Heimskringla - 03.06.1909, Blaðsíða 2

Heimskringla - 03.06.1909, Blaðsíða 2
bl* íí WINNIPEG, 3. JÚNl 1909, HEIMSKRINGtA Heimskringla Pablished every Tharsday by The fleimskringla News & Pablisbing Co. Ltd Verö blaðsÍDS ( Canada og Bandar $2.00 nm áriö (fyrir fram boraað). Bent til Islands $2.(4) (fyrir fram borgaðaf kaapendnm blaðsins hér$1.50.) B. L. BALDWINSON, Editor & Manager Office: 729 Sherbrooke Street, Winnipeg P.O.BOX 3083. Talsími 331 2. Um hluttöku Islendinga í W’peg-sýningunni. Hann er ekki all-óhyggilegur ís- lenzki málshátturinn sem segir : “Ekki er ráð, nema í tíma sé tek- ið”. Alun þar brýndur sá sann- leiki, ísð þess betur, sem eitt mál sé íhugað, þess meiri líkur séu til þess, að íhugunin verði bygð á betri rökum, og að niðursbaðan, sem þannig íæst, verði sem næst því sem réttast er. þess vegna hugkvæmist Hedmskringlu sú spurning í sambandi við Heims- sýningu þá, sem hér er fyrirhuguð árið 1912, hvort vér .íslendingar eigum að sjást þar í þjóðernislegri merkingu. Jiað mun verða ætlast til þess að vér, sem borgarar, gerum vora skyldu, engu síður en aðrir borg- arbúar, til þess að sýningin, ef hún verður haldin, takist að öllu leyti svo vel, sem frekast eru föng til. Og er það í alla staði eðlilegt, með því að hjá því getur ekki far- ið, að áhrifin af sýningunni verði ekki að eins Winnipæg borg beldur einnig öllu norðvestur Canada að miklu liði á þann hátt að auka á- lit á landinu, auka innflutning fólks í landið, og auka verð fast- eigna að miklum mun. Og þar sem vér íslendingar erum búnir að dvelja fullan aldarfjórðung í land- inu, þá ættum vér að finna oss skylt, að taka vorn þátt í þessum framkvæmdum. það skal strax tekið fram, að til þess að þátt-taka vor í þessari sýningu, ef hún kemst á, sem mikl- ar líkur eru til að verði,geti orðið sanngjarnlega myndarleg og þjóð- flokki vorum hér og íslen/ku þjóð- erni til verðugs sóma, verðum vér að hafa samtök, bæði til þess að sjá um verkið, og einnig til þess að sjá um söfnun þess fjár, sem nauðsynlegt verður til að koma þessu í framkvæmd. En tilkostn- aðurinn verður þeim mun meiri, sem vér gerum þátttöku vora myndarlegri. Eíkfega verða deildar skoðanir um það, hvernig Islentjingar sem þjóðflokkur fái tekið virðulegan þátt í sýningunni. Heimskringla leggur það til þessa máls, að á sýningarsviðinu sé sýndur íslepzkur bóndafcær, eins og þeir er beztir gerast heima, og með íslenzkum húsbúnaði, eftir því sem íöng verða til. Stafnþilin ættu að vera 5 talsins : fyrir stofu, bæjardyr baðstofu, vinnu- skála, skemmu og smiðju. I stofunni yrðu almenn húsgögn, borð og stólar, komóða, skattol og rúm í veggjum, — fyrir gesti. 1 baðstofunni mættu rúmin fyrir heimilisfólkið vera meðfram veggj- um, og hvert upp af öðru, ef svo virðist fcezt fara, með sérstöku stafgólfi í endanum fyrir hjónin. — þetta mætti búa út svo að vel færi, líkt eins og í sv’efnvögnum á járnbrautum, því að í raun réttri er lag þeirra og rúma-útbúnaður beinlínis eftirmynd af íslenzkri bað- stofu. Annaðhvort yrði í þeirri baðstofu að hafa sérstakt stafgólf fyrir vefstól og önnur tóvinnu- verkfæri, eða að b-yggja sérstakan vinnuskála í bænum fvrir þá hluti. 