Heimskringla - 22.02.1912, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.02.1912, Blaðsíða 1
^ Talsími Heimskringlu | J Garry 4110 J * * * Heimilístalsíini ritstj. Garry 2414 # XXVI. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN, 22. FEBRÚAR 1912. Nr. 21. Manitoba nœr rétti sínum J>ann 20. þ. tn. bax Et. Hon. R. H. Borden fram í Ottawa þinginu þinjrsályktunartillögu um stækkun Manitoba fylkis og um aukið til- lag- úr ríkissjóði til fylkisins. Staekkunin er sú sama, að því *r séð verður, sem Laurier stjórn- in bauðst til að jjera, en sem Mani toba stjórnin gat ekki samþykt, vegna þess að engin ákveðin til- lags aukning fylgdi stækkunar til- boðinu. En nú felur herra Borden í tillögu sinni ákvæði um aukið árlegt fjártillag, sem er jaínt því, er vestari fylkjunum (Saskatche- wan og Alberta) var veitt þegar þau voru mynduð fyrir nokkrum árum. Með stækkun þessari verður nú Manitoba fylki strandfylki með •tveimur sjóhöfnum, annari við Fort Churchill og hinni við Port Nelson, báðum við Hudson ftóann. En strandlengja fylkisins meðfram flóanum veröur á annað hundrað mílur. , Flatarmál fylkisins, sem áður var rúmlega 73 þús. fermílur, verð ur nú 255 þús. fermílur, stækkar þannig við viðbótina 180 þús. fer- mílur. Fylkið verður því meira en þrisvar sinnum stærra en það hefir verið til þessa. Árstillag fylkisins úr ríkissjóði verður hér eftir í samræmi við það, sem Alberta og Saskatche- wan fylkin £á. Verður þá hluti Manitoha á þessa leið : I 80c á hvern í búa....... $369,000 00 Fyrir innstæðu fylkis- ins í rikissjóði ..... 381,584.10 Fyrir þjóðlöndin ....... 562,500.00 Styrkur til opinberra bygginga í eitt skifti 201,223.57 Borgað samkvæmt stjórnarskránni ........, 95,000.00 Ríkistillagið verður því hér eftir á aðra milíón dollars á ári. Vel hafa þeir Roblin, Rogers og t Borden unnið fyrir þetta fylki. KINA STYRJÖLDIN. YUANSHl KAI VERÐUR FORSETI þau óvæntu tíðindi gerðust í Kína fyrra fimtudag, að bráða- byrgðarforsetinn, Dr. Sun Yat Sen lagði niður völd, og að þjóðfund- urinn í Nanking kaus í hans stað;í einu hljóði fyrverand ríkiskansl- ara, Yuan Shi Kai, eftir að hafa lýst yfir þakklæti sínu og trausti á Dr. Sun. í embættisafsali sínu segir dokt- orinn, að hann álíti Yuan færast- an allra að verða forseti lýðveld- ’sins, þvf hann hafi tiieiri reynslu ■og þekkingu í stjórnmálum, en nokkur annar, og val hans verði Kína fyrir beztu. þessi ósérplægni Dr. Suns þykir fádæmi og mælist hvarvetna vel fyrir. Úrslit málsins voru þegar til- lcynt Yuan, og samjyykti hann að taka móti kosningu. Flestir af ráðgjöfum bráðabirgðar stjórnar- innar héldu eftir beiðni hans em- bættum s:num, og Dr. Sun Yat Sen var útnefndur sendiherra lýð- veldisins á Bretlandi. Menn álitu nú sjálfsagt, að styr- öldinni myndi lokið, en svo var ekki. Keisarasinnar neituðu friði, og meðal lýðveldismanna sjálfra voru megnir fiokkadrættir og sundurlvndif Hinn nýkjörni forseti revndi af megni að sameina hina sundruðu ílokka, en tókst ekki. ~ Tilkynti hann þá þjóðfundinum, að sín einlæg ósk væri, að losna við forsetatignina, og að Dr. Sun yrði forseti. En þjóðfundurinn skoraði fastlega á Yuan að halda embættinu, og við það situr enn •sem komið er. Fresnsafn. Markverðustn