Heimskringla - 16.11.1911, Side 8
S. BLS.
WINNIPEG, 16. N'i'lV. :y11.
HEIMSKRINGLA
r
IVl a r k
i HAMBOURG
“Beztí nútíðar Piano spilari ’
«DB otj Arthur Friedlieim.
Richaril Burmeister, Auguat
Hyllestcnl, Alberto Jones.
Atlrla Vcsrne, Madame Albani
Gadski. Calve, De Pachmann
ogaðrir heimsfræair hljóm-
fr*ðingar setn ferða9t hafa
nm Canada hafa valið hið
viðfræga.
Heintzman & Co.
Piano
Hljómurinn í Heiutzman&Co.
Piano er sá ágætasti, og lið.
kdki nótnanna undraverður -
hver nóta hrein og hljómfög-
tr. Hvergi betra hljóðfæri.
• Cor Portage Ave. & Hargrave •
S Phone- Main 808. j|
»—e«—•••••••••••*•••••*
Fréttir úr bænum
Veturinn byrjaði meö alvöru á
fimtudaginn var, 9. þ. m., og hafa
síðan verið frosthörkur. önjófall
nú hér sem næst 2 þuml. á jafn-
sléttn.
pann 13. þ. m. kl. 2 aö morgni
lézt hér í borg húsfrú Guðrún
Guðmundsdóttir, eiginkona herra
Sigurðar J. Jóhannessonar skálds,
úr lungnabólgu, 72. ára gömul.
þati hjón hcldu gullbrúökaup sitt
íyrir fáum dögum, og var hin
látna þá viö góöa heilsu að vanda.
Jarðarför hennar fer fram í dag
'(miðvíkudag 15. þ.m.), kl. 2, frá
-Fyrstu lút. kirkju.
Herra Jacob Ilall kom til bæjar-
tns frá Wrvnyard, Sask., mn síð-
ustu helgi ; segir þaðan snjó-
þyngsli og kulda. Hann fer heim
til sín, til Edinburg, N. Dak., í
þessari víku. — Frá Wynyard kom
og til bæjarins séra Haraldur Sig-
mar.
'Herra Jón ólafsson, kaupmaöur
'i læslie, Sask., kom snöggva ferð
til borgarinnar í sl. viku í verzlun-
arerindum. Ilann lét sæmilega af
ástandi landa vorra þar vestra.
Iierra Björn Magnússon, tré-
smiður hér í borg, fór um síðustu
helgi austur í Wabigon Falls í
Ontario til að stunda þar dýra-
veiðar i vetur. Hann hefir stundað
dýraveiðar um sl. 18 vetur og gef-
ist það vel að jafttaöi. Hann sagði
nýbrnnna i Keewatin bæ í Ont.
tnnntigerðarverksmiðju Lake of the
AVoods hveitimiilunarfélagsins, og
kvað félagið ætla að byggja aðra
verksmiðju tafarlaust. — Nýdáin
er og í Keewatin bæ gömul kona,
móðir Hafsteins Sigurðssonar þar
hæ. Hún var seinni kona Péturs
Arnasonar, að Arnes P.O., Man.
Skilnaðarsamsæti hélt Tjaldbúð-
ar-söfnuður á föstudagskveldið 10.
þ. m. Magnúsi Jónssyni, cand.
iheol., sem þjónaö hefir söfnuðin-
nrn um nokkurn undanfarinn tima
BÚIÐ YÐUR
UNDIR JÓLIN
DRAGIB EKKI PANTANIR YÐAR
Drátturinn getur orsakað að
börnin verði óánægð.
JÓLIN ern £ námd, og vér viljum aðvara yður
við að paitta of seint, svo þér gerið börniu
óánægð. í hinni niiklu jóla 5>s kemur oft
fyrir að sendingar faraat á mis hjá járnbrautar-
félögunum,og koma ekki til skila fyr en eftir jól,og
þá ofseint til npphaflegra nota. Kotnist hjá þessu
mcð því að panta sem fyrst. Anttað sem yður
skiftir ntiklu er að þér liafið nægilegan tfma til að
skifta um vörur setn yður ekki lfkar fyrir jólin.
\TÉlt höfum ávnlt fengið orð fyrir að hafa hiuar beztu jólavörur á boðstólum, og. að þessu sinn!