1 skemmunni mætti geyma íslenzk reiðtýgi, íslenzkan mat o. fl. þ. h., og í smiðjunni befilbekk og önnur trésmíðaáhöld öðru megin, en járnsmiðju og járnsmíaáhöld hinu megin. — lfcæjarveggina yrði að gera lir grjóti og torfi, og torf- þekja bæinn, svo að sem næst líkt- ist því, sem heima er á vönduð- um bæjum. Ef afmarkað land- svæði leyfði, þá ætti við að hafa sérstakt hús fyrir íslenzka hesta, hrúta, ær og geitur. 1 þcssum bæ mætti sýna auk ís- lenzkra vinnubragða afurðir lands- ins, svo sem lýsi, ull, æðardún, saltfisk, egg allskonar og fuglateg- undir, síld, lax, silung, smjör, tólg, ost, sel og selskinn, tóu og fleira þess háttar. Einnig islenzk reið- týgi, svipur, skíði, broddstaf o. fl. Ennfremur silfurberg, kol og aðra málma, ef fundist hafa, vefnaðar- vörur og prjónles, þjóðbúning, is- lenzkar b'ækur og blöð, og hvað annað, sem hjálpað gæti hérlendu fólki til að fá réttan skilning á ís- landi, atvinnuvegum þess og af- urðum. Réttast væri, ef því yröi við- komið, að hafa tóvinnuvélarnar og vefstólinn stöðugt starfandi í þá 3 eða 6 mánuði, sem sýningin kynni að standa yfir. Veitingar á íslenzkum mat mundi og mega hafa í skemmunni og í stofu bæj- arins, og gæti það hjálpað til að bera hluta af kostnaðinum, — en þó ekki nema að litlu leyti, því að slíkri sýningu verður ekki komið á fót, nema með talsvert miklum til- kostnaði, sjálfsagt talsvert yfir 5 eða máske alt að 10 þús. dollars, ef alt ætti að vera í sem myndar- legustum stíl. En enginn þarf að efa, að þetta veitti þjóðflokki vor- um og föðurlandi mikla eftirtekt meðal allra landsbúa, og það er sannfæring Heimskringlu, að hér- lend blöð mundu líta svo á, að sú sýning væri hvorutveggja til sóma Hve mikið af tilkostnaðinum kynni að vera hægt að hafa upp með seldum munum, er ekki hægt að gizka á með nokkurri vissu um að það sé nærri lagi. Ef til þess kæmi, að landar vorir hugsuðu sér að taka nokkurn þjóðlegan þátt í sýningunni, þá yrðu þeir að bindast samtökum með fjárfram- lögum, og setja formlega íram- kvæmdarnefnd á stofn, sem tæki málið til íhugunar, og gerði sér grein fyrir inntekta möguleikunum sem sú þátt-taka krefðist. Vera má og, að mönnum sýnist einhver önnur þátt-taka heppilegri heldur enn sú, sem hér er getið um, og látum vér það gott heita. En óneitanlega ætti það vel við, að Vestur-íslendingar notuðu að einhverju Ieyti það tækifæri, sem þessi íj’rirhugaða sýning veitir þeim til þess að auglýsa sig og landið sitt á einhvern viðeigandi hátt, og svo, að bæði það og þeir megi vera vel sæmdir af. það þarf tæplega að efa, að margir beima á Íslandi mundu fúslega hjálpa til, að útvega oss þar þá hluti, sem þaðan þyrftu að fást, og með sanngjörnu verði. Að sýningunni afstaðinni mætti svo gera hvort heldur sem mönn- um þætti betra, að farga öllum hlutunum fyrir það verð, sem feng ist fyrir þá, eða halda þeim sem byrjun að íslenzku gripasafni, sem svo mætti auka og bæta á kom- andi árum, til