Heimskringla - 06.05.1909, Page 3

Heimskringla - 06.05.1909, Page 3
HEIM3ES.INGEA’ WHÍMIÍBÖ, 6. MAÍ 1809. bki a •llt R08LIN HOTEL 115 Adelaide St. Winnipeg Bezta $1.50 á-dag hús i Vestur- Canada. Keyrsla óKeypis milli yagnstöóva og hússins'á nóttu og degi.JIAðhlynninig hinsbezta. Við- skifti íslendinga óskast. William Ave strsetiskarid fer hjá hósinm O. ROY, eigandi. - > • ♦ ♦ • noMti SPÓNNÝTT HÓTEL ALGERLEGA NÝTÍZKU Hotel Majestic John flcDonald, eigandi. Jamee St. Wett, Rétt vestan viö Mair St. Winnipeg Telefóu 4 9 7 9 $1.50 á dag og þar yíir Bandaríkja-snið Alt sem hér er um hönd haft er af beztu tegund. Reynið oss. MIDLAND HOTEl 285 Market St. Phone 34!)1 Aiytt hús, nýr húsbúnaður ' ' Fullar byrgðir af alls- konar vönduðustu drykkj- um og vindlum í hressing- ar stofunni. Gisting einn dollar á dag og þar yfir. W. (i. &01ILD :: FIIED. D. l'ETERS, Eigendur winnipeq ::: ::: canada iii Skriíið yður fyrir HEIMS- KRINGLU svo að þér getið æ- tíð fylgst með aðal málum íslendinga hér og heima. ir Tames Flett & Co. ° PLUriBERS Leiða Gas- Vatns- og Hita- pfpur í hús yðar, fyrir sanngj. borgun. Verk vandað, fljótlega gert og ábyrgst. 5 72 Notre I)ame Avenue Telephone nr. okkar er 3380 eí>a 8539. Gul/neminn i Klondyke. Ég þekki af reynslu tiraans tafl, tilburðanna haíið. það alt með sínum skarpa skafl, fiær Skuld á svip minn grafið. Með hetju elding hugurinn hlekki bræðir nauða. pað er sagt, að svanurinn syngi bezt í dauða. Klondyke mína hvessir sjón, krafta beinum gefur. Að treysta afli líkt og ljón lífsins dómur krefur. Ileróp berst um heljarslóð, hörgul Klondyk fjalla : að sækja fram í svelnis móð, og sigra, eður falla. Lífið hefir langa töf, letrið sést á steinum. Margur fyrir gull fékk gröf, sem gömlum skýlir beinum. Með fé í pyngjum fundust tveir 1) fallnir af sárum nauða. Helja svipýrð lék um leir, ei leit á gullið rauða. I’iskruðu andvörp : — Gjafir !] Gjald ! Gull fyrir líf má velja ! Auðurinn hefir ónýtt vald!] Ansaði drotning Helja. Af breka glóðum barst út nafn, borguð fengist glíma. Annað dæmi sagna safn segir frá þeim tíma. þrumdi fall í grýttum gnúp, gnötraði veldi fanna. Hengja spnakk og heljar hjúp huldi fiokk einn manna. 2) Aðrir komast alla leið yfir fallinn valinn. þyrnispor á skapa skeið skulu aldrei talin. Á eyðimörk er harðlæst liurð, hefir sú gull ú baki. I L 1) A liinum fyrstu gull-leitar ár- itm í Klondyke fundust tveir menn dauðir með fullar tösktir af gulli. 2) Fjörutíu og tveir menn fórust í snjóflóði í Klpmlyke. Fréttahréf. (í'rá fréttaritara Ilkr.). MARKERVILLE, ALTA. 29. marz 1909. Tíðarfarið er hér enn kalt og vetrarlegt. 1 þessum mánuði hefir fallið talsverður snjór, sem enn er óleystur. Nú um nokkurn undan- farinn tíma hafa verið kyrviðri, frostlaust utn daga en l'rost á nðttiirn. Snjór heiir að eins sigið en ekki svo, að skepnur hafi haga, og ekkert verulegt útlit fyrir fljót umskifti til betra. En svo þykir bændum ekkert að, þó snjórinn liggi enn. það er trú þeirra sumra, samfara reynslu, að þvíseinnasem vorar, því betur vori. Hér befir reynslan sýnt, að oft þegar snjó- inn leysir snemma, verða vorin. köld og kastasöm, sem