Heimskringla - 26.10.1911, Blaðsíða 4

Heimskringla - 26.10.1911, Blaðsíða 4
2. BLS. WINNIPEG, 26. OKT. 1911. IIEIMSKRINGLA Heiroflifittata' " HEIMSKRINGLA NEWS & PUBLISHING COMPANY, LIMITED VerÐ blaösfns í Canada oir Bandaríkjum, $2.00 um áriö (fyrir fram borgaö). Sent til Islands $2.00 (fyrir fram borgaö). B. L. BALDWINSON, Editur & Manager 729 Sherbrooke St., Winnipeg. Box 3083 Phone Garry 4110 Rafafl borgarinnar. Söngfrœði verðlaun. Eins og- lesendunum mun kunn- ugt, hefir Winnipeg borjr í sl. fjög- ur ár veriS að vinna að því, að koma á fót á eigin kostnað raf- aflsstöð, er nota mætti til þess, aS lýsa stræti og íbúöarhús Winni- peg borgar og jafnframt til þess, aö getá selt verksmiðjueigendum rafafl til reksturs véla á verkstæð- um þeirra. það var hvorttveggja, að borgarbúum fanst þá rafaíl það, sem strætisbrautafélagið hér seldi borgarbúum, vera alt of dýrt, — og eins hitt, að bæjar- stjórnin viðurkendi, að framtíðar- vöxtur og velgengni borgarinnar væri undir því komið, að iðnaðar- stofnanir yrðu stofnsettar hér í borg, sem veitt gætu árlega tug- um þúsunda manna stöðuga at- vinnu. Til þess, að þessu feugist framgengt, var það á allra vitund að nauðsynlegt yrði, að geta átt völ á nægu og ódýru hreyfiafli, og það gat ekki orðið meðan aðal- framleiðslan var í höndum eins ^inkaleyfisfélags. Borgin fékk því lagaheimild til þess að byggja rafaflsstöð á kostnað borgarbúa, og vár þá gert ráð fyrir, að hún mundi kosta rúmar 3 milíónir dollars. Nú hefir stöð þessi verið í smíðum í sl. 3 ár, og er nú svo langt til fullegrð, að hún byrjaði að senda afl sitt til borgarinnar í síðustu viku. Stöðin hefir kostað 4 milíónir dollars, fram að þess- um tíma. Ilún er eign borgarbúa, rekin á þeirra kostnað, og undir þeim (borgarbúum) er það alger- lega komið, hvort hún verður þeim til fjárhagslegs arðs og hve ódýrt all það verður, sem hún framleiðir. þegar í upphafi var svo áætlað, að borgarbúar fengju afl sitt til ljósa frá þessari stöð meira en helfmgi ódýrara, en þeir hafa til þessa tíma orðið að borga Winni- peg Electric féiaginu. En nú, þeg- ar rafaflið er komið til borgarinn- ar, þá er helzt útlit fyrir, að það verði ekki nema fjórðungi ódýrara en áður var völ á. En um þetta atriði er ennþá ekki fullráðið, en svo mikið má segja, að bæjar-rafaflið verður langtum ódýrara en félagið hefir selt sitt rafafl til þessa tíma. Nú hefir þó félagið auglýst, að það ætli að setja rafafl sitt niður i verði, svo að það verði framvegis jafn ódýrt og rafafl bæjarins. Með þessu hygst félagið að halda íram- vegis sem flestum af þeim við- < skiftavinum, sem það nú hefir ; og svro framarlega, sem því tekst að halda viðskiftavinum sínum og þannig koma í veg fyrir, að þeir kaupi rafafl hjá bænum — sjálfum sér —, þá hefir félagið náð þeim tilgangi ekki að eins að gera bæj- ar-aflstöðina óarðberandi, heldur beinlínis að gera hana að útgjalda lið fyrir bæinn. Línur þessar eru til þess ritað- ar, að benda gjaldþegnum borgar- innar á þá siðferðislegu og sjálf- sögðu skvldu þeirra, að nota fram vegis það aíl til ljósa og véla- reksturs, sem aflstöð bæjarins framleiðir, og að verzla þannig við sjálfa sig. það væri verra en þýðingarlaust fyrir þá að kosta sjálfir 4 milíónum dollara til þess að framleiða rafaflið, ef þeir svo ekkí hefðu samtök til að nota það og láta með því tilkostnaðinn borga sig, — um leið og þeir fá Ijós sitt og hrevfiafl miklu ódýrar en þeir áðpr gátu fengið það. það er engin sanngjörn ástæða ‘ til að virða það víð Winnipeg El- J ectric félagið, þó það færi nú nið- , ur verðið, þegar það er til þess ’ nevtt sökum samkepninnar frá I aflstöð borgarinnar. öanngjarnt virðist að minna söngfræðinemendur á