Heimskringla - 14.12.1911, Blaðsíða 3

Heimskringla - 14.12.1911, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. DES. 1911. 3. BLS. Samanburður. Blaöiö Spanish Fork Press, dag- sett 23. nóv. sl., flytur svolátandi ritgerö eftir landa vorn Johntlhor geirsson í Thistle, Utah : SíÖan ég kom til Ameríku hefi éjr þrátt fyrir hina miklu menn- inj;u landsins ofr mentun þjóðar- innar, oftlerra spurt sjálfan mig þeirrar spurningar, hvernig á því standi, að hér í landi séu morð, rán og aðrir stórglæpir daglegir viðburðir, þar sem á íslandi engir slíkir glæpir hafi framdir verið í 3 síðustu aldir, svo teljandi sé. það er óneitanlega sögu’egur sannleikur, að þegar Island fanst á níundu öld, var það bygt mest- megnis norskum víkingum og f.iöl- skyldum þeirra, mestmegnis hind- eigendum, sem ekki þoldu að láta kiigast til skattgreiðslu til kon- unganna í eigin landi sinu, en kusu heldur að yfirgefa óðui sín og flvtja til íslands, ásamt með írum og Skotum með líku lumlar- fari. línginn sanngjarn sagnaritari mun neita því, að úrv.il fje.'-sara tveggja kvnstofna liafi falið i scr ótakmarkaða dvrfsku og fram- sóknarþrá, sem ásamt með hug- prýði og góðum gáfum, sem iain- an hafa einkent þjóðir þessar, hef- ir myndað sameiginlega aðalþjóð- areinkenni hinna fyrstu tslendi-.iga; og enginn, sem hefir kynt sér stjórnarskipun þá, sem þeir settn utip á Islandi á tíundu oh jr.ni, mun efa réttmæti þessara stað- hæfinga. það er víst, aö auk jjess sim ís- lendingar liafa fram að þessum degi varðveitt hina gömlu nor- rænu tungu, þá tala nti tuttug- ustu aldár íslendingar sama mál- ið eins og forfeður j>eirra og íhúar annara Norður-Evrópu landa töl- uðu fvrir þúsund árum. Bókment- ir þær, sem forn íslendingar eftir- skildu oss á fegursta bókfelli, liafa að geyma alt, eða nálega alt, sem nú er. þekt um vísindi og listir og menningu forfeðra hinna ger- mönsku jjjóðflokka, sem Rómverj- ar eyðilöp-ðu hjá skandinavisku og fornþý/.ku kynflokkunum, sem annars hefðu týnst, eins og það týndist í Noregi, Danmörku, Svía- ríki og á Englandi. En jjetta er að eins aukaatriði, fráskilið aðalspursmálinu, sem til íhugunar liggur, sem sé : Hvernig stendur á jjví, að meðal J>essara jjrekmiklu, örgerðu og skapstóru afkomenda þessara herskáu þjóð- flokka, skuli glæpir vera nær ó- Jjektir um nokkrar liðnar aldir ? Viö nákvæma rannsókn sögunn- ar hefi ég komist að jjeirri niður- stöðu, að íslendingar, jafnvel á miðöldunum, auk þess að vera fróðleikselskandi og lesandi og skrifandi, og áður en Snorri Sturluson, föðurlandsvinurinn, var ráðinn af dögum, jiegar ísland féll nndir Noreg, — voru lýðveldissinn aðir og unnu að því að byggja upp hjá sér lýðveldisstjórn. þegar þetta óhappatilfelli bar að hönd- um árið. 1263, þá varð útlend harðstjórn til þess, að kippa frá landsmönnum sjálfstæðis og lær- dómsþrá þeirra. En endurvakning kom með siðabótinni. þá var öll- um foreldrum gert að skyldu, bæði samkvæmt lögum og sið- venju, að kenna börnum sínum að lesa, og í mörgum tilfellum einnig að skrifa og að kynnast öllum bókmentum jijóðarinnar, sem á þeim tima vortt að eins til í skrif- uðum bókum. Fyrst var það skylda sveitarprestsins, að liús- vitja í umdæmi sinu einusinni eða tvisvar að vetrarlaginu, og að kynna sér mentunarástand barn- anna, og veita la>rdómslegar leiö- beiningar um frekara nám þeirra. J/annig