skemtunar og fróð- leiks afkomendunum íslenzku hér vestra, og sem minnismerki um fæðingar og æskustöðvar forfeðra þeirra. Væntanlega verður sagt, að enn sé alt of snemt að ræða um þessa hluti, og má það satt vera að nokkru leyti. En oss hefir þótt rétt, að vekja máls á þessu, svo löndum vorum gefist kostur á, að ihtiga hugmyndina og að láta í ljós skoðun sína á benni, ef þeim þykir hún þess verð. Hin nýja stefna heilsu- frœðinnar. Fyrirlestur flnttur á MenninffarfélaKsfundi þriCjudagsk v, 11. Maí 1909, af Dr. O. Stephensen. (Framh.). En hvað heilsufræðinni viðkem- ur, þá eru það mestmegnis þær af þeim, er sjúkdómum valda, er mest athygli befir verið veitt inn- an vébanda læknisfræðinnar. Mun- ttrinn frá því, sem áður var, er aðallega sá, að nú vita menn með vissu, að allir næmir sjúkdómar I stafa frá einhverri af þessum lif- ‘andi smá-verum, sóttk'veikjum, j sem setjast að í likamanum, og að hver sóttkveikja veldur sérstök I um sjúkdómi, en þeir einir fá sótt- ina, sem sóttkveikjan kemst í. — i það, sem hér fer á eftir, er aðal- lega upptalning á sjíikdómum iþeim, sem menn vita með vissu, ' að sumar af þessum smá-plöntum I valda, ef þær komast inn í líkam- ann og tímgast þar. Hvaða leið | hver einstök fari til að komast þangað, hverju fram fari í likam- anum, meðan á sjúkdómnum standi, og að síðustu, hvernig far- ið er að draga úr skaðvæninu og lækjka veikina með efni, sem mynd ast hefir í blóði manns eða dýrs, sem nýlega hefir batnað samskon- ar smittveiki. Miltisbrandur (Bacille Antrax). Sóttkveikjan fanst 1871 af Pollander & Davine. Húnkemst inn í líkamann annaðhvort gegn- upi rispur í húðinni, innöndun ger- ilsins í lungun, eða við að renna niður einhverju, sem bakterían felst í. II o 1 d s v e i k i (Bacille Lep- rose). Hana fann Hansen, danskur maður, árið 1879. það er mjög efa- samt, hvort hún timgast annars- staðar en í líkamanum. það er haldið, að hún komist inn i líkam- ann gegn um rispur í húðinni, en hún er mjög hæg-smittandi, þrátt fyrir það, þó almenningur í þessu landi haldi að hún sé bráð-smitt- andi. Áður fvr meir var því hald- ið fram á íslandi, áð hún væri arf- geng, en ekki smittandi, en sú breyting er nú orðin á, að heilsu- fræðin er nú komin á þá skoðun, að enginn sjúkdómur sé beint arf- gengur, heldur felist einhver sú veiklun í sumum ættum, að viss- um bakteríum sé auðveldara að setjast þar að, og valdi þeim sjúk- dómi, sem af henni leiði, og svo er því varið með holdsveikina, að hún er smittandi, þó seinfara sé. T æ r i n g (Tuberculosis). Allar tegundir þessa sjúkdóms, þar á meðal lungnatæringin, koma af sóttkveikju, sem mjög líkist holds- veikis sóttkveikjunni. Hana fann Próf. Koch, eins og ég gat um áð- an, árið 1882, og nefndi hana ‘Bac- ile Tuberculoses’. Smittunin fer fram af því, að andað er að sér uppþornuðum hráka eða sára- vessa tæringarveiks manns, ellegar drukkin er mjólk úr tæringarveikri kú, eða étið kjöt af sýktum grip. Taugaveikin (Typhoid Fev- er). Sjúkdómur, sem að eins kem- ur fyrir í mönnum. Sóttkveikjuna fann Dr. Eberts 