Heimskringla - 23.12.1897, Blaðsíða 6

Heimskringla - 23.12.1897, Blaðsíða 6
HEIMSKRINGLA, 16. 13SEMBHR 1897. Byron i Genua. Mikid hefir verið rætt og ritað um Byron lávarð, Það er til hinn mesti sægur af æfisögum hans, sem ýmsir hafa spreytt sig á að rita, Það er álit fróðra manna að æfisaga Byrons eftir írska skáldið, vin hans, Thomas Moore, sé sú bezta af æfi'sögum Byrons, mjög nákvæm og að því er ýmsa athurði snertir hin áreiðanlegasta. Það hefir um tíma litið verið minst á Byron eða skáldverk hans að nokkru getið, oa leit helzt út fyrir að hann væri með öllu gleymdur, — “Minnis út úr töflum öllum skafinn”, — en svo birtist nú, hæði í hérlendum og enskum tíma- ritum all-ítarlegar ritgjörðir um hann; þar á meðal er ritgjörð ein eftir Mr. F. B. Sanborn. Mr. Sanborn áiítur að flestar hinar yngri myndastyttur Byrons séu ekki góðar, ekki likar honum. Elztu mynd- irnar álítur hann beztar. Meðal þeirra mynda sem nýlega hefir verið málað eftir, er mynd sem greifinn D’Orsay í Genúa hefir málað. Sú mynd er i fullri stærð og hefir mikið verið dáðst að henni. í ritgerð sinni minnist Mr. San- born sórstaklega á tvo menn, sem hann segir að hafi kynzt Byron, er hann dvaldi í Genúa, skömmu áður en hann segldi til Grikklands, og tekur Mr, Sanborn útdrátt úr viðræðum þeirra upp í ritgjörð sína, og sömuleiðis lýsing af Byron, eins og hann þá kom þeim fyrir sjónir. Annar þessara manna var frá Virginiu, en hinn enskur klerkur. “Það var 1823”, segir Mr. Sanborn, “að ‘túristi’ nokkur frá Virginiu kynt- ist Byron, er hann var staddur í Ge- núa. Lýsing hans af Byron er að flestueyti rétt; jhonum skjátlast þó er hann segir Byrou, að bæð fimm fet og sex þuml. í staðin fyrir fimm fet og átta þuml. Frásögn ‘túristans’ er svo: “A hæð er Byron 5 fet og 6 þuml, Hann er grannur að vexti, og hægri fótlegg- ur hans á að gizka tveimur þumlungum styttri en sá vinstri; höfuðið vel lagað og andlitið framúrskarandi gáfulegt; ennið er hátt, en mjókkar þegar upp dregur,— likneskjurnar sýna það gagn- Stæða—, nefið er beint og hafið að fram «n;höfuðið er ef til vili stærra en í hæfi- legu hlutfalli við likamann. Byron flaug frá einu umtalsefninu til annars þessa háifa aðra klukkustund sem við höfðum þá ánægju að tala við hann. Hann talaði með brennandi fjöri og var oft fyndinn og spaugsam- ur og hló ‘oft dátt, Einu sinni spurðihann nokkuð for- vitnislega hver okkar það væri sem væri frá “gömlu Virglniu”. Kvað ég það vera mig. Rigndi þá yfir mig spurningum svo ákaft, að ég var i vandræðum með að svara nógu ört. “Hafið þér komið til Englands? Er Jefferson lifandi enn?Þekkið þér Wash- ington Irving? Hann er sá eini höf- undur i óbundnu máli að undaskildum Walter Scott. Hafið þér lesið Brace- bridge Hall?” Nú, það iiafði ég ekki lesið. “./æja, þá skal ég Ijá yður bók- ina, ef þér æskið þess. Hafið þér nokkr- ar ameriskar bækur til að ljá mér i staðinn? Mig sárlangar til að lesa. ‘Spy !