Heimskringla - 22.02.1912, Blaðsíða 2
I. BLS,
WINNIPEG, 22. FEBB.. 1912.
HEIHSKB.INGLA
1 okrara klóm.
■
1 öllum stærri borgum eru okr-
arar, einstakir menn eða félög,
sem lána peninga gegn svo háum
rentum, að meiru nemur en upp-
hæð þeirri, sem tekin var að láni.
Raunar er það á móti lögum
flestra landa, að lána fé með slík-
um kjörum, en okrararnir hafa
víðast hvar komið ár sinni svo
fyrir borð, að þeir geta rekið
starfsemi sína og féflett þá, er til
þeirra leita miskunarlaust, án
þess að yfirvöldin hafi hugmynd
um, eða geti skorist í leikinn.
Hér í Winnipeg hafði eitt slíkt
okurfélag útibú fyrir nokkrum
mánuðum síðan, en lögregian gat
haft hendur í hári þess, og þar
með var það úr sögunni. Aftur er
fjöldi af þessum félögum víðsveg-
ar í Bandaríkjunum.
í blaöinu Saturday Evening
Post, frá 3. þ.m., segir eitt af
fórnarlömbum okurtélaganna frá
viðskiftum sínum við þau. Frá-
sögn sii sýnir ljóslega með hvaða
hætti lánfélög þessi reka starfsemi
sína, og hvernig þau draga þá,
sem falla þeim í greipar, dýpra og
dýpra niður í skulda-foraðið.
Yér birtum þessa frásögu hér og
ætti hún að vera lesendunum bæði
til fróðleiks og aðvörunar :
“Mér hafði aldrei til hugar kom-
ið, að ég þyrfti að fara til pæn-
ingalánara. Flest hafði gengið
bærilega. Eg vann sem skrifari við
stóra heildsöluverzlun og hafði 20
dollara um vikuna. Við vorum
sejjx, kona mín, ég sjálfur og fjög-
ur börn ; hið elzta sjö ára, en hið
yngsta ársgamalt. Vikulaunin
nægðu. Við leigðum fremur snotra
íbúð fyrir 19 dollara um mánuð-
inn, og kona mín var bóndadóttir
og kunni að spara.
unni. Stúlkain gráeygða var þar
aftur, en enginn John Doe. Sami
ráðvendnissvipurinn og sama
brosið og daginn áður. Hún var
lágmælt og hljómurinn þýður og
viðfeldinn.
“Við lánum yður 40 dollara og
þér borgið 5 dollara á viku í tutt-
ugu vikur’’.
*‘En, ungfrú Blank”, andæfði ég,
“það gerið $100.00 fyrir $40.00! ”
“Mikið rétt, en það er það
bezta, sem við getum gert fyrir
yður”, var svar hennar. “Áhætt-
an er talsverð. Við töpum góðri
summu af peningum gegnum óráð-
vanda náunga, sem taka lán og
hverfa að því búnu, og af þeim
tuttugu dollurum, sem þér hafið
um vikuna, er auðvelt að borga
fimm, og innan fárra mánaða er-
uð þér skuldlaus”.
Eg haiði enga peninga og það
vissi ungfrú Blank, ett samt hik-
aði ég. ‘‘Hvað skeður", spurði ég,
“ef þaS kæmi fyrir, að ég gæti
ekki staðið í skilum þann ákveðna
dag ? Væri ég t. d. veikur, mynd-
uð þér þá sýna vægð?”
“Auðvitað, þér munuð finna
okkur sanngjarna”.
Hún fékk mér tvö útfylt eyðu-
blöð til að undirskrifa. Annað var
loforð um, að borga fimm dollara
á viku í tuttugu vikur, og ef ég
stæði ekki í skilum, var leyfilegt
að setja vikulaun min föst. Hitt
skjalið sýndist gefa lánveitandan-
um umboðsvald yfir lántakandan-
um, en ég gat aldrei lesið það til
hlýtar ; en það sá ég þó, að
hvcrgi var lánupphæðin, þessir
$40.00, nefnd í skjölunum.
‘‘Hvernig stendur á því?”
spurði ég.
‘‘þér fáið peningana strax og
þér skrifið undir”, sagði hún, en
spurningu minni svaraði hún ekki.
