Heimskringla - 08.06.1911, Blaðsíða 6

Heimskringla - 08.06.1911, Blaðsíða 6
Bls 6 WINNIPEG, 8. JÚNÍ 1911. HEIMSKRINGLA Yíirlit. M o 11 o : Fyrirmyndar forskeytum forsjón engum gæddi ‘ann. Endemis meö áskeytum öllu megin klæddi ’ann. Nú hefir Gunnl. Tr. Jónsson lagt niöur vopnin í hinum svonefnda “Leirskálda-bardaga”. Kom það yíst mörgum á óvart, svo herská- lega, sem þar var af stað farið. En óneitanlega ber það vott um réttara sjálfsmat og aukna lífs- reynslu. — l'kveðju orðum sínum lýsir hann yfir því, að hann ætli ekki að segja meira í þessu máli yeyna þess, að þeir sem hann hafi iitt orða skifti við vilji ekki ræða málefnið, en beiti í þess stað útúr- snúningum og illkvitnis aðdróttun- jim. Vegna þess að mér finst þetta ekki rétt, hvað mig snertir, og einnig vegna þess, að ég sé ekki betur en að hann fari með íleiri vísvitandi ósannindi í síðustu grein sinni, finn ég mér skylt að gera of- urlítið yfirlit yfir afskifti mín af þessu máli. Ég hefi engu illu dróttað að G. Tr. J., ekki farið neitt út fyrir framkomu hans í þessu máli, enda hefi ég ekki neitt ilt til hans að segja persónulega, og er langt frá því að ég víllí pfrægja hann á bátt. Hvað' nmræður um málefníð snertír, hefi ég leitast yið að fylgja sömu reg’tlr Aðallega hefi ég tekið þrjú atriði jtlí Ílluguúíí * sambandj þe'tfa máÍ. Jhí er : i. Úmm3éll G. í'f. Jónssonar um Ilagyrðingafélagið^; 2. Afstaða blaðanna í þessu máli, og 3. Meðferð íslenzkrar tungu. G.Tr.J. drap á öll þessi atriði í fyrstu grein sinni, en þegar ég tala um þau, kallar hann það útúr- - dúra, sem ekki komi málinu við. .Vegna þess að eitt atriði er rétt hjá honum (það að betur færi á því, að minna væri prentað af lé- legum kveðskap en nú á sér stað), heldur hann að alt hljóti að vera rétt, sem honum kemur til hugar að segja. Sjálfsálitið gerir hinar fáránlegustu vitleysur að “algild- um meginreglum". Ég ætla ekki að þreyta neinn á að minnast frek- ar á fyrsta atriðið. það er ó- þarfi. Allir sjá að það þarf meira en meðalmanns ósvífni til að skrifa um heilan hóp óþektra manna eins og G.Tr.J. skrifaði um meðlimi Hagyrðingafélagsins, þó hann flétti sjálfum sér lárviðarsveig, gangi hróðugur af hólmi og þykist vel hafa mælt, hefir hann hvergi fundið þeim ummælum stað. þá er annað atriðið : Afstaða blaðanna. Ég álít blöðin vítaverð- ari fyrir útbreiðslu leirburðarins, heldur en skáldin fyrir framíeiðsl- una. Sá er munur kveðskaparins í blöðunum og þess, sem gefið er út í bókum og bæklingum, að bækl- ingana þarf enginn að kaupa frem- ur en honum sýnist, en blaðabull- inu er þrengt að mönnum, hvort sem þeim likar betur eða ver. — Hvað er léleg blaðamenska, ef ekki það : að flytja efni, sem ritstjór- inn álítur að sé þjóðinni svívirð- ing og lesendum blaðsins viðbjóð- ur ? Hvað er ómenska, ef ekki það, að blöðin ráðist með ópi og illum látum á höfundana fyrir þau verk þeirra, sem blöðin sjálf hafa tekið tiPbirtingar. Ég gat þess áð- ur, að blaðamenn heima á íslandi væru vandari í vali kvæða en stéttarbræður þeirra hér. þetta segir G.T.J. hina mestu fjarstæðu. Sómatilfinning leirskáldanna á ís- landi ráði öllu þar um, þau hafi afdrei reynt að koma bulli sínu í blöðin. þessi spaklega ályktun er vel þess verð, að hún sé látin blakta á milli lárviðarlaufanna í krúnu