Heimskringla - 03.03.1910, Síða 3
HEIMSHRINGE4
W'INNIPEG, 3. MARZ 1910.
IMs. 3
Kærleikuri in fer ekki
í manngreiuarálit,
Prédikan flutt í Gardar-kirkju 2. 9d. í föstu
20. febr. 1910.
eftir F. J. Bergmann.
'BÆN. — Himneski faöir! Vcr
hjá oss á þessari helgu stund og
dra.g þú hugi vora og hjörtu til
þín. Fyrirgef oss kærleikstevsiö
mikla, sem vér svo oft höfutn £(it
oss seka í. Kenn oss, drottinn, að
hugsa ávait um þig sem fööur og
mennina eins og börn þín — alla
menn, eigi aö eins þá, sem oss
eru líkir að öllu, heldur líka þá,
sem oss eru ólíkir og kunna að
einhverju leyti að fara aðrar leið-
ir ©n vér. Ivát oss skiljast, að þér
er ant um alla, og að þú vilt
láta alla menn verða snortna af
kærleika þínum. Kenn oss þá öll-
um, sem þegar erum snortnir af
himneskum eldi kærleikans, að
ganga erindum hans til annara
manna, svo vér berum fagnaðar-
boðskap kærleikans frá einni
mannssál til annarar. Fyrir Jes-
úm Krist, son þinn ©lskulegan
Amen.
Ræðutexti:
Kanverska konan, Mt. 15 21—28.
Frelsari vor er að yfirgefa Gal-
íleu um tíma, þar sem hann hafði
starfað. Hann verður þess var,
hvernig óvinahugurinn, sem faríse-
ar og ferðamenti æstu upp á móti
honum, var smám saman að
verða sterkari. Menn heimtuðu
tákn og stórmerki með meiri og
meiri frekju. Hann fékk naumast
frið til að gera fólkinu skiljanlega
kenningu sína. Hann vill nú draga
sig í hlé um tíma með lærisveina
sína, til þess að íá þá til að
sökkva huga sínum niður í þær
háleitu hugsanir hedminum til
frelsis, sem hann umfram alt vildi
að festi rætur í hjarta þeirra.
Hann virðist fara út fyrir landa-
mæri Galíleu, yfir til Fönikíu. þar
voru Týrus og Sídon helztar borg-
ir. Týrus er hér um bil þrjátíu og
fimm milur enskar norðvestur frá
Genesaret-vatni, en Sídon tuttugu
og fimm milum norðar.
Báðar liggja borgir þessar á
Miðjarðarhafsströndinni og voru
lengi frægar í fornöld. íbúar Týrus
borgar voru með allra frægustu
siglin ga m ö n n u m f o r nal d a rinna r.
Safnaðist þar mfkil auðlegð sam-
an vegna gler-gjörðar, sem þar
átti sér stað í stórum stíl. Auk
þess varð borgin fræg fyrir liti,
sem þaðan voru selölir um heim
allan. En þó voru siglingar og alls
konar fyrirtæki í sambandi við
hafið aðal-auðsuppsprettan. Á tím-
um frelsarans var hún enn voldug
borg og mannmörg. Nú eru ei eft-
ir nema rústir einar ai borg þeirra
Hírams og Jessabel. þar stendur
nú lélegur kotbær.
Sídon (eða Zidon,— Fiskibær)
var keppdnautur Týrusar. Hún
varð voldug verzlunarstöð, þó
þar verið upphaflega fiskiver eitt.
löngu á undan Týrus. Jesaja spá-
maður talar um Týrus sem dóit-
ur Sídonar (23 19). En á dögum
Salómó var dóttfirin orðin móður-
inni meiri og orðin markaðsstöð
þjóðanna (Jes. 23 3). Páll postuli
prédikaði í Sídon á leið sinni til
Ítalíu (Ps. 27 3).
Markús segir, að frelsarinn hafi
farið inn í hús nokkurt. “Og vildi
að enginn vissi’’. Hann var kom-
inn til að leita hvíldar og næðis.
