Heimskringla - 22.06.1911, Blaðsíða 3

Heimskringla - 22.06.1911, Blaðsíða 3
HEIM8KEINGCX 3. BLS. Dylgufult ragmenni hlýtur sú persón>a aö vera, scm kemur íram á ritvöllinn i 35* nr. lleimskrinjrlu, 1. júní þ. a., er brennimerkir sig ineö sLöíunum “n. n.’’, ojr mætti lesa íyrir : ná- ungans riíöingur”. Alt af fer okkur löndum íram í öllu, nema þar sem mannúöin og kærleikurinn ð hlut að máli. Eða svo virðist þaö vera, þegar mað- ur les sumar þessar lúalegu og dvlgjufullu ritgerðir nafnlausar í blöðunum. Ilér skal strax tckið fram, að þessi ritgerð er ekki skrifuð í þcim tilgangi að taka málstað séra F. J. Bergmanns, né lieldur skrifuð sem vörn gegn honutn. Hann þarf þess ekki með. Ileldur sem yfirlýs- ing á þeirri andstygð, setn lilýtur að vakna í brjósti hvcrs velhugs- andi manns, — andstygð á þeirri ógöfugu vopna-aðferð, setn hér er notuð. Einnig skal það líka tekið fram nú þegar, að það er ekki tilgangur minn með þessum línum, atí fara tína saman hvert dylgjufuft rag- mensku-illyrði, sem þessi andlegi sóði hefir krækt þctta ritsiníði sitt satnan af. Geti hún orðið til að vekja at- huga hugsandi manna á þeirri ó- mannlegu hugsun, sem virðist vera ríkjandi hjá sutnum lóndum vorum, að það sé óhæfu 'iæst, ef prestar vorir og aðrir lciðandi menn eru efnalega sjálfstæðir, — þá er tilganginutn náð. þegar maður les þessa um- ræddu ritgerð, sem nefnd er ‘Burt- numning’, dettur manhi ósjálfrátt í hug illa uppalinn rakki, huitgrað- ur og hveimleiður, sem aldrei fær bein, nema þá ltann stetur því. því sparkið, bitið og sultarskap- urinn, með dinglandi rófuua á bak við ofurlitla hundaþúfu geíur manni be/.tu hugmynd ttm höfund- inn. Hinn magnaðasti draugur, sem fylgt hefir íslenzku þlóðinni, er prestahatrið, — hefir fylgt henni alla tíð síðait littn kallaði sig kristna þjóð. þessi draugur hefir komið fram sem lævís refur. Vana lega tekið sér bólfcstu í munni og hjarta lítilmennisins og ragmennis- ins. Hann hefir komið þar á þing til spillingar, sem háð I.afa verið af leiðtogum vorum til eflingar heilbrigðrar starfsemi. En erindi hans ltefir sí og æ ver- ið hið sama : að hltta að kurlttn- um, að reyna að kveikja eld og hatur, — að reyna að gera þá menn hlægilega, setn i>e/t hafa barist fyrir lteiðri þjóðar sinnar, bæði heima og hér. Lífskjör presta heima, eins og kunnugt er, cr engin glæsisaga. þar hefir þessi andlega beináta mest og dyggilegast nagað um á liðnttm öldum. Jjað er kunntigra en frá jturfi að segja, að lífskjör prcsta t fyrri daga á ættjörðinni hafa sorfið svo að þeim, að þeirra andloga at- gerfi hefir auðvitað lamast og oft og tíðum orðið úti á hjarni lífs- ins. En málefni það, sem þetr áttu að upplýsa þjóðina með, hcfir ald- rei náð þeirri fullkomimn að geta orðið að lifandi áhrifum. — Fyrir þá skuld ertt hú landar corir á ættjörðinni að drekka sciðið af margra ára syndum sínttm, Jtetta prestíihatur hefir legiö sem farg á þjóðinni, sent virðist fylgla henni frá kyni til .cyns, land tir landi. Og hér hjá okkur sjáum við ef til vill ljósustu merkin : sundrung, sundurlyndi. það sann, ar fortíð vor hér. Vitaskuld, sem betur fer, eru margir betri menn farnir að sjá það, með vaxandi þroska og auk- inni þekkingu á málefni j.resta ’ samvinnu við þá heild af htrlendu fólki, — að óeinlægni og óþokka- skapttr er ekki