sigurvegarans. Ég veit ekki, hvar Gr.T.J. hefir grafið upp þenn- an fróðleik. Hann gæti með litlum kostnaði fengið sér fulla vissu um, að blöðunum heima berst árlega urmull kvæða, sem þau aldrei birta einn staf úr. þetta er á al- manna vitorði heima, og af þvi hefir það almennings álit myndast að hver sá, sem á óhindraðan að- gang að blöðunum með kveðskap sinn, sé vel skáldmæltur. Fyrsta viðurkenning, sem íslen/.k skáld fá, er vanalega sú, að blöð og tíma- rit taka kvæði þeirra til birtingar. Sum blöð heima neita eftirmæla- stagli upptöku, þó peningar fylgi. Einnig skrum auglýsingum um kynjalyf og annað því líkt, sem ritstjórnin skoðar tál og blekking- ar, að eins til að féfietta fáíróða. — Frá fjárhagslegu sjónarmiði er þetta vitanlega hin mesta vit- leysa pil í augum ráðvandra blaðamanna er það skyldá. Með því að veita mó.ttöku, hverju ,«em yera skal, hafa vestur-íslenzkir bJaðamenn átt sinn þátt í að kenna mönnum óvandvirkni og irm- Jeiða þann hugsunarhátt, að alt sé boðlegt. — Af þessu, sem hér er sagt, dreg ég þá ályktun, að blöð- ju gæti gert miklu pieira gagn rriSÖ þv' að vanda sjálf sig, helduf en þó þau atyrði þá, sem í saki leybi Og giflfeldni senda þeim skrif sín til Dirtingar’. G.Tr.J. segir ég telji það “höf- uðsynd” og glæp, að liann hafi vandað utn við “leirskáldin" fyrir meöferð þeirra á íslenzku máli. Hér hlýtur að vera vísvitandi far- ið með ósannindi. Ég hefi aldrei vítt hann fyrir það með einu orði. Ef hann sýndi sig færan til að leggja þar orð í belg, af viti og þekkingu, væri hann maður að meiri. það sem ég mintist á þetta atriði áður, var beint svar við spurningu frá G.Tr.J. Og beindi ég því að blaðinu Heimskringlu, en ekki sérstaklega að G.Tr.J. En annaðhvort vegna þess, að þar hef ir honum runnið blóð til skyldu, sem bögumælin voru, eða vegna riddaralegs hugarfars, vill hann taka alla sektina upp á sínar breiðu herðar. ómegðin reynist þar langtum meiri en hann fái staðist straum af. því af 10 dæm- um um bjagað mál og rangar þýð- ingar, sem ég tíndi upp af einni blaðsíðu Heimskringlu, og 6 ann- arstaðar frá, reynir hann að halda lífinu í 4. En lík munu forlög þeirra og hinna systkinanna, alt eru það blóðlausir og mergtúnir vanskapnaðir, sem veslast upp i faðmi föður síns. Ég veit vel, að sjálfur kann ég ekki íslenzku svo vel sé, og ætti ég því að hafa hér sem fæst orð. Kn þó kemur það fyrir, að svo langt er géngið í óvandvirkni og illri meðferð málsins, að mér finst, þrátt fyrir mína mjög svo tak- mörkuðu þekkingu, að ég hafa rétt til að taka til máls. Ég get ekki stilt mig um, að minnast á nýyrðin í sambandi við þetta. Er móðurmáli okkar engin hætta búin af því að hver klaufinn fáist við að mynda ný orð ? Lýsi þau “laukrétt” og “hárétt”, án þess að gera sér ljósa grein fyrir því, hvað í þeim felst. Mér sýnist full þörf á, að brýnt væri fvrir mönnum, að ekki er allra með; færi að mynda ný orð, og yfirleitt heppilegra, að gera ekki meira af því, en nauðsyn ber til. Og nauð- synin er oft minni, en menn halda. Ég skal taka til dæmis setning- una um “heimshnefaleikarann”. —> Mundi ekki hafa farið betur að segja : Hnefaleiks heimsmeistarinn Jack Johnson var tekinn fastur og sektáður fyrir að keyra of hratt i bifreið sinni ? G.T.J. segir það “algilda meginreglu, að lýsa sérkennum