Heimskringla - 22.06.1911, Blaðsíða 5

Heimskringla - 22.06.1911, Blaðsíða 5
 HEIMSKEINGLA WINNIPEG, i). JÚNl 1911. 5. BLS', Amen l Ég sé af Heimskringlu frá 30. marz sl., aÖ dr. Sig. Júl. Jóhann- esson hefir ritað pólitiskt ‘amen’, og sent mér þá um leið nokkrar orða-hnútur, en þær hitta mig alls ekki, því sannanir fylgja þeim engar. Ekki skal ég þrátta við doktor- inn um það, hvor okkar sé ritfær- ari ; hefir aldrei komið það til hug- ar, geng að því sem sjálfgefnu að hann sé það, 1 æ r ð i maðurinn. En hinu slæ cg föstu — og það hyRff ég að meiri hluti lesenda okkar geri líka — að mínar grein- ar hafi sýnt, að ég þekki betur til íslenzkra stjórnmála en hann. — þekti báða málsparta ; en allar hans greinar hafa borið vott um, að hann hafi ekki kynt sér nema aðra hliöina. þ>að er það leiðinlega við öll hans skrif. Skömmu áður en ég fór að vestan, skrifaði ég grein, þar sem ég með góðum rök- um hrakti það, er dr. Sig. Júl. hafði áður sagt. Ég bjóst því við ef hann svaraði mér, að hann myndi reyna að hrekja röksemdir mínar, með því að reyna að sýna einhvern lit af röksemdafærslu, en það brást, því í þessu ‘ómeni’ hans er engar röksemdir að finna. J>að verður því óneitanlega heldur lét á metunum, þó að hann hrópi um, að ég hafi verið að verja ‘rangt mál — og ljótt’ —, verið að ‘tapa’, o. s. frv. Annars hélt ég að doktorinn væri lélegur dómari um það, hvor okkar hafi tapað eða grætt í orðasennu okkar. Ég hugði að það væri að eins lesendur okk- ar, sem gætu felt þann dóm, en hvorugur okkar. Um þetta bankamál ætla ég ann- ars að vera stuttorður í þetta sinn. Ég get að eins sagt það, að ég hefi nú af eigin sjón og reynd átt kost á að kynnast ýmsu, sem gamla bankastjórnin var áfeld fyr- ir, og ég veit að það er fullur sannleikur. Ég hefi með eigin aug- um séð lánsskjöl, þar sem lántak- andi hafði aldrei verið látinn skrifa undir, þegar hann fékk lán- ið ; séð skjöl, þar sem maður fékk hátt lán út á lífsábyrgð, sem e n g i n var til, þegar lánið var veitt, svo að ég nefni að eins dæmi. 1 stuttu máli sagt : Ég hefi við nánari kynningu komist að þvi, að lýsing rannsóknarnefnd- arinnar á óreglu bankans, er í öll- um verulegum atriðum hárrétt. — Ég skal svo ekki framar þrátta um þetta við dr. Sig. búl. Jóh. Hann má mín vegna, ef hann hefir ánæfrju af, verja eins og hann vill trassaskap og óreglu hjá embætt- ismönnum hér á landi. En þingið setti hina fráviknu gæslustjóra inn .aftur, kann ein- hver að segja. Já, satt er það,— en það var gert að alveg ó - rannsökuðu máli. þingnefnd sú, sem kosin var til að rannsaka ákærurnar á gömlu bankastjórn- ina, hefir smátt og smátt allan þingt mann verið að rannsaka af eigin sjón og reynd skjöl öll og skilríki, og mér er kunnugt um, að einn nefndarmanna, sem alt öðruvisi leit á málið áður, hefir nú sannfærst um, að hér var um enga smámuni að ræða. Og hefði hann áður vitað — eða trúað —, að svo margt og mikið væri at- hugavert, sem hann nú hefir kom- ist að raun um, þá hefði honutn aldrei komið til hugar, að vera með því, að kalla saman aukaþing eða setja gæslustjórana inn aftur. Svo mundi hafa farið um mikltt fieiri gætna og sannleikselskandi menn, — að eins ef þeir hefðu þekt alla málavexti, — og ekki verið blektir. Um rithátt okkar skal ég vera fáorður. Ekki okkar heldur að dæma um hann. Hygg sannast, að báðir hafi orðið fullheitir, þegar deilan var komin í algleyming.. Svo fer mörgum, er í höggi eiga, ■— því miður. ‘Komplimentin’ í minn gar® * ‘ameninu' þakka ég, en óþarfi er að kenna í brjósti um mig vegna þess að ég hafi komist í ‘trölla- hendur’ eða í hendur 'íslenzkrar harðstjórnar’. Kveð ég svo kunningja miun dr. Sig. Júl. Jóh., og tek í anda í hendina á honum, með þökk fyrir viðræðurnar, þrátt fjrrir það, þó við höfum