hefir vond áhrif bæði á fénað og jarðargróð- ur. Yfir höfuð má . segja, að heilsa. og heilbrigði hafi verið hér alment yfir, þótt einstöku hættulegir sjúk Veltuin grjóti ! Veltum urð !i Veltum Grettistaki !, Ilögg frá höggi bergmál ber bergs á hvelídu gjótum. Lífæð fjallsins opnuð er inst að hjartarótum. Er missir gullsins svona sár ? Sjáðu hvar það rennur !i Fimbul klakinn fellir tár þá fyrsti eldur brennur !j það sést enn, sem þektist fyr, þú ert maki tveggja. Lemur fjallsins læstu dyr, — létt er í höndum sleggja. það skella fleiri á skálaþil enn Skjaldvör flagð og Glámur, Verður margur vættur til að verla gullsins námur. Frosta og þvita búum bál, 3) þeir branda eggjar deyfa. Gdldir enn hið gamla mál, gjörningum þeir dreifa. það skal íyr en rökkur rís rist á jarðar hvelju. Við bjartan loga, berg og ís ’Baldur gráta úr helju. 4) Á virki logar : Stál og steinn strekum sindra neistum. Bergið klýfur fagur fleinn íyrir hamri reistum. Tölum fátt um táraflóð, ■það tafli raskað getur. Oft er heitust Ileklu-glóð, þá harðastur er vetur. Veitt af náð er þyngsta þraut og þrek, sem að skal spyrna. Lífið finni frægðarbraut falda bak við þyrna. Sigurjón Jlergvinsson. 3) Dvergarnir Frosti og þviti, eður klakinn og steinninn, liggja á gullinu. Eldur er kveiktur til að bræða klakann frá gullsandinum. 4) þar sem gvdl er grafið úr jörðu, þar er Baldur grátinn úr helju, — átrúnaöargoð þessarar aldar. dómar hafi átt sér stað hér og þar. þann 22. þ.m. andaðist eftir ný- lafstaðinn barnsburð MargrétGísla- dóttir, kona Björn Björnssonar, bóndu við Markerville, sem búið hafði þar nærfelt 20 ár. Jarðarför flennar fór fram frá lútersku kirkj- unni í Markerville þann 25. þ.m. :í grafreit Alberta safnaðar. Séra P. Hjálmsson jarðsöng hana, að viðstöddu fjölmenni. Margrét sálugg var 33. ára göm- ul. Hafði lifáð 19 ár í hjónabandi með manni sínum. Hún var 10 •barna móðir, af hverjum 8 lifa. — Margrét sáluga var myndarleg og greind kona, og var að maklegleik- um virt og velmetin af öllum, sem þektu hana. Ilún var góð og um- hyggjusöm eiginkona og móðir, sem með dugnaði og skyldurækni lét sér ant um velferð heimilis síns, enda mun leitun á samhent- ari hjónum, sem hezt sést af því, að sjálfstæðara heimili en þeirra mun trauðla finnast í þessari bygð — Stór eltirsjá er því að fráfalli þessarar konu, sem kölluð var héð an um hádegí æfinnar, — sár og tilfinnanlegur missir fyrir eigin- mann hennar, og blessuð litlu börnin þeirra. Samkoma var haldin i Fensala Hall," Markerville, þann 12. þ.m., að tilhlutun nokkurra góðvina skáldsins herra St. G. Stephans- sonar. C. Christinsson, forseti, setti samkomuna. Séra P. Iljálms- son flutti tölu um Stefán og ljóða- gerð hans. þar næst talaði herra Stephansson til fólksins, áheyri- lega og skemtilega, sem hanu á vanda til. þakkaði mönnum fyrir, að hafa sýnt sér þá velvild, að hlusta á sig, sagði það helzta af ferðum sínum, og mintist með fá- um orðum á ljóðagerð sína. því næst bauðst hann til að lesa upp nokkur þau kvæði, er hann hafði lesið upp á samkomum austurfrá, og var því tekið með fögnuði og lófaklappi. Hið bezta voru kvæðin flutt, og var