Heimskringla - 10.08.1911, Blaðsíða 5
HEIMSKRINGEA
WINNIPEG, 10. AGtST 1011. 5. BLS- '
íslendingadagurinn.
í WINNIPEG.
íslendingadagurinn í Winnipeg
fór fram í River Park eins og aug-
lýst var 2. þ.m. Yeður var hið á-
kjósanlegasta allan daginn og nær
tvö þúsund manns voru í garðin-
um, þar á meðal fjöldi manna frá
/Selkirk og öðrum stöðum, svo
sem Norður Dakota, Braudon,
Wild Oak og víðar að. Skemtanir
voru þær, sem auglýstar v>ru á
prógramminu. Flestir eða ailir
þeirra íslenzku vesturfara, sem frá
Islandi höfðu komið daginn aður,
voru og þar viðstaddir og létu vcl
yfir skemtaninni.
I>ar var Guðmundur Stefánsson,
glímukappinn mikl nýkoini að
heiman, en glímdi ekki ; enda lieföi
enginn þar viðstaddur að likindum
getað staðið honum snúning.
Kæðurnar vorti með þeim beztu,
sem fluttar hafa verið á þjóðhátíð
um vorum hér í borg. Séra Fxiö-
rik Iiallgrímsson rakti nákvæm-
lega framfarir þær, sem orðið
höfðu á íslandi á síðari árum, og
sýndi kosti landsins í hvívetna. —
Séra Rúnólfur álarteinsson inadti
snjalt fyrir minni kvenna og sýndi
rök fyrir því, að þær ættu að
eiga atk\æðisrétt til jafns við
karlmenn og taldi, að þá mundi
hreinsast til í pólitíkinni og lan ts-
málum verða betur borgið. —
Sveinbjörn Johnson, lögmaður Irá
Cavalier, hélt ágæta ræöu um
Vesturheim og sýndi hvern þatt
Islendingar ættu að leggja i þjoð-
líf þessa lands á komandi árum.—
Góður rómur var gerður að öiium
ræðunum. Allir máttu vænta þoss,
að prestarnir fiyttu snjöll erindi ;
en síður var þess væntandi ;.f hr.
Johnson, sem alla s na mentun
hefir þegið á hérlendum skólum og
algerlega alist upp hér í landi, að
hann gæti haldið snjalla ræðu á
íslenzku. En hann gerði þaö samt,
og gerði það eins og meistari.
Ræðan var bæði vel hugsuð og vel
og skörulega flutt, — og blaða-
laust.
Islenzki hornleikendaflokkurinn
spilaði lögin við kvæði þau, sein
ort höfðu verið fyrir daginn cg
sem prentuð eru á öðrum stað hér
blaðinu, en mannfjöldinn söng þau.
Nefndin, sem stóð fvrir þrssu
hátíðahaldi, vann af alhug að því,
að hafa alt sem bezt undirbúið l:á-
tíðina, og það er óhætt að fuli-
yrða, aö aldrei hefir betur unnið
verið af fyrri ára nefndum en af
þessari nú. Enda er oss sagt, að
hátíðin hafi meira en borið sig
fjárhagslega. Jietta stvrkir þá
skoðun, sem þetta blað hefir á
liðnum árum haldið fram, að ur.g-
ir og ötulir framfaramenn ættu að
annast um öll þessi hátiðahöld.
J»eir eru sterkari en gömlu fausk-
arnir, og veitist alt starfið létt-
ara, og hafa alt eins gott Mt á,
að vinna það, sem vinna þarf a$
þessu máli eins og þeir, sem eldri
eru.
Verðlaun hlutu : —
Fyrir kapphlaup —
Stúlkur innan 6 ára—1. vl. llilda
Johnson, 2, vl. Annie Eryeres, 3.
vl. Clara Johnson.
Drengir innan 6 ára—1. vl. S.
Johnson, 2 vl. H. Stephanson, 3.
vl. G. Jóhannsson.
Stúlkur 6—9 ára—1. vl. Tna Jó-
hannsson, 2. vl. Bína Johnson, 3.
vl. Adelia Goodman.
Drengir 6—9 ára—I. vl. L'arl
þorsteinsson, 2. vl. Eddi Iljá’m-
arsson, 3. vl. E. Sigurðsson.
