúin að sjá englana
koma til að flytja sig á vængjum sínum til launa hennar.
Ethel var naumast komin úr sjúkrahúsinu, þegar Klara
fékk aftur blóðspýting og var dáin.
Ethel var yfirkomin af sorg að vera skilin frá Klöru,
en samtímis því þakkaði hún Guði fyrir gæzku hans við
sig og Klöru í öll þessi ár. Dauði Klöru skildi eftir autt
rúm í ævi Ethelar, en hún varpaði sér meir og meir út í
starfið, og Guðs orð varð hennar huggun dag frá degi.
Hún treysti fyrirheitum Guðs og fann, að hann reyndist
henni sannarlega „vinur, sem tryggari var en bróðir“.
17. kafli.
Jól á heimilinu.
Jólin voru ánægjutími á heimilinu. Stúlkurnar allar
söfnuðust saman kringum geysistórt jólatré, sem þátttak-
endur í trúföstum bænahópi Ethelar höfðu gefið. Þær
sendu gjafir handa hverri stúlku og bjuggu út kassa með
leikföngum handa börnum þeirra. Sumar þeirra höfðu
aldrei fyrr fengið gjafir hjá jólatré. Jólamaturinn var
sendur, þar á meðal kalkúnshani og tilheyrandi krydd.
Vinkonur hennar sendu nærklæðnað og föt handa þess-
um fátæku stúlkum, og Ethel hengdi þetta upp í skáp eftir
stærðum. Sjálf hafði Ethel aldrei verið eilis glöð á jól-
unum áður en hún hóf þetta heimili handa stúlkunum. Svo
lengi sem hún var að hjálpa öðrum og gleðja þá, var hún
sjálf glöð.
Þrjár gamlar konur frá öryrkj aheimilinu lét hún koma
á jólum til að vera með þeim. Hún hafði heimsótt þær í
sjúkrahúsinu, og henni fannst, að það mundi verða mjög
einmanaleg jól hjá þeim, svo að hún fékk hjúkrunarkonu
til að koma með þær í leigubifreið. Þær gátu varla skjökt
inn úr dyrunum, en Ethel lét fara vel um þær, og þær voru
yfir sig glaðar og sælar að koma. Samúðarfullt hjarta
hennar sneri sér að einmana, buguðum og hræddum sál-
um, hvar svo sem hún fór. Hún talaði ekki einungis um
kristnu trúna, hvar sem hún fór, hún lifði eftir henni á
hverjum degi ævi sinnar.
Rétt þegar Ethel og stúlkurnar voru að ljúka við jóla-
máltíðina, hringdi síminn. Það var trúaður læknir, mjög
góður vinur hennar, sem hringdi.
„Ég hefi hérna unga konu hjá mér“, sagði hann. „Hún
á í miklu sálarstríði, frú Burkhardt. Ég hefi gert allt, sem
ég get fyrir hana, og ég veit, að það er jóladagur, en held-
ur þú, að þú gætir talaö við hana? Ég er hræddur við aÖ
draga það, að hún komi og finni þig“.
„Láttu hana koma undir eins“, svaraði Ethel hiklaust.
Hún neitaði aldrei að hjálpa, á hvern þann veg, sem hún
gat, enda þótt jóladagur væri.
Brátt var barið að dyrum. Ethel lauk upp, og úti fyrir
stóð fölleit, vansæl, vandræðaleg stúlka með litla telpu
við hlið sér.
„Ég heiti Joan“, hóf hún máls. „Mér þykir leitt að gera