auðveldasta ráðið til að laða saman httgi mannanna og auka kærleikann og mannúð- ina. Væru nú þessir menn, sem alið hafa þennan prestghaturs-draug, í sál og sinni og meðvitunl, svo mannlega hugsandi verur, að þeir litu á starfsemi presta (kristin- dóminn), sem málefni, er þyrfti að íhuga ; að margt væri öfgaíult og gæti ekki staðið ljós þekkingar núverandi tíma ; — ef þeir litu þannig á það, og gætu litið á per- sónuna sem ærlegan mann, þá mætti telja til einhvers nýta í tnannfélaginu. Iín í staðinn fyrir, að líi.a með mannlegum athugunum a málefn- ið, þá skrækja þeir eins og út- buröir í fúafeni sinnar eigin hcimsku, á bak við manníélagið. Jtví miður eru of margir af prestum vorum hér, sem vcrða að taka tímann frá því starfi, sem þeim var ætlað að gcgna, vegna fjármunalegs skorts. Myndi það ekki verða happasælla fyttr vel- ferðarmál vor, ef prestunum gæti liðið svo vel, að þeir þyrxtu ekki að hivfa neinar búksorgir fyrir að framlengja lífið í sér og fiölskyld- unni ? Skyldi vera slík dæmi til hér hjá Vestur-íslendingum ? Annars er það ömurleg’tr hugs- unarunarháttur, þúsund ára kross- burður á sumum þessum oiurlitlu löndum vorum, að þeir skuli tútna út af óeðlilegri bræði, ef þeir vita til, að maður, sem er í kennimannlegri stöðu getur efna- skorts vegna komið fratn fyrir almenning sem ærlegur maður. Til að fullnægja slíkum httgsun- arhætti þarf sá prestur aö vera grindhoraður, sí og æ betlandi um eitthvað til að éta, og þora varla að lita upp á nokkurn manu fyrir líkamlegum og andlegttm óþrifum. Fyrir slíkum presti mundi “n. n.” geta borið lotningu. Eg vildi.óska, að prestar vorir hér væru að sínu leyti eins vel efn, aðir fjármunalega, eins og þeir eru andlega Mundi það ekki verða gróði fyrir þjóðarbrotið hér ? Seattle, Wash., 10. júní .1911. J. K. Steinberg. Seinasta bók um ísland. Karl Kuchler: In Lava- wiisten und Zauher- welten auf Island. Flestir eru sólgnir í, hvaða stjórnmálaílokks sem þeir teljast til og hvaða stjórnmálatrú, sem þeir játast undir, að þekking ann- ara þjóða á íslandi sé aukin. Eng- inn viröist dirfast svo mikið sem að efa, að slíkt sé hið mcsta þjóð- þrifaverk. Jtað er þarlleysa að eyða orðum að því, að slíkt er að ýmsu leyti nguðsjmlegt, t. d., að það sé kunnugt vel víða, hvaða vörur og afurðir vér höfum á boð- stólum, og eins megum vér vera liverjum manni þakklátir, scm leit- ast við að tella útlenditiga af þeirri villu, að vér séum a svipuðu þroskaskeiði oq Eskimóar. En það er einkennilegt, að það er eins og engum komi annað ttl hugar, en vegur vor vaxi á því, að sem flestir titlendingar reki augun inn í hvern krók og kima hjá oss og þefi ofan í hvern kjagga og kirnu. Samt virðist ckki sá þriinaður né fyrirmyndar bæjarbr;t.gur á jijóöar- heimilinu um þessar muudir, að' vert sé að verg ginkeypur vfir því, að öllu sé haldið hátt á loít. sem þar gerist, eða að mjög glögg gestsaugu beri að garði. Og það er engin vanþörf á, að brvna það bæði fyrir útlendum “Islandsvin- um” og Islendingum, sem r.ta eða ílytja erindi ttm menning vora á erlendar tungur, að v'arast alt of- lof. Oss verður enginn hagður að því, hvrorki út á við né :nn á við. Út á við verða afieiðingarnar oft- ast gagnstætt því, sem til er ætl- ast. Inn á við verða afieiðingarnar einkttm þær, að oss vex ofmetnað- ur og ofsjónir á