Heimskringla - 01.09.1910, Blaðsíða 3

Heimskringla - 01.09.1910, Blaðsíða 3
J - fslands fréttir. — Reykjavfk hefir nú komið á .fót gasstfið og notar þvf gas bæði til lýsingar og suðu, en aftur eru Akureyri og Seyðisfjfirður 1 þann veginn að koma á fót hjf* s< r raflýs- iugu — Jóh. Reykdal úr Hafnar- firði hefir tekið að s<r rafiýsing Seyðisfiarðar, en bæði hann og danskur verkfr. Kjfigx að nafni, keppa um raflýsing Akureyrar. er talið líklegra að hinn siðarnefndi verði þar hlutskarpari. — Núlifandi meðlimir sjökra- hússfélagsins gamla i Rvfk, þeir Dr. J. lónasson, Magnós Stephen- sen landshöfðingi og B. M. Olsen. prófessor hafa gefið Reykjavfkur bæ gamla spftalann Asamt líkskurð- arhúsinu sem hvorutveggja er verðlagt um 21 þósund krónur. Á eigninni hvflir 5 þúsund króna skuld sem bærinn verðurað greiða, en sjúkrahfissjóð skal stofna fyrir andvirði eignanna. — Tilgangur sjóðsins er að koma upp sjúkrahósi fyrir bæinn og skal hann vera á vöxtum undir umsjón borgarstjóra þar til bærinn sér sér fært að byrja á hinni nýiu — spitalabyggingu — Sem stendur er Læknaskólinn 1 gamla spítalanum. — Tónasláttur er nú vfðasthvar langt kominn. Töður eru á Norð- landi f tæpu meðallagi, hið sama gildir um hálfdeigjuengi og harð- velli, aftur er betra útlit með tíæði- engi. — Á Suðurlandi er gras- spretta mun betri. Engjaspretta digóð á Austurlandi. — Á Húsavfk borgar Örum & Wulffs verzlun 85 aura í peningum fyrir ullarpundið. — Á Akureyri er borgað 8u aura fyrir pundið f reikninga og gegn vörum. — Carl T. Fredreksen, bakari í Rvík er nýlátinn 1 Kaupmanna- höfn. — Tóverksmiðjumál Eyfirðinga er nú loks til lykta leitt, á þann h»tt að sýslunefnd Eyjafjarðar- sýslu og bæjarstjórn Akureyrar- kaupstaður hafa samþykt að taka á sig ábyrgð gagnvart landssjóði á fiO þúsund króna !áDÍ til verksmiðj- unnar á Akureyri, gegn því að hluthafar félagsins ábyrgist 10 þús- und kr. af skuld þess við íslands- bank«, að félagið hlfti reglum bæj- arstjórnar og sýslunefndar um eft- irlit með og umráð yfir rekstri fyrirtækisins og að isýslufélag og kaupstaður fái 1. veðrétt í öllum eignum h'lagsins sem óveðsettar eru, og 2. annan veðrétt f eignum þeim sem þegar eru veðsettar landssjóði.^Er því nú búist við að verksmiðjurnar við Grlerá verði bráðlega endurreistar. — Guðm. T.Hallgrfmsson cand. med. hetir verið settur héraðslæknir f Höfðahverfishéraði við Eyjafjörð. — Ráðskona við geðveikrahælið á Kleppi er nýlega ráðin Sigríður Gfsladóttir. —Umsækendur yfir 50. — í júnf þ. á. var viðskiftaveíta íslandsbanka 2,796,000 krónur. — Dr. Friðþjófur Nansen, norð- urfarinn frægi kom til Seyðisfjarð- ar f sfðustu viku júlf. — Var hon- um f>ar vel fagnað. Halldór Jóns- son skólastjó i mælti fyrir minni hans, en Nansen mælti aftur fyrir minni Islands. Fæst Dr. Nansen við mælingar og fiskirannsóknir úti fyrir ströndum Islands í ár. — Á heimleið frá biskupsvígsl- unni á Hólum í Hjaltadal, drukn aði stúlka, Ingibjörg Sveinsdóttir al nafni. Þegar hún var að fara ytír brú á Dalsá í Blönduhlfð, datt hesturinn er hún reið og bæði hún og hesturinn