sjáum vér, að mentun á íslandi hefir ættð verið almenn og Jtjóðleg, og með j)ví að karlmenn ertt j)ar jafnan bundnir við úti- vinnu, þá hefir það verið starf mæranna, að ala ttpp og menta börnin, og bendir þetta á sann- leiksgildi þess málsháttar, sem segir, að “öll mikilmenni hafi átt góðar mæðttr’’. — Manntalsskýrsl- ttr íslands árið 1900 sýna, að 98 af hverju hundraði íbúanna vortt lesandi og skrifandi. Eftir margra ára nákvæma í- hugiin itéfi é<r sannfærst á því, að upneldið í heimahúsum er van- metið. Eftirdæmi foreldranna, einkan- lega mæðranna, hefir ómetanlega Jtvðingtt. Hiónaskilnaðir og fjöl- skvldna snndrttng var fram til síðari ára mjög sjaldgæf á íslandi, o<r það er einlæg sannfæring mín, að svo lengi sem ósamlyndi og Kíónaskilnaðir Jjróast, eins og nú t’erist, bá sé lítil von ttm frið og farsæld f þjóðfélagimt. Ifeð bessum athugunum er ég ckki finna að mentakerfi bví, sem nú viðgengst i alþýðuskóltin- ttm t Ameríku, heldur vildi ég benda á, að heimilissiöir vorir geti og ættu að taka umbótum, og mér virðist það ætti að vera hlutverk afþýðuskólanna, að taka þátt í að hlynna að og örfa ást- ríka sambáð á heimilunum. i Ekki heldur held ég því hér með fram, að íslendingar séu al- gerlega löghlýðið fólk, því það eru þeir ekki ; þeir verða oftlega sekir um smávægileg afbrot. En enginn sannhygginn maður mttn neita því að útrýming allra glæpa úr þjóð- félagintt sé mikilvægt spor í átt- ina til þjóðlegrar farsældar ; og útrýming stórglæpa tir íslen/.ku jtjóðlífi er þess vert, að nákvæm- lega sé rannsakað með hverjum hætti sú útrýming hefir tekist. — sennilegt er, að slik rannsókn myndi gefa tilefni til þeirrar sann- revndar, að Jtað sé aðallega með- al þeirra, scm gæddir eru frjáls- mannlegutn lyndiseinkunnum og liugnrýði, sem vér fj'rst allra get- utn vænst friðsamlegrar um- gengni og trvggingar lífi og eign- um. i Matarverð lækkað. i — j>að hefir verið sannlega sagt, að eftir J)\ í verði dýrara að lifa, sem fólkið “lifi dýrara”, eða með ! öðrunt orðttm : Að eftir því sem : lífskröfttrnar aukist, eftir því lrækki l.fsnauðsynjar í verði. Og samkvæmt Jjessu er það sjálfum tiotendunum að keuna, ltve allar nauösynjar ltækka ntt óðfluga i ! verði, en ekki kaupmönnum, eins og alntent er álitið. ! Ef til vill er þetta ekki alger- lega rétt skoðttn, en talsvert ltefir hún við aö styöjast. Fyr á tím- 1 um var það siður ht'gginna hús- mæðra, að fara sjálfar með körfu i sína á sölutorgið, og velja jtar j)að, sem be/.t var af matar varn- ittgi : kartöílum, kálmeti, kjöti og öðru þvi, scm til heimilisins jjurfti. Ilún leit eftir því — hygna húsmóðirin —, að vigt og mál væri rétt, og borgaði ekki meira en katipmaðurinn vildi minst jjiggjh fyrir vöru sína. Svo bar hún sjálf vörurnar lieim til sín, sem hún hafði sjálf valið og vissi verðið á. — Nú er þessi siður ná- lcga útdauður. Nú dettur hús- mæðrunum ekki í hug, að fara sjálfar út fyrir dyr stnar eftir lífs- björg í búið, heldur nota þær tal- símann til þess. að spara sér ó- mak við að fara á sölutorgið, eða þær senda óskynbær börn eða ó- nærgætin vinnuhjú eftir heimilis- þörfttnum. þær, sem ltafa talsíma í húsum sínum, panta svo á síð- ustu stundu það sem þær þarfnast og láta það sjaldan vera meira en sv'O, að nægi til dagsins. þær biðja um það bezta — sém vanalega þýðir það dýrasta, sem til sé, og heimta að það sé