ekki getað orðið sam- mála, og segi eins og hann í þessu máli: Amen. Reykjavík, 1. maí 1911. A. J. JOHNSON. Minni Jóns Sigurðssonar Kvæði flutt á Aldarafmæli hans, 17. júní, í Winnipeg. i'-\kkar gæfu-mesta mann '^metum við nú hann, sem vann þjóð, sem átti ekkert vald, ádrátt launa tign né gjald. Sögu hennar, lög og lönd leitaði uppi í trölla-hönd. Tók frá borði æðstan auð: Ástir hennar fyrir brauð. Honum juku þrautir þrek, þrekið sem að aldrei vék. Hans það var að voga bratt vita rétt og kenna satt. Miklar Jón vorn Sigurðsson sérhver fullnægð þjóðar-von. Hann, svo stakur, sterkur, hár stækkar við hver hundrað ár. Dýran hjör og hreinan skjöld hér er að vinna á hverri öld, hans, sem aldrei undan vék eða tveimur skjöldum lék. Bjóðist einhver okkur hjá ástsæld hans og tign að ná holla vild og mátt þess manns mælum nú á varðan hans. Sá skal hljóta í metum manns mildings-nafn síns föðurlands sem því keypti frelsið, féð fátækt sinni og stríði með. ísland lætur svanna og svein segja við hans bautastein; þessi styttan okkar er eini konungs-varðinn hér. Stephan G. Stephansson. IJótt hugi vora hitt og annað skilji * og hver einn sinni skoðun kjósi vörn, á þessum degi sátt og samúð ylji með sigurvon hin dreifðu Snælands börn; I dag þeim hvísli lofts og lagar öldur þess ljúflings nafni’, er veki gleðitár því hann var ,,íslands sómi sverð og skjöldur” og sögu vorrar ljós í hundrað ár. Og þótt vér höfum leitað ýmsra landa, er lífs vors dýrsta hundrað ára gjöf að drottinn megi’ leiða oss öll í anda, vor íslands bezti son, að þinni gröf, og kenna’ oss þar að lesa lífsbók þína og læra það hve hún var sönn og trú; hve beint og skýrt var letruð sérhver lína, hve ljóst og einart flest er skráðir þú. Er danskan hnút með lotning litu aðrir, að leysa, höggva þér í eðli bjó; í erfðavængi hlauzt þú fáar fjaðrir, en flugið var þín æðsta löngun þó. Og hverjum þeim, sem þorir fjötra’ að saxa af þreyttum !ýð, er vanabundinn stóð, ei fjaðrir aðeins, heldur vængir vaxa, hans vængjaþytur skapar fleyga þjóð. Þá brestur sízt, um sigur þinn er deila °g sögu þína skýra’ á ýmsan veg, en allur fjöldinn á svo þröngan heila þar ekkert rúmast nema lítið ,,ég“. Ef þú átt nokkur áhrif oss til handa í æðra heimi feldu blóðug tár og bið þess guð, að gefa’ oss stóran anda með gæfu þína’ í næstu hundrað ár. SlG. JÚL. J ÓHANNESSON. IJar sem, bláan inn við Arnartjörðinn, ™ ölduhljóðin fjalla-dísir þagga, þar sem sveipast sumar-gróin jörðin sólhjúp — þar var óskabarnsins vagga. Snemma vildi iðja sveinninn ungi; út á djúp i stormi vildi’ hann róa; þó að skylli á bátnum brimsins þungi, brast ei þrek né formenskuna nóga. Og með vöskum, öðrum, íslands sonum, ættjörð síðar bjó hann flest í haginn; sá bann rætast sumt af æsku-vonum seinna — þegar leið á æfi-daginn. Gömul valdstjórn ginna vildi og svíkja, greip þá merkið vörður sinnar þjóðar — frelsis-merkið—, vildi’ hann aldrei víkja, — vörðinn studdu heilladísir góðar. Merkisberinn, mest er reyndist hættan, málsnjall stefndi fremst af landsins sonum; fekk þá ísland fornan skaða bættan; fengu’ ei Danir sigurinn af honum. — Geymir ættjörð, löngu und leiði falinn, leiðtogann, sem þjóðin sífelt grætur; mögur íslands mun hann beztur talinn meðan ljóma bjartar júní-nætur. Væri þörf, að elskuð ættarjörðin ætti jafnan marga þ í na líka; lengi tvístruð, hirðislausa hjörðin harmar afreksmennið trygðar-ríka. Gegnum þref og arg, á seinni árum, öll —- í þoku — frelsis-ljósin skína; hefur margur minnst þín þá — með tárum, — margan vantað leiðsögnina þína. Bjó þér innst í hræsnislausu hjarta hreip og dáðrík ást til landsins forna. — Ur augum skein og yfirsvipnum bjarta undur-djúpa sálin himinborna. Fús þú vildir æ með lipurð laga lýðsins mein, og fræddir gamla’ og unga; minnug þjóðin man þig alla daga meðan lifir Saga og feðra tunga. Þú, sem fyrir öld varst ættjörð borinn óskasonur, þjóð til vegs og frama, nú, við löngu enduð æfi-sporin, andans ljómar myndin þín hin sama. Tökum glaðir, fjarri fósturlandi, fegins-þátt í minning þinni — heima. — Vina-landið verndi drottins andi!