Heimskringla - 08.06.1911, Blaðsíða 5

Heimskringla - 08.06.1911, Blaðsíða 5
HEIMSKKINGCA WINNIPEG, 8. JÚNl 1911. b i; Fréttir úr bænum. Herra Steingrímur Jónsson, frá Candahar, kom hinggö til borgar- innar á laugardaginn var. Gat hann þess, að járnbrautarlestir gengju nú beint frá Winnipeg tif Edmonton, án næturdvalar í York- ton, sem áður hefir verið. Einnig kvað hann uppskeruhorfur þar hin- ar beztu, (sem verið hafi í þau sex ár, sem þessi nýlenduhluti hafi verið bygður. Framfarir miklar, — því þegar hann lagði af stað frá Candahar hafi þrír gufuplógar og tvær gasólín-vélar, sem hafi dregið 12 plóga hver, verið að plægja nýtt land innan fjögra mílna frá bænum. Telur hann að innan eins til tveggja ára verði land alt í kring um bæinn komið í einn ak- ur. Herra Steingrímur lagði af stað þeimleiðis í kveld. Herra Runólfur Sigurðsson, frá Semons, Saslfi, sem hingað kom fyrir nokkrum dögum til að mæta. innflytjendum, sem komu frá ís- landi, lagði heimleiðis aftur á laugardaginn var. Hann bað Hkr. að bera kveðju sína til kunningj- anna hér í borg með þökk fyrir viðtökurnar. I «=------ - ílíaðið Free Press getur þess, að ungfrú Ingibjörg Hinriksson, frá Churchbridge, hafi af Manitoba búnaðarskólanum verið ráðin til þess að ferðast með ílokki þeim, sem skólinn gerir út til þess að sýna íbúum Manitoba fylkis ný- Ustu aðferðir í öllum greinum landbúnaðarins. TJngfrii Hinrikson á að sýna smjörgerð og annað það, er rýtur að starfi kvenna á heimilum bænda. “Natural Ilistory of Iceland’’ heitir bók ein mikil í skinnbandi, sem herra C. H. Thordarson í Chi- cago sendi nýlega herra N. Otten- son i River Park að gjöf. Bókin er á ensku, prentuð 1758 í Bondon (fyrir meira en 150 árum) á Eng- landi, á kostnað manna í Bret- lanhi. í bókinni er nákvæm lýsing á jarðvegi íslands, eldfjöllum, málmum, jurtagróðri, steinmynd- un, dýrum, fuglum, fiskum ; einnig lyndiseinkunnum, siðum og lifnað- arháttum íbúanna og atvinnuveg- um, loftslagi, tíðarfari og fleiru þ. h. Bókin er rituð af herra Ander- son, fyrrum borgarstjórg í Ham- burg á þýzkalandi. 1 bókinni eru merkilegar veðurskýrslur, sem ná yfir hvern dag á tveggja ára tíma bili, frá 1. ágúst 1749 til 31. júlí 1751. 1 skýrslunni er lýst vind- stöðu og vindhraða, loftþunga og hita og kulda yfir hvern dag, og í athugasemdum aftan við skýrsl- una, sem samin er af dönskum manni, herra N. Horrebow, er það tekið fram, að vetrar á Islandi séu engu kaldari en í Danmörku, en sumrin nokkru kaldari ; annars sé veðurlag . í báðum löndunum mjög líkt, að því undanteknu, að vindasamara sé á íslatidi, og er það talið landinu til gildis, því vindarnir hreinsi loftið og geri landið sérstaklega holt til íbúðar. Fólkinu er vel lýst og bókin er öll skemtileg lesturs og dýrgripur í sinni röð. Eigandi Market Hotel hefir breytt auglýsingu sinni í þessu blaði. Hefir nú íslenzkan veitinga- mann, herra P. S. Anderson, fyrr- um aldinasala og ‘Pool Room’ haldara á Sargent Ave., sem ís- lendingum er vel kunnur. Hótel- eigandinn er hófnautnarmaður, og hefir mikið álit á íslendingum sem ráðsettum og kurteisum mönnum. Hann óskar eftir heimsókn þeirra og viðskiftum og er reiðubúinn að veita þeim öll þægindi og leiðbein- ingar, ef þeir eru ókunnugir og þurfa þess með. Market Hotel er aðal-hótel Islendinga í Vestur- og N or ður-W innipeg. JÖN