Heimskringla - 19.10.1911, Side 5
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 19. OKT. 1911.
5. BLS.
A fyrstu bls. gefst að líta suma
af nýju ráðgjöfunum, og myndir
tveíTKja birtust í síðasta blaði
Heimskringlu. Lesendum til frek-
ari fróðleiks birtist hér stutt œfi-
ágrip hvers ráðgjafa um sig.
* » *
Hon. Robert Laird Borden,
D.C.L., K.C., M.P., forsætisráð-
herra, er fæddur 26. júní 1854, -í
bænum Grand Pre í Nova Scotia,
og er því nú rúmra 57 ára. Fyrst
komst hann á sambandsþing 1896.
Var kosinn leiðtogi Conservativa
26. febr. 1901, og stjórnarformaður
10. október 1911. Er einn af fræg-
ustu og lærðustu lögfræðingum
þessa lands, og ræðumaður góður.
Hans er nánar getið á öðrum stað
hér í blaðinu.
Hon. Robert Rogers,
innanríkisráðgjafi, er jafnaldri Ilon
R.L.Bordens : hann er fæddur 2.
marz 1854, að Lakefield í Quebec-
fylki. Fluttist hann á unga aldri
til Manitoba, og hefir dvalið þar
jafnan síðan. Var kosinn á Mani-
toba þingið 1899, og var ári eftir
gerður að ráðgjafa í Roblin-stjórn-
inni, og atkvæðamesti maður
hennar hefir hann verið jafnan síð-
an. — í síðasta blaði var Mr.
Rogers all-ítarlega getið, svo hér
segir ekki íleira.
Hon. Wiiliam James Rocbe,
M.D., M.P., ríkisritarinn, er fædd-
ur 30. nóvember árið 1860 í bæn-
um Clandebove í Ontario, og er
því 51 árs. Hann tók læknispróf
1882 við læknaskólann í London,
Ont., og hlaut ágætiseinkunn, og
fluttist árið eftir til Manitoba og
settist að í Minnedosa, þar sem
heimili hans hefir verið síðan. —
Hann var kosinn á sambandsþing-
ið fyrir Marquette kjördæmið hér
í fylkinu árið 1896, og hefir ætíð
verið endurkosinn síðan. — Hon.
Roche er mælskumaður með af-
burðum og manna myndarlegast-
ur í sjón og persónulegur vinur
Ilon. R. L. Bordens. Manitoba er
sómi að honum sem fulltrúa sín-
um í ráðanevtinu.
Hon. George Eulas Foster,
L.L.D., Ph.P., M.P., verzlunar-
málaráðgiafinn, er fæddur 3. sept-
ember 1847 í Carleton, Nova
Scotia, og er því nú 64 ára gam-
all, og þar með elzti maður ráða-
neytisins. Á yngri árum sínum
stundaði hann nám við þrjá há-
skóla : New Brunswick háskólann,
Edinborgar háskóla og hinn fræga
þýzka háskóla að Heidelberg. Frá
öllum þessum skólum útskrifaðist
Foster með ágætisvitnisburði, og
varð að loknu námi kennari í
heimspeki við háskólann í New
Brunswick, og hafði hann þann
starfa í níu ár. þá var hann ráð-
inn til að ferðast um Canada og
Bandaríkin og boða bindindi, og
gekk svo í tvö ár. þá sneri Fóster
sér að stjórnmálum og náði kosn-
ingu til sambandsþingsins fyrir
Kings kjördæmi í Nova Scotia
1882. Fyrsta ræða hans í þinginu
vakti óvenjulega eftirtekt, og var
hann strax skoðaður í fremstu röð
mælskumanna. Sir John A. Mac-
donald kunni strax að meta hina
miklu hæfileika Fosters, og gerði
hann eftir tveggja ára þingsetu að
flota- og fiskimálaráðgjafa og síð-
ar að fjármálaráðgjafa, og það
var hann meðan Conservatívar
héldu völdum. Leiðtogi ílokksins
var hann um eitt skeið, en lét mið-
ur vel sá vandi og slepti þeim ó-
þakkláta starfa bráðlega. Ilon.
Foster er annar mesti mælsku-
maður á þingi, og er fulltrúi fyrir
Mið-l'oronto.