þá varð það einn dag fyrir 5
árum síöan, að kona mín og börn-
in öll lögðust í difterítis. þær
sex vikurnar sem fylgdu, voru þær
verstu í lífi mínu. Yngsta dóttir
mín dó, og ég gróf hana, — ég og
presturinn, án þess nokkur rétti
hjálparhönd. þegar veikindin voru
afstaðin, skuldaði ég húseigandan-
um, matsalanum, slátraranum,
lækninum og lyísalanum. Allir
heimtuðu sitt. Eg hafði ekki unn-
ið neitt á skrifstofunni í þessar 6
vikur, varð að vera heima til að
hjúkra, matbúa og þvo. Sparifé
mitt var uppgengið og ekki skild-
ingur í húsinu. Ég stóð uppi með
fjóra sjúklinga og skuldir ; ég hélt
ég mundi verða tryltur. ’
þá var þaÖ að auglýsing i
morgunblaðinu hleypti nýrri von í
brjóst mér :
“ P e n i n g a r! P e n i n g -
ar! Peningar! Heiðárlqgt
fólk getur fengið lánað hjá mér
peninga, og það án langrar biðar.
það skiftir mig engu, hverjum þið
skuldið, eða hvað þið ætlið að
gera við peningana. Alt, sem þið
hafið að gera, er að sanna aö
j-kkur sé treystandi. Skemmið
ekki lánstraust ykkar með því að
veðsetja húsmuni ykkar og lausa-
fé. Ef þið hafið margar smáskuld- j
ir, þá fáið hjá mér nægilega pen- :
inga til að borga þær að fullu. —•
Komið og finniö mig að máli.
John Doe”.
Getið þið ásakað mig fyrir að
fara? Blaðið hafði á sér bezta j
orð, var strang-heiðarlegt og mik-
ils metið ; ég hafði alt af trúað j
því. Eg fann sknfstofuna, sem
auglýst var, og spurði eftir Mr. j
Doe. það sýndi strajx, að ég var
græningi. Eg v.eit nú, að lánskrif-
stofu er ætíð stjórnað af kven-
manni ; maðurinn sýnir sig aldrei, j
o(r nafniö, sem er undir auglýsing-
unni, er ekki hans rétta nafn. Ok-
urkarlarnir nota fölsk nöfn.
Stúlkan á skrifstofunni var lag-
leg, ljóshærð og gráeygð og ráð-
vendnisleg á svipinn. Hún var ung
— ekki þrítug — og snyrtilega bú- f
in. Hún leit upp og brosti. ‘‘Mr.
Doe”, sagði hún, “er ekki í borg- j
inni í dag. Voru þaö peningar?” |
Elg hafði v.erið aS brjóta heilann
um, hvernig ég ætti aS byrja, en
nú var gatan greið. Hún hafði
rutt örðugleikunum úr vegi. Eg
svaraði öllum spurningum hennar.
Hún spurði eftir nafni mínu, nafni
konu minnar og barna, föður
mins og systur, húsbónda míns og
fyrverandi húsbónda ; einnig eftir
nöfnum ýmsra samverkamanna
minna. Ég sagði henni einnig, við
hvaða kaupmenn ég skifti, hvað
laun mín væru há og hvenær þau j
væru borguð. Eftir að hafa svar-
að öllum þeim spurningum, sem
hún lagði fyrir mio-, sagði hún I
mér aS koma aftur næsta dag. —
þaS, sem festi sig í minni mínu
síðar meir, voru ekki þessar spurn
ingar, heldur setningin, sem hún
sagSi brosandi í uppbroti málsins
—: “Voru það peningar?”
Daginn eftir var ég á skrifstof-
Eg skrifaöi undir bæSi skjölin.
Stúlkan opnaði skúffu, tók þaðan
seðlabunka og rétti mér 4 tíu
dollara seðla, og ég stakk þeim í
vasa minn og fór. — Ég var nú i
klórn okraranna. —
Næsta laugardagskveld fékk ég
konu minni $10 í staðinn fyrir $12,
sem ég vanalega ðður hafði gert.
