Heimskringla - 10.06.1909, Blaðsíða 5

Heimskringla - 10.06.1909, Blaðsíða 5
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. JÚNÍ 1900. Bls. 5 Cleveland Massey Brantford Imperial Perfect Rambler Engin þörf að keyra með lúin hest til bæjar, þegar drengurinn mundi með ánægju fara á hjóli. Grætið að tfmatapi og hestaníðslu við það,að útvegaekki piltum reiðhjól,— það setn yrði yðurerfiði, yrði þeim bara skemtun. — Spyrjið börnin hvað þau vildu heldur en reiðhjól.—Það veitir þeim meiri ánægju og yður hagsmuna, en flest annað er þér kaupið. — Kaupið piltinum reiðhjól ! Canada Cycle & Motor Co., 147 PHINCESS STREET. Ltd., Winnipeg. Heimsius Beztu Reiöhjóla-smiöir. Hiu nýja stefna heilsu- iræðinnar. FRAMHALD FRÁ BLS. 2 þvo sig alt of lítiö innan með vatni. það getur aldrei gert nema gott, sérstaklega á morgnana á fastandi maga. það styrkir og herðir öll innýflin. Hver maður, sem lifir af kjarngóðri fæðu, ætti að minsta kosti að drekka 2 potta eða meira á hverjum degi. Sundið, þessi forna, göfuga íþrótt forfeðra vorra, er nú kvað vera, sem betur fer, sem óðast að riðja sér til rúms aftur á hinni fornu ættjörð vorri, virðist alveg vera lögö á hilluna hjá flestum ungum uppvax- andi mönnum hjá þjóðflokki vorum hér vestan hafs. — En það verð ég að segja, að engri í- þróttalist veit ég af, sem ég held- ur vildi kjósa fyrir unga, uppvax- andi landa mína, en einmitt sund- ið. Islenzkar taugar þurfa að vekj- ast og stælast, og þá er ekkert betra enn kuldinn, ef hann ekki kemst of langt inn í likamann, og helst þar ekki of lengi. Vatnsböðin hafa afarmikla þýð- ingu, í meðferð þeirra sjúkdóma, sem mikil hitaveiki fylgir. þau reynast þar einu óbrigðulu meðul- in, sem hægt er að hafa vhld á hitanum með, enda hafa þau aö mestu leyti útrýmt fyrri tíðar hita-meðulum. það hefir og lengi verið á vitund manna, að í sjón- um feldust ýms þau efni, sem heillavænleg áhrif hefðu fyrir lík- amann, enda eru sjóböðin viður- kend þau allra beztu, sérstaklega steypiböðin, í öllum taugasjúkdóm um (Nervous Dis'eases). “Mehr I.dcht ! ” (meira ljós ! ) voru andlátsorð Göthes, þýzka skáldkonungsins fræga, sem dó 1832. Ilafi það verið ljós líkam- legra augna, sem fyrir honum vakti, þá hefir hann verið bœn- heyrður, því bæði er það, að fyrir 10 árum fann Roentgen, þýzkur háskólakennari, nýjan geisla, langt um sterkari enn alla aðra geisla, sem þekst höfðu og þekkj- ast enn, sem hefir haft mikla þýð- ingu fyrir handlækningar, því með honum er hægt að sjá alla fram- andi harða hluti, t.d. byssukúlur, sem felast í líkamanum einnig og beinbrot, sem hefir lent í ólagi, af því þau hafa ekki sest vel saman. Og hitt, að sólarljósið auðnaðist landa vorum Níels heitnum Finsen að aðskilja, og nota svo hina ein- stökvi, mismunandi geisla þess, eða áhrif þeirra, til að útrýma og gera út a£ við ýmsar skaðlegar sóttkvedkjur í holdi og hörundi, — til dæmis “I/upus Vulgaris”. Einnig sálina hefir verið Teynt að höndla