Hon. Frederick Debaitzch Monk,
!k.C„ B.C.L., D.C.L., M.P.„ pró-
1 fessor í lögum við Laval háskól-
I ann í Montreal og nú ráðgjafi op-
1 inberra verka. Hann er fæddur í
Montral 6. apríl 1856, og er því 55
ára gamall. Öll sín skólapróf tók
Monk með lofi, og sem lögfræðing-
(ur á hann engan líka í Quebec-
fylki. Ilann er og frábær mælsku-
maður. Á sambandsþingið var
Monk kosinn árið 1896, fyrir eitt
af kjördæmum Montreal borgar og
hefir alt af síðan verið endurkos-
inn. Á þingi hefir borið á Monk
flestum fremur, og hefir enginn átt
gull i greipar honum að sækja.
Hann er því einn af veigamestu
mönnum hins nýja ráðaneytis.
var í minnihluta. Árið 1909 vann
liann sigur við kosningarnar og
feldi Robinson stjórnina. Varð þá
stjórnarformaður og dómsmála.
ráðgjafi fylkisins. Nú hefir hann
i lagt stjórnarformenskuna niður og
tekið sæti í Borden-stjórninni. —•
Hon. J. D. Ilazen er mælskumað-
ur mikill, og fiskimálum öllum
gagnkunuugur.
* * *
Hon. Frank Cochran;,
M.P., járnbrautaráðgjafinn, er 55
ára gamall, fæddur 18. nóv. 1852.
Var kaupmaður í Sudbury, Ont.,
í mörg ár. Hann var kosinn á On-
tario þingið árið 1891 og hefir átt
sæti þar síðan. Var gerður að
náma- og skóglanda ráðgjafa, þeg-
ar Whitnev stjórnin náði völdum
1905, og hefir þótt einn atkvæða-
mesti maður þeirrar stjórnar og
önnur hönd Sir Whitneys. En fá-
málugur hefir Hon. Cochrane jafn-
an þótt, og verið gefið auknefnið
“hinn þögli” ; en dugnaðar og at-
orkumaður er hann hinn mesti.
Hon. i Jiam T. Whiíe,
L.I/.D., fjármálaráðgjafinn, er
fæddnr 18. janúar 1866 í þorpinu
Bronte, Ont., er hann þannig að
eins 45 ára og yngstur allra ráð-
gjafanna. Ilann tók fullnaðarpróf
í hagfræði við Toronto háskólann
árið 1892 með bezta vitnisburði ;
fór síðan að stunda lög og varð
fullnumi í þeim fræðum. Mála-
færslumaður vkrð hanh því næst
um hríð, en lét af þeim starfa, og
fór að gefa sig við fjármálafyrir-
tækjnm, og varð einn af stjórnend-
um National Trust Co. og síðar
formaður þess. Sem hagfræðingur
á Mr. White fáa sína jafningja í
i Toronto og var því í miklu áliti
i sem slíkur. Stjórnmál lét hann sig
i litlu skifta, en hallaðist þó að
stefnu Liberala, þar til að gagn-
skiftasamnings uppkastið kom til
sögunnar, þá reis hann upp, á-
j samt fleirum stórmerkum Liberöl-
i um, og mótmælti því kröftuglega;
j hann ferðaðist aftur og fram um
Ontario fylki til að berjast á móti
því. — Að White var tekinn inn í
ráðaneytið hefir sumum mislíkað,
en ílestir munu vera þeirrar skoð-
unar, að Hon. Borden hafi valið
vel og viturlega, því White er stór
hæfileikamaður.
* * *
Hon. John Douglas Hazen,
B.C.L., flota- og fiskimálaráð-
herra, er 51 árs, fæddur 6. júní
1860, í bænum Oromocto í New
Brunswick. Útskrifaðist í lögfræði
við háskóla fylkisins 1883, og gerð
ist málafærslumaður í Fredericton
í New Brunswick. Nokkrum árum
síðar fiuttist hann til höfuðborg-
innar St. John, og komst þar
brátt til valda og metorða : varð
bæjarfulltrúi, því næst borgar-
stjóri, og 1891 var hann kjörinn til
l sambandsþingsins. En við kosn-
ingaénar 1896 féll hann, var svo
ári síðar kosinn á fylkisþing, og
var strax gerður að leiðtoga Con-
servative flokksins þar, sem þá
Hon. Charles Joseph Doherty,
L. L.D., K.C., M.P., dómsmálaráð-
gjafinn, er 56 ára, fæddur 5. maí
1855 í Montreal, og var faðir lians
hæstaréttardómari. Doherty tók
fullnaðarpróf í lögum frá McGill
háskólanum í Montral 1876, og
var málfærslumaður árið eftir. En
árið 1891 var hann gerður að
hæstaréttardómara, en Sagði því
embætti lausu árið 1906, og tók
þá að gefa sig eingöngu við stjórn-
malum. Var kosinn á sambands-
þingið fyrir eitt qf kjördæmum
Montreal borgar 1908 og cndur-
kosinn við nýafstaðnar kosningar.