JÖNSSON, járnsmiður, aB 790 Notre Dame Ave. (horni Tor- onto St.) gerir við alls konar katla, könnur, potta og pönnur fyrir konur, og brýnir hnífa og skerpir sagir fyrir karlmenn. — Alt vel af hendi leyst fyrir Iitla horgun. T ÖR BRÉFI Narrows, 8. mai 1911. Næstl. vetur var fremur harður. Fiskiveiði í meðallagi góð og verð allgott. En brautir afleitar vegna snjóþyngsla. þó bætti það mikið úr skák, að herra Jóhann Hall- dórsson, kaupmaður á Lundar, brauzt í, með miklum tilkostnaði, að setja upp verzlun og kaupa fisk, á hentiTgum stað við nýju járnbrautina, löngu áður en hún var fullger, og sparaði oss þannig 50 mílna flutning á fiski okkar og vörum. 'V'ortíSiri verið fremur góð, en regnfall mikið síðan leið á maí. þó mun sáning víðast hvar á enda °g gripahöld yfirleitt góð. Félagslíf hefir verið fremur gott hér hin síðustu missiri, og sið- gæði gott á öllum samkomurp-. Ileilsufar hefir verið gott í bygð þessari yfirleitt. þó er nýlega dáin Ilafldóra kona Bjarna Helgasonar, bónda hér, væn kona og vel látin. Engar reglubundnar gufubáta- ferðir eru nú framar á Manitoba- vatni, síðan járnbrautin var lögð í Gypsum námana við Fairford, og er það fremur hveimleitt, eins og landvegir eru hér slæmir til járnbrautar. 17. júní í Leslie. íslendingar í Leslie, Sask., bjóða til kveldsamkomu í Goodtemplara- húsinu þar í bænum kl. 8 að kveldi þess 17. júní næstk. það er til minningar um Jón Sigurðsson og frelsisbaráttu vorr- ar kæru íslenzku þjóðar. Samkoman verður frí fyrir alla, og verður þar skemt eftir föngum með söng og ræðum. Eftir áhuganum að dæma, sem Islendingar sýndu f, að leggja fram peninga til minnisvarða Jóns, má vonast eftir, að þeir taki margir þátt í að minnast hans þenna dag. það kostar enga peninga, en að eins ómakið og fyrirhöfnina að koma á staðinn. Leslie, 5. júní 1911. í nefndar umboði W. II. PAULSON. ISLENZKAR BÆKUR Ég undirritaður hefi, til sölu ná- lega allar íslenzkar bækur, sem til eru á markaðinum, og verð að hitta að Lundar P.O., Man. Sesndið pantanir eða finnið. Neils E. Hallson. BANFIELD’S Hagkvœma Af sláttar sala Enn einn listinn yfir afsláttasölu sem hverri húsmóðir í Winnipeg ætti að falla í geð. Lesið hvert alriði, því vér iiöfurn farið nið- ur fyririnnkaupsverðísumum tilfellum. Konr- ið snemma, því sumt sem er hér boðið, er lítið af. ----- - ‘‘PURITAN” KÆLINGARSKÁPUR Eikar fágaður og gerður eftir ný'justu tizku, með loftleiðslu og öllum þægindum. Matarhillur og afrenslispípur hreyfanlegar. Nauðsynlegur á hverju heimili. Stærð 32x20x46 þuml. Cjörkaupsverð . $14.50 “QUICK MEAL” 01!u eídavél Eldavél þessi er vönduð að gerð og auðvelt að hreinsa. Eld er hægt að kveikja viðstöðu- laust og auðvelt að stjórua. — Verð á þríbrennara (eins og myndin sýnir , ÍJI “1 Qf Kjörkaupsverð .......ipIfctOO Tvíbrennarar Kjörkaupsvérð .... $9.50 “EXTENSION” BORÐ Gert úr ask, eikarmálað, með stórri kringlóttri topp-plötu og 5 sterkum, útskornum n fótum. Kjörkaupsverð t * «LOU “CHIFFONIERS” Fjórskorin eik eða mahogany Með 5 rúmgóðum skúffum og stórum, ávölum spegli, einkar vönduðum ... Kjörkaupsverð .....A *«)U VÖNDUÐ “LACE” GLUGGA- TJÖLD Á $7.90 PARIÐ 20 pör af fyrirtaks Venise og Duchesse Point gluggatjöldum, hvítum og með tvennskonar lit- blæ. Falleg og vönduð. þau eru $12.50, $13.50 og $15.00 virði parið. Kjörkaups- ^"7 AA verð, parið .........