í þarfir heilsuíræðinnar, með því sem Hypnotism (dá- leiðsla) kallast,eða þvi er nefnir sig “Christian Scienee”, af því það er dálítið fínna og gangi betur í al- menning, að sumir segja. Ivg hefi ekki nægilega kynt mér þau mál- efni, en margt virðist benda í þá átt, aö alt sé það sama tóbakið — að eins “Mental Suggestion”, sem kölluð er. En það hefir líka lengi verið viðtirkent, að “trúin flytti fjöll”, og er þá ekki rétt af þeim, að vera með of miklar get- sakir í þeirra garð, er halda fram þessari kenning, sem engar tilraun- ir hafa gert í þá átt, eða kynt sér hana kostgæfilega, en jafnframt verður mönnum að fyrirgefast, þó þeim sumtint hverjum þyki hún nokkuð strembin. Háttvirti forseti, heiðruðu til- beyrendur !' það hefir aldrei þótt við lambið að leika sér, hvort hellur hefir ver- ið að rita eða flytja mikið nm læknisdóma á voru kæra móður- máli. J>ví að þó að það í mörgum (öðrum fræðigreinttm geti ‘‘legið lipurt og létt á kostum hreinum”, þá er það ekki enn sem komið er nógu auðugt af lækna-nýyrðum, sökum þess, að fræðin eru svo til- tölulega ung í landinu, — að það geti náð fyllilega öllum þeim hug- tökum, sem í hinu albeitnslega ^ máli læknanna felst. Ég get því vel gert mér grein fyrir þeim hinum megnu píslum, sem sumir hverjir yðar, er næmt eyra hafið fyrir fögru máli, hafið orðið að líða meðan á þessum upplestri stóð, og dettur mér þá í httg vísa i því sambandi eftir Hannes Hafstein, sem hljóðar svo: Dýraverndan dygðaríka drógar verndar þú. Sýn hér þína líknsemd líka, láttu hætta nú. Og svo bið ég yður öll velvirð- ingar. Ferðasasa. Stærsta borg í heimi. i. Arið 2009, í desember, var ég staddur í höfuðborg Ameríku, eða sem jafnvel mætti segja : — höfuð- borg heimsins. En hún er Winni- peg í Kanada. Undarlega bar vöxt og viðgang þessarar borgar að höndum. Á einum hundrað árum hefir fólkstal í borginni aukist nær því 77 sinnum. íbúatalan var þar árið 2009 rúm hálf áttunda milíón. Hún er höfuðborgin á meginlandi Ameríku, og hefir skeiðað að vexti °R upi>gangi fram úr öllum stór- borgtim beimsins. Árið 1909 var fólkstala þar ttm 110 til 120,000, að öllu til tíndu. Fyrsta heimssýn- ingin var haldin þar árið 1912. þá var fólkstalan um 300,000. Hún haföi þrefaldast á 3 ártim. Frá 1912—1918 stóð hún nokkurn veg- in i stað. Árið 1912 tók Konserva- tive flokkurinn í Kanada ríki við stjórnartaumunum. Árið 1918 var sá flokkttr búinn að tengja Winni- peg við Hudsons flóann, og skipa- leið opnuð þaðan til Norðurálf- ttnnar. I.iberal stjórnarflokkurinn hafði marglofað að byggja þessa braut norður að flóanum, en sveik þjóð- ina allajafna um það fyrirtæki. Stöfuðu svikin af óhemjttlegri fjár- eyðslu úr ríkissjóði og stórvaxandi þjóðskuld. þar af urðu vettjulegar afleiðingar : vantraust og ótrú á lánstrausti þjóðarinnar. Sá stjórnarflokkur lét að visu starfa að mælingum á vegstæðum undir þá braut, að minsta kosti á spottum hér og þar. Ilann lét líka ryöja saman nokkrttm