— Vart mUn ísland ba'rni s í n u gleyma. L. Th. TTið hundrað ára sögu sól í heiði v nú saman falla álfur tvær í dag, að krýna minning látins vinar leiði er lyfti sinnar fósturjarðar hag, frá Heklustóli strengir endurhljóma þá stund er gildir höldar sátu þing, ' á sagna spjaldi sigurrúnir ljóma með sveig um landsins hæsta þjóðmæring. Vor lýðmæringur þakkir þúsundfaldar að þú varst landsins skjöldur, §verð og hlíf, í aftanroðans rúnum heillar aldar, með reginstöfum skýrt er alt þitt líf, þú stóðst á verði, vermdir þjóðar hjarta, og vaktir sögu ódauðleikans mál á hjarn og myrkur brosti frelsið bjarta þá beitt úr sliðrum hófstu andans stál. Já margur hefur lifað þjóð og landi til láns og frama borið sverð og skjöld enn þitt er hólmans hjálpráð ógleymandi í heiðri skína dagsins verka gjöld hver íslands taug er blönduð þínu blóði sem bogar gegnum eldsins raun og hjarn þar glóir perla sönn í tímans sjóði er sýnir niðjum landsins óska barn. ♦ Af þökk og lotning lýðsins hugur brennur og lofar daginn sem oss gaf þig, Jón frá álfum tveimur óður saman rennur því eitt er blóðið, sama móður frón, þín helga minning bendi hverju barni að bera merkið, víkja aldrei hót þá gróa blóm er breiða lauf á hjarni með bros og yl frá landsins hjarta rót. M. Markússon. Q»ein er íslaiids sól að hækka, ^ sem rann upp með þér. Sjálfstæðið vort seint að stækka sem þitt nafnið ber. Innan jafnt sem utan þinga, er þín hugsjón bæld. Frelsis- ,,úttekt“ íslendinga enn f spæni mæld. Minning þín er hjartkær hulin harmi og gleði í dag. Ósk og von þín enn er dulin undir Landans hag. Þreyta og raunir rista enni rúnum böls á lýð. Þjóð vor engin ofur-menni elur nú á tíð. Þú varst ítur, yndis-prúður öðling landsins vors. íslands vordís var þín brúður vakin upp til þors. Og er sumur sælli tíða sækja börn vor heim, nafnið þitt í lofstír lýða lifir æðst hjá þeim. Þjóðar vorrar bjarti Baldur, blessist æ þín mál. Helgist þú um allan aldur íslands hverri sál. Vaki æ þín vonarstjarna vorum himni á. Vertu íslands ungu barna eilíf framsókn há. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. A ð botni vér drekkum vor heiðskygndu horn Og helgað er Jóni það fullið, í spekinginn engan né spámanninn vorn Var spunnið eins dásamlegt gullið, Og aldrei var haldið um hann eins og skaft Á höggvopni’ í óspekta flani, Og Jhn gat án bilbuga hugrekki haft Að horfast í augu við Dani. En nú eru skörðuð vor skörpustu sverð Og skildirnir óhæfir næstum, Og ekki er herliðið færara’ í ferð, Þótt fötunum klæðist það glæstum Því langt fram í ætt hafa ölmusur sýkt Vort eðli, í hóp vorra rauna, Svo nóg er að hafa að nafninu ríkt Og notið í rósemi launa. En viðreisnar deginum örlar nú á: Oss öllum ber saman í dómi. Og fyrst er, að opna sýn augnalok, sjá Hvað öðrum er lifandi sómi. Og vér megum telja til fagnaðar fremd Að finnum vér það sem er göfugt Og vitum að falin í verkum er hefnd, Sem vinnum í gáleysi öfugt. Og hafið vér getum vors heimalandsvöld — Svo hollráðir orðið og snjallir, Því sóma vors ættarlands, sverð þess og skjöld Jón Sigurðsson þekkjum vér allir. Þótt klöppuð úr marmara myndin hans sé Hún myrkvast; sem augnabliks leiftur Ef skjöldurinn ekki’ er í skóla vorn—né í skóla vors alþingis greyptur. Guttormur J. Guttormsson. Sómasamlegur lífs kostnaður. þaö er mjög örðugt að ákveða með nokkurri vissu, hvað það kostar, . að lifa sómasamlegu lífi. En því er haldið fram af ýmsum, að maður geti alið sómasamlega