Heimskringla - 23.05.1907, Blaðsíða 2

Heimskringla - 23.05.1907, Blaðsíða 2
2. blft Winnipeg, 23. maí 1907. HEIMSKRIN GL A HEIMSKRINGLA Published every Thursday by The Heimskringla News 4 Pablisbins Co. VerO blaösins f Cauada Ofg Bandar $2.00 um Ariö (fyrir fram borgab). Sent til islands $2X0 (fyrir fram borgaöaf kaupendum blaOsins hér)$1.50. B. L. BALDWINSON, Editor A Manager Office: 729 Sherbrooke Street, Winnipeg P.O BOX lie. 'Phone 3512, Að segja til syndanna, ®la5iö Reykjavík flytur allþung- örða ritstjórnargrein um hieima- trúboðið íslenzka, og tekur til daemis einn af prestum þess trú- Jioðs, sem jarðsöng valirLkitnnan sæmdarmann, og fór þeim orðum «m hann yfir gröfinni, að hann heif'ði aldreii þekt frelsara sinn, og gaí í skyn, að hann mundi saeta kvalafullnm bústað ^ftir dauðann. Annar prestur á Vesturlandinu liafði h'aft þau orð yfir gröf há- aldraðrar heiðurskonu, er hann var að jarðsyngja, að hún væri nú áreiðanLega i bústað þeirra útskúf- i«ðu, og svo var ræða hans ströng í ámælisáttina, að sonur hennar, sem þar var viðstaddur, tók fram í fyrir presbi og bað hann að haetita við athöfnina ; kvaðst geta íengið til þess veirks einhvern prest sem ekki jysi skömmum og útskúf- «narámælum yfir móður sína. Menn gengu þá á milM, og varð það úr, /að prestur héK áiram, en | hætti l r.iyxl-narorðunum og kast- aði svo rekunum á ,kistuna. Ritstjóri Rieykjavíkúr tjplur með öllu rangt, að þola annað eins og Jnatta bótalaust af hneyxlisprest- «m þessum, og leggur til, að það sé kært fyrir byskupi landsins eða ráðliierra, sem hann tialur vist, að mundu sviíta Vesturlands prestinn embætt'i. Annað dæmi er nýlegá opinberað i hérlendum blöðum, þar sem ensk ur umiferða prédikari barði 12 ára gamlan son sinn til óbóta, svo að mjög er tvísýnt um líf hans, fyrir þá eina sök, að pilturinn lék bolta laik með öðrum drengjum á sunnu- <iegi. Faðirinn, sem dæmdur var , ,-fcu»gielsi fyrir þessa 'þrælmensku- >egu mieðferð á barninu, varði sig með því, að það væri trú sín, að það vær.i dauðleg synd, að benda eða grípa bolta á sunnudegi, og að hann hefði verið búiinn að segja dnengnum að gera þatta ekki. Spurningin, sem ósjálfrátt vakn- ar í huga skynbærra manna við lesrtur sHkra fregna, er sú, að hve miklu leyti prestar hafi sfðferðis legan rétt til þess að fyrirdæma aðra fyrir það, að þeir hafa ekki sömu trú og prestarnir sjálfir. Um lagaréttinn þarf ekki að ræða, því hanu er ekki þeirra megin. Er 1 nokkur söunun fyrir því, að sá | maður, sem er vigður til prests, 1 eða hinn, sem óvígður tekur sér áyrir hendur, að boða sina trú, — hafi nokkru sannari trú eða biygða á nittari grundvelli, en þeir, sem annarlegrar trúar eru ? Eða hver eru rökin því til staðfestingar, að trú prastanna sé hin satinasta eða I bygð á réttustum grundvelli ? — í Ekki gietur íramkoma þeirra eða | röksemdaafi í öðrum málum giefið ' naina tryggingu í þessa átt, því i að það er degimim ljósara, að þar huigsa þeir hvorki skarpar né öfl- ugiar né réttara en hver meðal vit- rnaður ólærður ; sumir jafnvel ekki það, — eða svo var það á fyrri árum á föðurlandi voru. Og