Heimskringla - 08.02.1912, Blaðsíða 4
4. BLS. WINNIPEG, 8. FEBRÚAR 1912
HEIMSKRINGLA
lícimlkfiiiala P,,B,8°ED KvETE»í«THu‘,Di,•m
HEIMSKRINGLA NEWS & PUBLISHING COMPANY, UMITED
Verö blaOsins i Canada og Bandarfkjnm. $2.00 nm 6rit> (fyrir fram borKaí).
Sent til Islands $2.0« (f;rir fram borgab).
B. L. BALDWIN80N, Editor <k Manager
729 Sherbrooke St., Winnipeg. Boz 3083 Phone Garry 4110
I
Minnisvarða-málið.
Eins Oft áöur var fjetiÖ hér i
blaöinu, kom 15 manna nefndin,
fæm nýlega var kosin í Gimli bœ,
til að annast um tilboö baejarins
um aö fá setta myndastyttu Jóns
Sigurössonar þar neöra, — hing-
að til baejarins, og átti fund meÖ
samskotanefndinni hér í borg í
neöri Goodtemplara salnum þann
30. janúar, kl. 2 e. h.
Forseti Dr. Jón Bjarnason setti
fundinn og bauð Gimli menn vel-
komna. Kvað samskotanefndinni
hér í borg ljúft að kynna sér vilja
sendimanna um það, hvar mynda-
stytta Jóns Sigurössonar skyldi
standa. Annars mætti hann strajxi
geta þess, að í samskotanefndinni
hefði verið sá skilningur ríkjandi,
að standmyndin yrði sett niöur
hér í borg ; bæði fyrir þá sök, að
Jiér.væru flestir íslendingar saman
komnir, og að útlit væri til þess,
að svo yrði á komandi árum ; ag
einnig af þeirri ástæðu, að hún
yrði betur varin hér en á öðrum
stöðum. Einnig- kvaðst hann mega
geta þess, að standmyndin hefði
verið send sem gjöf hingað vestur,
og þó hún að sjálfsögðu bæri að
skoðast sem gjöf til Vestur-lslend-
inga i heild sinni, þá hefði hún
verið send til þeirra manna sér-
staklega, sem annast hefðu um
jamskðtín hér yestra, og með
þeim skilningi braeðyanfta þar
heima á Islandi, að hún yrði sett
upp hér f Winnipeg. Enda hefði
einn nefndarmanna þar heima,
þórhalli biskup, getið þess í prí-
vat bréfi til sín, að óskir nefndar-
manna þar væri, að vér hér vestra
settum standmyndina upp á ein-
hvern túnblett í Winnipeg, og af
þessu meðal annars hefði það ver-
íð þegjandi skilningur nefndar-
bræðra sinna hér, að myndin yrði
hér sett upp, sem mest í samræmi
við skilning, tilgang og ætlun
nefndarinnar á íslandi. Samkomu
tagið meðal nefndbrmanna hér
hefði verið hið æskilegasta. Ann-
ars hefði nefndin valið úr sínum
hópi þrjá rnenn til þess framvegis
að annast um framkvæmdir lút-
andi að uppsetningu styttunnar.
þeir væru : sá maðurinn, sem
lang-mest hefði starfað þar, herra
Skapti B. Brynjólfsson, og báðir
tslenzku þingmennirnir, B. L. Bald-
winson og Thomas H. Johnson.—
Einnig hefði herra Árni Eggerts-
son verið kjörinn varaforseti
uefndarinnar hér, og hefði hann
haft með höndum móttöku stytt-
unnar að heiman, sem nú væri
hingað komin og ytðí samkvæmt
tilboði Lögbergs félagsins gevmd í j
byggingu þess, þar til hægt yrði j
að koma henni upp á varanlegum
grunnmúr. — Bað forseti þá sendi-
nefndina að taka til máls.
Herra Pétur Tergesen, kaup-
maður á Gimli og borgarstjóri
þar, og formaður nefndarinnar,
kvað fund hafa haldinn verið í bæ !
sinum um þetta mál, og þar sam- j
þykt eftir ítarlega íhugun, að gera ;
Wrinnipeg nefndinni það tilboð, að !