önn fyrir fjölskyldu sinni með 500 til G00 dollara árslaunum. Einum manni finst hann þurfa að kosta til þess að hafa dagblað, en öðrum finst sá kostnaður ó- þarfiir. Einum finst hann verði að kaupa akveðið sæti í kirkju sinni, og að verla ákveðnu fé til þess að horfa á fótboltaleiki og aðrar skcmtanir, eða hann verði að brenna upp svo og svo miklu tó- baki daglega, — og allir þessir hlutir kosta peninga. Annar mað- ur forðast öll þessi útgjöld. Hann vinnur, ctur og sefur, og hann og fjölskylda hans eru heilsúhraust. Kona hans er vinnugefin og spar- söm og kann gott lag á því, að komast af, 4n margs þess, sem aðrar konur mundu telja nauðsyn- legt. Sá maður elur sómasamlega önn fyrir húsi sínu með 600 doll- ara árslaunum, og að auki leggur liann til siðu, á fimm eða tíu ára tímabili, ríiiega peningafúlgu, sem hann getur gripið til, ef óhöpp bera að liöndum eða hann sér arð- vænlegt fyrirtæki til að verja fé sínu í. J>að er einatt álitamál, hvað sé í raun réttri sómasamlegt lífsfram færi, og kostnaðurinn verður í réttum hlutföllum við þær krafir, sem einstaklingurinn gerir fyrir sig og sína; og húsfreyjan ræður vanalega langt um meiru um það en maðurinn, sem eingöngu á að annast um inntektir til heimilis- þarfanna, en konan að verja þeim inntektum samkvæmt því, sem hún metur þarfirnar. Sumar kon- tir eru svo gerðar, að þær eru gefnar fyrir skraut eða félagslíf. J>ær vilja hafa vikuleg og stundum dagleg heimboð og sækja heimboð til annara, og njóta meiri unað- semda, en inntektir bændanna leyfa, og afieiðingin er, að áður en þær verða þess varar, þá eru viku- launin eydd. Með þessum hætti er ómögulegt að framfleyta — segj- um 5 manna— fjölskyldu með 600 dollara árslaunum. — Aðrar kon- ur eru sparsamar að náttúrufari, þær hafa ánægju af því, að annast um að fá fyrir heimili sitt fult verðmæti og full not hvers pcn-. ings, sem þær borga út. Maðurinn er jafn ráðalaus í hvoru tilfellinu sem er. Ef kona hans er eyölusöm að eðlisfari, þá getur hann ekki að því gert, og ef hún sparar af þvi það veitir henni ánægju, þá er það heldur ekki honum að þakka. Sómasamleg lífsframfærsla og ódýr lífskostnaður er því nálega eingöngu á valdi konunnar. J>að er ekki eins mikið komið undir því, hvað maðurinn vinnur fyrir miklum launum, eins og hinu, livernig konan ver þeim launum, er þau koma í liendur henni. þtegar vér íhugum þessi atriði uöi að spara, þar sem um fjöl- skyldu er að ræða, hvort sem margir eða fáir teljast til hennar, þá munum vér brátt komast að þeirri niðurstöðu : 1. Að fjárhagur fjölskyldunnar sé að miklu leyti bygður á fjár- hygni og stjórnsemi konunn- ar, og 2. Að sparsama fjölskyldan hafi jafnan einhvern varasjóð, sem hún geti gripið til í sjúkdóms eða öðrum óhappa tilfellum, eða til styrktar nauðstöddum ekkjum og heimilislausum börnum cða annarar líknar- starfsemi, og þetta veitir öll- um hlutaðeigendum meiri á- næglu, en þar sem inntektun- iim er jafnóðum eytt í sællífi og þarflausar unaðsemdir, sem leiða til skulda og ævarandi erfiðis og armæðu. Hví skyldum vér þá ekki öll hafa samtök til þess að lifa spar- samlega og í samræmi við inn- tektir vorar og efnahag, og að meta oss sem algengt verkafólk, en ekki sem auökýfinga. Árborg, Man. G.S.G. JÖN JÖNSSON, járnsmiður, a.8 790 Notre Dame Ave. (horni Tor- onto St.) gerir við alls konar katla, könnur, potta og pönnur fyrir konur, og brýnir hnífa og skerpir sagir fyrir karlmenn. — ALt vel af hendi leyst fyrir litla boxgun. Herra Jón Hólm, gulkmiður að 770 Simcoe St., biöur þess getið, að hann selji löndum sínum gull- og silfur-muni og gigtarbelti. — Belti þessi eru óbrigðul við gigt, ef þau eru notuð samkvæmt fyrir- skipunum Jóns. Kosta að eins $1.25.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.