v'erðlauna- tilboð það, sein herra Jónas Páls- son píanókennari hér í borg hefir gert þeim, samkvæmt auglýsingu hans í síðustu Heimskringlu. Tilboö þetta er ekki að eins stór 1 höfðinglegt, að því er upphæðina snertir, heldur er það einnig einkar frjálsmannlegt, að því leyti að það er ekki háð neinum sérskilyrðum öðrum en þeim, að umsækjendur séu innan 20 ára ald- urs. Slíks söngfræði peningaverð- launa tilboð er áreiðanlega það fyrsta sinnar tegundar, sem gefið hefir verið af nokkrum íslenzkum músik kennara. líins og kunnugt er, þá er það siður á hérlendum skólum, sem kenna hinar svonefndu æðri eða sérfræði mentagreinar, að veita verðlaun við ársprófin þeim nem- endum, sem skarað hafa fram úr við námið á skólaárinu. þetta er gert í tvennu augnamiði : 1 fyrsta lagi til þess að veita formlega og ; opinbera viðurkenningu þeim, sem mesta rækt hafa lagt við nám sitt, og í öðru lagi til þess, að örfa alla nemendur til þess að i stunda nám sitt af alúð og að ná ! syo miklum framförum í náms- greinum sínum, sem hæfileikar þeirra frekast leyfa. þessi verð- ; launaveiting skólanna er sprottin af og á rót sína að rekja til þess 1 áhuga, sem kennararnir hafa fyrir mentamálum vfirleitt, og þeirrar sannfæringar, sem þeir hafa fyrir 1 nauðsyn mentunarinnar. Músik-námið í fylki þessu er ■ ekki ennþá komið á það stig, að I nokkrir skólar, sem það veita, gefi nemendtim sínum verðlaun I fyrir það. Hr. Jónas Pálsson hefir , þvt með verðlauna-tilboði þessu t ekki að eins sýnt sinn eigin áhuga | fvrir viðgangi söngfræði kenslunn- 1 ar í þessu fylki, heldur hefir hann eintiig með því gefið músik-skólum fylkisins bendingu um þá skyldu, sem þeim beri að rækja við nem- endur sína, til jafns við aðrar mentastofnanir fylkisins ; — þá skyldu, að værðlauna þá nemendur vúð ársprófin, sem mestum fram- förum hafa náð í námi sínu. En i hann bindur ekki tilboð sitt við nemenda-flokk nokkurs sérstaks skóla, heldur gerir það svo yfir- gripsmikið og víðtækt, að allir ís- lenzkir söngfræðinemendur í Ame- ríku — innan 20 ára aldurs — eiga kost á og fullan rétt til að keppa tim verðlaunin, sem eru $100.00, skift niður í þrenn verðlaun : — $50.00, $30.00 og $20.00, fyrir þá þrjá neinendur, sem bezt spila á píanó, að áliti hæfra dómenda. það eru nti orðnir svo margir íslenzkir söngfræði nemendur hér vestra, að full ástæða er til að vænta þess, að miklu fleiri taki þátt í verðlatina-samkepninni, en þeir sex, sem tilboðið er bnndið við. En hvort sem þeir verða margir eða fáir, sem um þetta keppa, þá getur ekki hjá því far- ið, að tilboð Jónasar glæðir á- huga þeirra, sem nú erti að stunda píanósláttar nám, á því námi og hvetji þá til, að gera sitt hið itr- asta til þess að ná i því sem mestri fullkomnun ; — og eins hitt að það hvetji margan ungling, sem gæddur er sön<r<r4fu hæfileik- um, til þess að leggja stund á slíkt nám. Frá sjónarmiði músik nemenda má því verðlauna tilboð Jónasar metast virðulega og þakksamlega, og það þvi fremur, sem ekki er loku fvrir það skotið, ef kappið fer vel fram að þessu sinni, að vænta megi samskvns verðlauna á komandi ártim. Unaðsrík kveldstund. * Gjaldendur þurfa að láta sér skiljast, að þessi nýja stofnun er þeirra eign, bvgð fyrir þeirra fé, sem þeir á sínum tíma verða að endurborga með vöxtum. það væri að svíkja sjálfa sig og með- borgara sína, að nota nú ekki raf- afl borgarinnar. Menn ættu að finna hjá sér hvöt og skyldu að verzla við borgina í þessu efni og gera þannig aflstöðina arðberandi borgareign, um leið og hún verð- ur hverjum einstökum notanda beint til hagnaðar. Fyrirlestrar og söngsamkoma Próf. öveinbjörns öveinbjörnsson- ar í Goodtemplarahúsinu á mántt- dagskveldið var, var svo vel sótt, að húsið