hrundu út af brúnni niður í ána og týndust. — Fiskiafli er góður við Vestur og Norðurland — þó meir um bát- fiski á Norðurlandi. Hákarlaveiði misheppnaðist á liðinni vertfð. — í símskeyti frá Kaupmanna- höfn 22. ágúst er þess getið að elds- umbrot muni vera f Heklu. Reyk- ur bent úr glgnum, jökullinn hefir bráðnað utan af honuu og jarð- skjálftar hafa orðið talsverðir í ná- munda við fjallið, svo búast má við eldgosi með hverjum degi. — Á Seyðisfirði andaðist 23. júlf el. frú Ólöf Einarsdóttir. móðir Einars Th. Hallgrlmssonar konsúls og þeirra bræðra. Hún varð 95 ára. — Þjóðminningardag héldu ís- tirðingar 6 ágúst sl. og yar þar mikið um dýrðir, — Ný<láinn er f Kaupmannahöfn frú Guðrún Maguúson, sy6tir As- geirs Asgeirssonar stórkaupmanns frá Isafirði. I Reykjavfk andaðist 26. júli sl. ekkjan ValgerOur Jóhannsdóttir hin mesta rausnarkona. — Hún var ekkja Guðmundar sál. Þórðar- sonar útvegsf'ónda og bæjarfulltrúa sem dó fyrir 12 árum. Hún varð tæpra 90 ára. — Silfurbrúðkaup sitt héldu þau Davíð Sch. Thorsteinsen læknir á ísafirði og frú hans — 14. júlf sl. — Guðvarður Guðmnndsson bóndi í Hvammkoti f Arnarnes- hreppi í Eyjafjarðarsýslu fanst ör- endur 1 brunninum þar við bæinn fyrir skiimmu. — Fyrri hluta dags- ins var hann einn heima fullorð- inna manna, hinir við róðra, en þegar komið var að var hann horf- inn og fanst eftir langa leit örend- ur f brunninum. — Hann var um sextugt og talinn undarlegur á geðs munurn. — Þórður Guðmundsson frá Hala fyrrum þingm. Rangvellinga, og um 3h ár hreppstjóri Áshrepps, sagði þeim starfa lausum sakir sjóndepru. — Var honum og konu hans haldið veglegt samsæti 2. júlf sl. af sveitungum þeirra, var Þórði gefið vandað úr en konu hans brjóstnál hvorutveggja gripir góðir. Þorsteinn Erlingsson orti kva-ði til Þórðar við þetta tœkifæri. — Reykvfkingar héldu enga Þjóðminningarhátfð 2. ágúst eins og að undanförnu. Búðum var að sönnu vfðast hvar lokað þann dag og fánar dregnir á stöng enda voru það mestu hátíðabrygðin. — Dáinn er bændaöldungurinn Ólafur Gissursson frá Ósr í Bol- ungavík. Falskt hár. Að vera hárprúð hefir frá alda öðli verið innilegasta þrá kven- fólksins, bæði fyrir það að fátt prýðir það frekar en mikið og fag- urt hár og eins vegna að karlmenn- irnir hafi að jafnaði rent hýru auga til hárprúðra kvenna. —- Kvenfólk- inu hefir því verið mjög hugarhald- ið að nota öll þau ráð sem mættu til þess verða að prýðaog auka hár- ið, og það sem hefir verið svo ólán- samt að hafa lítið hár,hefir núna á seinni tímum tekið upp á því snjall- ræði að nota falskt hár, og kveður nú svo ramt að þessu að megin- þorriAmerískra kvenna notar falskt hár með meira eða minna leyti. — í sjálfu sér er þetta ekki lastandi, en fróðlegt er engu að síður að rekja sögu falska hársins lftillega, og ef vera kynni að sumar sem nota það, skoðuðu huga sinn tvis- var áður en þær keyptu sér það — við að kynna sér sögu þess. Mest af því hárisem flyst til New- York og annara stórborga Banda- rfkjanna sem hárverzlun reka, kem- ur frá Klna, en allir sem nokkuð til þekkja vita