Heimskringla - 22.06.1911, Blaðsíða 4

Heimskringla - 22.06.1911, Blaðsíða 4
4. BES. WINNIPEG, 22 JÚNÍ 1911. BBIUSKEINGBX 1 * •r Til Jónasar Þorbergssonar. Kæri ritstj. — Yiltu gera svo vel aö ljá eftirfarandi línum rúm í blaöi þínu. En ilt er það, ef þú hlýtur ónot fyrir hjá sumum lærðu inonnun- um, er finst þeir einir eigi með að koma fram fyrir fólkið. Ég býst við, að þessi nýi kunn- ingi minn, Jónas, vænti einhverrar úrlausnar, enda finn ég 'vvöt hjá mér til þess, að hreinsa litndur mínar í þessu máli. Beinar rök- stuðningar eru óþarfar staðhæfing- um mínum til hjálpar ; ég vísa Jónasi til blaða og tímarita, sem gefin hafa verið út seint og snemma meðal okkar Islendinga, hér og heima. Ef hann finnur þar ekki þyrnibrodda og andlegar húð- strokur, er sál hans ekki tilfinn- inganæm. — Ég hefði ánægju af, að fara í gegnum feðrasögurnar með Jónasi. ]?ar myndi ég finna margt og mikið til stuðnings þeim ömurlega sannleik, er ég hrópaði svo hranalega upp með. þeir, sem kalla það sleggjudóma, vita ekki, hvað sleggjudómar eru. J>að voru alls engir dómar. það voru að eins nefndar meinsemdir okkar, í heyr- anda hljóði. Ég hefi aldrei sagt, að við ís- lendingar hefðum aldrei átt eða ættum göfugar sálir, værum kosta lausir. Ég talaði um þjóðarfylgjur er sorglega fáir hafa algerlega get- að sneitt hjá. Jónas telur upp nokkrar konur, er þjóðinni væri sæmd i aö hafa átt. Skyldi ég ekki geta talið upp menn og konur, og bent á sem eitraða rót ? Hvað var Valgarður grái og Mörður son hans ? Hvað var þórólfur bægifótur, Grani Gunnarsson, Kolur þorsteinsson og sumir af þeim Sigfússonum, Rafnkeli Freysgoða og ileiri ? Alt voru þetta ódrengir og varmenni, er áttu afkomendur. Sannir höfð- ingjar og göfugmenni mægðust oft við varmenni. Snorri goði gaf Merði Valgarðssyni dóttur sína, sem kunnugt er. Vart er mögulegt að finna óblandaða göfuga ætt af þessu og þvílíku varmennakyni. Og þó eitthvað af okkur væri af göfugri ætt út í yztu æsar, þá höf- um við þess ekki full not, þar sem við lifum í eitruðu andrúmslofti ; við getum ekki haft ósýrt blóð. — Göfugri hluti feðra vorra hafði líka sína galla. þeir voru að vísu vinir vina sinna, en þeir höfðu spjót sín jafnan á lofti \ið aðra menn, ef eitthvað hallaðist í orði eða verki. þeir voru drambsamir, ágjarnir, þráttgjarnir og óbilgjarn- ir að mörgu leyti. I þen ían arf höfum við haldið dauðahaldi, en vinfestuna miður, — þótt undan- tekningar megi finna. Gróa á Leiti hefir sagt Jónasi það, að ég hefði fátt af dygðum feðra minna. Má vera að svo sé ; ég hefi þó þá djörfung og dreng- lyndi að kannast við ávirðingar mínar ; vinur vina minna væri ég gjarnan, ef um nokkra v ini væri að ræða. Jónasi finst ég fara böðulshönd- um um þjóð mína. En sá er vinur, er til vamms segir. Ef þið viljið ala vel upp börnin ykkar, megið þið ekki>alt af vera að hæla þeim. — Ég set hér erindi úr nýkomnum tfðavísum eftir Guðmund Frið- jónsson, er sýnir hvaða augum hann lítur á þetta atriði ; hann er mann skynugastur á þjóðavofur, og hefir manna næmasta tilfinn- ingu fyrir meinum þjóðar sinnar : Stjarna stórborin stemdu vendi logum leiftrandi á landsmála-þý ; hýddu þeim húðlát, — hart sé réttlæti, þegar þjóðspilling þarf að refsa. Ég hefi aldrei óskað mér að vera af annara þjóða bergi brotin; ég veit vel, að þær eiga sína högg- orma, nöðrur