$ I ,V\J FERHYRNUR “Crossley’s” ensku flauels fer- hrynur Ofnar saumlaust, þéttofnar, fagrar og endast prýðilega. — Blóma- og Austurlenzkt-skraut, með tvílitum blæ, rauðar, græn- ar, bláar, brúnar og mórauðar. Stærð : 9-0x10 6 9 0x12 0 10 6x12 12 0x12 0 Verð : — $21.00 $22.50 $24.00 $32.75 $42.00 WILTON FERHYRNUR 9x12 á $32.50 WILTON ferhyrnur eru þétt- °g gegn-ofnar. Líta alt af út sem nýjar og hreinar. Mjög end- ingargóðar. Austurlenzkt skraut og tvennskonar litblær : rauðar, brúnar, grænar og bláar. Stærð 9-0x12-0. Vanaverð $42.00. NÚ .... $32.50 CARPETS Skoskar Axminster gólfábreiður Mikil og þykk loðna. Mjög fallegar, littrúar og endingar- góðar. Viðeigandi í hvert húss- ins herbergi sem er. Blóma- og Austurlenzkt skraut ; með tví- litum blæ. Grænar, rauðar, blá- ar og brúnar. Viðeigandi kögur. Vanaverð $2.00 yard <J»| CA Nú hv. vard ...........«pi.OU ENSKAR BRUSSELS ÁBREIÐUR Alt af útlitsfagrar og lireinar. Endingargóöar og auðvelt að sópa. Rauðar, grænar, bláar og rósráuðar að lit. Austurlenzkt blómamunstur með tvílitum blæ. Viðeigandi kögur. Vana- verð $1.40. Nú hv. vard ........ $1.10 Afsláttur á léreptum Þriðjungs afsláttur á húsgagnfót ri Við höfum miklar byrgðir af þessum vörum, og til þess að minka þær, seljum vér með svona miklum afslætti. Hér eru teiknin öll af frönskum, þýzkum og enskum klæðum, silki og vönduðum dúkum, o. s. frv.,sem eru viðeigandi fyrir veggjatjöld, til að klæða legubekki, stóla, hurðir og glugga. Öll 50 þuml. á breidd, og verðið frá $1.50 til $7.00 hvert yard. En frá því eerði gefum vér nú Þriðjungs afslátt Nottingham Lace Curtains 100 pör, sem selja á. þau eru unnin úr bezta tvinnuðum Not- tingham þræði ; fögur og við- eigandi fvrir hvaða herbergi sem er. þau munu fijúga út, þar sem þau eru $1.75 til $2.25 virði, len seljast nú, — d*1 14 hvert par ..........•þi.Ifci dýrar. J. A. Banf ield 492 IVlain St. Phones Qarry 1580-1-2 Mottur og Olíudúkar JAPANSKAR MOTTUR Kaldar, heilnæmar og þægileg- ar fyrir sumarbústaði. Brúnar, grænar og bláar að lit. Traust- lega gerðar. 36 þmlT 'i C breiðar. Hvert yd......lOC OLÍUDÚKAR Fagurt munstur með snotrum borða, og ljósir og dökkir að lit. Endingargóðir. ■* r Hvert yard ............ 1*IC REIPIS MOTTUR Gerðar úr Cucoa tægjum. — Sterkar, hentugar og ó- 7Cr Hvert yard .............. • VÍR MOTTUR Sterklega gerðar og endast svo árum skiftir. 3 stæröir Verð hver $1,00, FYKIRTAKS LINOLEUM Með reita og blómaskrauti. Ljós og dökk að lit. Slétt yfir- borð. 2 3-ards breið. Vanalegt 'Me.rðK65cf , 45c Nu hv. fer-vard ....... SUMARBÚSTAÐA MOTTUR Búnar til úr beztu Cocoa tægjum. Traustlega ofnar og end ingargóðar. Rauöar, grænar, brúnar og mórauðar að lit. Stærð : 3-0x6 0, 4-0x7-0, 6-0x9-O, 7-6x10-6 Verð : — $3.00 $4.75 $7.50 $11.75 ÆttareiíkenniS 67 skyldi fá bankastjóranum, og að sér væri send kvitt- anini undir nafnii Drummond, Coutts og Barclays bankans. “það er ágætt”, svaraði bankastjórinn ánægður. “Æösti umboiðsmalðnr okkar skal koma þessu öllu í lag fyrir yður. Hann er gáfaður og áreiðanlegur, og lætur sér rnjög ant um hagsmuni viðskiftamanna okkar”. Ofurstinn brosti ánæigður og sat dálítið lengur til að tala um einstök atriði crindis sins. Hann ætlað- ist til, að 12 þúsund pund yrðu lögð inn í reikning bræðranna alls, en ai þessari upphæð væru