Heimskringla - 17.03.1910, Side 2

Heimskringla - 17.03.1910, Side 2
ttls. íí WINNIPEG, 17. MARZ 1910. USIMBKKINODa Heimskringla Pablished every Thnrsday by The deimskringla News & Pnblisbing C«. Ltd verO blaösins I ('anada ott baudar 12.00 um árlö (fyrir fram borgftö). 8eut til iðlauds $2 W) (fyrir fram boraaöaf kaupendum blaÐsius héril.50.) B. L. BALDWINSON Editor «fe Manatrer Offloa: /29 Sherbroeke Street, Winoipe^ P.O.BOX 3083. Talsimi 3312. Fjármála-rœðan. Hon. Ilugh Armstrong flutti íjár- málaræöu sína í fylkisþinginu fyrir skömmu, og sýndi, aö t-ekjuafgang- ur Roblin stjórnarinnar á sl. ári hefix verið meiri en á nokkru und- angengnu ári í sögu fylkisins, eða alls $624,118.67. Ræðan öll er löng og fróðleg, I þessu blaði er ekki rúm nema fyrir stuttan útdxátt úr hennfi, og hann er á þessa leið : það er hlutverk mitt, sagði raeðumaður, að flytja þinginu í dag fjármálareikning fylkisins fyrir liðna fjárhagsárið, og mér er sönn ánægja að geta þess, að árið hefir verið hagsælt ekki að eins fyrir fylkið í heild sinni, heldur einnig vonandi fyrir hvern einstakan þing- mann. Framför þessa fylkis stend- ur í nánu sambandi við framför alls Vestur-Canada. Allir hljóta að játa, að sl. ár var með þeim hag- sælustu, sem komið hafa í þessu landi. Framför vor hefir dregið að oss allra þjóða athygli, og margir hafa flutt búíerlum hingað á liðna árinu. Bezta sönnun um vöxt og viðgang fylkisins er jafnaðarreikn- ingur bankanna. Árið 1904 var hann 294 milíónir dollara, en árið 1909 var hann 770 milíónir doll- ara. Inntektir pósthússins í Winni- peg voru 1904 256 þúsundfir, en árið 1909 voru þær 580 þús. doll. á 8 mánuðum. Tolltekjur Winnipeg borgar árið 1904 voru 2% milíón dollara, en 1909 voru þær 3l4 milí- ón dollara. Markaðsverð allra korntegunda í þessu fylki á sl. ári var 75 mil’íónir dollara. þetta er ánægjulegt ástand. það bendir á frjósemi jarðvegsins og dugnað fylkisbúa, sem ég er sann- færður um, að mann fyrir mann og konu fyrir konu eru betur gæddir að líkamsburðum og andlegu at- gerfi, en nokkurt annað fólk í heimj. Á síðasta ári hafa skuldabref fylkisins verið seld fyrir $2,04l,- 633.34. Af þessari upphæð vai 262 þús. dollarar til dómsmála’þarfa, 750 þús. til að auka talþráðakerf- ið, yfir ein milíón dollara var fyrir framræslu, að mestu vestan Manitobavatns, til þess aö þurka upp yfir hálfa, milíón ekrur af landi. Verðið, sem fékst fynr þessi skuldabréf, var 99.50 fyrir part og 100 prósent fyrir hitt. Vetxtir eru 4 prósent. Stjórnin iékk þessa Iteninga hér í Winnipeg sölukostn- aðarlaust. þetta er hærra verð, að einu tilfelli undanskildu, en nokkru sinni hefir fengist fyrir skuldabréf fylkisins, og að svo miklu leyti sem ég veit, betra veið en nokkurt annað fylki heflr fengið fyrir skuldabróf sín. þetta sýnir, að fjármálamenn bera fult traust til þessa fylkis. Talþráðanefndin áætlaði á síð- asta ári, að hún mundi verja hálfri milíón dollara til aukningar kerfis- ins í fylkinu. En svo var mikil eft- irsókn eftir .talþráðum í fylkinu, að í ágústmánuði sl. varð hún að fá aukið starfsfé. Stjórnin gerði þá samning við Union bankann, að veita nefndinni hálfa milíón doll- ara, og