Hermaður var hann um eitt skeið
og prófessor í lögum áður en liann
varð hæstaréttaédómari. — Dóms-
málaráðaneytið er því í góðum
höndum hjá honum.
* * *
Hon. Louis Phillipe Pelletier,
B.A., L.L.D., M.P., póstmálaráð-
gjafinn, er 54. ára gamall, fæddur
í Quebec 10. ágúst 1857. Tók fulln-
aðarpróf í lögum við St. Anne há-
skólann 1876, og hlaut gullmedalíu
prinsins af Wales. Sama ár gerð-
ist hann málafærslumaður í Que-
bec borg og hefir verið það síðan ;
jafnframt því, sem hann hefir haft
öðrum mikilsvarðandi störfum að
gegna, svo sem blaðstjórn og ráð-
gjafa embætti í fylkisstjórninni
um tíu ára tíma meðan Conserva-
tíve flokkurinn hélt þar völdum.
Sambandsþingmaður varð hann
fvrst við nýafstaðnar kosningar
fvrir eitt Quebec umdæmið. Hon.
Pelletier er afburða ræðumaður á
franska tungu.
* * *
Hon. William Bruno Nantel,
D.C.L., K.C., M.P., landsinntekta
og náma ráðgjafi, er 54. ára,
fæddur 5. september 1857 í St.
Jerome í Quebec fylki. Hann tók
lagpróf 1891 og varð tveim árum
síðar prófessor í lögum við Laval
háskólann í Montreal. Hætti því
eftir nokkur ár og varð borgar-
stjórí í fæðingarborg sinni, St.
Jerome ; var hann það í 6 ár, eða
þar til hann var kosinn á sam-
bannsþingið 1908. ITann er snildar-
vel máli farinn og jafnvígur á
frönsku og ensku.
* * *
Hon. John Dowsley Reid,
M. D., M.P., tollmálaráðgjafi, er
fæddur fyrir 52 árum síðan, 1. jan.
1859 í Prescott í Ontario. Tók
próf í læknisfræði við Toronto há-
skólann 1888, og hlaut doktors-
uafnbót áriö eítir. Ilann var fyrst
kosinn á sambandsþingið 1891, fyr-
ir Greenville kjördæmið í Ontario,
og hefir alt af náð endurkosningu;
er hann því með elztu þingmönn-
um flokksins, sem lengst hafa á
þingi setið. Ræðumaður er hann
góður og tneð fremstu hagfræðing- ,
um þingsins.
* * *
Hon. Marlin Burrell,
M.P., landbúnaðarráðgjafinn, er
fæddur á Englandi 15. október
1859, og er því nú 53. ára. Hann
tók búfræðispróf í átthögum sín-
um, en fluttist svo hingað til
lands og settist að ,í Ontario, þar
sem hann var búnaðarráðanautur
bœnda um mörg ár ; sérstaklega
var það ávaxtarækt, sem Mr. Bur-
rell leitaðist við að kenna mönn-
um. Árið 1900 fluttist hann til
British Columbia, og gekk strax -
þjónustu stjórnarinnar sem eftir-
litsmaður og leiðbeinandi í ávaxta
rækt. Á sambandsþing var hann
kosinn 1908 fyrir Yale-Cariboo
kjördæmið í British Columbia, og
endurkosinn við nýafstaðnar kosn-
ingar. Ilann er fróðastur maður á
þingi um landbúskap allan, og var
því ekki hægt að fá betri mann
sem landbúnaðarráðherra en hann.
* * *
Hon. Thomas W. Crothers,
K.C., M.P., verkamálaráðgj. fædd-
ur fyrir 61 ári síðan, þann 1. jan.