þjóðmenttmg vorri °g þjóðkostum. Meistari Karl Kiichler er allra útlendinga ótrauðastur á, að rita utn ísland. Hann er manugerð góð vildin í garð vorn, ljúfmenskan og lítillætið. Hann hefir ritað allmik- ið um bókmentir vorar. Og hann hefir, að sögn fróðra manna, verið svo httgttlsamur, að gleyma ekki að 'víkja einhverjum sætindum að hverju íslenzku leirskáldi. tem á leið hans varð. Hann hefir lokið lofsorði á fiest, sem hattn minnist á hjá oss, svo að það er ekki fttrða, þótt vér séu honttm þakk- látir. Jtessi þýzki meistari og “íslands- vinur” hefir nýlega gefið út bók ttm Island. Hann brá sér heitn í hitt eð fyrra og skýrir þar lrá því, hvað fyrir auga og eyru bar í þess ari för. Jtað er þýzk nákvTæmnt í frásögninni. Ekkert er hlaupið yfir og engu gleymt. Iiann fræðir Jtjóð- verja á, hvar hann bjó ltir, hvaða krásir matar voru bornar á borð fyrir hann, hvað honum var gefið í nesti, hverjir buðu honum inn á Hotel Island o. s. frv. Meginkafli bókarinnar er utn “æfintýri á gönguför” hans ttm Snæfellsnesið sUmarið 1909. Segir hann ítarlcga frá þeim mannraunum, tr hann rataði í, og þeim atburðum, er gerðust í þeirri för. Er jjamatt að ýmsu, sem hann segir þar frá. Hefir Jöklurnm þótt það hin mesta fttrða, er þýzkur maöur var kominn í sveit þeirra. Hann störðu þeir á, sem mesta furðu- verk, er þeir heyrðti, að hann væri frá Jtýzkalandi og jók það ekki lít- ið ttndrun þeirra, er hann var gang andi á slíku ferðalagi. Hattn segir að kerling cin hafi tatitað látlaust fyrir munni sér, er hún heyrði, hvar hann átti heirna : “íleyr nú á eindætni ! Jtýzkur maðuri’ Jtýzk- ttr maður ! ' Og gangandi !3 Bókin er rituð af mikilli góðvild í garð íslands. Hann hefir komið inn í hrörleg og fáskrúðug fátækl- ingahreysi á Snæfellsnesí og gerir sig ekki digran yfir aumingjahætti eða óþrifnaði fólksins, segir engar skopsögur af því, sem margra flysjunga er siður, hvort heldur þeir eru intilendir eða útlendir. Æjttareinkenniö 83 að til nýlega — á að gizka fyrir viku síðan — mér til stórrar tindrunar, að hanu alt í einu hætti að koma, og fór að leika hinn mikilúðga óðalsherra, eins og ltann gerði áður. Eg ímynda mér nú að—” Elma hafði ekki heyrt meira af þessu háværa skvaldri, hún var farin að skjálfa og sinti engu öðru en augum móður sinnar, sem mild og róleg ltorfðu á andlit hennar, alls ekki { reiði, eins og hún ltaíði bu- ist við, ekki beldttr ásakandi, en blíð og hluttakandi. Jtað sern eftir var af ntorgunverðar tímanum sat Eltna algerlega ringluð ; hún vissi hvorki hvað hun borðaði, drakk cða talaði um. Hinar háværtt, háðs- legu og ýktu smásögttr Gildersleeves um Kclmscotts fjölskylduna, geiigu inn tittt annað eyrað og út um hitt hjá henni ; það eina, sem httn vtssi um, var til- lit móðttr hennar ; hun var sannfærð um, að hún hafði lesið alt, sem við har í skóginum, á andliti sínu, með einu einasta augnatilliti. Eftir morgunverðinn gengti mcnnirnir út í gttrð- inn til að reykja vindla sína, svo þær urðu einar eftir í borðstofunni, Elma og móðir hennar. Jtað leið dálítil stund áðttr en þær komu sér til að tala, loks rattf þó frétin þögnina og sagöi : “J>ú hefir líklega vcrið í Chetwood skógiuum, Elma? “Já, mamina", svaraði hún og fann að hun varð kafrjóð í framan. “Eg var titi í skóginum . “Og þar fanst þú ltann, barnið mitt" sagði móð- irin