ef það gæti orðtð sýnt, að vígðir jtrestar einnar kirkjudieildar hefðu rétta trú, hvað mætti þá segja um vigða presta annara kirkjudiailda, sem að sjálfsögðu htfðu annarlega •trú aið einhverju leyti ? Og ef því verður haldið fram, að hver kirkju ri'öild hafi sinn eigin RÉTT-trúnað, þeim RltTT-trúnaðar atniðum beri ekki saman í öllum eða má- ske jaifnvel fekki itema í fáum atrið- «m, — hvað er þá því til sönnun- ar, að hver óvígður ©instaklingur innan safnaða eða utan þeirra, ekki hafa sinn rétt-trúnað, sem skapara þeirra sé fullnægjandi, og sem geri þá engu síður hólpna en sjálfa prestana ? Vér ætlum, að engum manni takist að segja neitt um það, með nokkurri vissu, hver sé réttust trú og sannastur sáluhjálparvegur, og þess vegna liggur í augum uppi, að það sá rangt af þeám, siem gegna pnestembættum, að álasa öðrum íynir trú þeirra, sem þeim er alt eáns helg og prestunum er sin trú, þó þeim beri ekki saman í öllum atriðum. Almenn lífsreynsla ! sannar ótvíræðkga, að dagfar eða i líferni eða lyhdiseinkunnir þeirra, er íylgja sérstakri trúarjátningu, er í engu verulegu frábrugðið | þeirra, er aðhyllast aðra trúar- j játning, og að yfirleitt eru kenni- feiðurmr engú betri menn eða full- ! komnari, en heill hópur áhangenda þeirra eða trúbræðra. Af þessu leiðir eðlilega það, að það er hin mesta ósvinna, að fara illum fordæmingarorðum um þá framli'ðnu, þó eitthvað hafi greint | á með skoðanir þeirra ag annara í liifanda lífi, — og sist af öllu sit- ur það á vigðum kirkjunnar þjón- um, að elta trúarlega andstæðinga með bölbænir sínar yfir í annað líí og einkum þegar þess er gætt, að 1 trú þeirra getur hafa verið alt J eins viss sáluhjálpar leiðarstjarna eins og trú hinna, sem hins vegar nugðu. það er því engin furða, iþó blöð íslands andmæli þessari stefnu ofsatrúarmanna, og að almennings I áli'tið þar sé hejini a’lgerlega and- vigt. Trúlegt er nú að visu, að ( þeir séu ekki margir, ‘þjóðkirkju- ! prestarnir, sem beita þessari að- 1 ferð ; en það, að nokkur slíkur prestur skuli finnast á landinu, | varpar skugga á alla prestastétt þess. Hitt er á allra viitund, að heámatrúboðsmienn ern sjálfsagðir að gera það, og það er aðallega að þeiim, sem Reykjavíkur grein- inni er stefnt. Von. n<ii er, að grein sii hafi þau áhrif, að þessi ósómi vierði lagður niður. Hann hefði að sjálisögðu aldrei átt að hafa til- veru í náttúrunnar ríki. Rannsóknir Prófessor yis hers Nýlega hefir Prof. Irving Fisher, kennari í þjóðmegunarfræði við Yalc háskólann, verið að gera ýmsar rannsóknir til þess að kom- ast eftir, hvort kjötát auki vinnu- þol manna svo að þeir geti afkast- að meiru en hinir, sem ekki neyta kjótmetis. Um rannsóknir þessar hefir hann samið ýtarkga skýrslu, sem prentuð er i bæklingsformi og send blöðum viðsvegar um land þetta. þrennar tilraunir haia verið gerðar í >þessu sambandi, og við þær hefir Proí. Fisher komist að þeirri niðurstöðu, að kjötneytend- ur bafi miklu minna þol eða út- hald til áreynslu, e*n hinif, sem ekki neyti þess. Til þess að fá vissu sína í iþessu efni hefir hann valið þrjá flokka. í- fyrsta flokki voru þeir