Við erum aS eins fimm nú, sagði
ég henni, og við þurfum að borga
áfallnar skuldir. En ég sagði henni
ekkert um lánfélagið ; ég vildi
ekki ónáða hana með þeim vand-
ræðum mínum. Fimtán laugar-
daga í röð fór ég á lánskrifstof-
nna og borgaði hina áskildu fimm
dollara ; ég fékk aldrei viðurkenn-
ingu. Ungfrú Blank sagði það
væri aldrei gert.
Bráðla opnuðust augu mín fyrir
hvað slæm kaup ég hafði gert ; ég
var að borga $60 í rentur af $40
láni yfir tvo mánuöi, en úr því
svona var komið, varð ég að bera
byrðina. En þetta skt’ldi vera í
síðasta sinni á æfinni, sem ég færi
til okrara, það hafði ég fastákveð-
ið. En varð svo ? þegar setxtándi
laugardagurinn rann upp, hafði ég
ekkj hina áskyldu $5, gat ómögu-
lega fengið þá.
Ég fónaði ungfrú Blank ; “Ég
verð að biðja yður um frest, það
hryggir mig, en ég get ekki annað,
húsráðandinn vildi ekkt biða”.
En þá sýndi okrarinn sig í sinni
réttu mynd : “Nei, herra minn”,
var svar hennar, “þess konar við-
skifti gerum við ekki. Ef þér ekki
borgið strax, sendum við rukkara
á skrifstofu yöar”.
‘‘En ég hefi alls ekki peningana”,
bað ég ; ‘‘ég hefi þá ekki, þér verð
ið að hafa þolinmæði”.
“þér hafið aðra gátu óráðna”,
var svarið. En eftir litla þögn
skifti hún utn tón og bætti við í
höstum róm : “því komiö þér
ekki á skrifstofuna, í stað þess að
fóna eins og raggeit?”
Ég fór á skrifstofuna. — ‘‘þér
Iiafið engan rétt til aö setja svona
háa veþti. Ég tók aS eins $40 að
láni, og nú hefi ég borgað $75. —
þetta er okur ; ég fer og hitti lög-
tnann”.
Hún hló. “þér mynduð líta dá-
laglega út fyrir rétti. Setjum við
sværum, að þér hefÖuÖ fengið$100
að láni ? þér hafið engar sannanir.
Setjum við sverjum, að þér hafið
ekkert borgað okkur ? HvaS þá ?
þér hafiö enga viðurkenning. En
þetta er ekkert okur, vegna þess
við lánum enga peninga. Við kaup
ttm vinnulaun, það er alt. Fara til
lögmanns, þaS væri yður hentast.
‘‘HvaS sem því viðvíkur”, svar-
aði ég, “þá vil ég ekki að ég sé
snuöaður. Ég hefi borgað $75. Og
afganginn skuluð þér fá, þegar
mér hentar”.
“Einmitt það”, var svar hennar
‘‘Á mánudaginn gerum við kröfu
til launa yðar. Ásakið ekki okkur,
þó þér missið atvinnuna".
‘‘Hvað meinið þér? þér lofnðuð
að alt skyldi vera leyndardómur”,
einn einasta dag, fékk ég kröfu
frá innheimtufélagi, sem svo kall-
“það átti við heiðarlega menn.
Við breytum sanngjarnlega við þá
sem breyta réttilega við okkur, en
þegar við hittum á óþokka, sein
vill svíkjast undan samningum, þá
gerum við honum örðug.t”.
En þetta var að eins bvrjunin
af ókvæða skömmunum, sem hún
lét dynja yfir mig ; ég sárskamm-
aðist mín, aS vera neyddur til að
hlusta á slikan munnsöfnuð. Alt í
einu kom breyting á hana og tónn
inn varð allur annar.
“Heyrið mig, Mr. Luce. Við pen-
ingalánarar erum ekki eins svartir
og við erum sagðir, og ég vil
sanna yður það með því, að gera
undantekningu frá reglunni með
vður. Hér er tilboð mitt”, hélt
hún áfram. “þér skuldið okkur
ennþá $25. Ég vil lána yður $40 í
viðbót. það borgar þessa $25 og
þér hafið $15 í peningum. Jólin
eru í nánd, svo þér munið þurfa
þess viö.
‘‘Jæja”, svaraði ég. “þetta sýn-
ist sanngjarnt. Ég sé eftir, hvað
ég sagði áðan, ég var ekki alls-
kostar með sjálfum mér”.