gerður að þeim hinn bezti rómur. Hann tók það fram, að þeir, sem fyrir samkomunni stóðu, hefðu þá nýskeð fært sér að vinagjöf vandaðan, verðmikinn legubekk, og þakkaði íyrir. Að síð ustu ávarpaði skáldið tilbeyrend- urna hlýjum kveðjuorðum, og bauð þeim “góða nótt”. — því næst flutti S. Johnson (frá Víði- mýri), skáldinu, lipurt og laglegt kvæði. — l'vö kvæði skáldsins voru sungin á samkomunni, þessi: Albertá minni (“þú fagra sveit í fjalla-arm”), og Islands minni (“Gamla Island, ættland mitt”). Samkoman var enduð með þvi, að syngja “Eldgamla Isafold” og “God Save Our King”. Skömmu áður hafði Mr. Steph- ansson fengið að gjöf í vinsemdar- og virðingarskyni frá nokkrum mönnum í Winnipeg drykkjarhorn all-mikið, íagurlega búið og mjög verðmætt. Islenzku blöðin hafa nú fært mynd og lýsingu af horninu, og fer ég því eigi fleiri orðum um það. Horninu fylgdu kvæði til skáldsins, sem eflaust mega teljast með því bezta í vestur-íslenzkum skáldskap. Fylkisstjórnin í Alberta vann í kosningunum 22. þ. m. með mikl- um meiri hluta atkvæða. það er til nýmæla hér í fylkimt, að fjöldi af alþýðuskólum verða enn ekki opnaðir fyrir vöntun á kennurum. Verzlun ætla að stunda framveg- is í félagi þeir herrar Jón Bene- diktsson og Gttðmundur Stephans- son (skálds). Jón hefir um mörg ár rekið verzlun á Marberville, í félagi við ólaf bróðttr sinn, sem andaðist á sl. hausti. Mikið er talað um járnbrautar- lagningu hér víðsvegar tnn Al- berta. Ein sögn er sú, að bvggja eigi járnbraut út frá C.P.R. vest- ur tim, frá Red Deer til' Rocky Mountain Hoúse innan skams, og mun til þess nokkttr ástæða, því verið hafa- mælingamenn við braut arstæðismælingu hér í nánd við íslendinga bygð, en svo kann eng- inn að segja hvar liún kann að verða lögð, þótt líkur séu til, að hún liggi norðanvert við bygðina. Ilerra Ásmundttr Christiansson, Markerville, hefir fyrir stuttu byrj- að á bókaverzlun og bakaríi. ATHS. — Grein þessi er rituð 30. marz sl., en hefir að eins ný- lega borist blaðinu, og gat því ekki komið í því f}-r en nú. Ritstj. .1? —n, .—rwnnM: Fréttabréf. SWAN RIVER, MAN. 23. apríl 1909. Herra ritstj. Hkr. það er ekki ofsögum sagt, að þagmælskan só sagna fár, og sitji hver heima sem kominn er. Enda sést það bezt á því, að hér reynir enginn, þótt fremri séu enn ég, að láta eftir sig sjást línur héðan úr Swan River. Enda má nokkuð til sanns vegar færa, að héðan sé fátt til frásagnar, og því sé eigi þörf, að eyða tíma né sálarþreki til einskis, að láta heþnjnn vita, að við hjörum á skarinu ; ætti þó hverjttm einum að vera innan hand ar að gera, — annars máttu því búast við, að við séum gengnir fyrir ætternisstapa. Eg ætla nú að verða svo bíræfinn að láta þig vita, að við séum tórandi, af náð og miskunsemi, en inest annað gef ég dalbúum eftir. Svo ég masi eitthvað af íá- kænsku minni, þá ltafa nú engir dáið, fátt eitt fæðst, en stór hlunnindi hafa ekkf borist okkur í ltendur. En fremttr vill það verða, að hallist á klökkunum eftir breýt- ingum lofts og lagar. Seinni part síðastl. sumars og hausts var hér þurkatíð, fyrir því heynýting góð, en uppskera meira og minna skemd. Sáning gekk seint