Stúlkur 9—12 ára—1. vl. Oertie
Johnson, 2. vl. G. Magnússon, 3.
vl. May Anderson.
Drengir 9—12 ára—1. ví. G.
Johnson, 2. vl. ÓIi Filipsson, 3.
vl. D. Johnson.
Stúlkur 12—16 ára—1. vl. Mat-
tie Johnson, 2. vl. S. Brynjólfsson,
3. vl. Friðrika Christie.
Drengir 12—16 ára—1. vl. Pétur
Bjarnason, 2. vl. P. Jónasson, 3.
vl. Jói Jolinson.
Ogiftar stúlkur—1. vl. Aí innie
Johnson, 2. vl. Maggie Johnsou,
3. vl. Lissie Johnson.
Ógiftir menn—1. vl. Einar John-
son, 2. vl. G. J»orsteinsson, 3. vl.
I/. Sumarliðason.
Giftar konur—1. vl. Mrs. )T. Pét-
ursson, 2. vl. B Hallsson, 3. \1.
V. Johnson, 4. vl. A. Harkness.
Giftir menn—1. vl. G. P.unólfs-
son, 2 vl. Victor Anderson, 3. vl.
E. Stephansson.
Konur, 50 ára og eldri—1. vl.
Anna Eiríksson, 2. vl. B. Byr m,
3. vl. G. Jochumson.
Karlmenn, 50 ára og ildri -1.
vl. M. Johnson, 2. vl. E. Sumar-
liðason, 3. vl. S. Oddleifsson.
T,r’Sg.Ía fóta hlaup—1. vl. John-
son og Jónasson, 2. vl. Tohnson
og Kelly, 3. vl. Friðfinnssons
bræður.
Kapphlaup feitar konur, yfir 200
pd.—1. vl. B. Bvron, 2. vl. M.
Magnússon.
Kapphlaup fyrir feita menn, \fir
200 pd.—1. vl. Ágúst Ej'jólfsson,
2. vl. Th. Johnson.
Langstökk, hlaupa til—1. vl B.
Baldwin (19.11), 2. vl. M. Kellv
(18.01), 3. vl. S. B. Stephanson
(18.00).
Ilástökk hlaupa til—1. vl. M.
Kellv, 2. vl. J. Magnússon, 3. vl.
B. Baldwin.
Tvangstökk jafnfætis—1. vl. Á.
Blöndal, 2. vl. Einar Johnson, 3.
vl. M. Kelly.
Hopp-stig-stökk hlaupa til —1.
vl. Einar Johnson, 2. vl. M. Keliy,
3. vl. Á. Blöndal.
Stökk á staf—1. vl. S. B. Steph-
ansson, 2. vl. Einar Johnson, 3.
vl. S. J»orsteinsson.
Kapphlaup — ein míla—1. vl.
Einar Johnson, 2. vl. L. Snmar-
liöason, 3. vl. M. Kelly.
Tíu mílna kapphlaup—1. vl. S.
Hólm, 2. vl. A. Jóhannsson, 3. vl.
S. Davíðsson.
Kappsund, drengir innan 17 ára
—1. vl. Stef. ólson, 2. vl. P. Tón-
asson, 3. vl. G. Ottenson.
Kappsnnd, menn vrfir 16 ára—
1. vl. S. Gillis, 2. vl. Stef. Olson,
3. vl. Bob. Flelgason.
Hjólreið, ein míla—1. vl. J.Gott-
fred, 2. vl. S. Jiorsteinsson, 3. vl.
S. Johnson.
Hjólreiö, 3 milur—1. vl. T. t.ott-
fred, 2. vl. S. Johnson, 3. vl. S.
J»orsteinsson.
Hjólreið (Handicap), 5 mílut—
1. vl. J. Gottfred, 2. vl. S. John-
son. 3. vl. S. Jjorsteinsson.
Iljólreið (Consolation Race), cin
míla—1. vl. P. Anderson, 2. vl.
L. Sumarliðason.
Barnasýning—1. vl. Mrs. Jolin
Stephansson, 2. vl. Mrs. II. Da-
víðsson, 3. vl. Árni Sveinbjörns-
son, 4. vl. L. Lárusson.
íslenzkar glímur—1. vl. V. óla-
son, 2. vl. J. Gilles, 3. vl. .A.gúst
Eyjólfsson.