var þéttskipað uppi og niöri, svo að fleiri komust ckki fyrir ; nokkrir sátu upp á sjálfum söngiiallinum og tnargir s'. cðu fram við dyr ; segja kunnugir, að um átta hundrtið manna hafi verið í húsinu. — Allir höfðu hina mestu ánægju af skemtaninni og sérstak- lega af meðferð hans á islenzkum rímna og þjóðvísum. — Mrs. ö. K. IIa.ll skemti og með tveimur sóló söngvum. MANNTALID. Canada hefir rúmar 7 milíónir íbúa— Winnipeg 135,430. VESTURFYLKIN FÁ 20 NÝJA SAMBANDSÞINGMENN. Manntal fer fram hér i landi með tiu ára millibili, sem kunnugt er. Árið 1901 fór fram manntal, og fór því ánnað fram á þessu sttmri. ökýrslur þær hafa nú ver- ið birtar, þó ekki séu fyllilega til- búnar, þar sem vantar manntalið í Yukon, og sýna þær fólksfjölda Canada 7,081,869, og er það 1,711,554 fleiri en árið 1901, því þá vat mannfjöldinn 5,371,315. Nem- ur því vöxturinn á þessum 10 ár- um nálægt 32 prósent. Yöxtur þessi var þrisvar stnn- um meiri en á manntals tímabil- inu næst á undan, því þá nam vöxturinn að eins 538,076. En samt sem áður er þessi vöxtur fullri milíón minni en áætlað var, og er megn óánægja víða með úrslitin. — öérstaklega ríkir óánægja í sumum borgunum, svo sem W'innipeg og Vancouver, því báðar höfðu þær borgir verið á- litnar mikið fólksfleiri en skýrsl- urnar sýna. Hvað Winnipeg viðvíkur, er það engum efa bundið, að manntals- skýrslurnar eru ekki fullnægjandi, og að margir hafa ekki verið skráðir. Eins eru íbúar útjaðar- hverfisins Elmwood og nyrzti hluti Norður-Winnipeg, ekki taldir me6 borgarbtium, sem þó á að vera, þar sem þeir hlutar kjósa fulltrúa í borgarráðið, — þó hins vegar þeir tilheyri öðru kjördæmi við sambandsþingskosningarnar.— En væru útjaðrarnir taldir með, væri fólksfjöldi Winnipeg borgar um 150,000. Við manntalið 1901 taldi W7innipeg 42,340, og er þvi vöxturinn á tímabilinu 93,090, eða yfir 220 prósent, eftir því sem .skýrslurnar segja. Með beim fólksfjölda, sem þess- ar nýjtt manntalsskýrslur gefa borginni, á hún rétt til fjögra full- trúa á sambandsþingið, í stað eins sent ny er, — miðað við hina lög- ákveðnu 65 þingmenn Quebec fylk- is, sem grundvallar mælikvarða, og sem nú verður einn þingmaður fyrir hver 30 þúsund ibúa. Fólksfjölgunin á þessu 10 ára tímabili hefir verið langmest í Vesturfylkjunum, eða sem nemur 1,008,000, móti 622,000, sem er vöxtur Austurfylkjanna á tima- bilinu. Hinar nýju manntalsskýrslur og skýrslurnar við manntalið 1901 sýna fólksfjölda fylkjanna sem hér segir : 1911 1901 Alberta ..... 372,919 73,022 British Col... 362,768 178,657 Manitoba ... 454,691 255,211 N. Brunswck 351,815 331,120 Nova öcotia 461,847 459,574 Ontario ... 2,529,902 2,182,847 Pr.Edw. eyja 93,722 103,259 Quebec .... 2,000,697 11648,898 öask......... 453,508 91,279 öamtals ...... 7,081,869 5,371,315 Á þessu tímabili hefir öaskat- chewan fvlkið vaxið mest að íbúa- tölu, og þar næst Ontario. Prince Edward Island er eina fylkið, sem sýnir afturför. Mannfjölgunin í hverjti fylki er því þessi : öaskatchewaa ......... 362,229 Ontario .............. 336,955 Quebec ............... 315,799 Alberta ... .’........ 299,897 I Manitoba .............. 199,480 British Columbia ..... 184,111 I New Brunswick ......... 20,695 | Northwest Territories ... 10,129 Nova öcotia ............ 