manns með einu orði en ekki mörgum”. Hvar sú megin- regla gildir, getur hann ekki um, en víst er hún ekki í gildi hjá oss. því alsiða er að tala um t. d. sér- fræðing í hvaða fræðigrein sem er, Doctor í guðfræði, læknisfræði, heimspeki, o. s. frv. Svo ég viki aftur að nýyrðunum, og nauðsyn þeirra, — mér kemur ekki til lutg- ar að amast við þeim, þar sem þeirra erl þörf. F,n þegar mcnn mvnda ný orð þar, sem gömul og góð orð eru fyrir, að eins til þess að vera ekki eins og aðrir menn, eða brevta orðttm að þarflatisu, finst mér þeir gera fremur skaða en gagn. Fer t. d. nokkuð betur á því, að segja “leiðsagi” fyrir leiðsögumaður ? Eftir sömu reglu ætti að kofna f r a m s a g i fyrir framsögumaður, hafnsagi fyrir hafnsögumaður, o. s. JfV. Væri um leiðsögttkonu að gera mutídí hún ftffjtd leiðsaga. Nýlega hefir vério rætt' töluvert ttm, hveraig þýða skuli íi íslenzktt : oröið “fly- ing machine”, neTria sumir “gand- reið”, aðrir “flugu1’. Er ekki f 1 u g v é 1 algengasta og bezta orðið og ftfllnægjandi í afla staði ? Eða tfiá ekki tneð saifia rétti nefna flugfiiannifin fugl, eíns og flugvéliha flfigfi ? þá er “feafilak” og “samneyti'* ög á að merkja “team” eða Uxapar. Til safflan- burðar við orð þessi mætti benda á gamla orðið eykur (ak-dýr), og er oft talað um eineykisvagn, mætti ekki segja tvíeykisvagn, jafnvel setja tvíeyki fyrir p a r og e y k i fyrir- “samak” ? þetta er að eins sett hér til athugunar, og lagt undir dóm þeirra, sem betur vita. Eitt vil ég taka fram í sam- bandi við þetta : það er, að ekk- ert af þesstt er sagt að kvefsni eða óvild til þeirra, sem hér eiga hlut að máli, heldur að eins vegna þess að mér sýnist þessi breytinga á- str ða hafa náð of miklu haldi á hugum manna. Mætti einnig nefna ýmsar fordildar fettur í stíl og orðskipun, sem menn temja sér, en sjaldan eru til bóta. það er ekki dæmalaust, að málsgreinar, sem i sjálfu sér eru fagrar og vel limaðar, koma manni fyrir sjónir eins og römmustu fordæður, brotn ar á bak aftur, með höfuðið rekið fram á milli fóta. vegna óeðlilegr- ar, sérvizkulegrar orðskipunar. — Sem dæmi þess, að vel má rita blátt áfram, eru t. d. verk Dr. J óns Bjarnasonar ; hann skrifar að m nu áliti, bezt íslenzkt mál hér um slóðir. 'ílann gefur sig ekki við þessu nýyrðatildri, en hefir þó ætíð tök á að segja það, sem hon- um býr í brjósti, og segja það svo vef, að nautn er að iesa, með þeim orðum sem móðurmál okkar hefir að geyma. það er að líkindum fífldirfska af mér, að láta þetta frá mér fara. En ég skeyti því ekki að þessu sinni. Sé það, sem ég hefi sagt, rangt, er ég hverjum þakklátur sem leiðréttir. 28. mai. Hjálmar Gíslason. Minnisvarðar úr Málmi. Eru mikið lallegri og í öllu tilliti fullkomnari, fyrir sömu peninga- upphæð, heldur en úr marmara eða granit. WHITE BRONZE minnisvarðar, búnir til af Tfce Monumental Bronze Co., eru nú komnir í mikið meira álit en steinn. “White Bronze” heldur sin- um rétta, eiginlega, ljósgráa lit öld eftir öld, þolir öll áhrif lofts- ins, hita og kulda — það gerir steinninn ekki, — hefir engar bol- ur, molnar hvorki né kloiuar, springur ekki, tekur ekki í fig raka eða vætu ; verður ekki mosa- vaxið ; — þetta alt gerir stcinninn Alt letur er upphleypt, steypt um leið, og getur þvi ekki tlitnað af eða brotnað ; sönitfleiðis ýms merki og myndir tfl prýðis (sem kaupandi velur sjálfur), -- alt sett á frítt. THE DOMINION BANK 30RNI NOTRE DAME AVENUE OG SHERBROOKE STREET Höfuðstóll uppborgaður ; $4,000,000.UÖ Varasjóður - - - $5,400,000 00 Vér óskum eftir viðskiftun verzlunar manna og ábyrgumst »■?