hlýlcga. Hjartað hettnar Elmu hætti nærri því að slá. “Já, ntamma, ég fann hann”, stundi hún upp. “Og hann hafði liöggorminn með sér?” Elma hrökk við. Ilvers vegna var móðirin að tala um þetta auka-atriði, scm ekki kom málinu við ? “Já”, svaraði hétn, “hann hafði hann með sér, hann ætlaði að mála mynd af honttm". Frú .Clifford Jtagði nokkttr augnablik, og sagði 84 Sögusafn Heimskringlu svo með miklum erfiðismunum : “Og haun bað þín, Elma?” Elma laut niður. “Já, hann bað min — og ég sagði nei”, svaraði hún lágt. “Ó, mítt eigin litla IClma, ég vissi Jtað”, sagði frú Clifford og tók köldu hendurnar hennar í lófa sina. “Og ég veit líka ltvers vegna. En, Elma, þú mátt trúa mér, það var ekki nauðsynlegt fyrir þig að gera það. Jtú hefðir óhrædd mátt segja já, góða dóttir mín”. “Nei, aldrei”, hrópaði Elma um leið og hún stóð upp og þaut til dyranna, kvalin af sneypu. “Ég gat ekki, ég þorði ekki, — það væri rangt, það væri voðalegt. Góða tnamma, þú mátt ekki minuast á þetta við mig ; nefndu það aldrei oftar ; jafnvel frammi fyrir þér skammast ég tnín svo tnikiö, Jtegar minst er á þetta, að ég veit ekki, hvað ég á að gera af mér”. Eldrauð í framan þaut hún út úr stofunni. Hvað sem það kostaði, gat hún ekki minst á Jtessi voða- legu augnablik við nokkurn mann. Frú Clifford sat kyr á legubekknum og grét. Hún var f vandræðum, vissi ekki hvernig hún átti að haga sér ttndir þessum kringumstæðum. Hún vissi að httn gæti aldrei talað hreinskilnislega uin það, og þó hún gæti það, þá myndi Elma ekki geta hlust- að á hana. Sama kvöldið, þegar Elma fór upp að hátta, kviknaði hjá henni einkennileg löngun til að endur- kalia í httga sinn alt það, sem við bar í skóginum. Hún settist á rúmið sitt og leit mcð innri sjón sinni á alt, sem þar skeði. Einkttm var það mynd- in af Sardanapel, þar sem hann lá á burknunum á myndinni, sem Cvril hafði málað, sem stóð svo lif- andi fyrir hugskotssjémum hennar — liinn inndæli j Sardanapel, svo liðtigur, sleipur og gljáandi — ó, að " T - r~ * • - ‘WÍNNIPEG, 2? JÚNl 1911. Hann minnist með þakklæti þess beina, sem honum af litluin föng- um er í té látinn. Hann alsakar alt og færir á betra veg. Hann er hrifinn af náttúru landsins, af tign hennar og tígulegum svip. Hann hælir landsbúum á hvert reipi. Hann lofar vaskleik sjómanna í Búðum, snarræði þeirra og hug- prýði í baráttu við ofsarok og æð- andi sló. Hann lætur ekkert færi ganga tir greipum sér til að iæra lesendunum heim sanninn um, að hér btii menningarjtjóð. Hann seg- ir. að hvern ferðamann muni furða á að slá norður undir heimskauts- baug svo reisulegan bæ semReykja -vík. Hjá Sæmundi kaupmanni IIalldórss}Tni í Stykkishétlmi var sá rausnarbragur í hvivetna og havana.vindlarnir svo góðir á bragðið, að hann hafði gleymt, að' hann væri staddur svo norðarlega á hnettinum, ef hann hefði ekki séð út um gluggann. Ilottum þyk- ir það leitt, að menn hafi haldið um oss, að vér værum á líku þroskastigi og Eskimóar. Hann kveðttr það mestu furðu, hve menning vor sé mikil í flestnm efn- um, þar sem vér eigum að berjast og búa við jafn harða og óblíða náttúru. En einu ættu þeir að taka vel eftir, sem lesa þessa bók. Honttm finst mikið til utn hirðu, leysi íslendinga um tímann, þykir það skoplegt og ófyrirgefaulegt. — Hann er ekki fyrsti útlendingurinn sem kynst hefir Islendiugum og verður tíðrætt um þenita eigin- leika þeirra. Er þetta næsta al- varlegt timhugsunarefni. J.