og illkynjuð sár. Meira, ef þess er óskað. R. J. Davidson. Fréttabréf. MARKERVILLE. (Frá fréttaritara Ilkr.). Veðráttan hefir verið góð og hagkvæm1, það sem af er vorinu, þó stundum hafi verið kalt og nokkur næturfrost, þá hefir það ekki orsakað neinar skemdir. Vot- viðri hafa komið, næg til þess, að framleiða allan jarðargróður ; er því útlit fyrir sæmilegan grasvöxt ef tíðin breytist ekki til lakara. — Akrar eru skamt á veg komnir, því alment varð sáð í seinna lagi, því margir áttu talsvert óplægt af ökrum, sem tafði fyrir sáningu. Hjá ílestum eykst jarðræktin ár- lega að góðum mun ; margir eru farnir að rækta gras, svo stóru munar ; síðgstliðið ár spratt það ^ illg, vegna ofþurka, en fyrir það, sem til var, hefir verið góður markaður meðfram hinni, nýju brautarlínu til Rocky Mountain House, sem byggjast á í sumar, og nú verið að vinna við. Atvinna er hér mikil og 'sæmi- lega launuð, enda nógir verkþigg- endur, sem streyma til Alberta hvaðanæfa. Tímar eru hér góðir um flest, sem kemur til af járnbrautalagn- ingu hér norðan og austan við ís- lenzku bygðina ; keppa nú í óða önn hvort við annað t/ö járn- brautafélög, C.N.R. og C.P.R., og sagt er, að Grand Trunk félagið sé hið þriðja um að leggja járn- brautir hér í grendinni. Spáð er, að land stigi hraðara í verði nú næstu tíma ; alt er á ferð og flugi í orði kveðnu, þó kannske að sum- ar loftkastala byggingarnar hrynji nú, þá lyfta þær þó — greyin — undir hugi manna meðan þær standa. Heilsa fólks er nú alment góð ; er nú létt af vanheilsu þeirri, sem hér hefir gengið um langan tíma, af hitaveiki, lungnabólgu og misl- ingum. Skepnuhöld eru alment í góðu lagi hér hjá íslendingum ; miklum mun betri, en líkur voru til, því víða var hey bæði í minna lagi, og lélegt til fóðurs. Sjaldan hafa skepnur hér tekið betri og fljótari vorbata en nú, og er það að þakka hinni hagfeldu tíð i vor, og fljótum og góðum gróðri. Ráðgert er, að hafa hátíðlegan 17- júní ; mun það vera Fensala fé- lagið, sem gengst fyrir því, og er það nijög að skapi okkar eldri mannanna, að minst verði hins göfuga íslenzka þjóðvinar Jóns Sigurðssonar, og að það takist sem allra bezt. , Nýkominn er liingað alfari herra S. H. Ilelgason, ásamt konu sinni og börnum, vestan frá Kyrrahafi ; hefir hann riumið land ve^tur frá Markerville, er hann okkrir kær- kominn og árnum við honum allra virta og velfarnaðar í bygð vorri. Hér er um þessar mundir Theó- dor Jóhannsson, bóndi úr Argyle- bygð, á kynnisferð til bræðra sinna fjögra, sem eru af hinum eldri landnámsmönnum þessarar bvgðar. Gömlum vinum Heimskringlu hér vestra þykir nú, sem hún ætli að verða helzt til frjálslynd ; — nokkru má nú muna, að gefa mönnum tækifæri að taka til máls með kurteisi og velsæmi, cða líða mönnum, hvað eftir annað, að fvlla blaðið með ónotum, hrotta- skap og heimsku. Og það sýnist ganga svo fangt, að ritstjórinn komist hvergi að fyrir ös, ekki svo mikið sem með athugasemd, ;sem ekki væri þó vanþörf á. — Engum dylst það, að ýmisiegt er miður vandað í hinum islenzka kveðskap en æskilegt væri, og rétt er það, að vanda um slíkt, göfug- mannlega og leiðbeinandi ; en að taka einn, tvo eða fleiri og vega að þeim á almannal'æri er ekki bróðurleg aðferð. það þarf and- lega skarpskygni meir en i meðal- lagi, að geta séð, hvað lesendur blaðanna fræðist á þvílíkum