Hún fylti síöan út nokkur skjöl
og fékk mér til undirskriftar.
“Sexdín og fimm dollars! ” hróp
aði ég uppyfir mig. “Ég hélt þér
hefðuð sagt fjörutíu”.
‘‘þessir $40 kosta yður $65. það
er okkar taxti”.
Loksins skildi ég, — ég hafði
verið nógu heimskur að treysta
henni. Vegna þess ég hafði ekki
hina áskyldu $5, varð ég að taka
nýtt lán og vera reiknað $25 fyrir
þau hlunnindi. En hvað gát ég
gert?
það kveld gat ég ekki smakkað
mat. Ég var hugsi yfir viðskiftum
mínum við uhgfrú Blank. Ég rit-
aði niður viðskifti okkar, og litu
þau þannig út á pappírnnm :
Móttekið Greiðsla Tap mitt
1. lán $40 $100 $60
2. lán $40 $65 $25
Fyrir $55 í peningum hafði ég
þegar borgað $75 og skuldaöi $65,
— þrettán vikur ennþá til lúkn-
ingar, og þá — við alt, sem hei-
lagt er — skyldi ég aldrei leita til
peningalánara framar!
þegar ég nú lít yfir þessa
þrautadaiga, kemur mér það svo
fyrir sjónir, að í hvert skifti, sem
ég var nærri kominn úr kröggun-
um, kom eitthvaö óvænt fyrir,
sem setti alt aftur í sama horfið,
eða verra. þetta skifti varð ég
rúmfastur í viku. Mína siðustu
peninga sendi ég ungfrú Blank.
þegar ég aftur tók að viúna,
var ég skuldugri en nokkru sinni
áður. Allir gengu í skrokk á mér,
— eitthvaS varð að gera. í g fór
að horfa í blöðin eftir nýjum pen-
ingalánara og las vandlega aug-
lýsingar þeirra, í þeirri von, aÖ
geta hitt á einn, sem væri ráð-
vandur. þeir voru allir eins. I.oks-
ins kaus ég felag, sem var langt: í
burtu frá hinni fyrri lánskrifstofu.
Aftur fékk ég lánaöa $30 og lofaði
að borga $5 á viku í 14 vikur.
Ég hafði nú $10 að borga lánfé-
lögum v.ikulega. Ég vann vfirtíma
og s])araði alt sem ég gat. Eg lét
börnin gatiga í ræflum. H^imilið
varð fátæklegra og fátæklegra. —
Annað ungbarn bættist við og ég
varð aö flytja í ódýrari húsa-
kynni.
Enn þess meira sem ég þrælkaði
þess dýpra sökk ég í skuldabaslið.
Eg skal aldrei gleyma göngu
minni heim á aðfangadagskveldið.
Eg hafði $5 í vasanum, en hafði
orðið að borga 16 til okrara.
þegar ég kom inn í eldlnisiö,
bauð konan mín mér “glei$ileg
jól”. Eg leit framan, í hana, (>* þá
veitti ég því fyrst eftirtekt, hvað
henni hafði farið aftur þessa ttián-
uðina. Skyldi hana gruna tvokk-
uð?
Eg lagði fimm dollarana á
eldhúsborðið. “þetta er alt þessa
vikuna” ; ég var óþýðttr í rodd-
inni, þó skaparinn vissi að ég
meinti það ekki.
“Við veröum að kljúfa það ein-
hvernveginn. En er ekkert til aö
gleðja börnin?”
“Nei”.
Hún fór að gráta. Eg fyltist
meðaumkvunar. það var hún, sem
varð að bera byrðarnar. . Mig
lartgaði til að taka hana í íaðm
mér og segja henni, hvernig á
stóð ; en ég þoröi það ekki, — ég
gat engum sagt frá ástæðum mín-
um.
“Eg boröa engan kveldverð” og
rómur minn var aftur óþýður. —
Hún leit upp, en sagði ekki neitt.
það kveld sat ég einn í myrkr-
inu og ráðslagaöi við sjálfan mig.
En ég var ráðþrota, sá engan veg
út úr vandræðunum. Eg haföi
skift við peningalánarana í fimtán
mánuði. Eg hafði tekið að láni
$40 og smærri upphæðir, ef til vill
$100 í alt. Eg hafði borgað aftur
tnilli fjögur ojr fimm hundruð doll-
ara og skuldaöi ennþá $300. —
Skyldi það ganga þannig til ei-
lífit. Var engin lausnar von ?
