Heimskringla - 22.02.1912, Blaðsíða 3

Heimskringla - 22.02.1912, Blaðsíða 3
HBIMSK&IVGDX WINNIPEG, 22. FEBR. 1912. 3. BLSj KAUPIÐ lOc ‘PLUG’ AF CHEWING TOBACCO OG YERIÐ GLAÐIR. nzirm: Afmælisgjaíir til Heilsuhælisins. Nú er v.criö aö »era upp reikn- in^a Heilsuhælisins fyrir árið 1911. Aðsóknin hefir verið svo mikil, að sjúklingar hafa oft orðið að bíða. Áranjrurinn er ágætur ; mun það sannast, að hann er eins góður og í be/.tu hælum utanlands. Kostn- aðurinn hefir ekki orðið meiri en við var búist. Um alt þetta kem- ur bráðurn nákvæm skýrsfa. En við höíum orðið fyrir einum miklum vonbrigðum. Deildir Heilsuhælisfélagsins gera fremur að dofna en lifna. Tillög landsmanna eru of lítil, svo lítil, að ekki er annað sýnna, en að því reki, að hækka verði meðgjöf sjúk- finganna, ef menn verða ekki greið ugri við Heilsuhælið eftirleiðis. Einna mest hefir Heilsuhælinu á- skotnast í minningargjöfum í Árs- tíðaskrána og öðrum gjöfum og álieitum. Mörgum hefir farist höfðinglega við Hælið, gefið því veglegar gjaf- ir. Og margir hafa jafnan á ýmsan hátt sýnt því velvild bæði í orði og verki. Einn þeirra manna er Ölafur Björnsson, ritstjóri ÍSafold- ar. Hann hefir nú fyrir skömmu vakið máls á því, að menn eigi að hugsa til Heilsuhælisins á aimælis- degi sínum, gefa því afmælis- g j a f i r. H.afa honum þegar bor- ist þess konar gjafir ; mun hann leggja alt kapp á, að þær verði sem flestar og mestar. Ég kann honum beztu þakkir fyrir þetta ágæta nýmæli, og vona að það verði Heilsuhælinu til mik- ils stuðnings. það er auðvitað, að stjórn Heilsuhælisféfagsins og allar deild- ir þess munu taka með þökkum við öllum afmælisgjöfum. Sömu- leiðis ber ég það traust til rit- stjóra allra íslenzkra blajða, að þeir vilji veita afmælisgjöfum við- töku og geta gefendanna í blöðum sínum. Og hver veit, hvað úr þessu get- ur orðið. Ef alt uppkomið fólk vildi muna Heilsuhælið át h v e r j- um a f m æ 1 i s de g i sínum og gefa því nokkrar krónur, þeir sem það geta, en hinir krónubrot, sem minna mega, þá mundu allir standa jafnréttir í fjárhagnum, en Heilsuhælið komast úr miklum kröggum og ná.því óskamarki, að geta veitt fátæklingum ókeypis vist og efnalitlum ódýra vist. Öll íslenzk blöð eru vinsamlega beðin að flytja lesendum sínum þessa orðsending. Rvík, 14. jan. 1912. G. BjÖrnsson. fékk 414 atkv. Kvenfélags listinn . (C) hlaut 373 atkv., og verka- I mannalistinn (B) 281, og komu hver um sig einum sinna manna j að. Hinir listarnir fengu sára fá atkvæði. Kosnir voru : Sveinn Björnsson yfirdóms lögm., Hannes Hafliðason skipstjóri, Knud Zim- sen verkfræðingur, fríí Guðrún Lárusdóttir og þorv. þorvarðar- son prentari. — Konum fer fækk- andi í bæjarstjórninni. Frúrnar Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Guðrún Björnsdóttir, sem setið hafa þar í undanfarandi fjögur árin, gengu nú ! úr henni og náðu ekki endurkosn- ingu. Tvær konur eiga sæti þar j framvegis. — Félagið “Landvörn” hélt aðal íund sinn 19. des. sl., og voru þá kosnir í stjórn þess.: Brynjólfur tannlæknir Björnsson, Gísli Sveins son yfirdóms lögm., Jakob Möller ■ bankaritari, Jón prentari Baldvins ' son og þorsteinn skáld Erlíngsson og ,er hinn síðastnefndi formaður félagsstjórnarinnar. 