Gimli bær tæki við standmynd j
Jóns Sigurðssonar og setti hana
þar upp á sinn kostnað, á þann
hátt, sem samskotanefndin hér
legði fyrir. Jafnframt tækju íbúar j
Gimli bæjar að sér, að gefa fulla
tryggmg fyrir þvi, að standmynd-
in skyldi sett á svo tryggan og ó-
hultan stað, að hún skyldi þar vel
varin. ILann kvað það innilega
sanníæring Gimli búa, að þar væri
sæmilegastur staður fyrir þennan
minnisvarða. Röksemdirnar fyrir
því máli kvað hann þá, sem töl-
uðu á eftir sér, mundu skýra fýrir
fundinum. Að eins vildi hann taka
fram, að hann væri hér kominn í
umboði íbúanna á Gimli, til þess
að bjóða Winnipeg nefndinni, að
taka við standmyndinni til upp- [
setningar í bæ sínum og varð-
%’ei/.lu þar um aldur og æfi.
Hierra Benedikt Frímannsson
kvaðst þar kominn til þess, að
béra bæjarstjóranum vitni um ein-
lægni þá og alvöru, sem. feldist i
tilboði hans. J>að hefði á fundinum)
þax verið samþykt, að leggja til j
landið undir standmyndina og þ®r
umbúðir - allar, sem Winnipeg
nefndin kann að krefjast. Hann
kvað Gimli búa vera einhuga um,
jið samkvæmt eðli íslenzkrar þjóö-
rækni, ætti það bezt við, að stytt
an stæði í Gimli bæ, ng einnig
samkvæmt sögulegum atriðum og
karaktér Jóns Sigurðssonar. Hann
Jkvaðst kannast við, að Winnipeg- I
nefndin hefði fult vald til þess, að
setja styttuna þar niður, sem hún
áliti að bezt ætti við. Sjálfur
kvaðst hann þeirra sannfæringar,
að Gimli bær ætti bezt tilkall til
þessa þjóðerniskga minnismerkis,
og sú almenna skoðun hefði verið
stærsta ástæðan fyrir því, að
Gimli nefndin hefði verið kosin.
Enda hefði öllum þar komið sam-
an um, að Gimli bær væri örugg-
asti geymslustaður styttunnar á
á komandi árum.
Herra Jóhann P. Sólmundsson
kvað íslendinga hér í landi vera
ferðamenn, á léið til að hverfa.
Vildi að framtíðar fræðimenn sæu
þess merki, að Islendingar hefðu
þó um eitt skeið átt bólfestu hér
í landi. Enda benti nafnið Gimli,
sem væri af norrænum uppruna, á
að svo hefði verið. Gimli bygðin
væri móðir Argyle bygðar og
bygðar íslendinga í Norður Dak-
ota, og amma allra annara ísl.
bygðanna hér í Vestur-Canada.
þar væri og upprunastöðvar ým-
islegs þess, sem mest hefði borið
á í þjóiðlífi landa vorra hér vestra.
Og mætti til þess nefna meðal
annars, að fyrsti íslenzki þing-
mtaðurinn í Canada væri þaðan
runninn. JCskilegast væri, að setja
varðann þar niður, sem mest
trygging væri þess, að hann
kveikti neista föðurlandsástar í
hjörtum komandi kynslóða af ís-
lenzkum ættum hér vestra. Nú
íerS'uÖHSt Islendingar úr öflum
bygðum lahda vðffa sér til skemt-
unar til Gimli bæjar, og væri því
varðinn bezt tettur þar, þar sem
hann blasti við aflra augum. Væri
hann settur í Winnipeg, mundi
tæpast fleiri en einn af hundraði
Islendinga þeirra, er hingað kæmu,
vilja borga 5 centa strætisbrauta-
fargjald til að sjá hann. Af því
fólki, sem mest gagn hefir af að
sjá myndina af Jóni Sigurðssyni,
verður flest á Gimli, og þar varir
minningin lengst í hugum þeirra,
sem sjá hana. þar kveikti hún
innri eld í hjörtum komandi kyn-
slóða af íslenzkum ættum. En
væri hún hér í Winnipeg, þá varp-
aði hún eingöngu ytri ljóma yfir
landa vora. Og ekki kvaðst hann
efa, að Jón Sigurðsson, mætti
hann nú skera úr málum, myndi
kosið hafa, að standmynd sín yrði
sett niður á al-íslenzkum stöðv-
um ; og Gimli bær er eini staður-
inn i heimi utan Islands, sejn hefir
al-íslenzka stjórn. — Hann bað
nefndina, að íhuga vandlega þetta
tilboð Gimli manna, sém nú færu
bónarveg til samskotanefndarinn-
ar um að hraða ekki úrslitum
málsins. Hann kvaðst vona, að
þegar nefndin hefði ihugað málið
>tm stund, og hann teldi líklegt,
að þá myndi hún unna Gimli bæ
þess, að hafa standmyndina. —
þetta væri sú bón, sem Gimli
nefndin hefði fram að bera.