nefndin brúkaði $367,000 af þeirri upphæð. Svo að alls varð kostnaðurinn á árinu sem næst ljá milíón dollara. Síðar minnist ég á, hverri upphæð er búist við að verja á komandi ári. Mér er ánægja að geta þess, að inntektir fylkisins hafa á síðasta árd verið með bezta móti, og yfir 200 þúsund dollara umfram áætl- un. þetta er að þakka auknum inntektum frá öllum uppsprettum. Utgjöldin hafa og orðið rúmlega 172 þús. doll. minni, en gert var ráð fyrir, svo að algengar inntekt- ir hafa orðið $624,118.67 umfram algeng útgjöldf Stjórnin ætlar í júlímánuði næst- komandi að borga að fullu 940 þúsund dollara skuldabréf Mani- toba & Northwestern járnbxauta- félagsins, og 900 þúsund dollara af skuldabréfum South [West- ern járnbrautafélagsins, og stjórn- in ætlar að gera það án þess að taka svo mikið sem eins dollars lán til þeirra skuldalúkninga. Vér ætlum einnig að borga að fullu gömlu Hudsonsflóa járnbrautar- sknldabréfin, um 2.?6 þús. dollara, og vér ætlum að gera það, án J>ess að taka nokkurt lán. Alls verða skuldir þær, sem vér borg- um, af því £é, sem Roblin stjórnin hafir saínað í fylkfissjóð á sl. 10 árum, sem árlegum tekjuaf.göng- um, — nokkuð á þriðju milíón dollara. þessi stjórn hefir síðan hún kom til valda ekki tekiö nema eitt lán til almennra stjórnarþarfa, og helfingur þess fjár gekk til að borga áfallna skuld, sem gamla stjórnin eftirskildi. þó hefir stjórn- in lagt ríflega til sjúkrahúsa, akur- yrkjumála, til sveita til vega- og brúagerða, til mentamála, og þess utan hefir stjórnin varið yfir VA milíón dollara til opinberra bygg- inga. Og 31. desember sl. hafði stjórnin í peningum á bönkum $1,374,000, auk geymslusjóðs, og í gærkveldi átti stjórnin á bönkum 1,650,000 dollara. Á sl. ári urðu inntektir stjórnarinnar $3,376,898- 50, en útgjöldin hafa orðið $2,752,- 723.83. Andstæðingar vorir segja oss, að vér gætum ekki haft tekjualjganga, ef vér ekki fengjum fé írá auka- tekjulindum. Vér játum þetta, og höfum árlega sýnt, hvaðan inn- tektirnar hafa komið. Vér fáum fé frá lindum, sem ifyrverandi fylk- isstjórn ekki tók tillit til, svo sem frá járnbrautum, aaiðfélögum og öðrum slíkum uppsprettum. , _Á þennan hátt höfum vér fengið síð- an árið 1900 nærfelt lf4 milíón doNara/, og þessi upphæð er stór hluti af samanlögðum tekjuafgöng- um Roblin stjórnarinnar, sem til samans eru orðnir $3,007,156-29, eða með öðrum orðum, nokkuð á fjórðu milíón dollara, Á þessu tímabili höfum vér var- ið til varanlegra fvlkistfigna $1,- 534,653.97, og þetta £é hefir verið tekið ídgerlega af algengtim stjórn- artekjum. Vér höfum reynt á sl. ári að stjórna fylkinu með allri sparsemi, og þó að leggja eins ríflega til al- mennra fylkdsþarfa og unt hefir verið. A síðasta ári gerði stjórnin samning um kaup skólabóka, og selur nú skólabækur hér í Mani- toba fu.lum þriðjungi ódýrar, en sömu bœkur selj ist fyrir í Saskat- chewan fylki. | Næst gat ræðumaður um tal- þráða starfsemi stjárnarinnar, og sýndi fram á þann hagnað, sem fylkið hefði haft við það, og gat 'þess um leið, að ákveðið væri, að verýi á þessu ári 214 milíón doll- ara til þess að auka kerfið í fylk- inu. Ræðumaður gat þess, að ekki ' þyrfti