1850, að Northport, Ont. Tók
kennarapróf i sagnfræði ungur og
var kennari um hríð. Seinna tók
hann lagapróf og varð málafærslu-
maður. Hann var gerður að Sen-
ator 1889, og var leiðtogi Conser-
vatíva í senatinu nm mörg ár. Til
neðri málstofunnar var hann kos-
inn fvrir West Elgin kjördæmið í
Ontario 1908, og endurkosinn við
nýafstaðnar kosningar. Ilann þyk-
ir fvrirtaks lögmaður og dugnað-
arforkur. Yar hann einn þeirra
þingmanna, sem voru í fylgd með
Hon. R. I/. Borden í vesturför
hans í sumar.
* * #
Hon. Sam Hughes,
ofursti, M.P., hermálaráðgjafi, er
fæddur í Darlingiton, Ont., 8. jan.
1853 og er því nú 59 ára gamall.
I Tók háskólapróf í tungumálum og
l varð kennari við Toronto liáskól-
ann í ensku. Seinna varð liann
blaðamaður, og því næst herfor-
ingi, því viö herþjónustu liafði
hann verið meira og minna riðinn
frá æskuárum. Árið 1891 var hann
undirráðgjafi hermálanna, og siðar
aðstoðar-yfirforingi Canada hers.
Ilann tók þátt í Búastríðinu og á-
vann sér þar frægð og frama. —
Ilermál Canada eru því nit í hcmd-
um þess manns, sem skynbragð
ber á þé hluti, og það er meir en
verið hefir. Á sambandsþingið var
Sam Ilughes kosinn fvrir Victoria
kjördæmið í Ontario 1892 og ætið
endurkosinn eftir það.
Hon. George H. Perlev,
B.A., M.P., er í ráðaneytinu án
embættis. Hann er fæddur 12.
sept. 1857 í New Hampsliire. Út-
skrifaðist af Harvard háskóla
1893, og fór þá strax að gefa sig
við verzlun. Hann er maður há-
mentaður, stórauðugur og hefir
unnið flokki sínum ómetanlegt
gagn. A þing var hann kosinn 1904
4E5 JQk1'? • wp&k*****
fyrir Argentueil kjördæmið í Que-
bec og verið endurkosinn síðan.
Hann hefir hin síðari árin verið
Ilon. Bordens hægri hönd, enda
eru þeir persónulegir vinir. Hjálp-
semi Perleys er orðlögð, hefir hann
gefið stórupphæðir til fátækra og
hjálparstofnana.
* * *
Hon. Albert Edward Ketnp,
M.P., er embættislaus ráðgjafi.
Hann er fæddur fyrir 53 árum síð-
an í Clarenceville, Que. Jiar tók
hann stúdentspróf og fluttist sfð-
an til Toronto, þar sem hann hefir
síðan dvalið. Er hann einn af
fremstu fjármálamönnum borgar-
innar, og var til margra ára for-
seti verzlunar samkundunnar þar í
borg. Á sambandsþingið var hann
kosinn fyrir Austur-Toronto 1900
og 1904, féll 0908, en náði aftur
kosningu m'ina við kosningarnar.
Kemp er mælskumaður og fremst
í röð fjármálamanna í þinginu.
» * *
Hon. James Alexander Louvbeed,
K.C., embættislaus ráðgjafi, og
leiötogi stjórnarflokksins í senat-
inu. Ilann er fæddur 1. sept. 1854,
að Bramerton, Ont. Tók lögfræðis-
próf í Toronto og stundaði þar
málfærslustörf um nokkur ár.
Fluttist síðan vestur til Calgary,
sem þá var í fæðingu, og kom þar
á fót lögmannafélagi, sem nú er
hið stærsta í Alberta. Hann var
kvaddur til senatsins 1891 og hefir
átt þar sæti síðan. Hann er ræðu-
m.aður góður og einn hinn mikil-
hæfastt af meðlimum senatsins. —
TTann er fjórði fulltrúinn, sem
Vesturfylkin hafa í ráðaneytinu.
$100.00
niúsik verðlaun
Undirritaður býður hér með ís-
lcnzkum nemendum
...———— r-xuftn;-»vi- ^
6. Ekki færri en 6 nemendur
verða að gefa sig fram til að
keppa um verðlaunin, að öðr-
um kosti fer samkepnin ekkt
fram.