tafarlaust keyrt heim til sín. þær húsmæður, sem ekki hafa eða ekki geta náð í talsíma, en verða sjálfar að fara til að panta vörur sinar, leggja sig þó fæstar niöur við það, að bera vörurtiar heim til sin, lteldur láta þa>r senda sér þær. Jafnvel jtær húsmæður, sem ekki hafa næg peningaráð til að borga jaínóð- um fyrir fæðtt fjölskyldunnar, — fylgja sömu reglttnum, að láta keyra heim til sin jafnvel minstu böggla. Með þessu móti er hverj- um kaupmanni gert jtað ómiss- andi, að hafa talsíma í verzlunar- húsi sinu og að halda með mikl- ttm árlegttm útgjöldum menn og hesta til þess aö verá jafnan til taks að keyra smábögglana heim í lttis viðskiftavinanna. þeir veröa að hafa skrifstofur og bókhaldara og ýmislegan annan nýtízku út- búnað, sem ekki var talinn nauð- synlegur fyr á tímum, en sem alt miðar til þess, að hækka verð lífs- nauðsynjanna. þessi breyting á lifnaðarháttum fólksins, hefir sannfært hagfræð- ingana um það, að eitthvað þttrfi til bragðs að taka til þess að koma lífsnauðsynjttm niður í svo hæfilegt verð, að íbúar stórborg- anna fái haldið lifi ; en deildar hafa skoðanir verið um það, með hverjum hætfi verðlækkunin mætti takast. Fremstur i flokki þessara ttm- bótamanna er borgarstjóri Shattk í Indianapolis. Hann sannfærði sjálfan sig um ]>að, að smásalar þar í borginni seldu varning sinn með langtum hærra verði en nokk- ur þörf væri til og að þeir liefðtt samtök til að halda verðintt sem hæstu. Hann tók því Jtaö ráð, að byrja það, sem nefna mætti jtjóð- j eignarverzlun, og b^’rjaði með því, | að senda menn út um land til j bænda til þess að kaupa nokkur ! járnbratttar-vagnhlöss af kartöfl- ttm. Ft-rir J>ær borgaði hann 69c hvert bttshel, og flutnings og ann- : ar kostnaður bættist Jtar við, svo ! að lteima, á borgarmarkaðinum, 1 gat hann selt þær fyrir 75 eents ; en hjá smákatiptn'önnum Jtar í borginni kostuðu þær $1,60 hvert bushel. þegar kaupmenn sáu, ltvað verða vildi, settu J>eir verðið nið- ur í $1.00 bushel, en hækkuðu það strax og kartöflur borgarinnar voru uppseldar. Næst ke^'pti borgarstjórinn ald- ini, fugla, smjör og íleira Jiess háttar, og seldi Jtað með kost- verði, sem var langt fyrir neðan algengt verð á þeim vörum hjá kaupmönnum. K>attpmenn settu strax niðttr hjá sér hverja vöru- tegund, sem borgarstjórinti hafði byrgðir af, meðan þær voru að seljast, en settn þær svo upp strax og samkepnin var búin. Sltank borgarstjóri segir hik- laust, að hann ætli sér að keppa við kaupmenn borgarinnar í ver/1- ttn á 1 fsnauðsynjum, þar til þeir hætti öllum samtökum sín á með- al og selji með guölegu verði. Svo er að sjá, sem borgarbúum geðjist vel að þessari tilraun borg- arstjórans til að veita þeim betri vörttr með lægra verði en þeir áð- ur fettgu. — En vörurnar voru ekki kevrðar heim til Jieirra, held- ur varð fólkið að koma á sölu- torgið, taka vörurnar þar og llvtja J>ær heim til sín á eigin reiknitig, og að borga að fulltt fvr- ir þær um leið og katipin vortt gerð. Borgarstjórnin lætur flytja vör- urnar á sölutorgið og J^angað verða allir kaupendur að koma. Engum talsínia-pöntunum er sint og ekkert er lánað ; Jtess vegna legst engitin bókfærslukostnaður á þær. Fólkiö fær það bezta, sem landið framleiðir, ferskt frá bænd- uuum, eit ekki lang-legið í v’öru- hústtm kaupmanna, og það fær það með kostverði. — Blöðin léðu og þessari hreyfingu