En orðrómurinn var kominn á
undan honum. Fregnir af mönnum
og málefnum bárust í þá daga
eigi síður en nú. Um lækningar
hans og kraftaverk hefir mikið orð
gengið einnig með heiðingjunm,
löngu áður en hann kemur til
þeirra.Hvarvetna veikindi og hvar-
vetna í mannabygðum eitthvert
böl við að stríða. Og hvaivetna
þráir mannshjartað jafn-sárt að
losast við það.
Ilann fær eigi dulist. Heiðingja
kona ein heyrir um komu hans.
Ilún var grísk, segir Markús, kynj
uð úr Fönikíu sýrlenzku. Matteus
nefnir hana blátt áfram kanverska
Um leið og sagt er, að hún hafi
verið grísk, er tekið fram, að liún
haíi verið heiðingi. En þegar hún
er nefnd kanversk, er tekið fram,
að hún hafi verið ættuð af þeirri
þjóð, sem Gyðingar höfðu rekið
úr landi og dæmd var til eyðingar
á svipaðan hátt og frumbyggjar
þessa lands, Indíánar. Eftir öllum
líkum hefir konan kunnað vel að
mæla á gríska tungu. En um leið
mælt því máli, sem þarna var tíð-
ast í landi, aramísku, sama
mál og Gyðingar töluðu. A því
rnáli hefir hún eflaust átt tal við
frelsarann.
Herra, sonur Davíðs, miskunna
þii mér! Svo ávarpar liún Jesúm.
Saga Gyöinga var sjálfsagt kunn
um þessar slóðir. Sagnir láfðú á
vörum fólksins um fóstbræðralag
þeirra H'írams, þjóðhöfðingja Fön-
ikíumanna, ö.g Davíðs, Israelskon-
ungs. Og von Gyðinga um, að
eignast voldugan Davíðsson til að
hefja þá til nýs vegs og frama,
hefir líka verið alkunna á þessum
stöðum. Nú héldu margir, að Jes-
ús væri þessi voldugi Davíðsson-
ur. Heiðingjakönan, sem nú er í
miklum nauðum stödd, og þarf á
hjálp hans og liðsinni að halda,
dregur á það engan efa. Hún
heilsar honum með hinu mesta
tignarnafni, sem til var með þjóð
hans. Nokkura vrerulega Messíasar-
trú getur hún ekki hafa haft á
honum, þessft grísku-mælandi heið-
ing’akona. En hún hefir óbifanlega
trú á mætti hans til að lækna.
Dóttir mín er þungt haldin af
anda. Svo eru orð hennar hjá
Matteusi. Markús segir, að hún
hafi átt dóttur, sem hafi haft ó-
hreinnn anda. í þeim bib'líuþýðdng-
um, sem vér höfum hingað til átt,
stendur : Dóttir mín kvelst þung-
lega af djöflinum. í þedrri ágætu
þýðingu, sem vér nú höfum eígn-
ast, stendur þarna orðið andi í
staðinn fviír djöfull. Nafn nýja
testamentisins fyrir höfðingja
hinna illu anda er Satan. það
merkir andstæðingur eða óvinur.
En gríska orðið diabolos eða djöf-
till merkir rógberi, og er látið
jaifn-gilda hebreska orðinu.
Orðið andi á mjög merkilega
sögu. það heitir d a i m ó n á
grísku. 1 kvæðum skáldsins Hóm-
ers, merkir það vanalega g it ð ,
tftnhvern gu'ðdóm. Snemma á öld-
um var samt farið að gera grein-
armun á guðum og öndum._, Menn
létu sér þá skiljast, að andar
væru verttr mitt á milli guða og
manna. þeir væri ósýnilegir íbúar
jarðarinnar, — sálir þeirra manna,
er uppi hefði verið á himt fullsæla
gullaJdar-tímabili mannkynsins. —
í þessum skilttingi talar gríska
skáldið H e s i o d um anda. En
aðrir grískír höfundar viðhöfðu
það um sálir þeirra manna, er
uppi voru á svo-nefndri silfur-öld.