líkams- æfnngamenn, mestmegnis háskóla- nemendur, sem neyttu kjöts tvis- var eða þrisvar daglega. í öðrum flokki þeir menn, sem ekki höfðu bragðað nokkurn kjötmat á 4 til 20 ára tímabili næstliðnu. Og í þriðja flokkinum voru prófessorar, læknar og aðrir, sem ekki höfðu iagt fyrir siir líkamsæfingar, og að eins ne.ytt kjötmetis sparsamlega. þessar voru tilraunirnar : 1) Að halda útréttum hand- leggjunum eins lengi og hver get- ur án þess að láta þá falla niður með síðunum. 2) Að standa uppréttur og beygja sig niður í knjáliðunum eins oft og hver gat. 3) Að liggja á bakinu og lyfta U'pp íótunum eins oft og hver þoldi í öllum þessum tilraunum var mikil áreynsla og menn urðu að halda þeim áfram eins lengi og þeim var það mögukgrt. Og í Jæim öllum varð niðurstaðan hin sama, nefnilega sú, að kjötneytend- ur höfðu lítið meira en hálft þol eða úthald á móts við þá, sem ekki höfðu neytt þess svo árum skiifti. 1 fyrstu tilrauninni, að balda út- réttum handleggjunum, var það sýnt, að kjötætur gátu gert það að meðaltali í 10 mínúitur hver, og voru þó allir í flokki þess um kappleika eða aflraunamenn og því væntanlega yfirleitt hraustir iruenn og þolnir. Eft meðaltal þess 'tíma, sem hinir gátu haldið út- réttum handleggjunum (þeir, sem einkis kjöts neyttu), var 39 mín- útur, eða nálega fjórum sinnum lengur en hinir. En meðaltal 3- flokksins, þeirra sem prófessorinn nefrvir “sedantary absteincrs’’ eða Jjeir, sem ekki leggja fyrir sig á- reynsl'u vinnu eða aflraunir wgtkki neyttu kjöts, — Jjeir entusc !e.ng- bezt, og v-ar meðaltaliö iijs J tim 64 mínútur. Sá af kjö'tætuuum, sieim styztan tíma gat haldi'5 h.uid- leggjumwn útréttum, entist 6 rr.in- útur ; en sá af sama flokki, er luzt þoldi, entist 22 mínútur. Af öðr- um flokknum stóð úthaldið eð i þolið svona : styzt 6 minútur, en lengst 176 minútur. En hjá þriðja flokknum, J>eim sem ekki voru i- Jjrótta'inenn, var þolið : minst 10 og mest 200 mínútur. Önnur tilraunin, sú að beygja kmén svo of’t í sífellu sem menn Jxildu, lyktaði þannig, að kjötátu aflraunamiennirnir gátu það minst 102 og miesit 1229 sinnum, en með- altalið hjá J>edm flokknium var 383 sinnum. þeir sem ekki neyttu kjöt- metis gátu bevgt knén mdnst 151 en mest 2400 sinnum. Meðaltail hjá þeim flokki varð 927 sinnum. En þriðji flokkurinn, eða J>eir, sem ekki unniu aflraunavinn'u, gátu gert þeit'ta minst 200 og mest 2125 sánn um. Af Jiessnm flokki reyndu þó að eins 5 }>essa aflraun, og verður því ekki með neinni vissu gerður samanburður á Jæim og . hinum fiokkunum. þriðja raunin, sú, að liggja á bakimi og lyfta fótunum npp, íór þannig : Kjötætur, minst 24 og mest 1302 sinnum ; meðaltal 279 sinmvm. Kjötféndur, minst 37 og mest 1000 sinnum ; rneðaltal Jvess flokks 288 sinnum. Sex menn úr hvorum flokki reyndu þessa afl- rann, eu að eins einn maður úr 3. Hokknum tók þát-t í Jressari raun, og gat gert Jnetta 74 sinnum. Allar þessar tilraunir sýna, að kjötæturnar höfðu minna þol en l.inir, sem ekki neyttu þess. En irneð því er ekki sagt, að J>eir hafi vierd'ð sterkari menn en hinir ; og þá vaknar sú spurming í huga man'ns: Fyrst, hvort Jæssar tölur sanni í raun réttri nokkuð um starfsþol þessara mismunandi flokka ; og í öðru lagi, hvort á- stæða sé til að ætla, að munurinn, sem 'tölurnar sýna sé óhagganlegt mierki Jæss, að fæðan sem menn- irmir meyta, hafi J>essi áhrif á þol eða úthald þeirra. Með öðrum orð- um, livort kjötát hafi í raun ré’ttri þau áhrit að ræna menn starfsjxili. Alt þetta mál er nákvæmlega og ýtarkga athngað af Prof. Fishier i bæklingi hans, og niðurstaðan.sem hann kemst að er sii, að kjötátið hafi ómótmælanlega þessi áhrif. Han* bendir á álit ýmsra fræð- manna, sem rannsakað hafa þetta sama málefni, og sem fastleiga halda því fram, að kjötmeti hafi í sér það sem hann nefiiir lúa-eiitur ýmsra tegunda, sem örfi eða ílýti fvrir lúa þeim eða þreytu, er menn finni til við áreynslu vinnu. Hann er og þeirrar skoðunar, að það geti verið kjötáiti að kenna., að sýra sú (“uric acid”) kemst í blóð inanna, sem fremur öllu öðru or- sakar gigtveiki og gcrir mienn oft óhæfa til áreynshi'. Að öðru leyiti er það ckki sýnt, að kjötætur séu ekki eins heilsu- góðar eins og þeir, sem einkis kjöt tnieitis meyta. Um það segir Prof. Fishcr alls ekkert. En svo kveðst bann að e'in-s vera byrjaður á rannsókn 'alls J>essa máls og lofar að giefa út frekari fregnir um rann- sóknir ^ínar jafnótt o.g þær sén gerðar. Prof.. Haig í Lundúnum hefir og lengi haldið því íram, að þeir væri þolbez'tir til allrar líkamliegrar á- reynslu, sem hvorki ætu kjötnu’ t eggi ertur, baunir, “ asp.it- agus ”, gorkúlur eða ann'ið það, sem miðar til þess, að frarn- leiða ‘‘uric sýru” í blóðiwu. Yfir höfuð virðist það skoi'i'ii fræðimanna, að allur 'þyngslamat- ur, setn liggur þungt á maganum og gerir manninn latann og þung- lamalegan, sé óholl fæða ; af því, að örðugast sé að mel'ta það svo. að næringariefnin uppleysiist ekki og komist ekki út í líka'mann, eins og þau ættu iað gera til þess að vdðhalda honum. það er og alment svo skoðað af fræðimönnum, að kaffi og te hafi ill ábrif á krafta og heilsu manna. * Prof. Fisher leggur mikla á- berzlu á það, að fólk tyggá fæðuna vel, tielur líkainann ekki hafa benn- ar not, nema svo sé gert. þess skal hér getið, að Prof. Fisher, sem sjálfur er kjötæta, hefir ekk- ert á móti hófsainlegri neyzlu þsirrar fæðu itegundax. En hann hieldur því fram, að þessar aflraun- ir hafi sýnt, að alnient sé kjöt- mietis neytt of mikið, og betra væri að neyta minna af þvá. Finnskar konur á þingi Ailþingi Finnlendinga, sem að eins hefir hér efitir eima málstofu, kom saman í Helsing’f’ors þ. 22. maí. Á því þingi sitja 199 þdng- menn, og eru 15 af J>eiin konur. það mun vera fyrsta löggjaíar- þijóðþing í hei'mi, sem konur eiga saeti á og njóta fullkomins jafn- réittis vdð karlmenn. Öll þjóðin fagniar yfir }>essu nýrnæli, og held- ur íagniaðarveizlur um land alt ; öll félög landsins, námsfólkið á skólunum og bæjapembættism'enn í hinum ýmsu bæjmn mynda skrúð- göngur og hafa aðra viöhöfn þinp^- setningiardagiinn 'til að gera hann sem dýrðliegastan. Ræður voru haldnar, söngvar sungnir, lúðra- flokkar spiluðu og fánar blöktu á hverri stöng um land