sl. vor, bœði vegna þess, hvað voraði seint, og svo voru akrar lítt undir sáningti btinir frá haustinu áður. þar af leiddi, að akrar urðu seinir til að móðna áður enn frostin komu. þó mtinu ílestir hafa fengið þolanlegt verð fyrir hveitið, frá 50c og upp í 80c bttsh. Hafrar munu nú vera 50c og bygg eitt- hvað nálægt því. Kartöflur munu víða hafa sem næst eyðilagst, — $1.00 btish. nú. Veturinn í vetur var góður fram yfir jól. Síðan hefir hann verið fremttr harðttr og langsamur ætlar hann að verða okkur, því enn í dag er 10 þumlunga snjór og sí- íelt frost og kuldar, og lítur því báglega út, ef ekki kemur bráður bati, því allir ertt að verða uppi- skroppa með hey. Eftir þesstt gengur vorvinna seint, sem er að- algallinn hér. Nú er að verða alt upptekið af stjórnarlöndum hér nærindis. Hér er í rúði, að ræsa íram landið i sumar með stjórnarskurðum á milli ánna Wood og Swan, út og suður, atistur og vestttr. það er verið að undirbúa rjómabús verk- stæöi í Swan bæntim, og á það að taka til starfa 1. maí. SVo er bær- inn í ráðabruggi með að stýfla ána, til að nota vatnið í benni til raíurmagns framleiðslu og fleira fyrir bæinn. það brann annað hótelið í bæn- um sl. sunnttdagsmorgun. Einn maður brann inni, en allir aðrir komust nauðulega út, og varð engu bjargað. En um eldsupptökin veit ég ekki greinilega. Ég hefi frétt, að einar persónur hér séu gengnar inn í hjúskaparlíf- ið, og það sé Jón minn á greiniríi. Svo mörg eru þessi orð. E. J. Breiðfjörð. Á beztu heimilum hvar sem er f Amerfku, þar munið þér finna HEIMS- KRINGLU lesna. Hún er eins fróðleg og skemíi- leg eins og nokkuð annað íslenzkt frcttablað í Canada MARKET H0TEL 146 PRINCESS ST. t,™ókt‘ennm P. O'CONNELU. elgandl, WINMPEQ Beztu tegundir af vínfönitum og vindl um, aðhlynning góð, húsið endurbætt JOHN DUFF PLUMBER, OAS ANDSTEAM FITTER Alt verk vel vandaö, og veröið rétt 664 Notre Dame Ave. Phone 3815 Winnipeg Strathcona Hotel Horni Main og Rupert Str. Nýhygt og ftgætt gistihús; Gest um veitt öil þægindi með sann- gjarnasta verði. Frí keyrsla til og fríí öllum jfirnbr. stöðv- um. Beztu vfn og vindlar; og herbergi og máltíðar ágætar. McLaren Brothers EIGENDUR Hotel Pacific 219 Market 1 H. M. Jlicks, Street. ' Eigandi Winnipeg - - - Manitoha Telephoue 1338 Ný-endurbætt og Ný-tízku hús f alla staði. Viðskifta yðar dskast virð- ingarfylst. $1.25 a Dag BRUN5WICK HOTEL Horni Main St. og Rupert A»e. Besta horðhnld; llrein og Björt Her- bergi; Kinustu lhykkir oy liettu Vind- lar. ókeypu Vaynmœtir Ölium Tratn- leetum. lieynið oss þeyarþú ert d ferð. LEYNDARMÁL CORDULU FRdSNKU 307 liann bar kinnroða fyrir orð sín. — í vandræðum sín- um tók hann hatt sinn, og •enginn bað hann að dvelja lengur. f hálfum hljóðum tautaði hann eitt- hvað um erindi sitt, og rétti svo — eins og hann alt í einu hefði orðið snortinn af náttúruhvöt — Felici- tas hendina. En hún lét eins og hún sæi það ekki, og hnedgði sig að eins djúpt og kurteislega fyrir hon- um. — — Hún var hörð niðurlægingin, er hinn drambláti herra von Hirschsprttng varð að þöla aí loddarabarninu. Hann hörfaði forviða aftur á bak, — ypti öxlum og hneigði sig svo án alls