En það var kynslóð, sem fyrirleit
guðina. Á þann hátt fór orðið að
hafa vonda merkingu. Einmitt á
þeim tíma, þegar orðið var látið
fela í sér hugmyndina um illa veru
og guðunum andstæða, tóku
grísku-mælandi Gyðingar það npp
í mál sitt. I nýja testamentinu
höfum vér eins konar smækkunar-
mynd af orðinu, eins og sagt væri
andakorn á voru máli, og er
þar látið tákna vonda anda, er
standa í þjónustn hins illa anda-
höfðingja.
Allar þessar sögur um anda í
sambandi við sjúkdóma og veik-
indi i nýja testamentinu, bera vott
ttm hugsunarhátt og þekkingar-
stig samtíðarinnar. Yfirleitt voru
sjúkdómar kendir illttm öndum, er
kæmist inn í líkama mannsins, og
kæmi þar ýmsis konar sturlun til
vegar. Einktim þótti þetta sjálf-
sagt, er óvanalegir og geigvœnleg-
ir sjúkdómar voru á ferðum, eins
og til dæmis brjálsemi. þá var
það illttr andi, sem veikdndunum
kom til leiöar. Og væri brjálsemin
á fjarska háu stigi, litu menn svo
á, að ara-grúi illra anda hefði
fengið vald yfir slíkri aumingja
mannssál. Jiað hlaut að vera óum-
ræðilega hryllileg hugsan fyrir for-
eldra, þegar börnin þeirra áttu
hlut að máli.
Yataskuld ætti allir hér að tala
varlega. Vér skiljttm naumast enn,
hvað brjálsemi er. Yisindin eru
þar stöðugt að komast dýpra og
dýpra. Hinn dtilarftilli grunnur eðl-
is vors er enn ókannaður, að kalla
má. Vér þekkjum að eins yfirborð-
ið, og oss sttndlar, er vér horfum
niður'í hyldýpið. Vér erum svo
miklu stærri en vér vi'tum og víð-
feðmi mannssálarinnar miklu
meira en vér gerum oss í hugar-
lund.
1 þessari frásögu sjáum vér það
bezt. þaö er eigi til sti þraut, sem
kærleikurinn til sárþjáðrar dóttur
myndi eigi koma þessari heiðingja-
konu til að vinna. Hún færi gegn
um eld og vatn hennar vegna.Hún
gengi til yztu endimarka jarðar til
að frelsa bariíð sitt frá þessum
voða.
Jiað líttir út fyrir, að frelsarinn
hafi fyrst ætlað að láta hana faira,
án þess að sinna henni. Hann var
ekki hingað kominn til að lækna.
Ilann vat orðinn þreyttur á þeim
lækniinga-undrum. þótt hann hefði
til þess yarið öllum tíma sínum,
hcfði hann aldrei getað læknaðþús
undasta hlutann af meinum mann-
anna. Og jafn-óðum hefði þau vax-
iö fram aftur. Jiað var óvinnandi
verk, að hjálpa mannkyninu á
þann hátt. Og lærisveinarnir vildu
fvrir hvern mun sem fyrst við
hana losast, þessa heiðnu kvinnu.
Hann segist að eins sendur sinni
tigin þjóð, eftir frásögn Mattheus-
ar. Markús lætur hann segja :
I.ofaðu börnunum að seðjast fyrst,
því það'er ekki fallegt, að taka
brauðið barnanna og kasta því
fyrir hvolpana. Hann gefur með
því orði heiðingjunum von. um, að
til þeirra skttli fagnaðarboðskapur
inn kotna, þegar börnin sé södd.
En hins vegar notar hann, effir
því sem frá er sagt, í þetta skifti
liima hörðu málvenju þjóðar sinn-
ar. Gyðingar neifndu heiðingjana
blátt áfratn httnda. Hann talar í
líkingu. Og ef hægt heíði verið að
firta þessa heáðingjakonu, myndi
hún hafa stygst við orð hans og
horfið frá. En hógværð er svro
mikil i hjarta hennar, að lund
hennar styggist eigd hið allra-
minsta.