Herra B. B. Olson kvað Gimli
menn hafa eindregna skoðun á því,
að utan Islands væri ekki annar
staður viðeigandi, heldur en Gimli
sveit og Gimli bær til þess að
setja minnisvarða Jóns Sigurðs-
sonar upp. Standmyndin hefði
verið < send Vestur-íslendingum
sem gjöf, í þakklætisskyni fyrir
hluttöku þeirra í myndun þess
sjóðs, sem myndaður var til þess
að koma upp veglegum minnis-
varða á íslandi, til heiðurs minn-
ingu hins látna þjóðskörungs. —
Gimli sveit, sem áður var íslenzk,
er ekki lengur til sem slík ; en
Gimli bær er nú íslenzkur bær og
Gismli væri eini staðurinn, sem
varðanum væri samboðinn. Gimli-
búar væru við því búnir, að veita
varðanum viðtöku, og koma hon-
um upp hjá sér á eigin kostnað
og undir umsjón Winnipeg nefnd-
arinnar, og að gefa næga trygg-
ingu fyrir varanlegri verndun
varðans. Hvergi yrði hann séður
ai eins mörgum Islendingum eins
og á Gimli. þar væri mannmargt
orðið. þar gengju 150 íslenzk börn
á skóla, og þar yrði íslenzk kyn-
slóð alin xipp. Gimli væri og ré,tti
staðurinn til að reisa íslenzkan
háskóla í, og ætti þá vel við, að
standmynd Jóns Sigurðssonar
stæði við vestur-íslenzka háskól-
ann á Gimli.
Herra Jóhannes Sigurðsson
kvað það álit sitt, að Winnipeg
og Gimli nefndirnar ættu að íhuga
í sameiningu og í bróðerni, hvar
heppilegast væri, að varðinn yrði
settur, og það óskaði hann að
yrði gert.
Herra Jón Vopni spurði, hvort
sá skilningur sinn væri réttur, að
Gimli búar ætluðu sér að koma
varðanum upp á eigin kostnað
sinn þar neðra, ef þeim væri af-
! hentur hann.
Pétur Tergesen bæjarstjóri kvað
það réttan skilning.
Herra B. B. Olson spurði, hvort
það væri tilgangur Winnipeg
nefndarinnar, að ráða til fullnustu
um málið á næsta fundi, og ósk-
aði, að úrslitum yrði ekki hrað-
að, en að Gimli nefndinni yrði
gerð grein fyrir þeim ástæðum,
sem Winnipeg nefndin grundvaflaði
úrskurð sinn á.
Með því að ekkf tóku fleiri til
raáls, stóð forseti Dr. Jón Bjarna-
son upp, og þakkaði komumönn-
um fyrir þær mikilsverðu bending-
ar og upplýsingar, sem þeir hefðu
veitt sér og nefndarbræðrum sín-
um, og hve vel og röksamlega
þeir hefðu rekið erindi Gimli-búa
þessum fundi. Hann fullvissaði
komumenn um, að allar röksemd-
ir þeirra og tillögur skyldu verða
ítarlega íhugaðar og þeim gerð
grein fyrir þeim ástæðum, sem
Winnipeg nefndin bygði úrskurð
sinn á.
Var þá fundi slitið.
Illdeilurnar í Utah.
Heimskringla hefir að undan-
förnu hait þá stefnu, þar sem um
ádeilumál meðal éinstaklinga hefir
verið að ræða, að veita hvorum
málsaðila rúm í blaðinu fyrir 3
greinar, og að því búnu hefir um-
ræðum vanalegast veriði lokað.