þannig liðu þrjú ár á sama
hátt. Eg þrælaði og sparaði, en
aftur og aftur varð ég að taka
lán til þess að geta borgað hin-
um lánfélögunum. Eg fór fá einni
lánskrifstofunni til annarar síðari
hluta hvers laugardags í öll þessi
ár, ýmist með afborganir eða í
lántökuerindum. Lífið var orðin
mér byrði ; ég hugsaði bæði næt-
ur og daga um, hvernig ég gæti
skrapað saman peninga til að
mæta afborgununum komandi
laugardag. Eg vanrækti vinnu
mína og heilsa min tók að bila.
Eg gat ekki borðað, ég gat ekki
sofið ; komandi laugardagnr hvíldi
sem farg á huga mínum.
Eitt hafði mér þó tekist til
þessa, og það var, að halda rukk-
urunum frá skrifstofunni, sem ég
vann á. Einn dag gat ég ekki
borgaö, og þá var heitið að senda
rukkara til mín á skrifstofuna
næsta mánudag. Eg reyndi að fá
peninga, en gat ekki ; beið því
komu mánudagsins með ósegjan-
legum kvíða. —
Allan mánudaginn beið ég með
skelfingu konunnar, sem átti að
koma ; en stundirnar liðtt og eng-
in kom. Eg var farinn að halda,
að okrararnir ætluðu einu sinni
að sýna vægð, ,en svo varð ckki.
Um kl. 4 kom stæðilegur kven-
maður og spurði eftir Mr. Luce.
Eg er þess viss, aS sérhver á skrif-
stofunni hafði attgnn á mér, en ég
sá það ekki. Eg grúfði andlitið í
bókunum.
Hafið þið nokkurn tíma gert
ykkur í hugarlund, hvernig þeim
manni liður, sem er leiddur til af-
töku ? Mér hefði ekki getað liðið
ver. Eg leit ekki til hliöar á hin
fjörutíu andlit, sem horfðit á mig.
Eg vissi ekki, hvort fyrirlitning
eða meðaumktin lýsti sér á þeim.
Eg husaði að eins um eitt : hvern
ig ég gæti þaggað niður í þessum
kvenmanni. Er nokkuð verra en
grimd okrarans ? Eg get ekki
skrifað niður þær ókvæða skamm-
ir og mtinnsöfnuð, sem kona þessi
öskraöi yfir mig. Enginn myndi
j prenta annað eins.
Eg veit ekki, hvað lengi ég stóð
þannig. Má vera, það hafi verið
mínútur ; getur einnig verið, að
það hafi verið klukkustund. Alt,
sem ég man, er að einn af sam-
verkaimönnum minum — hver h'ann
var, veit ég ekki —, lagði seðil í
lófa minn, sem ég fékk svo kven-
llagðinu. Hún fór. Eg man ekki
eftir að hafa farið að skrifborð-
j inu mínti aftur, en það man ég, að
‘ mér fanst það óbærilega langur
j tími, unz klukkan tilkynti aS I
dagsvinnutiminn væri úti.
Eg hafði lært mína lexíu. Eg
j sá, að óg varö aS borga, hvort
j sem ég gat eða ekki, — varð aS
lána, ef svo bar undir, með hvaöa
kjörum sem var. Eg vissi, að
samverkamenn mínir vissu nú,
hvernig ástatt var fyrir mér, og
aö þeir mundu þegja. IIúsHóndinn
vissi ekkert. Eg gat haldið stöðu j
minni á meðan svo var.
En til hvers er það ? spuröi ég
margoft sjálfan mig. Hér þrælka
ég ár eftir ár, ekki fyrir konuna
og börnin, heldur fvrir lánfélögin.
Væri ,ekki betra að hætta vinnu
þarna og flytja eitthvað burt ? En
til hvers gagns kæmi þaö svo ?
Okrararnir myndu eins setja laun
mín föst í nýju stöðunni. Eg hafði
heyrt um ungan verzlunarmann,
sem í því skyni að komast undan
okrara, fékk sér aðra atvinnu
annarstaðar, og undir öSru naffti,
en okrarinn þefaði hann nppi engu
að síður og fékk manninn rekinn.