að telja þær skuldir á f.ylk- ínu, sem talþráðakerfið hefði kost- að, af því það væri aukin eign fylkisins og arðberandi, og stœði því vel fyrir skuldinni. Ilann sagði að fylkið þyrfti, eng- ar skuldir að borga fyr en árið 1923, eftir að búið væri að borga þær skuldir, 1. júlí næstk,, sem hann hefði áður getið um. Og hann lét í ljós þá skoðun sína, að fylkið mundi 1923 verða fært um, lað borga að fullu þær skuldir, sem : þá féllu í gjalddaga, án þess að taka nokkurt peningalán, — ef komandi stjórnir gættu sömu var- úðar og sparsemdar, og fjárhags- legra hygginda, sem Robliu stjóru- in hefði gert á sl. 10 árum. Næst gat hann þess að tillög stjórnarinnar á sl. ári hefðu verið: Til mentamála 44CHý þús. doliara, til sjúkrahúsa IW/ þús. dollai i, til sveitafélaga 150 bús. dollara og til annara þarfa rúmlega 44 þús. dollara, eða alls 746ýí þúsund doll- ara. Skylduverk. það er skylduverk hvers manns, að þegja ekki lengur en góðu hófi gegnfir um ýms þau mál, er al- menning varðar. þögnin er talin gullvæg, — og hún' er það undir vissum kringumstæðum ; en hún getur orðið að skæðustu ósannind- um á vissum tímum og við viss tækifæri : “Éf ég þegi, þá lýg óg”, sagði Washington forðum, og það var þá gullvægur sannleiktir, — það «er oft gullvægur sannleikur. Ég er einn þeirra mörgu, er um langan tíma hafa þegjandi hlustað á allan þann gauragang, sem fram hefir komið austan hais og vestan í sambandfi við stjórnarbaráttu Islendinga heima. Vestur-íslenzku blöðin—sem annars geta sjaldan verið sammála um nokkurn skap- aðan hlut eða óskapaðan—tóku saman höndum, sórust í fóst- bræðralag—eftir því sem bezt varð séð—fyrir rúmu ári síðan til þess að níða sérstakan flokk manna heima á íslandi. þá var barist þar um völd og líklega stefnu, — barist af alefli á báðar hliðar. Skylda vestur-íslenzku blaðanna var að gefa Islendingum hér rétta, óhlutdræga hugmynd um það, hvernig í öllu lá ; þatt áttu að hirta á víxl greinir úr blöðum beggja flokkanna heima, til þess að almenningur gæti séð sóknir og varnir, kærur og svör, og gæti sjálfur dæmt um málstað hvors flokks fyrir sig. Hugsið ykkur mann svo þröngsýnan, að hann læsi annaðhvort Heimskringlu eða Lögberg. Mundi hann fá rétta hugmynd um stjórnarfar hér ? Mundi hann ekki halda, að alldr í- haldsmenn væru þjófar og bóiar, ef hann læsi einungis Lögberg ? Og mundi hann ekki hugsa það sama um hinn flokkinn, ef hann læsi einungis Ileimskringlu ? — Og hugsið ykkur mann svo þröng- sýnan, að hann læsi einungis ann- aðhvort Samieininguna, eða Breiða- blik nú á dögum. Mundi hann ekki fá þá hugmynd, að sannleikurinn væri allur öðru megin og lýgin oll liinu megin ? Vissulega væri ekk- ert líklegra. það fór fjarri því, að blöðin hér flyttu óhlutdrægar frásagnir um baráttuna heima. Verstu ákæru- og skammagreinar mótstjóinar- ; blaðanna voru birtar hver á fætur annari, en svörin við þeitn aldrei I birt — eða örsjaldan. — Með öði • | tim orðum, blöðin hér vestra komu fram eins og. einhliða, keypt- ur eða leig$ur lagaflækjumaður, sem reynir af ýtrasta megni að sverta annan málspartinn, ett fegra hinn, án tillits til þess, hvor hafi rétt fyrir sér og hvor rangt. — Vilji menn