blaða- greinum, sem deilunum um leir- skáldin, og voru það þó ‘býsn’ að fyrirferðinni. þó kastar tólfunum, að nokkrum manni skuli líðrist, að taka eitt eða fleiri af okkar beztu vestur-íslenzku skáldum og níða þau niður fyrir allar hellur, án þess að við það sé gerð nein at- hugasemd. Mörg ljóð þeirra hafa þó íslenzku vikublöðin í V’innipeg og mánaðarritin haft meðferðar, fræðandi og skemtandi, kvcöin af snild, og leyfi ég mér að segja, að það hefir verið meiri gróði fyrir lesendurna, en fimbulfamaið og gauragangurinn, sem blöðin hafa á stundum helzt til mikið af í ó- bundnu máli. — Alt þess konar spillir fyrir blöðunum og rýrir vin- sældir þeirra. — Ritstjóri Heims- kringlu er sannarlega vaxinn því, að rita meira í blað sitt en hann gerir. Hann hefir alt af nóg til að rita um, sem við viljum heyra og fræðast af, og ég er viss um, að mikill meiri hluti lesendanna ósk- ar, að hann geri það. Við, sem lesum Ileimskrinqlu og óskum að hún hafi þjóðhylli, viljum ekki að hún verði ruslakista fyrir skjalda- skrifli og baugabrot, er fáir vilja nýta. Dánarfregn. Föstudaginn hinn 2. þ.m. andað- ist að heimili sínu hér sunnan við bæinn húsfrú Elizabet Arnason, 58 ára að aldri. Hún hafði vorið mjög heilsutæp undanfarin ár og legið rúmföst í síðustu 14 mánuði. Jarð arförin fór fram frá heimili hennar tveim dögum síðar, að viðstöddu mörgu fólki. Rev. C. B. Seely jarðsöng hana. Ilún var jörðuð í grafreit bæjarins. Mrs. Árnason var góð kona og greind og sýndi allstaðar skyldu- rækni í verkahring sínum á starfs- sviði lífsins. — 1 sambandi við þetta er vissnlega vert að geta þess, að hinn eftirlifandi maður hennar, Mr. Jóhann .^rnason. gerði alt, sem í hans valdi stóð, til að ráða bót á meinsetnd henn- ar, og lina þrautir þær, er sjúk- dóm hennar voru samfara. Hún eftirskilur tyo sonu á lífi, annar er nú búsettur austur í Saskatewan en hinn býr hér hjá föður sínum. M. J. Blaine, 10. júní 1911. íslandsbanki 1910. Ársreikningur Islandsbanka fvrir árið 1910 er nýlega komina. Endurskoðendur bankans, þeir Indriði Einarsson og Júl. Hav- steen, segja meðal annars um bankann : “Bankanum hefir á hinu liðna ári tekist að bæta talsvert úr pen- ingaeklunni, sem enn gerir vart við sig, og að styðja atvinnurekstur landsmanna. Bankanum hcfir að voru áliti verið stjórnað með sama dugnaði og fvrirhvggju, sem að undanförnu. Nytsemi bankans fyrir landið og áreiðanleik hans hafa margir landsmenn viðurkent, meðal annars með því, að kaupa hlutabréf hans miklu meir en áð- ur. bæði fyrir sjálfa sig og fyrir sjóði opinberra stofnana”. Hér skulu taldir helztu liðir í bankareikningnum, eins og þeir voru í árslok 1910 : Viðskiftavelta bankans og útbúanna hefir numið alls nálega 59 milíónum (rúmum 5 milíónum meira en í fvrra). — Hlaupareikningsinnlög nátnu í árs- lok 1910 662,000 kr. (1909: rúm ein milíón). Innstæða af innlánum nam rúmum 1590 þús. (í fyrra rúmum 1350 þús.). Sparisjóðsfé (hjá útbúunum) nam (innstæðan) 444 þús. (í fyrra 352 þús.). Hand- veðslán námu 284 þús. (í fyrra 258 þús.), slálfsskuldarábyrgðarlán nálega 467 þús. (í fyrra 484 þús.), reikningslán 1612 þús. (x fyrra 1766 þús.), víxillán 3.2 milíón (í fyrra 2.9 mil.), ávísanir á erlenda banka og aðra utanbæjarskiftavini námu nærri 6 milíónum (í fyrra nálega 4 mih), innheimtur hafa numið 2.7 milíónum. Seðlaumferðin hefir numið mest náleg 1.6 milíón (í októberlok), en minst 569 þús. (í marzlok). Málm- forðinn hefir jafnan verið talsvert meiri en lögákvæðið er (37J£ pró- sent af seðlaumferð). Minstur var hann 37.76 prósent í september, en mestur 45.27 prósent í maí. Verð- bréfin námu í árslok 421,000 kr.