Heimskringla - 23.12.1897, Blaðsíða 1

Heimskringla - 23.12.1897, Blaðsíða 1
Heimskringla XII. ÁR WINNIPEG, MANITOBA, 23.DESEMBER 1897. NR. 11 JGIedileg Jól í * Það líður að jólunum. "Grleðileg jóT' hljómar bráðum mann frá manni, og hver keppir við annan að láta vera & sér jólabrag. Það liggur í loftinu eitthvað sem allir ætla að grfpa höndum og íjötra við sig um aldur og æfi, nema rétt á stundum begar þeir sleppa því, bara til að fá það eins og nýtt aftur um jólin. Það er gleðin og vonin. Það er gleðin og vonin sem eru dýrðlegri um jólin heldur en á nokkurri annari hátíð, því fyrir tímann, vanann og viðburð- ina er þessi hátíð orðin hátlðanna há- tíð. Það er ajálfsagt að geyma alt hið bezta til jólanna, njóta als hins bezta um jólin, og gleyma öllu, öllu sem truflar, sem myrkvar, sem skyggir a lífsins aól. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir því, hvernigájólunum stendur eða hvaða náttúruviðburðir standa í sambandi við þau. Nei, flestum kemur að eins i hug að það eru jólin, með ö'llum sínum tækifærum til að fagna, gleðj- ast og gjöra sér líflð léttbært og frjálst hver með öðrum, og þeim finst bara þessi stund vera sjálfgjö'rð, tilvalin stund tíl þess, stund sem enginn geti látið ónotaða, og sem öllum stundum fremur se óskastund. Það er eins og þeim finnist að orðin verði áhrinsorð, og óskirnar ákvæðaóskir, fremur þá en endranær, og vegna vandans á því að óska einhvers sörstaks sem við á, og vegna þess hve andinn er örlátur á alt, já alt sem hugurinn grípur, þá óska menn bara hver öðr- um gleðilegra jóla, með þeirri sann- færingu, að gleðin sé fylling als þess sem er, því í henni felist alt. Fyrir sumum er þessi hátíð meira en glaðværðarhátíð; hún cr minn- ingarhátíð um leið, en þeim, sem njtfta hennar bezt, er hún helgust, og það eru börnin. Þau hlakka mest til hennar, gleðjast mest við korau henn- ar, og finna mest til hátíðabragsins, því hann tekur uppallan hugann,svo myrkrið hefir þar ekkert rúm. Þetta vita allir af reynslunni, því það gleymist aldreitilfuls.ogaðtaka tillit til tilflnninga barnanna, og láta þeim ekki bregðast jólavonirnar, er skylda því af öllu sem við þekkjum og höf'- um helgi á, aru mannlegartilflnning- ar það helgasta. Þá er þessi hátíð líka árstfðanna hátfð, og vonarinnar og viðreisnar- innar hátíð um leið. Hin brennheita, geislandi s<51, með hitann, lífsaflið ó- skiljanlega, er nýfarin að nálgast norðurhvel Jarðar, eftir sex mánaða suðurgöngu. Þetta er því fyrsta byrjun vórsins, þó ósýnileg sé fyrir auganu. Það er að eins meðvitund- in sem grípnr hvað er að ské, og skilur hvaða þýðingu það hefir. Þetta er því fagnaðarhátíð hins kom- andi sumars, og vonar og viðreisnar- Mtíð lífsins, sem liggur í dvala og bíður eftir lífgjafaranum, sem aldrei lætur bregðast að vitja þess einu sinni a hverju ári. En hvaða alriði sem einstakling- arnir setja í samband við þessa hátíð, þa flnna allir að það er gleðihátfð og lukkuóska-hátfð, og þar eð hún er í n&nd, tökum vér tækifærið að óska lesendum vorum gleðilegra jóla, og góðrar framtíðar, og þakka þeim um leið fyrir viðskiftin það sem af er, og drengilega hjálp tiÞað komast a legg aftur. Oss voru nærri brostin tækifærin til að geta óskað vinum vorum gleðilegra jóla í þetta sinn, en það heflr nú svo færst í horflð að vér getum það, og vonum að geta það i mörg &r til, Vér þykjumst vissir um að vinir vorir sendu oss samskonar óskir, ef þeir ættu hægt með, og vér þökkum þegar fyrir þær áður en þær berast oss til eyrna. GLEDILBU JÓL. • « | Evangelina Cisneros. 