18-80', sem veldur þessum sjúkdómi. Hún berst aðal- | lega inn í líkamann með vatni og mjólk, er vér neytum, og kemur frá sýktum stöðum. Að henni sé inn andað, kemur mjög sjaldan fyrir. Illkynjuð hálsbólga. (Diptheria). Sjúkdóm þennan fá að eins mennirnir (þ.e. mannkyn- ið). þeim sjúkdómi veldur sótt- I kveikja, 'sem fundin var af þeim | Klebs & Leffeler, og nefnd er ann- aðhvort þeirra nafni eða “Bacille Diptheria”. Smittunin á sér stað annaðhvort við að anda að sér sóttkveikjtinni, eða felst í mat eða drykk. K ó 1 e r a kemur að eins fyrir hjá mannkyninu. Aðal heimkynni hennar eru bakkar Ganges fljóts- ins á Indlandi, og þar auðnaðist Próf. Koch að finna orsakir veik- innar árið 1884. Fólkið smittast af vatninu upphaflega, og samveru við þann, sem sýktur er. S t í f kr a m pi (Tetannus). — Ilann geta fengið menn, hestar og hundar. Nafn sóttkveikjunnar er ‘Bacille Tetannus, og er hún mest bráðdrepandi af öllum sóttkveikj- um, er nú eru þektar. Inn í líkam- ann kemst hún gegn um sár. Hún fanst árið 1886 af Nicoleiw. Landfarsótt (Influenza, La Grippe). Ilenni veldur einhver sú minsta sóttkveikja, sem þekt er. Hana fann Canon & Phæífer 1892. Slím uppþornað úr nefi og lungna- pípum þeirra, sem sýktir eru, og berst um í loftinu, veldur því að menn fá veikina, með því að anda því að sér. Lungnabólga. Stafar af sóttkveikju, sem tímgast í smá- um keðjum. Hún kemst inn í lík- amann við innöndun. þessa sótt- kveikju er að finna í munnvatni 5. hvers heilbrigðs manns. Árið 1887 sannaði Dr. Frankel, að hún orsakaði lungnabólguna. Svartidauði (Bubonic Plague). Sóttkveikju þá fundu þeir Kitasado og Jersin, japanskir lækn ar, árið 1894 i mörgum svarta- dauða dauðsföllum, og sönnuðu að hún orsakaði veikina. Hún leggur leið sína inn í líkamann gegn um sár í húðinni, eða fyrir flóabit, sem haldiát hafa við á sjúkum rottum, en þœr eru taldar að vera einhver aðal-ástæðan fyrir útbreiðslu þessa hræðilega' sjúk- dóms. Gulaveikin (Yellow Fever). Menn eru ekki enn sem komið er á eitt sáttir um, hvað veldur þeirri veiki. þessir eru helztu smittsömu sjúkdómarnir, sem auðnast hefir l enn þá að finna sóttkveikjur fyrir. j En þó undarlegt megi heita, þá ' hefir enn þá ekki auðnast að finna sóttkveikjtir t.d. bólunnar, skar- i latssóttar, mislinga né vatnsfælni, I sem þó mega kallast ímynd allrar I smittunar. Aðal-orsökin til þess i mun vera, að sóttkveikjurnar eru svo smáar, að ofv’axið er að sjá j þær með þeim smásjám, er menn enn þá eiga völ á að brúka. þegar taldir voru upp sjúk- dómarnir, er sóttkv’eikjur valda, j v’ar lítið eitt drepið á, hv’erja leið hver einstök sóttkveikja oftast j nær legöi til að komast inn í lík- ■ ama vorn, — sumar eina eða floiri. En nú skal lítillega minst á þær varnir, sem líkamanum eru settar af náttúrunni til að standa á móti árásum þeirra. Sömuleiðis hverju fram fari, ef þær nái að hrciðra sig í líkamanum, og hver endirinn verði. Húðin utan á líkamanum er öll hulin hornkendri himnu. Sé hún ó- sködduð komast bakteríurnar ekki í gegn um hana, en þær geta