stærilætis fyrir fólkinu, gekk síðan út úr stöfunni, — mála- íærslumaðurinn fylgdi honttm eftir. þegar hurðin lokaðist á eftir honum, fól Fdicitas andlitið í höndtim sér. “í''ee ! kallaði prófessorinn og breiddi út faðm- inn á móti henni. — Hún leit upp og hljóp í fang hans, lagði handleggina um háls honnm, og þrýsti höfðinu fast að brjósti hans. — — Hinn ttngi, vilti fugl gafst nú upp fyrir fult og alt, og gerði ekki lengur minstu tilratin til að fljúga brott. — það var svo sælt, að hvíla sig í sterkum ormtim, eftir að hafa hrakist einmana í óveðri og næstum beðið dauða. þegar frú Frattk sá þetta, gerði hún manni sín- um, er brosti ánægjttlega, bendtngu og svo gengu Jiau bæði þegjandi út úr stofunni. 1 ‘Tlg vil, Jóhannes ! ” mælti Felicitas og leit framan í hann tárvotum augttm. “Loksins ! ” sagði hann og þrýsti heitni enn bet- nr að sér. — Eftir að liafa sagt þessi orð, heyrði hún honttm til. — Með innilegri ástúð virti hann fyr- ir sér andlit hennar, sem níi var eitt ánægjubros. “Dag eftir dag hefi ég beðið eftir og þráð að heyra þessi orð”, mælti hann ennfremnr. — “Guði sé lof að þau voru nú sögð aí frjálsum vilja,. — aflnars 398 SÖGUSlAFN IIEIMSKRINGLU hefði ég verið neydilur til, að endurnýja bónorð mitt, og ég er viss um, a,ð þá hefðu þan ekki látið mér eins vel í eyrum og þau gera nú. — Slæma Fee ! þuríti ég að líða jafti-þungbærar þrautir, áðttr en þú hafðir afráðið að gera mig hamingjusaman ? “Nei”, mælti hún einbeittléga og vatt sér úr fangi hans. “þó breyting hafi orðið á högum yðar, þá var það ekkí það, er sigraði mig. — þegar þér neituðuð að fá mér bókina aftur, þá vaknaði í hjjarta mínu traust til yðar”. “Og þegar mér var orðið kunnugt um leyndar- málið”, greip hann fram i og þrýsti henni aftur að brjósti sér, — “þá varð ég að ját-a, að þú, þrátt fj'r- ir alla þína hörku og stífni, berð í brjósti þínu hina sönnu, sælufnlltt kvenást. þú yildir heldur líða sjálf en vita mig líða'. — Yið hefðnm bœði orðið að tæma beiskan bikar. —. — IVræg ei s^álfa þig á tálar í til- liti til framtíðarvona þinna. — Ég hefi mist móður mína. Traust mitt tál mannanna hefir minkað að mun, — og — — einnig verðnr að tala nm það : — Nú sem stendur á ég nætstum ekkert til nema þekk- ingu rtiína”. “Ö, hvað ég er glöð yfir, að mega þá standa við hlið yðar”, mælf.i hún og lagði höndina létt á varir hans. — “Ér ])o:ri ekki að gera mér von ttm, að geta bætt yður ttpp alt það, sem þér hafið mist, en alt sem attðmjúk kona getiir gert til að breiða gleði yfir líf göfugs manns, — þá skal það vissidega verða gcrt”. ‘;Og hve nær ætla þesisar stórlátu varir að lítil- Iækka sig til að þúa mig ?V’ spurði hann og brosti framan í hana. Hún kafroðnaiði. “Jóhannes ! Vertu ekki lengi í burtu frá mér”, hvíslaði húíi biðfa ndi í eýra ltans. “Hefir þér koíniið tfl liugar, að ég ætlaði í brott - k. j tt ií. LEYNDARMÁL CORDULU FR.FNKU 309 án þín ?” sagði hann brosandi. — “þú áttir ekki að fá vitneskju um það fyr en í kveld. En úr því nú býðst svo gott tækifæri, þá er bezt að skýra þér frá, að á morgun klukkan átta förum við til (Bonn, á- samt frú Frank. Iiin góða, gamla frú hefir leikið