‘ Ég hefi ásett mér að ferðast til Ameriku þegar ég er kominn til róleg- heita. Mórallinn hjá ykkur Ameriku- mönnum er mikið hreinni en hjá þeim heima. Aðallinn á Englandi er orðinn gjörspiltur. Englendingar hafa tapað öllu því bezta úr þjóðerni sínu”. Byron var mjög kurteys og ljúf- mannlegur gagnvart okkur. Það var eins og hver hans hreyfing hefði eitt- hvað aðdáanlega fagurt og eins og töfr- andi við sig. Honum liggur lágt róm- ur, og virðist manni í fyrstu eins og einhver veiklun sé í röddinni. Sé hann eins og sumir halda frám— djöfull, þá er hann sannarlega af þeirra flokki sem geta gert að gamni sínu. Frásögn prestsins, sem kyntist By- ron,1822, hljóðar þannig: “Það fyrsta sem ég tók eftir, er ég sá Byron var það( hvað myndirnar af honum eru langt frá þvi að vera líkar honum, að minsta kosti þær sem óg hefi séð. Mynd sú sem Mr. Murry hefir málað, og sem fjöldi mynda hefir verið tekinn eftir, er ekki lík honum, en þetta getur kanské komið af því að hann hafi sett sig í of bundnar skorður, er hann “sat fyrir”. og sem hefir verið honum ónáttúrlegt, og gert hann frábrugðinn þvi er hann kom mér fyrir sjónir. Eg hefi aldrei séð stillilegri og viðmótsþýðari mann. Þá var hár hans, þetta ljómandi fallega jarpa, hrokkna hár, farið að grána, og reyndi hann þó til að dylja það með ýmsu, t. d. að slíta burtu gráu hárin o. s. frv. Ég tók eftir því, meðan á sam- tali okkar stóð, að hann skifti stnndum snögglega litum. Og þegar ég sagði honum söguna af Caroline Lamb, sem segði: “Eg hefi oft verið flón, en aldrei ótugt”, þá roðnaði haná og sagði “Þessu trúi ég”. Ekki varð ég var við neitt sérkennilegt í viðræðum hans eða látbragði, ekkert sem einkendi hann frá öðrum gáfumönnum”. Með presti þessum var þá Aaron Burr, amerikanski útlaginn, sem siðar er sagt að hafi gefið Byron þennan ein- kennilega vitnisburð, er bann átti tal um hann við kaupmann nokkurn i Gi- braltar: “Ég get ekki sagt hversu gott skáld hann er, en hitt get ég með sanni sagt, að hann er hvívetna ágætismað- ur”. Blanquire heimsótti Byron í Genúa 1823, og getur hann þess, hvað hann hafi þá verið ifarinn að hærast, og var hann þá 85 ára. Augu hans eru ennþá djúp og geislandi og röddin sem hreyf mig svo mikið í Venice hefir engu tapað af mjúkleik sínum”, segir Blanquire. Svona var hinn minnisstæði Eng- lendingur, sem lagði líf si t í sölurnar fjrrir frelsi Grikklands. Z. Tilsögn. Tiisögn i ensku, munnlega og bók- lega, sömuleiðis ireikningi, skrift, landa- fræði o. s. frv., verður veitt að 571 Alexander Ave., Winnipeg. Guðrún Jóhannson. Frá lcindum MINNEOTA, MINN. 14. Des. 1897. Frá fregnrita Hkr. Tíðarfar. í lok síðastliðins mánað- ar bra til snjóa svo vér fengum allgott sleðafæri, en í byrjun þessa mánaðar hlánaði aftur, svo nú er örist, Giftingar. í sumar og haust hafa þessir giftst hér: Halli Björnson, sonur Björns Hallssonar frá Bessastaðagerði í Fljótsdal og Ingibjörg Jónsdóttir. dótt- ir Jóns Arugrímssonar, frá Tókastöð- um í Eyðaþinghá. Jón Eyjólfsson frá Vallanesi á Völlum ogSigurbjörg Árna- dóttir frá Breiðumýri í Selárdal í Vopnafirði. Árni Sigfússon, sonur Síg- fúsar Jósefssonar frá Haukstöðum í Vopnafarði og Björg Ásmann ættuð úr Húnavatnssýslu. Kjartan Eðvarðsson dóttursonur Jóns Þorvarðssonar frá Papey og Guðrún Pálsdóttir frá Duluth, Minn. íslenzkir barnaskólakennarar eru hér nú þessir (sem ég man eftir): Sig- urðnr Sigvaldason, Guðný S. Hofteig, Halldóra Schram, Sigurður Jósefsson, Ingibjörg Jósefsson. Á háskólanum í Minneapolis eru þessir : Björn B. Gislason að lesa lðg- fræði og Halldór B. Gíslason að lesa fjölfræði (?) Dáinn, hinn þjóðkunni Þorgrímur Grimsson Laxdal; hann var albróðir Eggerts Laxdals, kaupmanns á Akur. eyri. Þ. G. I/. var að öllu leyti mikil- menni; hann var karlmenni lil sálar og líkama (eftir fornum mælikvarða, sönn hetja !). Gáfurnar voru