moldar- hnausum og aka mold og sandi í hjólbörum hér og þar, og nefndi það brautargrunn. En tilgangur þeirrar stjórnar var aldrei sá, að byggja nefnda braut. Hann var að ein.s til málamyndar og blekkingar við þjóðina. Árangurinn var: stór fjártöp, sökkvandi gjaldþrot og vanvirða á þjóðina í Kanada. Stjórnin svalg penmgana í sig sjálfa, og leyfarnar gaf hún fylgi- fiskum og flokkslegátum sínttm. því var það, þegar Konservative flokkttrinn kom til valda 1912, var þetta fvrirtæki ekki meira virði en glerbrot úti á öskuhaug. Frárekin stjórn hafði haft þetta Ilttdson flóa járnbrautarbrask fvrir glæsi- beitu á trúgirni altnennings, og var búin að ginna hana á von ut- an vits, með alls konar pírumpári og vammalátum. þjóðin stóð liöndum uppi ráðþrota í hamra- gljúfrum fjárglæfra og stjórnar- svika. þá tók hinn nýkosni stjórn- arflokkur Konservativa strax til óspiltra málanna. Hann átti við marga stóra örö'ugleika að etja. þau ár var árferði tæplega i með- allagi * Peningamarkaður daufur Öll verzlun afar ísjárverð og nask- nýtin. þjóðin stóð uppi í höku í töpuðu lánstrausti, og náði hvergi til botns í þjóðskuldasúpunni. I.ánstraust ltennar var eitt hið herfilegasta, hvar sem leitað var. Eftir þriggja ára ríkisstjórn Kon- servative flokksins (1915), fóru kröggurnar ögn að lagast. Árferði fór batnandi ár frá ári. Verzlunar- fjör gerði hvervetna vart við sig. “Vex hugur þá vel gengur”, segir fornt orðatiltæki, og sannaðist það á þjóðinni á þeim tímum. Hagttr ríkisins tók algerðum stakkaskiftum, og vellíðan ríkti í landinu, eftir því sem nœst verður komist í þjóðhagsskýrslum þeirra ára. þá gerði Konservative flokkurinn mjög hyggilega og happasæla ráð- stöfun og samninga á fjárláni til að byggja hina margumtöluðu og alment þráðtt járnbraut norður að Hudson Bay. Stjórnin lét brautina vera þjóöareign. Á fyrsta ári revndist hún til stórframfara og aröberandi fyrirtæki, og varð þeg- ar afar vinsæl hjá alþýðu í Uestur- landintt. þá, árið 1918, réðst Kon- servative stjórnin í hin stórfrœgu mannvirki, að gera hafskipaleið á milli Winnipeg bæjar og Hudsons flóans. Stóð það mannvirki yfir til ársins 1925, eða jafnlengi og “Sjö ára striöið” forðum daga. — þar eftir gengu stærstu hafskip daglega inn að og út frá borginni Winnipeg á sumrum. Hún var þá orðin hafnarbær, nærri því í mið- depli á meginlandi Norður-Amer- ríku. Frá þeim tíma befir Winni- peg verið aðal slagæð allra megin- verzlunar viðskifta milli Ameríku og Norðurálfttnnar. Strax rann borgin fram sem fífill í túni. Og fylgdi þeim uppgangi hinn mesti og hollasti menningarbragur, sem hver stórborg þarf að bera, til þess að ná festu i sessi tímanna. Borgin stækkaði svo óðfluga þrjá fjórðtt parta síðustu aldar, að þar að komast engin dæmi áður þekt í veraldarsögunni. I.iverpool á F.nglandi er aðal- hafnarbær i Evrópu, ' gagnvart Winnipeg á meginlandi Vestur- heims. þar nœst er Glasgow á Skotlandi. Millistöðva hafnarbær er Reykjavík á