fljótt fest sig í holdinu, ef þessi horn himna er sprungin eða núin af. — Slímhúð líkamans vantar. þessa hornkendu himnu, enda edga bakt- eríurnar nokkru hægra viöfangs að komast í gegn um hana, jafnvel þó þær mæti þar ýmsum tálmunum, sem náttúran setur henni einnig til varnar. Sem dæmi má nefna, að hárin innan í nefholinu eru nokk- urs konar sáld, sem ryk og bakt- eríur í lóftinu, er vér öndum að oss, festast við og komast ekki framhjá. Auðvitað fara margar framhjá þessu ófullkomna sáldi, en margar festast í slíminu í nefinu, barkanum og lungnapípunum, en þar er holdið klætt ósýnilegum hárum, sem hreyfast sí og æ, og flytja aftur upp og út svo smáa hluti, sem þau geta valdið, en bakeríurnar eru ekki stærri enn svo. Aftur á móti hefir maginn sér það til varnar, ef bakteríurnar ber- ast þangað í mat eða drykk, sem oft ter við, aö sýrurnar í maga- safanum gera ú~af við margar þeirra. þrátt fyrir þessi varnarmeðul, vill það oft til, að þær komast inn í holdið, og byrjar þá barátta á milli bakteríanna og cellanna, sem holdið mynda. í þeirri viðureign kennir margra grasa, og veitir ýmsum betur, stundum cellunum, annað veifið bakteríunum. 1 þess- ari baráttu er það sjálfur lífskraft- urinn, sem er aðal-vopnið. það verður bezt séð á þvi, að hvort heldur sem er, að allur líkaminn deyr, eða þá partur hans, þá fyrst kemst rotnunin í algleyming. Með- an eellurnar eru lifandi, varna þær vexti og tímgun bakeríanna, og gefa jafnvel frá sér efni, sem eru ó- holl eða jafnvel banvæn þeim. Á líkan hátt er þessu varið með blóð ið. þess vegna er það, að þegar lifskrafturinn er lamaður af einni eða annari orsök, að þá er mönn- um mjög hætt vúð ýmsumveikind- um. Oft og einátt finnast dauðar bakteríur innan í cellunum, oftar þó í hvítu blóðkornunum, sem hafa þyrpst þar að hvaðanæfa, er bakt- ería hefir náð að komast inn. það er skoðun margra, að þau komi líkamanum til varnar eins og þeg- ar her er sendur gegn óeirðar- seggjum eða aðvífandi óvinum. — “Átcellur” hafa þessi hvítu blóð- korn verið kölluð, af því þau éta bókstaflega bakeríurnar. En það vill líka oft verða svo, að þau geta ekki melt fæðuna, og veröa því bakteríunum óbeinlínis að bráð með því að deyja sjálfar, og því er ósannað, hve mikil hjálp líkam- amtm er af þessari vörn. Fari svo, að bakeríunum takist, að vinna bttg á selltinum, sem hægt er að segja að myndi yzta varnargarð líkamans ásamt húð- inni og slímhimnuntim, leitast þær við, að komast inn í blóðið, en verður samt þröskttldur á leið þeirra, sem eru eitlarnir, er mynda innri varnargarð líkamans. það hafa sjálfsagt margir yðar veitt þvd eftirtekt, að eitlar bólgna í handarkrikttm og nára, ef fingur eða fætur hafa særst, eða undir k jálkaböröunum, ef menn fá háls- bólgu. Eitlarnir eru nokkurs kon- ar sáld, sem lileypa ekki ööru enn vökva gegn um sig. þessi bólga í eitlunum, er vottur þess,' að ígerð- ar-baktería hefir komist í þá, og verða þeir oft að gjalda þess, að þeir eru þannig settir á vörð í þarfir líkamans, með því að það grefur í þeim og ekki verður meira