Fjórum sinnum skifti maður þessi
um nafn ; fjórum sinnum fékk hann
atvinnu í fjórum mismunandi stöð
um, og í öll þessi fjögur skiftin
fundti okrararnir hann. Að síð-
ustu fór hann til Cuba, en þangað
fylgdi honum einnig hinn langi
armleggur okrarans. Kaup hans
var sett fast, hann rekinn úr stöðu
sinni, og endirinn varð, að hann
réð sér bana.
É!g hugsaði, að ég hefði séð það
versta af okraranum, enþar skjátl
aðist mér. Síðasta árið í þessu
skuldabraski fór ég að skifta viÖ
nýtt félag. Aftur sömu spurning-
arnar, sama þagmælsku heitið og
sama kurteisin. Að eins eitt var
j öðruvísi en hjá hinum félögunum:
| Til þess aS komast undan lögum
þess ríkis, sem það starfaði í,
lézt það hafa umboð fyrir félag í
öðru ríki. þegar þú svo skrifaðir
undir lántökuskjölin, sem þú ald-
rei fékst að sjá, varstu í raun
réttri aS gefa þeim rétt til aS
skrifa nafn undir hvaða skjal sem
var í því ríki.
Á skrifstofu fólags þessa kom ég
hvern laugardag, og lét mína $5
í umslag og sendi þaö til félagsins
í hinu ríkinu. Ef bréf mitt tafÖist
aði sig, en sem í rauninni var eitt
og sama okuttfélaigið, og varð ég
þá, auk $5, að borga $1.50 í inn-
heimtulaun. Félag þetta kom alt
af með nýjar og nýjar kröfur. Eitt
sinn gleymdi ég að frímerkja bréf-
ið, — þaö kostaði mig $1.50. —
Margoft er ég viss um, að félagið
tékk peninga sína á réttum tíma,
en það vildi fá $1.50 aukreitis, og
ég hafði engin gögn eða viðurkenn
ingu. Ef ég kvart’aði, ypti skrif-
stofustýran öxlum og hvaðst ekk-
ert vita. ‘‘Við seljum víxlana og
höfum ekkert frekar með þá að
gera”, sagði hún. Kröfur þessa fé-
lags urðu verri og verri, og ég
sökk dýpra í skuldabaslið en nokk-
uru sinni áður. —
Við endalok fjórða ársins var
ég gersamlega örvæntingunni háð-
ur. þessir upprunalegu $40 og
peningar þeir, sem ég hafði orðið
að taka að láni til að borga af-
borganirnar og vetcti af þeim, —
höfðu nú kostað mig $2,000, og
ennþá skuldaði ég 300 dollara. Eg
vann eins og þræll, — .var þræll.
Eg var veikur orðinn á sál og
líkama, orðinn grindhoraður og
gat með naumindum unniö verk
mitt. Eg hafði enga ánægju af
konu minni og börnum eða nokk-
uru öðru. Eg- var gersamlega eyði
lagður maður.
Eina viku varð ég að borga $19
- en hafði að eins unnið fyrir
$14. Eg bað ungfrú Blank um
frest, því þó ég hefði tvívegis
borgaö henni upp og skilið við
hana, hafði ég orðið feginn að
leita til hennar aftur.
“Ef bér borgið ekki í dag, sendi
ég rukkara á skrifstofu yðar á
mánudaginn”, voru orö hennar.
“það skaltu ekki gera”, hrópaði
épr í örvæntingu minni ; “ég frem
sjálfsmorö”.
Hún hló hæðhishlátur. '‘1‘það
segja þeir allir. AuðvitaS verðum
við að loka skrifstofunni, ef þú
fremur sjálfsmorð, og senda krans,
— en hvort sem þú gerir það eða
ekkí, þá skal rukkarinn koma á
skrifstofiina á mánudaginn.
það lá við, að ég fremdi sjálfs-
morð um kveldiö. Eg var brjál-
aöur. Eg flæktist hér og þar um
strætin. Se.int um kveldið var ég
staddur á brúnni, oe horfði niður
í fljótið. Eg fann ekki til ótta, að
eins örvæntingin fvlti liuga minn.
