Heimskringla - 29.07.1909, Blaðsíða 5

Heimskringla - 29.07.1909, Blaðsíða 5
HEIMSKRINGEA WINNIPEG, 29. JÚLÍ 1909. Bls. 5 Ertu að hugsa um að kaupa reiðhjól? Ef svo er f>á komstu eftir hver býr til beztu hjólin. Margar hjólateg. eru til sölu,en sem ekki hafa verksmiðju nafn á sér. Slík hjól ern ekki ábyggileg, efnið er óvandað, svo að verksmiðjurnar blygðast sín fyrir að láta vita, hvtr hafi búiðþautil. Canada Cycle & Motor Co., Ltd , heíir trygt sér álit með eftirtöldum reiðhjólum:— CLEVELAND BRANTFORD MASSEY RAÍTBLER PERFECT IMPERIAL Canada Cycle & Motor Co.. Ltd., Winnipeg. 147 PKINCESS STREET. Heimsins Beztu Reiðhjóla-smiöir. Bréfkafli , um ferð Jónasar Jónasson- ar vestur að Kyrrahafs- strönd. Kæra systir ! J>ann 3. júní 1909, klukkan tíu eftir miðdegi, var ég meö nokkur- um kunningjum mínum staddur á C.P.R. vagnstööinni í Winnipeg. Jieir voru þar til aö óska mér far- arheilla, en ég til að leggja af stað vestur að Kyrrahafi. Ég hafði keypt farbréf á fyrsta plássi í vögnum þeim, sem gamli “Brúnn No. 1” átti að draga vestur, en þegar til kom, var hann rammstaður og nuggaðist ekki úr sporunum þangað til kl. 1 e. m., kemur þá móður i þann brúna og skeiðar af stað með 12 í eftir- dragi, alla fullklyfjaða fólki og flutningi. Er nú sprettinum haldið til kl. 4J^, að komið var til Bran- don, þar var stansað fáar mínút- ur og svo haldið áfram viðstöðu- lítið til Calgary, sem er 840 mílur frá Winnipeg. þ»etta var runnið á 31 klukkustund. J>ann 5. júní, kl. 8 f.m., var lagt af stað frá Calgary, byrja þá hæð- ir, aðdragandi að Klettafjöllun- um. Dimt var í lofti, og sá því ekki vel til fjalla, en bráðum fóru hnjúkarnir að gægjast út úr þoku- mekkinum, sem áður huldu þá of- an til hálfs. Ég var hrifinn af að sjá snævi krýnd fjöllin í fjarlægð, en þegar lestin brunaði inn á milli fyrstu hnjúkanna, sá ég að þau eru ólik í lögun og fjölskrúði fjöllum heima Hér er hvert öðru líkt í lögun : snarbrattir hnjúkar, graslitlar sléttur, en rytjulegur “spruee”- viður grær þar víða upp á fjalla- toppa. Ar og lækir prýða útsýnið. Til Banff, sem er 922 mílur frá Winnipeg, var komiö kl. 12 e.m. þar varð ég eftir til að geta séð og prófáð heitu laugarnar. Inn á milli stórfjallanna Mount Steven og Mount Dalv, stendur þorpið Banff. Fólkstala er þar um 400, og hótel 5, sem geta tekið á móti frá 150 til 500 gesta hyert. En þó er aðsókn svo mikil þar á sumrum, að húsrúm vantar. Gist- ing um sólarhring kostar frá $2— 5. Heátu laugunum hefir stjórnin umráð yfir. það kostar 25c í hvert sinn að lauga sig. En þurfi mað- ur keyrslu upp þangað í fjallið, sem laugarnar eru, 2í^ mílu frá hótelunum, verður að borga dal fyrir sætið. þarna tipp í fjallinu sér maður silfurtært sjóðandi vatniö koma ofan fjallshlíðina, og veitt inn í baðhúsin. Loftið er hressandi uppi í fjallshlíðinni og útsýni fallegt. þann 6. júní, kl. 1 e.m., lagði ég af stað >frá Banff, hress og endur- nærður eftir 24 klukkustunda hvíld. Sólskin og sunnanvindur andaði svo ljúft þarna inn á milli