lið sitt með ])\ í að aug’ýsa starfsemi borgar- stjórans honum að kostnaðar- laustt. Ef nánar er aðgætt, ]>á er það ekki borgarstjórinn, sem lækkar vöruverðið, heldur sjálfir borgar- búar, sem með samtökum sínttm annast á sinn kostiuið uin kaupin tneð því að fara á sölutorgið og flytja sjálfir vörurnar heim í ltús sin, og með því að gera svo mikla aðsókn að torginu, að vörurnar seljist eins fijótt og þær koma Jtangað ; og með því enttfremur, að borga fvrir þær út í hönd. Á þennan hátt tekst allur sá kostn- aður af varningnum, sem kaup- maðurinn verður að borga fyrir geymsluhúsleigu, skrifstofuhald, innheimtu skttlda, attglýsingar og ýmislegt fleira. En — þetta er nýr . verzlunar- máti Jtar í bænttm. Má vera, að með tímannm þreytist fólkið á Jjessu og taki á ný að skifta við stnákattpmenn, — jafnvel ])ó J)að með því verði að börga tvöfalt verð fvrir lakari vöru. Ágrip af reglufjörð um heimilisréttarlönd í Canada Norðvesturlandinu. Sérhver manneskja, sem fjöl- skyldu hefir fyrir að sjá, og sér- hver karltnaður, sem orðinn er 18 ára, hefir heimilisrétt til fjórðungs úr ‘section’ af óteknu stjórnarlandi í Manitoba, Saskatchevvan og Al- berta. Umsækjandinn verður sjálf- ur að koma á landskrifstofu stjórn arinnar eða undirskrifstofu í þvi héraði. Samkvæmt umboði og með sérstökum skil)>rðum má faðir, móðir, sonur, dóttir, bróðir eða systir umsækjandans sækja um landið fyrir hans hönd á hvaða skrifstofu sem er. Skyldur. — Sex mánaða á- btið á ári og ræktun á landinu i þrjú ár. Landnemi má þó búa á landi innan 9 mílna frá heimilis- réttarlandinu, og ekki er minna en 80 ekrur og er eignar og ábúðar- jörð hans, eða föður, móður, son- ar, dóttur bróður eða systur hans. í vissum héruðum hefir landnem- inn, sem fullnægt hefir landtöku skyldum sínum, forkaupsrétt (pre- emption) að sectionarfjórðungi á- föstum við land sitt. Verð $3.00 ekran. S k y 1 d tt r :—Verður að sitja 6 mánuði af ári á landinu i 6 ár frá því er heimilisréttarlandið var tekið (að þeim tíma meðtöld- ttm, er til þess þarf að ná eignar- bréfi á heimilisréttarlandinu), og 50 ekrur verður að 3'rkja auk- reitis. I.andtökumaður, sem ltefir þegar notað heimilisrétt sinn og getur ekki náð forkaupsrétti (pre-emtion á landi, getur keypt lieimilisréttar- land í sérstökum héruðum. Verð $3.00 ekran. Skyldur : Verðið að sitja 6 mánuði á landinu á ári i þrjú ár og rækta 50 ekrur, reisa hús, $300.00 virði. W. W. C O R T, Deputy Minister of the Interior. Fjárhagslegt sjálfstæði, er það sem þér þarfnist Starfstíms mannsins er talimarðaður. Ti) þess að komast bjá því að vera uppá aðra komnir á elliárunum, verður maður að leggja lyiir, meðan tækif.eri er til. Manndómsárin verða að sja elliárunum borgið. Ég bvet yður til að hugsa grandgætilega um franUiðina og verja liverjum dollar sem þór haíið sparað til að kaupa hluti í * Lucky Jim Zink” námijfélaginu. framtíð yðar og fjárhagslegt sjálfsfæði verður þá fyllilega trvgð, þú getur kevpt LUCKY JIM HLUTI FYRIR 40 CENT HÝERN núna. en það verður ekki lengi Ef yður vantar að verja peuingum yðar hyggilega, með vissan ábata fyrir augum. þá kaupið eins marga liíuti í ‘ Lucky Jim” scm yður er mögulegt Lesið hvað Free Press segir 1. des. Um Winnipegmenn og stjórnarnefnd “Lucky Jim” Fjillda margir menn f Winnipeg eiga lilut í “Lucky Jim” Zinknámunni og mun peim þykja garnan að