7. þeir, sem hugsa til að taka
þátt í þessu kappspili, verða
að senda tilkynningu um það
á skrifstofu Heimskringlu fyr-
ir fyrsta febrúar 1912.
Winnipeg, 17. október 1911.
JÓNAS PÁLSSCN.
Breytingar á RoMin-
stjoniinnj.
Með embættisafsali Hon. Robert
Rogers losnaði eitt af ráðgjafa-
embættunum í Manitobartjórninni,
og til að fylla það auða skarð,
kvaddi Roblin stjórnarformaður
George Lawrence, þingmann fyrir
Killarney kjördæmið, og tók hantt
embættiseið sinn 12. þ. m.
J>ær breytingar urðu aðrar á
ráðaneytinu, að Hon. Colin H.
Cambbell dómsmálaráðgjafi tók
við embætti Hon. Robert Rogeríi,
sem ráðgjafi opinberra verka. Hon.
James Howden gerðist dómsmála-
ráðgjafi ; en Hon. R. P. Roblin
stjórnarformaður tók að sér fylkis-
ritata embættið. Aftur fékk nýi
ráðgjafinn George Lawrence land-
búnaðar og innflutningadeildina til
umráða, sem Hon. R. P. Roblin
liafði áður stjórnað.
Roblin ráðaneytið lítur því þann
ig út : —
HON. R. P. ROBLIN, stjórnar-
formaður og fylkisritari.
IIOÍSI. COLIN II. CAMPBELL,
opinberra verka ráðgjafi.
HON. HUGH ARMSTRONG,
íjármálaráðgjafi.
HON. GEORGE R.COLDWELL
mentamálaráðgjafi.
IION. JAMES HOWDEN, dóms-
málaráðgjafi.
EITT HUNDRAD DOLLARS
peningaverðlaun fvrir bezt spiluð
þrjú músik stykki.
Skih'rðin eru : —
1. Eingöngu íslenzkir nemendur
undir 20 árá aldri mega keppa
um verðlaun þessi, sem ern
þrenn talsins — $50.00, $30.00
og $20.00 — og veitt verða
þeim þremur músikk nemend-
um, sem að dómi prófdómend-
anna leysa verk sitt bezt af
hendi.
2. Allir hluttakendur verða að
spila á píanó eftirtalin þrjii
músikk st^’kki :
a—Sonata, Grave and Allegro,
ot>. 13. Beethoven.
b—Faust, Waltz, Gounod, C.
Saint Söns.
c—Mouvements Perpetual, op.
24. Ch. M. Weber.
3. Allir íslenzkir nemendur undir
ákveðnum aldri eiga rétt til
þátt-töku í verðlauna kapp-
spilinu, — hvort sem þeir eru
frá Canada eða Bandaríkjun-
um og hjá hvaða kennara, sem
þeir hafa lært.
4. Tveir beztu hérlendir tónfræð-
ingar, sem völ er á í Winnipeg
borg, verða dómendur við
þetta tækifæri.
5. Samkepnin fer fram á þar til
settri opinberri samkomu, 5
mánuðum eftir útkomu þessa
i blaðs, eða seint í næstkomandi
marzmánuði.
HON. GEORGE LAWRENCE,
landbúnaðar og innflutninga rað-
ítjafi-
Eru það því ráðgjafarnir Arm-
strong og Coldwell, sem einir
halda sínum fyrri embættum.
I Hon. George Lawrence, sem nú
| hefir tekið sæti i Roblinjstjórninni
| er bóndi, og ætti því landbúnaðar-
j deildin að vera í góðum höndum.
| Hon. Lawrence hefir setið á fylkis-
l þinginu síðan 1899 og ætíð þótt i
, nýtari þingmanna röð ; hann er
I gætinn og stiltur og ráðhollur, og
i hefir því stjórnarformaður valið
heppilega þar sem George Lawr-
ence varð fyrir vali.
Tapa-t heitr.