2,273 Prince Edward Island sýnir 9,537 • færri innbvggjendur. Eins og áður var getið, eru hin- ir 65 lögákveðnu .Quebec þingmenn mælikvarðinn, sem til grundvallar liggur, þegar þingmönnunum er skift niður á hin önnur fylkin. — öamkvæmt íbúatölu fylkisins verð ur einn þingmaður á hverja 30,780 íbúa, og verða afleiðingarnar þær, ' að Nova öcotia missir 3 þing- , menn, fær 15 í stað 18 ; New Brunswick missir 2, svo þar verða 11 í stað 13 ; Prince Edward Island missir 1, verða í stað 4, og Ontario missir 4, svo þar verða 82 í stað 6. Alls missa því Aust- urfylkin 10 þingmenn, en Vestur- fylkin græða 20, sem skiftist þann- ig niður : Manitoba fær 5, svo að jiaðan verða 15 ; öaskatchewan fær einnig 5 og því sömu þing- } mannatölu ; Alberta græðir sömu- leiðis 5 og hafði 7 áður, svo jiing- mennirnir verða 12 ; British Col- umbia hefir nú 7 og fær 5 í við- I bót, svo talan verður 12. — Alls 1 verður þingmannatalan í sam-, j bandsjiinginu 231, í stað 221, sem nú er. Ilvað fólksfjölguninni í borgum j ! og bæjum viðv kur, þá er hún ! eins og við var að búast meiri að j tiltölu en til sveita. Hafa helztu j borgir og bæir í Canada eftirfylgj- ! andi ibúatölu : t Manitoba: Brandon ............... 13,837 j Portage la Prairie ...... 5,885 St. Boniface ........... 7,717 W'innipeg ............ 135,430 í öaskatchewan: Moose Jaw ............. 13,825 Prince Albert .......... 6,254 Regina ................ 30,210 öaskatoon ............. 12,002 í A 1 b e r t a : Calgary ............... 43,736 Edmonton ............. 24,882 Lethbridge ............. 8,048 Medicine Ilat .......... 5,572 ötrathcona ............. 5,580 í British Columbia: Nanaimo ................ 8,305 Nelson ............... 4,474 New W'estminster ...... 13,394 Prince RujJert ......... 4,771 Point Grey ............. 4,319 Vancouver ............ 100,333 Vancouver (North) ...... 7,781 Vancouver (öouth) ..... 16,021 Victoria .............. 31.620 i í New Brunswick. Fredericton ........... 7,208 Moncton .............. 11,329 , öt. John ............. 42,363 í Nova öcotia. I llarmouth ............. 5,058 Glace Bay ............ 16,561 Halifax .............. 46,081 North öidney .......... 5,418 öidney Mines .......... 7,464 öidney Town .......... 17,617 Truro ................. 6,015 Yarmouth .............. 6,571 1 Q u e b e c. Chicoutimi ........... Fraserville .......... Granby ............... Grand Mere ........... Hull ................. Joilette ............. I.achine ............. Levis ................ Longueuil ............ Maisonneuve .......... Montreal ............. Quebec ............... öt. Ilyacinthe ....... öt. Jean ............. Bherbrooke ........... öorel ................ Thedford Mines ....... Three Rivers ......... Valley Field ......... Verdun ............... W'estmount ........... 5,880 6,846 4,750 4,783 17,585 6,346 10,778 4,448 4,016 18,674 466,197 78,067 9,797 5,903 16,405 8,419 7,262 14,441 9,447 11,622 14,318 í O n t a r i o Arnprior ................ 4,395 Barrie .................. 6,428 Belleville ............ 9,850 Berlin ................. 15,192 Brantford .............. 23,046 Brockville .............. 9,372 Chatham ................ 10,760 Cobalt .................. 5,629 Cobourg ................. 5,073 Collingwood ............. 7,077 Cornwall ................ 6,598 Dundas .................. 4,297 Fort William ........... 16,498 Galt ................... 10,299 Goderich ................ 4,522 Guelph ................. 15,148 Hamilton ............... 81,148 Hawlesbury .............. 4,391 Ingersoll ............... 4,757 Kenora .................. 6,152 Kingston ............... 18,815 Lindsay ................. 6,956 London ................. 46,177 Midland ................. 4,660 Niagara Falls ........... 4,245 North Bay ............. ‘ 7,719 North Toronto ........... 5,362 Orilla .................. 6,835 Oshnwa .................. 7,433 Ottawa ................. 86,340 Owen öound ............. 12,555 Pembrooke ............... 5,624 Pemboro ................ 18,312 Port Arthur ............ 11,216 Port Hope ............... 5,089 öt. Catharines .......... 