að Kfnverjar eru mjög stoltir af hárpfsk sfnum ög vilja alls ekki við hann skilja f lif- anda lífi, aftur er það gamall kfn- verskur siður, þá er menn deyja úr holdsveiki eða öðrum pestum sem all tfðar eru f Kína, að henda lfk- unum út á strætin og nota þá hár- prangararnir tækifærið og ræna hárinu af lfkunum, eins er því var- ið með óbótamenn sem af lffi eru teknir, böðullinn fær hárið fyrir snúð sinn og selur þeim það svo seip bezt blður, en eins og nærri má geta er hár þannig fengið fult af óhroða og sóttkveikjuefnum, en þannig er það samt látið f poka og sent til New-York og annara stór- borga, og eru árlega fluttir skips- farmar af hári þannig fengnu frá Kfna. — Vitanlega hreinsa hár- verksmiðjurnar, sem hárið kaupa, það, áður en á sölumarkaðinn kem- ur, en ófagrar sögur hafa borist af þeirri hreinsun. Eitt af merkustu tfmaritum New York borgar fer hörðum orðum um hárverkstæði borgarinnar, segir að sóðaskapur eigi sér þar stað all- vfðast og kæruleysi afskaplegt við hreinsun þees t. d. hreinsað og ó- EBIMSXllNGEA hreinsað hár kembt í s’imu kembi- vélum, þó pitanlega að óhreinsaða- hárið sé fult af bakterlum og sem auðvitað fara f hreinsaða hárið úr kembivélinni, þó allar bakteriur sem f því voru áður, kynni að hafa drepist við suðuna. — Eins segir tfmaritið að hreinsað og óhreinsað hár sé oft hvað innan um annað f geymslulærbergjunum svo á þann hátt gætu sóttkveikjuefni borizt hæglega. En livernig sem hreinsunin er, þó mikið sé undir henni komið, þá ætti það eitt, hvaðan hárið er kom- ið og af hvaða mönnum það er, að vera nóg til að aftra kvenfólkinu frá að skreyta sig með þvf að ó- þörfu. — Mundu blómarósirnar sem falskt hár nota, skreyta sig til lengdar ef þcer vissu að það væri af kfnverskum morðingja eða hohlsveiku lfki? Mundu þær? það er spurningin, og svarið mundi hjá mörgum verða neitandi en aftur eru margar sem hafa tfzkuna fyrir sinn guð, og ef hún heimtar það þá sjálfsagt að nota það af hvaða kvikindi sem það kynni að vera. Og veslings morðingjarnir yrðu án efa glaðir ef þeir vissu af þeirn heiðri sem hári þeirra er sýnt. Fréttabréf. Kæri herra ritstjóri Hkr. Jafnvel þó, nú sé nokkuð langt siðan eg heti skrifað héðan úr Nýja- íslandi fréttir til Heimskringlu, hafa samt engar stórkostlegar ný- ungar skeð hér 6iðan; þvf þó að hér séu stöðugt talsverðar framfarir getur það varla talist með nýum fréttum. Þvf nú á dögum, er eins og framfarir f heiminum séu ekki orðnar neinar fréttir eða nýungar lengur. Samt sem áður eru hér um altN/ja-ísland talsverðai fram- farir í þá áttina að bæta vellíðan manna. Akrar bæði fyrir hveiti, og hafra. eru einlægt að stækka og fjölga; og verkfæri til jarðrœktar einlægt að aukast. Og eiga sérstakir mcnn eigi lit- inn þátt í því að efla dugnað, fram- kvæmd og fjár, að heiðri allra ann- ara óskertann; það eru kaupmenn- irnir, sem ávalt vaka yfir þvf, að láta helzt ekkert-vanta, sem getur orðið bændunum að notum, til þess ekkert þurfi að stansa, og ó- þægilegt yrði fyrir bændur sjálfa að nálgast. Það er auðvitað þeirra (kaupmannanna) eigin þága