efast um þetta, þá vísa ; ég þeim á Lögberg, Heimskringlu og Baldur á meðan baráttan stóð yfir heima. Sanugimi er það umfram alt, ! sem þjóðirnar verða að krefjast af blaðamönnum síntim. D r e n g - s k a p u r í bardagaaðferð þeirra á að vera þeim heilög skylda ; en drengskapar hefir eigi ávait verið gætt í afskiftum vesvar- íslenzku blaðanna af austur-íslen/.k- um stjórnmálum í seinni tíð. Margir menn, sem haía haft við- bjóð á þessari aðferð, hafa gjört sig seka um þá yfirsjón, að þegja I við öllu, og ég fyrir mitt leyti er einn þeirra manna. En grein sú, er birtist í Lögbergi 3. marz /fctir herra Baldur Sveinsson með fyrir- sögninni “Drengskaparheitið”,knvr ; mig—°g ef til vill marga fleiri í þessari bygð og annarsstaðar til þess, að taka penna í hönd og reyua að sýua það, sem hér er um að ræða, á sanugjarnari hátt en gjört hefir verið í vestur-ísl. blöðunum, — á sanngjarnari hátt írá okkar sjónarmiði að minsta kosti. i 3*. Mér þykir fyrir því, að verða að eiga orðastað við kunningja minn og skólabróður, hr. B.S., og mér þykir sérstaklega fvrir því, að fornvinur minn, hr. Benedikt j Sveinsson, bróðir hans, skuli hall- ast þeim megin á sveifina, sem hann nú gjörir ; skuli fxá mínu sjónarmiði hafa farið út á villi- götur í stjórnmálum, eins og marg- ir aðrir efnilegir ungir menn heima. En ein skyldan getur verið annari meiri, og ritskyldan eða sagnar- skyldan er mér sjálfsagðari nú en þagnarskyldan, og það jafnvel þó maður verði að ámæla beztu vin- um sínum. Ég hugsa mér í þessu máli að sýna óhikað með rökum, hversu langt hefir verið farið frá j sannleikanum í sumum atriðum, ■ og hvernig honum hefir verið hall- að í öðrum atriðum. Ég ætla ekki að gjöra það á þann hátt, að lýsa því yfir, að enginn heiðar- 1 e g u r m a ð u r geti verið ann- arar skoðunar, tfins og B.S. gjör- ir ; ég ætla að sýna þau gögn, sem ég hefi og reyna að stýra þeim langt frá skerjum hlutdrægni, þröngsýnis eða flokksfylgis. Ég veit það fyrirfram að Ilcims- kringla fylgir annari skoðun en ég í þessu máli, en ég þekki svo frjálslyndi ritstjórans í (lestum málum að fornu fari, að ég efast ekki um, að hann veiti hjárómr. röddum jafnt tækifæri og hinuni, I sem betur virðast falla inn í hljóm fjöldans. Ég hefi leitast við, að kynna mér báðar hliðar máls- ins, lesið blöð beggja flokkanna j jöfnum höndum, borið sattian sóknir og varnir, ákærur og svör. Ég mun síðar birta helztu ákar- urnar og svörin jafnframt. Um drengskaparheit og efndir jæirra af hálfu H. Hafsteins, verð- ur ef til vill eitthvað sagt síðar. þjóðfin á eftir að skrifa æfisögu Hannesar Ilafsteins og Björns Jónssonar, og verði hún skráð með hönd réttlætisins, sannleikuns og óhlutdrægninnar, þá vildi ég heldur hafa verið Hannes Hafstein en Björn Jónsson. Skyldu ekki fleiri vera þeirrar skoðunar, ef þeir hugsa vel um æfiferil og opinbera framkomu þeirra beggja ? þökk sé Heimskringlu fyrir það, að hún birti myndina. það sýnir frjálslyndi hennar, og væri sú mynd dregin hér og bdrt í ensku blai'fi undir íjvipuðum kringum- stæðum, þá mundi hún vera köll- uð meistaraverk. (Frh.). Sig. Júl. Jóhannesson. OLÍNA PÁLSSON. ORT FYKIR LARU JOMNSON. Það kent