> gefa þeim fulinægju. <$parisjóðsdeild vor er sú stæista sem nokKur bunki hefir í borgnni. íbúeudur þessa hluta borgaritnar óska að skifta við stofnun sem þeir vita að er algerlega trygg. Nafn vort er full ryggiug óhlut- le.ka, Byijið spaii mulegg fyrir sjilfa yðar, komu yðar og börn. IMione ttai'ry 3 4*0 Scott liarloiv. Ríðsmaður. Yitur maður er varkár með að drekka ein- göngu HREINT ÖL. þér getið jafna reitt yður á DREWRY’S RMOOU um það er léttur, Ireyðandi bjór, gerður eingöngu úr Malt og Hops. Biðjið ætið um hann. E. L. DREWRY, /Vlanufacturer, Winnipey -—STRAX—- í DAG er bezt að GEEAST KAUPANDI AÐ HEIMS- KRINGLU. — ÞAÐ ER EKKl SEINNA VÆNNA. Mörg hundruð úr að velja ai ýmsri stærð og lögun. Kosta írá fáeinum doljufufit fipp til Jiúsu’id.i. Spyrjið um myndir, slætÖ þyngd og verð á þessum minnis- vörðum (bréílega eða muntllega) áður en þið kaupið Steifi. Allar upplýsingar góðfúslega geftíat af J. F. Leifson, .Quill Plain, Sask JIMMY'S H0TEL BEZTU VÍN OG VINDLAR. VÍNVEITARI T.H.FRASER, ÍSLENDINGUR. : : : : : James Thorpe, Elgandl MARKET HOTEL 146 Princess St. á móti markaCoun P. O’CONNELL. elgandl, WINNIPi Q Beztu vínföng vÍDdlar og aöblynning góö. íslenzkur veitingamnöur P S. Anderson, leiöbe’nir íslendingum. Woodbine Hotel 466 MAIN ST. Stm'sta Billiard Hall 1 Norövestnrlandinn Tln Pool-br>rö.—Alskonar vfnog vindln- Gistln^ og fteÖi: $1.00 á dag og þar yfir Liennon A Hebb Eigendur JOHN DUFF PLTJMBER, GAS AND STEAM FITTER Alt ve-k vel vandað, og verðið rótt 664 Notre DameAv. Phone Garry 2368 WINNIPEG MANIT0BA 6 TÆKIFÉRANNA LAND. Hér skulu taldir að eins fáir þeirra miklu yfir- burða, sem Manitoba fylki býður, og sýnt, hvers- vegna allir þeir, sem óska að bæta lífskjör sín, ættu að taka sér bólíestu innan takmarka þessa fylkis. TIL BÖ'NDANS. Frjósemi jarðvegsins og loftslagið hafa gert Mani- toba heimsfræga, sem gróðrarstöð No. 1 hard hveitis. Manitoba býður bændasonum ókeypis búnaðar- mentun á búnaðarskóla, sem jafngildir þeim beztu sinnar tegundar á ameríkanska meginlandinu. TIL IÐNAÐAR- OG VERKAMANNA. Blómgandi framleiðslustofnanir i vorum óðfluga stækkandi borgum, sækjast eftir allskyns handverks- mönnum, og borga þeim hæztu gildandi vinnulaun. Algengir verkamenn geta^og fengið næga atvmnu með beztu launum. Hér eru yfirgnæfandi atvinnutæki- færi fyrir alla. TIL FJARHYGGJENDA. Manitoba býður gnægð rafafls til framleiðslu og allskyns iðnaðar og verkstæða, með lágu verði ; — Frjósamt land ; — margvíslegar og ótæmandi auðs- uppsprettur frá náttúrunnar hendi ; — Ágæt sam- göngu og flutningatæki ; — Ungir og óðfluga vaxandi bæir og borgir. — Alt þetta býður vitsmunum, auð- æfum og íramtakssemi óviðjafnanleg tækifæri og starfsarð um fram fylstu vonir. Vér bjóðum öllum að koma og öðlast hluttöku í velsæld vorri og þrosk- un. — Til frekari upplýsinga, skrifið : JOS. HARTNEY, 77 York Street, Toronto, Ont. JOS. BURKE, 178 Logan Avenue, Winnipeg, Man. A. A. C. LaRIVIERE, 22 Allfance Bldg., Montreal, J. F. TENNANT, Gretna, Manitoba, J. J. UOI.IH V. Deputy Minister of A^riculture and Immigration.'