Heimskringla - 22.02.1912, Blaðsíða 5
ftEIMSKRlNGtÁ
' "ÍVlNNjPECj, 22. FEBR. 1912. 5. BLS*
Nýr átrvinaður.
Hann trúði ei neinu “Kg tek ekki mark
á trölla — né biblíusögum,”
var frftsögn hans sjálfs; er með krafti og kjark
m<H kirkjunnar barðist hann lögum.
“Ég trúi ei neinu, mín tifinning er
að t r ú a ei, reyna að v i t a,
og reyna að skynja og skilja það hér,
sem skHldin nú hugsa og rita.”—
Og skáldlegur konungur kom honum mót
með kenningu, vfsdóms á flugi :
xjg tel þér uú hentast að trúa á snót
og trúa svo eitthvað |>að dugi ! -
Svo hann fór að trúa — hann trúði nú heitt !
nú trúði hann á hana Stínu !
En til lítils var þó að trúa á eitt,
svo trúði hann einnig á L f n u !
Og hvf skyldi eingðngu trúa á tvær ?
svo trúði' hann á Laugu og Rúnu!
Hans trúarþörf nægði’ ei að trúa á J>ær,
svo trúði hann eldheitt á Strúnu !
Sem tyrkneskur soldán, er trúir á fljóð,
hann trúði áBetu og Emrnu!
Hann trúði á S i g g u, sem talinn var góð,
og tók hana með sér í skemmu.
Hún gaf lionum löðrung. Hún laust hann svo fast,
að lá hann á gólfinu flatur !
Þá var f>að, að eitthvað í eðli hans brast —
' og ástin hans snérist f hatur !
O. T. JOHNSON. '
Ársskýrsla.
Á síöari hluta ársfundar islenzka
Únítarasafnaöarins hér í bæ voru
lagöar fram skýrslur frá presti
safnaðarins, hjálparnefndinni, fjár-
málaritara, kvenfélaginu og ung-
mennaiélaginu. þessar skýrslur
báru þess vott, að hagur safnað-
arins er aö ýmsu leyti í góðu
horfi, og dálítill hópur hefir bæzt
viö meðlimatöluna.
Skýrsla fjármálaritara sýndi, að
inntektir á árinu hefðu orðið (þar
í talið sjóður frá fyrra ári
$120.70) ...............,.. $2,144.68
Útgjöld.................... 1,738.43
I sjóði 1. febr. ...... ...... $ 406.25
Kirkjueign safnaðarins er met-
in .......................... $36,836.75
'Áhvilandi skuldir ........ 2,095.00
Skuldlausar eignir... $34,741.75
I raun og veru mun kirkjueignin
mikið meira virði, en hún er virt
hér að ofan i skýrslu fjármálarit-
ara.
Liknarstarfsemi safnaðarins, sem
ér í höndum hjálparnefndarinnar,
fer stöðugt vaxandi, og hefir
drjúgur skerfur peninga gengið til
þeirra mála á liðna árinu.
Að fundarstörfum loknum var
gengið í neðri salinn og sezt að
veizlu, er kvenfélagið stóð fyrir ;
voru viðstiaddir nokkrir utansafn-
aðarmenn, er þangað voru boðnir.
Voru nokkrar ræður fluttar yfir
borðum, sem allar lýstu áhuga
fyrir frjálstrúarhreyfingu þeirri, er
söfnuðurinn berst fyrir. Mintust
sumir þeirra ára, er söfnuðurinn
hóf göngu sina gegn megnttm mót-
biæstri og hnútukasti, og dáðu þá
íslenzku þrautsegju, er sigrast
hefði að minsta kosti að nokkru
leyti á .erfiðleikunum og fordómun-
um.
Að endingu skildu menn glaðir
tneð örugga von um vöxt og við-
gang únítara kenninga og stefnu í
framtíðinni.
Á fyrri hluta ársfundarins (28.
jan.) fór fram kosning embættis-
manna safnaðarins fyrir komandi
starfsár og hlutu þessir kosningu:
1 safnaðarfulltrúanefnd ; Skapti
B. Brynjólfsson, J. B. Skaptason,
Hannes Pé.tursson, Stefán Pé.turs-
son, Hallur Magnússon, Friðrik
Sveinsson og G. J. Goodmundsson
Djáknar : Níels Gíslason, Gisli
Magnússon.
