Norðurljósið - 01.10.1963, Blaðsíða 5
NORÐURLJÓSIÐ
77
þér ónæði á jóladaginn, en læknirinn lét mig lofa sér því
að ég færi og talaði við þig. Eg á í miklum erfiðleikum.
Eg kom hingað aftur frá Þýzkalandi, er ég hafði fengið
bréf um, að maðurinn minn væri dáinn. Eg hefi verið
hér í tvo mánuði að leita mér atvinnu. Ég hefi aldrei
stundað atvinnu áður, en nú finn ég, að það er nauðsyn-
legt til þess að hafa ofan af fyrir mér og barninu. I gær
fékk ég bréf frá stúlku í Bandaríkjunum. Hún tilkynnti
mér, að maðurinn minn væri ekki dáinn, heldur hefði
hann kvænzt sér fyrir tveimur mánuðum, og væri hann
nú farinn frá henni til að taka saman við einhverja aðra.
Eg elskaði manninn minn, frú Burkhardt, og hjarta mitt
er brostið. Eg kæri mig ekki um að lifa lengur. Eg hefi
ekki lært neina atvinnugrein, og ég get ekki þolað að sjá
litlu stúlkuna mína alast upp undir þeirri smán, sem faðir
hennar hefir bakað okkur“.
Síðan tók Joan upp eiturglas, sem hún ætlaði að taka
til að binda endi á allt.
„Þú verður að fá mér þetta“, sagði Ethel, „þetta leysir
ekki vandamál þín. Þú átt eilífð í vændum, og þetta eitur
endar ekki allt, eins og þú heldur. Núna er jóladagur, Joan,
dagurinn, þegar Guð sendi son sinn í heiminn til að vera
frelsari okkar. Hann kom til að bera byrðar okkar og til
að hreinsa syndir okkar í burtu. Vilt þú ekki veita honum
viðtöku sem eigin frelsara þínum og láta hann gera þetta
allt fyrir þig. Ef þú aðeins vilt treysta honum, mun hann
frelsa þig frá syndum þínum og greiða úr öllum vanda-
málum lífsins fyrir þig. Og ekki eingöngu það, Joan, hann
mun veita þér fullvissu um heimili á himnum. Þetta gerði
hann fyrir mig. Þegar ég mætti honum, breytti hann allri
ævi minni og veitti mér svo mikinn frið og gleði. Ég varð
að komast af án eiginmanns míns og ala upp börnin mín
tvö, Joan. Eg hefði aldrei getað það án hans hjálpar. Mér
fannst oft, að ég væri komin að því að gefast upp, áður
en ég mætti frelsaranum. Blátt áfram treystu honum nú
á þessum afmælisdegi hans. Krjúptu niður með mér og
bið þú hann að koma inn í hjarta þitt, taka byrði synd-
anna og bera þínar byrðar fyrir þig, Joan“.
Meðan Joan hlustaði á bæn Ethelar, fann hún allt í
einu frið. Ný gleði fyllti sál hennar, og hún fann nýjan
tilgang í því að lifa. Er hún reis á fætur, þakkaði hún
Ethel fyrir að koma sér í kynni við frelsarann. Hún varð
kyrr hjá Ethel, unz hún fékk ráðskonustöðu hjá lækninum
trúaða, og þar óx hún í náð og þekkingu Drottins Jesú
Krists. (Framhald).
---------x----------
„Flaskan"
Hann var kallaður „Flaskan“, af því að hann drakk
svo mikið. Choi liðþjálfi, grófur og ofsafenginn mötu-
neytisliðþj álfi, var hataður af hermönnunum, sem voru
®eð honum. Hann lifði lauslætislífi, bjó með skækjum
sinn mánuðinn hverri.
Hann seldi matvæli hersins til að greiða kostnaðinn við
synda-líferni sitt. Hrjúfur, grimmur, með fullan munninn
af formælingum og hjartað fullt af synd, sökk „Flaskan“
'Jýpt'a og dýpra í spillingarfenið.