Dans (Waltz), að eins fyrtr Is-
lendinga—1. vl. Mrs. E. Stephans-
son, 2. vl. Mrs. J. Laxdal, 3. vl.
Mrs. S. A. Johnson.
Dans (Waltz), open to all—Miss
A. S. Eyford.
Fríðasta stúlkan í danssalnum í
River Park 2. ágúst—Miss Ht.lga
Ólafsson.
Flest verölaun fyrir iþróttir
hlaut Einar Johnson, frá Vestfold,
Man., hafði 13 vinninga ; hinn
sami vann og íþróttabikar Clem-
ens, Árnason & Pálmason á þjóð-
hátiðinni í fyrra sumar ; fiann
heldur því bikarnum áfram. Væst-
ur honum kom Mr. Kelly með 10
vinninga.
Yfirleitt fór hátíðin fram liÖ
bezta. Alt gekk reglulega tii og
samkvæmt því, sem auglýst l.aíði
veriö, að öllu öðru leyti en því, að
vegna óviðráðanlegra orsasa, J>á
n-at herra Guðmundur Stefánsson
ekki sýnt glímufrægð sína aö þcsstt
sinni. Vonandi verður þar ekkert i
vegi næst.
Tiu mílna kapphlaupið tókst á-
gætlega ; tíminn 57 minútur.
* * »
Á GIMLI, MAN.
Jjjóðminningarhátíð héldu Gimli-
búar 2. ágúst, og fór hún vel frniti
og myndarlega, og var aðsókn hin
bezta. Forseti dagsins var hr. G.
Thorsteinsson og setti hann hátiö-
ina kl. 9. f. h. J»vi næst hofust
ýmsar íþróttir, sem stóðu ylir til
dögurðar. — Eftir dögurð hófust
ræðuhöld, og var mælt fyrir þrem-
ur minnum og fylgdi frum.iamið
kvæði hverjti. Fyrir minni íslands
mælti herra B. Frímannsson og
kvæði var sungið eftir !)r. Slg.
Júl. Jóhannesson. Næsta ræðan
var fvrir minni Gimli-bæjar og
var hun haldin af hr. J. P. Sól-
mundssyni ; kvæði hafði Krtstinn
skáld Stefánsson ort fynr þ\ í
minni. Síðasta ræðan var ímnni
Vestur-íslendinga, flutt af hr. B.
B. Olson, og kvæði eftir Guttorm
J. Guttormsson skáld.
Á eftir ræðunum hófust íþrótt-
irnar að nýju, og því næst byrjaði
dans í lystigarði bæjarins, sem
stóð til miðnættis. — J»annig lauk
hátiðinni og hver fór iuægður
heim til sin.
* * *
í WYNYARD, SASK.
íslendingadagurinn í Wynvard,
var hátíðlegur haldinn 2. þ. m. —
Bréf þaðan segir hátíðahaldiö hafi
fariö vel fram, svo að enskumæl-
andi fólki hafi þótt mikið til
koma, og dáðst térstaklega að
glímunum og söngnum. 'Tm 800
manns voru viðstaddir þetta há-
tíöahald og var veöur hið akjós-
anlegasta. Alt fór fram á ísleuzku,
ræður, kvæði og söngur ; 22 menn
mvnduðu söngflokkinn, cg 14
menn voru í hornleikendaflokki
herra Helga Iíelgasonar, allir vel
æfðir.
Herra Helgi Helgason hatöi sam
iö tvö lög fyrir daginn : “ITndir
islenzkum fána”, og “Fram, fratii”,
og voru þau bæði nóteruð og
prentuð í prógramminu. Vér sýn-
um þau lög bæði í þessu blaði, á-
samt með mynd af tónskáldinu
Ilelga Helgasyni.
Ræður fluttu : Fyrir minni Is-
lands Jakob Lárusson, cand t'neol.;
kvæði fyrir því minni hafði ort sr.
Lárus Thorarensen (sama kva'ðið
og flutt var fyrir minni íslands í
Winnipeg) ; minni Canada l;r. W.
II. Paulson, kvæði Kristinn skáid
Stefánsson ; minni Vestur-íslend-
inga Walter L ndal, kvæði Stephan
G. Stephansson skáld ; fyrir minni
bygðarinnar flutti Dr. Sig. Júl.
Jóhannesson kvæði.