úr veikinni, eða þá liitt, að þeir hjaðna niður, bólgan dreifist, en það er vottur þess, að bakteríurn- ar hafa beðið ósigur. Með þessu móti er margri árás- inni fcægt á braut og styrjöldin er á enda, en oft á hitt lika sér stað, að bakteríurnar komist íramhjá þessum innri varnarvirkjum, eða graf-a sig í gegn um þau, þá er þeim auðvelt að komast inn í blóðið, og því næst um allan lík- amann. En þrátt fyrir það þarf vörnin ekki að gefast upp, þvi að mannsblóðið er skaðvænt ýmstim bakteríum, dregur úr mætti þeirra eða jafnvel drepur þær til fulls. þœr varnir, sem blóðið veitir, geta verið mjög mismunandi. Sum ar sóttir sigra líkamann oftast. 1 öðrum verður hann svo að segja æfinlega að lúta í lægra haldi. — það er svo að segja æfinlega ban- vænt, ef miltisbrands bakteríur komast í blóðið, blóðið veitir þá enga vörn. það getur verið mismunandi, hvernig bakteríur tímgast, eftir að þær hafa náð fullri fótfestu í blóð- inu. Sttmar dreifast um allan lík- amann jafnt, en aítur á móti aðr- ar halda sér að eins á Vissum stað í gegn ttm gjörvallan sjúk- dóminn, eins og t.d. á sér stað í stífkrampa. Ef vér nú vei'tum því athygli, hvernig sjúkling þeim líður, er smittast hefir, þá kemur það í jjós, að frá þeim tíma að smittun- in hefir orðið, þar til sjúkdómsein- kennin komá í ljós, hefir staðið hið harða stríð milli sóttkveikj- anna, sem eru að reyna að þrengja sér inn, og vefsellanna og átsell- anna, þ.-e.: hvítu blóðlíkamanna á aðra hönd, sem eru að reyna að reka sóttkveikjurnar til baka. Á þeim tíma hefir sjúklingurinn verið lítið eitt öðru vísi enn hann á að sér, cn eftir aö sóttkveikjunum hefir tekist að tímgast í blóðinu, gefa þær frá sér eitur sitt ótrú- lega fljótt, sem veldur miklum breytingum mjög ljóslega um all- an líkamann. Sjúklingurinn verður ! alvariega veikur, og smittunarein- kenni koma mi greinilega í ljós, — svo sem matarólyst, höfuðverkur, hitaveiki, verkir og drættir um | allan líkamann. Sjúklingurinn ör- magnast og jafnvcl missir meðvit- undina. það ræður að líkindum, að át- sellurnar láti ekki síður til sín taka i blóðinu, hinu eiginlega heimkynni þeirra, en í holdinu, enda reynast not þeirra engu síð- ur ótvírætt í blóðinu, því nú þeysast fram heilir herskarar af þeim, til að hjálpa þeim sellum, sem hafa haldið uppi vörninni, og reyna að uppéta óvinina. Jafnvel miltið sendir út legíónir af hvítum blóðkornum, til ,að taka þátt í bardaganum, en máske verður alt þetta strit til einskis, svo sjúk- dómurinn verður að hafa sinn gang, og endar annaðhvort með bata eða dauða. | Ilvað veldur því þá, að sjúk- lingnum getur batnað, þegar allar ^varnir líkamans virðast vera þrotnar og bakteríurnar hafa unn- iö sigur ? Aðal-mótstöðuafl blóðs- ins virðist vera fólgið í blóðvatn- J inu, og vist er um það, að blóð- vatn úr manni, sem lifað hefir af sjúkdóm, sem bakteríur í blóði hans hafa valdiö, getur að jafnaði bæði varið hann og aðra fyrir þeim liinum sama sjúkdómi eftir á. Á hvern hátt þessi vörn blóð- vatnsins komi fram, er mönnum enn að mestu leyti óljóst. I.