Dag nokkurn veitti hann athygli pappírsblaði nálægt
hirzlu herbergisfélaga síns. Þetta var smárit frá „Every
Home Crusade“. (Allra heimila krossferðinni). Það var
ritað einkum handa hermönnum: „Það hlýtur að vera til
svar“. Aftur og aftur las Choi liðþjálfi þennan dásamlega
boðskap. „Eg vissi þá“, sagði hann seinna, „að ég yrði að
breyta líferni mínu með því að snúá frá syndum mínum
og trúa á Krist“.
Hann gat ekki skrifað, svo að hann bað herbergisnaut
sinn að skrifa fyrir sig. Og hér kemur það, sem Choi lið-
þjálfi sagði: „Eina ástæðan fyrir því, að ég lifði svo ó-
mannlegu líferni, var sú, að mér datt aldrei í hug, að nokk-
ur von væri til í þessu lífi. Eg var svo haldinn af þeirri
tilfinningu, að heimurinn kærði sig ekki um mig. Ég gekk
í herinn til að gleyma þeim erfiðleikum, sem ég hafði átt
í, í borgaralegu lífi.
Eg reyndi að gleyma sjálfum mér við peninga, konur
og drykkjuskap og með hörku við aðra. En svo skammast
ég mín svo mikið, þegar kyrrláta stundin kemur. Ég hefi
aldrei sagt frá þessu áður. Er ég hafði lesið smáritið, varð
ég að ákalla Jesúm Krist, sem ég hélt einu sinni, að væri
aðeins handa þeim, sem lifðu eðlilegu og heiibrigðu líf-
erni. Ég játaði allar syndir mínar. Er ég hafði játað synd-
ir mínar, fann ég hvíld í hjarta mínu. Smáritið segir, að
Guð sé fús að fyrirgefa mér, en ég er enn að velta því fyr-
ir mér, hvort réttlátur Guð muni fyrirgefa spilltum mönn-
um eins og mér. Gerið svo vel að gefa mér eins fullkomið
svar og þið getið“.
Johnny Lee skiptist á nokkrum bréfum við hann. Senn
var hinn áður harðsnúni maður orðinn stjórnandi tíu
biblíuflokka í framlínum kórenska hersins!
Jonny Lee heimsótti 6. herflokkinn og hitti Choi lið-
þjálfa. „Herra Lee“, sagði hann, „ég er að læra meir um
Jesúm á hverjum degi. I hvert skipti, sem ég les í biblíunni
er sem ég verði nýrri maður. Jesús er mér svo raunveru-
legur. Hann er mér uppspretta hugrekkis eins og líka hugg-
unar. Gamla eðlið freistar mín ennþá öðru hvoru. Þegar
það kemur fyrir, negli ég með allri minni hugarorku minn
gamla mann á krossinn, sem Drottinn minn dó á fyrir
mig.‘
Tíu hermenn söfnuðust saman til að hlusta á. „Væri það
ekki vegna smáritsins, sem ég las, gæti ég ekki fengið svar-
ið. Sumir minna gömlu félaga geta ekki enn trúað breyt-
ingunni, sem orðin er á mér. Þeir stríða mér stundum með
glettum. Þegar þeir eru drukknir, gera þeir jafnvel gys að
mér. En, eins og segir í biblíunni, allt samverkar þetta til
að gera mér gott. Þegar ég verð brautskráður úr herþjón-
ustu, ætla ég í skóla. Mig langar til að verða þjónn Guðs.“
---------------------------x--------
Heiðingjar gera ekki verra
Sagnir herma, að trúboði nokkur, dr. Scudder að nafni.
var á heimleið frá Indlandi. A þilfari skipsins stóð hjá
honum sonur hans ungur. Allt í einu heyrði dr. Scudder,
að maður nokkur með hárri röddu hellti úr sér blótsyrðum
og guðlasti. „Heyrðu, vinur,“ sagði trúboðinn og sneri sér
að manninum. „Þessi drengur, sonur minn, er fæddur og
alinn upp í heiðnu landi, í landi dýrkunar heiðinna skurð-
goða. En hann hefir aldrei á ævi sinni heyrt mann formæla
Skapara sínum fyrr en nú.“
Þýtt úr The Sword of the Lord.