alt, og alt verður giert til J>ess, að gera }>essa Jijóðhátið siem allra fulilkomnasta og áhrifa'mesta. það er í fersku minni, að öll finska þjóðin reis fyrir itveimur ár- um síðan upp sem einn maður á móti óstjórn Rússa þar í landd og mentaðar konur og menn voru send út í öll mestu mennángarlön'd heimsins til *J>ess að kynnast stjórn arfari og lífsháttum þjóðanna. Margt af þessu fólki dvaldi svo mánuðum skifti í Bandaríkjunum, og alt lét það vel yfir því, sem }>að hafði lært. Finska þingi'ð, er þá hafði tvær málstofur, seitti nefnd manna til þess að ihuga skýrslur þeirra, scm ntan höfiðu verið sendir, og afleiðingin af þeim íhugunum er sú stjórnarskrá landsins, sem nú hefir verið við- tekin þar, og sem meðal annars veátir komini jafnt sem körlum kosningarrét't og kjörgengi til þings og að öllu leyiti pólitiskt og borgaralegt jafnrétti vdð karl- menn. Svo er tnælt, að komirnar, sem ekki ætla sér að ■mynda sérstakan flokk í þinginu, en itaka óbáða hlutdeild í umræöum allra mála, hafi samt komið sér saman um, að fá komið á þeim breytingum á hjómaskilnaðarlögum landsins, sem þær telja nauðsynlegar. Frú Maie Tialvio, kona eins háskólaprófess- orsins þar í landil hefir gert þetta að aðal áhugaméli sínu, og þó hún ei'gi ekki sætd í þinginu, vonar hun að geta hiaft þau áhrif 4 hinar Jiingkosnu konur, að }>ær sameini krafita sína í þessu máli. það er Fínnlendinguin stór sómi að hafa orðið allra þjóða fyrstir til þess að veita konntn borgara- legt og pól'itiskt jafnrébti viö karl- meinn, og J>að má ganga að þvi vísu, að konur misbrúka ekki þamn rétt sem þær fá með þessu. Jafnrétti kvenna e.r á dagskrá fleiri þjóða, jafnvel tneðal í’slend- inga, og þess getur vart orðið langt að bíða, að J>ær öðliist sömu viðurkenningu hjá öðrum þjóðum, seim nú hafa Jiær fengið á Finn- landi. YV. F Luxton dáinn. % Lát'inn er Lér á Almenma spítal- anum þ. 20. þ. m. W. F. Luxton, stofnandi blaðsins Frae Press hér i bæmum, mcrkur bæfi eikamaður og vinsæll, 63 'ára gatnall. Banamein hans var aflleysi. Hann var að baða sig á laugardagskveldi'ð var, og varð alt í einu afilaus vinstra megin meðan hann var í baðkar- inu. Var hann þá fluttur á Al- menna spitalann og lifði þar til mánudagsk vel ds. William Fisber Luxton var fædd- ur í Devonshire á Englandi 12. des 1844, og fluttist ti'l Canada með foreldrum sínum, Jjegar hann var barn að aldri. Hann ólst npp og memtaðist í Ontario, varð J>ar skólaikennari og síðar blaðstofn- andi með G. W. Ross, er síðar varð forsætisráðherra þar. Hann kom til Wámmipeg árið 1871, og varð fyrsti skólakennari hér í borg inni'. þingm'aðiir varð hann fyrst fyrir Rockwood 1874, og síðar fyr- ir Suður-Winnipeg (1886). Blaðið Freie Press stofnaði hann með fyrstu útgáfu J>ess 9. nóv. 1872 ; þá var það fjórar bls. að stærð og hver síða 17x1 þumlungur. A'lla sína löngu tíð hér í bænum lét hann sér ant um allar almeun- ar framfanir, og tók ledðandi þátt í að 'efla borg þessa á ýmsan hátt, ait fram að síðustu árum, að hann viarð of lasburða til að geta beitt tnieð afli J>c.im áhrifum, sem hann jafnan vildi hafa á opimber mál. Luxton