Fjaðragleraugu með gullumgerð
og keðjustúf, töpuðust á sunnu-
dagskveldið, einhversstaðar á leið-
inni frá Ross St. suður Slierbrooke
og skamt niður á Notre Dame
Ave. Finnandi er vinsamlega beð-
inn að skila þeim á skrifstofn
| Heimskringlu gegn fundarlaunnm.
andatrCa?t:l\gið
heldur ársfund sinn í kirkju sinni á
horni Lifton St. og Sargcnt Ave.
hér i b rg mánudaginn 6. nóvem-
I ber kl. 7 að kveldi. Skemtisam-
koma v’erður haldin á eft.fr ir.ml-
inum. Á sunnudaginn 5. nóvember
verða 2 messur, kl. 3 e.li. og kl. 7
að kveldi. Alíír boðnir og v ti-
j komnir báða dagana. (n.2/.
S YLY I V.
I. KAPlTULI.
L o r n II o p e.
Neville Lynne stóð og studdist við spaðann sinn,
og um leið og hann þurkaði svitann af andliti smu,
starði hann með íhugandi — svo maður ekki segi
sorgbitnum svip yfir sléttuna.
J>að var alls ekki nein hrífandi fegurð ; nei, sann-
leikurinn var, að landslagið v’ar eins ljótt og það
gat verið. J>að var nefnilega gullhérað í Ástralíu,
þurr og rvkug slétta, sem ávalt hafði litið illa út,
en var nú mjög viðbjóðsleg sökum ryksins, óregl-
unnar, óþrifnaðar og væsaldóms, sem ávalt fylgir
verustöðum gullnemanna.
Allan daginn liafði sólin skinið á þetta ógeðs-
lega pláss, og nú var sem hún hyrfi niður í eldliaf,
til þess að afla sér viðbótar af hita fyrir komandi
dag. Fáein tré vToru í dalnum, en ekkert af skorpnu
laufunum þeirra hreyfðust. Nokkrir fuglar flugu
þreytulega yfir sléttuna, og settust svo anpaðhvrort
á heitu steinana eða klofnu tjaldsúlurnar. J>ó þeir
hefðu dottið inn í tjöldin, mvndi enginn hafa gert
4 S ö g u s af n Ileimskringlu
þeim mein, íbúarnir voru of þreyttir og magnlitlir til
að deyða íugl.
Hópur af hestum, sem voru svo magrir að mað-
ur gat talið rifbein þeirra, lágu flatir í pollunum,
sem enn voru eftir í árfarveginum, og eini hávaðinn,
sem truflaði kyrðina í þessvim deyðandi hita, voru
höggin af pálrekunum í námagryfjum gullnemanna,
vTið og við hundgá eða veikluleg köll, sem komu frá
tjaldi Sandy Mac Gregors, þar sem nokkrir menn
reyndu aö drekkja sorgum sinum og eyðilögðu sig
með því eitri, sem Mac Gregor kallaði whisky. Gull-
nemarnir í Lorn Hope höfðu verið mjög óhepnir
I>eir trúðu því, eða létust trúa því, að gull væri
finnanlegt í jarðsprungunum þar í kring, en nú voru
liðnar margar vikur, án þess nokkrum hefði hepnast
að finna þar gull. Ilefði hitinn ekki verið eins mik-
ijj, mundu þeir, sem eftir voru í Lorn Hope, hafa
tekið tjöld sín niður og farið til einhvers annars
staðar, máske jafn hagsældasnauðs, en hitinn var
búinn að brenna eða bræða alt framkvæmdar þrek
ílestra þeirra. Vegna þess urðu þeir kyrrir, grófu
stundum, sváfu oft, rifust stöðku sinnuin og drukku
vvhisky alla daga. Namalóð Nevills I<}-nne var við
jarðsprungu, hér um bil hálfa mílu frá tjaldaþyrp-
ingunni, og á hana var hann nú að horfa. Lélegur
kofi, búinn til úr plönkum og lérefti, stóð spölkorn
frá sprungunni, og í honum bjó Neville, félagi hans
og gömul kona —, svo gömul, að hún vrar kölluð frú
Meth, sem er stytting á nafninu Methúsalem. —
Kvöldið áður var félagi Nevills farinn að leita sér
annars betri staðar, þrevttur og óánægður yfir ó-
hepni sinni.
