Heimskringla - 28.07.1910, Blaðsíða 1

Heimskringla - 28.07.1910, Blaðsíða 1
XXIV. ÁR YVTNNIPEGr, MANiTOBA, FIMTUDAGINN, 23 JÚLÍ 1910 NR. 43 GOTT OG TRAUST REIÐHJÓL Þar? hver sá að hafa, sem, tekur þátt f kapp hjólreiðum. Eg heö nú & boðstólum hin traustustu og beztu “ racing ” reiðhjól, sem til eru búin í Canada BRANTFORD OG BLUE FLYER Landar, sem taka œtla f>átt f kapp-lijól- reiðum á Is- lendingadeg - mum í sumar, geta fengið sér- stók vildarkjór hjá mér á þessum ágæta reiðhjólum, sem eru traust og endingargóðen þó létt og lipur. West End Bicycle Shop Jon Thorsteinsson, eigandi 475—477 Portage Avenue. TALSÍMI: SHERB. 23o8 Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa, — Altnent verkfall sjerSu yfir 3 þúsund manns, sem vinna við Orand Trunk Pacific járn.brautma mánudaginn 18. þ.m., kl. 9.30 að kveldi, eftir að kröfum þeirra um launahækkun hafði verið hafnað af féla.ginu. Voru það lestastjórar, aðstoðarmenn þeirra, brautastjór- ar og aðrir, sem við lestirnar vin.n.a, er verkfallið gerðu. Höfðu þeir krafist þess, að fullkomiu laun, hin sömu laun, er C.P.K.. og C.N.R. borga sínum mönnum, er sama verk vinna, en félagið, eítir þras og samn.ingaleitandr um lang- an tíma, gaí að lokum það svar, að það gæti ekki orði-ð við ]>essari kröfu fyrr en 1913, — en því vildu hinir ekki ganga að og lögðu því vinnuna niöur. — Félagið hefir reynt sitt ýtrasta til að fá nýja inenn og verkfallsbrjóta til að taka up,p vinnuna og tekist frain- ar vonum. — Afleiðing af þessu verkfalli varð sú, að öllum verk- smiðjum G.T.P. félagsins var lok- að, í bráð að minsta kosti, og urðu þar 5000 manns atvinnulaus- ir. — Prófessor Ilenning Mataen, há- skólakennari í lögfræði við Kaup- man.nahaf.nar háskóla, landþdngis- maður og einn af leiðandi aftur- hald.smönnum Danmerkur, anelað- ist 18. júlí sl. Hann var giftur Helgu Vídalín, er áður átti Jón Vídalín stórkaupmaður, en þau skildu. Prófessor Matzen var við aldur. — Skógareldar miklir n-eysa í Rritish Columbia, og. hafa tvær bor.gir brunnið til grunna af völd- um þeirra, og fleirum hætt, því eldurinn magnast óðum. Borgirnar sem brunnu voru Whitewater og McGuigan. En í rnestri hættu eru horgirnar Sandon og Three Forks, og eru allar líkur til, að þær fari 4 sömu leið. Eignatjón er metið KOSNINGA ÚRSLIT I GIMLI KJÖRDÆMI. Herra Jón Sigvaldason að alkjörstjóri fyrir Gimli kjördæmið kunngierði i Gimli bæ þann 20. þ- m. úrslit kosninganna í því kjördæmi. þau sýndu, að í þeim 33 kjördeildum, sem eru 1 kjördæminu, varð atkvæðagr eiðslan þannig, að B. L. Baldwin- son hlant 905 atkvæði, W II. Pauls. n 450 atkv. og séra J. P. Sólmundsson 286 atkv. Atkvæðagreíöslati á hinum ýmsu kjörstöðum fór þannig : Kj'nrdeild B.L.B. WH.P. J.P.S. 1. Rondau skóla 15 1 2. Hjá G. Sigurðssyni .... 16 0 3. Seamo ■ 2 14 4. Franklin ...'. 