‘Sports’ voru mörg og vel vtvö-
launuð : Knattleikur $35.00, bænda
glíma $10.00 og $5.00 og knpp-
hlaup með verðlaun frá $1.59 til
$5.00.
Alt prógrammið bendir til, að
sami mvndarbragurinn hafi verið
á þessu hátíðahaldi eins >g á bú-
skap þeirra landa vorra þar
vestra.
JVIeira Ijós.
Alt af eru að koma fram --leðal
þjóðanna nýjir og nýjir boöberar
ljóssins í tritmálunum. Einn kcnni-
maður öðrum fremri kemur með
nýjar skoðanir, sem boða tneira
andans bjartsýni í trúarefnum. —
Meira ljós er markmið þeirra ailra
Núna siðast hefir komið irani á
meðal þjóðverja klerkur einn frá
borginni Köln, Jatho að uafni,
sem er boðberi nýrrar hrevfingar,
sem mjög tíðrætt hefir orðið um,
og hörð barátta er hafm gegn og
með. J»ýzku blöðin eru í.i'l af
fregnutn af séra Jatho og kentting-
um hans, sem þess urðu valdandi,
að hann var sviftur kjóli og kalli.
Fjölmennir Jatho-fundir eru haldn-
ir um gjörvalt landið, og lolkið
þúsundum saman fagnar Jatho,
sem fagnaðar boðara hins nj]a
tíma, og um lat landið hafa sam-
skot verið hafin handa prestinum,
og hafa þegar safnast yfir 100,000
krónur í hinn svo nefnda Jatho-
sjóð, sem á að vera prestinupi
uppbót fyrir brauðið. sem hann
var sviftur vegna kenninga sinna.
Áhuginn var svo mikill hjá tnörg-
ttm, að sumir gáfu sinn siðasta
evrir í sjóð þennan. Meðal annars
er getið um kenslukonu eina, sem
gaf alt sparifé sitt — fimm hundr-
uð krónur — í Jatho-sjóðinn.
Kenningar séra Jathos hafa þfg-
ar náð mikilli útbreiðslu og fcng-
ið marga mikilhæfa stuðningsmeun
— J»að var sem hreyfing þessi bær-
ist á yængjum andvarans <»g lirtfi
httga lýðsins á svipstundu. Og er
það mjög eftirtektavert, þegar
þess er gætt, að það er í landi
því, sem mótmælenda trúariátn-
ingin varð fyrst til í, — lamlinu,
sem fæddi Martin Lúter.
En markverðast er þó, hversu
margir prestar hafa gerst skoðana
bræður séra Jathos. Fleiri lmndr-
uð lúterskra presta og skólakenn-
ara hafa birt kröftitg andmæli gegn
meðferð þeirri, sem séra >'utho
varð að sæta af h^lfu kirkjttvald-
attna, — að eins fj'rir þá sök, að
hann sem drottins þjónn fann það
sk’-ldu sina aö boða kristindórninn
eftir sinni hjartans sannfæringu,
en ekki binda sig úreltum krcdd-
um. Kvað væri mótmælendatrúin
fremri katólskunni, ef hún hefti
kenningarfrelsi prédikara sinn.t ?
Presturinn frá Köln er fiinn st’ð-
asti fulltrúi þeirrar stefnu innan
mótmælenda kirkjunnar, sem
heimtar fult skoðana og kenning-
arfrelsi. Getur maður t. a. m. ver-
ið kristinn, ef maður afueitar
kenningttnni um “npprisu
holdsins á efsta degi?”
— Stefna sú, sem séra Jat’no fjlg'
ir, segir já, og hann hefir nú þús-
undir þúsunda af áhangendutn á
J»ýzkalandi einu, — auk fjöldans,
sem svipaðar skoðanir hafa ’ öðr-
um löndum. J»að, sem er kristin-
dómttr, er ekki hin þrællvnda und-
irgefni undir vissar kenningar frá
löngu liðnum öldum, þegar sjónar-
svið mannsandans var í rökkri
vanþekkingarinnar. Ilvernig cr það
mögulegt, spyrja menn sem Tatho,
að loka auguntttn fyrir biblíurann-
sóknum hinna síðustu tima ? Er
það kristindómur, að vera biind-
ur, að útiloka vísindalegar rattn-
sóknir ? Rannsóknir, sem þó In ort
sem er hafa sinn gang og íæra til
sömtt úrslita, livort sctn prestarn-
ir eru blindir eða ekki.