2,460 öt. Thomas ............. 14,050 öarnia .................. 9,939 öault öte. Marie ....... 10,179 Smith’s Falls ........... 6,361 Rtrathford ............. 12,929 Sudbury ................. 4,140 Toronto ............... 376,240 W'aterloo ............... 4,360 W'elland ................ 5,311 W'indsor ............... 17,819 W'oodstock .............. 9,321 1 Pr. Edw. Islandf Charlottetown .......... 11,198 Stærsta borgin er því Montreal, sem áður, og ef úthverfi hennar eru talin með, nær hún yfir hálfr- ar milíón markið. Toronto borg er önnur á listanum, Winnipeg þriðja og Vancouver fjórða. Allar hinar eru fyrir neðati hundrað þús- unda markið. Á þessu tíu ára tímabili hefir Montreal borg auk- ist mest ; árið 1901 voru íbúar hennar 267,730, en nú eru þeir, að úthverfunum sleptum, 466,197, og hefir íbúunum því fjölgað um 198,- 467 á tímabilinu. En hlutfallslega sýnir Calgary mestan vöxt ; þar voru árið 1901 ein 4,097, en nú eru þar 43,736, og hefir því íbúatalan aukist um 39,639 á þessum tíu ár- um. þrátt fyrir þessa hina miklu fólksfjölgun, - sem manntalsskýrsl- urnar sýna, eru menn alment ó- ánægðir með úrslitin, og eru til þess margar og miklar ástæður : ökýrslurnar sýna, að íbúatala landsins hefir á þessum tíu árum aukist um 1,711,554, en á sama tíma telja innflutningaskýrslur Laurier-stjórnarinnar að rúm 1,700,000 innflytjenda hafi komið frá Bretlandi og öðrum löndum og sezt hér að. Ef tölur jiessar eru réttar, ættu einar 10 eða 11 þúsundir að vera vöxtur sjálfrar jijóðarinnar á þessum tíu árum, og er það augljós fjarstæða. Og það, að margmenni hafi fluzt úr laiídi á þessu tímabili, er önnur augljós fjarstæða. Eitthvað er því rangt, og að vorum dómi getur jiað að eins leikið á tvennu : Annaðhvort eru manntalsskýrslurnar rangar, eða þá að Laurier-stjórnin hefir gefið i'it falskar innflutningaskýrslur ; en jafnvel þó það næði helmingi, sem engar likur eru til, þá hlyti vöxt- ur sjálfrar þjóðarinnar meira en fylla upp það skarð, eftir fæðingar og dánarskýrslum að dæma. — Manntalið hlýtur því að vera rangt, og það til muna, og þegar eru sannanir færðar fyrir því í mörgum borgum og bæjum í vestrinu. En hvers vegna Laurier-stjórnar þjónarnir hafi farið þannig að ráði sínu, verða menn sjálfir að gera sér grein fyrir. BÓNÞÆGKI. Jiað má ekki minna vera en að Iljiimskringla verði við þeim til- mælum Lögbergs, að afturkalla J>á staðhæfingu, að kosningaseðillinn, sem í prentsmiðju þess var prent- aður, hafi verið þaðan sendur — “innan í Lögbergi” út á pósthúsin. Vel má vera og er enda líklegt, að hann hafi verið sendur út um bygðir í pökkum, sérskilinn frá blaðinu. En þetta atriði varð- ar minstu, — hitt er aðalum- kvörtunarefni Heimskringlu, að miða þessum eða eintökum af hon- um var laumað innan í blaðið Heimskringlu, svo að miðinn á þann hátt skyldi berast kaupend- um blaðsins í hendur. þetta er rangsleitni, sem Heimskringla hef- ir fulla ástæðu til að kvarta und- ab og að tilkynna almenningi, hv'ers konar lúa- og smásálar- brögðum Liberalar beita til jæss að komg sinum pólitísku flugrit- um út á meðal kjósendahna. Rlík bardaga-aðferð er ó æ r - I e g , og þv’í í alla staði ósamboð- in heiðvirðum mönnum. ISLENZKIR KORNYRKJUMENN Merkið flutnings-seðla ykkar: Ship to Fort William or Port Arthur, ---------------Advise------------- ALEX. JOHNSON & CO. Room 201 Grain Exchange Building, Winnipeg. Og sendið mér þá, með fyrirmœlum um söluna á því. Ég get útvegað ykkur hæsta verð fyrir hveiti ykkar. Gefið þessu gætur áður en J>ið seljið. Umboðslaun eru aðeins EITT CENT af busheli á öllum korntegundum. Skrifið mér á íslenzku og fáið allar nauðsynlegar upplýsingar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.