10 7 5. Scotch Bay 9 1 6. Park Vdew 17 0 7. Cold Springs 11 2 8. Otto 5 3 9. Deer Horn 10 8 1 10. Cha'tfield 10 1 11. Broad Valley (South) 3 39 1 12. Broad Valley (North) 30 25 0 13. Dog Lake 13 1 4 14. Dog Creek 19 0 14 15. Narrows 25 4 5 16. Fairford 20 13 0 17. Folev 28 25 2 18. Húsavík 24 12 16 19. Gimli bær 54 65 89 20. Gimli (vestur) 5 10 1 21. Nes 5 1 24 22. Ámes 48 26 39 23. Hnausa 18 8 4 24. Geysir 56 • 18 6 25. Árdal 20 10 26. Víðir 21 17 5 27. Icelandic River 53 28 1 28. Hecla .. 13 ’ 9 21 29. Fisher Bav 5 7 0 30. Norris Lake n 3 0 31. Township 18, Range 1 East .. 4 0 0 32. Komarno 49 6 7 33. Plumridge 10 7 ... -Alls^ - 450 V X ---280 svo milíónum dollara skiftir, cg 15 menn hafa látið lífið, svo kunn- ugt er. — Tuttugu og fimm þús. manns var neitað um inngöngu í Banda- ríkin á sl. ári, og því endursetidir til sinna átthaga, en tæp 1 U milí- , ón matina fékk leyfi til bólfestu. — Ljótar sögur berast af með- , ferð á óbreyttum liðsmönnum á þý/.kalandi, og hefir meðferð sú ollað hneyksli miklu og blöðunum orðið tíðrætt um. Undirforingi einn í hernum, Franz I.ibowska að tiiivfni, hefir i-erið dætndur í tveggja j ára fangelsi fyrir grimd og harð- ýðgi við undirmenn sína, og. ier i,ú- í ist við, að fleiri berforingjar fái I líka útreið, fyrir þjösnaskap sinn, því rannsókn hefir verið hafin í ■ því máli. — Franz Libowska ,hafði ]>á venju, að hparka í hertnjennina mieð fótunum, eða lemja þá um j höfuðið með flötu sverðinu, ef hon- | um þótti eitthvað að fra-mkomu , þeirra, cg um hánótt kallaði hann oftlega á liðsmenn og skipaði I þeim a>ð dansa og syngja fyrir sig. j Ef honum ekki *f-éll í geð söngurinn | eða dansdnn, lét hann lemja þá | m-eð svip.um og setja í svartholið. Ileragitin var svo strangur, að liðstnennirnir sáu sér’ekki fært, að klaga vfir meðferðinni, bjuggust | við etigu góðu, miklu frekar illu, íslendingadagurinn 2. ágúst 1910 verður haldinn í ELM PARK f Prógrammið, sem birtist í síðasta blaði, ber með sér, að skemtanir og íþróttir verða þær sömu og að undanförnu. Nefndin hefir geit alt, sem í hennar valdi stendur, til að gera daginn sem þjóðlegastan. íslendingar, menn og konur, dagurinn er yðar; sýnið, að þér viljið styðja að viðhaldi þess, sem ís- lenzkt er í þessum bæ, með því að sækja hann. ef þeir yrðu svo djarfir að klagia. Loksins varð ungur herforingi til að flerta ofan af þessu háttalagi herforingjannia, og var þá rann- sókn hafin, sem leiddi margar ó- fagrar sögur í ljós. — það mun víst eins dæmi í sögunni, að mannætur sitji á þjóð- þinigum Evrópuríkjann-a, en svo er nú sagt um eiun af þingmönnum Frakkt,— svertingjanu Legitimus. A hið franska þing senda auk Frakklands nýlendur þess fulltrúa þingið, og hierr-a Legitimus, sem er jaifnaðarmaður, er fulltrúi fyrir eyjuna Goudealaupe, þar sem svertingjar búa mestmegnis, og ertt margir þar mannætur, og það sagði einn af mótstöðumönnum Liegitimusar að hann væri líka, að | hann hefði slátrað möntium og ét- jið á sínum yngri árum, og bar h-erra Legitimus ekkert á móti þieim áburðd. Og Frakkar eru | stoltir af, að vera fyrsta menning- í arþjóðin, sem hefir ley-ft mannœ-tu þdngsetu, enda vakti Legitimus feikna eftirtekt, er hann í fvrsta j sinni sýtidi sig í þingsalnum, bik- j svartur og á gulum lafafrakka. — Nýskeð andaðist í Fond du ! Lac, Wis., ein af elztu konum í Bandaríkjunum, blökktikonan Eve- Hne Harris, 114 ára gömul. Hún ; fæddist 1796 í ánauð, og ólst upp sem ambátt. þiegar hún var 35 ára gömul var hún seld bónda etn- um í Alaibama-, sem gifti hatia eiti- ttm af þreelum sínum og gaf báð- utn frelsi síðar miedr. þá er hún lézt voru 12 barnabörn hennar á | l'ífi og Jtvö barnabarnabörn. I — Skógareldar ákafir geysa í námunda við Rainy River, og er bærinn í mikilli hættti staddur að brenna til grunna, því eldarnir umkring.ja hann, á alla vegu Sér- hver ma-ður, sem vetlinigi gietur valdið í bænum, liefir verið kall- aður til björgumar. Jafnvel beir, sem ttnnu á símastöð bæjarins ttrðtt að yfirgefa. , ]>að verk og hjálpa til að varna elditutm frá bænum. Hva-ð mikið fiártjónið verður, er af skógar-eldum bessum kann að leiða, er ómögulegt að sesrja, en þegar er tjónið orðið svo tnilíónum dollara skiftir. Sérstak- lega hafa sum viðarfélög orðið fvrir stórtjóni, meðal annara Rat Portage Lumher>Co. hér í bænum. — Gyðingaófsóknir halda stöð- ugt áfram á Rússlandi, og eru hroðasögur, er ganga af meðferð þeirri, er Gyóingarnir verða að sæta. Um tvö þúsund fjölskyldur voru reknar yfir landamærin fyrir miðju þessa mánaðar. — Forsetakosning fór fram í Ar- gentina sl. föstudag, og var Roque Saenz Pena kjörinn forseti. — Mormótvir hafa starfað mikið að trúboði á þýzkalandi nú upp á síðkastið og orí.i'i talsvert á- gtngt. Sérstaklega voru mar?ar konur hrifnar af þedm trúarbrögð- um, en þýzka stjórnin leit öðrum augutn á það, og nú hefir hún i gert 1 alla mormónska triiboða landræka. — Innflytjendastraumur til Can- ada er alt af að aukast, og það sem betra er,, að meginþorri inn- flytjendanna kemur ekki með tvær j hendur tómar,., eins og áður var siður. A tímabilinu írá marzibytj- un til júníloka hafa 92,400 manns t-ekið sér bólfestu.í Canada, mest þó í Vesturfylkjunum. Frá Bret- landi (Englandi, Skotlandi og. ír- landi) hafa komið á þessu tíma- bili 35,000 matras, frá öðrutn Ev- rópulöndum 10,900 og frá Banda- rít junum 46,500. — Fólkstraumur- inn frá Bandarikjunum er alt al að fara í vöxt,., og það sem bezt er við innflytjendurna þaðan er, að b<æði eru flestir þeirra kunnir landibxinaði og koma þess utan með álitlegar peningaupphæðir til að koma ttndir sig fótunum hér,—5 Svo er talið, aðcþeir Bandamenn, sem hingað haía fluzt á hessu 4 mánaða tímabili, haíi komið með vfir 50,000 dollara í peningum, eða meir en þúsund dollara á hvern innflytjanda þaðan, og er slíkt dá- góður bústofn, þvf þess ber að træta, að tveir þriðju af þessum innflytjendum ertt konur og börn, svo að réttu. lagi ltefir hver fjöl- skvlda að meðaltali komið með 3000 dollara bústofn í peningum, fvrir i*t\n búsáhöld, vélar og verk- færii, sem miklu nemur. Slíkir inn- flytjendur sem þetta ættu að verða til þjóðar þrifa. — Innflutn- ingur fólks þessa svnir öllu frem- ur, hversu kostaríkt Canada er, og að það sé land framtíðarinnar. — I.iýðveldið Honduras í Mið- Ameriku á nú í borgarastríði. Er það fvrrum forseti ríkisins Benilla, sem hafið hefir uppreist