viðhnrftir hvaðanæfa. sem mest og bezt börðust fyrir að halda nafninu ‘‘Manitoba” ó- breyttu. Voru þeir og studdir af mörgum austan-þingmönnum. En Saskatchewan og Alberta þing- mennirnir vtldu ólmir koma að ‘‘Western Canada” nafninu. Hon. Foster áleit því ráðlegast, að hætta við brevtingu sína og láta ‘‘Manitoba” nafnið standa óbreytt Atkvæði fóru samt fram um breytingartillögu þeirra, er ‘‘West- ern Canada” héldu fram, og var hún feld með 78 gegn 38 atkv. — Voru það I.iheralar, sem með breytingunni voru, að undanskild- um tveimur Liberal þingmönnun- um frá Manitoba, er greiddn at- kvæði með stjórnarflokknum. — j Einn Saskatchewan þingmann- anna, Turriff, reiddist þéssum úr- j slitum,, og tók upp breytingu Hon. Fosters, að ‘‘Canada ’ kæmi fyrir ‘‘Mani.toba” ; en sú breytingartil- j laga var einnig feld ; greiddi að j eins einn Conservatíve Ontario þingmaður henni jákvæði sitt, en hinir voru allir Liberalar, 32 tals- ; ins ; aðrir höfðu gengið af fundi. — þar með hafði þingið ákveðið, j að ‘‘Manitoba” skvldi skyldi sem j áður vera einkenni beztu hveiti- tegundar. Um hina fyrirhuguðu tollmála- nefnd og starfssvið hennar, er rif- ist fram og aftur, án þess að nokk uð markvert framkomi, annað en sem áður var kunnugt. Liberölu þingmennirnir virðast að eins ætla sér að draga málið á langinn, eins lengi og unt er, án þess að geta komið fram með nokkurra nýti- lega mótbáru gegn frumvarpinu, aðra en þá, að nefndin yrði of mikið háð stjórninni. Fjármála- ráðgjafinn Hon. W. T. White er framsögumaður málsins af stjórn- arinnar hálfu, og hafa hinir Liher- ölu lítið gull að sækja honum í greipar. Yms smærri mál hafa og komið til umræðu, en þau hafa flest farið sinn veg hávaðalítið og hljóða- laust. Á sambandsþinginu í Ottawa hefir fátt borið við, sem stórtíð- indi geti kallast, undanfarna daga, en heitar umræður hafa veriö dag- legar, og er það kornlagafrum- varp Hon. Geo. E. Fosters og frumvarp um skipun fastrar toll- málanefndar, sem tíðræddast hefir orðið um. Kornlagafrumvarpið kom til annarar umræðu á föstudaginn og hófst þá strax rimman um þá grein frumvarpsins, sem ákvað að breyta orðinu ‘‘Manitoba’’ í ‘‘Can- ada”, sem sérkenni hveitis. Hon. Foster hafði séð við fyrri timræðu málsins, hve mikilli mótspyrnu þessi breyting átti að sæta frá Manitoba þingmönnunum, og aðr- ir Vesturfylkja þingmenn voru einnig þessari breytingu mótfallnir þannig, að þeie vildu breyta ‘i‘Man- toba” hveiti í ‘‘Western Canada” hveiti. Manitoba þingmennirnir voru einnig þeirri breytingu mót- fallnir, þá þeir kváðust heldur geta fallist á hana, en hina upp- runalega áskyldu breytingu. Var það W. H. Sharpe, þingmaðurinn fyrir Lisgar kjördæmið, og Dr. Schaffner, Souris þingmaðurinn, — Friðrik VIII. Danakonungur, sem legið hefir veikur undanfarna daga, er nú á batavegi og úr hættu. — Arizona var tekið í ríkjatölu Bandaríkjanna 15. þ. m. Undir- skrifaði Taft forseti þann dag lög- in, sem ákváðu slíkt, og þar með bætist 48. stjarnan í Bandaríkja- fánann, því nú eru ríkin 48. Kosn- ingar fóru fram á sl. hausti, og var þá kosinn demókratiskur rík- isstjóri og sambandsþingmenn og senatorar úr sama flokki; einnlg fengu Demókratar meirihluta f þingi ríkisins við þær