að eins 6 þúsund borguð nú, og þessi 6 þúsund vildi hann að strax yrðu borguð í reikning Cyril Warrings, málar- ans. Hin 6 þúsundin fengi hann að fimm vikum liðnum, og þau vildi hann að borguð yrðu tafarlaust f reikning Guy Warrings, blaðritarans. Dowlands- jörðin hefði auðvitað selst fyrir lágt verð, en á þess- nm slæmu tímum mætti maður vera ánægður yfir því, að geta fengið kaupanda að jörðu. “það var ungfrú Ewes sem keypti, var það ekki?” spurði bankastjórinn. “Já, ungfrú Elma Ewes frá Ivenilworth”, svaraði ofurstinn glaðlega, þegar annað umtalsefni var feng- ið. “Hún er tónskáld, eins og þcr máske vitið, — býr til sönglög og lög fyrir dansa : er eitthvað í ætt við Reginald Clifford, einn af nágrönnum mínum. 1 raun réttri er það frú Clifford, sem hún er í ætt við, kona'Reginalds, landstjóra sem eitt sinn var ; frú Clifford er fædd í Ewes, prestdóttir frá Dorchester. Elma er ættarnafn og nefir verið það um langan tíma hjá öllum þessum Ewes’um, þeir hafa erft það írá hinni rúmensku ættmóður sinni”. “Er það svo?” svaraði bankarinn, sem var orð- inn dálítið hrifinn af spjalli ofurstans, því Clifford yar einn af viðskiftavinum hans. “Var ættmóðir ii i.i ! ■...... 68 Sögusafn Heimskringlu frú Clifford frá Riimeníu. Já, mér sýnist hörunds- litur hennar nokkuð sunnlendingalegur, — nærri því Tataralegur, að minsta kosti ekki enskur”. “Já, þeir kalla það rúmenskt”, svaraði ofurstinn einlæglega, af því það þykir laglegra, en ég held, þeg- ar maður athugar það nákvæmlega, þá hafi hún ver- ið tatarastúlka einhversstaðar frá Austurlöndum. Sir Michael Ewes, ættfaðir fjölskyldunnar, var sendi- herra í Konstantínópel, þegar Georg II. réði liér ríkj- um ; upphafiega var hann tyrkneskur kaupmaður, og einhverju sinni, þegar hann gekk um götu í Pera — segir ættarsagan — mætti hann hinni áðurnefndu tatarastúlku, sem kvað hafa verið mjög merkileg, ein af þeim — hún hefir kunnað að dáleiða —, sem upprunalega var af ætt indverskra höggorma-særinga- manna. það lítur svo út, sem stúlkur þessarar ein- kennilegu ættar hafi verið uppaldar og mentaðar til að verða spákonur, sem jafnframt og þær spáðu dönsuðu eins konar galdradans, mjög óskiljanlegan. Hvernig sem á þessu stendur, þá er það víst, að Sir Michael mætti þessari tatarastúlku á götu í Pera, og þar eð hún var mjög fögur, varð hann strax ást- fanginn af henni. Ástarþráin óx, þegar hann nokk- uru/siðar sá hana dansa galdradansinn, og hann hafði engan frið f)rr en hún var orðin hans. En enda þótt hann sýndi með þessu smekkvísi Austurlendinga og fljótfærni í ástasökum, var hann að öðru leyti virð- ingarverður Breti og þess utan farinn að eldast ; hann sá úm það, að stúlkunni yrði kend kristin fræði og hún skírð, og að því búnu kvongaðist hann henni og fór með hana heim tif Englands, sem lafði Ewes. Hún var einnig kynt hiröinni og Georg II., og lafði Montagu, sem var brúðarmey hennar, kynti hana öllu heldra fólkinu í London”. “Nú, hvernig endaði svo þetta djarftefli, því slíka gifting er víst óhætt að nefna þannig?” spurði bank- Ættareinkennið 69 arinn. Endaði? Jú, það éndaði með stórri og fallegri fjöfskyldu, 13 börnum”, svaraði ofurstinn. “Til alfrar lukku fyrir föðurinn, dóu flest af þeim á unga aldri. þau fimm, sem(lifðu, giftust síðar inn í mjög góðar fjölskyldur, en öll höfðu þau einkennilegt