háfjallanna, rétt eins og þau væru að bjóða vegfarendur velkomna. Víðast eru snarbrött fjöllin á báðar hliðar, og járnbrautin þræð- ir ýrnist í fjallsrótum eða upp í hlíðum. þegar kemur að Kicking Horse River, sem járnbrautin ligg- nr ofan með, fer brautarstæðið að verða ægilegt. Áin beljar í brött- um gljúfrum, 50—70 fet fyrir neð- an, og snarbratt fjallið alt að 2000 fet fyrir ofan og framundan sjást gína við jarðgöng, þar sem fariö er í gegn um kletta og höfða, sem lengst skaga fram í ána. Til Revelstoke var komdð kl. 9.15. þar.var staðið við hálftíma. þegar lagt var af stað aftur, dimdi svo óðum, að útsýnis naut lítið. þó sást til Fraser árinnar. Hún er stórt vatnsfall, með fall- egum flúðum og fossum. Brautin liggur nálægt henni alla leið til sjávar. þennan kafla til Vancouver mun ég minnast á síðar. Til Vancouver var komið kl. 2 e.m. Eg skoðaði mig þar um þang að til kl. 4, að ég lagði af stað með Great Nortbern brautinni til Blaine, Wash., sem er 45 mílur suður með ströndinni. Ég heim- sótti.þar Hannes Thorarinsson og konu hans, Th. Björnsdóttir. Hannes sýndi mér þá góðvild, að ganga með mér og sýna mér helzta part bæjarins, sem er rétt á sjávarbakkanum, einnig lapcaveiði- útbúnað, og sögunarmyllu þá stærstu þar í grendinni. Svo fór hann með mér 4 mílur þar inn með ströndinni. þar búa 2 góð- kunningjar mínir, Pétur Finnsson, sem var félagi minn fyrstu 3 mán- uðina, sem ég var í þessu landi. Við unnum þá báðir á braut C.P. R. félagsins, en vegir okkar skildu, þegar ég meiddist og var fluttur á sjúkrahúsið. Nokkru eftir það fór Pétur vestur, og befir farnast vel. Ég man ekki hvað kona hans heit- ir. þau eiga 3 börn, fallega útlít- andi. þau tóku mér, sem allir aðr- ir landar, ágætlega. þau hafa keypt þarna 17 ekrur af landi. Hús þeirra stendur á tanga, umkringt af Dakotalæk og 50 aldinatrjám. Sjór fellur þar upp um flóð. í október og nóvember gengur lax upp eftir þessum læk, og getur Pétur því veitt hann með því að kasta út veiðarfærnm K) faðma frá húsi sínu. Mikið af landinu er vel rutt, gott fyrir hafra og hey. Órutt land er þar virt á $50'—$75 ekran. þá heimsótti ég Sigurð Bárðar- son og konu hans. Sigurður er vel þektur frá Winnipeg fyrir lækning- ar sínar. Land hans er 69 ekrur, og er hann bújnn að byggja hús á því, 22x32 að stærð, á höfða, sem liggur fram í sund, en sem þeir kalla California læk. Útsýni er þar fagurt fram á fjörðinn. 54 eplatré eru plönttið kring um húsið og smáberjarunnar. Sigurður hyggur þar framtíð fagra fyrir sig og aðra, sem þar búa á löndum í kring, og loft og veðuráttu heilsu- samlega. þann 9. júní, kl. 9 f.m., lagði ég af stað til Point Roberts, 12 mílna sjóferð. Ó, hvað ég varð hress, þegar póstskipið hoppaði á öldun- um yfir fjörðinn, sjávarlyktin og hafgolan var svo viðfeldin. þegar ég sté á land á tanganum og litaðist um, datt mér í hug, að útsýnið væri mjög líkt og á Breiðafirði heima : Til hafs eyjar og útsker, til lands tignarlegir skógar, blómlegir akrar og lagleg bændabýli. Ég