ICkki gat Neville gert sér grein fvrir, hvers vegna
hann fór ekki líka. Ilann gerði sér ekki betri von-
ir um gullfund en aðrir, og ekki elskaði hann þetta
ógeðslega landssvæði ; en eitthvað var það þó, scm
S y 1 v í a 5
aftraði honum að fara frá Lorn Ilope, og þess vegna
' stóð hann þarna, — vinalaus, einmana, þrev’ttur og
leiður. J>að voru tvær ástæður til þess, að náma-
lóð Nevilles var svo langt frá námalóðum hinna :
fyrst, að hann bar meira traust til hærri endans á
jarðfleti þessum, og annað, að hann var mlög ólíkur
hinum gullnemunum.
í fám orðum, þessi ungi maður — tæpra 20 ára
gamall — var göfugmenni, en liinir mennirnir voru
ekki göfugirj
Sé eittlivært prúðmenui í hóp þorpara, er ávalt
litið til lians með öfund og óánægju. J>að er slæm
staða, að væra eina prúðmennið í samkvæmi eða
félagi, hvort heldur það er leikfélag eða gullnema fé-
jlkg, ,og ilestum þótti vænt um það, að Neville var
| svo fjarlægur aðalstöðvum þeirra. En þrátt fyrir
óvild þeirra til hans, báru þeir- þó virðing fyrir hon-
um, því enginn þeirra var jaín hugrakkur og hræðslu-
laus eins og “snoðgraninn”, sem þeir kölluðu hann.
j J>eir vissu, að hann v-ar eins fimur með linefatin og
! skammbyssuna og nokkur þeirra.
J>egar Neville kom fyrst á gullnema stöðv-arnar,
, réðist bardagamaðurinn Swanger á hann með þeim
árangri, að hann féll sjálfur í valinn og varð að
Hgg.ja í rúminu í hálfan mánuð. Frá þeim tíma létu
þeir “snoðgranann” í friði. Nokkrir af beztu mönn-
unum vildu gjarnan vera vunir Nevilles, en enda þótt
hann væri kurteis og alúðlegur, þá var hann ckki
félagslyndur.
Jafnvel gagnvart félaga sínum, sem verið hafði,
í v-ar hann þögull og fáskiftinn.
Jirjár stúlkur voru í þessu tjalda-þorpi, sem litu
til Nevilles með aðdáun, en aldrei hafði sú yngsta
og laglegasta náð meiru hjá Neville en brosi og
Ú'YÍlegri kveðju.
6 Sögusafn II e i m s k r i n ^ 1 u
Eflaust hafa marg>r af gullnemuntim viljað senda
skammbyssukúlu í gegnum hann. en þeim var vcl
kunnugt tim, hve fimur hann var við þann leik, og
þorðtt því ekki að ráðast á hann.
I.oksins var komið sólsetur og Neville fór að
moka aftur, alveg eins og hann hefði verið að biða
eftir því, að sólin hv-rfi, en ekkert kapp sýndi hattn
við vinnuna, enda sá hann á sömu stundit að maður
var að kcma, svo hann hætti aítur, studdist við
spaðattn og horíði á manninn.
þegar maðttrinn var kominn til Nevilles, flevgði
hann ser niður á bakkann. Hann var í svo lélcg-
tim föttim, að ætla mátti að enginn heilvita maður
mundi ncta önnur eins.
J>etta v-ar læknirinn í Lorn Ilope — það er á-
valt læknir og lögmaður, all-oft aðalsmaður og
stundum prestur í þessum gullnema hópum — og
i þessi læknir var nafnlaus eins og Neville, með því
h nn var alt af kallaður ‘Dok.’
‘Jæ-ja, ungi vinur minn’, sagði ltann, ‘svo þcr
eruð hér ennþá?’
‘Já, ennþá er ég hér, Dok’, svaraði Neville. og
hneiirði sig glaðlega.
Læknir nn starði á fallega sólbrenda andlitiðý
með björtu og bláu augun, setn horfðu svo einbeitt-
leva i augu hans, að hann varð að líta undan og of-
an í grvíjuna.
‘J>að litur ekki út fyrir neina hepni i þessari.
námu, er það ekki satt?’
‘Svo lítur það út’,*svaraði Neville og tók upp
I pipuna sína.
J>að glaðnaði yfir lækninttm.
'J>ér cigið víst ekkert tóbak afgangs?’ spurði
hann.
‘Tú, jii’, svaraði Neville og flevgði tóbakspungn-
um til hans.
.