íslandi. Sú borg er lítið afvega, af beinustu skipaleið frá Winnipeg til Bretlands. Reykja- vík ltefir tekið örskreiðum fram- förttm síðan þessi Winnipeg, Hud- son Bay & I.iverpool skipalínur hófust. Reykjavik taldi 2009 um 500,000 íbiia. Hún befir sem sagt margfaldast 50 sinnttm á síðustu 100 árum. Fólkstalan í Winnipeg hefir margfaldast 77 sinnum, en fólkstalan i öllu ríkinu hefir ekki margfaldast nema 15 sinntim á sama tíma. í II. kafla verður ýmsu forn- sögulegu lýst í Winnipeg. Aðallega því, sem lýtur að Islendingasögu þar, frá 1899—1909. Sumir kaflar í þessari ferðasögu eru einkennilegir og fróðlegir, sérdeilis fyrir fólk, sem nú lifir, en býst við að deyja og verða að sagnöndttm í hinu líf- inu. Einnig getur höfundurinn um nokkrar afturgöngur af Islandi, sem endtir fyrir löngu laumuðust í farangri íslenzkra innflytjenda, og gerðu á ýmsan hátt vart við sig vestan hafs, einkttm á sérstÖkum stöðum í bænttm Winnipeg, sem þá var. í ritmál færir : K. Ásg. Benedildsson. TIL Margrétar J. Húnfjörð. t af láti dóttur hennar Hólmfríð- ar, sem lézt árið 1908. 0r ýmsum áttum. Úr bréfi frá Steinbach, Man., 31. maí 1909 : — “Engar fréttir héðan nema inndæl tíð og framtíðar út- lit alt hið ánægjulegasta. Hátt verð á hveiti, $1.15 bttsh. Svo hátt hefir það aldrei fyr orðiðú þessari bygð. — Marga hér fýsir að vita, hvernig reiðir af milli Islands og Danmerkur, og finst mál til kom- ið, að það sé klárað. Um erindis- lok íslenzku forsetanna og fram- komu þeirra ytra hefi óg verið fá- orður, eins og von var, í garð þjóðar minnar, og finst það ekki berandi á borð fyrir annara þjóða menn. Mér dylst ekki, að stt fram- koma var hreinasta hneyksli, svo sem það, sem haft er eftir forset- ttnum, að 99 af hundraði hverju landsmanna væru andvígir skilnað- ar hugmyndinni. Hver haíði heim- ikl til þess, að gera slíka staðhæf- ingu fyrir hönd íslendinga ? Ég að Kristján Jónsson yfir- dómari hafi engan dómararétt haft í því máli. Hinsvegar eru lík- ur til þess, að meðal Vestur-ís- lendinga séu 99 af hundraði hverju, sem óska aðskilnaðar íslands og Danmerkur. — það var illa farið, að Skúli var ekki kvaddur á kon- ungsfund. Sá maður hefir sýnt það með framkomu sinni, að hann lætur ekki danska kögursveina blása sverðið úr hendi sér.—Magn- ús Johnson”. Veit ég þín móður sorg er sár, dóttir svo góð varð gröf að sæta, i gjafvaxta fljóð nti dáuða’ að mæta, falla í hljóði trega tár. j Ilópinn í kæra er komið skarð, elskaða mærin moldum hulin : t myrkur er bær og gleði dulin. Heimili fjaer hún hníga varö, I Sem var sva blíð og ljúf í lund, — ætið svo þýð og þekk í httga ; þolgóð alt stríð að yfirbuga sérhverja tíð við móður tnund. þegar á grundu grértt blóm, og þegar lundin lífið þráði, — liðin var stund, sem gæftt spáði, — hné hún í blund við dauðans dóm. Sárt hefir skorist þanki þinn, h e i m var hún borin bleik á fjöl- u m ;--------- bernsku á vori lífs frá k v ö 1 u m steig hún sitt spor í eilífð