Norðurljósið


Norðurljósið - 01.10.1963, Page 7

Norðurljósið - 01.10.1963, Page 7
N ORÐURLJ ÓSIÐ 79 „Hann krefst ekki borgunar báðum oss af, mínum blæðandi frelsara, er gekk í minn stað, og auk þess aftur af mér.“ Kristur segir í Jóh. 16.8: „Þegar hann — heilagur Andi, kemur, mun hann sannfæra heiminn um synd og um rétt- læti og um dóm.“ Frumsannindin fyrir oss eru ekki kær- leikur Guðs, heldur heilagleiki Guðs — synd, réttlæti, dómur. Fyrsta spurningin er ekki: Hvernig lít ég á synd mína? heldur: Hvernig lítur heilagur Guð á hana? Þegar ég skoða Hana frá sjónarmiði Guðs, heilagleikans, þá sann- færist ég og leiðist til iðrunar. Onnur spurningin er ekki: Hvernig, met ég endurlausnarverk Krists? heldur: Hvernig metur Guð gildi synd-hreinsandi blóðs hans? Það er Guð, sem ég hefi syndgað á móti. Þess vegna verðijr Guð að fá kröfu sinni fullnægt. Sönnun þess, að Guð er ánægður með endurlausnargjaldið, sést af þeirri staðreynd, að hann reisti Krist upp frá dauðum. Það er ekki sú tegund trúar, sem ég hefi, þótt hún sé jafnvel ekki nema eins og mustarðskorn, heldur sú tegund verks, sem honn vonn, — futlkomna verkið, sem algerlega fullnægir kröfum heilags Guðs á hendur mér. Ef ég bryti afskaplega mikið á móti einhverjum, og ein- hver vinur minn reyndi að bæta fyrir það, hver ætti þá að taka við bótunum? Auðvitað sá, sem brotið var á móti. A móti hverjum hefi ég brotið með syndum mínum? Guði. Hver á þá að taka við bótum fyrir þær? Guð að sjálf- sögðu. Trúir þú því, að Guð sé fullkomlega ánægður með verk Krists á krossinum? Vissulega er hann það. Ert þú ánægður með það verk hans? Auðvitað er ég það; ef Guð er ánægður með það, og hann er langtum heilagri en ég, þá er ég að sjálfsögðu ánægður. Eg vil undirstrika þetta. Eg hefi veitt Kristi viðtöku. En langt- um miklvægara en það er hitt, að Guð hefir veitt viðtöku endur- lausnarverki Krists é krossinum sem því verki, er fullnægi heilögum kröfum hans gagnvort mér, vegna synda minna. Þess vegna, of því ag ég veit, cð Guð er ónægður með verk hans, er ég fullviss um hjólpræði mitt, þvi að Guð er hinn eini, sem ég þarf að óttast vegna synda minna. Esekíel (Framhald.) 16. og 23. kap. Líkingarnar, sem notaðar eru í þessum tveimur köflum, notar Drottinn til að vekja samvizku þjóð- ar sinnar og til að opna augu hennar, svo að hún sjái við- I >jóðsleik synda sinna. Gildir einu, hvort heil þjóð eða ein Wannssál á í hlut. Augun verða að opnast og syndin að sjást sem synd, til þess að leitað sé á fund Drottins til að fá miskunn hans og fyrirgefningu. 24. kap. Þar sem þjóðin vildi ekki gera iðrun, varð flómur Guðs að koma yfir hana. Samlandar Esekíels, sem voru í útlegð með honum, gáfu ekki mikinn gaum að boð- skap hans. Þá lét Drottinn konu spámannsins deyja, en I'annaði honum að hafa um hönd hina ytri sorgarsiði. IJetta var síðasti spádómurinn, sem landar hans fengu, unz borgin var fallin. Þá sannfærðust þeir loksins um sann- leiksorð Drottins, sem hann lét Esekíel flytja og viður- kenndu Drottin. 25. —32. kap. Þegar Drottinn hegndi Júda og Jerúsalem fyrir syndir þeirra, tók hann einnig að hegna ýmsum þjóðum, sem voru nágrannar þjóðar hans. Hatur þeirra á Júdalýð, hlakk þeirra yfir falli hans og Jerúsalem og svo skurðgoðadýrkun þeirra leiddi dóm Guðs yfir þær. Þannig verður það einnig, þegar Drottinn Jesús kemur. Þá verða þjóðir heimsins dæmdar eftir meðferð þeirra á Gyðing- um og landi ísraels. (Jóel 3.6., 7., Matt. 25.31.—46.) Nebúkadrezar Babelkonungur var refsivöndur Guðs á sína samtíð. Hann var frábær maður á flesta lund. 26. kap. Týrus var þá mesta verzlunarborg sinnar sam- tíðar. Hún var rammlega víggirt. Nebúkadnezar varð að láta hermenn sína sitja um hana í 13 ár, áður en hún var unnin. Þá gripu þeir í tómt. Fólkið var flúið úr borginni út í eyju skammt frá landi og hafði reist sér þar borg. Spádómurinn um algert niðurrif borgarinnar rættist ekki á þeim dögum, heldur löngu síðar, þegar Alexander mikli kom til sögunnar. Einnig hann herjaði á Týrus. Hann lét bvggja garð mikinn úr landi og fram í eyna og notaði til þess húsagrjótið, rofin og jarðveginn sjálfan, þar sem Týrus hafði áður staðið, svo að þar er nú kominn þerri- reitur fyrir fiskinet, eins og Drottinn sagði. Nútíma myndir af netum, sem breidd eru til þerris á þeim stað, sýna, að Drottinn vakir yfir orði sínu og heldur því í fullu gildi, þótt ár og aldir líði. 28. kap. Konungurinn í Týrus var að sjálfsögðu maður, en ýmsir sjá í þessum spádómi, 12.—17. versi, lýsingu af falli sjálfs Satans. Hann var mikil og máttug vera, eins og Guð skapaði hann. En hann varð hrokafullur, það sýnir uppreisn hans gegn Guði. Endalok hans, eilíf vist í díkinu, sem logar af eldi og brennisteini, er hegning, sem hæfir misgerðum Satans. Hrokinn borgar sig aldrei, hvorki fyrir engla né menn. 20.—23. v. Zídon stóð skammt frá Týrus. Búast mátti við, að hún yrði gerð að rúst eins og Týrus. En hún stend- ur enn í dag. Drottinn sagði, að blóðsúthellingar skyldu verða í henni miðri, og það hefir rætzt. En hann sagði aldrei, að hún skyldi líða undir lok. Þannig vakir Guð yfir orði sínu til að framkvæma það. 29. —32. kap. geyma spádóma gegn Faraó, konungi Egyptalands, og gegn landinu sjálfu. Spáð er, að það verði lítilfj örlegt ríki, sem aldrei framar muni hefja sig upp yfir þjóðirnar. Afkomendur Forn-Egypta búa mest nú í sunnanverðu Egyptalandi og nefnast Koptar. Nasser, sem nú ræður. öllu í Egyptalandi, hefir reynt að gera Egyptaland að forysturíki arabisku þjóðanna. Hingað til hefir það ekki tekizt og mundi varla vara lengi, þótt það tækist. Egyptaland mun ekki hefja sig upp yfir þjóðirnar. I seinasta kafla spádómsins er talað um endalok Faraós og glæsiliðs hans. Hann mun ásamt liði sínu stíga niður til dánarheima. Þar eru fyrir aðrir konungar og herir þeirra. Allir eru þeir jafningjar þar, þótt hann þættist öllum meiri, er hann lifði. — (Framhald.) ---------x---------

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.