Menn geta ef til vill santtað Jau
andmæli, að sá kristindómur, sem
Jatho og hans áhangendur boða,
eigi lítið skylt við Nýjatestament,
is kristindóminn. En hvernig et
hægt aö óttast hinar mögulegu af-
leiðingar vísinda rannsóknanna ?—
J»að er þó svo auðvelt að skilja,
sem að 2 og 2 eru 4, að ef g u ð s-
orð ekki stenzt baráttuna vtð vis-
indin, þá er “guðsorð" ekki guðs-
orð. Ef hin trúarlegu santtindi,
sem Nýjatestamentiö boðar, eru í
rattn réttri sönn, geta þau staðið
sig í baráttunni við hvað lærðau
j vísindamann sem er,— engiun vís^
indarannsókn getur afmáð þau4
En séu þau ekki þau sannindi, sem
þau eru talin, eru þau ekki þesa
I virði, að þeim sé haldið á loíti.
Jatho og aðrir endurbótíirt.ennt
innan mótmælendakirkjunnar vilja
bvggja kristindóminn á vísittdaleg.
um sönnunum einum og þeira.
kenningum biblíunnar, sem standa
’ af sér hreinsunareld vísindanua. —
En aðalþráðurinn í ketiniugum
séra Jathos er kærleikurinn, hana
| er hyrningarsteinninn undir öllu
öðru.
— Kvenlæknir einn í Seattle, Dr»
Linda Hazzard, hefir verið tekin
fyst, ásökuð um að hafa svelt til
dauða enska piparmev, Miss Wtl-
liamson, er ltennar leitaði til afj
læknast af ofmikilli fitu. Dr. Ilr.zz-
ard hafði sjúkling þennan á læsna-
stofnun sinni nær þrjá mánuði, og
eftir aö Miss Williamson dó, kortl
það í ljós, að hún hafði gert
I breytingu á erfðaskrá sinni og arí-*
j leitt Dr. Hazzard að miklttm l;luta>
eignanna. J»etta þótti ættingjumh
I hinnar látnu grunsamlegt og-
[ heimtuðu rannsókn. Og sú tantw
sókn hefir nú haft þær afleiðingar*
| að Dr. Hazzard hefir verið tekirs
! föst, sökuð um morð á 1. stigi.
Frumsamdar, þýddar og endurprentaðar
sögur og æfintýr og annað til
skemtunar og fróðleiks
64 blaðsfður, með sérlega drjúgu letri og góðu til aflesturs.
ÓDÝRT RIT FYRIR 35 CENTS.
Ttinihaldið skemtilegt og fróðlegt
Eg hef sent tiyrpu til útsðlumanna minna út um allar
bygðir. Þeirsem eigi ná til þeirra bið ég senda pantanir til
mfn og munu þær strax afgreiddar.
Með loforði um að Syrpa verði vinsæl og velkominn gest-
ur á hverju íslenzku heimili,
er ég yðar með virðing og vinsemd.
ÓLAFUR S. TH0RGE1RSS0N
678 SHERBROOKE ST. WINNIPEG
The Golden Rule Store
heiir l<>g-verð á vörnm sfnurn sem mun fryggja
henni marga nýja vini og draga þá eldri nær
henni. Veitið oss tækifæri til }»ess að gera yður
að varanlegum viðskiftavin. Vér viljum fá verzlun
yðar. En vér væntum þess ekki ef þér getið sa tt
betri kjörum annarstaðar.
ÞAÐ BOnGAR SIG AÐ VERZLA VIÐ
The GOLDENRULE STORE
J. GOLDSTINE
CAVALIER, NORTH DAKOTA
ÆttareinkenniS 139
|
um mattni, sem hefir verið kyrktur og síðan kastað
inn á milli runna í nánd við veginn. Hann var
nefndur McGregor, og var nýlega kominn þattgað i
frá London. J»að er sagt, að lögreglan hafi grun
nm, hver morðinginn muni vera, það er maður —”
það var eins og hjartað í Gildersleeve tæki stökk
og stæði svo alt i einu kyrt, en með stálhörðu vilja- ,
aíli tókst honum að kefja niður öll ytri merki óróa
síns. Svo ekki var annað að sjá á svip hans en
forvitni eftir að heyra meira, þegar gestgjafinn end-
aði setninguna kæruleysislega, — “það er maður,
sem dvaldi einn dag í Matnbury og kvað heita Warr-
• _n
mg .