í hjálparnefnd : Mrs. J. B.
Skaptason, séra Guðm. Árnason,
G. J. Goodmundsson, Mrs. Hannes
Pétursson, Mrs.. E. Sejnnour og
Miss Stefanía P.álsson.
FRIÐRIK SVEINSSON,
ritari.
Úr bænum.
Næsta sunnudagskveld messar
séra Alhert E. Kristjánsson frá
Gimli í Únítarakirkjunni.
í æfiminning Valdimars heitms
Havtðssonar, frá Mikley, sem ný-
lega stóð. hér í blaðinu, er hann
sagður ættaður úr Norður-Múla-
sýslu ; áttí að vera Norður-þing-
eyjarsýslu.
Th. Oddson &■ Co., fasteignasal-
ar hér í borg, hafa tekið uð sér
timboðssölu á RAMBLER mótor-
vögnum. þeir hafa tvo slíka vagna
til sýnis á mótorvagna sýningunni,
sem nú stendur yfir í Palace Gar-
age á Smith St. Vagnar þessnr’
eru hinir fegurstu á að líta, og hr.
Oddson segir þá vera béztu og
traustustu vagnategund, sem nú
er fáanleg. Verðið er frá $2,500.00
tii $4,300.00, eftir stærð og gæð-
um. Herra Oddson segir pað álit
sitt, að þegar á alt sé litið og fult
tillit tekið til gæða og endingar
þessara vagna, þá séu þeir ódýr-
asta tegundin, sem nit sé fáanleg.
Félag það, sem býr til vagnana,
ætlar að hafa hér sölu á öllum
þeim hlutum, sem tii viðhald og
viðgerðar þeirra þarf, og verða
þeir fullum þriðjungi ódýrari en
áður hefir verið. — Herra Oddson
óskar, að sem flestir íslendingar
vildu skoða vagnana.
í síðasta blaði var getið um lát
Mrs. Guðrúnar Jósephson í Minne-
ota, Minn., og faðir hennar þar
talinn Jón Runólfsson ; átti að
vera : Jón Guðmundsson.
Herra Guðm. S. Heidman, West
Selkirk strætisbrauta starfsmað-
ur, sótti Borgfirðingamótið. Hann
lét vel ai öllu þar í Selkirk. Guðm
S. Heidman er fyrir rtimu ári
íluttur frá N. Dakota til Selkirk,
og tók strax starf hjá raiimagns-
félags brautinni, er liggur frá Win-
nipeg til Selkirk.
Kaupmaður Ingimar Magnússon
frá Windhorst, Sask., var hér á
ferð í síðustu viku, bæði til að sjá
Islendinga og stórsala í þessum
bæ. Ingimar er búinn að hafa
verzlun í 14 ár í Windhorst. þar
eru engir íslendingar í því um-
dæmi, nema einn aldraður maður,
tíu milur frá nefndum bæ.
FáfræÖi.
Enginn þarf að undrast fáfræöi
hermannanna brezktt. Hún er alls
ekkert einsdæmi. þeir eru æði-
margir, mitt á meðal okkar, ungir
og gamlit, vel gefnir og skóla-
gengnir meira og minna,— menn,
sem ganga dags-daglega með
flibba og brúka nýustu skýringar
(slang), sem ekki gætu leyst úr
spurningum líkum þeim, sem her-
mennirnir voru spurðir. Ég þekki
marga unga menn, skólagengna og
gáfaða kallaða, sem ekki geta
sagt, hvar Alexander var eða Nel-
son, — sem að eins vita, að
hann var skáld, en hafa aldrei
lesið eftir hann eitt orð. Sumir
líta aldrei í blað til að vita, hvað
um sé að véra í heiminum stóra,
— finst það ekki koma sér við —,
sem lesa, ef nokkuð, að eins viss-
an eða vissa dálka, svro sem
‘‘sports.’ og þvi líkt.
