Heimskringla - 26.10.1911, Blaðsíða 7

Heimskringla - 26.10.1911, Blaðsíða 7
HEIMSKRIN GLA WINNIPEG, 26. OKT. 1911. 7. BLS. ALONE industrial GENTRE TOP Stendur efst, einstakt sinnar tegundir, ÍST 1. $275.000.00 virði af lóðum hefir selst á sl. 2 mánuðum. Industkial Centre ' hefir sjálfstæðan vðxt, óháð íiðrum norðurhluta borgarinnar, Grand Trunk Pacific verkstæðin eru á suður- hluta f>essa svæðis og verður hin stærstu allra samkynja verkstæða milli Winnipeg og Kyrrahafa. Hcr verður miðstöð 6 járn- brauta, og C. N. R, fölagið er að byggja verkstæði sfu á austurjarði svæðsins. Þetta eykur fólkstölu bæjarins um 5 þús. manns. Industrial Centre er liin sanna Transcona Regina bogar. Verkafólkið f G. T. P. verkstæðunum byggir hús sfn f Industrial Centre, og C. N. R. verkafólkið byggir þar lfka. Industrial Centre hefir þegar fengið vatnsskurði, vatn og talsfma og önnur þægindi, og strætavagnar renna að svreðinu.— G. T. P. fcíagið ættlar einnig að byggja vagnstöð austan við Industrial Centre, svo að þeir, er bóa þar, hafi járnbrautar þægindi. Lóðir f Industrial Centre kosta nú §40.00 til $125.00, og eru beztu gróðakaup, sem hægt er að gera nokkurstaðar. Vcr seljum heilar, halfar og fjórðungs spildur með heildsöluverði. $125.00 lóðirnar eru % mflu frá G. T. P. verkstæðunum og 2 mílur frá pósthúsinu. Aðrar lóðir eru alt eins vel settar f tiltölu við verð þeirra. Kaupið nú og notið hagnaðarins að geta valið um lóðir sem næst verkstæðinum og með núverandi verði. Þær verða innan skammstíma færðar upp um 20 til 30 per cent. Skilmálar: % útborgun, afgangur 6, 12, 18 og 24 mánuðir. Renta 6 o 0 Industrial Centre Limited 1844 Scanh st- Regina, - Sask. At.REBTPMijTY ro. AGENTS, 708 McArthur Bldg, Phone Main 7323 WINNIPEG, - MANITOBA Opið á kveldin frá 7.30 til 9.00 ATHU3ASEMD ViD SKÝRINGU. Mikiö gladdi þaö oss að fá “Skýringuna". um þá ólaf og þor- varð heitin, sem herra “Vinur hinna látnu" stakk í Heimskringlu nr. 1, 5. október 1911. — það er enginn pólfræðisblær á hentii ; það sér nú hver lifandi maður ! — En þó fuljnægir hún ekki skilningi vor- utu, sem fáfróðir erum, og því viljum vér nú biðja um meira ljós, ef '‘vinurinn’’ vildi vera svo góð- ur. það er ýmislegt í þessari “skýr- ingu”, sem oss finst mikið óá- kveðið, og hálf hlaupið á efninu, til dæmis ; Jóni föður Jóhönnu sálugu er ekki lýst öðruvísi , en bara eintómum Jóni, en ekkert getið um, hvers stands maður hann var ; af hvaða ættum, eða hvað hann starfaði, og átti heima- Hvers átti hann að gjalda ? — þá er og einnig farið íljótt yfir sög- una, þar sem minst er á merkis- prestinn séra Sigurð sæla á Skúm- stöðum. það hafa ekki allir lesið presta og' prófasta tal á íslandi, og því mundi mörgum, sem því eru ókunnugir, hafa þótt fróðlegt að heyra, á hvaða skóla hann lærði, og eins hvenær hann út- skrifaðist ojt m(eð hvaða einkunn. T>á er nú líka stundum getið um, hvað mörgum brauðum að prest- ar þjóna, og eins hvað eftir þá liegur af hugvekjum, bænum, pré- dikunum og sálmum. En þessu er öllu slept, rétt eins og þetta hefði verið ‘stumpari’, eða pokaprestur. þetta líkar oss ekki. Siðast talar þessi háttvirti ‘vin- ttr hinna látnn’ um einn mikinn stórhónda, smið og skáld, sem bjó á jarðarskeklinum — öllum Aust- fjörðum ; mikið hann bjó ekki á Axarhamri ! það hefir hlotið að vera karl í krapinu, sem hafði svona mikið um sig, og vel þess verður, að geta hans í annálum, eða rita um haan sérstaka Aust- firð ngasögu. En það er nú ekki því að heilsa. Svona frásagnir, eins og um þessa þrjá merkismenn, sem vér höfum nú mjnst á, finnast oss inikið óákveðnar, og vildum þar fyrir mega vænta meiri “skýr- inga” síðar, og þá verður gleði vor og ánægja þúsundföld. Gamall Landeyingur. ÆFIMINNING Haldóra Martcinsdóttir Sigurísson. J>ann 25. ágúst sl. andaðist a sumarheimili sínu í Selkirk, Ilall- dóra Marteinsdóttir Sigurðsson, kona Árna Sigurðssonar ‘coutnic- tor’, 