^ eru byrgðir vorar betrí og rneiri en nokkru sinni áður. Öörstaklega viljum vér leiða athygl1
yðar að leikf&ngadeild vorri, sem inniheldur hin nýnstu ltreyfi leikföng, rafurmagns lestar/
litlar gangvé'lar setn virkilega vittna, sofandi brúður, fjölda annara hluta sem oflangt er að telja.
lyÉK muttið flnna við eigandi hluti til jólagjafa, f myndum og lýsingum f HAUST OQ VETRAR
VERDLISTA vorum fyrir karla, konur og börn.
SJÁIÐ HAUST OG VETRAR VERÐLI3TA vorn fyrir jóla vöruval. Vér gefurn út engan
sérstakan jóiaverðlista 1 ár.
SPARIÐ PENINGA A SENDINGUM.
A Ð SENDA vörttr með“freight” er vanalega ódýrast, þegar þér semjið pfintunarlista yðar fyrir
haust, vetrar og jólakaupin, sjáið um að ijöntunin nemi 100 pujadutn, þar sem sá þungi
nær lægsta fartaxta. 100 pund eru minsti þungi sem járnbrautafólögin verðsetja. og flutnings
gjaldið verðttr hið sama og á 25,30,50,75 pundum, eða hvaða þunga sem er undir 100 pundnm.
E*F pöntun yðar nær ekki 100 pundum, getið þér ætið fundið eitthvað til að fylla það upp,
i frá hinni ágætu matvörudeild vorri eða hinum öðrum deildum.
SKRIFID EFTIR VERDLI5TA—H ANN ER QEFINI
Í^F ÞÉR hatið ekki þegar fengið einn af þessum vorum verðlistum, eða ef eintakið er skemt
skritíð eftir n/jutn; verðlistin er gefins.
GEFINS! GEFINS!
<*T. EATON
WINNIPEG,
GEFINS!
CO-
LIMI
LIMITE0
CANADA
hefir aöstoðarritstjóri því vel gert aö fjölmenna á sam-
fóru lteim til Islands á komuna.
í fjarveru séra Fr. J. Bergtnanns
(á íslattds-ferð hans í sumar er
leið). Margt manna var í kirkj-
unni viö þetta tækifæri. Söfnuður-
inn gaf herra Magnúsi aö skilnaði
vandaö gtilhir og hundrað dollars
í peningum, sem velþóknuuarvott
á starfi hans hér vestra.
Nýlega er látinn að Otto P.O.
Man., þorsteinn Jónsson Hördal,
73 ára gamall, faðir þeirra Björns
bónda Illördals, að Otto, Ingi-
bjargar Magnússon hér í borg, og
þórhildar Kellock í Nelson, B.C.
FélagiÖ INGÖLFUR í Van-
couver, B.C., hefir ákvarðað að
veita börnum og ungliitgum til-
sögn í íslenzku á sunnudögum eft-
ir miðdag. Eru því foreldri og aö-
standendur, sem því vildu sinna,
beðin aö gera svo vel og gefa sig
fram viö einhvern af eftirtöldum :
Mr. J. P. ísdal, Mr. Ilelga Johu-
son og Miss Emely Anderson.
þeir herrar, Magnús Jónsson,
cand. theol., og Baldur Sveinsson,
sem verið
Lögbergs,
‘atigardaginn var.
Ilerra Runólfur Sigurðsson frá
Cavalier, N. Dak., kom til borgar-
innar í sl. viku, áleiöis í kynnis- ,
ferð til dætra sinna hér og í Moz-
art, Sask. Hann d\elur hér um j
nokkurra vikna tíma og fer síðan j
vestur til Mozart og dvelur þar
til vors.
Séra H. J. Villesvik, lúterskur ,
prestur frá Bagley, Minn., er ný- |
lega kominn til borgarinnar í
kristniboðserindum meðal landa
sinna hér, og verður hér um óá-
kveðinn tíma. Iílann heldur guðs- ,
þjónustu í kirkjunni á Simcoe og [
Livinia St. á sunnudaginn kemttr
fyrir hádegi.
Lesendur eru beðnir að munaeft-
ir samkomu stúkunnar SKULD-
AR í Goodtemplarasalnum í kv.,
fimtudag, 16. þ.m. Agóðinn fer til
hjálpar nauðlíðandi fjölskyldu hér
í borg. Hjálpin er nauðsynleg, og
Ilerra Sigurður Gauðlaugsson,
sem búið hefir að 739 Elgin Ave.,
llutti í vikunni norðttr til Gimli og
dvelur þar í vetur.
GIFTINGARV0TT0RÐ.