inn. Hugga þig nú í harmi má vitundin sú, sem von þér gefttr : vorið í snúist eilífð h e f u r F r í ð u — og þú munt þetta sjá. ó. T. J o h n s o n. 24. maí 1909. — Á fjölmennum fundi námaeig- enda í Kenora, Ont., þann 1. þ.m., skýrði herra Thurber frá nýrri gulltekju aðferð, sem hann hefir fttndið upp, og sem svo er nákvæm að með henni má ná öllu gttlli, sem hægt er að ná, án þess að nokkuð af því missist í meðferð- inni, og }>essu til sönnunar kvaðst hann hafa prófað aðferð sína með því, að ná með henni svo miklu ulli úr málmblendingi þeim, sem áður var búið að yfirfara og taka alt gull úr, að því er séð varð, — að verkið við endttrhreinsunina hafi borgað sig vel. Meömæli sín með nýjtt aðferðinni byggir ltann á þessum atriðum : 1. Að ekkert af gullinu tapist við uppgufun, þegar það er hreins- að við eldshita úr grjótinu. 2. Að hann nái meira gulli úr alls konar málmblendingi með aðferð sinni, heldur enn fáist með nokkurri annari aðferð. 3. Að hann geti með aðferð sinni náð gulli úr grjóti, sem gull náist ekki úr með nokk- urri annari aðferð. 4. Að kostnaðurinn við gulltekj- una úr tonni grjóts sé $6 með nýju aðferðinni, og sé það langt ttm minna en með nokk- urri annari aðferð. 5. Að úr því málmgrjóti, sem gefi aí sér 1 til dollar gulls úr tonni með gömlu aðferð- inni, geti hann meö nýjti að- ferðinni náð frá 10 til 17 doll- ars virði af gulli úr tonninu. LEIÐBEINING AR - SKRÁ YFIR ÁREIÐANLEGA VERZLUNARMENN í WINNIPEG KENNARA vantar fj-rir Thor skólahérað, No. 1430, í Argyle. Kenslutími að byrja 1. júlí og varir til ársloka. Umsækjandi geri svo vel að til- taka kaup og mentastig. Tilboð- um veitt móttaka til 20. júní. Edvald Olason, Sec’y-Treas, Brú P.O., Man. MUSIC OG HLJÓÐFÆRI CROSS, QOULDINQ & SKINNER, LTD. 823 Portage Ave. Talslmi 4413 MASON & RISCH PIANO CO , LTD. 356 Main Stree Talslmi 4 80 W. Alfred Albert, Islenzkur umboösmaöur WHALEY ROYCE & CO. 3 56 Main St. Phone 2 63 W. Alfred Aíbert, búöarþjónn. BYGGINGA- og ELDIVIÐUR. J. D. McARTHUR CO , LTD. Bygginga-og Eldiviöur í heildsölu og smósölu. Sölust: Princess og Higgins Tals. 5060,5061,5062 MYNDASMIDIR. Q. H. LLEWELLIN, “MedallionsM og Myndarammar Starfstofa Horni Park St. og Logan Avenue SKÓTAU í HEILDSÖLU. AMES HOLDEN, LIMITED. Princess & McDermott. Winnipeg. THOS. RYAN & CO. Allskonar Skótau. 44 Princess Sfc. THE Wm. A. MARSH CO. WESTERN LTI). Framleiðendur af Fínu Skótaui. Talslmi: 3710 88 Princess St. “High Merit"’ Marsh Skór RAFMAGNSVÉLAR OG ÁHÖLD JAMES STUART ELECTRIC CO. 324 Smith St. Talslmar: 3447 og 7802 Fullar byrgöir af alskonar vélum. QOODYEAR ELECTRIC CO. Kellogg's Talsímar og öll þaraölút. óhöld Talsími 3023. 56 Albert St. RAFMAGNS AKKOKÐSMENN MODERN ELECTRIC CO 412 Portage Ave Talsími: 5658 Viögjörö og Vír-lagning — allskonar. BYGGINGA - EFNI. JOHN OUNN & SONS Talslmi 1277 266 Jarvis Ave. Hðfum bezta Stein, Kalk, /:emeut, Sami o. fl. THOMAS BLACK Selur Jórnvöru og.Byggiuga-efni allskonar 76—82 Lombard St. Talsími 600 THE W1NN1PF.G SUPPLY CO., LTD. 298 Rietta St. Talslmar: 1936 & 218T Kalk, Steiun, Cement, Sand og Möl BYGGINGAMEISTARAR. J. H. Q. RUSSELL Byggiugameistari. 