líka Þrátt fyrir það eiga þeir mikinn heiður fyrir dugnað sinn, og um- brot f framfaralegu tilliti, þvf þann- ig örfa þeir ósjdfrátt aðra dugnað- arnienn. Af [kaupmönnum hér f Nýja-ís- landi þekki eg einna mest til sveit- arstjóra (oddvita) Mr. Sveins Thor- valdssonar, sem hefir verzlun f fé- lagi með Mr. Jóhannesi Sigurðs- syni, sem er,borgarstjóri f Gimlibæ. Og hafa þeir báðir mikla verzlun bæði við Icelandic River og á Gimli Ekki fyrir allmörgum árum, settist Mr. S. Thorvaldson að, við íce- landice River (Fljótið sem kallað er) og setti þar á stofn smjörgerðar- verk8tæði,og byrjaði um leið verzl- un. Til að hrinda öllu á stað á sem hagkvæmastann hátt, gerði hann bændum eins létt fyrir, og hægt var, með því að láta sækja rjómann heim til þeirra allra, sem þvf vildu sinna. Sfðan hefir hver dugnaðartilraun- | iu einlægt rekið aðra. Ogþvf næst í sveitarmálum hefir hann mjög mikið látið til sfn taka, og nýtur sín þar nú mjög mikið, sem hann er formaður (eða oddviti sveitar- stjórnariunar) og lætur sér mjög ant um velferð héraðsbúa. Hann hefir einna mest og bezt barizt f þvf að járnbraut fengist lögð frá Gimli, og alla leið norður að Fljóti eða River Town. Og enn lætur hann ekki deigan á sfga, en er nú góðrar vonar um að alt muni lagast( og að járnbrautin hljóti að koma áður en mörg ár líða. Samt hefi eg heyrt menn segja að Mr. S. Thorvaldson ynni á móti því að járnbrautin kæmi norður að íce- landice Ri'ær. En það er auséð að þeir menn, sem það segjaeru óvin- ir, Mr. Thorvaldsonar. Þvf það segir sig sjálft að maður, sem býr nálægt fyrirhuguðum brautarenda eða nálægtbraut, mundi ekki vinna á móti þvf að járnbraut legðist þangað. sem hann á heima. Það liggur miklu fremur í augnm uppi, að maður, sem á jafnmiklar eignir i og Jlr. Thorvaldson við Icelandice River, smjöirgerðarverkstæði, verzl- unarhús og fleira mundi hafa meira en litinn fchuga á því að járnbraut fengist þangað, enda hefir hann gert sterkar tilraunir til þess, og ekki sýnt sfður dugnað í þvf enn öllum öðrum áhuga málum hans? Það hafa lfka nokkrir menn sagt það um yður herra ritstjóri Heim- skringlu að yður væri ekkert áhugamál að járnbraut kæmi frá Gimli til ícelandice River, — og meira enn það að þér munduð jafn. vel vera á móti því — en það hljóta að vera óvimr líka sem það segja. En það nær engri átt, að þér hvorki persónulega, né sem þingmaður séuð á [móti þvf. fíeldur bendir alt með þvf nð þér beitið öllum yð- ar kröftum bæði utan þings og á þingi til að vinna að þvf að járn- braut fáist “áminsta leið”. Og ég þykist viss um að hafi það ekki verið, — þá 8é það orðið nú, full- komið áhugamál yðar,'og alvarlegt kappsverk að vinna að því að járn- braut fáist á einhvern hátt lögð frá Gimli til Icelandic River. Og óskum vér Nýíslendingar því málefrii til hamingju, á6amt öllum framtakssömum og góðum mönn- um. y ýja-íslanils-maður. HITT OG ÞETTA. Flugnaskarn á húsmunum úr tré hverfur með því að nugpa ullar- Aúk, vættum í steinolíu, um mun- inn. — Séu blettirnir gamlir, , verður að gera þetta oftar ,en einu sinni. Að þessu