Árið 1900, 22. dag októbermán-
aðar, voru gefin satnan í hjóna-
band í kirkjunni á Eiðum :
Níels Gíslason, yngismaður á
Hjaltastað, 24. ára, og
Ölveig Sigurlín Benediktsdóttir,
yngisstúlka, á satna bæ, 26 ára.
Svaramenn : Jónas Eiríksson,
skólastjóri á Eiðum, og Lárus
Eiríksson, snikkari á Eiðum.
Samkvæmt prestsþjónustúbók
Iljaltastaðarprestakalls frá árun-
um 1859 tii 1907, bls. 155.
Hjaltastaðarprestakalli, Hjalta-
stað, 18. apríl 1911.
Vigfús þórðarson.
I
Dr. G. J. Gíslason,
Fhysician and Surgeon>
18 Smttli 3rd Stv , Grand t'orks, N.D&l
Athyuli veitt ALÍGNA. KYIiNA
og KVEUKA S.l ÚKltÓMUM A*
!>A\/T /JVJV V0UTI8 8/ÚKDÓiT
UM og UTPAKUKÐI —
HANHES MARINO HANNESSON
(Hubbard & HaanessonJ
LÖGFRÆÐI NGA R
10 Bank of llamilton BJd«. WINNIPBQi
P.O. Box 781 Phone. MaAift' 378
Sveinbjörn Arnason
Selur hús o<r lóöir, eldsáhyrpöir, osr lAnaj’ penimra. Skrifstofa: 310 Mcln-tyre Blk..
offlce lvú»-
TALSÍMI 47«>. Tkl. Sfiei b. 26M
vT> J", BZXjTDIFIEIXjXj
FASTBIQNA6AUI,
Union Bank 5!h :Flttur>N». 528
Selur hús ocr lúAir, oar annnft Ju»r aö- )út-
andi. UtvoMar |>euini*alAn ui.fl'.
Phonc. Main»- 26<85
NÝIR HATTAR
búnir til eftir fyrir Ötfn oar nýustai tízku og
ganilir hnttar saumaöir um og tferöir sem
uýir. ________
MISS JÓHANNA. J0HNS0N
636 VIGTORé ST
Sigrún M. Baldwinson
|teacher ofpiano
727SherbrookeSfc Phone G.,2414
CANADA
BRAUÐ
“GOTT EINS 0G NAFNID’’
Holt, saðsamt. lystugt o g
ánægjulega hitfeint. þér fíiið
hvergi betraué viiisælla brauð
Stórt.frómlega útilátið br;tnð>
alt jnfnvél baltað iust seui yzt.
Fiiið það frá ui a t sa 1 a yðar
eða. slmið
Sherbrooke 680
og látið oss keyra það heim
til yður daglega. 5c. alstaðar
J ioin\ & ciiin RA FL E1DSL UM ENN
Leiða Ijósvúra í í'aúðarstór- hýsi og SjöLskylduhús ; setja bjölliuar, talsíma og tilvísunar skííuiu ; setja eininig upp tnót- ocs og vélar og gera allskyns rafttmaignsstöirf.
7 il Wiiliam Ave* TaL Garry 735
MARTYN F. SMITH,
TANNLÆKNIR.
’ if*Obalrn Blk. Cftr Main & Setkirk
öérfræðingiir f Gullfyllingu
og öllum aðgerðum og tilbún
aði Tanxva. Tennur dregnar
áu sársauka. Engin veiki á
eftir eða gómbólga. — ■
R. THi. NEWLAND
Verzlar meö fat>tei>njitr. fjárlán ogáby.rtfðir
SkrifKtofa*.*; N*k. 5. Albcrta. Bldje,
25S>''2 Purtagc Ave.
Sími: Main 972 Heimilis Sherb.
M, .....
Gísli Goodman
TINSMIÐUR.
VERK-STa-Ul;
Cor. Toronto & Notre Dame.
Pho-ae . . Meimltts
Qarey 2088 • • Sarry 890
GS, VAN HALLEN, M<tlnfa.ratumHÖnr
418 Melntyrc Htock., WiiuaipeK. Tal-
* sími Maiu 5142
ífitofrtti optn kl. 7 til 9 á kveldin
OflSce Heimilis
Phone Maia 89-4 4. Phone Maiu *U62
BJARNASON &
TH0RSTEINS0N
Fasteignasalar
Kaupa og selja lönd, hös og
Ióðir vfðsvegar nm Vestur-
Canada. Selja lífs og elds-
ábyrgðir.
LÁNA PENINGA ÚT Á
FASTEIGNIR OG INN-
KALLA SKULDIR.