var okkur ungum, þá að bar dauða manns, að englar bjartir kæmu og tækju sálu hans. Þeir fluttu ’hana frá vetri 6 sðlrík sumarlönd. Þar söng hún frelsiskvæði á ódauðleikans strönd. Og nær sem góður vinur úr vina hverfur hóp, vér vitum englar flytja ’hann til þess, sem lífið skóp. Hvert einlægt hjartans góðverk, sem gðfgi heiðust er, er gæfu-engill sannur, er látnum fylgir þér. Þfn mætust verk og hugsun, þfn beztu andans orð, er aleigan, sem flytirðu í hinsta sinn um borð. Og hún er sjálfs þíns andi, en sumarlöndin þfn : liin sæla, ljúfa minning, sem vinum þínum skfn. Og söngur þinn er endpr-rödd þess alls, sem vanstu bezt, en ódauðleikans ströndin 1 skuggsjá lffsins sést. Þvf eilíf hrópar þrá vor á meira lff og ljós — hún leið til himins ryður og brúar dauðans ós. í lffgj'afarans skauti hún liðinn ástvin sér; á leiðinni til Emaus hann fyrir sjónir ber. Og þú, sem látin hvflir, þú leið með vinum átt, sem ljós á þeirra vegum, sem stjarna skær um nátt. Þeir þakka af öllu hjarta það alt, sem ást þfn gaf, og augu þeirra grátandi fylgja þér á haf. Þeir geyma þfna minning f gljúpum hjartans reit — þar gróa in fögru blóm þfn og prýða Iffsins sveit. Og góðverkin þfn fögru þér fylgja yfir dröfn, sem friðar-englar bjartir á sæla lffsins liöfn. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. Menningarfélagsfundur þessi fundur var haldinn 26. jan. sl. Á þeim fundi flutti Hallur Ma'gnússon erindi, er aðallejra Ijall- aði um uppeldismál. Hvatti hann til medri áhuga á uppíræðslumál- um og meiri afnota j>edrrar men:- unar og fróðledks tækifæra, setn fyrir lægju. Mintist nokkuð leikja jx'irra, er hanti tók þátt i sem barn, t. d. blindingaleik. Siðan ! hann náði fullorðinsaldri, hefði hann. lagt bernskuleikina niður. Samt virtist honum hann sjá all- marga blimliniga í ledk lífsins með- al íullorðna fólksins. — Ut að vera | óupplýstur, þó verra, að þykýast vita það, sem maður ekki vfissi og skilja það, sem maður ekki skildi. Bezt að horfa djörfum, rannsak- andi augum á alt, hafa alt af hug- , fast að auka þekkinguna og þroska skilninginn. Eigin rannsókn holl- ust. En margir gera sér enga ; grein fyrir fyrirbtirðum líísins. og afleiðingin er andleg doöasótt. — “Vér vinnum aldrei veginti nerna hálfan”. — Tilgangurinn með ferð vorri gegn um lífið, er að auka þekkinguna og göfga sál na, en fjöldinn virðist ekkd gefa sér tíma til “að lyfta hug sem hæst”. Tím- inn lítill tíl baklesturs, fáfræðin samt ekki alveg því að kenna. sumir lesa mikið, en ekki til upp- hyKKÍtlííari — druagasögur, róm- anl. og dagiblöðin. með ölltt sínu rusli. íslendingar eiga nóg af góð- tim og skemti'egum bókum. Rit- höfundar vorir hafa opnað oss fagran heim hugmynda og hug- sjóna, og margar góðar þýðingar j úr öðrum málum eru líka til. Íslendingar líklcga á hærra meun ingarstdigi en aðrar þjóðir, þó enn [ séu meðal vor stórir hópar, sem ekkd geta leynt sinni andlegu nekt. Uppeldi barna mjög svo ábóta- [ vant. yjentunarþrá þeirra stund- um bardn ndður. þeim ekki leyfður i aðgangur að ýmsu, er þau vilja j forvitnast um og fræðast um. For- | cldri ráða. mestu um, hvernig næsta kynslóð verður. þau ættu 1 að hvetja unglingana