íkindi eru til, að það hafi að geyma efni, sem ýmist alt af eru til taks, ým- ist myndast um leið og bakterí- urnar komast inn í blóðið, og sem ýmist geta eytt bakteríunum sjálf- um, ýmist sameinað þeim skað- væn efni, sem þær mynda, þan'nig, að þær missa sina skaðvænu eigin- legleika. það er á þessum mikilvægu at- riðum, sem blóðvatnslækningarnar byggjast, og það er til þeirra, sem mænir hugur hvers einasta hugs- andi læknis, með þeirri sáru þrá, að fyrir tilstyrk þeirra verði hægt, þegar aldir renna, að afstýra hverjum einum einasta sjúkdómi, sem stafar af sóttkveikjum, og jafnvel ívtrýma eða örmagna alla þá sjúkdóma, svo að þeirra gæti lítið eð.i ekkert, líkt og nú á sér stað með bóluna. i þessi nútímans lækning »hefir einkum og sérílagi gefist vel við barnaveiki. Notkun og meðferð þess meðals, er í stuttu máli þessi: Barnavoikis bakterían er ræktuð í vökva, sem hún þrífst vel í ; og þegar fcakteríurnar hafa náð góð- um þroska, er vökvanum spýtt inn undir húðina á geitfé eða hest- um (bestar hafa reynst beztir). Dýrið verður nokkuð veikt á eftir en réttir þó við aftur. Síðan er innspýtingin endurtekin, og verður dýrinu þá enn þá minna meint af því, og að síðustu hefir það engin | áhrif á það. 1 blóði dýrsins hefir þá safnast fyrir eiturefni, sem deifir verkanir bakteríunnar. þeg- 1 ar svo er komið — en það verður J ekki á skemri tíma en 2—3 mán- uðum — er dýrinu opnuð æð, blóð- vatifiö skiliö írá blóðtrefjunum og , blóðögnunum og þvi svo spýtt j undir hörund sjúklingsins. í blóði sjúklingsins mætir eiturefni það, *sem er í blóðvatni þessu, eiturefni Sparið Línið Yðar. Ef þér öskið ekki að fá þvottinn yðar riíinn og slit- inn, þá sendið hann til þess- arar fullkomnu stofnunar. Nýtízku aðferðir, nýr véla- útbúnaður, en gamalt og æft verkafölk. LITUN, HREINSUN OG PRESSUN SÉRLEGA VANDAÐ Modern Laundry & Dye Works Co.,Ltd. 3U7—315 llni'grftvc ðit. WINNIPEQ. [MANITOBA Phones : 2300 og 2301 Orðsending til ritstjóra “Lögbergs”. 1 síðasta blaði Lögbergs hefir ritstjórinn með nokkrum ónota- orðum minst á póstspjöld þau, er lég hefi nýlega gefið út og sendi blaðinu. Mér kom þetta ekkert á. óvart úr þeirri átt. þaðan er ekki annars að vænta, ef sá, er hlut á. að máli, tilheyrir ekki ‘‘hjörðinni’\ sem blaðþynkan hefir fyrir sitt | eina markmið, að klappa á vang- jann og strjúka aftan og framan. Um einkunnarorðin á spjöldun- I um segir ritstj. : “Sum virðast i illa valin, t.d. eftir Einar Bene- | diktsson. þar átti auðvitað að' j vitna til einhvers úr Fána-kvæði Jhans”. — ójá. það er líka gert. Eða hvaðan skyldi þetta erindi jvera úr “Meðan sumarsólir bræða", ef ekki Fána'-kvæðinu ? En þaö er á fjöldamörgum spjöld- um, sem mynd E.B. er á. Ég tugði ekki upp sömu ein- kunnarorðin á öll spjöldin, eins og ritstjórinn hefði auðvitað gert. eftir allri hans upptuggu í Lögb. að dæma, heldur tók frá 2—5 ein- kunnarorð eftir hvern mann, og skifti þeim niður á þá upphæð, er» ég lét prenta af hverjum einnm. það er því ekki i til ofmikils mælst, þó ég mælist til þess, að ritstj. kyngi