Öllum tilskrifum svarað fljótt
og áreiðanlega.
WYNYARD SASK.
B0NNAK. TKUEMAN AND
TIIORNBURN
LÖGFRÆÐINGAR.
Suitc 5-7 Nanton Block
Phone Main 766 P. O. Ba*. 234
WINNIPEtí, : : MANITOBA
Dr. J. A. Johnson
PHVSICIAN and SLRGEON
EDINBURG, N. D.
Sölumenn óskast
fyrir tialt of fram-
Kjarnt fasieigna-
félan* Menn sem tala útlend tunKumál
ha 'a forí?anj?Hrétt. Há »ö. ulaun boraruö.
Komiöogtaliö viö J. W. Wa'.ker. söluráös-
inann.
I ,1. Canipbel] A ('«
624 Main Street - Winnipes:. Mao.
I
S y 1 v í a 39
'Hann veit liklega ekki, að faðir hans er dáinn?’
sa«ði hún.
‘Nei, ég held ekki'.
‘Heldur — heldur ekki —’
'JIeldur ekki, að faðir minn mintist ekki á hann
í aríleiðsluskránni ?’ spurði Jordan. ‘Nei. og ég vil
heldur ckki, að hann fái að vita það frá öðrum en
mér, af þvi —’
Ilánn þagnaði.
Andrev leit fljótlega á hann.
‘Af því —-. Ætlið þér virkilega að —’
‘En hvað þér skiljið mig vel’, sagði Jordan.
‘Já, mig Iangar til að finna Nevjlle og láta hann
vita, að hann eigi helminginn af því, sem ég hefi
undir höndum’.
‘það er fallega og góðmannlega gert af yður,
Sir Jordan’, sagði hún lágt. ‘En það er samt sem
áður ekki meira en maður gat búist við af vður.
Yður gat ekki — engum getur liðið vel, sem veit
bróður sinn allslausan'.
'Auðvitað ekki’, sagði Sir Jordan. ‘Ég hefi
auglýst cftir honttm, og vona nú bráðlega að frétta
eitthvað um hann'.
'Já, ég vona að þér gerið þaö', sagði Andrey
hlýlega. ‘það er sárt að hugsa til þess, að vinir
manns fiækist um heiminn fátækir og —’
Hún þagnaði aftur.
'Já, já', sagði Sir Jordan, ‘og uiidir eins og ég
frctti eitthvað unt hann, skal ég láta vður vita það’.
‘Já, góði, gerið þér það’, sagði hún áköf.
'þér farið líklega til Grange, æskuheimilis yðar?’
sagði Sir Jordan til þess að brevta umtalsefninu.
‘Já’, svaraði hún, ‘og lávarður og lafði Marlow
pra þangað með mér, til að dvelja þar um jólin’.
‘Og ég ætla að setjast að í Lynne, undir eins og
þingtíminn er liðinn', sagði hann. ‘Við verðum þá
tO SögusafnHeimskringlu
nágrannar. er það ekki?’ sagði hann og leit horn-
auga tií hennar.
‘Já’, svaraði fiún kuldalega.
Jordan beit á jaxlinn og hugsaði : ‘Meðan hún
talaði um þorparann hann hálfbróður minn, þá var
hún nógu blíð og tilfinningarík, en nú er lienni ami
að því, að heyra mig tala’.
'Ég verð að fara til lafði Marlow, hún er þreytt
og —’
A þessu augnabliki kom ungur maður til þeirra,
Itár, dökkhærður, laglegur og alvarlegur.
‘Lávajrður Lorrimore’, sagði hún. ‘Hafið þér
séð lafði Marlow nýlega?’
‘Hún sendi mig til að leita að yður’, svpraði
hann, um leið og hann rétti henni handlegg sinn og
hneigði sig kuldalega fyrir Jordan.
Andrej- smokkaði hendi sinni undir handlegg
hatis, og fór burt með honum.
‘Um hvað var þessi maður að tala við yður
núna?’ spurði lávarður Larrimore og horfði alvar-
lega á hana.
'Ó, að eins —, en hvaða heimild hafið þér til að
spvrja að slíku?’ sagði hún, eins og henni hefði þótt
sér misboðið.
‘þá heimild, sem ást mín á yður veitir mér,
ungfrú Hope’.
Hún lézt ætla að draga hendi sína áð sér, en
hann hélt henni fastri.
‘Mig minnir, að þér lofuðuð mér að tala ekki á
þennan hátt til mín aftur’, sagði hún ávítandi.