gisti í 4 nætur hjá góðkunningjum míntim EiríkiÁrna- syni og konu hans Guðríði Jóns- dóttur, og B. Árnasyni. Eiríkur keyrði mig um alla bygðina. All- staðar var mér tekið þægilega. Fólk þar er frjálslegt og hefir góð- ar framtiðarvonir. það var rétt að byrja sláttur og hnxveiði. Margt af tangabúum, karlar og konur, vinna að einhverju leyti að því. — Fólkstala á tangantim mun vera 280, en alla tíma árs er þar margt af ferðafólki, og um laxvedðatím- ann vinna þar 1500 manns. Eiríkur á 40 ekrur af landi, og meira enn helmingur af því er vel ur/nið, mest hey og hafrar, einnig nokkrir berjarunnar og eplatré. — Gras fellur í júlí og ágúst, en grænkar aftur, þegar haustregn kemur í september, og belzt við þar til í janúar. 1 febrúar íer aft- ur að koma vorgróður. Eiríkur sýndi mér þattn velgern- ing að skilnaði, að láta kunningja sinn Hinrik Eiríksson keyra með mig _til Latnic, sem er bær Canada megin á ströndinni, og munaði dagleið fyrir mig. Með þessu móti komst ég til Vancouver á hálfttm fjórða klukkutíma, kl. 11 f.m. Með C.P.R. skipinu “Princess Charotte, sem er 380 fet á lengd og hefir rúm fyrir um 2000 far- þega, tók ég far til Victoriu, 80 mílur. Étsigling fra Vancouver er mjög falfeg, en rúmlítið er víða á milli skerja og eyja. þegar komið er fram hjá öllum töngum og íar- ið yfir sundið, er útsýni fagurt til strandar og fjalla. Innsigling til Victoria er aðlaðandi, grösugir hólmar og höfðar eru á bœði borð og ferðafólkið er að giska á, hvar skipið geti nú komist inn sundin, sem framundatt eru. Við lentum í Victor.u kl. 6 e.m. þar er falleg- asta og hreinlegasta höfnin, sem ég sá á ströndinni. — Ég heim- sótti þar Sigfús Guðmundsson og konu hans Guðrúnu Árnadóttir. Ég þekti þau að góðu á íslandi og fyrsta ár mitt í Witjndpeg. Sigfús gekk með mér um kveld- ið um hel/.tu stræti bæjarins. þau eru falleg, byggingar góðar. Ibúa- talan um 45 þústtndir, og fjölgar óðum. Framfarir á síðustu árum miklar. Victoria hefir mjög full- komið gripasafn, og skemtigarð- urinn Beacon IIill Park er með þeim fallegustu á ströndinni. Út- sýni gott yfir bædnn, og hafið breiðir sig þar móti manni kyrt og tignarlegt. þann 15. júní kl. 5 e.m. lagði ég af stað með sama skipd áledðis til Seattle, 87i mílur. þar var lent kl. hálfellefu um kveldið. það er stór- kostleg borg, með 350,900 íbúa, og nú mörg þúsund sýningargesti. — Aðal verzlunarbærinn er á 3 stræt- um, sem liggja með sjávarsíðttnni og heita 1., 2., 3. Avenue. Lengd bæjarins er tim 15 mílur og breidd 6 mílur. Fljótasti og bezti vegur til að kynnast bænum er að kaupa sér farmiða með bdfreið, sem tek- ur ferðafólk þrisvar á dag frá hó- telnnum. í bákni þessu eru 34 sæti og kosta $1.00 hvert. Maður stend- ur í lyfting og segir strætisnöfn og örnefni. það er farið um falleg- ustu staði bæjarins, upp á hæðir og hóla, og þaðan sýnt yfir bœinn og hans dj'rð. Svo er farið niður að vatnjnu Washington, sem er um 27 mílur á lengd og 30' fet vfir sjávarmál. Skemtigarðar eru fram meö vatninu, og á móti blasa