1 varastjórn voru og kosnir : A. J. Johnson, I bankaritari, dr. Jón þorkelsson og Guðm. læknir Hannesson. — Nýtt bfað er farið að gefa út j á Evrarbakka, er “H'eimilisblaðið’ heitir. Á það að vera til skemtun- ar og fróðleiks, .en laust við alla pólitík. Kemur það út einu sinni í mánuði og kostar 75 aura árgang- urinn. Útgefandi þess er Jón Helgason prentari á Eyrarbakka. j Annað blað er hlaupið af stokk- unum á Akureyri. Heitir það Norðurljósið og er ritstjórinn Arthur Gook trííboði. Innihald þess verður aðallega um trúmál. i Einnig flytur það mvndir og ann- 1 an fróðleik. ! — Nýtt kirkjublað (1. fiebr.) flyt- j ur mynd af séra Friðriki J. Berg- mann. — Séra Björn Stefánsson að ,Tjörn á Vatnsnesi hefir sagt laus- um prestsskap og gerst kennari við unglingaskóla í Hjarðarholti í Dölum. — Um Tjörn sækir séra , Sigiirður Jóhannesson (frá Hind- isvík á Vatnsnesi), sem settur hef- ir verið að þjóna Hofi í Vopna- firði nú um nokkurn tíma. þróttaíélaganna þar og tekið mjög vel í það mál. Forgöngumaöur þessarar sambandsmyndunar hefir verið Sigurjón Pétursson glímu- kappi. — íslenzkir íþróttamenn hafa sótt um það til forstöðunefndar Olympisku kikanna, að mega taka þátt í þeim sem íslendingar. Leik- irnir verða haldnir að sumri í Stokkhólmi. Ekki lízt Svíum á, að við getum talist sérstök þjóð, en hver þjóð kemur fram við leiki þessa'í hóp sér. þó er ekki fullnað- arúrskurður um þetta fallinn enn. Ekki lízt íþróttamönnunum ísl. að koma fram sem Danir og hætta heldur við hluttökuna. — Tilboð ætlar fyrverandi ræðis- maður Frakka hér Brillouin að gera í hafnargerðina í Rvík. Er ekki ósennilegt, að þessu verði tekið, ef ,ekki verður því meira kappi be tt til þess að koma því vérki á danskar hendur. Brillouin stendur hér betur að vígi, þar sem hann hefir aðra hafnargerð með höndum og verður honum því all- miklu ódýrara, að gera þessa höfn og getur þá eðlilega boðið lægra en aðrir. — Jjorlákshöfn hefir fyrv. ræðis- maður Brillouin ný'skeð keypt af þorleifi Guðmundssyni á Háeyri fyrir 600 þúsund franka, eða um fjögur hundruð þrjátíu og tvö þúsund (432,000) krónur. — Uag- legur skildingur fvrir eina jörð á íslandi. 1 sumar var mikið gert að rannsókn á hafnarstæði þarna, Og er talið víst, að byrjað verði á hafnargerðinni að ári. — “Sunnanfari”, myndablaðið, sem Dr. Jón þorkelsson stofnaöi fvrir all-löngu í Kaupmannahöfn, Og legið hefir niðri um nokkur ár, byrjar að koma út aftur í þessum mánuði. Hlutafélag gefur hann nú út, og verða ritstjórar hans þeir feðgar Dr. Jón og Guðbrandur sonur hans. — Nýi botnvörpungurinn ‘‘Skúli fógeti”, seldi nýlega fyrsta sinn í Englandi fyrir 18,300 kr. það er hæsta verðið, sem botnvörpuskipin héð'an