Norðurljósið - 01.10.1963, Qupperneq 8
80
JNORÐURLJÓSIÐ
ERTU HAMINGJUSAMUR?
heitir lítið smárit, sem gefið er út af „World Literature Crusade,“
sem nefnist á íslenzku „Kristileg bókmenntadreifing.“ Maðurinn,
sem stofnaði W.L.C. heitir Jack McAlister, og markmið hans er
að koma kristilegu smáriti inn á hvert heimili í öllum heimi. Hann
er kunnugur dr. Oowald J. Smith, sem var hér á landi í fyrra-sumar
og hélt samkomurnar í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hann stakk upp á
því við hr. Olaf Sveinbjörnsson, Erluhrauni 3, Hafnarfirði, að hann
tæki að sér að gerast umboðsmaður þessa starfs hér á landi. Þetta
varð, og hefir Ólafur hafið verkið með útgáfu smáritsins, og er dreif-
ing þess þegar byrjuð.
Smárit þetta er eftir John Lee, sem sögur eru um og smáritið nú í
blaðinu hér að neðan.
Ritstj. Nlj. vill því hér með skora á alla þá, sem öðlazt hafa
trúna á Drottin Jesúm Krist sem eigin frelsara sinn, að hjálpa til
við útbreiðslu þessa rits. Bæði með því að dreifa ritinu í nágrenni
sínu eða annars staðar og svo með stöðugri bæn um blessun Guðs
yfir þetta rit, er fer sem boðberi sæluríks lífs og hamingju inn á
heimili fólksins. Þeir, sem geta tekið beinan virkan þátt í dreifingu
ritsins í sveitum og kauptúnum, ættu að skrifa Ólafi um það, og sem
allra fyrst. „Geymdu það ekki til morguns, sem þú getur gert í dag.“
er gullin regla, ekki hvað sízt í starfi Drottins. Þar líða tækifærin
hjá og koma aldrei framar.
--------x---------
Köfunarkonan
Johnny Lee ferðaðist 20 stundir með skipi til að komast
til afskekktrar eyjar, þar sem 256 dýrmætar sálir höfðu
ákveðið sig fyrir Krist, og var það árangur af starfi
„Every Home Crusade“ þar. A klettóttum ströndum þess-
arar eyjar horfði Johnny Lee á konurnar, sem voru að búa
sig undir að kafa niður í dimmblátt úthafið til að ná sér
í fisk og sægróður, sem er aðalfæða fólks í þessum hluta
Kóreu. Þar hitti hann frú Chang, 24 ára gamla konu, sem
er yfir þessum köfunarkonum. Fyrir einu ári hafði hún
orðið kristin ásamt manni sínum, er hún hafði lesið eitt af
smáritum E. H. C.: „Ertu hamingjusamur?“
Hún sagði: „Ég er mjög hamingjusöm á þessum dög-
um, síðan ég iðraðist synda minna og treysti á Jesúm
Krist sem eigin frelsara minn.“
Við hlið henni stóð maður hennar, andlitið eitt bros.
„Það er vissulega hrífandi reynsla að læra margt, síðan
við urðum kristin. Nú erum við að lesa biblíuna til skiptis.
Allar vínflöskur og reykjarpípur eru horfnar úr húsinu
okkar.“
(Þýtt úr: „The Song of the Soul Set Free“ IForld Literature
Crusade og nœsta saga.)
--------X--------
Demantur úr fjöElunum
Johnny Lee var að ferðast um í fjarlægum fjallahéruð-
um í Suður-Kóreu. Eina nótt gisti hann í afskekktu fjalla-
þorpi, og var hann látinn sofa á gólfinu.