búnu er mjúkri dulu :iúið um tréð. — Flu<ma- skarn aí speglum næst bezt með þvi, að núa tim þá tusku, seon er vætt i vatni og salmíaksspiritus, blandað að jöfnum hlutum. * * * það kemur oft-fyrir, að rusl fýk- ur upp í augu manna. Tdl að ná því úr augunum, er hvitur s'lkj- pappír hentugastur. Hann er und- inn saman og vœttur í‘ vatni, vog sá, sem er handlipur, getur fljót- lega náð duft-ögninni úr auga mannsins, án þess að hann finni til sársauka, því silkipappírinn er mýkri en-,vasaklútar. * * * þegar hvítir dúkar liggja lengi ó- hreyfðir, vilja þeir vanalega gulna. Tib^iess að gera þá aftur hvíta, er gott, að leggja þá í áfir einn sól- arhring. Smágerðir dúkar þola | ekki að liggja eins lengi og stór- ! gerðdr, áfirnur mega ekki súrna á þeirn. Svo eru dúkarnir þvegnir i volgu sápuvatni og köldu vatni á í eftir. Sjáist enn gulir blettir á ; dúkunum, verður að endurtaka j þessa aðferð. * * * þegar vörtur va«xa á júfrutn kúa, er bezt jað vef jt og binda fast sterkum þræ-ðd um vörtnna, hún visnar þá og bemur ekki aftur. • j Kaldar fætur má gera-.hlýja með því að drekka einn bolla af volgu | vatni.já morgnana, áður en annars er neyt-t, og annan á kvöldin áður en maður háittar. Baða þarf fæ.t- j ur:ia í volgu vatni á hverju kveldi og nugga þá vel. þetta eykui: j hraða á umferð blóðsins og styrk- ' ir meltinguna. * * * þegar fita vill ekki þvost af eld- un irjxittum eða öðrum vatnsílát- látum, er hentugt að taka hredna tnsku, dýfa henni í salt og nugga h.trmarua með hennd. * * * Lampabnennarar hrednsast vel með því, a.ð sjóða þá stun 'arkorn í vatni ásamt kartöfluhýöi, nttgga þá síðan meö ullartusku, vættri í volgtt vatni. * * * I.ikþorn á fótum eru harla ó- j þœigileg. Til þess að fjarlægja þau, j skaltu taka hrauð, bleyta það í i erliki og leggja á líkþornið nætur- | langt. Kf það losar ekki líkþornið, ! veröttr að endurtaka þessa aðferð. I — Gott er líka að blanda rjóma ' saman við steinoliu og smyrja lik- | þornið með þvi. * * * Saltlaust smjör geymist óskemt á þann hátt, að maðttr hnoðar ; það vel í vatni, svo engin mjólk j verðd eftir í.því. Svo hnoðar mað- i ur smjörinu fast ofan í tréílát og laetur það standa í dálitlu söltu vatni. Um saltvatnið t'erður að skifta á hverjum degi. • WIWIPEG, 1 SEIT 1910. Bl«, 8 Svarfaðardalur. j Minni, sunpið d 1000 dra hdtíð Svarfdœla, d Dalvik við Eijjafjörð, 26. júní, lylo. ♦............................................< > Það er til þögn, sem á svo háa hljóma þeir heyrast gegnum llfsins strit og þrár, j og hjörtu vor nú greina glögt þá óma, j er góðar nætur bjóða þúsund ár. • Hver steinn, hvert kuml, hver fornrúst til vor talar, ,! og tilfinningin verður næm og gljúp. j Hér liggja vorra og þeirra bernskubalar, sem byrgir tímans þúsund ára djúp. Ó, Svarfaðsdalur! mætt er þfn að minnast og margs að geta, fátt þótt verði sagt. ' En sona nöfn þfn samt á steinum finnast, eem saga tfu alda hefir lagt. j Hún geymir fræði fornrar, nýrrar speki, sem fóstruð var við brjóst þín heit og köld. Hún geymir verk, sem voru’ ei skráð með bleki jj en vitna samt að