kosningar. það hefir þvi vakið gremju meðal Demókrata, að Taft forseti, um leið og hann staðfesti upptöku Ari- zona í ríkjasambandið, útnefndi fyrverandi héraðsstjóra í Arizona, Richard E. Sloan, stækan Repú- blikana, sem dómara þar í ríkinu. Útnefningu þessari ætla Demó- kratar í senatinu að mótmæla. — Sit Edward Grey, utanríkis- ráðherra Breta, hefir af Georg konungi verið gerður riddari sokkabandsorðunnar (The Garter), sem er sá mesti heiður, sem hægt er að veita ókonungbornum manni" og sem að eins örfáir hafa hlotið áður. Konungur hefir með þessu sýnt ótvíræðlega, að hann er sammála utanríkis pólitik ráð- gjaLuis, sem sum af blöðunum og ýmsir flokksbræður hans hafa vítt harðlega. Sir Edward Grey er ó- efað hj’gnasti og gætnasti stjórn- málamaðurinn, sem sæti á í As- quith stjórninni, þó nokkuð íhalds- samur þyki.. — Alheims skautamanna mót var haldið í Stokkhólmi 13. þ. m., 1 og vann Norðmaðurinn Oskar Mathiesen íturstigið ‘ hljóp hann 4,088 fet á tveimur mínútum og tuttugu sekúndum, og er það meiri hraði en nokkru sinni áður hefir kunnugt orðið um. íturstigið , fyrir listfengi á skautum vann ' Svíinn Gustaf Sandahl. — Marokko-þrætan milli Frakka og þjóðverja er nú loksins um garð gengin. Samþykti franska senatið 15. þ- m. með 222 atkv. I gegn 48, þá samninga, er gerðir höfðu verið við þjóðverja, og þar með er endir bundinn á þau mál- in, í bráð að minsta kosti. — Forsetaefna bardaginn stend- ur nii hvað hæst i tíaudarikjunum, | og ferðast forsetaei..'.n ríki úr riki i og halda fyrirlest.a og leita sír | fylgis. Líkurnar benda til, að Taft forseti muni bera sigur úr býtum | og ná litnefningu, sem forsetaefni Repúhlikana, þr.átt fyrir andróður þann, sem móti honum hefir verið og er. Suðurríkin, sem alt af eru demókratisk, en sem engu að síð- ur senda fulltrúa á útnefningar- fund Repúblikana flokksins, eru ölf með T'aft, þ. ,e. a. s. fulltrúar þeir, sem þaðan koma, fylgja Taft að málum, og það er einmitt þetta fylgi, sem þó kemur að engu haldi við forsetakosninguna, sem hjálp- , ar Taft til að nú iitnefningu sem | forset'aefni. LaFollette senator, ! sem skæðastur var talinn af mót- | stöðumönnum Tafts — annar en Roosevelt — gerði það glappgskot á fundi í Philadelphia nýverið, að ráðast á Bandaríkjablöðin með fá- dæma skömmum fysir afskifti þeirra og skoðanir á landsmálum, og urðu blaðastjórarnir honum svo afarreiðir, að þeir vinna nú flestir þeirra á móti honum, þó j áður væru honum fylgjandi. Engu að síður fylgja Wisconsin og Min- nesota ríkin honum, að öllum lík- indum, og líklega Iilinois, — hvað sem meira verður. — Roosevelt fyrv. forseti hefir fengið áskorun frá fimtán Repúblika ríkisstjórum, að gefa kost á sér sem forsetaefni og lofað honum óskiftu fylgi sínu, en engu hefir hann svarað þessari áskorun frekar en hinum, sem áð- ur eru framkomnar. — Albert B. Cummings senator, fjórða repú- blíkanska forsetaefnið, hefir lítinn byr. — f Demókrata herbúðunum gengur alt með hægara móti. þó virðist nú sem Camp Chirk sé að vaxa fvlgi, og iitlitið fyrir, að bar- áttan verði milli hans og Wood- row Wilsons um forsétaútnefning- una. Missouri ríki hefir kosið full- trúa á útnefning.arfundinn, og eru það alt Clarks menn er kosnir liafa verið. Mestu varðar, hverjum New York fulltrúarnir fylgja. En Ohio ríki fylgir Judson Harmon.