E<r hallaði mér áfram. reiðtibúinn
að stevpá mér f fljðtið, þepfar
kona mín og börnin flugti mér í
huo-. Hvað yrði um þati ? — Eg
ráfaði heim.
er sú, aö ég er auli sjálfur. Eg
vissi það í fyrsta skifti í gær, að
j félag okkar hefir þá reglu, aö reka
þá af þjófcium sínum, sem taka
lán hjá okrurum. Hlér eftir rekum
við þá ekki, heldur verjum þá”.
“þér ætlið að hjálpa mér?”
stundi ég upp.
“Gerðu engar frekari afborganir
og ef einhver rukkarinn kemur
hingað, sendu hann til lögmanns
vors. Og nú”, bætti hann við, “er
bezt fyrir þig að fara heim og
vera heima í dag, þú litur veiklu-
lega út. þú færð kaup fyrir dag-
inn”.
Hann vildi ekki, að ég þakkaði
sér. Eg hefi hitt hann margoft
í hyggdngunni síðan og viljað tjá
honum, hversu ég var honum
þakklátur, en hann sýnist haia
gleymt mér.
En þetta fimm minútna viðtal
við hann bjargaði mér. Rukkar-
arnir voru sendir til lögmannsins,
og enginn þeirra kom oftar en
einu sinni. Okrararnir þorðu ekki
að fara í mál. þeir komu í hús
mitt og báru rógburð um mig til
konu minnar og nágrannanna og
jafnvel til prestsins ; en þeir gátu
við lögin, og ég hafði borgað þeim
ekkert meira gert. þeir voru utan
tíu sinnum meira en þeir áttu.
þetta var fyrir ári síðan. Nú
hefi ég náð heilsu minni aftur og
hefi fengið launahækkun og flutt í
lætri húsakynni. Eg héfi borgað
skuldir mínar og $300 á bankan-
um. Konan mín er ánægð og
börnin snyrtilega búin. Eg hefi
vonina vaknaða að nýju og met-
orðaigirnd. Eg er ekki lengur
þræll. — Guði sé þökk, þeir tím-
ar eru liðnir.
þeir tímar eru liönir fyrir mér,
en hvernig er það með þig ? Eng-
inn vinnuþegi getur verið viss um
að hann þurfi aldrei að leita til
okrara. þú getur ekki farið inn á
stærri skrifstofur án þess aS sjá
menn, sem ‘í laumi eru að taka
lán til þéss aS borga með lán. þú
ferö varl'a svo á sporvagn, að þú
hittir ekki mann, sem er að upp-
hugsa ráð til aS losna úr okrara4
klónum. Eins og ég ráfaði um
strætin örvinglaður, og þorði ekki
að líta framan í nokkurn mann,
frekar en ef ég hefði v.eriö glæpa-
maður, — þannig sérðu marga,
sem líkt er ástatt fyrir í da'g. Eins
°ÍT ég húgsáBi um sjálfsmorð, eins
hugsa margir nú, og af sömu á-
stæðum. það eru til heiðarlegar
stúlkur, sem eru reiðubúnar að
þá nótt komst kona min að öllu
saman ; ég var með hálfgerðu ó-
ráði og talaði upp úr svefninti :
“Gerið það fvrir mig” — bað ég
— “bíðiS eina viku. Eg vil borga
hvað sem er, — aö eins eina viku
— eina viku”.
Konan min vakti mig. Hún var
föl sem nár.
“Georg”, sagði hún, ’‘ég hefi
vitað bað lengi, aS ekki var alt
með feldu. Segðu mér nú einsog
er".
Eg sagði henni alt af létta.
Næstu daga á eftir leið mér bet-
ur, — kona mín vissi alt. Raunar
voruin við bæði jafn máttlítil og
ég hafði verið einn. Dýpra og
dýpra brýstu okrararnir klóm sin-
uin i hold mér.
þá var þaS sunnudag einn þrem
mánuðum síöar, aS konan kom til
mín og sagði :
‘‘Georg, það stendur hérna í
blaðinu, að þessi okurfélög séu
gagnstæð lögunum, og að félag sé
myndaö til aö stríða á mjóti
þeim. Hivers vegna ferðu ekki
þangaö og leitar ráða?”