gegu nú- verandi forseta Davila, og hvgst að reka hann frá yöldum. Sagt er, að Englendingar, muni skerast í leikínn, áður ien of lan-gt gengur, því þeir eiga nýlendur, eriliggiaað landamærunum. Annirs eru borg- arastríð daglegir viðburðir meðal smáríkjanna í Suður- cg Mið- Ameríku. — þingið á Italíu hefir veitt tveggija miljóna dollara stvrk íil að korna npp herflota í liítitiu. — T/oftskir-in áleit þingið lífsspurs- mál á" ófriðartímum, og var stvrt- vei'tingin veitt sem undirstaða und ir öflugan herflota í loftinu. — Fylkiskosningin fyrir Russell kjördæmið, þar sem Wtn. Valcns liberal var talinn kosinn með 6 atkvæða meirihluta vfir A. L. Bonnycastle eonservativ, — fór á aðra leið en taliö var. Mr. Bonny- eastle heimtaði, að atkvæöin vaeru talin að nýju, og fóru þá svo.lefk- ar, að hann hafði 8 atkvæði ttm fram Mr. Valens, er áður var tat- inn kosinn. — Hafa nú Conserva- tivar 28 þingmenn, en hinir Liber- ölu 13, eða nákvæmlega sömu hlutföll cg á síðasta þingi. — Um 30,060 manns, er vinna á járnbrautum North-eastern fé- lagsins á Englandi, gerðu alment verkfall fyrra miðviktidag. — A- stæðurnar fvrir verkfallinu eru taldar : langur vinnutími og harð- stjórn yfirtnannanna. Verkfall þetta kom öllum að óvörum, og er því búist við, að verkfallsmenn- irnir fái s’nu fram-gengt. — Japanskt gufnskip sökk við Kóreu strendur sl. sunnuda.g, og druknuðu þar 206 manns. — Sextíu matms fórust í ofsa- veðri, er gevsaði um Norður-ltalíu á sunnudaginn, margir medddust og skemdir á húsum og öðrurrt eignum er talið mjög mikið. — El'dur kom. upp í Empire Hotel í Brandon, vandaöasta hót- eli bæjarins, á laugardagitin var, og gerði skemdir miklar, sem tal- ið er nemi 30,000 dóllara: Royal Household Flour Til Brauð 0g Köku Gerðar Gef ur Æfinlega Fullnœging m- EINA MVLLAN í WINNIPEG.—LÁTIÐ HEIMA- IÐNAÐ SITJA fyrir viðskiftum YÐAR. Úr bænum Verðhækkun á hveiti hér í borg- inni hefir hait þær afleiðingar, að ibrauðgerðarmenn borgarinnar hafa ákveðið, að hækka verð á brauð- um sínum um eitt cent. — þó þessi verðhækkun á brauðum sé ekki mikil, þá dregur um það, ef til lengdar gengur, .— og sem oft- ast tilfinnanlegast fyrir fátækling^ inn. tONFlRMATIÖN.— Miss ólavía Rögina II. Bjamason, fædd 8. julí 1906, var “confirmeruð” bann 17. þ.m. og veitt altaris sakramentið, við embættisgerð 8. sd. í Yr., í hinttm evangelisk lnterska ísLen/.ka söfnuði í Westbourne, Man. Guðsþjónusta og kirkjulegnr starfi fór fram í kirkju-bygging safnaðar Chureh of England (sem n.ú starfar í nýrri kirkjubyggtttg) °g góðfúslega hefir leipt hinum is- lenzka lúth. söfnuði eldri bvgging- ttua mjög vægri lcigu. Winnipeg, 26. júlí 1910. 710 Ross Ave. O. V. GÍSLASON, prestur Wh. saínaðar. ATHUQASEMD. South Bend, Wash., 20. júlí J0. Heiðraði ritstjóri. 