Annar ‘‘classi” af fólki les, ctt
les bara rusl, sem ekkert gagn, cr
að og stundum hreint og beint
skaðlegt, svo sem æsandi spæjara
eða ásta-sögur. Sannleikurinn um
svo grátlega marga er það, að
þeir lesa aldrei neitt, sem gagn er
eða fróðleikur.
Allttr fjöldinn af þeimi sem ekki
hafa notið æðriskóla mentunar,
vita sem næst ekkert í fornri sögu.
Af ttppvaxandi íslenzkum mönnnm
munu þeir vera mjög fáir, sem
lesið hafa nokkuð í fornsögum, og
er þar þó margt þess virði, að
því sé gaumur gefinn. — Má vera,
að ég sé um of stórorður; • en
marga þekki ég og margar, sem
nauðsynlega þj-rftu að lesa og
fræðást og sem öll tækifæri hafa
til að auka þekkingu sína, en láta
það ógert.
Ekki er kvenþjóðin lesnari eða
fróðari. Svo er gapandi, starandi
fáfræði hjá sumu kvenfólki, að
manni verður spurn, hvernig það
haíi getað varist, að festa í minni
nokkurt sögulegt atriði. það kven-
fólk, sem ég þekki, les yfir höfuð
mjög lítið. Sumar lesa blaðasögur
af lélegasta tagi — neðanmálssög-
ur Hkr. og Lögb. — og hvað er
líklegra ? Eina konu þekki ég,
greinda og velmetna, sem les sög-
ur Heimskringlu strax og blaðið
kemur, og aldrei neitt annað —
aldrei — hefir ekki tíma til lesturs
Yfirleitt held ég konur viti mikið
meira um bygðarmál og það sem
nærliggjandi er, en minna um
heimsmálin og það, sem liggur
aftur i tíma. Hræddur er ég um,
að margar séu þær íslenzku kon-
urnar, af meðal.stéttinni, sem ekki
gætu svarað spttrningum þeirn,
sem lagðar voru fv’rir nýliðana
brezku.
Hjálpi oss hamingjan!
Uglukongur.
Ljótur leikur.
1 Ileimskringlu 15. febrúar sl.
birtist grein frá einum meðlim
Tjaldbúðar safnaðar til séra R.
Marteinssonar. þar eð grein sú er
full af argasta hrópi og níði um
heiðviröan mann, og öllum söfn-
uðinum til hinnar mestu van-
virðu, vil ég sem einn meðlimur
Tjaldbúðar safnaðar biðja Heims-
kringlu um rúm fyrir nokkrar lín-
ur, til að láta í ljósi vanþóknun
mina og minna á téðri grein.
Víst er um það, að æstur virð-
ist hann hafa verið í skapi, aum-
ingja limurinn, þegar hann reit
þessa gullfögru(! ! ) grein, og vott
ber húin (greinin) um víðtæka
hugsun, því bæði er þar kastað
hörðum linútum að kirkjufélaginu
og Norður,söfnuði. En þó eru
þyngstu höggin reidd að prófessor
Marteinsson. Honum er borið á
brýn rógburður, illar hugsanir, ó-
sannindi. Honum er líkt við svik-
arann Júdas, refi og úlfa. Fagrar
gerast nú líkingarnar hjá limnum!
Ilvað hefir nú séra R. M. unnið
til óhelgi ? Hann hefir ávalt kom-
ið fram sem heiðvirður maður,
bæði setn prestur, prófessor og
prívat maður ; og ég veit með
vissu, að flestir, sem nokkur kjTnni
hafa haft af séra R. M., munu bera
til hans hlýtt hug.arþel, og einnig
margir af Tjaidbúðar safnaðar
tnönnum.
Sakarábárður sá á séra R. M.,
að hann hafi farið inn í htis Tjald-
búðar safnaðar manna og reynt til
að fá þá til að ganga úr söfnuðin-
ttm, er bara rakalaust ósanninda-
bull. Mér er kunnugt um, að séra
R. M. hefir fundið að máli stökr
menn Tjaldbúðax safnaðar, í þeim
erindum, að vita hvort þeir stæðu
í nokkrum söfnuði, og er hann
vissi að svo var, kvað hann erindi
sínu lokið, því sér kæmi ekki til
liug.ar, að vera eftir nokkrum þeim
manni, sem í söfnuði væri ; ein-
ttngis þeim, sem engum söfnuði til-
lteyrðu. Og við þetta sé ég ekkert
vansæmandi.