Hún heimfærir líkinguna þegar
upp á sjálfa sig. Hún segir : Ég
er ánægð með molana. þeir full-
nægja mér! — þetta hógvœra og
trúarsterka svar, þótti frelsaran-
um svo fagurt, að hann veátti
henni þegar bæn hennar. “IVEkil er
trú þín! Verði þér sem þú vilt! ”
Glöð og fagnandi hvaitf hún heám-
leiðis og fann, að brjálsemin var
horfin frá barninu hennar, sem hún
hefir elskað eins og lífið í brjósti
sér. Hvílíkttr fögnuður! Hvílík-
ttr óumræðilegur stgur!
Kærleikurinn fer ekki í mann-
greinarálit. Hann gettir það ekki,
fær sig aldrei til þess. það er eðli
hans gagnstætt'. Heiðinginn leitar
til Gyðingsins, þó hann eigi von
á, að Gyðingurinn smái hann.
Kærleikurinn þrýstir — þolir alt,
umber alt. Sá kærleikur ber ávalt
sigur úr býtum. Og þegar jaifnvel
kærleikur mannanna fer ekki í
manngreinarálit, þegar hantt er
hreinn og falslaus, eins og kœr-
leikur þessarar móður, — hvernig
skyldi þá kærleikur guðs nokkuru
sinni fara í manngreinarálit ? Eng-
in svo voluð mannssál til á þcss-
ari' jörð, að hún sé eigi óskabarn
kærlcdkans. Hér er hinn dýrlegi
miðdiepill þess fagnaðarerindis, sem
Jesús kom til að flytja heámánum :
Kærleikurinn, sem stýrir heimin-
ttm, og öllu ræður, fer aldrei í
manngreiniarálit. Hann tekur hvert
einasta mannsbarn í faðm sttm,
sem hann. vill þýðast. — Fyrir
þetta er kristindómurinn orðinn
alhieimstrúarbrögð. Hann verður
það hetur og betur eftir því, 9em
þessi skilningtir ryður sér til rúms.
Manngr'einarálitið er enn með
kristnum mönnum eáns og ryð,
sem nagar egg úr beittum brandi.
Hér er enn fátækur og ríkur. >Auð-
urinn metinn mikils, þó lítið sé
honttm samíara af sálarhöfgi. , Fá-
tæktin smáð og gengtið fram hjá
eins og rakka, þó mikið sé af
sönmt manngildi og falslaitsri lifs-
breytni. I.ánleysinginn látinn velt-
ast í óláni síntt. T.ánsmaðurinn of
hreinn til að láta hann stíga yfir
þröskiild sinn. ölánið ávalt kent
þeim sjálfum, er í ratar, þó oft
sé inannf'élagið sjálft skuld í. —
Drykkjumaðurinn fyrirlitlinn og á
hann bent, er hann fær eigi lengttr
sjálfum sér borgið, og hefir sóað
efnum sínttm. En mannifiélagið selt
honum drykkinn, lagt snöruna fyr-
ir fót.honum, til að auka tekjiir
sínar.
Oss blöskrar kærleáksleysið með
þeirri þjóð, er skoðar sjálfa sig
gtiös barn, en talar um allar þjóð-
ir aðrar sem liuiida. í fornöld var
um hundinn talað með mikltt
meiri fyrirlitningu en nú, og verð-
ur þess vart á all-mörgttm stöð-
um í biblíunni. Alt tlt var httnds-
eðlinu eignað : — hugleysi, svik-
semi, lebi, sóðaskapttr. — Hér er
vanalega orðið eigi viðhaft, heldiir
eins konar gælu-orð, sem af því er
dnegið. Með því er brodduritin
sárasti brotinn af. Jafnvel Páll
postuli segir : Gefið gætur að
hundunum (Fil. 3 2). Á hann þá
við Gyðinga þá, er á hans dögum
heftu framgang kristindómsins á
allar lundir. 1 ótal mörgu getum
vér tekið postulann Pál til fyrir-
myndar. En er kristinn maður nú
á dögttm tekur hann sér til fyrir-
myndar í þessu, auvirðir hann
sjálfan sig og lætur þjónustuna
verða ifyrir lastir(2. Kor. 6 3).