var maður prýðisvel gáfaður og margfróður. “ 7 manns á 5 ekrum lands það ,er önnur sú Lneyxfamleg- asta ritgerð, sem Heimskrimgla hcíir ílutt lesendum sínum síðan hr. B.L.B. tók við. ritstjórn þess blaðs. Hin er fjarstæðuhóiið um gróða og dug.nað Sveins Eiriks- sonar. þegar ég las fyrneínda ritgerö, tiaddi ég vist, aö ei-nhvCT hygginn og reyndur búhöldur þjóðflokks v-ors inundi opinlterleg.a gera at- hugasemdir við búsældar fram- sögn hr. Árna þórarimssomar. því mér virðist hún vera ein af }>eim hugsanadeildiim mannheilans, sem þarf endurbættrar rannsóknar, ef hún á að geta orðið að almennnm haigfræðis gróða. Eftir orðuin ritstj. að dæma, er æt'last til, að búsæld Á.þ. með 7 mianns á 5 ekrutn lands sé alvar- leiga og alment skoðuð se-m ein- stak't fyrirmyndardæmi til eft'ir- breytni. — Að rúina 7 manns og nær 20 nautgripi og nokkur hænsi á 5 ekrutn lands, eru engin fiádæmi því margur íslenzkur bóndi í Mani- toba rúmar 10—20 manns, 40—50 nauitgripi, 10—15 hesta, 30—40 svín, auk sauðkinda og fijölda af hætrsum og ö'ðrum aiifuglum, á minna svæði en 5 ekrum Ltnds. Til þess almenningur fái viðuu- arnii upplýsingu á búsœld Á.þ. á 5 ekruin lands, cr aðaláherzlan inni- falin í svari upp á efitirfylgjandi spurmingar : Hvað gefa raefndar 5 ekrur mik- inn arð af sér til að framfleyta 7 rnanns, nær 20 gripia auk hænsa ? Hvaöa frábæran dugnað, hag- sýni og ráðsnild befir hr. Á.þ. sýnt í því að bœta frjómagn J>essa lands framyfir uðra, er rækta stærra land ? Ifvað há útgjöld hefir hann ár- lega borgað til J>ess opinbera eða til almenn'ings þarfa ? Eru nefndar ekrtir hans eign ? Hvað •hár er bygginga kostnað- 11 r hans að meðaitali árlega ? Hvað há er slægjulands leigan ? Hvað há. er leiga fyrir hag'be t ? Ilve inörg tonn af heyi þarf li' < r kýr og geldneyti ? Ilve tnörg pund J>arf hver kýr af fóðurbœtir og af hvaða tegund ? Hve marga potta af nýttijólk þarf haiin til að tá eitt pd.smjórs ? Allar þessar spurningar tilhey.a biisældiarskýrslu hr. Á.þ. (og ertt margar til baka). Og nema þedm sé svarað rétt búfræðislega er sýni tilkostnað og afurð búnaðar- ins, J)á er efantál, að búsæld hr. A þ- verði tekin til greina, sem fyrirmyml af L'ændum í Manitoba. þ'ó hr. A.þ. h;.fi hyggjuvit haft til að bæta kúakyn sitt, þá til- heiyrir það ekkert stærð lan'dspildu Jieiirrar, er hann býr á. þati hygg- md'i tílheyra fremtir beilanum en frjómagni 5 ekra lands. Ó. TORFASON. ATHS. — Ekki fáum vér séð, hvað það er i skýrslu þessa blaðs ttm búskapararð hr.Árna þórarins- sonar, sem svo mjög hefir hneyxl- að hr. O.T., eða hvers vegna hann liefir talið vist, >að einhver bygg- inn og rieyndur búhöldur mundi gera athugasemdir við skýrsluna. því tæpast getur það orðið talið hiieyxlanlegt., þó einn fjölskyldu- faðir geti framfley.tt stórri fjöl- skyldu og þessutan drjúgum aukið bústofn sinn af arðdnum af 5 ekra 'búlandi. — Nú þó virðast megi, að sumar af spurningum Ö.T. séu þíss eðlis, að ekki sé væmtandi, að Heimskringla geti svarað 'þeim ná- kvæmlega, þá skal það þó reynt, og spiirninguniim svarað í Jteirrt röð, sem þær eru settar fram hjá Ö.T., á J>essa leið : 1) þessar 5 ekrur Á.