hér var manndóms öld. Þinn opni sær og himin-h'ju tindar, og hnjúkasalir, strangar fossaár, sem skanti þfnu skjaldborg trausta myndar, og skýlt oss hefir nú í þúsund ár. Þinn lági gróður, langur vetur, þungur, j sem lætur dug og hreysti kenna stríðs. " Þfn eldbrend hrann oec hjarnsins jökulbungur — alt heggur glögga mynd á svip þfns lýðs. Og þú átt, dalur, drótt, sem starfið þekkir, 6em djörf og þolgóð berst mót köldum hramm, sem veit að lífi letimókið hnekkir, og lætur höndur standa’ úr ermum fram. Sem skilur fremur flestum landsins sveitum hvers föðurlandið þarfnast helzt og mest: að lffs og s lar orku allir beitum hvert innlent fræ að lffga við sem bezt. Það hefir oft að sonum þfnum sorfið frá Svarfaðs tíð og fram á þennan dag, en skipum sínum héldu þeir f horfið með hreysti-prýði fram á sólarlag. Og enn þeir eiga krafta þá í köglum, sem kveifast ei þótt fast sé tekið á. Og þó að blóðið bresti undan nöglum þeir bfta aðeins fastar jöxlum þá. Og liún er Islands fre’si, frægð og ljómi, hin forna, þögla dygð, sem hugrökk berst; sem skelfur aldrei fyrir drotna dómi en dugir meðan lff ei þver — og verst. Vort lar.d það heimtar meir en kjól og kraga, sem kitla dáð og þol úr hverri taug, ef lengur fslenzk á að myndast saga, en ekki verða glerbrot týrrt í haug. Þér dugar aldrei útlent glys og gylling, né geipi orð frft skrumaranna v t. er Norðri sækir hús þfn h<im með trylling og hel.jar dróma bindur lamls þíns kj >r. Þ.v þarfnast ísland sannra Svarf lælinga, s 'm sjá hvar sk >rinu kreppir fœti að. Sem tnæla t'átt, þá ægi <">rvar stynga, en æ þvf betur græða sárið þuð. Hin styrka h"nd og starf fús sonar andi, sein strfðir ötull fram á rauða n"tt, er lff og viðreisn voru fósturlnndi, sem verður ei til þiugs.né stjórnar sótt. Og græðið heilir, sönnu Islands synir vorn Svarfaðsdal f næstu þúsund ár, unz aftnr vaxa fornir, fagrir hlyuir, sem friða öll hans hjartans blóui og þr r. Nú strengjum öll þess heit á heilla etundu við heiður vorn og drengskap — guð vors laiuts, að möiva f framtfð, fjötra ]>á, sem bundu vort frelsi geymt, f dalsins sigurkrans. Ó, knýjum göfgi æðstu frnm f arfi frá instu rótum þj ðarhjarta vors, og tengjum hana stf'ði voru og starfi og stefnum beint mót sól á löndum þors. Já, fram og hærra! Fram um þúsund aldir að fegra, græða, blómga Svarfaðs stað! Þvl annars verða tfmar vorir taldir hjá tíman6 herra — autt vort lffsins blað. Sem lítil bðrn á ljósið hans vér köllum, sem lftíð gaf oss — Þökkum sæld og tár. — Guð gefi okkur góðar stundir öllum! — Nú góðar nætur bjóða þúsund ár! þORSTEINN Þ. ÞORSTEINSSON. * Flugur eru ekki áírom um, a5 íerSast um þœr glujrgarúður, sem þvegtvar eru meS stednolúi. * * * 'Til þess aS ná blettum af hníf- um, er hen>tug>t aS taka hráa fcart- öflu, dýfa henini í ösku og nujjga um blettinn. Steinolíulampar lojja betur ojr orsaka enjra ólykt sé salt látfS á botn þeirra undir olíuna. Kam- fóra er líka góS til þess. * # # •—* Mý-s leita aldrei i þau ílát, sem litill kamíóru-moli er geymdur í.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.