— Bankinn skuldaði erlendum bönk- um o. fl. nálega 674,000, en átti hjá “ýmsum skuldunautum” 622,000. Bankareksturinn hefir kostað rúm 72,000 kr., tapið af afsögðum víxlum talið 12.5 þús., en arður- inn numið nálega 241,000. Af hon- um fær landssjóður rúm 12,000 kr., hluthafar alls 180 þús. kr. eða 6 prósent, varasjóður nálega 40 þús. og skift er milli fulltrúa og fram- kvæmdarstjórnar 8,500 krónum, þannig, að hinir sjö fulltrúar fá alls 4,250 kr. eða rúmar 600 kr. hver og framkvæmdarstjórnin 4,250 kr, (Isafold, 24. maí).; Hannyrðir. Undárrituð veitir tilsögn í alls kyns hwmnyrðum gegn sanngjarnri borgun. Starfsstofa : Room 312 Kennedy Bldg., Portage Av., gegnt Eaton búðinni. Phone: Main 7723. gerða HALDORSON. THE DOMINION BANK 30ENI NOTRE BAME AVENUE OG SHERBROOKE STREET Höfuðstóll uppborgaður : $4,000,000.00 Varasjóður - - - $5,400,000 00 Vér óskum eftir viðskiftun verzlunar manna og ábyrgumst »15 gefa þeim fullnætcju. éíparisjóðsdeild vor er sú stæista sein nokkur banki hofir f borgjnni. Ihúendur þessa hluta borgarinnar óska að skifta við stofnun sera þeir vita að er algerlega trygg. Nafn vort er fullirygging óhlut- leika, Byrjið spari innlegg fyrir sjnifa yðar, koinu yðar og börn. I*lic»ne <Sai*ry 3 1 >0 Scott Knrlovv. Ráðsmaður. Yitur maður er varkár með að drekka ein- göngu HREINT ÖL. þér getiö jaína reitt yður á DREWRY’S - það er léttur, Ireyðandi bjór, gerður eingöngu úr Malt og Hops. Biðjið æ.tið um htann. E. L. DREWRY, Manufacturer, Winnipeg -----STRAX---------- í DAG er bezt að GERAST KAUPANDI AÐ HEIMS- KRINGLU. — ÞAÐ ER EKKl SEINNA VÆNNA. TÆKIFÆRANNA LAND. Hér skulu taldir að eins fáir þeirra miklu yfir- burða, sem Manitc>ba fylki býður, og sýnt, hvers- vegna allir þeir, sem óska að bæta lífskjör sín, ættu að taka sér bólfestu innan takmarka þessa fylkis. TIL BÖNDANS. Frjósemi jarðvegsins og loftslagið hafa gert Mani- toba heimsfræga, sem gróðrarstöð No. 1 hard hveitis. Manitoba býður .bændasonum ókeypis búnaðar- mentun á búnaðarskóla, sem jaíngildir þcitn beztu sinnar tegundar á ameríkanska meginlandinu. TIL IÐNAÐAR- OG VERKAMANNA. Blómgandi framleiðslustofnauir í vorum óðílugia stækkandi borgum, sækjast oftir allskyns handverks- mönnutn, og borga þeim hœztu gildandi vinnulaun. Algengir verkamenn geta^og fengið næga atvinnu með beztu launum. Hér eru yfirgnæiandi atvinnutœki- færi fyrir alla. til fjAriiyggjenda. Manitoba býður gnægð rafafls til framleiðslu og allskyns iðnaðar og verkstæða, með lágu verði ; — Frjósamt land ; — margvíslegar og ótæmandi auðs- uppsprettur frá náttúrunnar hendi ; — Agæt sam- göngu og flutningatæki ; — Ungir og óðfluga vaxandi bæir og horgir. — Alt þetta býður vitsmunum, auð- æfum og framtakssemi óviðjafnanleg tækifæri og starfsarð um fram fylstu vonir. Vér bjóðum öllum að koma og öðlast hluttöku í velsæld vorrd og þrosk- un. — Til frekari upplýsinga, skrifið : JOS. HARTNEY, 77 York Street, Toronto, Ont. JOS. BURKE, 178 Logan Avenue, Winnipeg, Man. A. A. C. LaRIVIERE, 22 Alliance