— Vitrir menn telja það sjálfsagt, að Demókrati verði kjörinn næsti for- seti Bandaríkjanna, hver sem verð- ur í kjöri á móti ; — nema ef Wm. J. Brvan j’rði Demókrata forseta- efnið, þá er þeim talinn ósigurinn viss, því New York riki fylgir ald- rei Bryan. — Einn af bezt kunnu flug- mönnum Breta, Graham Gilmour, féll úr lofti nálægt 400 fet með fltigvél sinni á föstudaginn, ná- lægt Lundúnum, og beið þegar bana. Er þetta níundi brezki flugmaðurinn, sem missir lífið á rúmu ári. — Hroðasögur ganga ai hung- ursneyðinni í Austur-Rússlandi; fellur fólkið hrönnum saman dautt niður og fjöldi aðfram kominn af httngri og harðrétti. Fréttir segja, að ekkert af peningum þeim, sem safnað hefir verið til hjálpar hinu nauðstadda fólki, hafi ennþá kom- ist í þess hendur, heldur sé hjá embættismönnum stjórnarinnar, — sem þurfa að ihuga grandgæfilega, hvernig fénu sé varið ; en á meðan þeir eru að bollaleggja, þá fellur fólkið unnvörpttm úr httngri í kring um þá. Sömttleiðis hefir held ur ekki verið útbýtt fimm milíón dollara láni, sem stjórnin ákvað að lána hallærishéruðunum, vegna þess lántökuskilyrðin hafa þótt í- hugunarverð, og embættismenn fylkjanna ekki viljað rasa um ráð fram, eða binda sjálfa sig neinum böndum. þetta seinlæti embættis- mannanna hefir sætt afar hörðum dómttm í rússneskum blöðum, og þeir taldir ábyrgðarfullir fyrir dattða fjölda manns. Samskot handa hinum bágstöddu halda á- fram, og hafa margir gefið rík- mannlega. Einnig hefir stjórnin nú gefið leyfi til, að taka ,á móti sam- skotum frá útlöndum, en það hafði hún áður lagt bann fyrir. Hung- urssvæðið tekur yfir 12 af Austur- fvlkjum Rússlands fram með Volga fljótinu. — Konow ráðaneytið í Noregi hefir orðið að leggja niður völd, vegna innbyrðis sundurlyndis út af móðurmálinu, þ. e. a. s., hvort að bændamálið, eða ný-norskan öðru nafni, skvldi hafa jafnrétti við gamla bókmálið, hið núverandi ríkismál. Ihaldssamari hluti ráða- nevtisins var mótmæltur því, að ný-norskan væri sett á bekk með ríkismálinu ; en Konow sjálfur og þrír af ráðgjöfum hans voru því hlyntir. Lögðu þá fimm ráðgjaf- ar. ta niður völdin, og fjórum dög- um síðar varð Konow sjálfur að biðja um lausn fyrir sig og þá, sem eftir voru. Við stjórnarfor- menskunni hefir tekið J. K. M. Bratlie hershöfðingi og fyrv. fjár- málaráðgjafi. 1 ráðaneyti hans s.itja margir af hinum fyrverandi r.áðgjöfum, þar á meðal Konow sjáixur, sem nú er fjármálaráðgjafi — Danskur prestur E. C. N. Barfod, sem hefir verið þjónandi prestur dönsku þjóðkirkjunnar yf- ir 30 ár, skýrði nýværið söfnuði símtm í Bröndbv frá því í kórdyr- ttrum, að nann hefði beðist lausn- ., frfi prestsembættinu af þeirri orsök, að hann tiyði ekki framar kenningum lútersku kirkjunnar, — meðal annars friðþægingarkenning- ttnni. Safnaðarfólki hans varð mik- iö um þessa yfirlýsingu, því prest- urinn var söfnuðinum kær, og vildi fá hann til að taka lausnar- beiðni sína aftur, en hann var ó- fáanlegur til að þjóna þjóðkirkj- unni lengur. — Aelirenthal greifi, utanríkis- ráðgjafi Austurríkis og Ungverja- lands, andaðist í Vínarborg á lattgðrvagskveldið eftir mánaðar- legu. Ilann