hafa fengið fyrir fiskifarm. — “Marz” seldi skömmu áður farm fyrir rúmlega 18,000 kr. — þeir kaupmennirnir Garðar Gíslason og Helgi Zoega kvað fá hingað í vetur tvö botnvörpuskip, sem haldið verður út héðan til veiða. — Meiðyrðamál, er Páll Einars- son borgarstjóri Rvíkur höfðaði gegn L. H. Bjarnasyni prófessor, út af grein í Lögr. síðastl. sumar, var nýlega dæmt í undirrétti. Sekt 40 kr., auk málskostnaðar. Báðir málsaðilar kvað vísa mál- inu til yfirdóms. — Skaðabóta og tmeiðyrðamál, er Einar Jónsson málafim. hafði höfðað gegn Birni Gíslasvni út- vegsmanni, var dæmt í yfirdómi í sl. mánuði. 1 undirdómi hafði B. G. fengið 200 kr. sekt og átti að gjalda E. J. 1000 kr. í skaðabætur En yfirdómur færði sektina niður í 150 kr. og feldi alveg burtu skaðbæturnar. — Dáin er í Reykjavík aðfara- nótt 22. jan. frk. Sólveig Thor- grimsen, fædd 23. febr. 1848, dótt- ir Thorgrimsens áður verzlunar- stjóra á Eyrarbakka og systir frú Sveinbjörnsson, ekkju L. Svein- björnsson hávfirdómara og þeirra systkina. Heiðurs og myndarkona- vr. Islands fréttir. Bæjarstjórnar kosningar fóru íriam í Rej’kjavík 27. jan. Var tals- verður spenningur með mönnum, og höfðu 12 listar komið fram, en aðeins fimm bæjarfulltrúa fkyldi kjósa. Flest atkvæði hlaut Sjálf- stæðismanna (A)-listinn, 493, og kom að tveimur sínum mönnum. Heimastjórnarmanna listínn (E) — Séra Einar Jónsson á Desja- mýri hefir fengið veitingu fyrir Ilofi í Vopnafirði. Var sá eini, er sótti. — Einmuna tíð hefir verið um land alt síðan fyrir jól, segja blöð frá 28. jan. N — Búnaðarnámsskeið var haldið í Hjarðarholti í Dölum 8.—14. jan. þ. á. þar héldu fyrirlestra : Einar garðyrkjumaður Helgason og bún- aðarskóla ráðanautarnir : Ingim. Guðmnndsson og Sig. Sigurðsson. — Við sönglistaskólann í Kaup- mannahöfn hefir nýlega lokið prófi Haraldur Sigurðsson, sýslumanns í Kallaðarnesi, — I tónfræði og píanóspili. Tveir Islendingar eru og nýbyrjaðir að stunda þar nám: Eggert Stefánsson (múrara Egils- sonar í Reykjavík) og Reynir Gíslason. — Á Flensborgarskólanum í Hafnarfirði eru alls 72 nemendur í vetur. — Íþróttasamband Islands er í ráði að stofna (eða er þegar stofn- sett) í Rteykjavík, þ.e. samband fyrir íslenzk íþróttafélög um land alt. Undirbúningsfundur var hald- inn í Rvík í jan. ai stjórnum í- -v + * I + * I ! * + * * + I * + * i l * * * ♦ * Mail Contract INNSIGLUÐ TILBOÐ send tfl Postmaster General verða með- tekin í Ottawa til hádegis á föstu- daginn þann 22. marz 1912 um póstflutning um fjögra ára tlma, tólf sinnum á viku hverri báðar leiðir milli GARSON QUARRY og TYNDAL, frá fyrsta júní næstk. Prentaðar tilkynningar, sem inni halda frekari upplýsingar um póst- flutnings skilyrðin, fást til yfirlits, og eyðublöð til samninga eru fáan- leg á pósthúsunum í GARSON QUARRY og TYNDAL og á skrif- stofu Post Office Inspector. Postoffice Inspectors Office, Win- nipeg, Manitoba, 9. febrúar 1912. W. W. McLEOD, Post Office Inspector. Það er alveg