þá er limurinn æstur mjög í
skapi yfir sunnudagaskólanum og
guðsþjónustu þeirri, er séra R. M.
hélt í Goodtemplara salnum. Á-
stæðan fyrir þvi hygg ég að muni
vera sú, að margt af Norðursafn-
aðarfólki er búsett í suðurbænum,
þykir kirkjan illa sett, þar sem
hún er ; og margir foreldrar í suð-
ttrbænum þykjast ekki geta sent
börn sín á skóla norður í Fyrstu
lút. kirkju i hörðum vetrarírost-
um.
Ekkert get ég um það sagt, hve
margir af meðlimum Tjaldbúðar-
safnaðar hlýddu á séra R., þegar
hann prédikaði í Goodtemplara
salnum. Ég var ekki viðstaddur,
en sagt var, að húsfyllir hefði ver-
ið; og sumt af því fólki, er þar
var það kveld, hefði verið Tjald-
búðar safnaðar fólk, og vona ég,
,að þeir hinir sömu verði ekkert
lausari í sessi í Tjaldbúðar söfnuði
eftir en áður. Eg héfi oft séð
Norðursafnaðarmenn í Tjaldbúðar-
kirkju, og mun enginn hafa dregið
af því þá ályktun, að séra Fr.J.B.
væri að reyna til að sameina þá
sinni hjörð.
Einatt ber það við, að einhver
limur á líkama mannsins sýkist
svo af einhverri ólyfjan, að hann
verður að takast af, til þess að
allur líkaminn ekki sýkist og deyi.
þannig getur það við borið, að
einn limur á safnaðar likamanum
sýkist af eiturkvilla svo óumflýjan-
legt verði að sníða hann burtu, ef
hinir limirnir eiga að geta þrosk-
ast og þrifist.
það get ég sagt safnaðarlimn-
um, að ef hann ritar margar slík-
ar greinar, sem þessa áminstu, þá
getur svo farið, að með því
höggvi hann stærra skarð í Tjald-
búðar söfnuð, en séra R. M. hefir
sýnt sig líklegan til að gera.
JSsinga eldur sá. ' sem brunnið
hefir í kirkju og trúarlífi vor Vest-
ítr-íslendinga í liðinni tíð, virðist
nú útbrunninn að mestu, og
föltkvi fallinn á glæðurnar. þess
vegna ætti hver og einn að forðast
að blása að neistum þeim, sem
ekki eru með öllu útbrunnir ; úr
því getur myndast bál svo mikið,
að síðari brennan verði meiri hinni
fyrri, og væri það illa farið.
Einn úr Tjaldbúðinni.
Þakkarávarp.
“þegar uevðin er stærst, er
hjálpin næst”. — Eg hefi aldrei
fundið betur, hve mtkill sannleiknr
felst i þessum orðum iyr en nú á
sl. mánuði, er ég varð íyrir þeirri
þungu sorg, að mis.ia mina hcitt-
elskuðu konu frá 6 börmttn. þá
sýndu bygðarmcun svo nfikið t’öf
uglyndi í einu t>g ölitt, að siikt
mun meira en j.« !a samanburð viS
það, sem nokkur önnur bygð hefir
sýnt meðlimum sinum.