476 Stiles St., Winmpeg. — Hún var fædd 19. apríl 1866 á Kleppjárnsstöðum í Hróarstuugu í Norðurmúlasýslu á íslandi. For- eldrar hennar voru Marteiun Yil- hjálmsson og Margrét Jónasdóttir sem þar bjuggu lengi. þann 8. mai 1884 giftist hún eftirlifandi nidnni sínum, og“ bjuggu þau á Buðareyri við Seyðisfjörð þar til árið 1903 að þau flúttu til Yesturhemis. — Dvöldu þau í Winnipeg til 1906 ; tóku þá heimilisréttarland í Foam Lake bygð í Saskatchewan. Áiið 1907 íluttu þau aftur til Winnipeg. þau lijón eignuðust 14 börn ; af þeim eru 6 á lífi ; öll hér í Winni- peg. Halldóra heitin var greind kona og vel að sér, virt og velkynt af öllum, sem hana þektu. Hún var fáskiftin og yfirlætislaus. Saga hennar er því hvorki löng eða margbrotin, en það er saga trú- fastrar, ástríkrar eiginkonu og móðuF, se>m aldrei dró af kröftum sínum í baráttunni fyrir velferð heimilis sins og barna. þótt æfi hennar væri eigi löng, að eins 45 ár, er æfistarfið stærra en margra, sem fleiri ár eiga að baki. Hún hafði í ríkum mæli ýmsa þá kosti, sem fegurstir eru hjá hverjum manni : svo sem trygð og skyldu- rækni, sem bez.t halda uppi starfs- þolinu móti erfiðum lífskjörum og andstreymi. þeir, sem bezt þektu hina framliðnu, vita bezt, hve mik- ils börn hennar og eiginmaðnr hafa að sakna ; þeir geta því bezt nærri, hve dagarnir eru nú daprir og tómleikínn sár. Með þessum línum fjdgir innilegt þakklæti frá börnum og manni hinnar látnu, til allra þeirra, sem sýndu hluttekningu og velvild við banalegu hennar og jarðarför. Sér- staklega til Mrs. Hólmfríðar Brown, sem stundaði hana með stakri alúð og nærgætni og reyndi á allan hátt að mýkja þjáningar hennar og dauðastríð. H. Blaðið Austri er vinsamlega beð- ið að birta þessa dánarfregn. Fréttahréf. SPANISH FORK, TJTAIT. 11. okt. 1911. Ilerra ritstjóri : — Nú hafa liðið margir sólbjartir dagar og skuggafullar nætur síðan ég skrifaði þér síðast, og ætti því að vera nóg í fréttaskjóðunni til að fylla eina blaðsíðu, með ein- hverju rusli, af því helzta, sem skeð hefir og viðber daglega. En ég er samt hræddur um, að það verði minna úr því, þegar til ‘stykkisins’ kemur, en ég vildi, því ætíð l>egar ég sezt niður í þeim tilgangi, að skrifa fréttir, — man ég sáralítið af þeim. — Jæja, — skyldi þetta ekki vera nóg fyrir formála, eða til að byrja með ? Jú, svo mun vera. það er þá bezt að byrja á tíðar- farinu, eins og vant er. það hefir yerið hið inndælasta í alt sumar, °ST uppskera hin bezta. Tlm síðast- liðin mánaðamót brá til rigniuga og kulda, og snjóaði þá litið eitt á fjöll. Nú er aftur komið bezta veður, og ágætt útlit fyrir beztu hauðstveðráttu. Heilsufar er gott og líðan fólks yfir höfuð fremur góð. Allar af- urðir jarðarinnar hjá bændxun í háu verði, og engin deyfð í neinu, — utan á peninga markaðiuum. J>ar kvað vera einhver deyfð, sem fáir þykjast skilja, þar sem á hina hliðina ‘‘er lán í landi”. En það lagast nú bráðlega, vonar maður. Um pólitísk málefni verður ekk- ert sagt, þau liggja í dái enn sem komið er, en góða von hafa mer,n, að líf og fjör muni færast í þau innan tíðar. Iðnaðarsýning ríkisins, sem hald- in var að vanda í Salt Lake Citv, er nú rétt nýafstaðin, og var á- gæt. Kirkjuþing Mormóna stóð ' yfir um sama leyti, og svo kom j þangað 5. þ. m. forseti Bandaríkj- j amia, og jók það mikið á makt og j viðhöfn sýningarinnar. Hjá löndum vorum gerast nú fá j ný tíðindi. þeim líður öllum bæri- j lega, og engir hafa burtkallast, — j það er að segja til friðarins eilífu ! heimkynna, síðan ég skrifaði þér j síðast. — En herra Magnús M. Melsted hefir flutt héðan með fjölskyldu sína, norður að Blaine, Wash., og annan þessa mánaðar flutti herra Guðmundur Johnson sig til Los Angeles, Cal., og býst við að dveíja þar í vetur, fyrir það fyrsta. Honum lýst þar mikið vel á land og lýð, og segist muni una sér þar vel. þar stendur nú alt í blóma. Hinn 16. f. m. voru