1 Silvester-Willson byggingunni. Tals: 1068 PAUL M. CLEMENS Bygginga-Mcistari, 443 Maryland St. Skrifst.: Argyle Bldg., Garry st. Talsími 5997 VlNSÖLUMENN QEO V E LIE Heí’dsöln Vínsali. 185. 187 I^ortage Ave. E. Smá-sölu talslmi 852. Stör-söln talsími 464. 8TOCKS & BONDS W. SANEORI) EVANS CO. 326 Nýja Grain Exchanpre Talsími 869 6 ACCOUNTANTS & AUDITQRS A. A. JACKSON. Accountant and Auciitor Skrifst.—"28 Merchants Hank. Tals.: 5702 OLÍA, HJÓLÁS-FEITI OG FL. WINNIPEG OIL COMPANY, LTD. Búa til Stein Ollu, Gasoline or hjólás-Aburö Talsími 15 90 611 Ashdown Block TIMBUR og BULOND THOS. OYSTAD, 208 Kennedy Bldg. Viöur 1 vasrnhlössum til notcnda, bulönd til söln PIPE & BOILEK COVERING GREAT WEST PIPE COVERING CO. 182 Lombard Street. VÍKGIRÐINGAR. THE QREAT WEST WIRE FENCE CO., LTD Alskonar vlrgiröingar fyrir bændur og borgara. 76 Lombard St. Winnipeg. ELDAVELAR O. FL. McCLARY’S, Winnipeg. Stœrstu framleiöendur í Canada af Stóm, Steinvöru [Granitowares] og fl. ÁLNAVARA í HEILDSÖLU R. 1. WHITLA & CO., LIMITED 264 McDermott Avo Winniþ>eg “King of the Road” OVERALLS. BILLIARD & POOL TABLES. W. A. C A R S O N P. O. Box 225 Room 4 1 Molson Banka, öll nauösynleg áhöld. Ég gjöri viö Pool-borö N A L A R. JOIIN RANTON 208 Hammond Block Talslmi 4670 Sendiö strax eftir Verölista og Sýnishornum. GA5SOLINE Vélar og Bmnnborar ONTARIO WIND ENGINK and PUMP CO. LTD 301 Chambcr St. Slmi: 2988 Vindmillur-- Pumpur— ngsetar Vélar. BRAS- og RUBBER-STIMPLAR MAMTOBA STENCIL & STAMP WORKS 421 Main St. Talslmi 1880. P. O. Box 244. Hönm til allskonar Stimiila úr mAlmiogtOKleBri BLOM OG 80NGKUGLAR JAMES BlRCKl 442 .Notre I)ame Ave. Talslmi 2 6 3 8 BLOM- allskonar. Söng fuglar o. fl. BAN K ARA R,G UFUSKl PA AGENTR ALLOWAY Ai CHAMPION North End Branch: 667 Main st^eet Vér seljum Avlsanir borganlegar á Islandi LÆKNA OG 8PITALAAH0LD CHANDLER & FlSllER, LIMITED Lækna og Dýralækna áhöld, og hospitala áhöld 185 Lombard Sfc., Winnipeg, Man. þiessi mál, þá er vert að minnast j ® þess, að á síðasta ári var slátrað | einni milíón gripa f æ r r a enn ; árið á undan. þegar bændurnir í ! Iowa, Minnesota og Nebraska j geta fengið 65 cents fyrir hvert 1 bushel af maís-korni heima í hér- , aði, þá má búast við að þeir selji alla kornvöru sína”. — Gamli James J. Hill var ný- lega á Seattle sýningunni. Hann var spurður um skoðun hans á framtíðarverði hveitis hér í landi, og hvert sú saga væri sönn, að James A. Patton, hveitikaup- maðurinn nafnkunni, væri orsök í vaxandi verði hveitis. Hill gamli svaraði á þessa leið : — “}>að er rangt að segja, að herra Patten hafi náð yfirráðum á hveiti mark- aðnum hér í landi. Hann greip að eins það tækifæri, sem honum var lagt upp í hendurnar. það eru ekki nema fá ár liðin síðan sú áætlun var gerð, að