var mikilhæfur stjórn- málamaður og á bezta aldri. — I Portúgal gengur alt á tré- fótum. Verkföll eru víða í borgum tneð upphlaupum og vígaferlum. Eru það konungssinnar og klerkar setn blása að ófriðarkolunum og styðja óeirðarmennina með fjár- framlögum. Lýðv.eldisstjórnin hefir afnumið borgaraleg lög á róstu- svæðunum og sett herrétt í stað- inn, sem engu hlífir. Eru fangelsi öll full og fjöldi manna verið tek- inn af lífi samkvæmt skipun her- dómsins. En þess meiri grimd, setn stjórnin beitir, þess magnaðri gerast óeirðirnar, og er nú mikill hluti landsins í einu ófriðarháli. — Sjálfur er konttngsherrinn á landa- mærunum og telur hann 3,000 manna undir vopnutn. Spánar- stjórn styður konungssinna og er ant um, að Manúel komist aftur í valdastólinn. Manuel hefir verið í ráðabruggi við frænda sinn, Mig- úel prins, og er sagt að samning- ar hafi tekist með þeim, þannig : að Migúel legði fram £é til upp- reistarinnar, og yrði lýðveldinu lirttndið, skyld Manúel verða kon- ungur sem áður, en taka sér fyrir drotningu dóttur Migúels, og að sú ætt skyldi ná háum metorðum og völdum í ríkinu. — Manúel hef- ir dvalið á Englandi síðan hann var frá ríkjum rekinn, en nú kvað btezka stjórnin ætla að reka hann úr landi, vegna hins stfelda ráða- brugs og samsæra, sem hann og vinir hans eru stöðugt að brugga. Lýðveldisstjórnin í Portúgal er Spánarstjórn mjög reið fyrir hjálp þá, sem hún ve’tir konungssinnum og hefir hún nú, að sagt er, gert samtök við lýðveldissinna á Spáni til að vinna að því, að kollvarpa konungsstjórninni, og gera svo bæði ríkin að einu öflugu lýðveldi. Portúgals stjórn er í fjárþröng mikilli og hafa engir viljað lána henni fé, og er því búist við, að hún bjóði til sölu innan skams ný- lendur þær, sem Portúgal á ennþá eftir. Munu þá þjóðverjar líkleg- astir til að kaupa. YILTU BETRA BRAUÐ ? Það eru fáeinar húsmæður sem baka sjúlfar en sem mundu verða glaðar að þekkja hinn m i k 1 a leyndardóm er gerir kökur, “pies” og brauð betra. Royal Household Flour er ráðning leyndardómsins, fyrir betri bökun. Það er ekkert hveitimjöl betra að gæðum. fáanlegt fyrir peninga. Það er not- að við konunglega húshaldið á Englandi, og unnið f stærstu hveitimylnum Canada. Biðjið um það ! — McNamara-málið ætlar að hafa sín eftirköst. Rannsóknar- nefnd, sem falið var að rannsaka sprengingar þær, er orðið hafa á síðari árum og grunsamlegar þóttu, — ákvarðaði að höfða skyldi mál á hendur 52 mönnum, og voru þeir teknir fastir að heim- ilum sínum 17. J. m. Vorh í Jeim rgp varafortnaður og skrifari véla- smiða bandalagsins, sem þeir Mc- Namara bræður háðir tilheyrðu.— Flestir hinna ákærðu fengu sig leysta úr varðhaldi gegn hárri trvggingu, unz mál þeirra verður tekið fyrir, sem búist er við að verði snemma í maí. Rannsókn nefndarinnar leiddi það í ljós, að frá 1905, þar til i haust þann 26. okt, að dvnamit fanst undir járnbrautarbrú, nálægt Santa Bar- bara, rétt áður en lest, er Taft forseti var á fór þar yfir, — að á þe.isuin tínia iiafa að minsta kosti 100 glæpsamlegar sprengingar ver- ið framdar í 17 ríkjum. Fjórir verkamannaforingjar, Olaf Tveit- moe og Anton Johannsen, háðir Norðmenn, E- A. Clancy og J. B. Munsey, voru fyrir nokkru síðan