gefin saman í hjónaband herra John S. Ölson, bóndi hér í Spanish Fork, og ung- fríi Anna Halldórsdóttir frá Winni- peg. Vér óskum hinum ungu lijón- ! um til lukku og velgengni á veg- ferðarreisu þeirra gegn um lífið. ___1 ■___e__ Skrifið yður fyrir HEIMS- KRINGLU svo að þér getið æ- tíð fylgst með aðal málum íslendinga hér og heima. - IS Fréttabréf. LOS ANGELES, CAL. Jæja, ritstjóri góður, —- þá er nú það mesta búið, sem ég man þennan ganginn. Eg hefi ekki tíma í þetta sinn til að minnast þeirra, sem hafa verið að skjóta smá- pílum til mín upp á síðkastið. þeirra skal minst síðar, þegar annir minka og allj’T efniviður er aödreginn. Með vinsemd þinn. E. H. J o h n s o n. ISLENZKAR BÆKUR ——!■■■■■—■■ I !■!! I — i— IIIIHW >MI 11 IIWII II' W Ég undirritaður hefi.til sölu ná- lega allar islenzkar bækur, sem t.il eru á markaðinutn, og verð að hitta að Lundar P.O., Man. Sendið pantanir eða finnið. Neíls E. Mallson. Giftingaleyfisbréf SELUR Kr. Ásg. Benediktsson 424 Corydon Ave. FortHouge 4. okt. 1911. Herra ritstjóri. Viltu gera svo vel og birta þess ar línur í blaði þínu, lesendum þess, er þekkja mig til upplýsing- ar. — Ég lagði af stað frá Spanish Fork, Utah, að kveldi annars okt- óbers suður til California, með hraðlestinni, er rann alla leið til Los Angeles. Hingað kom ég kl. 2 e.m. þann 4., því lestin var þrjá klukkutíma á eftir áætlun. Landi minn, hr. Foster Johnson, mætti mér á járnbrautarstfiðinni. Hann er maður kominn yfir sextugt og leit út sem tingur maður ; glað- lyndur og gestrisinn. Hanri tók inig strax á strætisvagn og fylgdi mér til lxúss þess, er ég upphaf- lega ákvarðaði að fara til, sem er á San Pedro St., 3 blks. frá mið- punkti borgarinnar. þar hitti ég landa minn Joseph Joel. Hann er maður nær 40 ára, gestrisinn og bezti drengur. Hann bar umönnun fyrir mér, sem væri ég bróðir hans. Hann er maður ókvæntur og leigir liér í sömu byggingunni og óg leigði. Ég býst við að dvelja hér í *'■ » !■ ■ ■ ■’THLI j vetur, því mér lizt hér ágætlega á { mig og Los Angeles er hrein borg ; og friðsöm. Ég er búinn að fara eins langt eins og átta mílur á 3 vegu frá miðpunktinum, austur, norður og suður, og er það nökk- uð á 4 dögum, — og er sama regl- an og hreinlætið allstaðar. — En veðurblíðan. Eg gat ekki hugsað mér slíkt ; ég heíi verið snögg- klæddur og svitnað samt inni í liúsinu. það var gott í Utah. En ennþá betra er það hér, — enginn vetur, allur svona, en þokukent loft á morgnana. Rg fór suður að sjó á laugar- daginn, ásamt þúsundum af fólki 22 rnílur vegar, sem kostaði fram og til baka ein 50 cents fyrir 44 mílur. það lágu fjögur lierskip á firðinum og var fólkinu leyft að fara lit í þau, og gufubáturinn flutti menn fram og til baka fyrir 25 cents, og alt sýnt hátt og lágt á skipunum. En ekki mátti ana hver fram fyrir annan. — Enn sú fegurð bæði á landi og sjó, og get ég ekki lýst þvi í stuttu máli : Steinlögð stræti og gangtraðirá báðar hliðar yfir-«ex mílna svæði; veitingahús, búðir og leikhús af j öllum sortum ; og fólkið syndandi í sjónum sem selir og lá svo í sandinum eins og rekadrumbar. þó var talsvert brim. það eru nú 25 ár síðan ég hefi séð sjóinn og var mér það mikil nýung. Landi Guðmundur Johnson. JÖN JÖNSSON, járnsmiður, að 790 Notre Dame Ave. (horni Tor- onto St.) gerir við alls konar katla, könnur, - potta og pönnur fyrir konur, og brýnir hnifa og skerpir sagir fyrir karlmenn. — Alt vel af hendi leyst fyrir litla borgun. Herra Jón Hólm, gullsmiðurv hefir sett sér upp verkstæði í Gimli bæ, á lóð herra Phtiars Gíslasonar og hefir dvöl hjá hon- I um. Herra Hólm gerir þar, einsog að xmdanförnu hér í borg, við aHs j kyns gull og silfur muni, ctniðaé i hringi og annað, sem fólk þarfn.xst I °fT fTeri* 1" yí8 ýmiskonar aðra muni : eftir þörfum. Jón er smiður góður og þaxilæfður, og bygðarbúar ættu að skifta við hann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.