sér- eðli, sem kvenfólkið erföi. það er mjög einkennileg- ur arfur þessi ættar-arfur, — mjög merkilegur”. “Já, það er satt, en hvaða séreðli var það, sem allar stúlkur ættarinnar erfðu frá þessari tatara stúlku ?" “Jú, fyrst og fremst”, svaraði ofurstinn, “eru all- ar stxilkurnar af Ewes-ættinni, að minsta kosti í fjórða lið, og sumar lengra niður, með ljósjarpt hör- und, mjúkt og gagnsært eins og kristallur, þess utan geta þær allar lesið hugsanir manna á andliti þeirra, — einhver eðlisávísun hlýtur það að vera. Ég fyrir mitt leyti vil ógjarnan vera athugaður af konum þessum, þegar ég er að hugsa um eitthvað, sem ég vil geyma hjá slálfum mér. Augu og andlit manna er jafn gagnsært f\’rir þær og gler, þær geta lesið hugsanir manna í gegnum líkatnann”. “Já, hafi ættmóðirin verið spákona”, sagði bank- arinn, “þá er það ekkert undarlegt, því slíkar spá- konur þurfa að vera skarpskx-gnar; þær þurfa að geta séð svipbreytingu manns undir eins, og liaga sér eftir henni, svo að þær í spásögn sinni leggi rétta á- herzlu á ím\-ndanirnar og geti farið sem næst vilja mannsins með spásögn sína. Haldið þér það ekki?” “Jú, áreiðanlega”, svaraði ofurstinn, “það er einnig mín skoðun, og þessi kona, — Esmeralda hét hún, en því nafni var breytt|í Elma, sem þótti betur viðeigandi, og síðan hefir gengið í erfðir —, þessi kona tilheyrði eins konar erfðastétt eða prestastétt, sem lagði það fyrir sig að spá, eins og allir forfeður hennar höfðu gert langt ;aftur í tímann. þess vegna 70 Sögusafn Heimskringlu þroskaðist þetta atgervi, að lesa hugsanir manna, meir og meir. Og svo segja menn einnig, að allar konur, sem eiga ætt sína að rekja til frú Esmeralda, eða lafði Piwes af Charlwood, sem lum varð í Eng- landi — eigi þann dag í dag í ge\’mslu sinni undar- legan og ógeðfeldan arf eftir forfeður sína. Hann er að sönnu af því tagi, sem ekki er auðvelt að sanna eða skilja, enda þótt margir af ættarvinuntim hafi sagt mér það mörgum sinnum”. “Ó, það er ekki alt búið enn ? Hvaða arfur er það?” spurði bankarinn. “Menn segja, að indverski höggormadansinn, sem var sérkenni í ætt frii Esmaröldu, hafi einnig gengið í erfð í kvenlegg ættarinnar. þegar þetta ofboð kemur yfir þær, loka þær sig inni í herbergi sínu, hefir mér veriö sagt, og snúast þar í hring tímunum saman eins og dansandi förumunkar, og halda jafnan á einhverju, sem líkist höggormi, þangað til þær eru orðnar magnlausar af þreytn. Jafnvel þó að stúlka, sem hefir Esmeröldu blóð í æðum sínum, geti varist þessu ofboði um langan tima, brýst það út hjá\henni þegar hún sér höggorm í fvrsta skifti, eða þegar hún fær sanna og alvarlega ást á manni. þá er það eins og ættarinnar mókandi eðli vakni um leið og ástin, sem er öllu kvenfólki sameiginleg. “Markvert”, sagði bankarinn, “mjög markvert, og þó að vissu leyti eðlilegt, því lífsvenjurnar, sem æfingin gerir alfullkomnar, hljóta að verða samein- aðar líkama og sál, verða einn liður í líffærakerfi hennar, og ef þessi kona er af ætt langrar raðar af spákonum —” “Ég bið yður að afsaka”, sagði ofurstinn, þegar hann var búinn að líta á úrið sitt, ,stóð upp og greip hattinn, “ég var búinn að lofa einum vina minna að finna hann í gildisskálanum kl. 3J£, svo ég þori ekki að bíða lengur. Ég reiði mig á að þér, strax og i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.