Næsta morgun, þegar Johnny vaknaði, veitti hann at-
hygli einkennilegri mynd í ramma á veggnum. Þetta var
blað með prentuðu máli. Sér til furðu sá hann, að þetta
var eitt af E. H. C. smáritunum, rit, sem hann hafði sjálf-
ur skrifað. „Ertu hamingjusamur?“
„Þetta er „Hamingju-skírteinið okkar“, sagði húsfrúin
og ljómaði af brosi. „Það var vegna þessa blaðs, að allt
fólkið í fjölskyldu okkar fann hina einu sönnu hamingju,
sem til er, fyrir hjálpræðið í Jesú Kristi.“
Þið getið ímyndað ykkur, hve gleði þeirra jókst, er þau
komust að því, að hinn ókunni gestur þeirra var Johnny
Lee, höfundurinn að „hamingju-skírteininu“, sem hafði
bent þeim til Krists.
Vonbrigði með helgan mann
Mannfjöldi mikill, um 50.000 var áætlað, safnaðist sam-
an í sl. júlímánuði til að vera viðstaddur stórkostlegan
viðburð. Sadhú nokkur, helgur maður meðal Hindúa, ætl-
aði að rísa upp úr gröf sinni. Hann hafði dvalið í 40 daga
í loftþéttri gröf.
Þegar félagar hans opnuðu gröfina, fundu þeir rotnandi
líkama hins 18 ára gamla Gunga Puriji.
Guðræknir Hindúar höfðu streymt að í hundraðatali til
að biðjast fyrir á meðan á blettinum, þar sem hinn helgi
maður hafði látið jarða sig til að sýna, hve langt hann
væri kominn á yoga-brautinni með því að stöðva alla starf-
semi líkamans, meðan hugur hans nyti samfélags við
Bramha.
Lík sadhúsins var brennt hjá á þar í nágrenninu. Lög-
reglan varð að beita valdi til að hindra uppþot hjá þrumu-
lostnum og vonsviknum mannmúgnum.
(Þýtt úr Christianity Today, ág. 1963).
„Treystið ekki tignarmennum, manni, sem enga hjálp
getur veitt; andi hans líður burt, hann verður aftur að
jörðu, á þeim degi verða áform hans að engu“. (Sálm.
146. 4.). Segja má, að ritningargrein þessi hafi með á-
þreifanlegum hætti rætzt þar austur í Indlandi. En eins
og sú grein er sönn, er hin næsta það — eins og allt ann-
að, sem biblían segir frá eða staðhæfir: „Sæll er sá, er á
Jakobs Guð sér til hjálpar, sem setur von sína á Drottin,
Guð sinn“. Ungi maðurinn setti von sína á þroska sinn,
og á Bramha sjálfsagt líka. En von hans varð að engu.
Sömuleiðis allra þeirra, sem fest höfðu traust á honum.
Hindúinn ætlaði að rísa upp úr gröf sinni aftur, en gat
það ekki. Drottinn Jesús boðaði fyrirfram upprisu sína
frá dauðum. Hann stóð við orð sín. Hann reis upp úr
gröf sinni. Oss er óhætt að treysta honum.
BRÉFASKÓLADEILD Emmaus-biblíuskólans i Oak Park í
Bandaríkjunum er orðin stærsta starf sinnar tegundar í öllum heimi.
í júlí s.l. höfðu veri'ð send út á þriðju milljón biblíunámskeiða.
55 námskeið eru fáanleg á ensku. Sum eru handa börnum, önnur
handa byrjendum og sum eru handa þeim, sem lengra eru komnir.
A íslenzku eru: Orðið Guðs, handa unglingum (ókeypis ásamt guð-
spjalli Jóhannesar), og Biblíukenningar, handa fullorðnum, kostar
20 kr. Notið tómstundir til biblíunáms. Biðjið um námskeiðin-
Ritstj. Norðurljóssins.
Norðurljósið, 12 blöð á ári, kostar 30 kr., vestanhafs 1 dollar,
í Færeyjum 7 kr. færeyskar.
Ritstjóri og útgefandi: Sœmundur G. Jóhannesson, Aknreyri.
Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f.