þ. hafa á sl. ám veitt honum yfir J600 hrein- an peninga-arð, auk }>ess sem hann befir haít til heimilisþarfa alt það garðmeti, mjólk, rjóma, smjör, egg, kjöt, sem hann befir þurft ívrir fjöLskyldu s'ina. Ov eldivið allan lieíir hann haft ókey.pis eins og alHr aðrir húsíeður þar í grend Tekjur í peningutn, siem hann hefir fengið íyrir seldar afurðiir, eru : smjör $303.35, egg $36.75, hæns $3.20, kjöt $117.50, húðir $25.75, lifandi pening $100, prjónles $14.83 2) Heimskrinigla getur ekki sagt, hviersu fráibærttm dttgnaði Á.þ. hefir beit't til að auka frjómagn landsins. það svar mun verða að bvggjast á 'því, við hvað miðað er, ,eit óhætt er að segja, að hann hefi^ stundað bú sitt vel. 3) Skattgreiðsla hans hefir num- ið rúiTtiim 10 dollars á ári. 4) Hann á sjálfur þessar 5 ekrur 5) Árlægur bygginiga kostnaður hefir verið lítill, 'því Árni hefir sjálfur unníð rnest eða alt af$ bvggingum sínum. 6) Slægjulands ieigan befir verið tíu cents fyrir hvert ton. 7) Hagbeit hefir ekkert kostað. 8) Kýrin þarf 3 ton tn geldneyti 2% ton af heyd að jafnaði yfir vet- urinn. 9) Um pundatal fóðurbætis íyr- ir hverja kú veit Heimskringla ekki, en á sl. ári keypti Arni fóð- nnbæti fyrir $127.70, auk þess sem hann hafði mikið af garðávöxtum til drýginda fyrir kýr, svin og hæns. 10) Nítt pottar af nýmjólk gefa að jafnaði eitt pund smjörs eða. rúmisga 'það. Vér teljuin, að nú sé spurning- um Ó.T. svarað e'ins nákvæmiegia °g þörf gerist. þess skal og getið, að Árni befir í sl. 8 ár ekki unnið' svo miikið sem stundarvipn'u utan heimilisins. Fimm ekr.a búið hefir fætt og klætt sómasamlega alla bans fjölskyldu. Ekki heldur hefir nokkur annar í fjölskyldu hans fært neinar tekjur í búið, sem ekki er heldur von, þar sem auk konu hans er ein götnul kona, 18 veitra piltur (viaiktir), 14 vetra piltur (á skóia) og 2 börn innan 12 ára. • Heimskringla beldur enn fram því, að búskapur Árna sé þess; virði, að hans sé getið honum til heiðurs og öðrum til eftirbreytni, því að rnargir þeir menn, sem búa á miklu stærra landi mundu hafa mikinn hagnað af því, að taka sér hann til fyrirmyndar. Frekari upplýsingar getur Ó.Tt fengið h já Árnra, sem er að heita má náibúi hans, að •eins 3 m’ílur á. milli J>edrra. Ritstj. VOKT. Veður þó að verði kalt, vetrarharkan treinist, trúfastar en annað alt æ mér vonin reynist. Lin þó skjálfi lúin hönd, langan eftir vatur, sú mér fríða sólskins strönd sýnt í fjarlægð getur. Litt þó birti lofti i, Ijósið enn ég þrái, og hún spáir alein því að þar lending nái. Sigurður J óhannssom. STÖKTJE, Opnir standa allir haugar, inni fádr kneppast nú, fl-i'ti löngu dauðir dratigar dansa og spila frjálsa trú. Trúleysis í reykjarrokum ráfiar margur daU’ðans tdl. Hvar þedr mtini lenda’ að lokutt* lítiiö þykir V'afaspil. Tæpt vril standa trúar beiður, 'tíðkaS't grát'legt bænaslys. Margur einn því gengur gleiðuir ■götuna beint til helvítis. Vakan brestur, varnir dofna, víða er bardð hart á dyr ; kjarkur bilar, klæði rofna — karlmenskan sem geymdi fyr* S. G.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.