Nú er umbrota-öld mikil með
þjóð vorri, baráttutímar og æs-
inga. Aldred hefir hitgur þjóðar
vorrar jafn-stór verið til að brjót-
ast áfram á öllum svæðum. Öll-
um slíkum fjörkippum, sem and-
legt líf tekur með þjóðunum,
fylg.ja skuggar og flekkir. Sökum
þeirra óska oft værukærir menn
fremur eftir logni og ládeyðu í
andlegum efntim og bartna sér
mjög út af þeirri vargöld og víga,
er yfir standi. Víst eru skuggarnir
miklir og flekkirnir ljótir og þá
skyldi all'ir varast af öllum mætti.
Skug'gunum þarf að dreifa og
flekkina að fægja. Til þess skyldi
góður hver verja lífi og kröf'tum,
og þá er ' eigi til engis barist.
Verst af ölhi er logn og ládeyða á
andans hafi. þá blaktir ekkert segl
og hver fjöl íúnar. Vér vonum, að
eitthvað af soranum, sem er í
lund þjóðar vorrar sé nú burt að
brenna. Og að dagurinn verði
bjartari og fólkið fríðara fyrir að
hafa lent í mannrann svo miklilli.
•Öviðurkv'æmileg orð eru einn
sárasti meinbugur þjóðlífs vors. 1
umræðum um alvarleg mál, hvort
heldur stjórnmál eða trúmál, er
illum nöfnum látið rigna og leik-
urinn einatt svo ömurlega grár.
Nú viðhafa menn samt sjaldan orð
ið hundur um andstœðinga síua.
það gera eigi nema þeir frekustu,
og mælist illa fyrir. En önnttr orð
eru komitt í staðinn. Til dæmis
orðið heiðingi. það er nú ósjaldan
notað sem skotvopn. þ>að er vissu-
lega engu betra. Up'phaflega merk-
ir það úlfinn, sem hefst við á heáð-
um uppi — þenna útlaga mannfé-
lagsins og ímynd alls gæfuleysis,
sem því hefir aldrei tekist að
temja né tryggja. Og þó sú merk-
ing sé nú glötuð, er það ávalt
notað um þá, sem verið er að-
reyna að gera útlæga í almenn-
ingsálitánu og vekja upp hleypH-
dóma móti. það er ilt orð og
syndsamlegt og kærleikanum gagn-
stætt. Sönnum kristindómi er það
eins mikill ósómi og það væri með
þjóðunum, ef einhver ein, sem
kallaði sig kristna, risi upp nú á
dögum og færi að kalla hinar
hunda. Enda væri það óhugsandi.
Svo mikið hefir siðferðis-vitund
mattnanna þó þokað áfram.
En kærleikurinn fer ekl.ii í mann-
greinarálit.
Mál hans er hlýtt við vin og ó-
vin. Ilann umber alt og er þolin-
móður. Hann er eigi fljótur að
styggjast og íer erindum sínum
eins fyrir því, þó honum sé að
einhverju misboðið. Illu nöfnin eru
slæm ; þau særa og meáða. Hið
meðfædda mantieðli vort yglist
gegn þeim. En vér ættum engan
gaum að gefa þeim. Eigi láta þau
ýfa lund vora hið allra-minsta.
Ganga fram hjá þeim eins og viss-
ttm vér ekki af þeim. þau vinna
oss aldrei nokkurt mein. Koma
þeim einum í koll, sem viðhtafa.
Muna skyldum vér heldur, að
sælir eru hógværir, því þeir munu
landið erSa (Mt. 5 5). Sá kærleik-
ur, sem temur sér að erfa eigi
annara mótgerðir, ber ávalt sigur
úr býtum. Hattn fær ávalt satna
svarið : Mikil er trú þín ; verc9i
þér sem þú vilt.
Kærleákurinn fer ekki í mann-
greinarálit.
Frelsarinn bað fyrir óvinum sín-
um á krossinum. Hann bað fyrir
öllttm þeim, sem mest höfðu
móðgað hann. J>eim, sem höíðu
kallað hann mathák og vínsvelg.