ví*t að það borgar sig að auglýea í Heim8kringlu JÖN HÖLM, gullsmiður 4 Gimli gerir við allskyns gullstáss og býr til samkvæmt pöntunum. — Selur tiunig ágst gigtarbelti fyrir $1.25, ©I. -qJ----------------------- Kvæði flutt á Borgfirðingarnótinu í Winnipeg. :5. FEBRUAR 1912- ----------%---------- ! ? » ) T Te) J® Inngangserindi. Lag: Þjer risa jöklar. Þá knýtt er fjelags bræðra-band og boðs til liði fylkt, að minnast á sitt móðurland er manni ljúft og skylt. Og þá er einhver ást-taug hreyfð, er umsorg hvers dags fól, því þar er okkar ættarleifð og æskudrauma ból. Ur munardjúpi mörg þá rís upp mynd, sem þar var geymd, og barnsgleðinnar broshýr dís, þá birtist, löngu gleymd. En við þá innsjón öndin fer á útreið ferða ljett. því flestir eflaust eigasjer þar einhvern kæran blett. Minni Borgarfjarðar. Girt með fríðum fjallakrans, frægsta bygðin móðurlands, Borgarfjarðar hjerað hlýtt, heiliaríkt og fegurð skrýtt. Birtist mætt sem mynd í kvöld, - minninganna greypt á spjöld. Endurklætt í alt sitt skraut, — öllum sem þess hlúði skaut. Horfum á þess helgibrag, himin mildan sumardag. hvað það brosir blítt og sætt, blámóðunnar guðvef klætt. Enginn betri blikmynd sá, — betur liti skiftast á, vatnið silfrað, landið lágt, litað grænt, en fjallið blátt. Breiðar sveitir sænum næst, sjást til hliðar fjöllin glæst. Nes og firðir falla þýtt, faömlög í og kyssast blítt. Sker og hólma, — beggja börn, báran laugar framtaksgjörn. Fuglar svífa’ og synda kring, saddir unaðs tilfinning. Ekki síði r svipljúfar sýnast efri bygðirnar. Þar má líta fell og fjöll, frjófga dali sljettan völl. Stararengi, straumþung fljót, stöðuvötn við hlíðarfót. Hveri, laugar, hraun og gjár, hella, fossa, gljúfur, ár. Skörð og tinda, skriðugil, skarpar eggjar, kletta þii. Nýpur, dranga, nátt-tröll stök, náttúrunnar Grettistök. Dísatorg og tíva stól, tröllakirkjur, gýgja ból. Afdals vætta óðul hrein, álfaborgir, dvergastein. Efst við he'ðan himininn, herðabreiði jökullinn, gnæfir hátt með höfuð frítt, hárið grátt og skeggið sítt. Hjálminn bratta breða stáls ber sem hatt, en sjer um háls, hjelugráan knýtir klút, klaka bláum rembihnút. Hjeraðsbygðar hjartastað, hugarsjónin færist að. Hvar í fjalla frjórri sveit fornhelgastan eigum reit. Þar í hlöðnum þróar baug, þjóöfrægust er Snorralaug. Þökkum öll að erum kunn, ættarlands vors Mímisbrunn. Þegar dauða lífið laut, landið alt í blóði flaut. æðra hugmark enginn sá, en að myrða, brenna’ og flá. fótum troðna fræði’ og list, frekjan ljet í dreyra þyrst. Þá var hjer, að spekin spök, spann í sagnir goöa rök. Meðan hilmis ræktu ráð, ragmenskan og grimdin smáð. Meðan bölnorn reitti reið, rætur undan frelsis meið. MeBan íslands auBnu sól undir gekk við konungs stól. Sat hjer Snorri samdi og reit, sagnmál enginn fegri leit. Ljósið þaB sem bjartan baug breiddi kringum Snorralaug. Lýsti upp sveitir lands og strönd, lýsti’ um gjörvöll NorBurlönd. LýB í gegnum lífskjör dimm, Lýsti