Aftur varð Gildersleeve bilt við, og aftur duldi
hann óró sína. þetta voru góðar fréttir fyrir h:inn,
að annar maður var grunaður, en þó fanst honum
þetta leiðinlegt, því hann elskaði réttlæti, en saint
sem áður varð hann feginn að sleppa í bráðina.
“Warring”, sagði hann httgsandi, eins og itann
alls ekki kannaðist við þetta nafn. “Warring —
Warring”.
Hann þagnaði og ltorfði fast á gestgjafann. Ó,
það er heppilegt, hugsaði hann, þegar hann sá að
gestgjafinn hafði enga hugmynd um, að ungi mjðtir-
inn, sem nýlega var genginn út úr herbergiuu frá
þeim, hét Warring. Já, það var sannarlega heppi-
IeRt ; því hefði hann vitað það, og í nærveru Gil-
berts Gildersleeve ásakað hann um morðið, þá var
ekki um anttað að gera en segja hreinskilnislega frá
öllu ; því hvernig sem alt hefði farið, gat hatiu ekki
þögull og rólagur horft á, að annar maður væri
hnéptur í fangelsi fyrir þann glæp, sem hann Itafði
sjálfur framið óviljandi.
“Warring”, endurtók hann með hægð, e;ns og
maður, sem er að reyna að endurkalla eitthvað ' í
minni sitt, “hvaða maður er það, — hafi þér ekkert
140 Sögusafn Heimskringlu
heyrt • um það ? Og hvernig hefir lögreglan fi ngið
grun um hann?”
Gestgjafanum þótti heiður að því, að þessi nafn-
kvtnni lögmaður skyldi veita nýung hans jafn mikið
athygli, og fór strax að segja nákvæmlega f’á því
hvernig líkið hefði fundist, einnig hvernig gesigjafinn
í Mambury hefði komist að nafni hans, — því þegar
hann kom til gistihússins, hafði hann ekki sagt nafn
sitt ; en gestgjafinn fann umslag í herbergi því, sem
hann hafði dvalið í, með nafni hans á. J»að ltöfðu
verið tnikil nmbrot í greifadæminu allati daginn sök-
um morðsins ; lögreglan rannsakaði alt nágreunið í
kringum Dartmoor, og menn héldu, að morðinginn
hefði falið sig einhverstaðar, en þeir myndu að lík-
indum finna hann fyrir kvöldið, og sér kæmi ekki á
óvart, þó gestur hans yrði beðinn að hjálpa til við
yfirheyrsluna.
Gildersleeve hægði alLmikið við þessa frásögu,
enda þótt hann væri talsvert hræddur. Svo fór
hann að tala við gestgjafann um morðið og hittn
myrta. Alt í einu segir hann : "J»að er satt, ég
hefi starf fyrir stafni, — hvaða númer er á hefbergi
vinar míns, herra Billingtons ? ”
Gestgjafinn leit til hans undrandi. “Ilerra Bill-
ington?” sagði hann, “hér er enginn hcrra Pilling-
ton".
Gildersleeve hrosti. — Nú var annaðhvort að
hrökkva eða stökkva ; hann varð að voga nokkru til
að vinna nokkuð. “Jú”, sagði hann, “það var nngi
maðurinn, sem talaði við mig áðttr en þér k imuð
inn. Hann heitir Billington, en vera kanit tð hann
hafi nefnt sig öðru nafni, það er svo altítt ’ijá ung-
lingtim, þó ég haldi hann sé ekki af því tagi”.
“Já, það kemur mjög oft fvrir hér”, svaraði gest-
gjafinn, “en þessi vinur yðar nefndi ekki nafn sitt, og
við spurðum hann heldttr ekki um það. Nú, svo
Ættareinkennið 141
hann heitir Billington ? Skoðum til, ég þekti einu
sinni klæðasala með því nafni. Vinur yðar var ann-
ars nettmenni, en mér virtist ltann eins og uálítið
truflaður”.
Gildersleeve greip strax þessa hjálp. “Ó, nei,
vesalings pilturinn”, sagði hann og hristi höfuðið.