J>eim, sem sagt höfðu, að hann
guðlastaðá. þeim, sem staðfe9tu,
að hann væri að rífa niður verk
Móse og spámannanna. þAm, er
létu sér um munn fara, að hann
talaði lastyrði gegn musterinu og
guðsþjónusrunni og öllu því, sem
Gyðingum var heilagt. J>eim, er
yfir honum feldu raiiiglátan dóm
og negldu hann saklausan u.pp á
krossins tré meðal rætúngja., —
eigi fyrir nokkura aðra sök en þá,
að hann bar sannleikanum vátni.
Fyrir öllttm þessttm mótgerða-
mönnum bað hann og lagði allan
liita sálar sinnar inn í þá bæn :
Faðir, fvrirgef þeim ; þeár vita
ekki hvað þeir gera.
I-.lLgum vér eigi eitthvað af
sömu lund ? Höfum vér eági líka
eitthvað af þeim kærleika, sem
ekki f.er í manngreinarálit ? Ann-
ars berum vér eigi nafnið hans að
verðungu. Annars kunnum vér eigi
að fara með faðir vor. Annars eig-
um vér ekkert af hans skilningi á
manneðlinu. þeir vita eigi, hvað
þeir gera!
Enginn, sem rangt gerir, veit í
raun og veru, hvað hann er að
gera. Jiað er alt í blindni gert, að
lang-mestu leyti. Jxið er svo
margt, sem blindninni veldur.
Lund, sem menn fá ekki ráðið
við. Ásrríður, sem verða mönnum
ofurefli. Fáfræði og fávizka, ýmist
sjálfráð eða ósjálfráð'. Öfugur
skilnángur á einu og öðru, sem
fest hefir rætur í huga manns og
menn fá eigi losað sig við.
Sá, sem eignast vill þann kær-
leáka, sem ekki fer í manngreinar-
álit, verður að muna eftir öllu
þessu, þegar hann er að hugsa um
yfirsjónir og mótgerðir. þeir vita
ei, livað þeir gera. Vér vissum eigi
sjálfir, hvað vér, vorum að gera,
er vér frömdum það, sem rangt
var. Vér gerðum oss eigi grein
fyrir, afleiðingunum sáru og skað-
vænlegu, sem syndin ávalt hefir í
för með sér. þess vegna ætti hver
einasti kristinn maður ávalt að
geta sagt : Faðir, fyrirgef þeun ;
þeir vita ekki, hvað þeir gera.
Treystum kærleikanum, vinir
mínir. Treystum því, að hann
bænheyri oss ávalt og komist við
af neyð vorri, eins og kanverska
heiðingjakonan. Treystum því, að
tilveran öll sé í góðum höndum.
Að ekki er til böl, svo stórt eða
mótlæti svo mikið eða neyð svo
sár, að eigi sé lækning til við því
öllu. Treystum þvi af alefli. Og
lífið verður sigur. Mannkyns9agan
öll oitr áframhaldandi guðdómlegt
læknirtga-undur frá upphafi til
enda.
Kœrklikurinn fer ekki í mann-
greinarálit.
Treystum því, af því Jesús
Kristur hefir fullvissað oss um
það. Liiurn og breytum eiftir því.
Og lífið verður bjart og unaðs-
ríkt og blessað fyrir oss alla, eins
og fnelsarinn vildi, að það yrði.
Amen, í Jesú nafni.
Það er alve^ víst, að
Það borgar sig að ang-
lýsa í Heimskringlu.
170 SÖGUSÁFN IIEIMSKRINGDU
þess utan morgunmat og miðdagsmat hvern virkan
dag. Strax og skyggja fer á kvöldin, máttu fára
heim til móður þinnar og stunda nám þitt. Betri
kjör befir enginn af hinum verkamönnunum, o>g ég
vona því, að þú verðir iðinn og ötull. Eg kenni í
brjósti um þig og mömmu þína. En nokkúð af
kaupd þínu verður að ganga upp í leigtma fyrir kof-
ann, sem þið eruð í. Hdngað til hefir móðir þín
borgað leiiguna með vinnu eða peningum. Nú verður
þú að borga hana með eins dags vinnu í hverri \rlku.
Borgumina fyrir hina 5 dagana færðu á hverju laugar-
dagskvöldi. Ertu ánœgður með þetta?”