0 • < 0 ¦ • Sídan Stanly var sendur af stað til að leita að Livingstone í Afríku hefir ekkert blað framkvæmtneítt verk, sem hefir vakið eins mikla eftirtekt, eins og það sem Nevv York Journal gerði, þeg- ar eigandi þess sendi mann af stað til Cuba, til að ná Miss Evangelinu Cisne- ros úr spanska ríkisfanelsinu í Havan- na, og flytja hana til New York, Þess- ar tiltektir hans eru nú orðnar mikil auglýsfng fyrir blaðið, og í því liggur aðalvinningrinn við þetta fyrirtæki, frá fjárhagslegu sjónarmidi skoðað. Sagan um það hyernig Miss Cisne- ros var numin burt úr fangelsinu er í stuttu máli sem fylgir, og eru sumstað- ar teknir upp kaflar eftir hana sjálfa- FANGINN. ¦ Evangelina Cisneros er ung og fög- ur srúlka, af spönskum ættum, en fædd á Cuba. Faðir hennar var einn af þeim sem reyndu tilað brjótaharðstjórn Spánverja á bak attur, og frændi henn- ar var einu sinni forseti hins nýmynd- aða lýðveldis á Cuba, eins og margir aðrir uppreistarmenn, lenti hann íhönd- um stjórnarhprsins, og var settur í fannelsi. Þar var hann um tíma og varð að þola alla þá óvirðulegu með- ferð sem liöfð var á handteknum upp- reistarmönnum. Dóttir hans sem alltaf bar áhyggjur út af því að honum mundi líða óbærilega illa í fangelsinu. og að hann mundi deyja af illri meðferð, fór á fund foringjans Colonel Berriz sem hafði varðhaldið í umsjón sinni og sár- bændi hann að láta föður sinn lausan, en Berriz, sem er spanskur hermaður í eðli og framkomu, setti henni þá kosti sem mundu hafa verið álitnir fyrirlit- legir jafnvel á hinum vestu óaldartím um. Miss Cisneros segir í æfisögu sinni sem hún skrifaði eftir að hún komst ,úr fangelsinu: „Menn ættu ekki að kalla mig ,,stúlku". Eg er ekki ,,stúlka" Eg er fulltíða kvennmaður. Eg er nitján áragömul". Móðir hennar dó áður en hún mundi nokkuð eftir, og frá því hún var & barnsaldri, hélt hún hús fyrir föður sinn. Dag einn kom faðir hennar heim af akrinum þar sem hann var að vinna við að rækta sykurreyr, og settist niður við borðið &n þéss að segja nokkurt orð. Alt í einu hratt hann fr& sjer diskinum, stökk upp fr& borðinu, og tók í Öxlina & mér, horfði beint framan í mig og sagði: ,,Litli dóttir mín, eg ætla ad berjast fyrir Cuba Eg grjet, og mjer sýndist það koma t&r í augu honum líka, og eg kysti hann og sagði mór þætti vænt um það. Eg sagði: ,,pabbi, eg ætlaað fara með þér" J&, eg fór með honum. ,,Eg s& ýmis- legt sem setur í mig hroll þegar eg hugsa um það. Einu sinni sat eg heila nótt hjá særðum manni, sem bað mig hvað eftir annað að stytta sér stundir, en eg gat það ekki, eg varð að bíða þangað til að dagaði, og um sólarupp- komu dó hann, á meðan eg varað sækja iionum að drekka", Faðir minn var tældur & vald spánsku hermönnunum, og settur í fangelsi. Um það leyti var hannn mjög veikur, og fyrir ítrekaðar bænir dóttur hans, gaf general Campos leyfi til