teknir fastir í Los Angeles fyrir að hafa keypt og sent dynamit, er notað hafi verið til að fremja glæpsamlega sprengingar — með þeirra vitund. þeir hafa neitað sig seka og málinu verið frestað tii 5. júlí næstk. það er Ortie Manigal, sjálf-játaður hluttaki í glæpttm McNamara bræðranna, sem gefið hefir rannsóknarnefnd- inni nöfn og upplýsingar viðvíkj- andi sprengingttnum, og verður hann aðalvitni hins opinbera, þeg- ar til dómstólanna kemur. Verka- mannablöðin segja, að alt þetta sétt álvgar, gerðar til þees, að hnekkja \'eldi verkamannafélag- anna. KIRKJUFÉLAGIÐ VINNUR. Kirkju og trúmála þræta sú milli klofninganna úr þingvalla- söfnuði, að Eyford, N. Dak., sem nú hefir staðið yfir í full 2 ár fyr- ir dómstólum Bandaríkjanna, — hefir nú þokast feti framar en áð- ur var. Fyrsti úrskurður dæmdi þeim kirkjueignina að Eyford, sem úr kirkjufélaginu höfðu gengið. Nú hefir sami dómarinn við frekari í- hugun málsins dæmt kirkjuna í eign þeirra, sem héldu áfram að vera í kirkjufélaginu, þegar sundr- ungin varð. Mælt er, að málinu verði tafarlaust skotið til hæsta- réttar Bándarikjanna til endilegs úrskurðar. VINSAMLEG TILMÆTI. Alla þá, sem lesa almanak hr. ölafs S. Thorgeirssonar fyrir yfir- standandi ár (1912), vil ég vin- samlega biðja, að benda mér góð- fúslega á, ef þeir finna mishermt f ættartölum eða rangt tilfærð ár- töl í III. kafla af landnámssögu íslendinga í Alherta, svo ég geti síöar leiðrétt það. Við fljótan yf- irlestur hefi ég strax séð tvær skekkjur, sem ég mun leiðrétta síðar ; sjálfsagt er víðar eitthvað athugavert, sem ég vona aö geta lagfært. Markerville, 8. febr. 1912. Jónaa J. Hunford. Mr. Skúli Goodman, frá Wyn* yard, var hér á ferð um helgiua. Hann kom sunnan úr Dakota, — dvaldi þar á annan mánuð og van á heimför. CONCERT. Prófessor Sv. Sveinbjörnsson heldur CONCERT fimtudagina þann 7. marz, kl. 8.30 um kveldið* í Goodtemplara húsinu á Sargent Ave. þar fer fram meðal annars samspil þriggja hljóðfæra : Trio fyrir Piano, Violin og Cello eftir Sv. Sveinbjörnsson. Trio er í sama formi og Sym- phonia, sem er hið æðsta form listarinnar. — Hún er í 4 þáttum, — Fyrsti þáttur er oftast í skjótu ‘‘tempo’’ (Allegro). Annar þáttur í seinu ‘‘tempo” (Andante). þriðji þáttur aftur í skjótu ‘‘tempo”, í ‘)i parts takt, og nefnist oftast Scherzo. Fjórði þáttur nefnist Finale, og er oftast í sama takt og fyrsti þátturinn. — það ma geta þess, að í síðasta þætti hefir tónskáldið notað velkunnan ís- lenzkan þjóðsöng sem ‘‘thema”. Við þetta tækifæri spila : Próf. Sv. Sveinbjörnsson (Piano). Mr. Rignoll (Violin). Herra F. C. Dalman (Cello). þess utan verða sungin og spiluð lög eftir Sv. Sveinbjörnsson, og önnttr tónskáld, sem ekki hafa komið fram fyrri á concertum hér í bænum. — Cantatan, sem sungin var í Fyrstti lútersku kirkjunni, verður endurtekin. — þessi con- cert verður hinn síðasti, sem Prófj Sveinbjörnsson gefur í Winnipeg. VEGGLIM Patent hardwall ve^glím (Empire tegundin) gert úr Gips, gerir betra vegglím en nokk- urt annað vegg- líms efni eða svo nefnt vegglíms- ígildi. : : PLÁSTER BOARD ELDVARNAR- VEGOLÍMS RIMLAR og HLJÓDDE ÝFIR. Manitoba Gypsum Company, Limited WINNIPECI

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.