.W.nn'peK ÆJttareinkennið 71 tækifæri gefst, látið mig vita um bankanafn þessara ungu manna”. “þér megið öruggur treysta okkur ’, svaraði bankarinn, “okkur er ánægja í því, að gera yður greiða. Verið þér sæll, verið þér sæll”. Undir eins og ofurstinn var farinn, hringdi bank- arinn litlu klukkunni sinni tvisvar. Hr. Montague Nevitt kom strax inn. “Hr. Nevitt”, sagði bankarinn. “Ég hefi nokk- uð handa yður að gera, en það verður að gerast með gætni og algerðri þagmælsku. Kelmscott of- ursta í Tilgate langar til að vita, hvar tveir ungir menn, Guy og Cyril Warring, hafa bankareikning, og þegar hann er búinn að fá vitneskju um það, ætlar hann að leggja talsverða peningaupphæð í reikning þeirra, en alt með leynd”. Nevitt lét ekki á því bera, að hann þekti þessa menn, en hneigði sig og svaraði : “Ef það er áríð- andi að vita þetta strax, þá skal ég reyna að kom- ast eftir því í dag”. XIV. KAPÍTULI. 'A Áhrif hljóðlistarinnar. því hr. Montague Nevitt var varkár, slunginn og framsýnn maður, sem fremur flestum öðrum fann að þekking er vald. Hann hafði tvær ástæður til að dylja það, að hann þekti þessa bræður : Fyrst þá, að með því að útvega bankanum upplýsingu um bræðurna, fengi hann betra álit, ef hann gerði það á hálfum degi, og að öðru leyti áleit hann gott fyrir 72 Sögusafn Heimskringlu sig, að kynnast leyndarmálinu, sem hlyti að vera í sambandi við þetta, ef það væri mögulegt. þegar hann talaði við Guy um kveldið, mintist hann ekki með einu orði á, að hann þekti leyndar- mál, sem snerti fjármunalegar ástæður Guys. Iíann grunaði strax, að ofurstinn mundi vera faðir bræðr- anna, og ef hann gæti náð í áreiðanlegar sannanir fyrir því, bjóst hann við að geta hrætt peninga út úr ofurstanum, og máske bræðrunum líka, og þá var leyndarmálið honum mikils virði. Um kvöldið heimsótti hann Guy með fíólínið í hendinni og vindil í munninum, en mintist ekkert á grun sinn um faðerni hans. Vinátta þeirra Guys og Nevitts bygðist aðallega á áví, að þeir voru báðir hneigðir fyrir söng. þess utan hafði Nevitt einhver óholl og töfrandi áhrif á Guy, sem Cyril gat ekki skilið. Og einmitt þetta kvöld, þegar Nevitt lék á hljóðfærið með óviðjafnan- legri snild, hallaði Guy sér aftur á bak í stólnum og hlustaði hugfanginn á þessa töfrandi tóna, sem hann áleit sig aldrei mundi geta náð, og ekkert því líkt. “þetta er aðdáanlegt, Nevitt”, sagði Guy, “ég hefi aldrei heyrt nokkurn mann leika eins vel á fíólín. Hvað er þetta lag kallað ? Ég þykist vita, að það sé ffá Austurlöndum”. “þér skjátlar”, suaraði Nevitt brosandi, “það er enskt, algerlega enskt, samið af Elmu Ewes, frænku ungfrú Clifford hans Cyrils. Hún býr til óviðjafnan- leg lög”, “Já”, svaraði Guy og lagði aftur augun eins og í draumi. “það er undarlegt vald, sem býr i slík- um tónum. Ég held að góð tónlist gæti tælt mig til að gera hvað sem er”. “Og þó held ég þú; sért naumast mjög hneigður fyrir tónlist. þú hefir gripið til þessa, svo að þú líktist ekki Cyril um of. Listhæfileikar ykkar eru Ættareinkennið 73 hinir sömu, og ef þú hefðir ■ látið þá ráða, þá værir þú líka málari, en Cyril valdi blýantinn og pentilinn, og þá tókst þú fyrir að iðka tónlist. það er þér líkt, það er eitthvað í