að tflytja hann úr fangelsinu sem hann hafði verið settur í, til fangastöðvanna & Bjarkarey (Isle of Pines) sem voru heilnæmari, af þvi fangarnir g&tu verið undir beru lofti þegar þeir vildu, og gátu fengið að sjá vini sína. Ev- angelina fór á eftit föður sínurn til eyj- arinnar &samt yngri systur hennar. Þar var það að hún mætti böðlinum Berriz og segir hún frá óþokkapörum hans á þessa leið: Dag einn gengum við, systir mín og eg eftir sjávarströndinni til að skemta okkur. Við sáum fimm eða sex menn koma ríðandi. Það voru her- menn Sá sem virtist að vera fyrir, eftir fötunum að dæma, staðnæmdist og leit til mín, Við urðum hræddar, og flýtt- um okkur heim. 1 næsta skiftier við fórum út mætt- um við saraa manninum. Yið urðum aftur hrwddar við hann. varð þessi maður ætið á leið minni þeg- ar eg fór út. Maðurinn var Jose Berr- iz, herstjóri & eyjunui. Hann reyndi oft að tala yið mig, en eg varð æfinlega svo hrædd að eg hljóp í burtu, Hann var lftill vexti, og gulleitur á hörund, með græn augu. græn eins og sjórinn þegar hann er óhreinn, og þegar sólin skín & hann. Hann &tti konu og börn ASpáni. Einu sinni komu hermennirnir, og höfðu föður minn á burt með sér. Fað- ir minn hafði samt ekkert gert fyrir sér og við urðum undur hræddar, því við vissum ekki hvað &tti að gera við hann Þeir vildu ekki lofa honum að tala, og ekki lofa okkur að tala til hans. Eg tók systur mína með mér, og fór til talað, og eftir það fann eg ekki eins mikið til hræðslu & nóttunum". fiftir þetta var hún ekki eins hræði- lega einmana, enda var þá lika önnur hvít kona sett i sama fangaklefann, og hún var í, og smátt og smátt fór hún að geta tekið betur hlutdeild í kjörum negr&kvennanna sem voru þarna orðnar stallsystur hennar. "Eg skrifaði oft bróf fyrir þessar konuv sem í fangelsinu voru, því fæstar þeirra kunnu að lesa eða skrifa. Mér leiddust þær allar í fyrstunni, og eg gat aldrei hlustað á tal þeirra, en þegar eg var búin að skrifa nokkur bréf fyrir þær fór eg að geta tekið meiri þ&tt í kjöruin þeirra, því flestar þeirra áttu einhvem sem þeim þótti vænt um, og sem þær báru umhyggju fyrir". BÆNARSKRÁIN, Fréttirnar um meðferðina & Miss Cisneros, sem voru fluttar út um heim- inn í amerikönsku blððunum, vöktu það, að ef þHinviij lagaður dómur er l&tinn ganga yfir unga stúlku fíngjörva og vana góðri íneðfeið, þá eyðileggur það hana í MkamlefHl, mannfjelagslegu og siðferðisletivv tilliii. Vér höfum þá skoðun, að vald \ 'ðaT hátignar væri ekki misbrukað nieð þvi að bjarga þess- ari &tj&n ára stúlkvv frá þessum hræði- legu forlögum. ¦ Vér biðjvnu ydur, náðuga frú, að íhuga þessar bænv'r, semeru settar fram án tillits tíl allra pólitískra mála." Það var ekki &litið nauðsynlegt. að fá miklar undirskriftirundir þessa bæn- arskrá, heldvir að eins að f& nöfn þeirra kvenna, sevn komið höfðu fram 1 opin- berum ínáluin, cða i sambandi við mann- úðarfélög og kyrkjulegan fjelagsskap. Þó nöfnin sem. á þessari bænarskrá voru, væru aðeins um tvö hundruð, stóðu þau ísa'nbandi við ýms félæg sem höfðu til samans 200,000 meðlimi. Her- togafrúin frá Yestminster, frú Roth. schild, og frú Carlisle tóku mikinn EvANGELINA ClSNEROS Eins og hún leit út fyrir og