Bldg., Montreal, J. F. TENNANT, Gretna, Manitoba, J. J. GOIjDEN, Deputy Minister of Agriculture and Immigration.’W nn'peg Íttareií kennið 87 Ég er ánægð með þig, hreykin yfir þér. petta hefði ég ekki getað gert ; þú hefir meira andlegt þrek en ég. Ilann kysti þig í gær, barnið mitt, þegar þú fórst; ég sá það á andliti þínu, en þú þarít hvorki að segja já eða nei. En það verður ekki í síðasta sintt, vertu viss um það, hann kemur aftur og talar við þig aftur, og þá muntu hafa skift skoðun, svo þú álítur þér óhætt að giftast honum”. "Aldrei”, sagði Elma og huldi andlitið nndir á- bfeiðunni. “ö, talaðu aldrei oftar um Lann við 9tig, mamma, aldrei, aldrei”. XVII. KAPÍTULI. Auðsvitrun. Rekinn brott og bundinn við loforð sitt hraðaði Cyríl Warring sér til London, þjáður af truflandi hugsunum, efa og grun. Hann hugsaði mikið um Elmu, en hann hugsaði líka mikið um ýmislegt mark- vert, sem fyrir hafði komið síðustu dagana, og snerti peningalegar ástæður hans. I fyrsta Iagi \ nr hann húinn að selja myndina af Sardanapel í Chetwood skóginum við háu verði. Nafnkunnur myndsali í London hafði skrifað honum og boðist til að kaupa myndina dýru verði fyrir annan mann, sem hann nefndi þó ekki. Hver annar gat sá maður verið en ofursti Kelmscott ? hugsaði CyriL En þetta var nú ekki alt : sami myndsalinn hafði umboð til að biðja hann að fara til Belgíu, og mála nokkrar mynd- ir af Mosánni og ánum, sem í hana renna, iyrir á- kveðið verð. Verðið, sem honum var boðið fyrir 88 Sögusafn Heimskringlu þetta starf, var sómasamlegt, og þó hafði þessi beiðni vakið hjá honum einhvers .konar grun um það, að þetta væri gert til þess að verða af með hann, ið sá, sem beðið hefði um myndirnar af Mosánni, iegði meiri áherzlu á, að vita hann í fjarlægð xrá Til- {9-te, heldur en á eign myndanna. En hverjum var áríðandi að fá hann burt frá Tilgate ? það var spurningin. Var nokkrum ami í nærveru hans þar ? Gat það verið faðir Klmu, sem vildi fá hann burt frá Englandi sem fyrst ? Og hver var meiningin með hið undarlega áform Elmu, að vilja aldrei giftast honum ? Særandi hugsun greip hann. .Hafði Clifford kom- ist að því, hver faðir hans var, og var þetta leynd- armál af þeirri tegxind, að föður Elmu hrylti við að fá hann fyrir tengdason, og sömuleiðis Elmu að eiga hann fyrir mann ? Voru hann og Guy erfingjar að nafni glæpainanns ? þegar hanti kom til Stable Inn, voru Cluy og Nevitt þar fyrir í daglegu stofunni, og á borðinu láu bréfin til hans frá þremur síðustu dögunum. Skarpsýnn maður hefði líklega séð forvitnitia á svip Nevitts, en Cyril veitti því enga eftirtekt. Ilann opnaði bréfin, hvort á eftir öðru, og las þau fljót- lega ; seinast tók hann bréf í bláu umslági, það var stórt og læst með emba*ttislegu innsigli. Nevitt tók fíólinið sitt og lék á það kafia úr lagi eftir ung- frú Ewes, hann átti bágt með að dylja forvitni sína, og það svo mjög, að hendur hans skulfu. Meðan Cyril var að lesa bréfið, fór ihann að anda hraðara og kinnar hans urðu hárauðar af geðshrær- ingu. “Ilvað er að?” spurði Gtiy og leit yfir öxlina á bróður sínum, Og Cyril, sem var orðinn trullaður af hugsunum og ímyndunum, er innihald bréfsins vakti JSttareinkennið 89 hjá honum, rétti Guy það og stundi upp þessum orð- um “Lestu það sjáifur”. Guy tók við bréfinu og las það, og Nevict gekk nær og starði á bréfið, forvitinn og hrifinn. Undir