við sumarbústaðir ríka fólksins frá Seattle. Fjöldi lystiskipa eru á ferð fram og aftur eftir vatninu. Skemtiferðir með þeim kosta frá lOc til 50c, eftir vegalengd. það er hressandi og skemtilegt, og gott útsýni yfir mikinn part af 'bænttm. Bifreiðar-ferðin tekur 2 kl.tíma. Ég kom til Ballard, sem er aðal- stöð íslendinga í Seattle, og hélt til milli góðbúanna, hjá Jóni Oddssyni og konu hans Margréti Sigfúsdóttur, og Mr. og Mrs. J. Berg. Atvinna er lítil í Ballard, en langt að sækja inn í aðalbæinn. — Félagslíf sýnist þar gott, og ný- lega var stofnuð Goodtemplara- regla á meðal landa, sem vonandi er að vinni bug á þe;m 13 áfengis- kompum, sem hrúgað hefir verið upp við aðalstrætið í Ballard. Ég skoðaði A. Y. P. sýninguna dag. Að lýsa öllu, sem þar var sýnt, væri of langt mál. Sýningar- garðurinn er 254 ekruri að stærð. Yfir 70 byggingar eru á svæði þessu. Stigir eru allir sandsteypu- lagðir. Grasfletir, blómabeð og gosbrunnar skreyta garðinn. þar eru skrautlegar bvggingar, sem hafa inni að halda alt það falleg- asta, eða á einhvern hátt það merkilegasta, sem það ríki, er sýningin tilheyrir, hefir að bjóða. Sttmar byggdngarnar eru ákaf- lega kostbærar. Til dæmis kostaði Washington byggingin ríkið $75,- 000, og aðal samkomuhöll sýning- arinnar kostaði $300,000'. Sæti eru þar fyrir 2500 manns. Að’gangur að sýningunni er 50c. Frá 1. til 21. júní, að ég var þar síðast, var fólkstala, sem aðgöngu kevpti, 476,210, eða að meðaltali 23,815 á dag. Öll þægindi og fœði er fólki veitt fyrir sanngjarna borgun. þann 21. júní, kl. 8 f. m., lagði ég af stað frá Seattle til Portland, Oregon, sem er 200 mílur suður frá Seattle. Mikið af þeirri leið er stórskógi vaxið, sem annarsstað- ar á ströndinni, en eftir þvi sem sunnar dregur, verða landskostir betri, og fagrir búgarðítr. Tveggja milna löng járnbrautarbrú yfir Columbia fljótið tengir saman rík- in Washington og Oregon. Ba'rinn Portland telur 300,000 íbúa, reisu- legar bvggingar og hreinleg stræti, og skemtigarðar margir. Portland Hights, aðalskemti- garður bæjarins, er rétt utan við bústaði ríka fólksins. Upp á þessa hæð sneiða strætisvagnar. þar eru öll þau lofts og lagar dýr, sem í því loftslagi geta lifað. Vötn og lækir eru þar til prýðis. Af sjónar- hól er fagurt útsýni : Sunnan í hæðinni fjölskrúðugir aldingarðar, norðan Columbia fljótið með allan sinn skipafjölda og bædnn á fljóts- bökkunum báðu megin. þar má sjá umferð mikla á götunum, og Portland er sá eini bær á strönd- ! inni, tem hefir eins góða strætis- vagna og Winnipeg. þann 22. júní sneri ég heimleiðis ' sömu leið, til Seattle, og daginii j eftir til Victoria. þann 24. júní, kl. 2 e. m., lagði j ég af stað frá Victoria til Van- ! couver, og kom þar kl. 6 e.m. Um J kveldið skoðaði ég Stanley Park, j sem er aðal lystigarður bæjarins. þar er fagurt um að litast, og fólk reikaði þar fram og aftur í kveldkyrðinni í skugga stór- ' trjánna. Morguninn eftir mætti ég Birni Líndal og sj’ni hans, sem voru að fara á sýninguna. þeim