eftir fangelsisvistina. herstjórans, og spurði hann hvað ætti að gera við fðður okkar. Herstjórinn var undur kurteys og bauð mér sæti, og sagði mér að vera ekki hrædd am föður minn, því honum yrði ekkert ilt gert. og að hann kæmi heim aftur. Svo sagði hann mér að koma aftur eftir nokkra daga og þ& skyldi faðir minn verða gefinn frf. Eg kom aftur eftir nokkra daga, og sagðist hann þá skyldi l&ta hann lausan ef ég vildi það. Eg get ekki sagt alt sem hann sagði við mig. Eg fór heim og grét alla nóttina. en fór ekki til herstjórans aft- ur. Eina nótt & eftir kom herstjórinn heim til okkar og barði & dyrnar, en óg varð svo hrædd, að ég hljóðaði á hj&lp, og fólkið sem hjá mér yar rauk upp og ætlaði að taka hann, en hann sagði hermönnnnum, sem með honum voru, að taka okkur öll föst. Þeir sendu mig til Recojidas (fangelsi í Havana). Recojidas er fangelsi fyrir kvenfólk. Eg vildi heldur vera dauð, heldur en vera þar einn dag aftur." Frásaga hennar um veru hennar í þessu ríkisfangelsi, þar sem hún var ein hvítra kvenna, innan um tómar negrakonur af versta tagi, er Atakan- lega aumknnarleg. Kvennfólki þessu var haugað saman eins og skepnum, og dónar sem fram hjá gengu hentu gaman að þessum lánleysingjum, blésu tóbaks- reyk inn í gegnum j&rngrindurnar og mintu þær &, að bráðum yrðu þær tekn ar af. "Eg gat haldið mér við á daginn". segir Miss Ciseros, "en á nóttum þegar alt var orðið kyrt, og ég var lokuð innv í klefa með nokkrum af þessum hræði- legu svertingjakonum, sem voru stund- um verri en dýr, þ& ætlaði eg að verða yfirkomin. Mér fanst þá skelfingin gagntaka mig svo, að hvert augnalilik yrði mitt síðasta, og eg las bænirnar minar stundum opt yfir til þess að reyna að þagga niður í mér". Loksins kom Mrs Lee, kona Banda- ríkja konsúlsins til min. Ilún gat ekki talað sp&nsku, og eg gat ekki talað ensku, en við hjeldumst í hendur og L'pp frá þessu skildum hvor aðra, þó við gætum ekki almenna hluttöku manna. Ekkert sem Spánverjar gjörðu, ekki einu sinni hin vægðarlausu manndráp W'eylers komu annari eins heift í almenning, og ef Bandaríkin eiga eftir að lenda ,í ófrið við Sp&nverja, eins og gott útlit er til, þá verður það sjálfsagt ems mikið fyrir söguna af Miss Cisneros, eins og fyrir alt annað sem þeir hafa gert, en sem óglöggri fréttir hafa komið af. Meðan allir voru önnum kafnir í að formæla slátrurunum á Cuba, datt Mr. Heart, ritstjóra New York Journal, í hug að það væri óþolandi að láta þenn- an hita f fólkinu dofna &n þsss að nota hann. Hann tók sig því til og samdi bænarskrá til drottningarinnar & Spáni, þar sem beðið var um að þessi unga, kubanska söguhetja væri látin laus, Þegar búið var að byrja á þessu var gengið að því með mesta dugnaði, og flestar leiðandi konur i Ameríku skrif- uðu undir bænarskrána. Dag eftir dag voru nöfn þeirra sem skrifuðu und- ir birt í blaðinu Journal og þegar bæn- arskráin loks þótti fullgjör, voru á henni fimt&n þúsund nöfn. Þar voru nöfn flestra kvenna sem orð fór af, og sem voru mæður, konur eða systur hinna merkustu manna i Ameríku. Mr. Heart var samt ekki alveg á- nægður með að fá undirskriftir ame- riskra kvenna. Hann þurfti að f& meira, og hann sendi þess vegna orð til