frétta, að tveir merk- ismenn í Winnipeg hafa gengið f stjórn fólagsins — þeir Hugh Armstrong, fjár- ntála ráðherra og W. B. Lanigan, Assistant Traffic Manager C. P. R. félagsins. Það er sagt með vissu, að félagið ætli sér að byrja þegar á að flytja málminn frá nám- ttnni á sleðum til Three Forks, pegar sfð- asti farmurinn var í Kootenny liéraðinn, J)á seldist zinkið á 5c pundið. blandað óæðri eftium til helminga. Nú hefir það verið lnekkað meir en borga flutningskostnaðinn. Allir þeir, er komu og skoðuðu númuna nýlega, hafa látið vel yfir henni, og telja hana [)á beztu eign þeirrar tegundar sem þeir nokknrn tíma hafa séð. Lanigan segir svo, að þeir verkfæringar og vfsindamenn, sem C. P. R. sendi til rannsóknar áður en brautin vor l<5gð, hafi gefið þá skýrslu, að náman væri frábærlega gróðavænleg, MEIRIHLUTI FÉLAGSTJÓRNAR 1 winnipeg; B Það er Alitið. að hluthafar f Winnipeg og Vestur Canada muni fá meira traust á hluta- bréfunum við það, að aðurnefndir herrar liafa gengið í stjórn félagsins og léta J/ar til sfn taka. Þegar sá maðurinn í stjórninni, sem mestu ræðnr um framkvæmdar. G W. Loper, kemur til Winnipeg, þá má halda stjórnarfund hvenar sem er, og þegar þeir ltafa fengið tækifæri til að kynnast hinum nýju stðrfum sfnum ntá vænta merkilegra tíðinda um námuna áður en langt um líður. EFTIRTALDIR HERRAR FÓRU NÝLEGA OG SKOÐUÐU “LUCKY JIM” NÁMURNAR, OG LEIZT VEL Á ÞÁ EIGN: — Hon. R. P. Roblin, stjórnarformaður f Manitoba; Hon Hugh Armstrodg. fjármála ráðgjafi f Manitoba: Mrs.T-endrum McMeans M.P.P., Manitoba; Marhall dómari frá Port- age la Prairie; Hugo Ross. Winninpeg: R. L. liichardson, ritstjóri Winnipeg Tribnne: W. A. Cousins, Medicine Hat. Alta: J. C. Bremmer, Clover Bar. Alta: W. J. Clubb, Winnipeg: Charles H. Forrester. Winnipeg, Öswald Montgomery, Whtnipt'g; Henry Brynnt, Winnipeg; M. J. Rodney. Winnipeg; L. S. Vaughan, Selkirk. Man: C. Weaver Loper, Wibnipeg: A. P.Cameron. Winnipeg J.Acheson, Spokare, Waslt.. otí Joseþh H. Morris, Edmonton, Alta. Notknn Zinks fer stöðugt vaxandi og á síðustu tveimur Arunnm hefir verð þess ha-kknð um fullan ltelming. Zink verður altaf f mikilli eftirspurn þvf enginn annar mábnur g< (nr komið f J ess slað Hagsýnir fjárhyggjumenn verja þeningum sfnnm f góða Zinknftmn hluti, ] ví Jað er þeim ætfð trygging fyrir öruggum, og miklum ágóða og sem altaf fer vaxandi. LUCKY JIM ZINK MINES LIMITED að Kalso, B. C. liefir feikna auðuga Zink n&mn, sem almettt er skoðuð ein allra ríkasta n&man í Ameríku. KAUPIÐ NU AÐUR EN YERÐIÐ HÆKKAR N \ C. P. R. félagið liefir viðurkenj auðæfi námunnar með því að leggja þangað járnbraut sem kostaði rúmar $100.000. Kaupið nti áður en blutirnir hækka f yerði. Afmarkaður hlutafjöldi 1 “Lucky Jim” er á lx>ð8tólum nokkra daga á 40c. hver. Borg- ist með 20c. strax. á hlut hvern, og afgangurinn á (50 dögum. Vextir. 12 prósent verða greiddir af ákvæðisverði hvers $1.00. Þ. r fáið því aftur 30 cent árlega, af hverjum dollar sem Jx r liafið varið “Lucky Jim”. HLUTABRÉFIN TAFARLAUST SEND ÁSKRIFENDUM EF FULLNAÐAR BORGUN FYLGIR PÖNTUN. Símið pantanir yðnr á vorn kostnað.Eða komið og finnið oss. Al’ar upplýsingar greiðlega gefnar P. O. Box 56 IL bnnua 0PIÐ .Á KVÖLDIN FRÁ 7.30 TIL 9.30 I Karl K. Albert 708 McArthur Building, Winnipeg, Man. Phone Main 7328

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.