það var þann 4. jatt. sl , að
konan mín veiktist af þeini sjttk-
dómi, að hún var liðið lík eftir 20
klukkustundir. þessi hrjTgðar-
atburður bar óvænt að, og ég var
nær milli heims og helju. En vinir
mínir og bygðarbúar sýndu þann
höfðingsskap og göfuglyndil sem
hér segir :
Mrs. Ingibjörg B. Thorainsson
og httsfrú Guðfintia J. J. Thordar-
son og ungfú ólöf Eastman voru
hjá konunni minni frá því hún
veiktist og þangað til hún dó, og
stunduðu hana með stakri alúð og
manngæzku. þar með herra Böð-
’var Jónsson stöðugt á heimili
tnintt meðan á þessu dauðastríði
stóð. þá fór hann af stað, sótti
líkkistu til Portage la Prairie og
færði hinni látnu konu minni að
gjöf. Og ekki bóg með það, heldur
kostaði hann helming af útfarar-
kostnaði konunnar minnar, og
hinn helminginn kostaði hr. Jón
Thordarson. þar að auki fékk mér
hinn nafnkunni maður og áður-
nefndi Jón Thordarson eitt hundr-
að dali í peningum, sem sérstaka
gjöf. — Alt þetta veglynda og
höfðingsfólk sýndi konu minni á-
samt mér og börnum mínum
þetta staka veglyndi alveg ótil-
kvatt. — Margir fleiri bygðarbúar
minir sýndu mér hluttekningu og
hjálpsemi, þótt þeir séu ekki i
þetta skifti nafngreindir hér.
Af instu hjartans tilfinningu
þakka ég öllu þessu góða fólki
fyrir höíðingsskap og drenglyndi,
sem, það sýndi elskulegu, dánu
konunni minni og mér. þetta
mannúðarfólk stendur að ílestu
lejTti sem fyrirmynd, sem vekja
ætti eftirdæmi annara góðra og
göfugra íslendinga nær og fjær. —
þann sem sagði, að ekki einn
svaladrykkur., gefinn í sínu nafni
skjddi ólaunaður, bið ég að veita
þessu fólki umbun og kærleikans
endurborgun.
í nafni sjálfs mín og barna
minna.
Ingimundur Ölafsson,
Wild Oák, Man.
Ágrip af reglugjörð
dm heimilisréttarlönd í C a n a d a
Norðvesturlandinu.
Sérhver manneskja, sem fjöl-
skyldu hefir fyrir að sjá, og sér-
hver karlmaður, sem orðinu er 18
ára, hefir heimilisrétt til fjórðungs
úr ‘section’ af óteknu stjórnarlandi
í Manitoba, Saskatchewan og Al-
berta. Umsækjandinn verður sjálf-
ur að koma á landskrifstofu stjórn
arinnar eða uudirskrifstofu í því
héraði. Samkvæmt umboði og með
sérstökum skilyrðum má faðir,
móðir, sonur, dóttir, bróðir eða
systir umsækjandans sækja um
landið fyrir hans hönd á hvaða
skrifstofu sctn er.
Skyldur. — Sex mánaða á-
búð á ári og ræktun á landinu £
þrjú ár. Landnemi má þó búa á
landi innan 9 mílna frá heimilis-
réttarlandinu, og ekki er minna en
80 ekrur og er eignar og ábúðar-
jörð hans, eða föður, móður, son-
ar, dóttur bróður eða sjTstur hans.
I vissum héruðum hefir landnem-
inn, sem fullnægt hefir landtöku
skvldum sinum, forkaupsrétt (pre-
emption) að sectionarfjórðungi á-
föstum við land sitt. Verð $3.00
ekran. S k v 1 d u r :—Verður að
sitja 6 mánuði af ári á landinu í
6 ár frá því er heimilisréttarlandið
vár tekið (að þeim tima meðtöld-
um, er til þess þarf að ná eignar-
bréfi á heimilisréttarlandinu), og
50 ekrur verður að J'rkja auk-
reitis.
Landtökumaður. sem hefir þegar
notað heimilisrétt sinn og getur
ekki náð forkattpsrétti (pre-emtion
á landi, getur kevpt heimilisréttar-
land í sérstökttm héruðum Verð
$3.00 ekran. Skj-’dur : Verðið að
sitja 6 mánuði á landinu á ári í
þrjú ár op rækta 50 ekrur, reisa
htis, $300.00 virði.
W W. C O K T,
Deputv Minister of the Tnterior.
S y 1 v í a 147
ttr. Ef þér hefðitð þekt hann. Og, að vita svo að
hann er dáinn, og ég eftir einmana’.
Hún fól andlitið í höndum sínum og stundi.
Stundum hefi ég haldið, meðan ég hefi legið hér,
að þetta væri drattmur, og að það væri ekki satt.