umboðsmanns síns i London, Mr, Murphy, að safna undirskriftum meðal merkustu kvenna & Englandi undir eft- irfylgjandv bænárskr&: "'l'i 1 hennar mildu h&tign- ar hinnar ríkjandi dro'ttn- ingar áSp&ni. \'ér undirskrifaðar, enskar konur, biðjum auðmjúklega fyrir hönd Evan- gelinu Cisneros sera vér höfum heyrt að stjórnari yðar hátiguar & Cuba muni l&ta dæma til tuttugu &ra fangelsis- vistar. Vér viljum biðja, &samt þeim sem þegar hafa sent yður &varp, að þér beitið konunglegum einkaréttind- um yðar h&tignar, til að koma í veg fyr- ir að þessum dómi verði framfylgt. Vér vildum minna yðar h&tign & þátt í þessum m&lum. Bænarskráin var afar-vönduð að frágangi; þriggja feta löng og skreytt með gulli og skraut litum. Hún var fyrst send til enska sendiherrans i Madrid, en siðan send til baka til sendiherra Sp&nar í London, svo hún yrði lögð frem samkvæmt þeiin reglum sem við þetta eiga. Þessi bænarskr& var einkennileg að því leyti að hún var hin fyrsta bænar- skrá fr& enskum konum aðeins, til út- lends konungs. Það hafa fyrri komið fram bænarsks&r líks efnis undirskrifað- araf körlum og konum.en þessi var hin fyrsta frá konum til konu, og í þ&gu konu. Drotningin & Spáni fékk bænar- skr&na, og það var skilið svo að henni væri ant um að bæta kringumstteður Miss Cisneros. Hún stakk upp & því, að hún væri l&tin í klaustur. Að láta hana lausa að fullu var nokkuð sem hennar h&tign ekki gat fundið sig f að geraeða sem rAðgjafar hennar g&tu ekki felt sig við, eins og & stóð, Dagar og vikur liðu, Evangelina sat í fangelsinu innan um svartar vænd- iskonur og óþjóðalýð, sem daglega mintu hana & að hún mundi br&ðum f& að koma út og verða skotin. Þegar þarna var komið, misti Mr. Heart alla þolinmæði. Ameríkanska bænarskr&in dugði ekkert, enska bænarskr&in ekki heldur, og meðmælin sem p&finn gaf voru virt að vettugi. Hann s& að eitt- hvað nýtt þurfti aðtaka til bragðs. Hann valdi því úr einn af hinum öt- ulustumönnum sem unnu við blað hans, Karl Decker, og bað hann ab fara til Cuba og n& Miss Cisneres hvað sem^með herfangið í mesta flýti. það kostaði. Desker f jekk hj& honum fullkomið vald til að ger það sem þurfti og ótakmarkaða peninga. FERDIN. Hvernig hann framfylgdi skipun- um sínum og hvernig hann n&ði Evan- gelinu Cisneros úr fangelsinu, í borg sem var krök af spönskum hermönnum, og hvernig hann kom henni heilli & húfi tii New York, verður bezt sagt með hans eigin orðum, og með orðuoi Miss Cisnero* sjálfrar. "Ég kom þar fyrir þremur vikum, og hafði farið til Cuba ad boðv ritstjóra blaðsins Journal, til þess að ná úr varð- haldi Miss Cisneros, frændatúlku fyrr- verandi forseta kúbanska lýðveldisins, sem er fíngerð stúlka af góðum ættum, og var sett í fangelsi fyrir að gefa sig ekki & vald dýri einu, í spánskum her- mannabúningi. Eg kom til Cenfuegos seint í Sept- ember ; telegraffaði til manns sem ég þekti í Santiago de Cuba og bað hann að mæta mér í Havana. Þaðan fór ég til Santa Clara, og þar tók óg með mér annan mann, sem ég þekkti að því að vera &ræðinn og harðfengan, og héldum við báðir þaðan til Havana. Þar hélt ég mig í felum um tima til þess að forðast njósnarana, sem eru alt af & hælunum á þeím sem eru á ferð, og