meira en aldir fimm. ’ Lýsti bezt er list fjekk völd. Lýsir enn oss hjer í kvöld. Fornu stöBvar fræðimanns, frægsta bygðin móðurlands. — Þar sem listin þroska fær, þjóðar orðstírs blómið grær. — Vertu æ af alvalds náð, andagift og blessun stráð. Efsta þínum fjallstind frá, fiam að yztu skaga tá. Þorskabítur. Og þegar við sveitungar hittustum hér er huganum ljúfast aB sveima um blettina fögru, sem fela í sér feBranna minningar heima. Og finnist oss ógeBfelt andleysis dok í erlendu trúfræBis stagli, viB óskum aB setjast viB sögunnar lok á Sökkvabekk niBur hjá Agli. E. Árnason. I -♦- ♦ I i Egill Skallagrímsson. Vér elskum hvern kappa og æfintýr hvert frá íslenzkum frumbýlisdögurn, við finnum svo margt sem er frásagnavert í feðranna hraustlegu sögum. Því öllum sem fæðast af íslenzkri þjóð er ant um það drenglynda og hrausta, um víkingsins hugrekki, hreinlyndi og móð og hetjunnar armlegginn trausta. En eljan sem liflr og augljós er helzt í íslenzkurn mönnum og konum —, og atgjörvisþráin og andinn sem felst í íslenzkum sjálfstæðisvonum, er örlítill neisti af eldinum þeim, er einkendi landnámsmenn alla, er elskuðu frjálsræðið fjarst út í heim, en forsmáðu drotnandi jarla. En alt það sem lifir í eðli og dáð á aflvaka hlýtur aö nærast, og Ijósið er jafnvel því lögmáli háð á lifandi ögnum að færast. Og afl það sem við heldur anda og sál og atgjörvi norrænna þjóða, og hugprýði og drenglund, er hljómfagurt mál og hnittyrði fornmanna ljóða. Og þökk sé því hverjum sem kvæðabrot kvað uin kappanna djörfung og hreysti, sem skaraði að því að enn á sjer stað af íslenzku tungunni neisti. En enginn var rikari að efni og sál, af íslenzku skáldanna kyni, og hvergi er annað eins orðgnótta mál sem Agli hjá Skallagrímssyni. Þó öllum sé kunnugt um afreksverk hans vér ef til vill gleymum því stundum að þaðan er uppruni ljóða vors lands, sem lita hjá mönnum og sprundum, að honum er íslenzka atgjörvið frá og afl' aki hugsana vorra, því hjá honum lifnaði ljósgeisli sá er lýsti þeim Sæmundi og Snorra. Hann óskaði aö kvæðin sín yrðu ei heygð og orkti þau þrunginn af viti; hann vissi: et rótin var visin og feygð að visna þá meiöurinn hlyti. Að iðja í smiðju við frumbýlings föng hann fann þau í dengingu stálsins, þvf náttúran hálfkveðnar hendingar söng í hugsunurn norræna skáldsins. Og hvort sem í smiðju hann hitaði stál eða hjörnum í víkingu beitti, og hvort sem með sveinum hann settist að skál eða sundtök í Hvítá hann þreytti, hann kastaði vfsu og kesknina fól í kröftugum orðuni og snjöllum, en lítið hanr. iðkaði lausmælgi og hól, sem lffið var kóngum og jörlum. Og síöan þó liðin sé eitt þúsund ár og aflið úr þjóðinni táið, þá þekkir hver mær og hver karlmaöur knár hans kvæBi, þau geta ei dáiB. Úr kaþólskri ánauö vors ástkæra lands og okurneyö framandi þjóBa björguöust lifandi bragmælin hans, sem bjargvættur íslenzkra ljóBa. # + * + ♦ + ♦ * t + 4- ♦

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.