Stundum hefi, ég jafnvel séð hann — séð Jack —
standa hérna við rúmið mitt, og hefi heyrt hann
tala ; og þegar ég svo kom til fullrar meðvitundar
aftur, og vissi að mig hafði drejTmt, þá varð ég
hryfMT yfir því, að ég var ekki dáin líka. Við hefð-
um þá bæði verið á himnum og gæfurík, — en ekki
gæfuríkari en við vorttm vön að vera’, bætti hún við.
Hajm vissi, að það var gott fyrir hana, að mega
opna hugskot sitt og þagði því. það er innilokuð |
sorg, sem sárast stingur.
‘Enginn var líkur honttm’, sagði hún. ‘Allir
aðrir í þprpinu voru öðruvísi. Jack minn var fædd- j
ur prúðmenni, eins og faðir minn’.
Lávarðurinn strauk hendi ltennar httggandi.
‘Eg held ég skilji, hvernig þéx hafið elskað hann’,
sagði hann. ‘Ef ég ætti systur, vildi ég að hún
elskaði mig eins og þér elskuðuð bróður vðar. En
það hljóta fleiri að sakna hans en þér. Hann hlýt-
ur að hafa átt marga vini í þorpinu’.
Hún hristi höfuðið.
‘Nei’, sagði hún. ‘AUir dáðust að honum, en
hann átti enga vini. þeir vortt allir ruddar, en j
hann var prúðmenni. það voru að eins við tvö — j
og nú er ég einmana, alveg eiomana’.
Af þessum orðum hetjnar dró Lorrimore þá á- j
lyktun, að þar eð Jack hefði verið eina prúðmennið í
Lorn Hope, þá væri ekki Neville I.ynne þar.
Honum kom aldreí tU hugar, að maðuriuu, sem
hún syrgði, væri sami maðurinn og hann var að
148 Sögusafn Hejmskringlu
Hvernig gat Neviile Lynne verið bróðir hennar,
sem aldrei hafði átt systur.
Hann var stundarkorn hjá henni ennþá, fór svo
og fann læknirinn og sagði honum hvað fram liaiði
farið.
‘Vesalings stúlkan’, sagði læknirinn. ‘það hefir
verið sárgrætilegt, að horfa á hana, en það er góðs
merki. Hún virtist vera orðin brjáluð af sorg, en
í slíkum tilfellum er ekki um annað að gera en btða.
Henni batnar nú héðan af smátt og smátt, og því
fyr, sem hún fer héðan, því betra’.
‘Haldið þér það?’
‘Já, áreiðanlega. Hún svrgir eingöngtt bróðttr
sinn, en hér er svo margt, sem minnir á hann. Takið
þér hana héðan, lávarður, eins fljótt og þér getið.
Eg skal ábyrgjast, að hún verður hraust aftur,
þegar hún fær umbreytingu á verustað,, sem kemtjr
henni til að httgsa minna ttm bróður sinn. Ég hefi
aldrei séð eins sterkbj'gða og hrausta unglings
stúlku’.
‘það er nú gott’, sagði Lorrimore, ‘en ég verð
að spyrja hana, hvað hún vilji helzt gera, því þó
hún sé barn að aldri, þá er hún sem fullorðin stúlka
að því er reynslu ogsjáifstraust snertir’.
‘það er líka mín skoðun’, sagði læknirinn.
Lorrimore hugsaði ttm þetta, það sem eftir var
dagsins. Hann áíeit, að forsjónin hefði falið sér á
hendur að annast um hana.
En hann sá jafnfraimt, að hann varð að fá eldri
kvenmann til að annast um hana.
Satna kvöldið sá Sylvía ókunnugt andlit lúta
niður að sér, þegar hún vaknaði. H’enni varð í
fvrstu bilt við, því lœkniskonan hafði eingöngu
stundað hana hingað til. þetta var konu andlit,
laglegt, vingjarnlegt, með sorgþrunginn svip.
Andlitið virtist ungt, en var orðiö ellilegt fyrir
S y 1 v í a 149
tímann af mótlæti. Svlvia horfði hugsandi á hana.
‘þér bjuggust ekki við, að sjá neinn ókunnugan’,
sagði konan rólega. ‘En ég vona að vður sé það
ekki ógieðfeit, að ég sé hér ? Frú Langlej7 fór burt
tii að stunda mann, sem hafði fótbrotnað, og ég bað
ttm lejTfi til að fara hingað og sitja hjá j’ötir'.