Á mánudaginn fór ég á fund fé-
lags' þessa og sagði rttaúanum
sögu mína. Hann lofaöi engu,
nema kvaðst skyldi gera sitt
bezta. — —
Eg hafði aldrei verið ver stadd-
ur. Nú varð ég aÖ borga lánsfé-
Iögunum $20 á viku, — sama sem
öll lattn mín. Eg fór sem áður frá
einni lánskrifstofu á aðra. En nú
var mér ekki fagnað með sama
brosinu og áður ; ég var oröinn
of vel þektur. þann laugardag
neituðu þrjú lánfélög mér um lán,
og við fimm félög hafði ég ekki
getað staöiö í skilum. Á mánu-
daginn komu fimm rukkarar, og
é<r hafði ekkert handa þeim ; ekki
einu sinni af^ökun. Eg vissi, að
á þriöjudaginn myndu laun mín
fastsett.
Á þriðjudajgsmorgiuninn var ég
kallaður inn á skrifstofu hús-
bónda míns. Eg hafði aldrei talað
við hann áður, og þetta var í
fyrsta sinni á þessum 8 árum, sem
ég hafði verið inni hjá honum. Eg
bjóst við, aS nú væri endirinn
kominn.
“Luce”, sagði húsbóndi minn,
‘‘þú hefir verið dyggur starfsmaö-
ur þessa félags í átta ár, en þú
ert bölváöur auli” — Eg svaraSi
engu. — “Við getum ekki haft
aula á skrifstofunni, og eina á-
stæðan fyrir því, að ég held þér,
selja sig — líkama og sál — til aö
greiða okurvifxlatta ; reiðubúnar
að fara á pútnahús til að frelsast
frá okraranum.
þessir tímar eru Iiðmr fyrir
mér, en sami leikurinn heldur á-
fram. Hvað skyldi hafa orðið af
risavajxna mannimim, sem ég sá
koma út af einni lánskrifstofunni,
grátandi sem barn ? Hvað varð
af unga manninum, sem stal til
þess að geta borgað okraranum,
og varð síðan aS taka út hegn-
ingu í betrunarhúsinu ? Hvað
verður af hinum ógæfusömu
möniium og konum, sem síÖdegis
hvern laugardag, viku eftir viku,
lilaupa á milli okurfélaganna ?
Hvað vferður af mönnunum, sem
missa atvinnu sína fyrir þannig
lagaðar skuldir, og eru á “svarta
listanum” nm aldur og æfi á eft-
ir ? —------
Hvað er hægt aS gera til þess
að bjarga þeim, sem ganga þenn-
an sama veg og ég gekk ? — Mér
virðist sem hver borg ætti aS hafa
öflugt félag til að stríða á mfóti
okurpakkinu. Ef kaupmenn og
aðrir hei'ðiarlelgir “business”-menn
vildu ekki auglýsa í blööutn, sem
okrarar auglýsa í ; ef þeir vildu
vernda þjóna sína í stað þess að
reka þá, ef þeir lentu í okrara-
klóm ; og ef þeir vildu gefa mönn-
um sínum lík ráð og mér voru
gefin ; — ef alt þetta væri gert, þá
væri mikiö unnið.
En meira yrði að gera. það ætti
að vera félag í öllum borgum, þar
sem menn gætú fengið peningalán,
með tveggja eða þriggja prósent
rentum á mánuöi, og húsmunir
þeirra sem veð. 1 öllum stærri
verzlunarfélögum ætti aS vera
sparisjóður, þar sem þeir, sem
þeir, sem sparaS gætu, gætu lagt
peninga sína á, og þeir sem þyrftu
að fá lán og væru heiöarlegir —
gætu fengiö það með vægum kjör-
um. En meðan engin slík lánfélög
eru til, neySist maSur aÖ flýja til
okraranna, þegar skórinn kreppir
aö.------
þegar ég er að lesa blöðin og
rekst á okrara auglýsing, hleypur
í mig hryllingur; og þegar ég
stundum á strætunum rekst á
menn með tryllitngslegu útliti og
sýnilega úttaugaSa af þjáningum,
þá flýgur mér straix í hug, hvort
þeir séu í okrara klóm ; — hvort
þeir hafi farið inn á skrifstofu, þar
sem hæglát og kurteis stúlka hafi
brosandi spurt —
“Voru það peningar?;’*