‘Éig gerði það líka’, viðurkendi hann, ‘en þcgar
þcr komið með beina spurningu, þá verð ég að gefa
hreint og satt svar’.
‘það er málinu óviðkomandi — þetta er engin
afsökun', svaraði hún. ‘En hvað þér hatið þennan
vesaling Sir Jordan’.
S y 1 v i a 41
‘Já, ég liata vesalinginn Sir Jordan mjög mikið’,
sagði hann bittirt, ‘en ég hata meira að sjá hann tala
við vður’.
‘Að hverju leyti snertir það yður, við hvern ég
jtala?’ sagði hún þóttalega. ‘En sko, nú hefi ég
aftur gefið yður tækifæri til að koma með yfirlýs-
ingu yðar, en ég vil ekki hlusta á yður, lávarður
Larrimore. Ef ég væri karlmaður, myndi ég
skammast mín fyrir það, að elta og skaprauna varn-
j arlausum stúlku-krakka, þegar liún væri búin að
i segja mér að húu vildi mig ekki’.
‘Ég bið áður fyrirgefningar’, sagði hann rólegur.
j ‘Ég hefi ekkí skapraunað yður. Að segja yður að
j ég elski yður, er ekki að skaprauna yður. það er
j heldur engin nýung fyrir yður’.
‘Nei, alls ekkj, eða-í öllu falli gamalt nýtt’, svar-
! aði Andrey.
‘Einmitt, og þess vegna getur það ekki sært yð-
ur. Ég veit mjög vel, að þér elskið mig ekki nú,
i en það er ekki sönnun fyrir því, að þér gerið það
j aldrei’.
‘Og þér ætlið yður að — að —'
‘Alveg rétt. það er áform mitt að reyna að
vekja ást yðar á mér, og halda áfram með það
þangað til ég dey, eða þér giftið yður’.
Hún leit framan í hann og hló.
‘það eina, sem ég get igert, er þá að gifta mig’.
‘Ef þér giftist þeim rétta manni, já’, sagði
, hann. ‘En, athugið það — ég álít mig vera þann
rétta tnann'.
'Og — og Sir Jordan álítur sig, ef til vill, vera
þann rétta tnann — og svo gera allir’, svaraði hún
gletnislega.
‘Nei', sagði ltann, eins og hann liti á málið sem
óhlutdrægur dómari, ‘ég get ekki haldið yður svo
heimska, að þér giftist Sir Jordan’.
42 Sögusafn Heimskringlu
‘Jæ-ja, — livers vegna ? Ilaun er ungur, rtkur
og orðinn nafnkunnur máður’.
‘Hann er ungur, já, og ríkur og frægur’, svaraði
Lorrimore, ‘en ég held þér giftist ekki manni fyrir
það, þó hann sé eitt eða annað’.
‘þetta er fremur tvírætt’, sagði hún.
‘Getur verið, en það er góð meining í því. þér
munuð ekki giftast manni, sem þér ekki etskið. —
þér lofuðuð mér að —’
‘0, ef þér ætlið nú að fara að telja upp alt,
sem ég hefi lofað’, sagði hún hlæjandi. ‘En, haldið
þér ekki, að við séum búin að þræta nóg í kvöld,
lávarður Lorrimore?’
‘Við höfum ekki þrætt’, svaraði hann alvarlega.
‘þér getið ekki komið mér til að þræta við yður, þó
þér reynduð það’.
'Og ég reyni það líka, það er áreiðanlegt’, sagði
hún. ‘En það er einmitt aðalgallinn við þetta ;
ef þér gætuð reiðst, þá gæti ég orðið laus viö yður,
en það viljiö þér ekki. Getið þér ekki reynt það,
að eins til að þóknast mér?’ Hún leit á hann
brosandi. ‘Ef þér vilduð trúa því, sem satt er —
að ég er óviðieldnust og leiðinlegust allra stúlkna,
— já, þá skyldum við verða góðir vinir. Viljið þér
ekki reyna, lávarður Lárrimore?’
‘Ég held ekki’, sagði hann. ‘það væri bara tíma-
eyðsla, en það er rangt að eyða tímanum til ógagns.
1 mínum augum eruð þér bezta, blíðasta og falleg-
asta stúlkan, sem nú lifir, og sem nokkurntíma mun
lifa, og ekkert getur sannfært mig um neitt annað,
svo —’
‘Svo er nú lafði Marlow hér, og þér getið farið’,
sagði Andrey, að hálfu leyti í gamni og að hálfu
leyti af tneðaumkun með þessum trygga elskhuga
sínum.