til að auðga sálina, gefa þeim gott eftirdæmi. Börn eru rftirtektasöm og breyta I i eftir þvf, sem þau sjá fyrir sér [ j haft. Uppeldið háledtasta starf. Synir og dœtur taka við af okkur og skapa næstu kynslóð. Foreldri ættu að hvetja til lesturs í heima- j húsum, ef ekki er hægt að ganga skólaveginn. Varast skyldi, að eitra sálirnar með hryðjuverkasög- lim. Lcfitast við að byggja upp göfugra mannfélag. Vonaði, (að Skuld varpaöi gullaldarblæ yfir framtíð íslenzkrar alþýðu. Flytjanda var greitt þakklætis- I atkvæði. Næst talaði Skapti B. Brynjólfs- son. Alt af kvað hann vera farið [ betur og hettir með börnin. þegar kristin trú var lögtekin, hafi inn- | leiðst agi á börnum. Stundum j hefðu þau verið hýdd á langafiistu, j án þe$s þau gæfu sérstaka ástæðu tfil. Nti alt á annan veg, betur far- ið með þau og þeim kent fleira. Talsverður munur væri á þjóðun- um, sumar dygðaríkar og aðrar dvo-ðasnauðar. Sdðferðislega stæð- um vér íslendingar hátt, og vær- um vel að okkur. Spursmál, hvort nokkur þjóð vœri eins vel upplýsi:, svona upp og ofan. íslerwlingar hugsa medra og standa kannske betur að vígi en sumar aðrar þjóð- ir, þó fámennir séu. Ef einhver huvsjón fæðist, er hún óðara orð- in eign allra. Til dæmis munu bæk- ur Agústs Bjarnasonar vera al- ment lesnar af ísfenzkri alþýðu, og íslen/.k alþýða fróðari um þau efni sem þær fjalla um, en alþýða ann- ara jijóða. Næst talaði varaforseti Páll M. Clemens. Fanst það vera að bera í bakkafullan lækinn, að hæla Is- lendingum ; vér ættum síður að gera það sjálfir, nóg að fá hobð utan að. Islendingar sem þjóð myndi ekki vera fremri öörtim mentuðum þjóðum. Innihald ísl. blaða væri lakara en fremsta bls. á enskum blöðum. Islendingar við- hrfðu enn og mæltu með hýðing- um á börnum. Hér í landi va-ri búið að leggja þær niður, cn á- her/lan lögð á, að kcnna börnum, ekki hegna þeim. Skapti B. Brynjólfsson hélt því fram, að Islendingar stæðu að jafnaði fram.ar öðrum þjóðum, þó þeir næðu ekki hámarki annara þjóða, þá væri enginn soii í þjóð- lífi Islendinga í líkingu við það, sem ætti sér stað hjá öðrum þjóðum. Hegning í skólum nauð- synleg. Be/.t auðvitað að fara að börnunum með góðu fyrst, ef það dugar ekki, þá með hörku. Her- stjórn nauðsynleg á skólum. Næst talaði séra Guðm. Árna- son. Meira hefði verið talað um uppeldishliðina, heldur enn um mentun í víðtækari skilningi. Upp- eldið ætti að mdða að því, að gera menn mentaðri. (Benedikt Gröndal hefði sagt, að mentun væri alt það, sem gerði manninn að manni, en svo er orðið oft not- að yfir bókvit eða skólalærdóm. Mentun er miklu meira heldur enn bókment ©ða skólalærdómur. — Mentun er bæði verkleg og bók- mentaleg, — alt það, sem g«.rir manninn að sem fullkomnustum manni. Stundum eru þeir kallaðfir hálfmentaðir, sem gengið hafa á gagnfræðisskóla. Slík orðatiltæki eru vitleysa — engin hálf eða heil mentun til. Sumir segja betri enga mentun en nasasjón. það er heldur ékki rétt. Betra að vita lít- ið en ekkert, þó misbrúkun geti átt sér stað. Tvær tegundir ment- unar — skólamentun og sjálfs- mentun. Sá, sem er skólagenginn, er venjulega kallaður mentaður maður, komfinn á annað stig enn óskólagenginn