>að er vafamál, hvTort það getur verri þjóðlöst en eyðslusemi á tíma. það er auðsætt, að hvorki ein- staklingum né þjóðum verðttr tnik- illa framfara né afreka auðið, ef mikil brögð eru að slíkum sjúk- dómi. Honum þykir vænt um hylli þá og ástúð, er hann á hvervetua að ltrósa, — segir frá því með venju- legri nákvæmni og þjóösýnilegri ánægju. Vestmanneyingar könnuð- ust óðara við hann og 'ttann steig éi land og heilsuðu hoiitim með mestu virktum og virðing. Hann segir, að skáldöldungurinn Stein- grímttr Thorsteinsson hafi faðmað sig, Jtegar þeir kvöddust, og legið við að vikna. Bókin er skrifuð á venjulegri prófessora-þýzku. Setningarnar upp undir hálfar eða jafnvel lteilar stórefiisblaðsíður og þar á ofan setning innan í setning, líkt og hólf vr innan í hólfi í sumtim pen- inga pyngjum, og eru menn teknir að þreytast um það komið er að botninum. 1 henni eru etigir fjör- sprettir né skemtileg tilþrif. Hún færir þeim ánægju, er Jtykir gaman að lesa lof um lantl sitt og þjóð. Má vera, að hún í hugum sttmra kveiki löngun á, að kanna og skoða stöðvar Snorra goða og Jtórólfs bægifótar. Meiri arður verður íslendingum ekki að lestri hennar, Vonandi er, að þessum “Islands- vini” gefist sem oftast færi á, að heimsækja ísland. Honurn er ó- liætt að trúa því, að hann verður jafnan mörgum Islendingum hinn mesti aufúsugestur. Sigurður Guðmundsson (Ingólfur). Sendið Heimskringlu til vina yðar á Isiandi. Hvernig stendur á því ? Ilerra ritstj. Ileitnskringlii. Eg las nýskeð eftirmæli um is- lenzka konu, í tímariti frá íslandi, sem byrjuðu á þessum orðum : “Góð heimilí eru sólskinsblettir í þjóðlífinu”, o. s. frv., og ntina í vikunni barst mér blað, sctn gefið er út í smábæ hér i nágrenninu, og eru þar eftirmæli tm aðra konu, og inni í þeim miðjutn rek ég mig á all-lgngan kafla, svo að segja alveg orðréttan étr þessum fyrnefndu eítirmælum. Getið Jtér sagt mér, hvernig á Jtessu stendur ? Er hugsanlegt, að báðttm höf- ttndunum hafi dottið alveg hið sama í hug, eða hefir ritstjóri blaðsins tekið traustataki á grein- inni úr tímaritinu, án þess að geta um heimildir ? Virðingarfylst, Lesandi Ileimskringlu. Winnipeg, 15. júní 1911. * * * ATIIS. — Vér höfum lesið bæði eftirmælin og höfutn fundið þau svo nákvæmlega eins með köflum, að enginn efi getur leikið a því, að blaðstjórinn hefir tekið greinina tir tímaritinu, en ekki samið hana sjálfur. það er óhugsandi með öllu að tveimur mönnum geti dottið nákvæmlega hið sama í hug, og lýst því með hinum sömu orðum. Ritstj. The Hyland Navigation Co. hefur nú opnað SUMAR SKEMTIFERÐA SKRÁSETNINGAR Margar þegar skráðar. TJALDSTAÐIR til leigu til sumardvalar, í “HYLAND PAfíK” Rétt við ána. Dýrðlegt útsyni. Ötrætisvagnar á hverjum tuttugu mfnútum. HYLAND NAYIGATION GO. 13 Bank of Hamilton Chambers. Winnipeg. &t,oð þvl aO biðja œfinloga um “T.L. CHiAR,” þá ortu viss aö fá ágœtan vindil. (l’NIOy MADE) Westem Uijcar Faetory Thomas Lee, eigandi Winnnipeg VVWWVWVWWWWWWWWWWWWVWWWVW © \ LDIÍEl ÖKALTU geyma til TA. morguns sem hægt er að gera f dag. Pantið Heimskringlu f dag. iMmMiMiifjmimii ©) 6) /VWWWtAVWVWWAWVSWVWVWWWSAWWAWS ÆttareinkcnniS 85 86 Sögusafn Heimskringlu hún hefði hann nú hjá