Nokkuð öðru máli hefir verið að
gegna um deilumál þpirra Utah
manna, því að meðal þeirra byrj-
aði deilan ekki eins og alment
gerist, þar sem einn tekur beint
jákvæða stefnu, en hinn beint nei-
kvæða um eitthvert ákveðið mál-
efni, — heldur byrjaði hin blaða-
lega ósátt þeirra, eftir því sem
vér fáum bezt séð, nokkuð á
þessa leið :
Herra John • Thorgeirsson í
Thistle bæ, Utah, hefir um nokkur
síðastliiðin ár sent Heimskringlu
ýmsar greinar um efni, sem verið
hafa fornfræðilegs eðlis að mestu
leyti. þessar ritgerðir hafa borið
þess ljós merki, að höfundur
þeirra er gáiu og fræðimaður. öll
mál, sem hann ritar um, eru al-
varlegs efnis, og hugsanir hans
um þau eru frumlegár og lýsa
djúphygni, sem er afls óvanaleg í
algengum blaðagreinum. I ritgerð-
um þessum hefir ekki falist neitt
það, er kallast megi persónulegt,
eða varpað hinum minsta skugga
á nokkurn landa,hans þar syðra,
eða annarstaðar. Maður hefði því
mátt ætla, að greinar þessar yrðu
látnar hlutlausar, og að þær yrðu
ekki gerðar að ástæðu til að hefja
árás á hann. En lesendum þessa
blaðs er það þegar ljóst, að ein-
mitt þessar greinar hafa gefið til-
efni til þess, að einstöku landar
hans þar hafa andmælt honum, —
^kki á þann hátt, að þeir hafi
með rökfræði sýnt villur hjá hon-
um og reynt til að leiðrétta þær,
heldur hafa þær flestar verið rit-
aðar í þeim anda, ef ekki með
þeim tilgangi, að gera höfundinn
hlægilegan í augum lesenda blaðs- j
ins, með því að lítifsvirða sem
mest skoðanir hans og þær tilraun
ir, sem hann hefir gert til að
birta þær skoðanir. Að þessu
leyti hafa andmæla ritgerðir þess-
ar verið ekki að eins ádeilugrein-
ar, heldur beinlínis árásargreinar
á persónu mannsins. það varð
fjölda af lesendum blaðsins hér
norðan línunnar ljóst þegar í upp-
hafi, að ritgerðir þessar voru
sprotnar af megnum kala til Jóns.
Um hitt var mönnum óljóst, af
hverju úlfiiðin var sprottin, enda
var það ekki atriði, sem lesendur
varðiaði nokkru, og hefðu helzt
aldrei átt aS vita neitt um.
þessar ertingar höfðu tilætluð
áhrif á Jón. Hann tók að verja
sig., þegar hann fann persónu sína
meidda, og hefði verið langtum
betra, að hann hefði leitt það al-
gerlega hjá sér, og hefði þá staðið
betur að vígi en ella í hugum les-
endanna, sem alment hafa veitt
ritgerðum hans mikla eftirtekt, og
talið þær bera eins og gull af eiri
alls þess, sem blöðum vorum hefir
borist úr Utah ríki. En nú er svo
kojnið, að deilan er fyrir pokkru
orðin ekki aðeins deila, heldur
megn-ill og mannskémdar deila af
beggja hálfu, svo að ekki hefir
önnur svæsnari verið meðal landa
vorra vestan hafs á nokkru tíma-
bili. þetta sést bezt á því, að
móti Jóni einum hafa nú skipað
sér á ritvöllinn mifli 30 og 40
manna og kvenna.
Lesendum Hkr. hér fyrir norðan
kemur málið svo fyrir, að nokk-
urs þykji við þurfa, er svo marg-
ir sækja að einum. Annars veit
almenningur hér ekkert með vissu
um það, að hverjum orsökum
skilnaður hefir orðið með Jóni og
konu hans, enda er það einkamál,
sem ekki er viðeigandi að gera að
blaðadeilum, þó það hafi hér orö-
ið. það hefir á liðnum árum oft
svo oft komið fyrir, að íslenzk
hjón hafa skilið, beggja megin
landamerkjalínunnar, að engum
þarf aS koma það á óvart, sem
að nokkru þekkir losæðið í ásta-
lífi íslendinga hér vestra. En, sem
betur fer, hafa menn sem mest
varast, að auglýsa þann ósóma,—
þó þvi miður hafi verið of mikið
af því gert í þessu máli þeirra
Utah manna.
það er gamalt íslenzkt orðtak,
sem vanalega hefir við nokkur rök
að styðjast, “að sjaldan valdi
einn, þegar tveir deila’’, og þykir
sennilegt, að svo sé í þessu máli.