maður. En skóla- ganga er engin sönnun fyrir ment- un. Skólar hjálparmeðal til ment- tinar, auðvitað bezta hjálparmeð- alið. Samt hafa sumir náð ágætis mentun án skólagöngu, t. d. einn af mestu spekingum og rithöfund- um 19. aldarinnar Herbert Spen- cer. Lesum ljóð Stephans G. Stephanssonar, í þeim finnum vér að er eins holl og góð mentun eins og “lærðir” hafa að bjóða. Vitan- lega hættir stundum sjálfmentuð- um mönnum, sem hafa aflað sér þekkingar gegn um bóklestur, við að misskilja, þýða alt eftir sínum hugsunarhætti, og vera nokkuð ednhliða og sérvitrir. Næsta talaði Mrs. Ingihjórg Goodinan. Sumir ágætismeun hefðu staðið ráðþrota yfir barna- up.peldi. þetta umræðueíni v æri afarmikilv ægt. Viðvíkjandi þvi, sem varaforsetinn hefði vikið að sjálfliælni íslendinga, þá væri sú sjálíhælni ekki gerð af stxrilæti, heldur til þess, að uppörfa unga ■fólkið, — halda betri partinum upp fyrir því sem fyrirmynd. Og það kvað hún sína’ reynslu, að meira myndu börn likamlega liirt meðal enskra en íslenzkra. Ekki stæðu íslendingar að baki enskum við lærdóm, á það benti frægðar- för Skúla Jónssonar og væntanleg för Jósephs Thorsonar (sonar for- setans) til Englands. fslendingar v7æru álitnir af sumum að standæ að baki hérlendu þjóðarinnar í verklegri þekkingu, en þegar þeir irengju tækifæri til jafns við inn- lenda, væri ekki víst, að þeir stœðu svo mikið að bakfi þeirra í þessu rfni heldur. Á það benti það, að barnaskólii hér í bænum (Well- ington Scool) hefði fengið 10 v erð- laun á heimssýningunni í Seattle fyrir skólaverk (hannyrðir), o.g af þeim 10 verðlaunum áttu .'slenzkar stúlkur 8, og kennari þessara stúlkna var íslenzkur kventnaður. Síðast talaði S. B. Benedictsson.. Evað hann líkamlegar hirtingar á nngum eða gömlum óforsvaran- legar. Uppeldisfræði þyrftum vér að leggja rækt við. Prestarnir ættu að vera ledðbeinandi í þe.ui efnum, og benda okkur á bækur og höfunda, sem ágætastir væru. Á fundinum fóru fram embættis- mannakosningar og hlutu þessir kosningu : Forseti Stefán Thor- son, varaforseti Páll M. Clemens, ritari Friðrik Sveinsson, gjaldkeri Hannés Pétursson. Meðráðendur : Séra Rögnv. Pétursson og séra Guðm. Árnason. Nokkrir gengu inn í félagdð á funddnum. Friðrik Sveinsson, ritari. Sparið Línið Yðar. Ef þér óskið ekki að fá þvottinn yðar ritínn og slit- inn, þ& sendið hann til þess- arar fullkomnu stofnui.ar, Nýtfzku aðferðir, nýr véla- útbúnaður, en gamalt og æft verkafólk. LITIJN, HREINSUN OG PRESSUN SÉRLEGA VANDAÐ Modern Laundry & Dye Works Co.,Ltd. 8V7-3I5 UargrMve Nt. WINNIPEQ, TMANITOBA Phones : 2300 og 2301 SksrwiD-Williau PAINT fyrir alskonar húsmálningu. Prýðingar-tfmi nálgast nú. Dálftið af Sherwin-Williams húsmáli getur prýtt húsið yð- ar utan og innan. — B r ú k i ð ekker annað mál en þetta. — S.-W. húsmálið málar mest, endist lengur, og er áforðar- fegurra en nokkurt annað hús mál sem búið er til. — Komið inn og skoðið litarspjaldið.— Cameron & Carscadden QUALITY HARDWARB Wynyard, — Sask. JOHN DUFF PIAfMBER, GAS ANDSTEAM FITTER Alt »6-k vel vnndaö, og veröiö rétfc 664 No,.** Dame Ave. Winnipeg Phone 8815

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.