degi vörð- j um við til að skoða bæinn, og , hedmsæk ja herra Árna .Friðriksson, sem nú er búinn að setja upp : stóra búð. Árni hefir þar von um góða framtíð. Landeign í þeim ! parti bæjarins er óðum að hækka í verði, hefir Árni því keypt þar drjúgum eignir og selur aftur með góðum ábata. Framfarir eru mikl- j ar í bænum. í viðbót við vel-hýst- an verzlunarpart bæjarins, er ver- ið að byggja margar stórbygg- j ingar, 1—13 lyftar. Stræti eru fall- I eg og umferð mikil, enda fólkstala j þar orðin 95 þús. j Allan tímann, sem ég dvaldi á ströndinni, var tíðin yndislega góð : Morgnarnir svalir, miðjan úr déginum heit, en hressandi haf- golan á kv’eldin. Engin rigning til 27., þá góð skúr, en dögg á hverri nótt. þann 29. júní lagði ég af stað frá Vancouver, sem leið liggur upp með Fraser Ri ver. Landslag j er þar hálsar og breiðir dalir með 1 grösugu undirlendi. 283 mílur frá ( Vancouver kemur brautin að Shu- swap vatni, og upp með þvi lang- an veg. Er þar fagurt útsýnf og grösugt. Um kveldið kl. 19 var komið til Revelstoke, sem er 379 mílur frá | Vancouver. þar var ég um nótt- ina. Um morgundnn eftir, kl. 7, ! beygði ég suður af aðalbrautinni til Arrowhead. þar tekur við j gufubátur, sem flytur fólk og ftutn ing eftir Arrowhead vatni til West Robson við suðurendann á vatn- inu. Vatnið er 127 mílur á lengd j en .2 mílur á breidd. Á ströndinni beggja megin er nokkur bygð, en lítið undirlendi og há fjöll. Til Robson var komið kl. 7. þaðan er farið með járnbraut til Nelson, og liggur sú leið fram með Kooteney River, sem er beljandi jökulvatn, með tignarlegum foss- um. Illíðarnar eru grösugar og ; útsýnið skemtilegt. Til Nelson, sem er 562 mílur frá Vancouver, var komið kl. 8. Bær- inn er umkringdur af háum fjöll- |um. þar eru reisulegar byggingar j og verzlun fjörug. Fólkstala er 6 til 7 þúsundir. þar er aðalverzlun- arstaður námamanna. j þann 27. júni, kl. 6.10 f.m., lagði ég af stað frá Nelson með skipinu "Kuskanook, sem er 290 feta langt, og hefir gott farþegjapláss. j Nú er farið eftir Kooteney vatni. j Landslag er þar fallegt og búskap- ur nokkur, en víða er hann rétt í | byrjun. þó eru flest lönd fram með vatninu upptekin. Til Kooteney Landing var kom- ið kl. 11 f.m. þar tekur við járn- braut. Nú fara fjöllin að verða grasi gróin, og breiðir dalir og undirlendi. Fríkkar nú óðum eftir því, sem austar dregur. Fernie er vel bvgður bær. þar 1 eru kolanámar. Hér og þar í fjalls hlíðunum gína við inngangar í námana. Frá þeim ligg.ja rennur, j sem kolin hryn ja ofan eftir ofan í stóra byngi niður hjá járnbraut- unum. Til þess að komast upp ,til Crows Nest, sem er hœsti staður, sem brautin fer um, 4,425 fet yfir sjávarmál. þarf að fara 4 mílna langa lykkju, og er þá komið 200 j fet hœrra í fjallið. Að líta þar of- an snarbrettið, er það glæfraleg- asta, sem ég sá í fjöllunum. Svo fer að halla austur af f.jöll- unum, sem þarna eru líkust ís- lenzku útsýni. Tignarlegar gnípur j með hvíta kollana eru að hverfa j sjónum ferðamannsins. Ég