gera niönnum allan mögulegan ógreiða. B&ðir menn- irnir sem með mér voru, Joseph Hern- andon og Harrison Mallory, gerðu hid sama, þangað til allar r&ðstafanir mínar voru fullgjörðar. Það að ekki var hægt að l&ta Miss Cesneros vita af okkur, virtist í fyrstunni ætla að eyðileggja alt fyrir okkur, en Hernandon, sem erfædd- ur i Cuba og talar sp&nsku eins og inn- fæddir menn, tókst þó loksins að senda henni miða, með gamalli negra konu sem fór að sjá kunningja sinn í fang- elsinu, og fékk hún þannig vitneskju um okkur. Það kostaði eitt centen (peningur) að koma miðanum til Miss Cisneros. og þrjú centen að koma til hennar brjóst- sykur með svefnmeðali í litlu seinna. Þegar við vórum þannig búnir að gera vart við okkur, fórum við fyrir alvöru að starfa. Casa de Recojidas liggur þar sem landið er lægst í Havana, og er umgirt afandstyggilegustu kofakytrum; krök- um af negrum og Kínverjum.og er loft- ið fult af ódaun og banvæni dag og nótt, Meðfram fangelsinu er mjór stig- ur eða stræti i ótal krókum, og vita að- al-dyr þess út að þessum stíg & einum stað. Compostela-stræti liggur fyrir aftan fangelsið i norður og suður, og frá því liggja til vesturs Siguastræti, og hefir ræsinu sunnan undir fangelsinu einnig verið gefið þetta h&tignarlega nafn. Til norðurs frá fangelsinu liggur O'Earrill-stræti, og endar það við Egido- stræti gegnt vopnobúrinu í Havana. Þetta var staðurinn sem við héldum okkur á. Húsaröðin & strætinu næst fangelsinu var einföld, en á O'Farrill- strætinu voru húsin í tvöföldum röðum. Mörgum sinnum & hverjum klukku- tíma gekk ég stundum fram og aftur þessar götur, og reyndi ad ráða fram úr hvernig hægt 'væri að gera þá hluti mögulega sem sýndust veraómöguleeir. Það leit út fyrir að ómögulegt væri að brjótast neinstaðar inn i fangelsið. Hinir ramgjörvu veggir þess mændu hátt upp f loftið og slúttu fram yfir sig og ofan. Einu gluggarnir sem s&ust voru um 35 fét frá jörðunni, og girtir með j&rngrindum. En til allrar gæfu var samt einn gluggi & framanverðri byggingunni, & öðru lofti sem að lokum kom okkur að haldi, þó við vissum ekkert af honum fyi en fullri viku eftir að við komum. Niður undan þessum glugga var flatt þak & útkima úr bygg- ingunni, og í gegn um þennan glugga náðum við Miss Cisneros að lokum. Fyrstu vikuna könnuðum viðveggj- ina alt í kring og héldum ótal r&ðstefn- ur, sem allar komu fyrir ekkert. Seinast kom ekkur saman um að gjöra okkar síðustu tilraun að degi til, og höfðum við &kveðið að reyna að fá Miss Cisner- os til að koma fram i herbergi eitt við aðalinnganginn. Síðan átti að reyna að fa fangavörðinn. Don Jose, til að koma út, og gefa honum mjög vingjarn- lega svefnmeðal og strjúka svo í burt Þetta hefði liklega dugað ef hægt hefði verið að koma orðum til stúlkunnar, en það gátum við ekki. því hv'in fékk hvorki að koma vit að dyranum né heldur mátti nokkur heimsækja hana. Það að vopnabúrið 1& þvert fyrir endann & O'Farrillstræti, beint 4 móti fangelsinu, og að varðstöðvarnar í Egidostræti vorumjög nærri, gjörði það að verkum að fyrirætlanir okkar voru viðsj&rverðar, og hættum við því við þær. [Niðurlag & n«»tu bU-j*

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.