“Já, þakka þér fyrir", sagði Móritz ánœgður.
“Nú get ég unndð fyrir móður minni og endurgoldið
henni alla þá ást, sem hún hefir sýnt mér”.
‘‘það er rétt .. það er rétt, en mundu nú eftir
að vera kominn í hlöðuna í seinasta lagi kl. 6 á
morgnana. það er enn eftir að þreskja mikið af
korni, svo við verðttm að nota hvern dag, sem mögtt-
legt er til Jtess. Ég skal sjá um, að þú fáir þokka-
lega vinnu og þurfir ekki að vera í fjósinu”.
“þú ert góður maður, herra ráðsmaður. Guð
blessd þig”.
“Gott, gott, drengur minn. A morgun geturðu
byrjað”.
“Ég skal vera hér á morgun kl. 6. En ég hefi
enn eina bón til þín”.
“Segðu mér hvað það er, drengttr minn”, sagði
ráðsmaðurinn.
“þú átt svo margar skemtilegar bæktir”, sagði
Mórits. ’‘Viltu gera svo vel og lána mér eina, svo
ég geti lesið í henni á kvöldin fvrir mömmtt”
“Velkomið”, sagði ráðsmaðttrinn, stóð upp og
gekk að bókaskápnttm. ‘'TIvað viltu fá ? Hér er
“Jakoh von Buchenstein”, ‘‘Kerið í dalnum”, “Loft-
siglingamaðurinn”, eða þykir þér meir^ varið i ljóð-
FORLAGALEIKURINN 171
mæli ? —* Sko, hérna eru Kjelgrins ritin, nokkuð af
I.ieopolds og Fredmans bréfunnm. Nú veit ég, hvað
þú átt að taka, hér er “Fjallahöllin Dumfreis" og
“Höllin Kenilworth” eftir Walter Scott. þœr bæk-
ttr held ég að móður þdnni líki”.
Móritz tók við bókunum, þakkaði og fór.
“Jiað er undarlegt”, sagði ráðsmaðurinn við
sjálfan sig, ‘‘‘ltvað þessi drengur líkist húsbónda mín-
nm .... Nú, nú .... mepn vita ekki um alt....má-
ske gamli greifintt . hanu! J>að væri sannarlega
einkennilegt, ef það ætti sér stað, og hann ynni að
þreskingu í ltlöðu bróðttr síns, án þess að vita það”,
R áðsmaöurinn leit í spegilinn og lag-aði hálsklút-
inn sinn.
“það var leiðinlegt, að hún skyldi verða blind”,
tautaði hann við sjáFan sig, “hún saumaði ágætar
skyrtur. En nú hefi ég gert góðverk með því að að-
stoða þau..... Og samt sem áður ásaka menn mig
fyrir hörku og miskttnnarlevsi. Og hv.ers vegna ?
Af því fáeinar htismannafjölskyldur, sem ekki gátu
gcrt það, sem þær áttu að gera, vrortt reknar burt,
og faednar gamlar kerlingar hafa drepist úr sulti. —
Fjandinn fjarri mér! Á ég að sjá ttm, að allar
kerlingar hafi nóg að éta-, og fylla landeign húsbónda
míns með veikum. og vatibttrða hræðttm, sem ekk-ert
gagn geta unnið. Nei, svei mér þá. G-eti það ekki
unnið, þá verður það að fura, ég get ekki hjálpað
því. það er annað mál með Sterner og móður
hans, þeim ætla ég að hjálpa, því í fyrsta lagi hefir
hún saumað ágætar skyrr.nr fyrir mig, og í öðru lagi
er drengurinn ef til vill bróðir greifans, ekkd sam-
mæðra auðvitað. Að Jieir eru svo líkir, er nokkttr
sönnun þess..... Nu — við skulttm sjá hvað setur”.
Ráðsmaðurinn leit afttir i spegil'nn, og raulaði
gamankvæði. Móritz gekk beina leið heim til
prestsins, fór upp á loft og inn í lestrarstofu hans,
172 SÖGUSAFN HEIMSKRlNGLU
þar fann hann kennara sinn í fjörugri samræðu við
óskar.