horfði til fjallanna eins lengi og ég gat, | °R hugsaði eitthvað líkt og nafni minn forðum ; — “Gat ei nema guð og eldur, gert svo dýrðlegt furðuverk”. þegar ofan í fjallsrætur kemur, herðir eimlestin óðum ferðina, j fram hjá skrúðgrænum bölum og jbrekkum, og lióar til gripahirða, , aðvörun um, að fara ekki í land- | helgi C.P.R. Ekkert má tefja för- j ina, því um sólarupprás skal kont- I ið til Medicine Hat. þar varð ég | oftir og beið eftir fólkslest, sem j kom beina leið frá hafi, 822 milur Ifrá Vancouver. 1 Land í Alberta er öldumyndað, LEIÐBEININGAR—SKRÁ YFIR ÁREIÐANLEGA VERZLUNARMENN í WINNIPEG MUSIC OG HLJÓÐFÆRI CROSS, GOULDING & SKINNER, LTD. 323 Portage Ave. Talsími 4413 MASON & RISCH PIANO CO , LTD. 356 Main Stree Talstmi 4 80 W. Alfred Albert, lslenzkur umboösmaöur WHALEY ROYCE & CO. 356 Main St. Phone 263 W. Alfred Albert, búöarþjónn. BYGGINGA- og ELDIVIÐUR. J. D. McARTHUR CO , LTD. Rygginga-og Eldiviöur 1 heildsölu og smásölu. Sölust: Princess og Higgins Tals. 5060,5061,5062 MYNDASMIDIR. g.'h. LLEWELLIN, “Medallions” og Myndarammar Starfstofa Horni Park St. og Logan Avenue SKÓTAU í HEILDSÖLU. AMES HOLDEN, LIMITED. Princess & McDermott. W’innipeg. THOS. RYAN & CO. Allskonar Skótau. 44 Princess St. THE Wm. A. MARSH CO. WESTERN LTI>. Framleiöendur af Fínu Skótaui. Talsími: 3710 88 Princess St. “High Merit” Marsh Skór RAFMAGNSVÉLAR OG ÁHÖLD JAMES STUART ELECTRIC CO. 824 Smith St. Talsímar: 8447 og 7802 Fullar byrgöir af alskonar vélam. GOODYEAR ELECTRIC CO. Kellogg's Talslmar og öll þaraölút. áhöld Talsími 3023. 56 Albert St. HAFMAGN8 AKKOKÐSMENN MODERN ELECTKIC CO 412 Portage Ave Talslmi: 5658 Viögjörö og Vír-lagning — allskonar. BYGGINGA - EFNI. JOHN GUNN & SONS Talstmi 1277 266 Jarvis Ave. Höfum bezta Stein, Kalk, Cement, Sand o. fl. THOMAS BLACK Selur Járnvöru og Bygginga-efni allskonar 76—82 Lombard St. Talstmi 600 THE WINNIPEG SUPPLY CO., LTD. 298 Rietta St. Talslmar: 1936 & 2187 Kalk, Steinn, Cement, Sand og Möl BYGGINGAMEISTARAR. J. H. G. RCSSELL Ryggingameistari. 1 Silvester-Willson byggingunni. Tals: 1068 PAUL M. CLEMENS Bygginga - Meistari, 443 Maryland St. Skrifst.: Argyle Bldg., Garry st. Talstmi 5997 BRAS- og RUBBER-STIMPLAR MANITOBA ST ENCIL STAMP WORKS 421 Main St. Talsími 1880 P. O. Rox 244. Rúum til allskonar Stimpla úr málmi og togleöri VtNSÖLUMENN QEO. VELIE Heíldsöln Vínsali. 18T>. 187 Portaíre Ave. E> Smá-sölu talslmi 352. Stór-sölu talsími 464. 8TOCKS & BONDS W. SANEORD EVANS CO. 32 6 Nýja Grain Exchaníre Talslmi 369£ ACCOUNTANTS & AUDITOR8 A. A. JACKSON, Accountant and Aucíitor Skrifst.— 28 Merchants Bank. Tals.: 5 702 OLÍA, HJÓLÁS-FEITI OG FL. VVINNIPEG OIL COMPANY, LTD. Rúa til Stein Olíu, Gasoline og hjóláÁ-áburö Talsími 15 90 611 Áshdowu Block TIMBUR og BÚLÖND THOS. OYSTAD, 208 Keunedv Rldg. Viður í vapnhlössum til notenda, bulðnd til sölta PIPE & BOILER COVERING GREAT WEST PIPB COVERINQ CO. 132 Lombard Street. VÍRGIRÐINGAR. THE OREAT WEST WIRE FENCE CO.. LTD Alskonar vtrgiröingar fyrir bœndur ogborgara. 