sér. Hún stöðvaði hugsanir sínar og ætlaði að þvinga drauntsjónirnar til að hætta, en þá gerði þessi trylti innblástur cnnþá einu sinni vart við sig. Hún mátti til að dansa, hún varð að snéiast í hring og ltlýða hinu óskiljanlega æði. Hétn þaut á fætur, og eitt augnablik leit étt fyrir að freistingin ætlaði að sigra .hana. Loðskinnskraginn — loðskinnskraginn var í neðstu skúffunni. Hikandi og sneypt opnaði hétn skúffuna, tók kragann upp og hélt á honum tneð báðum höndum. Ö, nvað hann er mjéikur, sleijtur og sveigjanlegur eins og höggorm- ur. Með afarsterku viljaafli tókst henni að seia eðli sitt, og svipaðist eftir skærunum sínum. þau láu á dragkistunni ;, héin greip þau og fór að klippa krag- ann sundur í smápjötlur ; þegar hún var búin að því, sópaði hétn þeim saman og lét þær ofan í neðstu skúffuna aftur. Nú varð hún rólegri. Hún' elskaði Cyrtl Warr- ing, já, hún elskaði hann afarheitt ; það var hart að hrinda honum frá sér, en um annað var ekki að tala. það var eins og kraginn hefði sagt við hana : “þú Jtorir ckki að taka hann, en mig þorir þét að taka ; komdu, dansaðu, hamastu í hring og gleymdu sorg þinni”. En hún hafði sigrað freistinguna, og nú — Og nú ætlaði hún að hátta, hugsa um Cyril og gráta þangað til hétn gæti sofnað. Ilún gerði það lika, hún gaf tilfinningutn sinum lausan tauminn, lá vakandi og grét og grét lnngan tíma, unz augu hennar voru orðin rauð og þrútin, þá sofnaði hún loks af þreytu og svaf fast ftam á dag- Klukkan 8 harði frú Clifíord að dyrum mjög hægt. “Komdu inn, mamma”, kallaði Elma og settist upp í rétminu nokkuð skelkuð. Móðir hennar lauk upp undrandi og gekk inn. Jtegar hétn kom að rúminu stundi hún hátt. “Elma, góða barnið mitt, hvað gengur að þér, þú heíir grátið”, sagði hún. “Já, mamma”, svaraði Elma og sneri andlitinu að veggnum, minna sneypt þó en í fyrsta skifti. “Eg gat ekki varist því, mamma”, og greip hvítu hendina hennar og þrýsti hana innilega. “það er heldur ekki furða, þó ég gráti", sagði hún loksins. “Ilann fer burt frá Chetwood í dag, og Jtað var svo sárt, — svo voðalega sárt, að kveöja hann fvrir fult og alt”. “ö, já, ég skil það vel, góða barnið mitt”, svar- aði frétin og starði lengi á hana. “En — prátt fyr- ir þefeta alt saman — hefir þér Jtó liðið vel í nótt, Elma, er það ekki?” Elma vissi vel við hvað hún átti ; þær skildu hvor aðra, án þess að tala, mæðgurnar. “Já, já, miklu betri nótt. Eg \Tar dálítið óróleg íyist, en svo gat ég grátið og það hjálpaði mér svo \et”. Móðirin horföi á hana efandi en þó glöð. “Já, góður grátur, það er Jtað bezta”, sagði hún með hægð. “það er rétta lyfið, vel sæmandi og cðlilegt. Góður grátur hefir aldrei gert neinum manni neitt mein. Hann er eins konar öryggispipa ; Jtú ert heppin, Elma, að þú fékst hjálp og svíun á þenna hátt”. “Já, góða mamma”, svaraði Elma, “sannarlega lteppin, held ég”. Af tilviljun sá frúin fáein hár á gólfinu, og grun- aði strax, hvernig á þeim stæði. Hún gekk að drag- kistunni, opnaði neðstu skúffuna og sá, hvernig krag- inn var leikinn, svo lokaði hún skúffunni aftur. Ilétn gekk að rúminu, laut niður að Elmu og kysti á enni hennar. “Kæra, litla Elma mín”, sagði hún, og fáein tár féllu á heitu kinnarnar á dóttur hennar, “þú ert kjarkmikil, mjög kjarkmikil.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.