Lesendur vita það nú með vissu,
af játning herra Thorge rssonar,
að hann var fjarverandi konn
sinni um þriggja ára tíma, — við
landnámsstarf í öðru riki ; og les-
endur vita einnig, af eigin þekk-
ingu og viðburðum, sém inargolt
koma fyrir víðsvegar meðal landa
vorra, að styttri stundarskilnað-
ur, en hér um ræðir, hefir leitt til
algers hjójnaskilnaðar ; en um
greining orsaka til þess skilnaðar,
lætur umheimurinn sig litlu varða
Allra þeirra vegna, sem n.i eiga
hlut í deilu þessari, hefði það ver-
ið lang bezt, að skUnað.armálinu
og orsökum ]”-'ss hefði aldrei ver-
ið hreyft.
En þessi grein er hér rituð í til-
efni af því, að nú liefir tengda-
móðir Jóns sent ritgerð til blaðs-
ins um þetta efni. Og þó Heims-
kringla að sjálfsögðu beri hina
mestu virðlingu fyrir þessari ald-
urhnignu konu, sem nú er langt
komin á áttræðisaldur, og án
þess að þrátta nokkuð um gfldi
þeirra upplýsinga, sem felast í rit-
gerð hennar, — sér blaðið sér ekki
fært að birta greinina, eða nokkr-
ar aðrar greinar frekar um þctta
mál.
1 hefld sinni hefir defla þcssi frá
upphafi ekki varpað neinum ljótna
á félagslíf landa vorra þar vestra,
og þarf þó vart aS efa, að það sé
alt eins friðsamt og ástúðlegt jiar
eins og hvar annarstaðar í bygð-
um vorum hér vestan hafs. þvert
á móti hefir deilan varpaö
skugga á litla þjóðlífsbrotið þar.
Vér vildum láta þess getið, að
neitun upptöku greinarinnar frá
tengdamíóður Jóns, er ekki sprott-
in af nokkru öðru en tilfinningum,
sem alment eru rikjandi meðal
lesenda blaðsins hér nyröra, að nú
sé nóg komið, og meira en það,
af svo góðu. það eru takmörk á
þolgæði lesendanna og þeim tak-
mörkum er þegar náð, eftir þeim
mörgu bréfum að dæma, sem
blaðinu hafa í seinni tíð borist
um þrætu þessa. — þess vegna er
það hér með auglýst, að Heims-
kringla veitir framvegis engum
greinum rúm um þetta deilumál,
og er því bla8inu algerlega lokað
fyrir þeim.
En hins vildum vér óska, að
Utah búar haldi hér eftir áfram,
að senda blaðinu fregngreinar af
starfsemi þeirra, vejcti og við-
gangi þar vestra, og eins greinar
um almenn og einstök áhugaefni
Vestur-íslendinga, eins og þeir
hafa gert til þessa. Á þann hátt
fær umheimurinn að vita, ekki að
eins um tilveru þeirra, heldur
einnig um líðan þeirra og framtíð-
arhorfur, — og það er alt, sem
hann á kröfu til að vita — um
leið og hann þá fær að njóta álits
,þeirra á þjóðfélajgsmálum landa
vorra hér og heima.
Hagskýrsla.
Samkvæmt skýrslum, sem lagð-
ar voru fram á ársfundi Tjaldbúð-
ar safnaðar 16. jan. sl. fyrir árið
1911 : —
I söfnuðinn hafa gengið á árinu
52, dáið á árinu 8 meðlimir safn-
aðarins. Skýrð á árinu 12 börn ;
fermdir á árinu 15 unglingar.
Hjónavígslur 14.
Söfnuðurinn hafði í handbærum
sjóðum 1. jan. 1911 .... $ 230.02
Inntektir á árinu .... 4116.97
Samtals .......... $4346.99
Öll útgjöld á árinu ...... $3932.56
I sjóðum 1. jan. 1912 ... $ 414.43
E i g n i r.