Móritz var búinn að segja prestinum frá ógæftt
þeirri, sem móðir hans varð fyrir, og hann hafði
tvisvar ásamt Óskar syni sínum heimsótt hana og
reynt að hugga hana, þótt hann sjálfur ætti bágt
með að verjast gráti.
“Nú — nú”, sagöi Móritz ttm leið og hann kom
inn, “ég fór og fann ráðsmann Óðinsvikur, og fæ
vinnu hjá honum sem verkamaður. Hvað segið þið
ttm það?”
“ Verkamaður ?” sagði presturinn hissa. “þú að
verða verkamaður! Nei, drengttr minn, það má
ekki eiga sér stað”.
“En htiiv móðir min ? Á hún J>á að deyja úr
htingri ?"
“Við vorum að tala um ykkur, ég og Óskar”,
sagði presturinn. Móðir þín getur auðvitað ekki
saumað hér eftir, en hún getur að líkindttm spunnið,
ef hún æfir sig í því, enda þótt hún sé blind. Við
ætlum að útvega henni vinnu, og safna samskotum
handa henni. Ég ætla að finna alla höfðingjana,
sem hún hefir sattmað fyrir, og ég er viss um, að
þedr gefa henni dálitla upphæð með ánœgjtt, fyrst
svona er komið fyrir h-enni”.
“Nei, ned”, sagði Móritz, “við viljum ekki lifa
af ölmttsu, mér og mömmti sárnar það. Ég ætla að
vinna nokkra tíma daglega i óðinsvík, og svo ætla
ég að læra á kveldin, og lesa upp það, sem þú hefir
kent mér. það getur skeð, að tnóöir mín íái sjón-
ina aítur, eða, heldurðtt ekki að það sé mögulegt,
herra prestur?”
“Jú, jú, ég held það vissttlega, drengttr minn”,
sa'gði presturinn. “Ég hefi gert lækninttm í Carl-
stadt boð að koma, af því ein af vinnukonunum mín-
um er veik, og þegar hann er kominn, skal ég bdðja
FORLAGÁLEIKURINN 173
hann að koma með mér til móður þinnar og ráð-
legg'ja henni það, sem hann álítur heppilegast. En
ertu ákveðmn í því, að vinna fyrir daglaunum í óð-
insvík ?"
“Já, það er ekkd um annað að gera, því á öl-
musu viljum viö ekki lifa meðan annars er kostur.
En á kvöldin kem ég einstökusinnum hingað til að fá
leiðbedningar, ef ég má?"
'“Já, drengur minn, komdu þegar þú vilt. Guð
veit, hvernig þetta gengur”.
“ó, það verða einhver úrræði”.
“Já”, sagði presturinn. “þú segir satt. Guð
lijálpar Jieim, sem hjálpa sér sjálfir".
“Móri'ts”, sagði óskar, “í Gautaborg er ágætur
augnalæknir, sem jafníramt er mannvinur er enga
borgun heimtar af fátæklingum. 1 vor er bezt að
þú komir með móður þína til Gautaborgar. En þú
verður áður að skrifa mér, svo ég geti útvegað ykk-
ur verustað, og svo skal ég fylgja ykkur til læknis-
ins. F.n hvað það verður gaman, Móritz, að sýna
þér Gautaborg".
“Já, já, góði óskar, það skal ég gera”, sagði
Móritz glaður, “ég skal ganga til Gautaborgar með
mömmu og heimsækj i þig þar......... Guð gefi að
augnalæknirinn geti gefið henni sjónina aétur".
“Við skulum vona það, Móritz, hann hefir hjálp-
að svo mörgttm. En ef þú getur, þá reyndu . að
spara dálítið af daglaunum þíntim, svo þú edgir
fáeina skildinga og getir dvalið nokkra daga í Gauta-
borg, ef þess þarf”.
“það skal ég gera”, sagði Móritz, sem gladdist
ínikið við Jtessa von, “ég ætla að flýta mér heim og
segja mömmu frá þessu, ég er viss um, að það gleð-
ur hana stórkostlega".
Jw'gar Móritz hafði kvatt prestinn og óskar,
flýtti hann sér heim.
»