1 tilefni af fréttagrein í Heims- kringlu 26.,maí sl., eftir “Islending No. 3” á ,Revmond, rita ég þessar línur. þessum Isl. No. 3 segist nokkuð vel frá í fréttagrein sinni, sem ég hefi . ekki mikið við að bæta, En ‘'oft má á máli þekkja, manúinn hver hejzt hann er”, því aflir l'esendur að fréttagrein hans_ skilja vej ÓR°tí\ þáðayrói hans tíf siimrS Okkair landa 'héf ög fiki sízt til mín, og það að raurra- lausu. En þar eð ég hefi gott tækifæri til að draga hann fram í dagsljósið fyrir framkomu hans við mig, ásamt mjög góðu bréfi, sem ég fékk nýlega frá Manitoba viðvíkjandi “No. 3" (og geymi ég j það vaudlega), — þá vil ég ráð- 1'egg.ja “Islending No.-3’> næst þeg- l ar hann ritar fréttagrein héðan, að I mannskemma ekki s jálfan sig á I því, að brtika svona óviðfeldið númer fvrir nafn, því svona menn, sem ertt hræddir við sitt ei<rið nafn, þekkjast hvort sem er, þó þeir vilji ekki þekkjast. G. T. Austfjörð. Sýninpar gestir. Frá Markerville, Alta. : Mrs. G. Grímsson, Mrs. J. Benedikts- son, Mrs. Jón.as Johnson og Einar Jónsson. Frá Semans P.O., Sask.: Runólfur Sigurðsson og Runólfttr Run- ólfsson. Frá Glenboro, Man.: Miss Kristín Thompson, og herra J. G. Ole- son. Frá Abor P.O., Man. : Hinrik Johnson. Frá Churchbridge : G. A Afnason. kaupmaður. Frá Bradenbury : Iljálmar Lofts- son, kaupmaður. Með því að friðuuartími hrossa- gauka (snipe) er úti 1. ágúst næstkomandi, er það nauðsyiilegt fvrir þá, sem hafa í hyggjtt að fara á veiðar, og ekki hafa þegar fengið veiðileyfi, að sækja um slikt leyfi til landbúnaðar og innflvtj- endia skrifstofunnar í Winnipeg, áð- ttr ©n þeir fara á veiðar. — Sjáið oeðatimálsgrein (E) og af sjöundu grein í “The Manitoba Game Pro- teotdon Act”. þeir, sem ekki eru borgarar eða heimilisfastir verða sömuleiðis að sækja um veiödleyfi til áðurnefndr- ar skrifstofu, ef þeir hafa í hyggju að veiða-.dýr ,eða fugla, hvort held- ur undir verndunarlögunum eða ekki. — Sjáið lagagreinar 24. og 25., og" fvrirbyggið öll óþægindi og ábættu af lögsókn. Sérhver fylkisbúi, sem fylgir að'- komumantti á.vedðar, án þess leyf- is, skoðast jafnsekur og er þvt hegnt á sama hátt. það er skylda hv.ers veiöigæzlti- manns eða lögragluþjóns, að hafa eftirlit með, að lögttm þessum sé stranglega framfylgt. Öll veiðileyfi fyrir árið 1909 gengu úr gildi 31. desember það ár, — að eins gild fyrir það ár, sem þau eru gefin út fyrir. ]>egar sótt er um leyfi, eiga all- ar umsóknir að sendast beint til: Department of Agriculture and Immigration, Winnipeg, Man. ATVINNA. Unglingur - frá 14—16 ára, sem vill læra járnsmíði, getur fengtð góða tilsögn og góð kjör. Ritstj. Hkr. vísar á. Ktnnara vantar. að Háland skóla ,nr. 1227, í þriá altnanaksmánuði, byrjar 1. sept- ember 1910. Umsækjendur tilgreiui kaupgj tld og mentunarstig. Til- boð sendist til undirritaðs fyrir 15. ágúst 1910. Hove P.O., 18. jtilí 1910. S. EYJÓLFSSON. ”EMPIRE” VEGGJA PLASTUR kostar ef til vill ögn meira en hinar verri tegunclir, —en ber- ið saman afleiðingarnar. Vér búum til : “Empire” Wood Fibre Plaster “Empire” Cement IVall “ “Empire” Finish “ “Gold Dust” Finish “ “Gilt Edge” Plaster of Paris og allar Gypsum vöruuteg- undir. — Eiqum vér oð senda J yður bœkling vorn • BÖIÐ TIL EINUNGIS HJÁ MANITOBACYPSUMCO. LTD SKRIFSTOFUR OG MILLUR I Winnipeg, - Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.