notkun hveitis hér í landi væri 6 bushel á mann að jafnaði. lin nú segja íróðir menn, að hveiticyðslan sé 7 bushel á mann á ári liverju í Bandaríkjun- um. Manntalið, sem tekið verður árið 1910, mun sýna, að Bandarík- in hafa 90 milíónir íbúa, sem þýð- ir það, að vér þurfum til heima- nota 630 milíónir bushela héreftir. En vér framleiðum ekki nema 650 miliónir hushela á ári, og höfum því ekki til útflutnings meira en 20 milíónir bushela, í stað þess að á liðiium árum höfum vér getað selt til útlanda 120 milíónir busli- ela á ári. Af þessu er 'það ljóst, að vér þurfum sjálfir að nota ált það h'veiti, sem vér framleiðum, til þess að fæða vort eigið fólk. — Innan 5 ára verður hveiti frá aust- ur Washington sent austur til að fæða fólkið í austur og mið-vestur fylkjunum. Og þegar vér athugum Segið til þeirra. Hver, sem veit um núverandi heimilisfang Helga Isakssonar, sem flutti hingað vestur frá Akureyri fyrir 2 árum, og ölínu Tjörfadótt- ur, ættaðri úr Eýrarsveit í Snæ- I fellsnessýslu á Islandi (gift dönsk- , um manni, Oskar Sveistrup), — | er vinsamlega beðinn að gefa upp- j lýsingar um það á skrifstofu þessa alaðs, sem allra fyrst. R. A. THOMSON AND C0. Cor. Sargent & Maryland St. Selja allskonar MATVÖRU af beztn tegund með lægsta verði. Sérstakt vörnúrvaí nú þessa viku Vér óskum að Islendingar vildu koma og skoða vörurnar. Hvergi betri né ódýrari.— Munið staðinn:— HORNI SARGENT AVE. OG MARYLAND ST. PHONE 3112. Herra Jón Hólm, gullsmiður að 770 Simcoe St., biður þess getið, að hann selji löndum sínum gull- og silfur-muni og gigtarbelti. — Belti þessi eru óbrigðul við gigt, ef þau eru notuð samkvæmt fyrir- skipunum Jóns. Kosta að eins dollar og kv-art. S. R. HUNTER&CO Skraddarar, 189 Lombard Street Búa til ný-móðins karl- mannafatnaði eftir máli.— Efniog vinnubrðgð afbeztu tegund, og alt ábyrgst að vera jafngildi þess bezta sem fáanlegt er í borginni. Verðið er við allra hæfi. — S. R. Hunter & Co. 189 Lombard St. Telephone 1395. -F. Deluca- Verzlar meö matvörn, aldini, smé-kökur, allskonar sætiudi, mjölk og rjóma, sötnul. tóbak og vindla. Óskar viðskifta íslend. Heitt kaífi eöa te ó öllum tímum. Fón 7756 Tvœr bdfir: 587 Notre Dame oy 714 Maryland St. DR.H.R.RQSS C.P.R. meðala- og sknrðlækuir. Sjúkdómum kvenna og barna veitt sérstök umönnun. WYNVARD, SASK. JOHN DUFF PLDMBER, GAS AND STEAM FITTER Alt verk vel vanaaö, og veröiö rétt 664 Notre Dame Ave. Winnipeg Phone 3815 ™°Domiiiioii Bank NöTRE DAME Ave. RRAN'CH Cor. Nena St. VÉR GEFUM SÉRSTAK AN GAUM AÐ SPARI- SJÓÐSDEILDINNI. — vextir:borgaðir af innlögum. HÖFUDSTOLL ... $3,983,392.38 SPARISJÓÐUR - - $5,300,000.00 A. E. PIERCY, MANAOER. KOlsOG VI D U É Þur, beinharður eldiviður, — Poplar, Pine, og Tamarac með mjög sanngjörnu verði.— Nú sem stendur verið að afferma mörg vagnhlöss af BEZTA DAUPHIN TAMARAC. — McElroy Bros. Cor. Sherbrooke <('; Ellice FIIONE: 6612

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.