miklar, minnið afbragð, mælskan mikil, röksemdir góð- ar, sálarsjónin langsæ og skörp. Hann unni innilega vinum sínum, en hataði ákaft óvini sina. Hér þykir öllum frjálslyndum mönn- um vænt um Hkr. og óska henni gæfu og gengis og vona að hún haldi áfram að verða fjölbreytt að efni og að hún sneiði sighjá öllu þrefi og þrátti við ó- hlutvanda menn, menn sem hata sann- leikann, en elska lýgi, og ræða aldrei neitt mál með röksemdum, Lækni vorum, Þórði,1' láta læknis- störfin vel; núna nýskeð bjargaði hann konu úr barnsnauð, er annar læknir var frá genginn. Jónas Kortsson. Hinn 29." í. m. andaðist Jónas Kortson að heimili tengdasonar síns, Tomasar'Halldórssonar 'að Mountain, N. D. Hann var fæddur að Hvammi í Laxárdal.í JSkagafjarðarsýslu, 28, Júní 1825. Móðir hans hét Helga Kristjáns- dóttir, og .fluttist hann ungur með henni norður í Eyjafjörð; ólst hann þar upp þangað til hann var 8 ára; eft- ir það ólst hann upp hjá Salómon stjúpa sínum að Máná á Tjörnesi í Þingeyjar- sýslu, þar til hann var fullorðinn. Árið 1854 gekk hapn að eiga Margrétu Sveinsdóttir frá Garði (?) f Kelduhverfi; ári síðar byrjaði hann búskap og bjó á ýmsum stöðum í Aðalreykjadal í Þing- eyjarsýslu, en lengstbjó hann að Sandi, og þar hygg ég hann hafi síðast búið á íslandi. Árið 1876 flutti hann til Ame- ríku og tók sér bólfestu i Nýja íslandi ; þar dva hann til 1879, að hann flutti til Dako a, og bjó hann þar til 1890 að hann hætti búskap og fór til Mr. Tóm- asar Halldórssonar, og þar dó hann sem fyr er frá sagt. Kona hans andað- ist fyrir rúmum 2 árum siðan. Þau áttu 8 börn og lifa að eins 3 þeirra: Sig- fús Salómon [í Seattle, Wash., Þórvör Marcelina, kona Tómasar Halldórsson- ar að Mountain, og Jónina Helga,kona Mr. Eggerts Thorlaciusar að Akra. Jónas Kortson vat um 5 fet og 10 þumlunga á hæð, herðabreiður með mikið buuguvaxiðbrjóst; hrnn var mik -lleitur, ennið bæði breitt og hátt og var sem það slútti framyfir augun blá- grá að lit, djúp og gáfuleg, nefið var beint og réttvaxið, aðrir partar andlits- ins sáust ekki fyrir ákaflega síðu og breiðu skeggi, ullbvítu af hærum. Hann var mjög einkennilegur maður og stórhöfðinglegur i sjón; fyndinn og mjög skemtilegur viðræðu, fastmæltur og seinmæltur og sveipaði mál sltt nokkurskonar dularblæ, er hann talaði og fór honum það mæta vel, þó flestum fari þaðilla; ef það hefði verið öðruvísi, þá finst mér sem samræmi milli útlits og framkomu hefði verið raskað svo stór skaði hefði hlotizt af. Jónas var fæddur og uppalinn í fá- tækt og hafði alla æfi við örðug kjör að búa, utan þau fáu ár er hann dvaldi hjá Mr. Halldórson og dóttur sinni. Þar var honum veitt með örlátri hendi og ljúfu geði. Þar af leiðandi hafði hann fá tækifæri til menta, Samt mátti liann heita prýðisvel að sér. Hann var vel heima i þeim fræðum, sem al- þýðu manna á íslandi voru kunn í þá daga. Hann skrifaði fagra rithönd og var hagur á tré og járn, en hvergi var hann eins vel heima eins og í ritingn- unni, því í þeirri grein munu fáir hafa verið hans jafningjar. Hann mun hafa verið trúmaður framan af æfi sinni, það er að segja eins og fólk gerist yfirleitt, en á síðari árum þótti hann verða mjög blandinn í trúnni, og var það ekki að.