eins og þeir voru búnir að lesa þetta bréf til enda, stundu þeir báðir og litu einkennilega hvor til annars, bræðurnir. Síðan sagði Cyril iljótlega : “Og hér er bréf frá bankaranum mínum, sem til- kynnir mér, að þessi 6 þúsund séu borguð nin í minn reikning”. Guy var orðinn fölur sem nár, starði á bréfið og sagði : “það er auðvitað ekki eingöngu peningarn- ir, sem ég hugsa um, Cyril, heldur lykillinn að því leyndarmáli, hverjir foreídrar okkar eru, sem þetta bréf virðist geyma í sér”. “Já, það er alveg rétt”, svaraði Cyril. “Pen- ingana ætla ég ekki að þiggja, ég veit etcki hvað þetta þýðir. En ég ætla að fylgja sporinu þangað til ég kemst að því, hverrar ættar við eriun”. Nevitt leit til þeirra á víxl með efablöndnum svip. “Ekki að þiggja peningana?” sagði hann með kátlegri undrun. “þið eruð þó líklega ekki vitstola. Tólf þúsund pund eru ekkert lítilræði, sem menn mega fyrirlíta á þessum dögum ; og meö tilliti til lykilsins eða sporsins, get ég ekki séð að hér sé neitt af því tagi, það er ekki svo mikið, sem einn staf- ur af nafni. þessi ónáttúrlegi faðir, hver sem hann er — ég tel það nefnilega víst, að hann standi bak við þetta —, hefir nákvæmlega gætt þess, að gefa enga ástæðu til þess, að þið getið vitað hver hann er. þið sjáið sjálfir. að hairn klæðist tvöföfdum dularbúningi. Drummonds borgar peningana inn í ykkar reikning í ykkar banka, og þeir hafa heimild til að taka á móti kvittun frá ykkur fyrir upphæð- inni ; á þann hátt getur þessi dularfulli gefandi forð- 90 Sögusafn Heimskringlu ast að láta síns nafns getið. Nei, hatm lætur ekki vera mögulegt að vita hver liann er”. “Getur þú þá ekki fengið að vita hjá Drum- monds hver maðurinn er, sem sendi peningana?” spurði Guy hikandi, um leið og hann velti bréfinu aftur og fram í höndum sínum. Nevitt hristi höfuóið. "Nei, það er ómögulegt”, svaraði, hann. “það er alveg. ómögulegt ; því leynd- armal bankaranna eru sama sem mannvirðinga leynd armál. Við þekkjum leyndarmál, sem gætu evðilagt gæfu manna svo þúsundum skiftir, ef þau yrðu upp- vís, en við segjum aldrei eitt einasta orð um þau til nokkurs manns”. Cyril var svo hissa og undrandi, að hann kom engu orði upp, og það leið langur tími áður en hann gat talað með rósemi um þetta el'ni. þetta var svo undarlegt, dularfult og í raun réttri ruddalegt. það var engin furða, þótt Cyril stæði þögull og ef- andi, því þessi óþekti bréfshöfundur hafði gert hon- um merkilegt en óaðgengilegt tilboð. Sex þúsund pund strax til Cyrils, og 6 þúsund að fáum vikutn liðnum til Guys, en “gjöf sér æ tii gjalda”. þeir áttu að skuldhinda sig til á ákveðnum degi og tima, er síðar skyldi tilkynt þeim, að mæta á síðar tiltek- inni skrifstofu í síðar tiltekinni götu, þar setn þeir, án þess að spyrja, og jafnvel án þess að lesa, ættu að skrifa undir skjal, sem lagt yrði fram fvrir þá. þetta — benti bréfshöfundurinn þeim á — yrði þeim á endanum til góðs. því ef þeir vildu ekki skrifa undir, þá fengju þeir aldrei meira, og það væri alveg gagnslaust fj-rir þá að reyna að komast eftir, hver bréfshöfundurinn væri og hver hefði sent peningana. En ef þeir skrif- uðn undir skjalið, þá myndi velgerðatnaður þeirra, í hvers nafni bréfshöfundurinn talaði, arfleiða þá að mikilli upphæð, sem þeir annars fengi ekkert af.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.