‘það var vel gert af yður’, sagði Sylvía. Svo
varð þögn, og Sylvia Ttorfði á föla og sorgbitna and-
litið konunnar.
‘Hvað heitið þér?’ spurði Sj-lvía loksins.
‘Mercv Fairfax’, svaraði konan strax.
‘það er fallegt nafn’, sagði Sylvia. Eigið þér
heima hér í Wildfall? Hafið þér verið hér lengi?’
‘Já, núna sem stendur. Eg kom hingað með
fækniskonunni ekki alls fvrir löngu’.
‘Eruð þér í ætt við þau?’ spttrði Sylvía.
‘Nei’, svaraði Mercj', ‘ég kom með þeim frá Eng-
landi, ég var vinalaus einstæðibgur. þau hafa verið
mér mjög góð’. Rödd hennar skalf.
‘Eg bið yður fyrirgefningar’, sagöi Sylvía, ‘ég
ætlaði ekki að gera neitt særandi spursmál. Já,
þau eru mjög góðar manneskjur. . Mér hafa þatt
verið sem foreldrar.
‘það eru margar góðar manneskjur í heiminum’,
sagði Mercj'.
‘Og vondar’, sagði Sylvía.
‘Og vondar, já’, sagði Mercv, ‘en guð stjórnar
öllu’.
‘Kttnnið þér yel við jTður hér í þorpintt ?’ sagði
Sylvía. ‘þér erttð svo stiltar og viröist ekki eiga
heima í þeim tryllingi, sem hér er’.
‘Maður verður að haga sér eftir kringumstæðun-
um. En ég held þér ættuð ekki að tala meira’,
bætti Mercy við. ‘Reynið nú .að sofna aftur’.
Sylvía stundi. , v., . u;.„v
'■ ‘Ég er nærri hrædd að sofa’, sagði hún, ‘því mig
150 Sögusafn Heimskringlu
dreymir tim alt — alt, sem ég hefi mist'. Og tárin
fýltu augu hennar.
Mercy laut niður og þurkaði btirtu tárin.
‘Reyndu að hugsa ttm, að alt sé okkur til góðs’,
tautaði hún. ‘Eg veit það er erfitt, ég hefi revnt
það, ég hefi sjálf verið hrædd við að sofa og dreyma.
En rejTndu. nú að muna það, ttnga vina min, að við
erum öll í varðveizlu guðs’.
Svlvía stundi og lokaði augunum. Orðin færðu
henni litla httggun, en rómurinn, sem talaði þnu,
var hressandi.
Hún svaf stundarkorn, og jægar hún vaknaði, sá
hún að Mercy var kj r.
‘þér erttð hcr ennþá?’ sagði Sylvía.
‘Hélduö ]>ér að ég vildi j-firgefa jTður ? já, ég
er hér, og ég ætla að biðja frú Langlej', að lofa mér
að vera ltér, — það er að segja, ef þér viljið ítafa
mig’.
‘Já, veriö þér kyrrar’, sagði Sylvía, ‘mér er það
kærkomið".
‘það gleðttr mig’, sagði Mercy bliðlega.
Oft leit Svlvía á hana þetta kvöld, og það tar
eins og henni væri huggun í að sjá auðmýktina og
friðinn á svip hennar.
þegar L°rrimore kom í tjaldið morguninn eftir,
varð hann jafn hissa og Svlvía, þegar hann sá þcssa
nýju hjúkrumarkonu.
Hún hneigði sig kurteislega fjTrir hpnum. ,
‘þér munuö komast að raun um, að hún er tals-
vert frískari í dag, lávarður’, sagði hú)n,. og svo
gekk hún til tjalddj-ranna, til þess að heyra ekkí við-
rqsður þej.rrm, y, ,
‘þér hafiSj fengið nýja hjúkrunarkonu’, sagði lá-
varðurinn, ‘og.ég'.yotia, hún .hafi sagt satt um Ííðan
.yðar’. _ " . y
‘Já\ sa^5i Svlvía, ‘ég er hressari’.
i í í