ástæðulausu því hann1 ritaði*'margt um trúmál í seinni tíð, en einungis fátt af því hefir komið fyrir almennings sjónir. Upp- ranalega mun Jónas hafa skekzt í trúnni, er þrasið mikla áttl sér stað á milli íslenzku prestanna í jNýja-íslandi á fyrstu árum þess, og sem ‘Framfari’ sagði nokkuðl greinilega f frá. Jónas hirti lítið um “alraanna leið” í'trúarefn- um, eníruddi sér þar(sjálfur,braut Þar af leiddi að hann varð sumum mjög svo hvimleiður, en naut því .meiri virðingar af öðrum.* Hann*’amaðisti|viðl'endur- lausnar lærdómi kyrkjunnar og mun því hafa'jætlað jsjálfum sérjfad jafna reikningshallann, ef'nokkurjyrði, þegar yfir um kæmi. Andi hans var víðförull og rann- sóknagjarn, og þar af leiðandi ekki þjáll til að láta þrengjast “undir þver- pall niður”, eða ofan í búrskríni nokk- urar einstrengingslegrar kyrkju. Hann var of stór til að þola nokkra rátttrún- aðar-hespu um héls, eða einkenni á enni. Ég hefi heyrt að því hafl oft verið spáð að hann mundi yðrast^þegar dauð inn, grimmur og ægilegur, stæði fyrir dyrum, og hverfa aftur til sinnar ‘barnatrúar’ og leita huggunar og frið- ar í skauti kyrkjunnar, en enginn hrollur eða kvíði ásótti hann við um- skifti lifs og dauða, og það hlægir mig víst, að Jónas hafði kjark til að deyja án þess að beiðast ölmusu fyrir dyrum þeirrar kyrkju, sem hann hataði og fyr- irleit af öllu hjarta. Jónas var kennari dótturbarna sinna í fslenzkum fræðum nókkur ár áðuren hann dó, ogmunuþau hafa haft mikla ást á honum, sem kom og glöggt í ljós við jarðarför hans. Yesalingarn- ir litlu voru mjög þrungnir af harmi, og eins og eðlilegt var litu þau einung- is á skaðann sem þau höfðu liðið, en ekki hitt hversu sanngjarnt það var, að hann fengi hvíld eftir 72 ára byrði, fá- tækt og andstreymi. Ó, maður! Því ert þú hér kominn ? Til hvers er barátta þín; og hvar eru launin fyrir alt erviðið og stritið ? S. B. Brynjolfsson. * # # # # # # # # # 9 # # # # # # # # # # # # # # # # # # # # # # # Hvad #»####»»»###»#»##»#»»#######»»###»## #################################### ## ## . ## ## ## ## ## ## ## ## ## ## W #f ## #| ## ## ## ## ## ## ## ## ## ## . ## ## Það getið þið fengið að vita ef þið komið inn í búðina til C. THOMAS, 598 MAIN STREET. 0g svo er hann einnig til með að láta ykkur taka klukku með ykk- ur, svo þið þurfið ekki að vera að spyrja náungann Hvad er klukkan i Ég hefi nú hinar fullkomnustu og og langbeztu byrgðir af Úrum og klukkum af öllum mögulegum tegundum og sel ég alt saman með afar- miklum afslætti núna fyrir jólin. Gullskraut. Ég hefi aldrei haft eins fullkomn- ar og ágætar byrgðir af því eins og nú. Það er sannarlega þess virði að koma inn og skoða þess- ar vörur, þó menn ekki kaupi neitt. • Og auðvitað sel ég alt þetta gullskraut með afarmiklum afslætti núna fyrir jólin. Klukkan ? ox t tiu muiuasi xier meo Gleraugu. Það er sannarlega þess vert að minnast hér með fáun orðum á hin alkunnu Ég vel þau eftir sjón hvers eins, með þeim fullkomnustu verkfærum sem þek eru. Ef augu ykkar eru mjög veik, þá komið til mín. Ég seg ykkur skýlaust hvort þið þarfh ist læknishjálpar fyrir augun, eðf hvort að eins góð gleraugu nægjj Ég hefi ákaflega mikið af fyrir taks gleraugum, og sel þau ein og annað, langt fyrir neðan hi? vanalega verð. Það borgar sig líka fyrir ungu piltana að kaupa hjá mér Giftingar- hringina. Ég sel þá sérstöku tegund af hringum mikið ódýrara en nokk- ur annar í borginni. G. Thomas 598 Main Str P. S. PANTANIR eða AÐGERÐIR ut- an af landsbygðinni afgreiddar fljótt og yel.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.