“Nú, svo þér sáuð það strax ; nei, hann bjáist af
undarlegum hugsunum, sem þó eru skaðlattsar. —
Einkum kemttr það fvrir, þegar eitthvað óvaualegt
ber við ; ég er t. d. viss ttm, að þegar hann lteyrir
talað um þetta morð, þá muni hann kalla sig Warr,
ing, og verða á þann hátt flæktur við máliö. En
að öðru leyti er hann meinlaus maður. Ef eitt-
hvað kemur fyrir honum viðvíkjandi, látið inig þá
vita það strax, ég hefi þekt hann frá því hann var
barn, og hann hefir ávalt verið hljiðinn mér”.
J»etta var vogun, en Gildersleeve sá að eitthvað
þurfti að gera.
Hann var viss um, að hvorki lögreglan né gest-
gjafinn mttndi gruna sig um morðið.
Hugsandi um þetta fór hann út að hrevfa sig.
Warring var grttnaður, og því hlaut ltann á einn eða
nnnan hátt að hafa gefið ástæðu til grunsemdarinn-
ar. Strax og Warring fengi að vita, að likið væri
fundið, og það sæi hann í kvöldblöðunum, hlvti hann
að skilja, að grumir félli á sig. Af reynslu sinni
vissi Gildersleeve, að sakborningar, hvort þetr ertt
sekir eða ekki sekir, httgsa fvrst af öllu um að teygja
timann, og það áleit hann einnig að Gttv mundi
gera ; ef honum væru því fengin í hendur efni til að
ílýja ttndir eins, væri enginn efi á því, að hann gerði
það viðstöðulaust.
Ekki ætlaði Gildersleeve samt að láta dæma Gtty
fyrir þetta morð. Nei, ef til þess kæmi, ætlaði hann
að segja sannleikann.
Hann gekk nú hröðum fetum til skrifstofu Lond-
142 Sögusafn Heimskringlu
on-Suður-Afríktt gufuskipafélagsins. J»egar hanr*
kom þangað, fór hann inn í skrifstofuna og n.að tun
farbréf í fyrsta flokks farrými til Kapstaðarins me5
gufuskipinu “Cetewayo”, sem þetta kvöld ætlaði að
koma við í Plymoyth á leiðinni til Kap. Hann var
áðttr búinn að athuga ferðaáætlun gufuskipantta ná-
kvæmlega, og bað nú um stóran og rúmgóðan svefn-
klefa. Bókhaldarinn leit kæryleysislega á li.tnn ;
það voru engar líkur til, að þessi stóri, þrekni mað-
ur væri morðingi McGregors, sem lögreglan h.tfði
fengið hontim lýsingu af, samkvæmt frásögn gestgjaf-
ans í Mambury ; hann átti að vera ungur, grannur,
i ltærra lagi meðalmaður, með svart yfirskegg, liöug-
an og fagran róm.
“Hvað heitið þér?” spurði bókhaldarinn.
“Billington", svaraði lögmaður>'nn rösklega, —•
“Arthur Standish Billington, ef þér viljiö nota nafn
mitt í heild sinni. Svo held ég að ég taki nr. 32 ;
má ég ekki borga strax, ég ætla út á skipið tttidir
eins og það kemur, verður það ekki kl. 9?”
Bókhaldarinn bjó út farbréfið fyrir þetta nafn ;
“já, kl. 9”. sagði hann íljótlega, “allur farangur
verður að vera kominn í ferjuna, sem fer á móti skip-
inu, kl. 8. J»ér hafið dregið það til síðasta .mgna-
bliks, að fá yður farseðil, herra Billington. J»að var
heppilegt, að við höfðttm svefnklefa, sem yður likar ;
það er sjaldgæft að viö höfum tóman svefnkleia í
miðju skipi á sjálfum burtfarardeginum”.
“J»að get ég ímvndað mér”, sagði Gildersleeve
kæruleysislega. “Menn áforma slíka ferð nokkru
áður en þeir fara, en ég fékk símrit frá Kap í tnorg-
un, og varbeðinn að koma strax”.
Hann tók við farbréfinu og borgaði það. Allir
umsjónarmenn gufuskipafélaganna höfðu fengtð að'
vörun um, að láta ekki Warring komast 4 ’.skip, en
engumm þeirra kom til hugar, að þessi mikilláti iög-