Kirkjan með lóð ...... $25000.00
Innanhússmunir (orgel,
píanó o. s. frv.) ..... 1500.00
Lífsáhyrgðir ($15000) 400.00
I sjóði 1. jan. 1912 ..... 414.43
Samtals ............. $27316.43
Skuld mót veði í fast-
eigninni ................ 4600.00
Skuldlausar eignir ...... $22716.43
Ræktað fyrír Vesturlandið
Sl.KSÍ i|w> McKENZIE’S FRÆ ••'«*» ■§
*o
c
«8
s
U
•c
N
«1
00
Vér höfum
Vesturlandsins.
rannsakað hinar breitilegu þarfir
Vér seljum þær fræ tegundir sem bezt eiga við
jarðveg Vestur Canada.
Allir framtak8samir kaupmenn selja þær, ef
verzlari yðar hefir þær ekki þé sendið pantanir beint
til vor.
LlTIÐ
eftir McKenzie’s frækössum f hverri búð.
Postspjald fœrir yður voru ensku
vörulista.
A. E. McKenzie Co. Ltd.
BRANDON, MAN. CALGARY, ALTA.
Fegursta Fræ-bygging í Canada
í
s
o-
3-
Borgfirðinga-mótið
15. FEBRÚAR 1912
verður sett stundvíslega kl. 8 að kveldi í
Good Templar sölunum, 5^geeNTsÍ
af forseta Árna E$Jgerts®yni.
Program.
1. Ávarp forseta.
2. Söngflokkurinn.
3. Ræða : Minni Borígfirðinga og héraðsins heima—
Jóh. P. Sólmundsson..
4. Kvæði : Minni Borgaríjatðar—þorskabítur.
5. Pianó sóló—Prófessor Sveihbjprn Sveinbjörnsson.
6. Gengið niöur í neðri salinn til borðhalds.
7. Sýndar íslenzkar myndir.
8. Píanó sóló—J|ónas Pálsson.
9. Ræða : Minni kvenna—Guðm. Arnason.
10. Söngflokkurinn.
11. Kvæði : Minni Borgfirðiqga fyrir v.estan haf.—
Dr. Sig. Júl. Jóhannesson.
32. Píanó sólóí—Sigríður Friðriksson.
13. Kvæði um fornmenn héraðsins.
14. Píanó sóló—tPróf. Sveinbjörn Sveinibjörnsson.
15. Tveir bændur kveða gamanvísur.
16. Píanó sóló—Jónas Pálsson.
17. Kvæði : Minni Islands—Cand. theoí. þorsteinn
Björnsson.
18. Söngflokkurinn.
19. Píanó sóló—Sigríður Friðriksson.
20. Islenzkur dans.
Munið eftir, aö fyrrr söngflokknum standa þeir
pró&ssor Jónas Pálsson og H. Thórólfsson ; eru
þeir svo alþektir hæfileikamenn, að við miklu má bú-
ast. — Annars er úrvals fólk á prógraminu,, einsog
það ber með sér.
Enginn þarf að óttast þrengsli í safnum, því fult
100 gæti setið fleira en aðgörtgutmiíðar verða seldir
fyrir. — Spil verða til fyrir þá, er, ekki taka þátt í
dansinum.
Kaffi og aðrar veitingar verða seinna um nétt-
ina.
Eskilegt væri, að allax konur, er eiga íslenzka
búninga, væm í þeim á þessu al'íslenzka sam-
sæti.
Hafið þið nú afla þessa rétti, ,er þið hafið lofað
okkur ? svo spyrja einstökn menn.
ó, þér trúarveikir. Já, við höfum þá afla, og
meira til ; svo sem : vínsúpu, svið, lundaba^gga,
blóðmör, mysnost, o-.s.frv.
Skemtanir halda áfram alla nóttina, ef fólk vfll
vera svo lengi. — Munið að koraa í tíma.
Fyrir hönd forstöðunefndar.innar.
JÓH. SVEINSSON, formaður.
R. TH(. NEWLAND, ritari.
JESSIES DREAM
Söfnuður Andarannsóknir kirkjunnar hér í borg
heldur skemtisamkomu í
GOODTEMPLARS HALL
Á SAKGENT AVE.
FIMTUDAGINN 8. FEBROáR 1912
t»ar fer fram söngleikurinn “JESSIE’S DREAM”
ásamt með barna söng skemtun.
Aðal skemtendur verða ungfrúrnar Goodman, M.
Seymour, Thomas og M. Snow, aðstaðaðar af fjölda barna.
Mrs. M. A. Snow, sfejörnar prógraminu, en Mrs.
Chorley, spilar undir.
InngaBgur 35c framsæti og 25c baksæti.