lunderni þínu, sem kemur þér til að velja það, sem þú ert ekki hneigður fyrir”. “Já, auðvitað, mér finst það mjög eðlilegt, að ég vilji hafa eitthvert einstaklingseðli út af fyrir mig”. Nevitt hugsaði með sjálfum sér, að Cyril gerði enga tilraun til að líkjast ekki Guy, hann væri í raun og veru miklu sjálfstæðari og staðfastari. Svo hélt hann áfram að leika brot úr ýmsum fjörugum lögum, og þess á milli gat hann um ýms höpp, sem sér hefði viljað til í peningasökum síðustu vikurnar. “Vitaskuld get ég ekki átt við þetta gróðabrall undir.mínu eigin nafni, eins og þú skilur”, sagði hann kæruleysislega. “það er bankastjórunum ógeðfelt, að umsjónarmenn þeirra sýsli við guóðabrall, og þess vegna nota ég nafn mágs míns, Tom Whitleys, við mínar gróðatilraunir. Cedulao-hlutirnir hækkuðu upp í 108 í gær, það var góð hugsun, að kaupa af þeim, enda heíi ég oftast lánið með mér. Var það ekki góð bending, sem ég gaf þér í vikunni sem leið ? Seldirðu ekki í dag, nú eru þeir komnir upp í 96, og þú keyptir þá fyrir 80”. “Nei, ég vildi ekki selja í dag”, svaraði Guy. “Ég er að bíða eftir, að þeir hækki upp í hundrað, og þá ætla ég að selja þá, en fyr ekki”. “Já, en það er heimska”, svaraði Nevitt ákafur. “þú hefðir átt að selja í dag, þeir hafa hækkað eins mikið og þeir geta. þeir fcara bráðum- að falla aft- ur: þú falla þeir með hraða eins og steinoliu- hlutirnir á laugardaginn. Farðu að mínum ráðum og seldu á morgun eins snemma og þú getur, þá græðirðu pund á hverjum. og það máttu verg á- nægður með. þú keyptir tíu,— var það ekki ? það [ 74 Sögusafn Heimskringlu eru þá 160 pund í hreinan gróða með lítilli fyrir- höfn”. Guy þagði stundarkorn og sagði svo : “Ég held' ég selji þá á mörgun, Nevitt, eða, sem er það sama, þú selur þá fyrir mig. Stundum dettur mér í hug,. að ég sé flón, að vera að fást viö þetta gróðabrall, sem eykur manni ótta og spenning, og að ég gerði' réttara að halda mér við guineu-dálkinn í Morning Mail. Ég ætti álls ekki að fást við kauphallar- gróðabrall”. “Ég er þér samþykkur í því”, sagði Nevitt. “það er alt annað, þó ég geri það, því að það eins og heyrir minni stöðu til, en svo gerir þú þetta ald- rei nema eftir mínum ráðum, og ég ætti að þekkja það, hvaða hlutabréf eru nokkurs virði og hver ekki”. Svo lagðist hann endilangur í legubekkinn og reykti vindilinn sinn, án þess að segja nokkurt orö í 10 mínútur. Með mestu hægð dró hann skjal upp. úr vasa sínum og las það þegjandi. “Hvað hefirðu þarna?” spurði Guy forvitnislega. “0, það er ekkert. þú vilt ekki eiga við slíkt. En svo ég segi þér eins og er, þá er það boðsbréf að alveg nýju fyrirtæki, sem opinberað verður í næstu viku, en þú vilt ekki eiga við þess konar. Ég er að hugsa að skrifa mig fyrir 300 hlutum, því ég er al- veg viss um, að það er gróðavænlegt, og ætlaði að ráðleggja þér að taka 150. það er óvanalega ódýrt, tíu shillings þegar maður skrifar sig, og tiu shillings, þegar maður fær lilutabréfið. Fleiri borgana er- ekki krafist”. “Lofaðu mér að sjá boðsbréfið”, sagði Guy. “það er Rio Negro gimsteinafélagið”, sagði Nev- itt. “En það er líklega réttast, að þú eigir ekkert við það, ég vil naumast taka á mig ábyrgðina fyrir því að telja þig á að vera með, enda þótt fyrirtækiö

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.