76 Lombard St. Winnipeg. ELDAVELAR O. FL. McCLARY’S, Winnipeg. Stoerstu framleiðendur í Cauada af Stóm, Steinvöru [Granitewares] og fl. ALNAVARA I HEILDSOLU R. L WHITLA & CO., LIMITED 264 McDermott Ave Winnipe*c “King of the Road” OVERALLS. BILLIARD & POOL TABLES. w. a. c a r s o N P. O. Box 225 Room 4 í MolsonBanka. öll nauðsynleg áhöld. Ég gjöri v(ð Pool-borö N A L A R. JOIIN RANTON 203 Hammond Rlock Talslmi 4670 Sendið strax eftir Verðlista og Sýnishornum. GASOLINE-Vélar og Brunnborar ONTARIO WIND ENGINH and PLiMP CO. LTD 301 Chamber St. Sími: 2988 Vindmillur — Pumpur — Agætar Vélar. BLÓM OG "SÖNGFUGLAR B J A M E S 442 .Notre Dame Ave. BLÓM - allskonar. R C II Talslmi 2 6 3 R Söng fuglar o. fl. BANKARAR,GLJFUSKIPA AGENTR ALLOWAY & CHAMPION North End Rranch : 667 Main streef Vér seljum Avlsanir borgaulegar á Islandí LÆKNA OG ÖPITALAAHOLD CHANDLER & FISHER, LIMITED Lækna og Dýralækna áhöld, og hospltala áhöl<3 185 Lombard St., Winnipeg. Man. gott til griparæktar, en of sendið fyrir hveáti. 1 Saskatchewan er líkt landslag, en þegar kemur austur fyrir Swift Current, fer að byrja hveitiland. í Moose Jaw var stansað, og spurði ég þar bændur um útlit hveitis, því lítið vit hefi ég á því sjálfur. þeir sögðu, að í síðastliöin 15 ár hefði útlit aldrei verið eins gott og nú um þennan tíma árs. 1 Jtegina er útlit líkt og í Manitobo, — það bezta, sem ver- ið hefir í fleiri ár. Ég kom hedm 30. júní kl. 9 f.m., hæst ánægður yfir ferðinni, setn var bœði þægileg og fróöleg. FYRIR “20.ÖLDIN” ÖHÁÐ VIKUBLAÐ. Verð : $1.00 í Canada. “ $1.50 utan Canada Borgist fyriríram. Útgefendur : Twentieth Century Pub. Co., Winnipeg. — Einkunnar- orð : Fegurð, Sannleikur, Ást, Frelsi, Réttlæti. — Flytur ljóð, sögur, nýjar framfaraskoðanir, rit- dóma og skrítlur. Segir alt sem henni býr í brjósti og óttast ekk- ert milli himins og jarðar. Er sér ekki meðvitandi um nokkuð ljótt, og fer því hvergi í felur, en ræðir við alla eins og bræður og systur. Kemur til dyranna eins og hún er klædd og viðurkennir enga yfirboð- ara né undirgefna, æðri né lægri, heldur alla jafna. Oss vantar umboðsmenn í hverri RygS og bæ. — Góð sölulaun. Utanáskrift til blaðsins er : 20. ÖLDIIV (D. H.) Winnipeg. Sérstakt tilboð: Ef 4 slá sér saman og panta blaðið í einu kostar það á hvern 75c, fyrirfram borgað. Ef 10 panta í einu, þá að eins 50c. . útgefendurnir. 12 Alberta Speeial Cabinet Ljósmyndir og Ein Stór 16x20 þuml. Líf-stærðar Ljósmynd gefin með HverjuDúsíni. — Og Hvert Dúsín Kostar Aðeins — $7.00 KENNARI sem tekið hefir annað eða þriðja stigs kennaraleyfi, getur fengið kennarastöðu við Kjarnaskóla No. 647 frá fyrsta september 1909 til apríl-loka 1910, átta mánuðir. -- Tilboðum veitt móttaka af undir- rituðum til fyrsta ágúst 1909. TH. SVEINSSON. 29-7 Husawick P^O., Man. hETTA TILBOÐ GILD- IR AÐEINS 1 MYNDA- STOFU VORRI X PORTAGE AVENUE. Wm. A. MARTEL, MYNDASMIDUR- 2551/2 PORTAGE AVE. Phone: Maln 7764 \

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.