þessum ummælum sínum í næsta blaði. Einnig ætti hann þá. að benda á þau önnur einkunnar- orð, sem hann gefur í skyn að séu illa valin, og benda á önnur betri, eða að öðrum kosti éta ofan í sig báðar setningarnar. “Verstar” segir hann að sétt myndir Guðm. Guðmundssonar og Guðm. Hannessonar. Ef ritstjór- inn hefði nokkurt vit á, að dæma. | um, hvað “verst” er eða ekki, þá. j'hefði hann ekki tilfært mynd G.G., því hún er eins góð og nokkur hinna. Um mynd G.H. er öðru máli að gegna, sem kemur til af vissum ástæðum. Eg gat enga myriíl fengið af honum, nema úr Óðni, en þar var hann með hatt á. höfðinu, en það þoldi myndin ekki, af því hún er lítil, og tók ég því það ráð, að láta góðan málara og “engravers” taka hattinn af, en ómögulegt var að ná í burtu meÖ öllu skugganum, sem af honum kom á augabrýrnar. Vegna þess er mynd G.H. ekki eins góð og hinna. Annars stendur mér á sama, því, sem stafar frá æxlun og vexti hvað ritstjórinn, — þessi filut- drægnis, heigulskapar og höfuð- sóttar skepna, — segir um þetta eða'annað mér viðkomandi. Hans I sýnifegi tilgangur, að spilla fyrir sölu póstspjaldanna, hygg ég að muni ekki takast. barnaveikis bakteríunnar hjá sjúk- lingnum, og veikir það nú eitur- verkanir þess, án þess það sjálft geri neinn skaða. þeir margvíslegu kvillar, sem einu nafni eru kallaðir innkuls, eru að öllum . líkindum bakteríu sjúk- J dómar. Meðan ekkert ber út af, festa bakteríurnar, er valda þeim, I ekki rætur, en verði maður fyrir ofkælingu, verður linun á vörnum, og þær eru þegar til taks. það er margsannað, að menn verða miklu fremur fvrir þess konar innkulsi, I ef þeir eru ,nýstaðnir upp úr legu, eða skortir næringu, eða bera harm í huga. En því má ekki gleyma, að þótt jnáttúran sjálf leggi líkamanum til jþessar margvíslegu, vænlegu varn- ir, þá eru það ekki allir líkamir, 1 sem verjast jafnvel, þegar á herðir jEngum gefst betra tækifæri enn lækninum, að koast að raun um þessi sannindi. Honum einum get- ur fyllilega skilist, að það skiftir miklu, hv’ernig líkaminn er undir þá vörn búinn, en þó umfram alt til að geta sigrast á veikinni. — Hraustur, vel hirtur líkami er margfalt líklegri, aannaðhvort til að afstýra veiki eða sigrast á jhenni, heldur enn lamaður, hvort heldur veiklunin stafar frá sjúk- dómi eða illri meðferð. I (Niðurlag). A. J. JOIINSON. Gefið Hestverð Landi vor, Jón Finnbogason á Simcoe St. hér í borginni, hefir orðið fyrir því slysi, að missa 2 hesta á sl. 2 árum. Jón hefir haft ofan af fyrir sér með keyrslu.Hann ér hniginn á efra aldur, ep er fús til vinnu og sýnir alla heiðarlega viðleitni til að bjarga sér. Hann er nú efnalaus og hjálparþurfi, og með því að maðurinn verðskuldar,, að honum sé hjálpað, þá mælir Ileimskringla með því, að íslend- ingar hér í borg vildu með sam- skotum styrkja hann svo sem einu hestverði svarar. Ef margir leggjai saman í þann sjóð, þá þurfa upp- hæðir frá hverjum einum ekki að vera stórar. þeir, sem vildu hjálpa Jóni, geta sent tillög sín til Heims kringlu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.