ofurfítið á þig, barnið mitt. Ferðakisturnar haf-a staðið tilbúnar uppi á lofti síðan i gær, og ég hefi með aðstoð hennar sjálfttr valið ofurlítinn ferðahatt hari'da þér. — — — þú verðnr svo einn mánuð hjá frú von Berg, sem heitmey rtiín, og svo tekur ung kona sér aðsetur við hlið hins ægilega prófessors, sem kemur heim öskuvondur og ineð hrukkur á enni” Hr. von Hirschsprung og faðir hans voru hinir einu löglegu erfingjar. þeim var afhent fé það, er gamla jómfrúin hafði ánafnað þeim, — og þeir lýstu því yfir, að Iíeilwigs ættin hefði að fullu bætt þeim fornan órétt, eftir að prófessorinn hafði með sínum eigin peningum tvöfaldaö hina 30 þúsund ríkisdali. Fyrir sönglagahefti Baclis, sem frú Heilwig hafði brent, varð hún að borga þúsund ríkisdali. Féll ltenni það afarilla, en hún gerði það þó, eftir að vitiir hennar höfðu fullvissað hana nm, að ef hún léti mál- ið fara fyrir dómstólana, yrði hún dæmd til að borga miklu meira. Morgnninn, er leggja útti af stað, stóðu þeir við gltiggatin í stofu frú Frank málafærslumaðurinn og prófessorinn. Ilinn síðarnefndi var að bíða eftir samferðakonum sínttm. — “því skyldi ég neita því”, sagði málaíærslumaðtirinn og roðruaði nm leið, — “að ég ann þér eigi Felicitas. Htra'x og ég leit Itana, fann ég hvc óvnnalega miklttm hæfileikum hún er gædd, — og það líðitr eflaust langnr tími áðttr en ég fæ gleymt. — — En év tret huggað mig yið það, 310 SÖGUSAFN IIEIMSKRINGLU að þig hefir hún gert að nýjum manni, og fært sið- ierðislegum réttindum maiuna nýjan vin. — — það mátti til sannd vegar færa skoðanir mínar, er ég lét í Ijósi við þig eigi alls fyrir löngu. — Fyrirgefðu ntcr hinn beiska sannleika. — En hiu mikilláta Ileil- vt.igs ætt var hlaðint þungri sekt gagnvart ættingjum hins lítilsvirta loddarabartis. — — Guð minn góður ! — þarna stendur ednn, og lítur með þótta niður á hinn, — og heimttrinn, blindur og httgsunarlaus, hefir ekki hugmynd um, að hinar hátt-lofuðu kenningar þeirra væru rotnar og á sandi bvgðar, og að frelsis- og menningarstrauma þarf til að ryðja þeim úr vTegi, — því þær voru sprotnar af drambi, miskunarleysi og íleiri álíka löstum. “þú segir satt. í/g hílýði tneð ró á rökleiðslur þínar”, mælti prófessorinn alvarlega. — — “Ég fór villur vegar, en leið mín var líka grý'tt og þyrn.ttm stráð. — Unn mér þess vegna lika þeirra launa, sem ég hefi orðið að vitvna svo hart fyrir”. Prófessorinn hafði látið hina ungu konu sína taka þátt í samkvætnislífinu í Bonn. Henni er allstaðar tekið með ástúð og aðdáttn, þrátt fyrir baknag ríkis- stjórafrúarinnar. — Hugsjón prófessorsins hafði ræsts : Felicitas tekst alt af með blíðu og þýðu vTið- móiti, að slétta hrukknrnar, er læknisstarf hans setur á enni honum. — Og þegar hann á kveldin að af- loknii dagsverki segir biðjandi : “Fee, eitt lag ! ” — þá hljómar strax um viðkunnanlega og skemti- lega herbergið hans, hennar ágæta “alt”-rödd, sem einti sinni rak hann hrott af heimili móðtir hans, og út í Thuringen skógana, — sem hann svo ílúði frá, af því að hún meö' ómótstæðilegu aíli dró hann að hinu yndislega loddarabarni.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.